Heimskringla


Heimskringla - 25.06.1924, Qupperneq 1

Heimskringla - 25.06.1924, Qupperneq 1
VERÐLAUN GEFIN FYRIR COUPONS OG UMBUÐIR ROYAU, CROWN SendiTS eftir ver'ðlista til Royal Crown Soap Ltd., 654 Main St. Winnipeg. VE RflLAUN GEFIN FYRIR COUPONS OG UMBÚÐIR ROYAU CROWN SenditS eftlr vertilista til Royal Crown Soap Ltd., 654 Main St. Winnipeg. XXXVin. ARGANGUR. WINNIPEG, MANITOBA, MIÐVIKUDAGINN 25. JúNf, 1924. NÚMiER 39. Korngróður mun yfirleitt vera skemra kominn en vanalega á þess. uin tíma árs, sem nemur um 10 dög um. Vorið hefir víðast verið bæði þurt og sérstaklega kalt, en þó er búist við allgóðri uppskeru, ef meira regn fæst og unvfram alt meiri hitar. útlitið er sagt að sé j bezt í Manitoba. Haglskaðar hafa | ennþá sem komið er engir orðið. verkfallið var hafið á ýmsum stöð. um í austurfylkjunum. Lauk því þó strax á flestum stöðum nema í Montreal, Toronto og Windsor. Á þessum stöðum horfir til vandræða því hvorugir viija undan láta, póst- þjónar eða stjómin. Frá Ottaua er símað .að stjórnin muni ætla að láta leggja fyrir sig öll möguleg gögn með og móti Oow’s Nest Pass samningnum, á föstudaginn kemur. Er búist við að sendinefndir úr öllum áttum sambandsins muni streyma til borg arinnar þessa viku. Álitið 'hefir verið að stjórnin myndi fremur fylgjandi, að endurnýja samning. ínn hvað vesturfylkin snertir, er samningstíminn er útrunninn 6. júlí n. k. En járnbrautarfélögin bæði hamast svo á móti því, að nú er talið vaíasamt á hverja sveifina stjómin muni hailast. Erá Ottawa er símað, að lítið út_ lit sé á því að til Hudsonflóabraut- arinnar verði veitt fé á þessu ári, þrátt fyrir öflugar tiiraunir bænda. flokksins í þá átt. Er álitið að stjórnin rnuni jafnvel hlynt málinu, en vilji hliðra sér hjá þvf að á- kveða nokkuð um það nú í ár og muni bera við fjárskort. Er jafnvel álitið að hún muni vilja láta ræða það á fundi er haldinn verður í Winnipeg, til þess að fjalla um járnhrautalagningu. Sú frétt berst frá British Col. umbia, að Siccani Indíánar, sem heima eiga í dalverpi Findlay-ár. innar, séu í þann veginn að uppræt. ast með öllu af holdsveiki. Eerðamaður, sem nýlega hefir far ið um dal þenna, skýrir svo frá, að nú sé ekki eftir af öllum kynþætt. inum nema einar tvö hundruð manneskjur, og flest þeirra sé ann. aðhvort blint eða með hræðilegum kaunum. Mlargir hafa þegar lagst fyrir í bælum sfnum og bíða dauð- ans. Aðrir staulast um í fjöllunum til þess að leita að elgsdýrum, en flestir fá ekkert veitt fyrir sjón. depru og veslast smátt og smátt upp af hungri. Verður ekki hjá því komist að taka undir með ferða- manni þessum, er hann segir að á. stand þetta sé ekki einungis hörmulegt heldur smánarlegt, og þess væri óskandi, að fylkisstjórn. in í British Columbia eða Canada. stjórnin yndi bráðan bug að því, að létta undir með aumingjum þess um eins og frekast væri nokkur kostur. á stjórnmál Evrópu. Stjómar- breytingin var einnig sjálf að því leyti gagngerðari en venja er til, að ekki var einungis skift um for. sætisráðherra, heldur og um for- seta ríkisins. Millerand varð ekki lengur vært sem forseta, er frjáls. i lyndu flokkarnir fengu s\-o stór- i feldan meirihluta við kosningarn. í ar sem raun varð á. Hinn nýi for- | seti, Gaston E>oumergue, hefir feng ist við stjórnmál um iangt skeið. Hann varð fyrst ráðherra 1902. Síð. an hefir hann verið f mörgum ráðaneytum og um eitt skeið for- sætisráðherra. Ekki er samt bú_ ist vð að hann láti mjög til síni taka sem forseti, enda em völd Frakkiandsforseta tiltölulega lítil. En þess meiri tíðinda vænta menn af stjórnarformensku Herriots, hins nýja forsætisráðherra. Hann þykir mikilhæfur maður og frjálsiyndur í besta skilningi. Hann lét verða sitt fyrsta verk, að afturkalla skipun fyrverandi stjórnar, um að 7000 bjóðverjar skyldu gerðir rækir úr RuhrJiéraðinu. Hinsvegar virðist hann einráðinn í þvf, að krefjast með alvöru, að Þjóðverjar greiði skaðabótarkröfur, svo sem frekast verði viðkomið, og þeim verði ekki leyft að smokka fram af sér af_ ivopnunarfyrirmæjum friðarsamn- inganna. Dánarminning Og fáein minningarorð. í miðrf síðUiStu viku var búist við aimennu verkfalli meðal póstþjóna um endilangt Canada. Ekkert varð þó úr því í vesturfylkjunum, en Önnur lönd. J. C. Smuts, forsætisráðherra sain. bandsríkja Suður.Afríku, bað um lausn frá embætti sínu 23. þ. m. eft. ir að hafa ibeðið mikinn ósigur við nýaafstaðnar kosningar. Foringi þjóðernissinna, Hertzog, hefir verið kvaddur til þess að taka við stjórm inni. Þykir bersýnilegt af kosning. unum, að áhrif Englendinga séu þverrandi í landinu, því Hertzog er þeirra lítill vinur. Ofsalegt óveður skall yfir því nær ondilangan efrihluta Missiuppidals- ins síðastliðinn sunnudag. Nokkrir menn mistu lífið, en eignir skemd- ust svo nemur mörgum hundruðum þúsunda dollara virði. Yfirleitt hafa gengið hin mestu óveður yf. ir norðurhluta Bandaríkjanna síð. ustu viku. Telst mönnum svo til, að 33 menn hafi látið lífið fyrir þessar sakir, tvær síðustu vikurnar í Minnesota og Norður. og Suður- Dakota. Áfengissölunefnd Manitobafylkis hefir gefið út tilkynningu um að iframvegis verði ekki afgreiddur nema einn kassi af áfengi til neins kaupenda á viku. Er það gert til þess að koma í veg fyrir misbrúk- un á víninu, sérstaklega að menn geti gert sér vín stjómarinnar að verzlunarvöru. þess að beygja sig undir ákvæði þeirra ef bandamenn geta orðið á eitt sáttir að halda sér við þær. Ramsay MacDonald, forsætisráð- herra Breta hefir boðið Bandaríkj. unum að taka þátt í störfum fund- ar er hann efnir til meðal fulltrúa bandamanna, til þess að ræða um skaðabótatillögu sérfræðinganefnd. ar þeirrar, er venjulegast er kend við Ameríkumanninn Dawes. Þykir líklegt að Bandaríkjastjórnin sinni boðinu. Tillögur Dawes-nefndar. Innar þykja skásti samningagrund. völlurinm, sem ennþá hefir verið bent á um það, hvernig Þjóðverj- bni eigi að verða gert kleift að ffreiða skuldir sínar. Þjóðverjum bykja þær að vonum sjáifum næsta ^aðgengilegai;, en þó hefir þýzka ríkisþingið fyrir sitt ieyti lofast til Útnefningin til forsetaefnis er enn- þá á döfinni meðal stjórnmála. flokka Bandaíi|kjanna, Repudilic- anaflokkurinn hefir að vfsu lokið sínum útnefningum, svo sem áð. ur hefir verið getið um hér í blað- inu. Ooolidge hlaut útnefninguna, svo að segja gagnsóknarlaust, og varaforsetaefni er Dawes, sá sem frægastur varð fyrir nokkrum vik. um fyrir tillögur sínar um skaða- bótamál Þjóðverja. En það virð. ist ganga alt örðuga með fæðing- arnar hjá democrataflokknum. Keppinautamir eru aðallega tveir. Al. Smith, ríkisstjóri New York ríkis, og McAdoo, fyrverandi fjár- málaráðherra )Bandaríkjanna, og tengdasonur Wilsons sál forseta. öllum kemur saman um að báð- ir séu mienn þessir hæfileikamenn miklir. En þaff þykir ljóður á ráði r^kisstjórans, hve samband hans hefir verið náið við Tammany hringinn alræmda í New York. Hinsvegar sætir McAdoio álasi ýmsra fyrir það, að ihann hafi not- að sér aðstöðu sína, sem tengda. sonur forsetans, og nafn sitt, sem fyrverandi fjármálaráðherra um skör fram, til þess að auðga sjálf- an sig. Sjálfur leggur hann mesta áherzlu á það í útnefningaijbá(r. áttu isinni, að hann ætli að hreinsa til á stjómarskrifstofunum og lofta þar fyrir alvöru út eftir olíu- hneykslin miklu. Þykkja allmikil er uppkomin ir.illi brezku stjórnarinnar og Mexico stjómarinnar. Hefir sendiherra Breta verið vísað úr landi úr Mexico. Gera Bretar þá grein fyrir þeirri ráðstöfun að sendiherra hafi reynt að verja brezkan þegn, ekkju eftir enskan bankastjóra, gegn yf- irgangi Mexico.stjómarinnar, er ■hafi ætlað sér að sölsa undir sig eignir hennar. En Obregonstjómin segir, að Cummins sendiherra hafi farið með sífeldan undirróður fyrir hönd amerískra auðmanna, gagnvart mexikönskum hagsmun- um, og verið hinn stjrfnasti í öllum viðskiftum. Brezka stjómin hefir tekið upp þykkjuna fyrir sendimann sfnum, og er helzt útlit fyrir, að slitið verði öllu stjórnmálasambandi milli landanna um hrfð. Virðist öll Suð- ur.Amerfka vera á bandi Obregons forseta, því engir sendiherrar það- an fylgdu Cummins úr hlaði, nema frá Chile, — Prússlandi Suður. Ameríku. Sýnt þykir þegar, að stjórnar. breytingin sem varð á Frakklandi um miðjan þennan mánuð, muni geta haft hin gagngerðustu áhrif Það þykir sæta tfðindum, og enda óvenjulegum, að áfengis- smyglarar hafa hafið verkfall á Jerseyströndinni í Bandaríkjunum Þykjast þeir næsta hart leiknir af “bootlegging”-höfðingjum þeim, er ráða þá til vinnunnar. Þeir fara út á rúmsjó á næturþeli til þess að ná f vöruna, en fá ekki nema einn doll. ar í þóknun fyrir hvern kassa, er þeir skila á land. Má það vissulega ekki teljast mikil borgun, þegar þess er gætt, að þeir fá ekki flutt nema tiltöiulega fáa kassa í einu á sínum litlu bátum, og eru auk þess í stöðugri hættu um, að verða teknir höndum aif lögreglunni. Ekki eru þetta þó þeirra einu vandkvæði því að nú er komin upp heil stétt af áfengisræningjum þar á ströndinni, sem hefir þá iðju, að sitja um karla- garmana og hrifsa af þeim fenginn. Þykir þyrstum Ameríkumönnum, horfa til stórvandræða út af verkfalli þessu, og vonast þeir fast. lega eftir, að sætt komist sem bráðast á. ------------0----------- * Ur bænum. íslenzkir bændur ættu að veita eftirtekt auglýsingu frá W. G. Mc- Key, er stendur hér í blaðinu. Hann ætlar að koma upp tókembuvélum, er búa ullina í lopa undir spunann. Helga Emily Johnson andaðist á almenna sjúkrahúsinu í Moose Jaw" Sask., þriðjudaginn 8. maí síðast liðinn, af afleiðingum af upp- skurði við svæsinni botnlanga- bólgu. ' Holga heitin var dóttir Ásmund- ar Johnson að Sinclair, Man. og fyrri konu hans Sigríðar Helgu (d. 21. fobrúar 1912). Helga Emely var tæpra 19 ára gömul þegar hún dó; fædd 15. maí 1905. 1 vetur vann hún við síma- störf í Moose Jaw, þar til aðeins tveim dögum áður en hún dó. Upp að þeim tíma var hún glöð að vanda og frískleg, svo enginn hugði að hún ætti svo skamt eftir ólifað. T. d. sama daginn og hún fór á sjúkrahúsið til uppskurðar skrifaði hún föður sínum meðal annars: Nú er eg stödd á sjúkra- húsinu hér í Moose Jaw. Eg- hefi verið dálítið lasin nú í fáa flaga. en hefi samt unnið. Eg gekk hing- að í dag og hefi ekki miklar þraut- ir á morgun fer eig undir upp- skurð og er ekkert hrædd. Þetta er svo algengt. Vertu bara rólegur. Eftir daginn á morgun mun ieg senda þér línu aftur, en eins og þú veizt, þá er afmælisdagurinn minn í næstu viku, 15. maí, og þá verð eg 19 ára; og ef þú gætir, hefði mér þótt vænt um að þú hefðir komið vestur um það leyti.” 1 þetta sinn var dauðinn svo sajótur að verkum, að faðir hennt- ar kom vestur til að sækja hana heim til sín, aðeins eitt stutt skifti og í síðasta sinni, því áður en hann fékk þetta bréf hennar var honumi símað að hún iægi liðið lfk. Og oft er lífið svona fallvalt og leikur eins og á þræði: mjög svo alvar- legt málefni og athugunarvert ung- um sem gömlum, að engu er að treysta, ekki einu sinni æskunni, með sínar sterku þrár, vonir og langanir. (Helga heitin var jarðsett í graf- ( reit Sinelair héraðsins sunnudaginn 11. maí, að viðstöddum fjölda fólks aí ýmsum þjóðum; var það ein sú fjölmennasta jarðarför sem farið' hefir fram frá kirkjunni þar í hæn- [ um. Hin framliðna var lögð við | hlið sinnar elskuðu míóður, konunn ar er ástvinirnir nrunu sakna með- an lff leynist í brjósti, en gleðjast [ svo sannarlega af því að hinumeg-1 (Framh. á 5. bls.) Blindi öldungurinn — Tcitur Guðmundsson Tait. — 4,-II., 1832—8.-3., 1923. í vestri sólin sígur, í svefninn fellur mál. í útlegð æfin hnígur og íslenzk tunga og sál. Þótt kvarti ei karlmanns lundin, er klökkur hugur sá, sem íslands ást er bundin, en ei má þangað ná. Hér falla tár á foldu, en fræ þau döggva ei nein, því orðstír eins grefst moldu og útlendingsins bein. Og grafir þöglar geyma það gull, sem drenglund á' — það flest, sem fegurst heima skein feðra von og spá. Og hann, sem hér er kvaddur, var heima-maður sá, sem öflum Islands gladdur leit ættland stórri þrá. Þar vann hann verk með snilli í vortrú gróandans; og guðs og góðra hylli var gjöf og launin hans. Með sæmdaríkum svanna hann sannrar ástar naut. Hann samúð sannra manna og sóma margan hlaut. A herðum hreppstjórn bar hann og höldur nýtur bjó. Og bjartsýnn bóndi var hann, mót bliki sólar hló. Mót Ægis öllu liði hann undir Jökli fór og upplauk aflans hliði svo arður reyndist stór. Hinn sami á sjó og landi, hann sýndi rögg og dáð. Og hverjum harmlíðandi hann holl og nýt gaf ráð. Hann bygði bæi og kirkjur á barnsins æskugrund, unz angraði augun myrkur svo ei til starfs sá mund. í fullan fimtung aldar, var falið augnaljós, og sólar sýnir faldar við sortans myrkurós. Hans handtök voru vörður og vitar heimaþjóð, en huga heiður fjörður, sem hjúfrast aftanglóð. Þau lýstu er löng var njóla og ljósblik ekkert sást, sem kærast kerti jóla og kvæði um forna ást. Sem barn í skuggsjá Skuldar sín skoðar vonlétt spor, um æfiheiðar huldar, þá hlær við æskuvor — í skygðum trúarskildi svo skáldsins las hann rún, að heilög himins mildi sé hinstu föðurtún. Hann sá, við endi ára, hvar æðsta hnossið skein, sá þerrir tregatára, sem trúin þekkir ein. Sem þoku sundrar sólin. og söngvar eyða þögn, svo á sá alt af jólin, sem æðst ber trúarmögn. í vörmum vinahöndum hann vestra dvaldi í ró, en fjarri feðraströndum, þar fyrst hann grét og hló. Hann sá í heimþrá hallir og heilagt arinbál, sem íslands synir allir, sem eignast móðursál. Þ. Þ. Þ.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.