Heimskringla - 28.09.1921, Side 4

Heimskringla - 28.09.1921, Side 4
4. KLAfiftfeA HE1MSK$INGLA WINNIPEG 28. SEPT. 1921. HEIJVISKRINQLA 1HX«) Krrnar flt ð kverji* mlSvfkiéesI. Út^eíemdar ok eieeiáari THE VIKiNG PRESS, LTD. S.%3 ok 865 S ARGENT AVE., VVI> I I’EG, TalarímU: X-45.T7 VrrS UiWÍM rr |3JI Area*tarln liorg Iwt fyrtr íram. AUv ráSAOUUIBl RéSsmaður: BJÖRN PÉTURSSON Ritatj órar : BJÖRN PÉTURSSON STEFÁN EINARSSON Vtamlakfttt tU MaSatui THB TIKIMU PRESS, LI4, B*x W71, WlulKKi Mm. lltutakrlft tll riMJtrua EBITOR HEIHSKUIMGLA, Bol U71 WlDBlffK, Hbb. The “Heimakrlngla" Is prtnted ul pnb- UsUe by tbe Vikine Press, LlmiKt, pt 72» Sberbrowke Street. Winnlpee. Hul- teba. Telephane: N-SK37. WINNIPEG, MANITOBA, 28. SEPT., 1921 Kosningar. Þó lífið sé stutt en lýgin löng, eins og Jón keitinn ólafsson komst að orði, er samt tvent víst og áreiðanlegt. En það er, að það verða samíbandslþingskosningar í haust, og að þeir, *em ekki eru bráðfeigir og þagnardygð steins ins hafa ekki átt á kosningatímum, munu láta til sín heyra áður en langt um líður. Bæði hefir forsætisráðherra Canada lýst því yfir, að kosningar fær.u fram á þessu ári, og svo eru stjórnmálaflokkarnir farnir að kalla saman liðið og heita á ármenn sína og eggja til drengilegrar baráttu. Alt er þetta flöggur og auðsær fyrirboði kosninga, þó að ýfir Islendingum væri það lesið í heyranda hljóði að Lögbergi síðastliðna viku, að menn væðu í villu um það og væru að spyrja og spá hvort kosningar yrðu íhaust. Um þessar kosningar, sem í vændum eru, hefir fált eití verið sagt enn sem komið er. Enda er þátttakan í þeim ekki nærri orðin almenn. Það kynni því að verða til þess, að orðið yrði framiborið á óhentugum tíma, að senda það nú þegar út frá sér. En ekki mun þess ýkja langt að bíða, að “fjörið færist í tuskurnar”, eins og Jón Trausti sagði, ef nokkuð lætur að líkum og dæma má af því, sem undanfarið hefir við- gengist um kosningar. Á auðvitað að geyma orðin þar til sá tími er kominn, og þá að sá fræjunum í frjóva jörð, svo að þau beri fagra og blómgaða ávexti. Flokkarnir, sem um þingsætin keppa, eru 4 talsins. Það er flokkur núverandi stjórn- ar — National Liberal-Conservative flokkur- inn; bændaflokkurinn — United Farmers; McKenzie King liberalar og verkamanna- flokkurinn. AHir Iáta þessir flokkar eflaust mikið til sín taka. Eru sumir þeirra fámennir og standa illa að vígi, eins og verkamannaflokk- urinn, þar sem hann eða fylgjendur hans eru svo herfilega sundraðir sín á milli. Enda mun hann hafa í hyggju að sameinast fcænda- flokknum, þar sem þess er kostur, og er það óefað skynsamasta ráðið. Bændaflokkur- inn mun sterkur reynast í Vestur-Ganada. I austurfylkjunum, að Ontario undanskildu, á hann ekki sömu vinsældum að fagna og hér, McKenzie King flokkurinn segja hans menn hér, sem fáir eru, sterkan í Austur-Canada, og getur eitthvað verið til í því, eftir því sem nær sjónum dregur, þó margur skoði þetta annars frekar sagt af flokksmönnum hans sjálfum sér til huggunar en í hreinni trú. I Ontario og þar fyrir vestan mun hans lítið gæta. Núverandi stjórnarflokkur mun sterkur, ef ekki jafnsterkasti flokkurinn í Austur- Canada. Hann hefir stærri blöð landsins þar og gott ef ekki hér líka, til fylgdar sér. Hér í Vesturlandinu mun fylgi hans þó minna en austurfrá. Virðist þannig einn flokkurinn hafa meira fylgi í einum staðnum, en annar í hinum. Er meira undir því komið, en alment er álitið, því fjölmenni er á einum staðnum, en fámenni á hinum. Sá þingflokkurinn, sem taiið getur sér fólksflesta fylkið, getur nokk- urnveginn boðið hinum öllum byrginn. Efa- Iaust er talið, frá sjónarmiði manna hér vestra, að mest muni bera á bændaflokkinum og flokki núverandi stjórnar í þessum kosn- ingum. Á engra færi er þó enn að spá um það, hvernig fara muni; atvikin, sem það leiða í Ijós, eru enn svo fjarri, að ekkert verður af þeim lesið um afdrif kosninganna. En það er eitt, sem ávalt er þess vert, að munað sé eftir við kosningar; og það er: Or hvaða flokksskógi sem þingviðirnir, þing- J mannaefnin, eru tekin — að reyna að velja iþá hlynina, sem traustastir eru, ófúnastir og beinastir. I ljósaskiftunum. Það er stundum bæði gaman og fróðlegt að athuga það, sem er að gerast í ljósaskift- unum, fyrir 'þá, sem hjá standa og staðið geta á nógu hárri sjóndeildarhæð til að sjá ofan í lautirnar og inn í krókana, þótt skuggsýnt sé orðið, og þeir, sem að verki vinna, ætlist til að dimman skýli gerðum sínum fyrir um- heiminum. Þeim, sem velja sér afkima, krókaleiðir og lautir sem verustaði framkvæmdaverka sinna og hyggjast að geta þar grundvallað málefni sín og gerðir í skuggafylgsnum ljósaskift- anna, telgt þau þar og skafið, og svo umvaf- ið þau einhverjum hulinhjúp, er geri undir- stöðuatriði þeirra óþekkjanleg almennings- sjónum, verður oft hált á því. Það eru margar sjóndeildarhæðimar og mörg glögg augu, sem séð geta einnig í Ijósaskiftunum. Á meðal vor Islendinga hér vestra hafa myndast mörg mál, sem eru beinlínis sérmál vor sem Islendinga. Utan um þessi málefni hafa flokkar myndast, þeim til eflingar og framkvæmda. Sumum af þessum málum er þannig varið, að það er tæplega sjáanlegt, hvers vegna að allir Islendingar, eða þeir sem eru af íslenzku bergi brotnir, skuli ekki geta stutt þau, eða skuli ekki vilja veita þeim fulltingi sitt og aðstoð. Meðal þessara mála mætti tilnefna þjóð- ræknismálið, einnig gamalmennahælismálið, hið íslenzka Academy (sem nú er orðinn Jóns Bjarnasonar skóli), ásamt nokkrum fleiri. — En orsakirnar til þess, að almenningur hefir ekki getað tekið heildar- hlutdeild í þeim, eru vanalega þær sömu, n.l. að einhver félagsdeild hefir viljað tileinka sér þessi mál, og stimpla þau með sínu sér- staka klikuskapar-fangamerki, og þar af leið andi útiloka þátttöku annara flokka þeim til eflingar. Reynslan hefir sýnt þetta og sannað, bæði með Jöns Bjarnasonar skólann og gamalmennahælið; og er það slæmt, að slíkt skyldi verða. En þó er enn verra til þess að vita, að þeir, sem fyrir þessu standa, sjá ekki betur sóma sinn en svo, að fara á kreik í fiársöfnun til allra Islendinga hér vestra yfirleitt, og jafnvel út fyrir landstein- ana, til viðufhalds þessum stofnunum, eftir að þeir eru búnir að gera fjöldanum ómögu- legt að vera þátttakendur og njóta hlunninda þeirra, sem þessar stofnanir hefðu getað og eiga að veita. Aftur eru önnur íslenzk sérmál, sem af sjálfu sér hljóta að tilheyra vissum flokkum, svo sem kirkjumál og þessháttar. Lít á slíkt er ekkert að setja, svo Iengi sem hreint er að verki gengið, og ekki með ofbeldi og undir- ferli eyðilagðir aðrir flokkar, sem hafa jafn- fullkominn rétt á tilveru sinni, svo fljótt sem færi gefst á og hægt er að finna varnarsmátt vígi. Það stærsta stig, sem gengið hefir verið í þessa átt, hefir verið stigið af Fyrsta íslenzka Iúterska söfnuðinum í Winnipeg, með þátt- töku hans í að svæla undir sig eignir hins gamla Tjaldbúðarsafnaðar. Þótt svo sé lát- ið heita, að þrettán manns, sem í þeim söfn- uði stóðu, hafi gengist fyrir að koma eignum þessum í hendur hins Fyrsta lúterska safnað- ar og gengið sjálfir í þann söfnuð, mælir það enga bót í málinu, þar sem í þeim gamla Tjaldbúðarsöfnuði stóðu fleiri hundruð manns. Hitt varðar meira, að þarna er vilji margfalds meirihluta að vettugi virtur, og stefna sú, er einn af frægustu og mestu Is- lendingum vestanhafs stofnsetti og barðist öll sín síðustu æfiár fyrir, fótum troðin af sumum þeim, sem hann bezt treysti og honum fylgdu, á meðan hann sjálfur gat haldið sinni sterku hendi yfir henni. Þótt eignirnar hafi nú komist í hendur þessa félagsskapar, þá munu margir, jafnvel innan hans eigin vé- banda, finna til sársauka yfir, að vera knúðir til að taka við þeim. Það virðist kveða svo ramt að því, að þeir kinoka sér við að nefna það helzt á nafn. Prestur safnaðarins lýsir því yfir af slólnum, að þeir flytji í hina kirkjuna, og blaðið Lögberg kallar það nýju kirkjuna. Já, víst má kalla það nýju kirkjuna, eftir að búið er að höggva burtu Tjaldbúðarnafn- ið af hornsteininum, og greypa í þess stað nafnið: “Kyrkja hins fyrsta lúterska safn- aðar, 1921”. Trúlegt mun samt vera, að heitt verði á fingrum þeim, sem bora vilja í gegnum þann stein, til að krækja út Breiða- blik og annað, sem þar liggur og hönd hins látna mikilmennis þar lagði. Því vart er trú- Iegt, að rit, sem skýrir frá orsökum þeim, er leiddu til stofnunar ný-guðfræðis-safnað- anna 'hér vestan hafs, verði látin friðhelg liggja. En eitt mun sannast, og það er, að stefna sú, er séra Friðrik heitinn Bergmann hjálpaði til að innleiða 'hér á meðal Islend- inga, mun blómgast og eiga fagra framtíð fyrir höndum; og aðfarir þessar munu ekki hnekkja henni á neinn veg. / Það er einnig víst, að ef séra Jón Bjarna- sorí hefði uppi verið, hefði hann ekki getað séð svona ódrengileg meðöl brúkuð af sín- um monnum. Meðalið getur verið svo eitrað, að tilgang- inum sé ómögulegt að helga það. Sýningin í New-York. Á sýningu mikilli, er halda á í New York í haust, hafa íslendingar, sem þar búa, tekið sér það mikla en göfuga verkefni fyrir hend- ur, að ætla að sýna eithvað af íslenzkum munum, sem að einhverju minna á, að Is- lendingar hafi verið með í frumbyggjalífs- glímunni hér og eigi þess utan sögu í sam- bandi við þetta land, sem í hæsta máta er eftirtektarverð og fróðleg fyrir hérlenda menn að vita skýr og glögg deili á. Og þessir hugumstóru en fáu Islendingar þarna suðurfrá leita til allra Islendinga í þess- ari álfu til styrks sér og aðstoðar við þetta risaverk, sem fyrir höndum þeirra liggur. Vér mælum hið bezta með því, að íslend- ingar, hvar sem eru, rétti þessum þjóðbræðr- um vorum suðurfrá hjálparhönd, eftir því sem þeir geta. Þetta verður þjóð vorri lil gagns óefað. Og að sinna því ekkert, virð- ist bera vott um þjoðræknislegt sinnuleysi, er á þessum tíríium ætti ekki að gera vart við sig, þegar með öllu móti er verið að reyna að gera sitt bezta í þjóðernislegum skilningi. Vestur-Islendingar sváfu altof lengi yfir sínum þjóðernismálum. Þegar þeir loksins fóru af stað að sinna þeim með samtökum í víðtækri merkingu, má ekki minna vera en að þeir dragi ekki af sér, heldur bæti upp fyrir þann tíma, sem mistur er, og hafi skjót- ari hendur en áður til hjálpar, ef tækifæri gefast nokkur til þess að fleygja þeim áfram, hvar sem er. Það getur satt verið, að þátttaka Islend- inga í sýningunni í New York verði ekki eins fullkomin og æskilegt hefði verið. En að hún verði þýðingarmikið þjóðernislegt spor, höfum vér fylstu ástæðu til að vona og halda. Eins og kunnugt er, hafa Norðmenn eða Skandinavar sýnt lit á að hafa ýmislegt á bandarískum ^ýningum, sem algerlega heyrir Islandi og íslendingum til. Þeir hafa auð- vitað gert þetta í góðum tilgangi og hafa ekki dregið neitt af því, að það, sem íslenzkt er, hafi verið sýnt sem íslenzkt. En árangurinn eða afleiðingin af þessu hefir orðið sú, að um Bandaríkin hefir sú hugmund grafið all- mikið um sig, að það séu Norðmenn en ekki íslendingar, sem heiðurinn af því ber. Að því er fund Ameríku snertir t. d. halda marg- ir, að Norðmenn hafi fundið hana, af því að þeir urðu fyr til þess en íslendingar sjálfir, að sýna muni, er að þessum sögulegu við- burðum lutu. Einnig hefir, eins og kunnugt er, dr. Nansen skrifað um þetta atriði og hallast mjög að því, að sannsögulega skoðað séu það ekki íslendingar, heldur Norðmenn, sem fundið hafa Ameríku. Rit hans um þessi efni eru þýdd á mörg tungumál, og þar á meðal á ensku. Til þess að leiðrétta þessa herfilegu villu, sem komin er inn hjá ame- rísku þjóðinni, er ekkert betra ráð til, en að íslendingar sjálfir gangist fyrir sýningu á sögulegu mununum, sem þetta snerta, og Ieit- ist við að sannfæra fólk um það, sem rétt er og óhrekjaniegt í þessu efni, sem og öðrum. Það þarf ekki endilega að vera á ábyrgð Þjóðræknisfélagsins hér, að hafa slíkt með höndum. Þó meirihluti stjórnarnefndar þess komist að þeirri niðurstöðu, að þátttaka þess í þeim skilningi í þessu fyrirtæki væri ekki tímabær eða kleyf, hefir það enga á- stæðu til að styðja ekki að þessu máli eftir sem áður, þó að því sé hrundið af stað af öðrum en því. Og vér eigum meira að segja bágt með að trúa því, að það vilji ekki hjálpa þessu máli áfram, enn þó að það sæi sér ekki fært að gangast fyrir því. Að því er kostnaðinn við þessa sýningu snertir, er einnig vafasamt hvort það hefði getað séð fyrir honum sér að eins kostnaðar- litlu og þessir menn suður frá, þó sýning þess hefði að engu tekið þessari fyrirhuguðu fram Að setja Islendingum í New York stólinn fyrir dyrnar með að hafa sýninguna þess vegna, virðist ekki vel hugsað af þessum meiri hluta stjórnarnefndar Þjóðræknisfélagsins. Það er ekki víst að sýning af þessu tagi, og eins og ástendur, hefði vel þolað þá bið, að Þjóð— ræknisfélagið hefði inn nægilegt fé til þess að setja af stað sýningu eins fullkomna og fyrir því virðist hafa vakað. Verum skiftir ef þess gerist nokkur þörf í ýmsum þjóðfélagsmálum þessa lands, svo - sem stjórnmálum, trúmálum, hermálum og I hverju sem er. En lærum að vera samtaka - um þjóðernismál vor í hverju svo helzt sem þau eru fólgin. Ljáum þeim fylgi hver sem í hlut á, bæði í tíma og ótíma ef svo má að orði kveða eftir því sem föng vor leyfa. Það er hiklaust skoðun vor að íslendingar í New York sem fyrir sýningu þessari gangast, eigi skil- ið þökk, heiður og hjálp allra Is- lendinga fyrir dugnað sinn og ár- vekni í þessu máli. Kitfregn. Eimreiðin, 3. hefti 1921. og 4. eru Þessi hefti Eimreiðarinnar nýkomin vestur. Verður ekki ann að um þau sagt en að þau séu skemtileg og vel til þeirra vandað sem til ritsins að undanförnu. Efn- ið er sem hér segir: Hestavísur — Þáttur um hesta, reiðmenn og hagyrðinga eftir Einar E. Sæmundsson. Hafið, eftir G. K. Chesterton þýtt af Guðmundi Finnbogasyni. Lundúnasöngur, eftir Gest. Hvað geta Kirkjurnar Iært af Spir- itismanum og sálarrannsóknun- um? Ræðan (saga) eftir Þórir Bergsson Guðmundur biskup góði, eftir séra Magnús Jónsson. Þrjú kvæði eftir Örn Arnarson. Söngvatregi, eftir Jakob Jóh. Smára. Sykurplöntur, eftir Helga Jónsson. Esja og Esjúberg, eftir B. J. Heimilisiðnaður og framtíð hans, eftir Guðm. Hannesson lækni. Hannes stutti, eftir Önnu Thor- lacius. Rómantík, eftir Gerhard Gran, þýtt af J. J. Smára. Fresko, (framhalds-saga). Ritsjá, eftir ýmsa. Sumar af ritgerðum þessum eru ágætar, eins og ritgerðin um Guð- mund góða, Rómantík og heimilis- iðnaðinn, enda eru þæj; all-langar. Styttri en eigi síður góðar greinar eru Söngvatregi og Hafið. Hesta- __Dodd’s nýmapfllur eru bezfa nýmameiraliS. Laskna og gigt, bakvtrk( hjartabflnn, þvagteppu, og önr.ur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta SOc askjan eSa 6 cskjur fyr- ir $2.50, og fást hjá öllum lyfsöl. um eðs frá The Dodd’s Medicine Co. Ltd., roronto^ Ont......... félag um 2 miljónir dala og var því meira en lítill fengur fyrir fé- lagið að fá þessi viðskifti. Hafa þúsundir manna hér einnig haft at vinnu af þessu. Hvað Rússland snertir eru þessi áhöld bráðnauð- synleg fyrir það til þess að geta notað olíu-náma sína sem eru ó- takmarkaðir og alt of lítið notaðir þar. Og það er búist við fleiri pöntunum fyrir vögnum frá Rúss- landi þegar búið er að uppfylla þennan samning. Verkfræðingur frá Sovietstjóvn- inni er nú í Montreal, að rannsaka hvort vagnarnir séu eins og vera beri fyrir það sem þeir eru ætlaðir á Rússlandi. Verður að því verki loknu farið að skipa þeim út og senda pöntunina af stað. Jón Halelúja. Saga sú seim hér fer á eftir er tyrknesk; en hún er lærdómsrík eigi aS. síSur: Einu siinni var haildiS þing á Tyrklandi. t*ar voru mættír full- trúar frá ölluimi stéttum. Bænda- hér vestra. Það fæst hjá íslenzku bóksölunum hér. vísurnar eru einnig skemtilegar og mr yfir höfuS lítils imetin Hannes stutti !®f stjórnarvöldunum og auSkýf- Ritið er yfirleitt hið nýtilegasta! ^sum. og ætti að vera vel tekið og Iesiðj ^n hún átti sína fulltrúa á þessu þingi eins og hinar stéttirnar. iÞegar til þess kom aS Tyrkja- stjórnin ætlaS'i aS hækka rentur álánujm ti'l bænda, hræddi hún flesta bændafiulltrúana til þess aS vera meS því! Einn tþeirra lét þó ekki hræS'ast; | hann stóS upp í hárinu á stjórn- Síðan að stjórnarbyltingin varð 1 inni og barSsit fyrir hag baenda, Rússlandi og Bolshevikar tóku \ en var auSvitaS borinn ofurliSi af Viðskífti Canada og Rússlands þar við völdum, hefir Canada ekki skift neitt við Rússland. En nú er að verða breyting á þessu, því að í október er sagt að um 5 skips- farma eigi að senda héðan til Rússlands með vörur. Eins og menn mun reka minni til, gerði Krassin verzlunar erindreki Rússa á Bretlandi samning við “The Canadian Car and Foundry Co.” í Turcut, um að smíða 500 bíla og flutningavagna fyrir Rússland Verða þeir allir sendir til Novoros- susk, sem er hafnarborg við Svarta hafið á Rússlandi, áður en ferðir þangað leggjast niður í haust. Fyr- ir þessa vagna fær þetta canadiska hinum ibjálfunmm. Stjómin hataðú þeranan eina fuU-trúa aem trúr var bæindastefnunni og strengdi þess heit aS hefna sín á honum. Nú vildu bændur fá liSsinnt stjómarininar til þess aS geta var- ist kúgun okurfélaga. En þegeur fulltrúaT þ»irra höfSu boriS upp tillögur í því skyni, tók stjómin hvem þeirra fyrir aig tali og taidi þem flesitum trú um aS þaS væri óimögulegt. Tillagan var því lát- in lognast út af. En sami fullltrú- inn spm íbarSist á móti vaxitahækk- un á bændalánunum, krafSist þess aS tillögunni yrSi haldiS til streytu Hinir sintu því engu; meS öSrum MeðlLmir Grain Exchange, Winnpeg Prodnce Clearing Asso- ciation, Fort William Grain Er hange, Grain Claims Bureau. LIOENSED AND BOfNDED By the Board of Grain Connnieeioners of Canada. North-West Comnission Co. LIMITED Telephone Ar3297 216 Grain Exchange, Winnipeg, Man. íslenzkir bændur! MuniS eftir íslenzku komverzlunarfélaginu; þaS 'gæti borgaS sig aS senda okkur sem mest af kornvöru ySar þetta ár. ViS seljum einnig hreinsaS útsæSi og kaupum “Options” ifyrir þá er þess óska. — SkrifiS á enisku eSa íslenzku. HANNES J. LIiNDAL PETEJR ANDERSON

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.