Heimskringla - 26.12.1923, Blaðsíða 2

Heimskringla - 26.12.1923, Blaðsíða 2
2. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 26. DES. 1923. Meðal Malaya. Eftir Sigfús Halldórs frá Höfnum. Framh- I>að var annars engin vanþörf á að gefa mönnum frjáLsræðv til t>ess að búa sig létt til næturinnar, og sofa á þilfari, því hitasvækjan niðri í skipinu var óþolandi, að minnsta kosti fyrir okkur, sem óvanir vorum þvílikum hitum, og nýkomnir úr frostloftinu i Japan. Fyrsta nóttin, sem eg svaf undir þiljum, eftir að við komum suð- urfyrir hvarfbaug Krabbans, er óþægilegasta nóttin, sem eg hefi iifað fullfrískur. 'Stefna skipsins var hérumlbil í hásuður, og svefn- klefi minni sneri þessvegna til vesturs, svo sólin helti geislabruna sfnum á þá hliðina allann seinni- part dagsins. Yar svefnklefinn því sem steikarofn og draup af manni evitinn þó allsnakinn væri. Hélst það alla nóttina, því enrginn and- vari var og enginn blær komst inn í klefann nema sá, er orsakaðist af skriði skipsiys og um hann er varla hægt að skrafa. Reyndi maður að kæla sig í baði, var það líka árangurslaust, því vatnið var jafnheitt og heitara en næturloft- ið, svo svitinn streymdi bara enn hraðara en áður, er rnaður reis úr baðinu- Eg var eins og fisjtur á þurru landi. alla þá nótt, þ. e. a. s. eins og þeir fiskar er við höfum kynni af hér á norðuhveli hnatt- arins, því til eru fiskar, sem Mfa í vellystingum praktuglega, ef svo má segja, á þurru. Mun eg víkja því að síðan, ef mér endist aldur en lesendum þolinmæði- Eftir tólf daga útivist frá Naga- saki komum við til Batavia á Java árla morguns. Vlar fult af fólki fyrir á hafnarstéttinni, hvitu og mislitu. Voru það eiginmenn og konur, unnustar og unnustur farþeganna. Var þar gleðibros á hverju andliti. Skyldu menn nú halda að svo hefði og verið á skips- fjöl, og var þar og að vísu fögnuð- <ur mikill, en þó töluvert blandað- ur gráti og gnístran tanna, því ekki er þvf að leyna, að sum- ir af farþegum höfðu bundist sterkari vináttuböndum, að því er yirtist, en alment er talið heppi- legt til heimdiisfriðar, ef annar málsaðili eða báðir eru öðrum ,gefnir. Hlvergi mun það greini- legra koma í ljós, en á skipsfjöl, að mönnum og konum eru — “á hverfandi hveli hjörtu sköpuö og brigö í brjóst of lagin.” En “svo fyrnast ástir, sem fundir”, og er það sjálfstagt heppilegt, er likt stendur á og hér- Annars fengju dómstólarnir svo óhæfilega mikið að gera. IBatavia er höfuðstaður Java og næst stærsta borg í landi. Þar eru um 200.000 manns. Borgin liggur nokkrar mflur frá sjó, og er borgar- stæðið og umhverfið flatt og mýr- lent, fult aí síkjum og uppistöðu- vatni. Nú er öllu þessu vatni veitt framrás til sjávar í gegnum stór- fenglega skurði- En áður en það var gert, og það var ekki fyr en löngu eftir að bærnn bygðist, var Batavia einhver hroðalegasta toanndrápsgryfja er sögur fara af. Um og eftir alda mótin 1600 var mannfallið svo stórkostlegt, að hollenzka Austur-Indíafélagið mikla, hafði ekki. við sum árin að senda menn austur, í skarðið/ fyr- ir þá er dóu úr maiaria. Var þá og ekki farið að nota kínínseyði al- löent gegn þeirri veiki. En það er enn í dag eina lyfið, sem verulega er gagn að. Ekki mlan eg það fyrir víst, en þó held eg að eg fari ekki með mkiar ýkjur er eg segi, að á þeim árum dóu úr malaria um fimtíu þúsund manns á fimtíu árum í Batavia, Og voru þó ekki f borginni nema um tuttugu þús* und manns að staðaldri- Nú er fyeilbrigði særaiiegt, en þó er mikið um malaria þar ennþá og fekk eg að ken.na á því, sem síðar mun sagt verða. Við þurftum að bfða fjóra daga í Batavia eftir skipi til Singapore, og þótti ekkert miður Við ieigðum okkur herbergi á Java Hotel og vorum sóttir f bílum. ökuþórar voru kolbrúnir Javanar, snotrir strákar, og skein í skjalla- hvítar tennurnar. Taugaveiklaðir voru þeir áreiðanlega ekki, þvf þeir óku í loftinu og Jíkt og vitlausir menn, en ekkert slys vildi þó háska- legra til, en að einn ók á kýrbelju sem var að nasla nokkur strá ut- an við veginn. Vissi hún ekki fyr en buldi f rifjunum á henni, og steyptist hún kollhnýs í skjótri svipan út f díkið raeðfram vegin- um- Lá hiln þar kyrfilaga skorðuð og vissu allir fjórir fætur til him- ins er við fórum framhjá og veit eg aldrei síðan hvað af henni varð, en ökuþór hélt áfram, sem ekkert hefði í skorist. Java Hótel er “bungalow hótel”,. þ. e. a. s., að hver íbúð er einlyft hús út af fyrir sig, og er þvf alt gistihúsið heilmikið hverfi og breið stræti á milli húsanna- i Framan við hverja íbúð eru svalir; stend- ur þar borð og nokkrir stólar og langstóll, til þess að hvíla sig í. Inn af svölunum er svefnherbergi stórt og rúmgott. Þar innar af er baðherber.gi. Er þar lel.rker mikið, sem árrta, og striffa, til þess að ausa með yfir slg vatninu. Við náðum rótt í “tiffín”. Tifí'fn er saina sem “lunch” eða hádegis- verður- Matsalurinn var bæði stór otg skrautlegur og javanskir þjónar á hverjum fingri. Þeir voru ber- fættir í tárhreinum hvítum lfn- jökkum og “sarong”. Sarong er ! nálega skósíður pilshólkur, úr heimaofnu líni og heimalituðu. Er t það framúrskarandi smekklega gert, og er þesskyns litað og ofið I lín kallað “batik”, og er að verða ' tfzka uin allann heim að nota það í ' borðdúka og jafnvel, sem vogg- prýði. Á höfðinu hafa þjónarnir létta hvirfilskýiu, eða “túrban” og er hnýtt skýlan skáhalt fyHr ofan og aftan annað eyrað, svo endarn- ar standa upp og út f ioftið. Fer vel á þessu- Við fengum “rijstafel” eða “rfs- borð”, sem hver rétttrúaður Hol- lendingur étur tvisvar á dag í þess- ura löndum, þó öðrum rnönnum sé tæplega fært að éta það nema tvisvar í viku. Fyrst var borið inn heljarstórt fat rjúkandi og kúfað af þursoðnum rí.sgrjónum. Þar- ! næst voru settir tveir djúpir disk- ' ar fyrir hvern mann. Þótti okk- félögum nú væniega áhorfast, því Danir eru matmenn engu sfður en ; íslendingar, J>ó hangiketið sé [ lakara hjá þeim. Þarnæst komu um tuttugu þjónar í haiarófu, sumir með tvo rétti, en aðrir með þrjá. Var þar á boðstólnum alt sem hugurinn mátti girnast og í'ieira en við kunum það að nefna, eða hér þýði upp að telja- Ægði þar öllu saman, eihs og hjá Grön- dar í Heljarslóðarsögu, nema í stað- inn fyrir skyrhákall og lúsamuln- inga, var hér ýmislegt innlent, sem við engin deili kunnum á, en | álíktj iimsætt og kraftgött. Þar voru steiktir fiskar og soðnir fisk- ar, saltaðir fiskar og hráir fiskar, hengdir fiskar og hertir, sólbakað- ir og sútaðir. Sama mátti segja um fuglana Qg flest annað úr dýra- ríkinu, og þar að auki haugar og hraukar, já heil fjöll af allskonar grænmeti, fersku, soðnu, steiktu og bökuðu. Allskonar ljúffengir drykk- ir voru og þar á boðstólum fyrir lítið verð, og mátti sogja með æfin- týraritaranum, að þar var á borð- um “pipraðir páfuglar og saltaðir sjófiskar, píment og klaret og vín- ið Garganus”. Kúfuðum' við nú báða diska og tók hver það sem honum leizt bezt á. Losuðum síð- an kjöt og fisk af beinum og græn- meti úr hýði- Hrærðum svo öilu saman við svo mikið af rfsgrjónum, sem hægt var, og gerðum úr mauk. Yfir það heltum. við svo ídýfu úr karrí og öðrum níðsterkum ind- verskum kryddjurtum, og átum svo sem skeiðamat. Sé hægt að éta sér til dómsáfeiiis, þá gerðum við það þann dag. Þó komst enginn okk- ar í hálfkvisti við javanska keriingu sem sat andspænis okkur. Hún var lítil og visin, skorpin og skinhoruð, tannlaus, og alt andlitið var eins og aðdragandi að munninum, tannlausu og ginnsvörtu gímaldi. Hún var sezt er við komum- En löngu eftir að við vorum hættir, alveig kúguppgefnir og komnir að sprungi, hélt kerlingin áfram a$ raða ofan i sig. Ástríðulítið að vísu, en jafnt og þétt, með þolin- mæði og þindarlaust. Við glápturn alveg heillaðir á kerlinguna. Við komustum seinast að þeirri niður- stöðu, að hún myndi vera bara vskjóða, ekkert á bak við skinn- ið, engin bein, hjarta, iifur eða iungu, bara eitt alsherjar meltingar- færi. Eg gæti bezt trúað að hún sæti þar enn í dag./ Það veitir ekki af, að hvíla sig eftir svona máltið, enda er alt hljótt, sem f dauðra gröfum milli 2—4 á eftirmiðdögum- Hitinn er líka óbærilegur- á þeim tíma, fyrst í stað, áður en maður venst dálítið við hann. Undir sólarlagið fórum við á stjá að gá að bænum. Sáum við margt nýstárlegt, sem eg ekki mun lýsa nú, þvf eg mun seinna koina að því efni, er e.g er kominn í áfanga og til Singapore og .Johore. ■ Ég fór til sængur juin miðnætti. Rúinið var ákaflega stórt og .gafl- arnir seilingarháir. Á milli þeirra og yfir rúmið var strengt skjall- hvítt þráðnet og möskvarnir svo liéttriðnir að mýfluga ekki kemst í gegn, því það er mýflugutegund ein, sem ber inalaria með sér ef hún stingur menn- Fara þær á rál um sólsetur og eru á flökti alia nótt- ina. Varnar þetta net þeim að of- stingur menn. Fara þær á ról um ur niður að gólfi alt í kringum rúmið. f rúminu var aðeins eitt j lak, einn vanalegur sveefill, en eng- in ábreiða, en þar á inóti hérumbil, tveggja álna langur, þétttroðinn og sfvalur koddi, 6—8 þumllungar að | þverrnáli, eftir endilöngu rúminu. ; Skildi eg ekki hvern skollann eg | átti við hann að gera. Þótti hann í fáránlegur, sem ábreiða, því mér reyndist ómögulegt að skríða und- ir hann, og fanst meira en nógu heitt, þó eg hefði hann ekki til stuðnings við bak eða brjóst, og engin þægindi fann eg við það, að stinga honum undir höfuðið. Fleygði eg hoiium þvf út í horn eftir ýmsar tilraunir og varð sú fáfræði mér til meins, sem nú skal sagt- Koddi þessi tíðkast um öll Austurlönd f hitabeltinu og kalla ; Englendingar hann “the Dutch j wife”. Bendir það á að Hollend- j ingar hafi fyrstir manna notast við 1 hann. En til þess er hann, að leggja fæturnar upp á hann og leikur þá loftið undir fætur manns ! og á milli þeirra, þó maður liggi á hliðinni, sem flestir gera í svefni, og svitnar maður þá ininna.í Má get.a þess, í þessu sambandi, að allir hundar í hitabeltinu og kannske fleiri dýr liggja ekki á hliðinni, heldur sofa þeir á hryggn- ! um og sjærra frá sér allar lappir upp, og út f loftið. Kemst þannig mest loft að líkaroanum til þess að kæla hann. En svo eg víki sög- unni a'ftur til mín, þá gekk mér illa að sofa- Hitinn var alveg drep- andi, við komum til Batavia í regn- tíðinni og loftið var þrungið af raka. Útifyrir blakti ekki hár á höfði og enginn minsti dragsúgur i linaði þjáningar manns í rúminu. ! Eg varð fljótt gegnvotur af svita ! og sérstaklega á fótleggjunum, þeir ! lfmdust alveg við dýnuna, hvernig ) sem eg bylti. mér, 'af þvf mér hug- kvæindist ekki að nota koddann ■ langa. Loks gafst eg upp og fór út á svalir og Jagðist í langstólinn, yfirkominn af þreytu og hita. Mér létti stórum, því bæði hélt ekki hálmurinn í stólnum eins að mér hitanum, 'Og. svo var svækjan ekki útaf eins yfirtyrmandj úti, sem inni> Eg sofnaði þessvegna þarna til- tölulega fljótt og vaknaði eftir tvo tíina við kaldan vindgust, afskap- legann þrumuskell og hellirigningu, sem buldi á þakinu- Eg flýttti mér í rúmið og sofnaði nú vært er regn- ið kældi loftið og vaknaði endur- hrestur um morguninn. En eg vaknaði líka mýstunginn og með malaria-sóttkveikjuna í blóðinu, sem fram kom skömmu síðar, þótt mig ekki grunaði þá, hve snögg- lega eg myndi gjalda heimsku minnar, að sofa undir beru lofti, án þess að hafa mýflugnanetið yl- ir mér. Framhald. Fréttabréf frá Blaine. Hierra ritstjóri! Þegar eg skrifaði síðasta frétta- bréf mitt ffá Blaine, urðu eftir ýmsar fréttir, sem eg þá mundi ekki eftir. — Vissi eg þó, að svo mundi vera, en gat ekki í svipinn áttað fig á því hvað það var. Þess vegna vil cg nú 'bæta við — ef þú vilt svo vel gera og ljá iínum þessum rúm í Heimskringlu. 1. Undir liðinn, sem eg nefndi Góðir gestir, heyrir ]>etta. Húsfrú Olína Erlingsson frá Geysir, var ein af þeirn sem þetta útlíðandi ár heimsótti Biaine-búa — kamla kunningja að austan. Hún dvaldi s. 1. vetur hjá dóttur sinni, — gift enskum inanni í Belling- ham. Olína er systir Lárusar Guð- fhundssonar söðlamakara, sem lengi var í Winnipeg, og flestir kannast við, og Halldóru sál.t yfir- setukonu, sem mörg síðustu ár æfinnar bjó í Duluth, Minn. Hún var mér kær gcstur, ekki síður en öðrum. Með henni kom dóttir hcnnar, skýn- og skeintileg kona. Þessar línur eiga að vera kveðja frá mér til þeirra mæðgna með þakklæti fyrir heimsóknina. 2. Undir þann lið, sem eg nefndi Dauðsföll, heyrir þetta: Þau hjón, Albert Erlendsson og kona hans Sigríður, mistu ungt barn s. 1. vetur, mig minnir í janví ar. — Þetta er óglögt, en leiðbein- ing, og hjálpa þó ó. S. Th. við upp- töku fsl. dauðsfalla í Almanakið. Nýtt. — Eg flutti til Everett 20- okt s. 1. að 3123 Hoyt Ave-, Evereett Wash-, og verður það heimilisfang mitt fýrst um sinn. í fjarveru ininni frá Blaine, annast hr. Hall- dór Sæmundsson Route 1. Blaine, Wash., útsölu bóka og blaða sem eg hafði á hendi- Má því snúa sér til hans með það, þangað til öðru- vísi verður ráðstafað í blöðunum. Everett fréttir- — Everétt er County Seat of Snohomish County og telur um 35—40,000 íbúa. Sagður að vera einn með allra beztu inilnu- bæjum í W'ashington- Má.ske á allri ströndinni. Ein milna — sögunar- i verkstæði, gefur frá 12 til 1400 manns atvinnu árið um kring. Bær- inn er „skipulegur og fremur falleg- ur — liggur yfir hæðir og bóla, lautir og dældir. Af einni hæð- inni má sjá yfir náiega allann bæ- inn og út um fjörð eða firði og sand- Hann er frá 40 til 50 ára gamall. Hefir meðal annara verk- stæða pappírsgerðarhús, sem gefur um 300 manns atvinnu. Hér er og skipalægi gott. íslendingar- — Hér hafa til fárra ára verið fáir fslendingar. — Ein kona, gift enskum manni lengst, að því er eg bezt veit. Nú er ísk að fjöiga hér riokkuð. En fáir eru þeir enn og dreifðir- Enginn félagsskap- ur sérstakur er til á meðal þeirra enn sem komið er. Þó má geta þeSs, að Mrs. Elísabeth Thorarins- son, kona Magnúsar Thorarinsson- ar, sem um mörg ár bjuggu í Blaine, hafði gestaboð að heimili sínu 27. okt. síðastliðinn, og bauð þangað öllum þeim íslendingum sem hún vissi af, og mun þá hafa komið þar saman um 20 til 30 fsl- Voru veit- ingar rauánarlegar, og til andlegs fagnaðar söngur og samtal. Al-Lsl. fjölskylldur voru Goodmans-fólkið, nýkomið að austan, Vigfús Erlend- son og kona ihans, sonur Vigfúsar, Albert og kona hans, Erlendur íAnderson og kona hans, Gustav Dalstead og kona hans, Thorsteins- sons hjónin og húsráðendurnir, og yn^ra fólk flest sem gift er, gift innlendum, og svo nokkuð af kon- um og körluin, einhleypu fólki. Sein stendur, er ekkert útlit fyrir að hér geti myndast ísl. félagsskap: ur af neinu tagi- Hvað kann að verða, ef íslendingum fjölgar hér, er ekki gott að segja. En hér líð- ur öllum vel, og allir hafa nóg að gera. Everett er framfara bær- Eins og elðlilegt er — hvar sém atvinna er, þar er og vellýðan manna á milli- * Vinsamiegast M. J. Benedictson. ------------x------------- Strigabátsferðir. Eftir óðni. (Niðurlag.) Vegna þess, að við ákváðum, að leggjja aftur á stað með aðfallinu um nóttina, fórum við að sofa kl. 9, en. einn kaupamaðurinn bauðst tfl að vekja okkur kl. 3- Við töl- uðum um, að koma við í bakaleið- inn og láta vita hvernig okkur hefði gengið; við ætluðum nefni- Jega upp á Eiríksjökul. Við vökn- uðum rétt fyrir 3 og þegar kaupa- mkðurinn kom, sátum við og gerð- um okkur gott af brauði og mjólk sem fyrir okkur var sett. Veðrið var sæmi.legt, nokkuð rigningar- legt og dálítil vindgola að norðan. Við höfðum því strauminn með okkur, en vindinn á móti- Kaupa- maðurinn hélt bátnum upp í ölduna meðan við komum okkur fyrir í honum; en áður en við vor- um tilbúnir rann ein i aldan alveg yfir bátinp og okkur að mestu leyti. Mér fanst hún vera fsköld, meðan hún rann eftir Tirjóstinu, en heilmikið af henni fór ofan í bátinn, þvf við vorum ekki búnir að reyra strigann að okkur, um það dugði ekki að fást. Klukkan var um 4 þegar við lögum af stað. Okkur gekk sæmilega vel þó að vindurinn segði meira en strauin- urinn. Þegar við hvíldum okkur og hættum að róa, rak okkur á móti stiraumnum- Þegar við kom- um inn fyrir Borgareyjar, voru öldurnar mikið krappari. Þar var orðið grynnra og straumurinn meixi. Okkur var langverst við krappar öldur, því þær bi-utu svo illi'lega á okkur. Við vorum samt ekki‘í neinni hættu; það voru 1500 m til lands, svo við gátum alt af lent ef nokkuð versnaði. Þegar ólögin komu, var eins og skelin okkar væri ástrney óðs unnusta, sem grijii hana í fang sér og kysti hana 50 brennandi kossum í eí.nu- Þegar við komum að Brákarsundi fóruro við ekki þar inn, en héld- um áfram fram hjá Borgamesi og inn í Sandvíík, sein er skamt fyrir innan; þegar báturinn stóð í sand- inum' var klukkan 6. Við ætluðum að bíða eftir því að vindinn lægði áður,en við héldum lengra áfram. Þegar við vorum búnir að hella úr bátnum og hengja segl og annað til þerris, fórum við í þur föt og héldum til bæjarins. Þar sást engin hreyfíng, jú, þaraa kom mað- ur, eða réttara sagt, þarna komu köflóttar “sportbuxur” með inann; þær ha'fa líklega verið 5 númerum of stórar. Við buðum “góðan daginn” og leituðum frétta; hvort allir svæfu? hvar hægt væri að fá ■einhverja hressingu, og hvert hann væri að fara, svona snemma? liann hafði eiginlega ætlað sér að sofa lengur og leggja ekki af stað fyr en um hádegi, en “bölvaður haninn” hafði vakið hann með sól- aruppkomu- Tfann sp.urði hvaðan við kæmum “á þessu”, og benti. á bátinn. Við sögðum honum eins og var. Hann varð steinhissa, saug nokkrum sirmuin upp í nefið, gekk að bátnum og kom við hann með einum fingri, saug svo aftur upp í nefið og settist á stein; en við kvöddum hann og héldurn niður í ibæinn. Það segja flestir að Borg arnes isé leiðinlegur staður; það er satt áð húsaþyrpingin sjálf er ekkert falleg, og iitsýnið er þó ynd- islegt. Nokkrir menn voru komnir á fætur ,og hjá þeim fréttum við, áð með flóðinu um kvöldið ætti vélbátur að fara upp að Hvítár- völlum- Við fórum inn í gistihúsið og fengum okkur morgunkaffi; þar ákváðum við, að ef ekki lygndi fengjuro við okkur far með bátn uin upp eftir um kvöldið. Það lygndi ekki, svo við eyddum deg inum í að skoða staðinn. Það merkilegasta sem við sáum, var vindmylna, hún var gerð til a? iskera tóbak. Það sagði okkur iíke einhver, að hún bæri sig ekki, þv' hún væri tvo daga með bitann. Svo kom kvöldið og báturinn átt' að leggja af stað; en þá bilaði vél in, svo ferðinni var frestað ti’ morguns- Við tókum bátinn oe ilofuðum þeim sem vildu að koms Ut á honura. Menn létu bér eins og annafstaðar undrun sína í ljósi yfir þessu forðalagi og voru sam mála um, að aldrei hefði minna skip MAKE PERFECT B^AD komið þangað upp eftir. Um morg- uninn vöknuðum við kl. 5, hálf- um tíma áður en báturinn átti að fara, og komum 1 tæka tíð Striga- ibátinn ibundum y, við fyrir framan vólarúmið- Á leiðinni voru öldurn- ar það rniklar að oft gaf aiveg yfir véibátinn, svo okkur hefði ekki gengið mikið á strigabátnum. Bær- inn Ferjukot ligur 12 km. frá Borg- arnesi, hinu megin við ána eru Hvítárvellir. Þarna er sundlagt og ferjað yfir á flotbotnuðum bátum. Þegar við komum þangað upp eftir, leist okkur vel á ána, hún ▼ar straumharðari og öldumar krappari, en við höfðum búist við- Eg sá að það var tilgangslaust að ætla sér upp ána, á móti svona miklum vindi, og lagði til málanna að við færum ýfir að Ferjukoti og ireyndum að útvega okkur hesta, en félagi minn vildi fj’rst reyna hvað hægt væri að komast á ánni. Þegar bátu.rinn var kominn út á ána, stóð hann í stað, hvernig sem honum var róið, svo lagðist hann flatur í strauminn og hraktist upp að klettunum hinumegin, og við að taka hnykkinn af bátnum brotnaði besta árin okkar. Eg hafði á réttu að standa, þar var tíma- spillir að ætla sér upp ána í svona veðri. Við fórum með bátinn heim að Ferjukoti, þar tókum við hann f sundur og var þá nýtt rif forotið f honum, l>ar fengum við að geyma hann þar til við kæmum áftur of- an af jöklL Þegar hin gestrisnu hjón á Ferjukoti höfðu gætt okk- ur á lax o^ fleiru góðgæti, lögðum við af stað með fjallhakana við hlið- Ferðinni var heitið upp að Galtaholti, því þar var okkru sagt að við fengjum hcJst hesta. 1 lefð- inni komum við að Eskihoiti, því við héldium að það væri Qaltarholt. Á hlaðinu mættum við manni, sem starði á okkur og hakan, eins og við værum eitthvert undur, hann hafði auðsjáanlega aldrei séð skáta fyr. Hann sagði okkur svo til veg- ar, og horfði á efti.r okkur ]>angað til við hurfum. Eskiholt er með allra fegurstu bæjarstæðum sem eg hefi séð, útsýnið frá bænum er óviðjafnanlegt, jöklarnir og fjöllin alt í hæfilegri fjarlægð- Eg efa, að það finnist nokkur sá maður, sem ekki vildi vera f Eskiholti. f Galtaholti, því þar var okkur sagt beztu viðtökur, meðan við biðum eftir þeim. Þegar við höfðum beð- ið þar stutta stund, kom sami maður og við hittum í Eskiholti, aðeins tii að sjá okkur betur, hann var nefndur Gvendur Th ........ og atvinna hans var að útvega ferða- mönnum hesta. Eitthvað var hann að tala um, að okkur væri nær að læra að snúa flekk, heldur en að flækjast upp á jökla, en ekki gat hann talig okkur af jökulferðinni, og við lögðum af stað, 'ennþá á ruggandi faratæki. Um kvöldið fórum við yfir Hvítá, á Kljáfossbrú, og beim að Hurðarbaki þar feng, um við gistingu- Næsta dag ætl- uðum við að komast upp að Kal- mannstungu eða Fljótstungu, en svo upp á jökul. Þegar við vökn- uðum um morguninn, var alheiður himirin, við vorum því vissir um að nú væri sá ma/rgþráði þurkur kominn. Alt var glatt, bæði menn >g skepnur. Fyrst riðum við niður í Reykholtsdalinn, fram hjá Deildartungu að Reykholti. Dal- urinn er blómieg sveit, eins og all- ar nærsveitimair, og lítið er um hrörleg kot tiJ að ræna ferðagleð- Inni frá mianni- Við Reykholt skiftum við okkur, félági fflinn hélt áfram inn daiinn, en eg ætlaði upp

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.