Heimskringla - 12.03.1919, Page 4

Heimskringla - 12.03.1919, Page 4
4. BLAÖSfÐA HtlMSKKIMil /\ WINNIPEG, 12. MARZ 1919 M———————— WINNIPEG, MANITOBA, 12. MAR. 1919 Minnisvarðinn Vér skiljum eigi annað, en allir Vestur- íslendingar hljóti að vera sammála um það, að skylda vor sé að reisa sæmilegt minjamerki eftir fallna íslenzka hermenn í stríðinu. Oss er óskiljanlegt, að nokkur ágreiningur geti átt sér stað hfað þetta snertir eða að það mæti nokkurri mótspyrnu. En eðlilega eiga sér stað skiftar skoðanir um það, hvernig minjamerki þessu skuli háttað, hvort það eigi að vera myndastytta eða eitthvað annað, sem engu síður sé líklegt að halda minningu hinna föllnu íslenzku hermanna á lofti. Úr þessu verður eigi heppilega skorið á annan hátt, en kallað sé til fundar, þar erindrekar mæti úr öllum helztu stöðum lslendinga hér í landi. Að fáir menn hér í Winnipeg hafi mál þetta til allra umráða, má eigi viðgang- ast. Margir halda, að nú sé klappað og klárt að minnismerkið sé myndastytta úr “steini og málmsteypu” og sem að líkindum verði gerð af Einari Jónssyni myndhöggvara. Að dæma af grein séra Björns B. Jónssonar í síð- ustu Sameiningu, hefir slíkt þó engan veginn verið afráðið að svo komnu. Og þar sem séra Björn B. Jónsson má teljast upphafs- maður minnisvarða hreyfingarinnar og hefir borið mál þetta svo mjög fyrir brjósti, ætti honum að vera það eins kunnugt og nokkrum öðrum. Hann segir: “Menn eru að vona, að nokkurn veginn all- ir Islendingar í Canada og Bandaríkjunum verði samhuga um það, að koma upp minn- isvarða yfir þá bræður vora, sem féllu í stríð- inu. Líklega er enginn maður til, sem ekki vill, að nöfn þeirra og minning geymist um aldir. Hitt verður erfiðara, að verða sam- mála um það, hvernig búa skuli um minningu þeirra, svo bezt geymist og samboðnast sé. Það verða menn með stillingu að ræða og koma sér saman um.” Þessi orð ritstjóra Sameiningarinnar benda engan veginn til þess, að þegar sé búið að af- ráða að minnisvarðinn sé úr “steini og málm- steypu.” Enda fæn það illa að niðurstaða örfárra manna væri úrslita-niðurstaða í þessu þýðingarmikla þjóðmáli Vestur-Islendinga. *• - " - -—1—*—............... - Skoðanir merkra manna Síðan strfðið byrjaði og til þessa dags hefir líknarstarfsemi Bandarikjaþjóðarinnar verið bæði mikil og víðtæk. Líknarstarfsemi sú hefir náð til margra fjarlægra landa, þar á meðal til Persíu. Var þangað send Iíknar- nefnd og þar sem annars staðar mun slíkt hafa borið góðan árangur. Einn af meðlim- um þeirrar nefndar var Dr. Wilber E. Post frá Chicago og er hann nýkominn heim til Banda- ríkjanna aftur. Á meðan Dr. Post var erlendis heimsótti hann Rússland og dvaldi þar um tíma. Sök- um starfsemi hans voru engar hömlur lagðar á leið hans og gafst honum gott tækifæri að kynnast ástandi öllu þar í landi. Sem flest- ir aðrir, er frá Rússlandi koma í seinni tíð, segir hann Ijóta sögu af aðförum Bolshevika. Við f|^E?nrita ems Boston blaðsins kemst hann meðal annars þannig að orði: “Bolshevismi þýðir ekki annað en eyði- legging. — Núverandi stjórn Rússlands er harðstjórn, sem viðhaldið hefir verið með grimd og spellvirkjum. — Allur iðnaður landsins er eyðilagður. Hver kærir sig um að fást við iðnaðar framleiðslu, þar alt er gert upptækt af stjórninni? Einstaklings fyrir- tækin eru nú undir lok liðin á Rússlandi og opinber fyrirtæki, undir umsjón Bolsheviki- stjórnarinnar, eru afar-bágborin. Verkalýð- inn skortir alla þekkingu og æfingu að stjórna iðnaðinum og þar af leiðandi stendur alt fast og hreyfist ekki. í mörgum sveitaþorpum er stór meirihluti íbúanna hlyntur bandaþjóðunum og að friður geti komist á sem fyrst, og að unnið sé öílug- lega að endurreisn alls iðnaðar. En stjórmn dregur þar taum minni hlutans, er mestmegnis samanstendur af letingjum og auðnuleysingj- um (mörgum töluverðum hæfileikamönnum á andlega vísu, sem ekki nenna að vinna.) Slíkum mönnum er hugleikið að “Bolshevik- inn” sitji í öndvegi, svo þeir geti tekið undir sig eigur annara. Maður einn frá Mið-Rúss- Iandi staðhæfði, að þessi minnihluti, sem eg hefi hér lýst, hefði undirbúið nafnaskrá, þar skráð voru nöfn þeirra manna, er ætti að drepa, til þess unt yrði að ná umráðum yfir eigum þeirra. Með að eins einum hætti verður iðnaðar- legt frelsi stofnsett svo vel fari, og það er með aukinni mentun og þroskun fólksins. Til þess að verkafólkið geti tekið iðnaðinn í sín- ar hendur verður það að kunna að stjóma honum.-------Til þess vel fari, verða allar breytingar og umbætur að byggjast á þekk- ingu og viti. Meðhaldsmenn Bolshevismans í öðrum löndum en Rússlandi halda kenningum þess- um fram sem hugsjónaríkum sósíalisma. En Bolshevikar Rússlands sjálfs leggja meiri á- herzlu á að lofa fólkinu háum verkalaunum. Þeir örfa öfundssýki letingja og ‘mishepnaðra’ manna gegn efnalega betur megandi dugnað- ar og atorkumönnum, og afleiðingarnar verða algert stjórnleysi.” Þanmg kemst þessi merki læknir að orði og er nokkur ástæða til að halda hann tala þvert um huga sinn eða gagnstætt eigin sann- færingu? Verðskuldar hans göfuga líknar- starfsemi þær aðdróttanir? — Hvað heldur Voröld um slíkt? Samuel Gompers, foresti iðnfélaga sam- bandsins í Bandaríkjunum, sagði í ræðu, er hann flutti skömmu áður en hann lagði af stað til Frakklands til þess að mæta á hinu al- þjóðlega verkamanna þingi í París, að stefna hinna sameinuðu iðnfélaga í Bandaríkjunum væri sú, að berjast af ítrustu kröftum á móti útbreiðslu Bolshevismans þar í landi “Bolshe- visminn”, sagði hann, “er tilraun að sundra iðnfélögum þessa lands, engu síður en að kollsteypa stjórn Bandaríkjanna.” . Á síðasta ársþingi iðnfélaga sambandsins syðra, sem haldið var í St. Paul, komst herra Gompers meðal annars þannig að orði: “Sjálfviljuglega mun eg ekki yfirgefa verka- manna hreyfinguna eins og hún birtist í dag með öllu því, sem afrekað hefir verið, og taka að eha fjarstæður og hugmyndaflug morgundagsins. Yfirlýsingar Bolshevika á á Rússlandi skoða eg þær mestu öfga og draumóra yfirlýsingar, sem nokkurn tíma hafa verið gerðar. Og þeir hafa tapað, ekki eingöngu kjötinu frá beininu, heldur líka bein- inu sjálfu — hafa ekki einu sinni skuggánn eftir. Vér hér í Iandi kjósum heldur að reyna á skynsamlegan hátt að stuðla til þess, að h'fskjör vor verði betri í dag en átti sér stað í gær.” Frederic M. Corse, aðal ráðsmaður á Rúss- landi fyrir N. Y. Life félagið. er nýlega kom- inn til Bandaríkjanna, eftir að hafa dvalið á ' Rússlandi um seytján ára skeið. Hann segir meðal annars: “Volga Kama bankinn var einhver stærsti | og auðugasti bankinn í Petrograd. Var hann eins og National City bankinn hérna. Eg var einn af helztu viðskiftavinum þessa banka. Á öndverðu síðasta ári ráku Bolshevikar forseta hans og meðráðamenn og settu þar að æðstu stjórn mann, sem áður hafði unnið við að sópa og hreinsa í kring um bankann. Eftir það varð eg að skifta við hann, og sat hann þar enn í öndvegisssessi þegar eg fór. Sama sagan átti sér stað hvað snerti aðra prívat banka. Margfaldið Volga Kama bank- ann með þúsund og hafið þér þá ástandið eins og það var. Að draga út 150 rúblur út- heimti stundum þrjá daga og feikilegt mála- stapp, þar leyfi og undirskriftir hinna og þess- ara varð að fá, er heima áttu víðsvegar um borgina. En væri maður viljugur, að borga vissum embættismönnum Bolshevika 25 per cent þeirrar upphæðar, er dregin var út, þá var hægt án^minstu fyrirstöðu að ná út miljón rúblum. Þegar eg fór frá Rússlandi var iðnaðar á- standið hið hörmulegasta. Afleiðingar ‘verka- manna nefnda’ fyrirkomulagsins urðu þær, að flestum iðnaðar verkstæðum og starfsstofum var á endanunj lokað. Framleiðslu kostnað- urinn er of hár. Verkamanna umráðanefnd- imar eru fáfróðar viðkomandi allri stjórn iðn- aðarins og kunna ekki að ráðstafa verðlækk- un eða nemu þess háttar. .Vélar margra verk- stæða hafa líka alveg verið eyðilagðar í upp- •*. -j'é g:.uru angi — og verður skaði sá Kki lljótt bættur.” Lioyd George, stjórnarráðherra Englands, sagði í ræðu, er hann flutti rétt fyrir síðustu kosningar: “Á Rússlandi er nú þeirri kröfu haldið fram, að stjórn landsins sé algerlega í höndum einnar stéttar. Öðrum stéttum er ekki einu sinni leyft að greiða atkvæði. Hverj ar eru afleiðingarnar? Afleiðingarnar eru sundrung, stjórnleysi og ruglingur. Hafa verkastéttirnar borið hag úr býtum? Hallæri er þar nú ríkjandi, fólkið hrynur þar niður úr hungri í þúsunda tali daglega; lánstraust alt er horfið, engin atvinna lengur fyrir fjöld- ann, manndráp eiga sér stað um alt landið, og guð einn veit hvað framtíðin geymir í skauti sínu fyrir Rússland.” Skoðanir svo merkra manna viðkomandi “Bolshevismanum” og afleiðingum hans hafa óneitanlega mikið gildi. Allir hafa þeir stað- ið vel að vígi að afla sér þekkingar á ástandi rússnesku þjóðarinnar eins og það í raun og veru er; einn þeirra hefir dvalið á Rússlandi seytján ár og ætti þar af leiðandi að vera þar vel kunr.ugur. Og vissulega er meir byggj- andi á sögusögn slíkra manna en hryðjusög- um þeim, sem frá Rússlandi berast í seinni tíð og sem margar bera það með sér, að vera lognar frá rótum. Til dæmis munu fáir fást til að trúa því, að það sé regla Bolsheviki her- manna í heild sinni, að rista þá mótstöðu- menn sína á kviðinn, sem svo ólánssamir eru, að komast í höndur þeirra! Fyr mætti nú líka vera grimd og illmenska. 4---------------------—------------------* Frá Norður Dakota Samkvæmt tilmælum birtum vér hér með í íslenzkri þýðingu grein úr blaðinu “Farmer’s Tribune”, sem gefið er út í Norður Dakota. Skýrir greinin sig sjálf: Mismarck, N.D., 27. febr.—Þar sem Norð- ur Dakota er nú örugglega stofnsett sem starfsstöð Sósíalista í iandinu, tóku valdhaf- ar ‘Nonpartisan’ flokksins í gær (á þinginu) að snúa athygli að öðru, þar á meðal að því, að hægt yrði að stýra skoðunum almennings í ríkinu. Ríkis Senatið, samkv. fyrirmælum Town- ley’s á Ieynifundi (secret caucus), samþykti lagafrumvarp þess efnis, að lögskipað frétta- blað yrði stofnsett í hverju héraði. Áætlað er og tregðulaust játáð af Townley-ítum, að 200 fréttablöð ríkisins verði tilneydd að hætta að koma út. Fuiltrúastofan samþykti frumvarpið í dag og ríkisstjóri mun undirskrifa það. Þegar leyni þingfundir hafa komist að niðurstöðu Iagafrumvörpum viðkomandi, þá komast þau í gegn um Norður Dakota löggjafar þing- ið án nokkurrar fyrirstöðu. Towniey foringjarnir hafa auðsýnilega á- kvarðað, að umráð yfir fréttablöðum alþýð- unnar væri nauðsynlegt skilyrði til velferðar þeim ‘sósíalisku tilraunum', sem nú eru í vændum. Það eru margir tugir fréttablaða í ríkinu, sem verið hafa óviðráðanleg. Frum- varp það, sem nú hefir samþykt verið af senatinu, á að gera það að verkum, að þau verði viðráðanleg. Vald þess að stofna eða eyðileggja frétta- blöð í ríkinu, er lagt í höndur blaða umsjónar- nefndar. Pólitiska stjórnarráðið sinnir út- býtingu allra auglýsinga af hvaða tagi sem eru, sér um prentun þeirra og alla samninga þar að lútandi. Meðlimir nefndarinnar verða ríkisritari, landbúnaðarmála ritari og ríkisháskóla og skólalanda fulltrúinn. Hefir hún sérstakt valdsumboð til þess að tiltaka hin lögákveðnu fréttablöð í hverju héraði. Eins felst henni vald að tiltaka viss ríkisblöð. ‘Non-partisan’ flokkurinn á nú að minsta kosti eitt blað í hverju héraði. Og það er «kki að fara út í öfgar að spá því, að blað þess flokks verði hið tilvalda lögákveðna blað. En þetta þýðir að þau blöð, sem ekki hljóta hylli ‘non-partisan’ flokksins, fái hvorki ríkis eða héraða auglýsingar. Úr því fengju slík blöð ekki haldist við í mörgum tilfellum. Wells Brinton, fyrverandi forstöðumaður “United Consumers’ Stores Company”, milj- ón dollara félagsins, er Townleyítum skóp svo mikinn vanda hér fyrrum, er aðal stoð og stytta fréttablaða frumvarpsins. Um undan- farandi tíma hefir hann verið að kaupa blöð fyrir nonpartisan flokkinn. Fréttablöð Norður Dakota ríkis eiga í vændum harða baráttu fyrir tilveru sinni. Vafalaust munu þeir irenn, sem að þeim standa, krefjast að frum*''arpið sé borið undir þjóðaratkvæði. AII eftirtekaverður atburður k . oi í Senatinu í gær. Til þess lög jeti tafarlaust gengið í gildi í lorður Dakota, verður þingið að amþykkja svonefnda “emergency :lause. Þegar fréttablaða frum- /arpið var komið í gegn, var þeirri iliögu hreyft, að lög þessi væru á renna hátt ger gildandi undir eins. fillagan var svo borin undir at- kvæði þingsins, og feld, af því nargir af ‘Nonpartisan’ mönnum greiddu atkvæði móti henni. Arthur C. Townley, æðsti for- ’ngi flokksins, var til staðar í efri málstofunni. Varð hann all ófrýnn á svip, er honum voru tilkynt þessi • úrslit, og sendi tafarlaust eftir þeim flokksmönnum sínum, er greitt höfðu atkvæði á móti tillögunni. Sat hann svo leyni ráðstefnu með þeim þar samstundis og útskýrði fyrir þeim hvað þeim bæri að gera. Hafði þetta þau áhrif, að síðar um daginn var því hreyft, að ‘emer- gency clause’ tillagan í sambandi við fréttablaða frumvarpið væri aftur tekin til íhugunar og borin undir atkvæði — og var þá sam- þykt, því þá greiddu allir ‘non- partisan’ menn atkvæði með henni. Þannig sannaðist enn þá einu sinni, að Townley krefst að lög- gjafar þingið hlýði fyrirmælum hans út í yztu æsar. En mótun almennings álitsins í Norður Dakota er ekki það eina, sem Townley þingið stefnir að. Ibúar Norður-Dakota ríkis eiga og í vændum að bera kostnaðinn af auglýsingastarfi fyrir utan vébönd ríkisins. Towneyítar eru ákveðnir í að hinar ‘sósíalisku tilraunir’ þeirra séu auglýstar út á við. Á leyni- þingfundi hefir verið samþykt að $200,000 sé varið til slíks. For- stöðumanni innflutninga verður falið að eyða fé þessu. Sérstakar ráðstafanir eru gerðar að fé þessu megi verja til varnar árásum blaða í öðrum ríkjum gegn stefnuskrá ’Nonpartisan’ flokksins. Með öðr- um orðum: þessi $200,000 sjóður á að notast til þess að auglýsa flokkinn út á við.----” --------o------- Minnisvaiðamálið Þeim er að fjölga bréfunum, sem nú berast minnisvarða félag- inu úr ýmsum bygðum þessa lands. Af langflestum þeirra virðist það Ijóst, að minnisvarðamálið mæti alment einkar hlýjum undirtektum, og lofa flest bréfin einlægu fylgi því til stuðnings. Undantekningarlaust er réttmæti fyrirtækisins viðurkent. Það virðist djúpt greipt í meðvitund almenn- ings, að oss beri til þess brýn skylda, að sýna minningu vorra föllnu hermanna verðuga sæmd og varanlega, er haldi henni vakandi. Frá einstökum bygðum er þess getið, að þær sjái sér ekki þörf á að velja menn úr sínum hópi til meðráða við félagið hér í Winni- peg. En heima fyrir skuli samt svo um búið, að þegar til samskota komi, skuli að því unnið að fjár- framlög til fyrirtækisins megi verða eins rífleg og efni og ástæð- ur leyfi. Slík áheit eru félaginu hið mesta ánægjuefni og í fullu samræmi við það traust, sem það ber til alþýðu íslendinga hvarvetna í þessu landi. Sá orðrómur hefir borist til fé- lagsins, að til séu þeir einstaklingar í einni eða tveimur bygðum hér vestra, sem séu að bera út þá grun- semd, að félagið hafi fyrirtæki þetta að flokksmáli og að fyrir þá sök sé það varhugavert, að sinna því að nokkru leyti. Félagið veit að sjálfsögðu ekki hvaðan þessi hugsun er runnin. En það neitar einum rómi réttmæti hennar algerlega. Það hefir frá uppruna málsins skoðað það sem þjóðmál, eins og það líka er í eðli sínu, og engum félagsmanni hefir nokkurn tíma komið til hugar, að það hefði nokkurn skyldleika við nokkurn flokk, heldur væri það jafnt allra flokka mál — þjóðmál. Þess vegna hefir félagið frá því fyrsta ávarpað alla íslendinga og þá, sem eru af íslenzkum stofni, í Sterk orð frá G uelph hermanni Hann Segir að Dodd’s Kidney Piðc Hafi Bjargað Lífi Sínu. James Black, Áttatíu og Fimm Ár« Gamall, Lofar Mjög Hið Fræga Canadiska Meðal — Dodd’s Kid- ney Pills. Guelph, Ont., 10. mar. (skeyti). “Eg hefSi orðiÖ aS fara undir uppskurð, eða verið dauður, ef eg ekki hefði brúkað Dodd’s Kid- ney Pills". Þetta er sterk stað- hæfing, en Mr. James Black, gam- all maður, er flutti hingað nýskeð frá Maidstone, gjörir hana af ein- lægni og sannfæring. “Eg þjáðist af nýma sjúkdómi og sífeldum bakverk," heldur Mr. Black áfram, "og vinur ráðlagði mér að reyna Dodd’s Kidney Pills. Þegar eg ha'fði brúkað hálfa öskju af þeim, fór að koma sandkend leðja. Eg hef i hálfa Hösku af þessum sandi nú til að sýna fólki.” “Eg hafði einnig krampa í fót- leggjunum svo að svefninn varð mér erfiður. Eg brúkaði 1 4 eða 1 5 öskjur af Dodd’s Kidney Pills. og er nú alveg læknaður af kviH- um mínum.” Mr. Black,— sem er áttatíu og fimm ára gamall—, er alveg viss um, að hann eigi líf sitt Dodd’s Kidney Pills að launa, og þreytist aldrei á að mæla með þeim, hvar sem hann er. “Þaer eru tvisvar sinnum virði vigtar sinnar í gulli,” segir hann. Dodd’s Kidney Pills hafa fyrir löngu síðan unnið sér nafnið:— “Vinur gamla fólksins." Nýrun gefa sig fyrst, þá árin fjölga. — Þær verka beint á nýrun, styrkja alla parta sem að þeim liggja, og hafa því oft komið gömlu fóíki til að hrópa með gleði: “Eg er ungur í annað sinn." sambandi við þetta mál. í félaginu eru menn með sundur- leitum skoðunum í ýmsum efnum. En þeir eru allir einhuga í minnis- varðamálinu, og persónulega lang- ar mig til þess að biðja alþjóð Is- lendinga, að ætla engum félags- manni það ódrengs eðli, að þeir eða nokkur þeirra myndi gera sér leik að því að nota fall landa vorra á vígvöllum Frakklands og Belgíu að flokksmáli eða á nokkum hátt, að nota það í nokkurs flokks hag beint eða óbeint. Engum er kunnugra um eðlt minnisvarða málsins en þeim, sem bundist hafa lagalegum félags- böndum með því eina augnamiði að sameina alla Islendinga í landi hér og afkomendur þeirra í eina ó- aðskiljanlega heild, máli þessu tif framkvæmdar. Ekki eitt einasta orð, sem mælt hefir verið eða rit- að um þetta mál fyrir félagsins hönd, gefur eða getur gefið hina allra minstu áestæðu til þeirrar grunsemdar, að minnisvarðamálið sé af því notað í flokks þarfir. Þvert á móti hefir það alt borið þess ljós merki, að það sé skoðað eingöngu sem þjóðmál, eins og það er í eðli sínu. Þess vegna hefir fé- lagið beint ávarpi sínu um það til allra Islendinga. og afkomenda þeirra, hvar í heimsálfu þessari sem þeir búa. Nú þótt félaginu þyki leitt að þessi flokkshugmynd skuli hafa fengið tilveru í nokkurs einstak- lings huga, þá er því það hins veg- ar huggunarefni, að það hefir ekki orðið þess vart, að nokkur hafi gert hina minstu tilraun til þess að rökstyðja þessa grunsemd eða að réttlæta hana á grundvelli vits- muna eða sannsýni, og félagið trú- ir því fastlega, að það verði alls ekki gert. Meira virðist óþarfi að taka fram í þessu efni að svo stöddu. Þess má geta, að samkvæmt trl- lögu Dr. B. J. Brandsonar á fund- inum 14. janúar s.l., að níu manna nefndin, sem fundurinn þá kaus til þess að hafa minnisvarðamálið til framkvæmdar, fengi strax löggild- ingu undir Iögum Manitobafylkis, og sem fundurinn samþykti í einu hljóði, hefir nú verið löggilt af Manitobaþinginu, undir nafninu: “Minnisvarða félag Vestur-Islend- inga.” Meira í næstu viku. B. L. Baldwinson.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.