Heimskringla - 20.10.1920, Blaðsíða 4

Heimskringla - 20.10.1920, Blaðsíða 4
4. BLAÐSlöA HEIMSK.RINGcA WINNIPEG 20. OKTÓBER 1920 REIMSKHLNGLA (StefnaS 1S8«.) Krmnr öt A hrrrjnm niSrikadcfl. trtjcefendnr ot eisendnrt Í HE VIKiNG PRESS, LTO. VerT5 blatSsins er «2.00 árgangurinn, sé hann borgatSur fyrirfram, annars «2.50. Allar borganir sendist rábsmanni blatJs- ins. Póst- etia bankaávísanJr stílist til The Viking Press, Ltd, Ritötjóri og rá<5*ma$ur: GUNNL. TR. JÓNSSON Skrifntefa* 728 SHáRRROOKG STRKET, WIJÍRIIPEG. P. O. Box 3171 T«1»I»I N«537 WINNIPEG, MAN., 20. 0KTÖBER, 1920. Sykur. Sykurverðið í Bandaríkjunum hefir lækk- að að stórum mun þessar síðustu vikur, svo að nú má fá sykur keyptan þar í smásölu á 12 cent pundið, og er 'það helmingi lægra en var fyrir ári síðan. Útlitið er jafnvei að sykur- inn lækki ennþá meira í verði. Hér í Canada horfir málunum öðruvísi við. Að sönnu 'hefir sykurverð lækkað um örfá cent á pundinu, en ekkert svipað því sem í Bandaríkjuoum, og er sykurverksmiðjurnar sáu fram á, að hagur myndi vera fyrir Can- adamenn að kaupa sykur frá Bandaríkjunum, þrátt fyrir tollinn, fóru eigendur þeirra til við- skiftaréttarins í Ottawa og báðu hann hjálpar gegn þessari yfirvofandi hættu. Viðskiftarétturinn var, sem kunnugt er, stofnaður í þeim tilgangi, að hafa gætur á verðlagi í landinu, sérstaklega þó í þeim til- gangi að sjá um, að ekki væri okrað á lands- mönnum. Starfsemi hans hefir ekki reynst eins happadrjúg alþýðu manna og gert var ráð fyrir í fyrstu, og venjulegast var það svo, að þegar rétturinn ákvað að einhver vara væri og dýr seld, þá neituðu framleiðendurn- ir að hlýða þeim úrskurði, og kváðu réttinn ekki hafa úrskurðarvald til þess að fastsetja verðlag, og gaf hæstiréttur ríkisins úrskurð þeim í vil í einu eða tveimur tilfellum. Dýr- tlðin Iækkaði því Iítið fyrir aðgerðir við- skiftaréttarins, þó að hann á hmn bóginn héldi nokkuð í hemilinn á framleiðendunum og heildsölunum, svo að verðlag þeirra gengi ekki fram úr öllu hófi. En nú horfir málunum öðruvísi við. Áður meðan viðskiftarétturinn átti að vaka yfir velferð alþýðunnar, var hann svo að segja magnlaus, að því er hann sjálfur áleit. En er verksmiðjueigendurnir koma til hans og biðja hann að varðveita sig frá skaða af verðhruni, bregður rétturinn strax við og ger- ir úrskurð samkvæmt vilja og kröfum þeirra, og dregur þá ekki í efa að hann hafi vald til slíks. I úrskurði, sem viðskiftarétturinn gaf 13 þ. m., ákveður hann, að sykur megi ekki selja hér í landi fyrir minna en 21 cent pund- ið, að viðbættu flutningsgjaldi, og að þetta verðlagsákvæði skuli gilda til áramóta. Einn- ig bannar rétturinn innflutning á strausykri á þessu tímabili. Segir rétturinn í úrskurði sínum að þetta sé gert til þess að sykurverk- smiðjurnar þurfi ekki að líða skaða í sam- kepninni við sykur frá öðrum löndum- Hafi þær miklar birgðir fyrirliggjandi af hráefn- um, sem keypt hafi verið á mjög háu verði, og verði þær að vera verndaðar á meðan þær séu að framleiða og selja sykurinn úr þeim efnum. Sé það ekki sanngjarn að láta verk- smiðjurnar bíða stórtjón vegna utanaðkom- andi áhrifa. En öllu má ofbjóða, og þegar þess er gætt, að sykur frá Bandaríkjunum hingað fluttur, með borguðum tolli, getur selst fyrir 16 cent pundið, þá er viðskiftarétturinn að skuldbinde þjóðina til þess að borga 5 cent meira fyrir hvert pund en hægt er að fá það á opnum markaði. Er þetta svo mikil bíræfni, að eins- dæmi mun mega kalla í sögu nokkurrar þjóð ar. Vér höfum ekkert út á það að setja, þó sykurverksmiðjurnar hér í landi séu verndað- ar. En sú eina verndun, sem þær verðskulda, er tollurinn. Ef þær'geta ekki staðið sig við að selja sykurinn fyrir sáma verð, og hann kemur sunnan yfir landamærin, að tolli við- bættum, þá h’ýtur eitthvað að vera meira er lítið rangt við rekstur þeirra. Og að gefa þeirn einokun í landinu, þó ekki sé nema uir þriggja mánaða tíma, er með öllu óhæft. Úrskurður við'ikiftaré'Uarins mælist afar illa fyrir um lar.d alt, sem við var að búast; og sambandsstjó nin brá þegar við og skip- aði svo fyrir, að fresta skyldi framkvæmdum hans, þar til stjórnin gæti rannsakað, hvorl rétturinn hefði vald til að gefa slíkan úr- skurð. Og komist húr. að þeirri niðurstöðu að svo sé ekki, verður úrskurðurinn numinn úr gildi að fullu. í dag hefir stjórnin tekið málið til meðferðar, og er vonandi að hún kornist að þeirri niðurstöðu, að verðlagsúr- skurðurinn sé ólögmætur og óhafandi. Kom- ist hún að annari niðurstöðu, mun hún skapa sér þær óvinsældir, sem henn: mun seint tak- ast að yfirstíga. Og hvað viðskiftaréttinum viðvíkur, þá hefir hann með þessu síðasta tiltæki sínu unnið sér til slíkrar óhelgi, að bezt væri að dagar hans væru taldir. Hann hefir lifað eitt ár, og það með skömm. Það ætti því ekki að setja hann á vetur. Hækkun flutnings- gjalda. Lögberg er ekki ánægt með úrskurð sam- bandsstjórnarinnar í flutningsgjaldamálinu. Við því var heldur ekki að búast, því Lögberg er nú á þeim buxunum, að það finnur að öllu, sem stjórnin gerir, og telur það goðgá hina mestu að mæla henni bót- Að blaðið gangi því hina þröngu götu sannleikans, þegar það segir frá stjórnargerðum, er naumast ætlandi. enda óráðlegt undir kringumstæðunum, því blaðið hefir leik á borði, sem það verður að láta sér hugarhaldið um. Blaðið veit ofur vel að járnbrautarráðið er óháður dómstóll í járnbrautamálum, en ekki þjónn eða þjónar stjórnarinnar, eins og það segir. Hið sama mætti með jöfnum sanni segja um alla dómstóla landsins, ef því væri að skifta, og sjá allir hversu fráleitt það er. Járnbrautarráðið hefir, samkvæmt stofnskrá þeirri er Laurier stjórnin gaf því, fullveldi til að sníða flutningstaxta járnbrautanna, og getur þingið eittbreytt þeim, en stjórnin ekki. Alt, sem að stjórnin getur gert, er að fresta íramkvæmdum á gjaldtaxta-ákvörðun járn- brautaráðsins, eða að vísa honum til ráðsins aftur til nýrrar rannsóknar; breytt taxtanum getur hún ekki, en tillögur getur hún komið með þar að lútandi. Hvað gerir svo stjórnin, er þessu síðasta flutningshækkunarmáli er áfrýjað til hennar. Hún vísar því heim til járnbrautarráðsins aft- ur, til nýrrar og gaumgæfilegrar rannsóknar og gefur um leið ýmsar mikilsverðar bending- ar. Lengra gat hún að vísu farið. Hún gat frestað framkvæmdum gjaldtaxtans; en það var hættuspil. C. P. R. félagið hefði án efa farið þegar í mál við stjórnina, og fengið hana að öllum líkindum dæmda til að borga sem svarar hækkuninni úr landssjóði. Og hvað voru landsmenn þá betur af? Svo er annað. Járnbrautir þær, sem telj- - ast nú eign landsmanna, gátu ekki borið sig. Tap hafði orðið á þeim ár frá ári, unz tekju- hallinn á þeim nemur nú um 50 miljónum dala. Þeim varð því að rétta hjálparhönd, að starfskostnaðurinn færi ekki langt svo fram úr tékjunum. Að þessu miðaði hinn hækkaði gjaldtaxti- Hefði stjórnin frestað framkvæmdum hans, hefði hún skaðað brautakerfi þjóðarinnar, og sannarlega hefði það ekki mátt við því. Stjórnin gerði því hið eina viturlega, er hún vísaði málinu aftur til járnbrautaráðsins með svofeldum orðum: “Að járnbrautarráðið taki þetta mál til nýrrar meðferðar sem allra fyrst, og það sem gaumgæfilegast, með það fyrir augum að koma jafnvægi á flutningsgjöld með járn- brautum austur og vesturhluta landsins, og álítur stjórnarráðið, að það mál þurfi ná- kvæmrar yfirvegunar við af þeim mönnum sem sérfræðingar eru í þessari grein. Vér erum ákveðnir í því að æskilegt sé, að jöfn- uður þessi komist á sem allra fyrst.” Og að “lækka vöruflutningsgjöld á undan fólksflutningsgjöldum, ef til almenningsheilla r 99 se. Nú segir svo í þessum nýja gjaldtaxta að fólksflutmngsgjöld skuh lækka um 10 prósent við næstu áramót, og í næstu júnílok sé hækk- unin úr gildi numin. Geta því allir séð, hve mikils virði þessi bending stjórnarinnar sé. Dómsatkvæði hafði hún ekki. Að skella því skuldinni á Meighenstjórn- ina fyrir hækkun flutningsgjaldanna, er því eins sanngjarnt og að kenna Norrisstjórninni um hækkun fargjalda með sporbrautunum hér í Winnipeg. Sú hækkun var veitt af þjóðnytjadómaranum. Hann var skipaður af Norrisstjórninni, og stendur eins að vígi gagnvart þeirri stjórn og járnbrautaráðið gagnvart sambandsstjórninni. Allflestir eru óánægðir með úrskurð þjóðnytjadómarans. líkt og fjöldinn er með gjaldtaxta járnbrauta- aáðsins, en sakfellir nokkur Norrisstjórnina fyrir gerðir hans? Ekki höfum vér heyrt það. Hví skyldi þá Lögberg sakfella Meigh- en stjórnina fyrir samkynja sakir? ii) «a8()«gp-i)<M»-» iim- ■, Bm>o Bændaöld. Tímarnir breyta I op mennirnir með. Og hvort heldur það er öfugstreymi eða fram- streymi, sem rás tímans dregur á efti rsér, þá er það þó altaf umbreyting. Og eftir henni þarf jafnaðarlega að haga sér að meira eða minna ‘leyti. Eitt af því, sem breyzt hefir á þessum síð- ustu og verstu tímum, er afstaða bændanna gagnvart stjórnmálaflokkunum gömlu, ekki einasta hér í landi, heldur og í flestum öðrum löndum. Áður fyr voru bændurnir sauðþæg- ir cg skiftu sér dyggilega niður í gömlu flok'k- voru þægir og auðsveipir þjónar valds- ana; mannanna og stórhöfðingjanna. Þeir skip- uðu að vísu þingmannabekkina og voru oft í meirihluta, en sauðþægir foringjum sínum og höfðu aldrei sjálfstæða skoðun, að heitið gat. Bæri það við-, að einhver þeirra yrði svo fram- hleypinn, að segja meiningu sína, og ef nú að hún einkum og sérílagi var andstæð skoðun foringjans, hvesti sá mikli maður augun á þenna uppreisnarsegg og þrumaði: “Hafðu, bóndi minn, hægt um þig, hver hefir skapað þig í kross ? Dýrðin vor þegar sýnir sig, þér sæmir bezt að lúta oss- Og bóndinn varð skelfdur og laut leiðtog- anum í auðmýkt og undirgéfni. Svona var það áður fyr. En nú, maðnur lifandi. Nú er öldin önn- ur. Nú eru það höfðingjarnir, sem lúta bænd- unum og fara að þeim bónleiðir, bljúgir og andvarpandi; og þessi stórfelda breyting hefir orðið á tæpum tveim árum. Er það ekki undursamlegt, elskuðu vinir? Bændafiokkurinn hóf göngu sína hér í landi stuttu eftir stríðslokin. Stríðið hafði losað svo um hugsanáhöftin, að bændurmr fundu sjálfa sig, og um leið héldu þeim engin bönd. Þeir sóru að sýna umheiminum tilveru sína; sýna að þeir væru annað en auðsveipnar rol- ur, sem hægt var að vefja um fingur sér af svigurmennum og stjórnmálaskúmum. Þeir hervæddust því í skyndi og hlupu fram á stjórnmálavöllinn. Og þeir hafa sigrað. Fyrst lögðu þeir undir sig Ontariofylki; þar næst brutust þeir inn í sambandsþingið, og fengu sig viðurkendan sem óháðan stjórn- málaflokk. Næst herjuðu þeir á Norris- stjórnina í Manitoba, og geta nú ráðið niður- lögum hennar hvenær sem er, og hið sama gerðu þeir í New Brunswick; líf stjórnarinnar þar hafa þeir í hendi sér. Og stjórnirnar í Alberta og Saskatchewan nötra og skjálfa 1 sætunum og bíða þeirrar stundar að bændurn ir haldi innreið sína í stjórnarsah þe:rra. Hon. McKenzie King, hann sem áður vai svo spertur og stórhuga, er nú orðinn bljúgur og biðjandi. Hann knékrýpur nú bænda- flokknum og biður um líkn mildi. Hið sama gera fylkisstjórnirnar í flestum af fylkj- um landsins. Bændaflokksins blessuð öld boðar framtíð sanna- Auðmjúk sleikja yfirvöld enda kotunganna. , Já, það er af sem áður var, og mega þetta mikil tíðindi kallast og búféleg. En örlaga- þræðir stjórnmálaflökkanna eru allir í flækju, sem ilt verður úr að greiða. Kosningahorfur í Bandaríkjunum. Nú tekur að líða að þeim söguríka degi, að Bandaríkjaþjóðin kjósi sér forseta, og stend- ur nú kosningahríðin sem hörðust. Kosn- ingadagurinn er, sem að vanda, fyrsti þriðju- dagur í nóvember, sem að þessu sinni er ann- ar dagur mánaðarins. Þó fimm séu forseta- efnin í vali, koma aðeins tvö til greina við kosningarnar, nefnilega forsetaefni gömlu flokkanna, Demokrota og Republikka. Er Cox ríkisstjóri frá Ohio, svo sem kunnugt er, forsetaefni hinna fyrnefndu, en senator Hard- ing, einnig frá Ohio, merkisberi hinna síðar- nefndu. Demokratar hafa haft völdin í tvö undan- farin kjörtímabil. Var Woodrow Wilson kosinn í nóveníber 1912 og endurkosinn 7 nóvember 1916, eftir harða baráttu við Char- les E. Hughes. Vann WiJson-30 ríki, sem gáfu honum 276 kjörmenn, en Hughes vann 18 ríki með 255 kjörmönnum. Voru stærstu ríkin þrjú, New York, Pennsylvania og Illinois, í þeirri tölu, og gáfu þau Hughes til samans 107 kjörmenn. Var áður svo álitið, að sá sem næði þessum þremur ríkjum, væri sama sem kosinn. En í þetta sinn fór það á annan veg Margt smátt gerir eitt stórt, og það reyndisl Wilson sannmæli. En ef horfurnar voru tvísýnar við kosning- arnar 1916, þá eru þær það engu minna nú og flestum ber saman um það, að lítill verð munurinn milli hins sigraða og sigurvegarans í lok hólmgöngunnar. Þó eru fleiri spacóm- arnir Harding í vi!, og 'veðmál eru flest að hann sigri- En svo var það líka með Hugher og þó vanr. Wilson. Spádómar um kosníngar eru aldrei ábyggi legir. En það er oft gaman að þeim, sér- staklega eftirá, þegar þeir eru bornir saman við virkileikann og séð verður, hversu þeim hefir skaikkað. Að þessu sinni er nóg af spádómum á ferðinni. Sum stórþlaðanna hafa sent fjölda mana í hin ýmsu ríki, til þess að ieita hófanna hjá kjósendum um, hvernig þeir mundu greiða atkvæði og á þeirn yfirlýsingum hafa svo blöðin bygt spádöma sína. Blaðið New York Sun, sem fylgir Harding að málum, hefir nýlega birt spádóm sinn, sem það telur mjög ábyggilegan. Er þar talin hin vissu Demoikrataríki, og hin vissu Republikkaríki, og svo í þriðja lagi hin óvissu eða vafa- sömu ríki. Setjum vér hér spá- dóm þenna, og sannast það á sínum tíma, hversu ábyggilegur hann reynist. Vissu Republikakríkin telur blaðið: Connecticut með 7 kjör- mönnum, Michigan með 15, Dela- ware með 3, Illinois með 29, Iowa með 13, Maine með 6, Massachus- setts með 18, Pennsylvania 33, Rhode Island 5, South Dakota 5, —J Dodd’s nýmapillur eru bezta nýmame'Sali'S. Lækna og gigt, bakverk^ hjartabilun, þvagteppu, og önnu* veikkidi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan eSa 6 öskjur fyr- ir $2.50, og fást hjá öllum lyfsöl. um eSa frá The Dodd’s Medidne Co. Ltd., Toronto. Ont............ Hughes, sem allir þykjast vera ein- lægir alþjóðasambandsmenn, segja kjósendum að eini vegurinn til að Bandaríkin komist inn í alþjóða- sambandið og táki sér sæti með því að kjósa Harding fyrir forseta. Og Borah, Johnson, LaFollette og Gronna, og aðrir fjandmenn al- þjóðasambandsins, fullvissa kjós- endur um, að verði Harding kos- inn sé alþjóðasambandið dautt og úr sögunni, að því er Bandaríkin snertir. Er þetta ekik dásamlegt sam- ræmi! ! Og Harding segir eitt í dag og annað á morgun; er gall- harður alþjóðasambandsmaður, er hann heldur að það eigi við, og harðsnúinn fjandmaður þess, þeg- ar hann álítur það vinsælla. Ó! þú pólitík, þú ert í sannleika undursamlega undraverð. Vermont 3 og Wisconsin með 13( . . , .,4. , • • , ...... . ,1 ,0 11 • xi7A oðrum þiooum heimsms, se meo kjormonnum, Alls 13 rfki með 1/6 L , * f____ kjörmönnum, eða réttum 90 kjör- mönnum færra en þarf til þess að koma Harding að. Viss Demokrataríki eru þessi tal- in: Alabama með 12 kjörmönnum, Arkansas með 9, Arizona með 3, Florida 6, Georgia 6, Kentucky 13. Louisiana 10, Mississippi 10, Nev- ada 3, North Carolina 12, South Carolina 9, 0klahoma*10, Tenne- see 12, Texas 20 og Virginia með 12 kjörmönnum. Alls 1 5 riki með 163 kjörmönnum, eða 103 kjör- mönnum minan en Cax þarf til kosningar. Óvissu ríkin eru þá: New York með 45 kjörmönnum, Minnesota með 12, Indiana 15, Oregon 5, og West Virgima með 3 (öll þessi ríki voru með Hughes 1916), Califor- ma með 13,, Colorado 6, Idaho 4, Kansas 10, Maryland 8, Missouri ! 8, Ohio 24, New Mexico 3, North Dakota 5, Utah 4, Washington 7, Montana 4, Nebraska 8, New Hampshire 4, og Wyoming með 3 kjörmönnum, eða alls 20 ríki með 192 kjörmönnum. Ef nú að Harding skyldi vinna þessi fimm fyrst töldu vafaríki. sem öllu fyl'gdu Hughes 1916, og þess utan að vinna California eða Missouri, sem bæði virðast mjög andvíg alþjoðasambartdinu, oi ættu því frekar að lenda Repu-, blikka megin, þá er kosning hans unnin. Aftur á hinn bóginn tai Cox haldið öllum Wilsons ríkjunum frá 1916, sem litlar líkur eru til um sum, yrði hann sigurvegarinn- Það eina ríki, sem hann er talinn líkleg- ur að vinna af Hughes ríkjunum er Indiana með 15 kjörmönnum. Þá gæti hann vel staðið sig við að missa Missouri með sínum 18 kjör- mönnum. En færi California sömu leiðina, kæmi vinningur Indiana að hengu haldi, væri hann einn saman. Ep hvernig svo sem kosningarn- ar fara, þá er það eitt víst, að Republikkáflokkurinn hefir ekkert til sparað, til þess að vinna, því auk þeirra 15 miljóna dala, sem safnað var í kosningasjóðinn og vera átti til þess að uppfræða sauð svartan almúgann á pólitíska vísu. þá hafa meiri og fleiri ósamstæð öfl lagst á sveifina með Harding en áðúr hafa þekst í kosningum. Afturhaldið tekur höndum saman við frjálslyndið að vinna að kosn ingu hans, og andstæðingar al- þjóðasambandsins og frömuðir þess fýlgja honum einnig að mál um. Vér sjáum afturhaldssegginn alkunna, senator Penrose frá Penn- sylvania, taka höndum sair.an við fjandmann sinn frá fyrri tíð, sena- tor Hiram Johnsoif frá Cahforma. framsóknarmanninn. Vér sjáum Herbert Hoover, vin Wilsons for- áeta og einlægan fylgismann a. þjóðasambandsins, mæla af alhug með ko ningu Hardings, og yér sja um senator Borah, magnaðasta fjandmann þess, mæla jafn einlæg lega með kosningu hans. Hoover. Taft, Eliliu Root og Charles E Hreindýrarækt. Vilhjálmur Stefánsson landkönn- unarmaður kom fyrstur með þá hugmynd, að hreindýra og moskus- uxa rækt gæti orðið arðvænleg hér í Canada. Bar hann frcim það mál við sambandsstjórnina í Ottawa, er þegar félzt á skoðanir hans, og skipaði þriggja manna nefnd til að hrinda málinu í framkvæmd og var Vilhjálmur einn nefndanmanna, Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að Canada gæti orðið stórmikill hagur að ræktun þessara dýra, og brá stjórnin þegar við og keypti hjörð af hvorutveggja. Þetta var fyrir tæpu ári síðan. Tilraunir stjórnarinnar hafa nú gefist svo vel, að einstaklmgar hafa talið ráðlegt að bindast félagsskap í því augnamiði að stunda ræktun hreindýra, moskusuxa og annara dýrategunda, sem lifa í köldu lönd- unum og góð eru til manneldis- Hefir hér í Winnipeg verið myndaS félag í þessum tilgangi, með $200- 000 höfuðstól. Kallar félág þetta sig Hudsonsflóa hi eindýrafélagið (The Hudson Bay Reindeer Co., Ltd.), og eru í stjórn þess tveir Is- lendingar, Hjálmar A. Bergmann K. C., og Magnús Paulson fyrrum ritstjóri Lögbergs. Hefir félagift fengið landflæmi mikið til leigu hjá sambandsstjórninni, í norður- héruðunulm, og hefir þegar lagt drög fyrir að ná álitlegum hjörð- um. Dýrin ganga auðvitað sjálfala bæði sumar og vetur, en til þess að hægt verði að hafa á þeim gát, hefir félagið í ráði að kaupa sér flugvélar, og eiga smalarnir að sveima í loftinu yfir hjörðunum. Mun margur maðurinn fús á að gefa sig við þesskonar smala- mensku, því hér er um nýbreytni að ræða. Freda Harold. Frá Saskatchewan berast þær fréttir, að stjórnin þar hafi veitt kenslukonunni Miss Freda Harold, stvrk tjl framhaldsnáms í París á Frakklandi. Var á síðasta þingi fylkisins samþykt fjárveiting til þess að styrkja efnilega kennara til náms á Frakklandi, og er Miss Har-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.