Heimskringla - 25.06.1924, Síða 2

Heimskringla - 25.06.1924, Síða 2
I HEIMSKRINGLA WINNIPEG, MAN., 25. JÚNl, 1921. 2. BLAÐSIÐA Vestorheimsferð. Pistlar frá Stgr. Matthíassyni. (Framh.). III. Samkomur í Minneota. KvenféUag Minneotabygðar íékjk okkur bræðuma strax fyrsta kvöldið til að aðistoða vi» eam- komu, sem haldin var til ágóða fyr- ir Lútherska söfnuðinn. Sainkom- an var vel sótt, og kyntist eg þar mörgum góðumi iöndum. En sér- staklega minnist eg ritstjóra Gunn ars Björnssonar, sem gefur út blað á ensku í Minneota og á prent- smúðjuna þar. Ennfremur séra Guttorms Guttormssonar, Dr. Þórð ar Þórðarsonar og A. Gfslasonar, sem er þingmaður á þingi Minneotafylkis. Allir þesisir mienn töluðu um kvöldið, og töluðu snjalt — ekki sist Gunnar Björns- son, sem er skörangur hinn mesti, mjög vel að sér í Menækum bók- mentum, og á ágætt bókasafn. Næstu daga fór Jones m.eð okk- ur í bifreið sinni, til að heilsa upp á ýmsa bændur, svo sem Guðmund ibióður frú Þórdísar Stefánsdóttur 0£ mág hennar Johnson, ennfrem- ur gamlan austfirzkan bændahöfð- ingja, sem kallar sig Hofteig. Yfir- leitt furðaði eg mig á þeim sæg af Austfirðingum sem á vegi mínum. urðu hér sem/ víðar í Ameríku. Gistum við síðan hjá Þorsteini Jósefssyni, sem eir gamall vinur og félagi Gunnars. Eitt kvöldið héldum við bræðurn- ir sairikomu aftur og höfðum góða aðsókn; flutti eg þar erindi, en Gunnar söng, og við sungum sam- an “Friðþjófur og Björn*’ og aðra tvisöngva. Þessar .samkomur held eg hafi tekist vel, þvi allir sýndust skemta sér. Þar ríkti góður andi gleði og samúðar. Eg fann ti! þess þá sem, eg síðar fann hvað eftir annað í hópi Vestur-ísl., hve undur vænt þeim þykir um sitt Feðrafrón. Mér var .miesta ánægja í því, að vekja upp endurminning- ar þeirra um sól og sumar á gamJa ættlandinu, og sérstök unun að syngja með þeim EldgamJa ísafold og ó guð vors iands. Hjörtu okk- ar allra slógu saiman. Við vorum öll komin til okkar kærasta hug- sjónaheims, ættaróðalsins, sem við erum öll stolt af að eiga hlutdeild í, meðan við mælum íslenizkt mál, engu síður stolt en Bretinn af sínu mikla veldi, eða Bandaríkja- menn af sínu landi. Eg tmian þó einkum eftitr litlu atviki. sem vakti mér gleði á fyrri samkomunni. Kirkjan var troðfull af fólki (hún var á stærð við Akur- eyrarkirkju, nema engar loftsvalir). Eg hélt að mikið af þessum hóp væri enskamierikst fólk, því fyr.'i hluti skemtiskrárinnar var söngur og enskt erindi og mikið af fólk- inu sýndi.st mér útlent á svipinn (konur allar f útlendum' búningi og karlar suinir með mjög gull- búnar tennur). Ni'i átti eg að tala og vildi biðja afsökunar þá góðu útlendinga, að eg neyddist til að tala á mínu móðurmáli. Byrjaði eg því á ensku, og bað þann hluta safnaðarins að rísa úr sætum, sem væru íslendingar, svo eg sæi hvað ]>eir væru margir. Allir stóðu upp undantekningarlaust, því all- ir voru fslendingar. Þá gladdist eg af hjarta, og sparaði ekki að gera hvað eg gat, eftir því sem andinn blés mér í brjóst, til að kom ast inn að hjarta þeirra. Eg mundi það fyrst áeftir, þeg- ar eg var búinn að tala og áheyr- endur Ihöfðu klappað, að eg var staddur inni í kór kirkju, og eg fór að afsaka l>að við einhverja, a» mér hefði orðið á í ræðu minni að fara að raula erindi úr Andra- rímum, (það var þetta: Andri hlær o. s. frv.) En enginn hafði hneiksiast. á þessu, langt frá því ekki einu sinni presturinn sjálfur Sú vísa var á þeasum stað og þess- ari stundu alt í einu orðin friðhelg í kirk(junni, ein« og hefði verið eitlj nieinlauist ienskt, sálrnave'iis nema ólíkt bragðbetri. Húsakynni og búskapur bænda. Mér leizt vel á búskapinn og efna hag bænda í bygðinni. 1 sjálfum kaupstaðnum, vora húsakynnin mjög myndarleg, mörg úr steini. Sér staklega var mér starsýnt á heimili Johnssons kaupmanns, sem var ný&míðað. Hefi eg ekki séð vand- aðra hús og meiri þægindum prýtt í eign neins íslendings. En úti á landsbygðinni kyntist eg nú í fyrsta skifti þeim húsakynum, sera að bændur w.stra eiga við að una|. Það eru yfirleitt reisuleg tvíloft- uð timburhús, og vanalega með i pólslcinsstofu fraraan við íveru- herbergið. En þessi sólskin-sstofa er varin þéttriðuðu vírneti í stað glugga, til að útiloka flugur. Venju lega eru hús hinna efnaðri manna hituð með miðstöð í kjallara; þannig að loft eir leitt að utan, hitað við eldstæði i kjallaranum og leitt eftir loftháfum inn í hvert herbergi. Oftast er brent skógar- viði, og er sá eldiviður nógur og ódýr þar í sveit. Algengt er að sjá eldhúsið jafnframt notað fyrir dag stofu og borðstofu, eldavéliarnar eru sérstaklega ]þoIí|kalegar og hentugar. Á ibetri heimilum er baðherbergi, ásmat vatnsalcnii. Raflýsing er orðin nokkuð tið til sveita, ef ekki frá rafveitu bæja í grendinni, ]>á frá lítilli aflstöð á heimjillinu (Benvdnfótor). Gami mótorinn er þá oft notaður einnig til að dæla vatni úr brunni inn f húsin, til að skera strá handa skepnunum o. s. frv, í nánd við íibúðarhúsin er annað miklu stærra hús, vanalega rauð- málað og einnig úr timbri, þar er ■fjósið, heyhlaða og komhlaða: en stundum önnur fleiri peningshús. Oft sézt í santbandi við hlöðuna (hár sivalur turn fi(r steinisteypu, það er vötheysstampur (en ekki gryfja eins og hjá okkur). Þessir votheysturnar eru óðum að út- breiðast, þvi votheyið þykir masti búhnykkur. Þar má gera að góð- um mat allskonar úrgang úr heyi, hálmi eða strái, káli, maís og korn stönglmn, Þa» súrnar og sætist i kássunni og verður ilmandi og dí- sætt sem mjöður, og sumir segja að safinn, sem undan því rennur, verði svo áfengur, að fjósafmenn geti drukkió þig kenda; ,K)emuIr það sér vel í bannlandinu. Og hvað ,má þá segja um kýrnar, þær j verða svo sóignar í þetta ljúfmeti ^ að þeim hættir við að oféta sig og fá innantökur, ef ekki er hald- ið í við þær. Svínarækt er mikil í Minneöta. .Tósefssorv bóndi áttl t. d. rúmt 100 svína. Annars er hér sem annar- staðar lögð mest áherzla á kúa- ræktina. Fiftst öll vsvínin sem eg sá, voru rauð á litinn, og heldur minni en dönsku svínin, sem flutst hafa hinK að til íslands. Það sögðu mér all- ir, að svín'væru hyggin dýr, og alls engin svín í þeirri merkingu, að þau væru aö náttúrufari óþrifin. j Enda mun það vera rétt, sem Hall- dór trúir því að svínarækt þorgi ir, að svín séu ætíð þrifaleg, ef j ekki svínahirðirinn er svín. 'l/ail- dór trúi því að svfnarækt borgi j sig vel hér á landi. Og eg trúi þvf I líka, fyrst hann segir það). Nautgripir voru misjafnlega margir. Oft mátti hjá betri íslenzk- j um bændum sjá 10—20 nautgripi í fjósi. En besta höfðu menna fáa, j og þá aðeins til að, ganga fyrir i plóg og herfi; því til mannflutn- inga hafa roenn bifreiðar, þvínæT á' hverju heimili. Alifuglarækt er al- geng. sumstaðar eingöngu tyrkjir j turkeys, þ. e. kalkúna). En þessir j tyrkir era gráflikróttir, stórir! hænsfuglar, næstum lirefalt stærri en venjuleg hæns. Það sem nú íslenzkum augum, komnrnn frá dalabotnum heiinan frá Fróni, verður starsýnt á þegar alt í einu er komið þar í sveit, þar sem Vestur-lslendingar búa búum sfnum, er fyrst og fremst j rennslétta landið, siétt f allar átt- j ir eins langt og augað eygir. Og svo akrarnir, sem hylja þetta land stundum óslitið, svo langt sem sér. En oft líka takmarkað af skógar- loifum hingað og þangað milli ak- urspildanna. Þnnig kom mér fyr- ir sjónir Minneotbygð, fyrsta ís- lenzka bygðin, sem og kom tiL Og þannig urðu seinast fyrir mér heikl- aráhrifin af bygðum íslendinga, bæði f Bandaríkjunum og í Cana- da. Því sléttlendið er algengasta fyrirbrigðið. En þar næst fanst mér svipurinn yfirleitt sá sami á hýbýlum raanna, húdaskipun, bú- skaparháttum og öllum sveita- þorpum. Svo að þegar eg hafði kyn.st fyrstu bygðinni þama í Bandaríkjunum, þá var fátt til- finnanlega nýtt, sem fyrir augun bar, í öllum hinum bygðunum, þangað til eg var kominn. vestur á Kyrrahafsströnd þar sem eg heils- \aði á ný snævi þöktum, háum fjöllum og hinum blágráa sjó. Nokkuð er það rnismunandi hvað landar hafa tekið víðtækt svæði til ræktunar. 1000 ekrar ^ (dagsláttur) raun vera það allra meista, sem nokkur íslenzkur bóndi hefir til umráða. Algengast mlun j vera að ekrufjöidinn sé eitthvað milli 100—200. En yfirleitt meira norður í Canada en í Bandarikj- unum. (Framlh.). Egill Sigurjónsson að Laxamýri. Kafli úr ræðu fluttri við útför hans. -----Eg ætlaði ekki að slá hér á strengi tilfinninganna, nema sem allra minst. En þó drep eg á það,1 að hér verður skamt stórra högga millum, þar sem húsfreyja féll hér i valinn fyrir stuttu. Þá hamlaði óblíða veðráttunnar alménningi að vera viðstöddum. Nú er þess minst, þó í hljóði sé, og þeirrar ör- látu handar og sólbjarta augnaráðs sem hún átti, og sýndi. Hér hefir land'skjálfti komið og endurkomið, þvi líkur sem bróðir Egils, leikrita- skáldið lýsir í bóndanum á Hraun.i, þar sem bærinn stóð eða helzt við á einni stoð. Svo fer hverjum bæ, sem missir aðalstoðir sfnar. En að vísu er jafnan von um, að uniga kynslóðin byggi upp aftur það sem fallið er. Hver dagur hefir sína sól, segir gamla skáldið. Hér er Laxamýri er langur sólargangur, af því að fjöllunum et skipað svo út við sjón deildarhringinin, að þau leyfa ljós- geislunum að skína á þessar stöðv- ar, allar árstíðir. Og hér var annað sólskin þftgar Egill Sigurjónsson talaði við gesti sína og lét f ljós, og í veðri vaka, framtíðarvonir sínar um land og lýð. Honum virtust all- ir vegir færir. Því er nú svo háttað um landið okkar, að hér eiga erfitt uppdráttar allar stórstígar fram- farir. Varfærnin gefst betur í flesttim áttum. Þó eg mæli þess- um orðum, virði eg stórhuga menn. Þeir vekja svefndrungann og gefa byr undir báða vængi vonunum. En þegar þessir framræku menn falla frá, verður skarð fyrir skildi, og auða rúmið eins og stórt rjóður í litlum skógi. Endurminningin getur ekki látið vera að stara á rjóðið, og hún mælir fyrir munni sér á þessa leið: Hérna stóð hann í dyranum og brosti við mér, snemimiendis og síðla. Hérna leiddi hann roig til sætis og veitti mér það sem mér kom bezt. Hérna gerði hann mér úrlausn oft fram.yfir efni. Héma skemti hann mér með fréttum. Hérna hlupu og hoppuðu vonirnar hans. Hérna fæddist trú hans á á landið og þjóðina. Héma elskaði hann og sá um sína nánustu, og hér kveður hann nú, og þó þegj- andi, sviftur málinu og öllu öðru. fiumum þykir ]>að litlu skifta, hvort einstaklingurinn fellur frá fá- einum árum fyr eða seinna, það skifti engu, þar sem aldir aldanna koma og fara, eilífðin sem veltur á miljónum ára. En eftirsjáin lætur sér muna um hvert árið. Hún veit að heimili getur fallið, eða þá risið úr rústum', á einu einasta mSsseri. Eftírsjáin, tillfinningin sem vakn- ar, jafnvel skynsemin eða fróðleiks- fýsnin spyr, þær spyrja allar, enn f dag eins og fyrrum, eins og endur fyrir löngu, þegar horft er éftir ná- tengdum manni: Hvert ertu far- inn? Svörin við þeiri spurningu eru á reiki. og flest eru þau í aðra röndina hjúpuð blæju óvissunnar eða þau eru hjúpuð draummóðu. Vér sjáum þegar skýin gráta, að friðarbogi liggur frá jörðu til him- ins, bifröst sem kölluð var í heiðni, eða ljósibrú. En sú brú er ekki geng menskum mönnum. Þar vant- ar fótfestuna, þegar á skal herða. Enginn maður kemst undir friðar- bogann í raun og veru. Hann víkur sér undan. Þó að þær hillingar séu fagrar á að líta, sanna þær samt hið fomkveðna mál, að dag skal að kveldi lofa. Þá hefir hann sýnt sig í reyndinni. Og á þvílíkan hátt hefir hver maður sýnt hvað f hon- um bjó, sá sem lifað hefir langa æfi. Eitthvað má að öllum finna, mönnunum, eins og dögunum. En svo sem það er látið ógert á bana- dægrinu að tína saman og telja upp annmarka daganna, eins verður hitt niðurfelt, að telja upp, þegar maður er kvaddur, misfellurnar, sem kunna að hafa orðið- á fyrir honum við spuna fyrirætlana og framkvæmda. Miá eg svo að orði kveða, með fullum sanni, að tímarn ir sem vér eigum við að skifta, eru svo byljóttir og brotsjóamiklir, að þeir taka fram fyrir hendur flestra manna. og slfta þræðina fyrir þeim í 'spunanum. Og þegar sá á í hlut, sem vissulega vildi vel öllum, verður honum fyrirgefið það sem mistókst; á honum og þessháttar mönnum rætist og sannast það sem skáld eitt segir: “Þeim sem ærið elskað hafa, einnig mikið fyrirgefst.” Vér lifum á þeim tíma, sem gerir flesta vegu hallfleyga og hált í öll- um sporum. Vér lifum ekki í logni, né heldur í lygnu, ferðam'ennirnir á alfaraveginum. Og á næsta strái við vini vora, sem kallað er að sofi í friði, blæs stormurinn og þyrl- ar upp mjöll, eða moldiyki, eftir því sem gerast árstíðirnar. í næstu iðu, eða rétt hjá henni, þýtur foss- inn og sendir boðburö sinn um víð- áttuna. Og í næstu vík ólgar og svellur brimið. Vér segjum umi þann, sem dáinn er, að hann sé kominn í friðlenduna. Jú, hann er að vísu kominn í þagnargildið. En hvað vitum vér um það, að hann sé undanþeginn gersainlegia öldu- rótinu á mannlífssænum? Eitt skáld kemst svo að orði: “Þar máninn skín á kaldan kirkju- múr, og kumblin yfir fölvan geisla leiðir. Þar sefur fölur nárinn dauðadúr, og (jvalarhiminsbrlm þar yfir freyð- ir.” Þessi skáldlega líking kemur okk- ur til að leggja aftur augun, og hún lætur okkur dreyma f vöku, roeð- an við stöndum f brimi dvalar- heimsins, þ. e. a. s. ólgusjó hvers- dagslífsins Okkur finst stundum i tunglsljósinu, að lff sé í hverjum hól og hrauni, og þá ekki síður í kírkjugarðinum En ef þarna al- staðar og hvervetna er lif, mundi það þá ekki vita um> brimið, sem freyðir yfir þeim Lífið niðri í djúpi hafsins mundi vita um stormL ana, sem fara um sjávarborðið. Ef til vill veit sá sem vér kveðj- um hinstu kveðju um byltingaöld- urnar í mannheimi, og alt stíma- brakið, þó að hann sé útilokaður frá þátttökunni. Ef til vill brenn- ur pnn í brjósti haus þráin sú, að snúa á beztu leið hverju máli. En hvað sem allri einstaklingsmeðvit- und líður f þeirri átt og álfu, þá er eitt vtst: hans áhugamálumi er haldið í réttu horfi og hans yilji gerður, þegar framar er sótt og fram gengur til dáða og drengskap- ar f heimahúsum og á almanna vegum. Þó að eg þegði um þetta, myndu steinarnir og stauramir tala hérna á landareigninni, tala svo að skiljanlegt væri öllum ]>eim. manrifjölda, sem uffl veginn fer, þann sem liggur um Laxamýri. Skáldið segir um tunglið: “og kumblin yfir fölvan geisla leiðir.” Annað skáld, Jóhann Sigurjóns- son, talar um eða réttara sagt, kveður um “d r a u m s i 1 k i”, sem rakið sé upp úr hirzlu endur.minn- inganna. Þetta einstaka og reynd- ar óviðjafnanlega faguryrði kemur mér í hug við hvílurúm bróður hans. Nú er hann fluttur og lagð- ur undir þá glitofnu ábreiðu. Nú breiðir máninn yfir þennan vin vorn draumsilki næturinnar. Guðmundur Friðjónsson. —íslendingur. Aths. — Yér gátum ekki stilt oss um að taka upp f blaðið þennan kafla úr eftirmlællunum eftir bónd- ann á Laxamýri, þó ef til vill hafi hann verið fáum persónulega kunn- ugur vestan hafs. En það liggur við að það sé ábyrgðarhluti, að fyrirmuna nokkrum íslenzkum manni, að lesa þennan stil Guð- mundar á Sandi. (Ritstj.) -------------0------------ Þrœtan um Grænland. Eftir Einar Benediktsson. Niðurl. Þeir sem alvarlega vilja afla sér rökstuddrar skoðunar í þrætumál- inu um Grænland, munu eflaust fyrst og fremst festa sig við hinn mikla sögulega sorgaratburð, ger- eyðing íslendingabygðanna þar í landi, að þeir eiga að svara sjálf- um sér til þeirrar spurningar: Hver á Grænland. En um leið hlýtur hugur hvers manns að festa sig við annað atriði þessa máls: Hjverjum er að kenna tortíming íslendinga þar vestra? — Og þegar þeirri spurningu verður /svarað, hlýtu.r eignarheimild Dana um leið að dæmast og verða fundin léttvæg af óhlutdrægm áliti. — í borgaraleg- um viðskiftum er stundum talað um ósæmilegan málstað. En hlýtur almjenn réttarmeðvitund meðal þjóðanna ekki að kveða upp álíka úrskurð þegar athugaður er grund- völlur sá, sem þetta “landnám” Dana Ibyggist á? Samningsrof konunganna um skuldbinding, er 'við lá líf heillar þjóðkvfslar, sem átti f eindæmis baráttu við fjand- samloga villiflokka og erfiðleika náttúrunnar, einangruð af ísalög- um og feikna fjarlægðumi — virð- ast ekki geta réttlætt fyrir heimin- um eignarhald og strandbanin Danastjórnar á þessu landi. sem' y þannig var gereytt til síðasta manns. Hefðu íslending(ar farist í Grænlandi í fullu frelsi, þá var öðru máli' að gegna. Þá hefði iífs- ins eigin réttur, fyrir þann sem sterkari var, getað komið til greina. En nám Dana er ekki framkvæmt í samkepni né með yf- irburðum, né heldur á ]>ann hátt sem staðhættir krefjast. Og hefði Grænland verið opið um undan- farandi laldir, roundu ^slendingar eflaust hafa þróast þar og aukið landnám með vaxandi framföram tímanis, þar sem þeir stóðu betur að vígi, að ýmsu leyti, en aðrar þjóðir og voru eftir eðli sínu og lffskjörum flestum betur fallnir til þess að dafna í hinni gömlu ný- lendu. v Stórkostlegar breytingar, sem orðið hafa á síðari tímurn umj notkun orku og auðæfa náttúrann- ar, hljóta einnig að takast til greina, þegar til úrslita kemur umi stöðu Grænlands. Og hér koma þá jafnframt sögulegir viðburðir til athuigunar, sem almenningi á fs- landi m;un enn lítt kunnugt tim, Þegar dön.sk blöð fyrst mintust á afstöðu fslands til þessa miáls, var Grænland, eins og einatt hefir ver- J ið gert í Danmörku fyr og síðar, kallað einu nafni “Innlandsísinn”. j í fljótu bragði mætti svo virðast, I sem það væri lítt freistandi ein- i mitt fyrir íslendinga að seilast eft- ir ei.gnarrétti yfir hinum mikla jökulfláka. En sé þetta atriði brotið til mergjar, verður þó öðra- vísi litið á það mál. í fyrsta lagi verða mienn að minn j ast þess, að nýlendustofnunim í hinum byggilegu land-shlutum, ! samkvasmt hlutarins eðli og ýms- | um ótvíræðum dæmumi úr sögu . þjóðréttarins, tekur yfir óbyggi- bandi við þá ráðstöfun Danastjóm- ar, að láta konung leggja Græn- land undir sig á hátíðlegan hátt, þegar hann sighli þangað' vestur fré íslandi. — Hér koma eflaust fram áhrif nýrra skoðana og vís- indalegs álits um gildi og gagnsemd hin« mika ísríkis við Norðurskaut- ið, og hefir þess áður verið minst út af ummælum Vilhjálms Stefáns- sonar, er skorar fastlega á Breta-' stjórn að láta sér ekki standa á sama um þau óendanlegu auðæfi er ísalög byrgja þar í löndum og höfum. lyoks má ennþá nefrna mótmæli Canada gegn því, að Norðurskautið verði lagt undir önnur rfki. En sérstaklega mun þó koma hér til álita hverju yfirráðin yfir þessum stöðumi geta alment valdið í hernaði. — Enn virðist það hér koma glögt fram, að öllum; þjóðum væri fyrir beztu að Græn- land fylgi, eins og þvf ber að sögu- l'ftgum rétti vopnlausa ríkinu, sera aldrei getur afhent neitt af lands- svæðum sínum án samþykkis þeirra, sem tryggja ævarandi hlut- leysi þess, né heldur getur orðið fyrir árásum, án þess að um leið sé ráðist á móti .hagsmunum, lögura og jafnvægi mleðal alþjóða. Og sé réttilega litið á það, sem gert hefir verið fyrir Grænland, af öðrum en fslendingum í gamla daga, verður það harðla létt á metunum. Á ár- unum 1727—33var verzlunin við Grænland (fýrst frá Björgvin og síðan frá Höfn) rekin á ríkiskostn- að, með því að annars mundi ©kk- ert verða af útbúinu. Þá var erind- reki sendur gagngert af stjórninni, til þess að gefa skýrslu um það, hvemig verzluninni yrði bezt fyrir- komið. Síðan var skipuð nefnd til athugunar um Grænland og varð þar niðurstaðian sú, að gera bæri enn öflugrf ráðstafanir til bygging- ar á verzlunarstöðvunum'; enda var “landstjóri” þá skipaður yfir Grænland. En til þess að flýta fyr- ir vexti og viðgangi þessarar ný- lendu, sem Danir liafa svo kallað, voru tíu glæpamenn tekmir úr dönsku fangelsunum og jafnmargar vændiskonur, sem giftar voru svo eftir hlutkesti — og síðan voru öll hjónin .send tili Grænlands. Enn- frémur var nokkur liðsafli sendur með nokkrum foringjum og útbún- ; aði til vígis eða varðstöðvar, með 12 fallby.ssum, sern átti -að setja þar Jeg öræfi, seon nýlendunni fylgja I eftir landamerkjum náttúrunnar I sjálfrar. Þetta er auðskiljanlegt | þegar af þeirri einu ástæðu, að ó- j hugsandi er að innflytjendur ann- ; ara ])jóðar gætu tekið sér þar ‘'ból- j festu”. Þess vegna er ]>að m5ög merkilogt atriði í sögu Grænlands, , þegar Danir sjáifir áskilja sér saro- ! þyktki Fylkjanna, um drottinvald yfir þeim hluta ísauðnarinnar sem kendur er við Peary, þegar þeir seldti þeim Vestureyjar. En þetta skilyrði stendur aftur í nánu sam- j upp. Loks voru og sendir þangað j hestar, sem ríða átti yfir ísana í | uppgötvunarferðum um stramdim- ar. Liðsmennirir voru flestir giftir og höfðu fjölskyldur sínar með sér. En allur þessi leiðangtir kom að 'litlum notum.i Hestaimir Wrápu)st, hegningarfangar og leiguliðsraenn högtiðu sér, bæði sín á meðal og gagnvart yfirboðnrunum, svo að aí því urðu mestu vandræði. Söfn- uður þessi týndi tölunni ttigum saman á fyrsta ári af allskonar harðrétti og illum aðbúnaði og varð þannig að engu þessi ein-

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.