Heimskringla - 04.08.1920, Blaðsíða 1

Heimskringla - 04.08.1920, Blaðsíða 1
V Sendið eftir vertiliata til Og Koyal Crown Soap, Ltd. , 654 Main St.f Winnipeg UmDUÖir SenditS eftir vertJlista tii Itoyal Crorrn Soap. Ltd. 654 Main St.f Winnipej XXXIV. ÁK WI^NÍPEG. MANÍTOBA, MIÐVIKUDAGINN 4. ÁGCST, 1920. m ^omer 4S íslendingadagskvæðin í Winnipeg, 2. Asúst 1920. Minni tslands- Æfinlega’ á íslendingadegi innra finst oss. líkt og heyra megi astar-rödd. sem aila alla sé að kalla, Island! — heim til fjarða þinna’ og fjalla. Eins og traustum töframætti dreginn til þín svífur þá vor hugur feginn, því að hjá þér heima hugljúft er að dreyma fortímann, sem flestir aldrei gleyma. Vér þig munum, móðir, enn og dáum mynd er birtist þín, oss finst vér sjáum gyðju’ í klæðum grænum gnæfa hátt úr sænum, þvegna svölum sumarmorgun-blænum. Hvílík sýn, — hún sæluhrifning vekur, seiðmagn hennar fanginn hugan tekur. Horfa’ á land og hafið hulinsrúnum grafið. Heiðisbláa hýjalíni vafið. Meðan sólin hækkar lofts á hæðum, hjúpuð þokusilki-rósa slæðum. Milli blikubanda « bjarmageislar standa, brydda gulli blævæng heilags anda. Ó, sú fegurð, ekkert meira færir andagift og sálarlífið nærir. Það er hún, sem hefur hafið þig, og gefur mögum þínum það, sem listin krefur. Kominn frá þér kjarni vor er bezti, kraftmikið og heilnæmt veganesti. Meðal margra þjóða móðurarfinn góða vér höfum sett á vöxtu, þér til gróða. Alstaðar, er íþróttir skal reyna, orðstýr miklast þinna prúðu sveina. Sókn þó hörð sé hinna, hljóta’ að Iokum finna, synrr Islands sigurkransinn vinna. • * " Hvar, sem andlegt atgervi ska! sýna, alstaðar má líta niðja þína x fremsta, í fræðum slinga fara prófs til þinga. . Guði’ sé lof hann gerði’ oss Islendinga! Hlífi þér allar heilladísir góðar hættum við og niðurlæging þjóðar.' Láti’ ei börn þín blanda blóð sitt röngum anda. Hafsins dóttir, — Drottning Norðurlanda! Þorskabítur. Þú átt hina frægu Fálka og fremdarverk þeirra öll, Það eilífðarmál, sem á þín sál, er íslenzkan gullin, snjöll. Þú hugsar að alþjóðar hljómleik um * það hversu þú værir stödd, Ef rinni’ ei inn í þjóðsöng þinn sú þýðasta og fyrsta rödd. Við segjum það ekki öðrum til ámælis, langt frá því, En metnað þarf, eins og styrk við starf, að stíga framaspor ný, Og sómi vor er þinn sómi og sómi þinn er vor, Og jörðin er eydd og moldin meidd sé misstigið nokkurt spor. Við óskum einkis fremur til arðs og gengis þér, En börn þín öll, jafn efld og snjöll, þér orðstír geti jafnt sér, Að helzt sé hugsjón þeirra, sem hefja vilja sig, Að komast hátt til að hefja’ alt lágt og hátt á æðra stig. Gutt. J. Guttormsson. Minni Canada- Ó, Canada, kæra móðir, við kveðum oss hljóðs í dag, Og færum þér óð; þú hlýðir hljóð á hátíðar vorrar brag. Því erum við innlendir menn að Islands son þig fann Og gaf oss þér, svo sem alkunnugt er þinn eiginmaður var hann. Minni Vestur-íslendinga. Vaskleiks ykkar veruleg vitnin eru sýnileg: Akurlöndin eins og haf undir sólar geisla-staf, ung og frjó og efnis-sterk iðjuhanda kraftaverk. — Sérhver ykkar bygging ber — bjálkakofinn horfinn er — vott um hagsýnt hyggjuvit, happagjöldin fyrir strit. Hingað vestur hugsað er, heima þegar slys að ber — þegar hjálpar þarf í neyð, þá er hingað brautin greið. Og þá byrgði, yngda þjóð, axlaðir móts við heima-þjóð. Þarflegt vor og þótti skylt, þar var ekki málum spilt. Ykkar hlýja hjartalag hefir á sér Vor og dag. Altaf breikkar andans svið árdags-roða blasir við. Ávalt lægir ofstopann einlægnin við sannleikann. Skoðurt hvers sem helzt ’ann er hafi’ ’ún birtu yfir sér sálar-elds úr augum manns eða bros frá vörum hans, friðlan{I á nú orðið þar, útlæg þar sem fyr hún var- Ykkar ná þau áhrif til auðlegðar frá ljósi, yl. J-feim um þennan liggja lönd líjca fyrir plógmanns hönd. Eru þar og iðju-verð efni næg í þroskans gerð. Þar á ungt og atikið lið af þeim gömlu’ að taka við, er ykkar stríð um höpp og hag hjúpar ykkar sólarlag. Kristinn Stefánsson. CANADA Fylkiskosningar fóru fram í Nýja Skptlandi (Nova Scotia) þ. 27. júlí síðastliSinn. Hlutu liber- alar þar sigur. Sá heitir Geo. H. Murray, er flokkástjóri liberála hef ir verið þar um langt skeið, og er hans stjórn endurkosin meS 17 þingmaAna meirihluta. Alls eru þingmenn þár 43. Lítill kosninga álhugi kvaS hafa veriS þar. Bænd- ur og verkamenn unnu töluvert á í þessum kosningum, en ekki varS þaS nægilegt til aS taka stjórnar- taumana af Murray. Kosninga- úrslitin eru þau, aS bændur, sem í 1 5 kjordæmum sóttu, náSu 7 sæt- um, verkamenn náSu 5 sætum af | 3 og conservativar 1. Liberalar eru búnir aS yera þar viS völd í 38 ár; ber þaS annáShvort vott um, aS stjórnin þar sé gæzkuríkari en aSrar stjórnir, eSa hitt, aS stjórnarfarslega. sé fólkiS í fasta svefni í því fylki. Þingmenn bændaflokksins hér í fylkinu höfSu fund á þriSjudaginn í fyrri viku á Alexandra hótelinu hér í borg. Var tilgangur fundar- ins aS ræSa um stjórnmálin og komandi tíma. Flestir þingmanna bændaflokksins voru á fundi. HvaS gerSist þar Var ekki látiS opinbert, en líklega hefir engin föst ákvörSun veriS tekin í málun- um sem fyrir fundinum láu. For- seti fundarins var kosinn Geo. Little frá Beautiful Plains og ritari A. R. Boivin frá Lberville. Hvort kocning þessi lýtur aS því, aS þess- ir rnenn skulj áfram vera formenn bændafiokksins, sem ákveSinn mun í því aS koma út sem sjálf- stæSur stjórnmálaflokkur, er vafa- samt, þó dagblöSin hér gefi þaS í skyn. Flokkurinn heldur aftur fund 12* ágúst. Nokkrij" conserva- tivar munu hafa veriS á fundinum, eSa litiS þar inn, eins og Free Press segir. 1 október í haust fer fram at- kvæSagreiSsla um vínbann hér í Canada. Fimm fylkin eiga aS sýna þaS meS atkvæSagreiSslu, nvort aS þau vilja útrýma þeirri mannskæSustu drepsótt, er nokkru sinni hefir þjáS þetta þjóSfélag og önnur, eSa hvort þau vilji aS pest- in verSi hér landlæg. Þessi fylki eru Ontario, Manitoba, Saskatche- wan, Alberta og Nýja Skotland; Yukon er víst þar r»eS taliS. Ekkert spursmál er um þaS, aS heitt verSur barist um þetta. ÞaS hefir stundum óþyrmilega veriS tekiS á þeim, er meS vínbanni hafa barist áSur. en bannmenn mega búa sig undir'þaS í haust, aS málefni þeirra fari ekki óheft eSa tálmunarlaust í gegn, og aS mót- staSan verSi meiri en nokkru sinni áSur. Líkurnar til sigurs fyrir bannmenn eru aS vísu miklar. Af- drif Bakkusar í Bandaríkjunum hljóta aS hafa nökkur áhrif hér; sömuleiSis hrakfarir hans í Nýju Brúnsvík. Gangurinn hefir aS vísu veriS sá í vínbannsmálum, aS bannaldan ihéfir byrjaS í vestur- fylkjunum og borist þaSan austur. Sléttufylkin hafa veriS á undan aS útrýma staupasölu á gistihúsum og heildsölu á áfengi,, og þaS hafa austurfylkin horft á. En nú er þetta breytt. Nú koma fréttirnar austan aS og sunnan aS af ósigr- um Bakkusar, og áhrifin sem því fylgja. LJtlitiS er því yfirleitt betra en nokkru sinni fyr fyrir bannmenn. En, eins og áSur er tekiS fram, er állur varinn góSur og sjálfsagt aS hafa gætur á því er fram fer. Seinna mun frekar minst á þetta mál, Tveir Mennonitar hér í Mani- tdba, John Hildeþrand og John Doerkson, er refsaS var fyrir aS senda ekki börn sín á skóla, tóku máliS fyrir leyndarráS Breta og báSust þess aS vera undanþegnir refsingu þeirri, er Manitoba dóm- stólarnir lögSu á þá fyrir þetta lagabrot. En leyndarráSiS sinti ökki beiSni þeirra og kvaS úrskurS j fylkisins gildan. Þetta getur veriS viSvörun fyrir menn, aS óhlýSn- ast lögum Landsins aS því er kenslumíilin snertir, og sjá um aS börnin séu send á skóla. Mjólk er sagt aS haékki í verSi innan skams hjá mjólkurfélögun- um í Winnipeg. Nægilega margir menn er búist viS aS fáist austan úr fylkjum til þess aS vinna aS uppskeru í vest- urlandinu í haust. Er 10. ágúst n. k. von á 22 járnbrautarvögnum af fólki eSa um 30,000 manns. AS því er vinnuiaun snerti er sagt aS bændur hafi viljaS ráSa mennina fyrir mánuS en ekki fyrir daginn, en þaS hafi verkamönnum ekki geSjast. Ekki var þaS þó gert-itil þess aS færa kaup niSur, heldur til þess aS bændur gætu veriS viss- ir um aS halda mönnunum. Kaup verSur borgaS svipaS og í fyrra. Eldur kom upp í “Argyle”- byggingunni hér í bænum á fimtu- dagskvöldiS í fyrri viku. Einn maSur fórst |>ar og fimm menn úr slökkviliSi bæjarins meiddust. Innflutningur fólks til Canada er aftur aS aukast, eftir því sem nýj- ustu skýrslur bera meS sér. StríSs- árin fluttu ekki aSrir en Banda. •rikjamenn inn í landiS, en nú er fólk handan um haf fariS aS koma áftur, aSallega þó brezlkt. Frá öSrum löndum Evrópu kemur enn sára fátt. Á mánuSi Iflytja aS jafn- aSi inn í landiS 18.000 manns og eru 12,000 af þeim frá Bretlands- eyjum en 6000 frá Bandaríkjun- um. “National Farmer-Labor Party” er í tali aS nýr stjórnmálaflokkur eigi aS heita, sem stofna á bráS- lega. Eru þaS verkamenn og bændur í Manitoba, Saskatohewan og Ontario, sem vinna aS stofnun hans, og ef til vill úr fleiri fylkjum. Tilgangurinn mun vera sá, aS vera búinn aS sameina sig fyrir næstu sambandskosningar. I Canada eru nú staddir blaSa- menn víSsvegar aS úr brezka rík- inu og frá öSrum þjóSum, og halda fund meS sér. SíSasti fund- ur þeirra var haldinn í Lundúnum 1909. Til meSferSar eru á þess- um fundi blaSamanna tekin ýms mál, er snerta hag og ástand þjóS- anna eSa landanna, sem blaSa- mennirnir eru frá. Gefst þá gott tækifæri til aS heyra þaS, því blaSamenn eru þeim málum vel kunnir, og eru þess utan aS eSlis- fari all-opinspjallir. Af fundi þeirra, sem hafdinn er í Ottawa, verSa aflaust einhverjar fréttir aS segja seinna. Winnipegborg er aS hugsa um aS kaupa River Park skemtigarS- inn af strætisvagna félaginu. Fé- lagiS hafSi í hyggju aS mæla landiS út í lóSir og selja. lætin á skipi biskupsins fyrir Ir- \ landi. Ef ögn skemra hefSi veriS á milli skipanna, hefSu þau ef til vill kastast á vopnum. í Nýju Jórvík var máSur aS nafni Lassen tekinn og dæmdur í 2 ára fangelsisvist, fyrir aS hafa of mikinn sykur í fórum sínum. ÞaS vöru um 200,000 pund er hjá hon- uih fundust, en þaS er meira en Lögin nýju (Lever Aét) ákveSa aS nok'kur kaupmaSur hafi. BANDARIKIN Samkvæmt því er skýrsLur greina frá í Bandaríkjunum, eru “bílar” hættulegustu og verstu manndrápsvélarnar, áf öllum al- gengum vinnu- eSa iSnaSarvélum, sem enn hafa veriS notaSar. Af öllum dauSsfölLum, er af slysum viS vélar eiga sér staS, er helming- urinn aS kenna “bílunujji”. ÁriS 1919 dóu í Ghicago 420 manns, er fyrir bílum höfSu orSiS. í CJeveland 136; í St. Louis 97j i Nýju Jórvík (New York) 677. I Roche§ter eru fleiri dauSsföll or. sökuS af bílum, en af járnbrautum, strætisvögnum og verksmiSjum til samans. Og altaf kvaS dauSs. föllum fjölga nákvæmlega, eftir því sem bílum fjölgar og fleiri eignast þá. Ekki er þetta fremur kent þeim er vögnunum stjórna, þó stundum sé ekki hægt aS hugsa sér öllu meiri blindinga en þá, en fólkinu sjálfu. 1919 voru 400,000 “bílar” í Bandaríkjunum og dó af þeirra völdum 1 maSur af hverjum 300,000 manna. Nú 1920 eru um 9,000,000 bílar þar, sam- kvæmt því eiga 80 manns af hverjum 300,000 aS missa lífiS af þessum völdum á yfirstandandi ári. Daniel J. Mannix heitir erkibisk up frá Ástralíu. Hnan hefir veriS í Bandaríkjunum og talaS þar máli Ira. Nú er hann á leiSinni til lr- lands, fór þangaS síSasta júlí frá Bandaríkjunum, þrátt fyrir þaS aS forsætisráSherra Bretlands var bú- inn aS vara hann viS því, aS hon- um yrSi vörnuS landganga á lr- landi, ef hann leitaSi þangaS. Eammon de Valera, sem íkallaSur er “forseti írska lýSveldisins”, og hefst viS í Bandaríkjunum, var haldiS aS ætlaSi meS biskupinum heim til Irlands, en hann fór ekki. Skamt frá skipi því er biskupinn var á, var annaS síkip brezkt, og tók þaS aS húrra fyrir Englandi, þegar þaS sá og heyrSi fagnaSar- ÖNNUR_LÖND. Slæman grun háfa Frakkar enn á ÞjóSverjum. Nú eru þeir hrædd- ir um aS þeir séu í makki viS Bolshevika. Er rússneSki herinn kominn aS landamærum Prúss- lands og samgöngur þeirra á milli tíSar. Halda Frakkar því fram, aS ÞjóSverjar meS Bolshevikum standi á bakviS Sinn Feina á Ir- landi. Verkamenn á Englandj hafa einnig gefiS til kynna, aS á- skoranir hafi veriS sendar þeim frá Rússlandi þess efnís aS heimta alt vald dregiS úr höndum Breta; auSvitaS sinna verkamenn þessu ekki. BæSi Þýzkalandskeisari og drotn ihg hans kváSu vera mjög niSur- beygS og veikluS á heilsu út af á- standi þeirra öllu, bæSi útlegSinni og sonarmissinum. telj a sumir líklegt aS þau eigi ekki langt líf fyrir höndum. Drotninguna þarf^ aS bera Út og inn, svo veikluS er hún. s . Eitt af verkum þjóSasambands- ins var eins og kunnugt er aS stofna eftirlitsnefnd, sem annast átti um málefni vefkamanna (Int- ernational Labor Qffice) og reyna aS komast aS niSurstöSu um, hvernig fram úr þeim yrSi ráSiS eins og sakir standa, á hagkvæm an hátt. Nefnd þessi hefir tekiS til verka víSa út um lönd, og er aS rannsaka hvernig ástatt sé meS verkamáliií; Er þaS einkum hlut- falliS milli framleiSslu og kaup- gjalds, sem nefndin ætlar aS at- huga gaumgæfilega, enda er þaS áríSandi til þess aS niSurstaSan, sem reynt er aS komast aS, verSi bygS á réttum grundvdlli. Nefndin hefir tekiS til starfa í Bandaríkjun- um og Canada, Italía og Grikkland er sagt aS neiti aS sikrifa undir friSarsamn- ingana viS Tyrki. ÁstæSan er sú aS bæSi löndin þykjast eiga heimtingu á eyjum nokkrum er í Grikklandshafinu eru; voru þær fyrst ánsilfnaSar Grikkjum, en It- alía segist aldrei hafa skiliS annaS en aS hún ætti aS verSa eigand. inn. Er haldiS aS Italía fái mál- iS lyktaS sér í vil. Því hefir veriS háldiS fram, hvort sem satt er eSa ekki, aS rúss- neski herinn, sem hálf drukkinn er af sigrum sínum yfir Pólverjum, hafi haft í hyggju aS snúa viS og sækja rúsánesku stjórnina heim og steypa henni, á sama hátt og Len- jne og Trotzky gerSu viS Kerensky stjórnina. Er sagt aS hinn ungi og sigursæli herforingi Rússa, Tou_ chacevsky, hafi ékki hirt um skip- anir hermálaráSgjafa Trotzky, en fariS sínu fram. Samtök alls rúss- neska hersins eru aS verSa eftir- tektarverS, og spá sumir aS hann sé aS bíSa efttr tækifæri aS steypa stjórninni. Bolshevikar á Rússlandi hafa lagt 2,000,000 rúbla (rúblan var 50 cent) til höfuSs manni þeim er þykist vera Nikulás keisari og heldur sig í Síberíuá /

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.