Heimskringla - 25.06.1924, Page 4

Heimskringla - 25.06.1924, Page 4
«. BLAÐSlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, MAiN., 25. JÚNf, 1924. HEIMSKRINQLA (Itefull 1K8«> !■—r il 1 krerjem HMrlkKlecl Elge>dan THE VIKING PIŒSS. LTD. SS8 »K KSS SAIIGBVT AVE., WIVNIFEU, Talailmli S-SSST Vwfl bl*Mu «r «3.0« trcuiirlin b«(- M fjrrfv tran. Allar bor*anlr mi4M rltuunl MaSalaa. SIGFOS HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjóri. HÁVARÐUR ELÍASSON, Ráðsmaður. VtanSakrtft tU blaSalaai THK VIKIBÍG PRESS, Ltd', Boi 3103 Wlnnlpea, Uaa. Vtanflakrlft tll rltatjðraaa EDITOH HEINSKHmr,LA' Bo* 3105 Wlnnlpoa, Xaa. The “Helmskrlnsla” 1* prlnted and pub- lished by The Viking Press I.td., 863-855 Sargent Ave, Winnipeg, Manitoba. Telephone: N 6637 WINNIPEG, MANITOBA, 25. JONI, 1924. Canadiskar land- búnaðarafurðir. Blaðið Quebec Chronicle birti um daginn bréf frá Mr. W. J. Black, sem veitir forstöðu landtökudeildum C. N. R. í Evrópu og býr í Lundúnum. Bréfi<S er stílað til W. D. Robb, varaforseta C. N. R., og er á Jjessa leið: “Ekki getur hjá því farið, ef maður tek- ur sér bólfestu í London, en ber hag land- búnaðarins canadiska fyrir brjósti, að mað- ur verði fyrir vonbrigðum, |>ar sem heita irtá, að engar canadiskar landbúnaðarafurðir séu á boðstólum í búðum eða á mórkuðum. Hér í London er á aðra hönd mesti matvæla- innflutnings- og neyzlumarkaður í heiminum. Á hina Canada, sem við höfum haldið, að væri alþekt fyrir saltað og reykt svínakjöt. ost og smjör, sem og hveiti og aðrar afurð- ir. Nú myndi sá, sem gerir sér far um að hnýsast í þetta, gera sér í hugarlund, að canadiskt svínakjöt reykt og saltað væri al- staðar að finna, þar sem sú vara annars er á boðstólum, en það er ekki því að heilsa hér, að minsta kpsti er það þá ekki kent við Canada. Hér er alt fult af dönsku svínaketi, sem og írsku og heimareyktu. Sé farið í smjörleit, er árangurinn enn þá minni. Það kemur tiitölulítið á markaðinn af beztu teg- undum. Þó hefir ein tegund frá Canada verið á boðstólum síðan í desembermánuði, en sagt er að hún muni ekki sjást aftur fyr en í júnij>rátt fyrir það að verðið er nú svo hátt, að búast mætti við stöðugum að- flutningi. Canadiskan ost er hægt að ná sér í, við og við, en þó er algjörður skortur á mjólk- urafurðum í langflestum búðum. En mest forviða verða menn á eplaverzl- uninni. Hér sér maður heila hlaða af vel merktum kössum frá Oregon og Washington- ríkjunum. en leitar algjörlega árangurslaust að þeim framlúrs'karandi gæðategundum af eplum, sem ræktuð eru í British Columbia. Viðkvæðið er, að þau séu alls ekki a boð- stólum í ár, þau standist ekki samkepnina frá Bandaríkjunum. Frá Nova Scotia kom mikill farmur í tunnum, fyrir nokkrum vikum síðan, en ér komið var á markaðinn, reyndust þau lakari að gæðum en við hefði matt buast. Of mik- ,11 hluti þeirra var marinn, og til allrar ó- hamingju voru gæðm ekki í samræmi við a- letrunina, en hún ætti að vera áreiðanlegur vísir að fara eftir, þar sem um gæði er að ræða. Vel má vera, að eplabændum í Nova Scotia þyki meiri búhnykkur í því, að búa um eplin í tunnum en í kössum, en það verð- ur nauðsynlega að flokka eplin með meiri aðgæzlu, því það er óhugsandi að koma slíkri verzlun á laggirnar og halda henni í horfinu, nema því aðeins, að það sé gert umhyggju- og samvizkusamlega. Það er þá augljóst, að frá þessum degi ber hin mesta nauðsyn til fyrir canadiska bændur að setja vöruvöndun sinni fastar skorður, ef landbúnaðarafurðirnar eiga að geta haldið sínu á stórmörkuðum heimsins. Ég kom til Belfast nýlega, og var þá ver- ið að flytja á land stóreflis skipsfarm af dönsku smjöri, er ætlað var til neyzlu í þeirri borg. Frá náttúrunnar hendi er Danmíörk hreint ekki betur fallið land til smjörfram- leiðslu en írland. Hversvegna standa þá Danir írum framar í þessu efni? Svarið er: fulfkomnari framleiðsla og samvinna í kaup- um og söfum. Ef Canada á að öðlast það sæti á brezk- um markaði, sem því ber að réttu, þá verða bændur að feta rækilega í fótspor Dana. Þeir, verða að koma föstu skipulagi á fram- leiðslu sína í fullu samræmi hver við annan: Þar á við gamli málshátturinn: “Það sem vert er að gera, gerðu vel”. Enginn vafi leikur á því, að þetta eru orð í tíma töluð. Ekki ætti að vera að kenna óvild frá Englendinga hálfu, ef canadiskar landbúnaðarafurðir seljast lélega í Eng- landi. Ástæða er til þess að ætla, að þær væru útgengilegri samskonar vörum frá Evrópu, að öllu jöfnu. Orsökin hlýtur að vera sú, að ekki er nógu vel til framleiðsl- unnar vandað, og þekking á ýmsum þeim sviðum ekki nægilega mikil né almenn. Það er eftirtektarvert, sem stendþr í þessu bréfi “Canada, sem við höfum haldið, að væri alþekt fyrir saltað og reykt svínakjöt, ost og smjör, sem og hveiti og aðrar afurðir”. Það er hætt við kannske, að landsmenn hafi vaðið dálítið reyk um þessi efni. Á það bendir, að vér minnumst aldrei að hafa heyrt amierískum Iandbúnað- arafurðum hælt í Evrópu fyrir gæði, þegar hveitið er undanskihð. Og víst er um það, að á þeim árum er vér þektum bezt til þar í landi, fluttu Damr inn ósköp:n öll af amer- ísku svínakjöti til neyzlu í landinu sjálfu, til þess að geta flutt því meira út af sínu eigin svínakjöti, er jafnan seldist gegn hámarks- verði, aðallega í Englandi. Að vísu má vel vera, (munum það ekki) að Danir hafi flutt inn Bandaríkjakjöt og canadiska kjötið sé betra. Þó bendir ekki bréf Mr. Black’s á það, er hann segir, að sé það selt í London, þá er það a. m. k. ekki selt sem canadiskt * kjöt. En annars skal það fúslega játað, að hvað viðvíkur gæðum lanc’búnaðarafurða hér yfirleitt, getum vér aðeins með fullri vissu talað um hveiti og smjör. Það er áreiðanlega ekkert auglýsinga- skrum, að segja, að canadiska hveitið er besta hveiti sem ræktað er nokkursstaðar f heiminum. Vér höfum álit beztu sérfræð- inga Dana fyrir oss í því efni. Og ekki ein- ungis álíta þeir, að það sé bezt, heldur og, að sökum jarðvegs og loftslags hér í vestur- fylkjunum sé sennilegt, að hvergi f heimin- um sé hægt að framleiða eins gott hveiti, að öðru jöfnu. Um ^jrijörið er ekki það sama að segja. Fyrst og fremst munu engin skilyrði vera til hér í landi syo menn viti, er geri það hæf- ara til smjörframleiðslu en önnur lönd. I öðru lagi er enginn efi á því, ef dæma má eftir smjörgæðum Manitobafýlkis, að þau séu upp og niður eins og annarsstaðar í Canada, að smjörverkun hér stendur tölu- vert langt að baki smjörverkun þar sem hún er bezt, t. d. í Danmörku. Vér höfum átt kost á að bragða smjör frá flestum beztu rjómabúum hér í Winnipeg og nærsveitun- um, og eru þau dálítið misjöfn að gæðum En það er skemst af að segja, að það bezta smjör, er vér höfum bragðað hér, tekur ekki tif miuna fram góðu dónsku jurtasrrijöri (margarine). — Þess ber þó að geta um leið, að beztu tegundir þess eru lítt þekkj- anlegar frá góðu dönsku smjöri. — Til þess geta legið ýmsar orsakir. Detta oss helzt í hug þriár: Óheppilegt kýrfóður; skortur á fullnaðarþekkingu á tilbúningi smjörs, og erfiður flutningur. Á tveim fyrstu atriðunum að minsta kosti ætti að vera hægt að ráða bót. Allir bænd- ur vita hvílík áhrif ýmsar fóðurtegundir j hafa á mjólk og kjöt alidýra. Má t. d. benda á, að bar sem svínahald hefir verið á Is- | landi. hefir mönnum þótt k]öt þeirra fremi- j ur lélegt, af því að svínahald hefir því nær eingöngu verið haft í sjávarþorpumi, bar I sem svínin hafa aðallega lifað á fiskiúr- gangi. Kjötið fengið dálítið þráabragð. I Aftur á móti ber ölluin saman um, er vér til þekkjum, að á Islandi sé sauðakjöt ljúf- fengara en annarsstaðar, sökum hins ágæta og fjölskrúðuga beitilendis. Sömuleiðis ber flestum saman um, er til fækkia, að íslenzkt sumarsmjör, sé fult eins bragðgott og bezta smiör danskt, og liggur þar sama orsök til } grundvallar. En kýrfóður hér ætti að geta * verið það sama og í Danmörku, þar sem j Iandshættir eru víða líkir og jarðarafurðir m'kið til þær sömu. Ætti því með aðgæzlu j að vera hægt að útrýma beirri orsök — ef hún bá liggur til grundvallar. Liggi bekkingarskortur til grundvallar, j ætti og að vera auðvelt að ráða bót á hon- um bæði með því að fá t. d. danska sér- j fræðinga, er vafalaust standa hæst á því j sviði. hingað til fvlkisins, fyrir samtök bænda. Gætu þeir þá ferðast um og hver maður haft stórt umdæmi. Mun nolckuð af dönskum mönnumi starfa að smjörgerð í AI- berta. Ennþá betra væri þó vafalaust að senda héðan sem flesta, að unt væri til fulln- j aðarnáms í Danmörku. Er sjálfs höndin jafnan hollust. • j Síðasta atriðinu, flutningserfiðleikunum væri máske víða örðugt að ráða bót á. Einn maður, er vér höfum átt tal við um betta efni sagði t. d., að hann hefði komið á rjómabú vestur í Alberta, er danskur mað- ur stýrði. Alt var þar prýðilega umgeng- ið, en sá var ljóður á, að bændur fluttu rjóma sinn til smjörbúsins aðeins tvisvar í viku. Geymdu þeir bann í djúpum og köld- um brunnum, á milli flutninga. En hve vel, sem um það er búið, er samt hætt við, að ilt sé að verja hann súrnun. Sami heim- ildarmaður skýrði frá því, að hann hefði koínið á rjómabú bér í Manitoba, þar sem lík aðferð mun hafa verið viðhöfð. Var þar langmest af rjómanum farið að sýrast lítið eitt, áður en gert var smjör úr honum. En úr súrum rjóma er vitanlega ómögulegt að gera bragðbezta smjör. Annars væri æskilegt, að bændur og ekki sízt sérfróðir menn, sýndu meiri áhuga á því að skrifa hér í blaðið um þetta rriál, og önnur þau, er þeim er jafn-nákomin. Á því verður samvinnan meðal annars að byggjast, að bver fræði annan sem bezt, og láti stéttarbrœðrum sínum í té, alla þá vit- neskju um reynslu sína búskaparmálum, sem hægt er. Því fer svo fjarri, að þetta sé alment gert, að aðeins einn maður hefir nokkuð verulegt um nokkurt atriði búskaparreynslu sinnar ritað, síðan vér tókum við ritstjórn blaðsins. Sú grein var ítarlega og vel skrif- uð og vildum vér fegnir ljá fleiru þesshátt- ai rúm í blaðinu. Er það nytsamlegra en margt annað, er skrifað er. En yfirleitt geta menn ekíki krafist þess, að ritstjórar séu allra manna sérfróðastir um hvað eina. Að þeim annars ólöstuðum. Þjóðarsigur. Miðvikudagurmn síðasti var merkisdag- ur í sögu Winnipeg borgar. Þá var haldið hátíðlegt 50 ára afiriæli hennar. En hann var ekki síður merkilegur í sögu Vestur-ís- lendinga. Þann dag sýndum vér dálítinn lit á því, hvar vér stöndum meðal annara þjóð- flokka í þessu landi. Þann dag runnum vér í kapp við fjárstyrk og fjölmenni — og bárum sigurinn úr býtum! Dagurinn rann upp regnsvalur. En þeg- ar skrúðvagnafylkingin lagði á stað frá þeim stað er Broadway og Main Street renna saman, hafði sólin unnið fullan sigur, og sundrað regnskýjunum. Fremlst gengu Skotarnir, glæsibúnir og hermannlegir að vanda. Þá kom hver vagn- j inn á fætur öðrum, og framarlega í fylking- unni sindraði af gullroðnu drekahöfði. Þar kom íslenzka víkingaskipið. Leifur hepni í | stafni, og bar hátt. Að baki honum frum- herjarnir vestur-íslenzku; veðurbitnir, frán- eygir, og markaðir andlitsdrættirrnir. Gömlu konurnar faldbúnar. Að baki þeirra önnur kynslóðin, á ýir.sum aldri. Drengilegir menn og fagrar konur. Ósvikinn aðalssvipur á mörgu andliti. Og hver drotning hefði mátt vera stolt af gervileik og tignarbragði ýmjsra kvenna í þeim hóp. Þá Winnipegmærin ís- lenzka, ung og fögur, og í hring um hana og að baki hennar, yngsta kynslóðin, gullhærð og bláeyg, frá 17 árum og alt að tæpum tveimur. Og við stýrið frægasti íþrótta- maðurinn meðal íslendinga vestan hafs og austan. Áfram leið fylkingin, eftir húsagjánni, í geislaflóðinu, fram m?ð mannþyrpingunni, er stóð sem lifandi stíflugarður á báðar hendur við vagnstrauminn. Og áfram Ieið íslenzki drekinn með dýririætan farm fornra endurminninga; gróinna sára gamalla stríða: óbilaðs kjarks, og ungra vona. Og þó ekki væri hægt að segja, að “heil var stund frá hausi að sjá, . . . . þar til mundu aftan á ýtar sporðinn skoða”, þá harðnaði æðaslátturinn, og þrútnaði brjóstið af metn- aði, er drekinn leið yfir asfaltöldurnar. Því í vorum augum bar hann af allri fylkingunni, eins og Ijón af kjölturökkum. Og ekki hægði blóðið á sér í æðunum við lófaklapp- ið, er nálega alstaðar kvað hin honum ein- um og köllin er alstaðar heyrðust: “Look! Now look here! Look at the ícelanders! Here come the Icelanders! The Icelandic Vrkings! ” Tíminn hafði verið stuttur til undirbún- ings; rúm vika. Undirtéktirnar fremur daufar alment. Menn ekki almennilega fengið tíma til þess að átta sig á þátttöku vorri, og trúin kannske lítil á það, að vér með svo stuttum fyrirvara gætum konn/'ð þarna fram, þjóð vorri til sóma. En eljan- þrek B. L. Baldvinsson, föður hugmynd- arinnar, árvekni og kappsemi frúnna Bryn- jólfsson og Tþorpe, en iþó helzt og fremst ó- sérplægni og listfengi Friðriks Swanson, vann glæsilegan sigur á öllum erfiðleikum. Án Friðriks hefðum vér ekki sigurinn fangað. Og vér ættum að muna honum það. Áfram leið skrúðfylkingin. Norður Main, norður fyrir C. P. R. , lengst norður í bæ og sneri þar við sömu leið til baka. Aftur birt- ist drekahöfuðið, aftur gullu við fagnaðar- ópin, og aftur klauf stafninn ljósflóðið, í þetta skifti mót suðri og sólu; — mót sólu og sigri. Vér unnum sigur þenna dag. Og vér áttum það fyllilega skilið. En þó allir Islendingar, er séð höfðu skrúðfylkinguna færu heim glaðari en þeir komu, munu þó fáir hafa gert sér svo glæstar vonir, að búast við hæðstu verð- laununum í vorn hlut. Þau voru gefin oss samt; gefin oss sem viðurkenning, beinlínis eða óbein- línis, fyrir 50 ára stríð í þessu landi; sem viðurkenning þess, að vér stæðum engum jafnöldrum vorum hér að baki, nema fram- ar væri; sem viðurkenning þess, að vér hér, sem heima á Islandi, höfum sýnt, að þreki voru og list- fengi hefir ekki verið stungið al- gert svefnþom af margra alda kúgun; að vér höfurn ekki úrætt- ast; að aðalslundin er ódrepandi. Oss finst vel við eiga, að birta hér kafla úr bréfi, frá íslendingi suður í Bandaríkjum, manni sem allir Iesendur “Heimskringlu” munu kannast sérstaklega vel við. Hann sýnir Ijóslega hvílíkan fögn- uð sigur vor hefir vakið hjá Is- lendingum utan Winnipegborgar, ekki síður en meðal vor. . . . . Rétt iþessa stundina kemur Heimskringla — og vissu- lega gladdist eg við geisla þann, sem bjarmar þar á frem(stu síðu: “Víkingaskipið vinnur fyrstu verð- laun”! Hugur minn flýgur aftur í tímann, til víkinganna fornu — er forðum sigldu skipum sínum um höfin — fundu Island — fundu Grænland — fundu Amer- íku-! Siglingar þeirra báru jafri- an einhvern árangur — og nú sigl- i- MINNING þeirra um helztu göt- ur einnar af höfuðborgum Cana- da — til sigurs! Sundraðir stöndum vér! þrátt fyrir alla sundrung, sem ef til vil! er heilbrigð og af góðum rótum þá samt — áfram með víkinga- skipið, Islendingar! Unz hin ís- lenzka þjóð, sem á svo glæsta sögu, er orðin ein af önqlvegis þjóðum heimsins.” “Ein af öndvegisþjóðum heims- ins”. Ekkert minna. Það er markið, sem vér eigum að stefna að, æfinlega og alstaðar. Þess betri Islendingar sem vér erum, þess betri ríkisborgarar verðum vér, hvar í heiminum sem hlut- skiftis vors er að bíða. Islenzkir mannkostir: þrautseigja, listfengi,, andagift og víkingslund, eiga um aldur og æfi, að gera oss að betri borgurum en aðra menn. -----------x----------- Islendingadagurinn. Nú er eftir rúmur mánuður að- eins til Islendingadags. Eftir þann glæsilega sigur er vér unnum á fimtíu ára afmæli Winnipegborg- ar, síðastliðinn miðvikudag, ætt- urn vér venju fremur upplits- djarfir að geta horft frami á veg- inn. Menn ættu nú ekki að láta sér nægja með að skrifa þann sig- ur í annála, og leggja þá svo upp á hillu til myglunar, heldur fylgja honum sem fastast eftir. Sá sigur ætti að verða spori á oss til þess, að láta alt hugarvíl um framtíð þeirrar hátíðar falla í gleymsku og dá, sofna svefninumi Ianga. Eng- in óvirðing er meiri en sú, að gle}mia ætterni sínu, og því lak- ari en hún, sem ætternið er betra Vér íslendingar höfum stundum núið því hver öðrum um nasir, að oss hætti til þessa, og því miður ekki altaf að ástœðulausu. A,ð iþekkja ætterni sitt til hlítar, er að þe,kkja sjálfan sig, því allir forfeðurnir ganga að einhverju leyti aftur f niðjum sínum. Fáar, eða engar þjóðir virðast hafa haft augun jafnopin fyrir þessu eins og sú, er vér höfum mest saman við að sæilda í þessu landi: Skotarnir. Það er sagt, að þeir séu óvenjulega harðir í horn að taka, og það svo, að jafnvel Gyð- ingar þrífist ekki, nema við hor- uppdrátt í Skotlandi. Það, sem um þetta er, stafar af því, að þeir snúa jafnan bökum saman, og standa sem einn maður gagn- vart öðrum þjóðf’lokkum, hvar í heiminum sem þeir eru niður- komnir. Eitt af því, sem ætti að gera Is- Iendingadaginn sérstaklega eftir- Dodd’s nýmapillur eru bezta nvmameðaliS. l^sekna og gigU bakverk, hjartabilun^ þvagteppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pilk kosta 50c askjan etSa 6 öskjur fyr. $2.50, og fást hjá öllum tyfsöl- um eða frá The Dodd’s Medic1*** Co.. Ltd., Toronto, Ont. minnilegan í þetta skifti, er Fjallkonuvalið. Er ekki- illa tilfall- ið, að mmna á það í þessu samr bandi, að nú er aðeins rúmur hálfur mánuður þar til skorið verður úr með atkvæðamagni hver þenna heiður á að hljóta, að komla fram í mynd og líkingu Fjallkonunnar þann dag. Ættu Fjallkonuefnin því að nota þenna stutta tíma sem eftir er til þess, að Iáta nú alvarlega til skarar skríða. Svo ættu og allir þeir er að þeim vilja hlynna, kapplcosta að gera veg þeirra sem greiðast- an, með skjótum kaupum og söl- um atkvæðamiðanna. Er svo á- kveðið, að öll Fjallkonuefnin komi til stefnu við Islendingadags- nefndina að kvöldi dags, þess 15. júlí. kl. 8, eða sendi fulltrúa fyrir sig að öðrum kosti. Skila þær þá af sér í hendur nefndarinnar öllum atkvæðum, og standa skil á andvirði seldra atkvæðamiða. en selja óselda í hendur nefndarinn- ar. Verða síðan atkvæði talin í viðurvist þeirra. Verður sú at- höfn á við meðal-alþingiskosning- ar heima á íslandi, og engu síður spennandi, en kosningar til fylkis- þingsins hér. Fjalikonan á að hafa hið virðu- Iegasta starf með höndum á Is- lendingadaginn, auk þess að sitja á stalli og vera Fjallkona. Hún á að segja fram kvæði, sem eitt af góðskáldumunum vestur-íslenzku yrkir í nafni hennar, og þar að auki á hún svo að segja, að slá sigurvegarana mieðal hinna ungu íþróttamanna til riddara, mieð því að úthluta þeim verðlaunum, en þeir lúta henni við fótskör henn- ar á meðan. Fjölmennið nú, íslenzkir menn og konur, og gerið Islendingadag- inn margbreyttari, áhrifameiri og hátíðlegri, en hann hefir nokkru sinni áður verið. Munið að fylgja fast eftir ný- unnum glæsilegum sigri. ------------0------------- Trúvillingur fyrir rétti- Eftir Charles B. Driscoll. Oleveland, 1. júní. Löng, nrjó kapella með ensku sniði Svo dimm og drungaleg er hún að það þarf að lýsa hana upp um hábjartann daginn. Pjögur hundruð sæti, öll skipuð áhorf- endum, sein flyk.st hafa þangað þennan da.g til að skemta sér við að horfa á hinn hlægilegasta hind- urvitna sfltírfpaleikl lönguliðinna aalda. Úti fyrir dyrum regnið, og mannfjöldinn fullur forvitni um úr- slit málsins, er sem á nálum. Á- horfendurnir búnir að bíða þiess langan tínaa, að málið verði tekið fyrir eftir hádegið. Kiukkustund er þegar liðin frá því leikurinn átti að byrja. Tnst og í miðju er röð af eldhús- borðum, öll hlaðin bókum og skjöl- um. Til vinstri önnur röð af borð- um, þar sem sitja yfir fjörutíu fregnritarar, með glens og hæðiyrði um sögu þá, semi þeim er uppálagt að skrásetja. Hreyfing kemur á mannfjöldann, biskuparnir ,eru á leiðinni. Allir rísa á fætur. Innan eftir ganginum koma átta aldrað- ir menn, og allir í hvítum og svört- um kápum. Það er biskuparétt, urinn. Á eftir honum gengur hóp-

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.