Heimskringla


Heimskringla - 01.07.1925, Qupperneq 4

Heimskringla - 01.07.1925, Qupperneq 4
I 4. BLAÐSlÐA HBIMSKHIN G LA WINNIPEG, 1. JOU, 1925. Hdnrskríngla (StofnaH 1886) K«mr flt fl hverjnm mlllTlkHfletl EIGENDCKi VIKING PRESS, LTD. 853 •( 855 SARGKNT AVE., WllVIfIPKG. Tajsfml: N -«537 Verí blaísins er 13.00 Arsangurinn borg- lst fyrirfram. Allar borganlr sendist THE VIKING PJtEfiS LTD. SIGPÚS HALLDÓRS frá Höfnum Kitstjórl. JAKOB P. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. ITtanAakrlft tll blaflnlna: THE VIKIXí PHESS, Ltdn Box 3105 I'tanAMkrift tll rltatJAranfaii EDITOK HEIMSKRINGLA, Box 8105 WINNIPEG, MAN. "Heimskringla is publlshed by The Vlklnjr Preaa Ltd. and printed by CITY PRINTING A PUBLISHUVG CO. 853-S55 Sarxent Aff., Wlnnlpejc, Man. % Telephone: N 6537 l \a—r v '• ~ ■ 'i----~.t~ ' .... WINNIPEG, MANITOBA, 1. JÚLÍ, 1925. ■ Nova Scotia. í 43 ár hafa Liberals setið að völdum í Nova Scotia, undir forystu Fieldings, Murray og Armstrongs. Armstrong hefir setið síðastliðin 5 ár. Á fimtudaginn var veltist hann úr sessi, og flokkur hans með honum, í einhverjum þeim stórkost- legasta ósigri, sem nokkur stjórn hefir nokkru sinni beðið í þingræðislandi. Höfuðpaurinn sjálfur féll og með honum allir hans menn, hver um annan þveran. Aðeins 3 þingsæti af 43 gat flokkurinn náð í. Aldrei hefir þingbundin stjóm heldur átt fremur skilið að falla. Að vísu ekki vegna þess, að flokkurinn er búinn að sitja að völdum meira en aldarfjórðungi lengur en góðu hófi gegndi, með því þing ræðisfyrirkomulagi, er vér eigum við að búa. Ekki heldur vegna tollmálastefn- unnar, enda þótt einkennilegt ósamræimi væri í aðgerðum Nova Scotia Liberal- anna i Ottawa og heimafyrir, að því er snerti tollmálin, sem áttu nú að vera sá/ möndull, er þessar kosningar snerust um. Hvað sem þessum atriðum og ýmsum fleiri hefði liðið, átti þessi stjórn marg- skilin gífurleg hrakföll, og það þótt fyr hefði verið, fyrir aðgerðir sínar, og þó miklu fremur aðgerðaleysi í verkfalls- málinu. Hver sú stjórn, er róleg og af- skiftalaus lætur slíkan smánarblett sitja á sér og þjóðfélaginu, sem hún á að sjá um, og námaástandið alt er og hefir lengi verið í Nova Scotia, á sér engan tilveru- rétt í siðuðu þjóðfélagi. Það er vafa- samt, hvort nokkurri harðstjóm, hvort heldur eins eða fleiri manna, hefir nokk- urntíma farist eins lítilmótlega djöfullega við mikinn fjölda sinna nytsömuötu þegna, eins og N. S. stjórninni hefir far- ist. Áreiðanlega engri ver. Að nokkur stjóm skuli leyfa að fjölda af þegnum sínum sé haldið í öðru eins óskaplegu volæði, eins og N. S. námumönnunum, er svo langtum véma en að halda mönn- um í algerðri “viílimensku” — er vér svo nefnum — að á því er enginn sanngjarn samanburður mögulegur. Vér sendum kristniboða út um lönd og tölum klökkir um að “leiðbeina villuráf- andi vesalingum”.* En heimafyrir högum vér oss einsog kaldlyndir drísildjöflar við minnimáttar meðbræður vora. — En vafalaust má telja, þótt í orði kveðnu væri gengið til atkvæða um toll- málin í Nova Scotia, að Armstrongstjórn- in hafi fallið .á eigin hragði, þessu heimskulega miskunnarleysi, er hún hef- ir sýnt í garð mestu smælingjanna, sem henni var trúað fyrir að vernda. Arfur og ættrækni. Það er langt síðan að menn fóru fyrst að þekkja frændsemina. í>að er ein- hversstaðar aftur í frumöldum mannkyns ins. Hve langt er síðan getur enginn sagt með vissu, fremur en hve langt er síðan að mannkynið varð fyrst til. I skólunum nú k dögum er oss kent, að jörðin sé að minsta kosti 50—100 miljón ára gömul, og þá líka, að mannkynið eigi sér langan aldur að baki — ef til vill miljón ár — áður en rofi fyrir degi sögunnar. Þá er og sagan tímabil, sem í tvöföldum skiln- ingi er að verða lengra og stærra. — Tíminn líður. Með ári hverju eru að finn- ast leifar, sem færa söguþráðinn lengra aftur, á frumaldirnar mörgu, er yfir hef- ir drotnað næturþögn ómunatíðar og grafarmyrkur gleymskunnar. Færist sögu sviðið þannig út í báðar áttir, fram og til baka í “Aldaslag”, einhverju merkasta kvæði íslenzkra bókmenta, lýsir skáldið Þorsteinn Erlingsson frummorgni mann- kynssögunnar með því, að hann sé hjúp- aður gleymsku. “Geymir alt gleymska til gamla Braga.” Sagan er að færast aftur fyrir Braga en gamla. Her gleymskunnar er að hörfa til baka fyrir rannsóknúm síðari tíma og smám saman að missa af herfangi sínu. Söguvísindin eru að vinna heilar heims- álfur til handa þekkingunni. Koma eru í ljós spor á söndum tímans, er örvænt þótti um að finnast myndu. Hin forna spá er að raatast, að ekkert er svo hulið, að eigi muni opinbert verða. Jafnvel Norðurlönd, þó þögul séu og dul, sem margir synir þeirra og dætur, eru farin að láta tilleiðast, að skýra frá mörgu er gerðist inn með fjörðum og upp til dala fyrir tíð Braga, “áður en sögur hóf- usk”. Fornir sælkonungar ýta nú skipum út úr sandorpnum haugum eftir tvö þús- und ára uppisát á landi; hraustar en hold vana hendur rétta upp úr gröfum hom og skrín gulli ger. — Skál — örfum og ættingjum er aldrei tæmist! ./ Löngu fyrir þann tíma er sagan greinir frá, öðlast mannkynið mál, svo að því lærðist að láta huganir sínar í ljós. Hvað snemma það hefir verið, veit enginn, en að líkindum hefir mannkynið eigi verið gamalt þá. Með fyrstu orðunum, sem það myndar, eru orðpi, sem lýsa frænd- semi, ætterni, — faðir, móðir, bróðir, systir, frændi. Að þessi orð eru með þeim eltzu, vita menn nú á því, að þau eru samstofna í öllum málum hins mikla Ary- anska þjóðbálks, er breiðir sig yfir hið mikla svæði austan af Indlandsskaga og vestur á Kyrrahafsströnd. Myndar mann- bálkur þessi nú á tímum margar þjóðir, er virðast vera orðnar næsta fjarskyldar. Langt er því síðan að hann greindist í sundur, og þjóðirnar kvísluðust í allar áttir út frá frumheimkynni sínu. En þá var hann búinn að nema þessi orð, ann- ars hefðu þau eigi varðveizt á öllum þess- um tungum. Það má því segja að langt sé síðan að menn lærðu að þekkja — eða öllu heldur fundu til — frændseminnar. Af þessum fornu orðum, er benda á skyldleika, er eitt — hið síðastnefnda — orðið frændi, er öðlast hefir alveg sér- staka merkingu hjá oss norrænum þjóð- um. Málfræðingar segja oss, að það sé komið af> stofninum “frion” og þýðir “að elska”. Þessa merkingu ber það enn, á öllum hinum fjarskyldu tungum, að nokkru leyti. Það þýðir hjá þeim vinur. En hjá oss, og um öll Norðurlönd, hefir það enn dýpri merkingu en orðið vinur. Það þýðir ættingi, sá sem vér elskum og erum bundin böndum blóðskyldunnar, — bróðir í hinum víðtækari skilningi, — bróðir og vinur. Orð þetta er hvergi notað í þessari merkingu nema á Norðurlöndum. Oss finst það vera skýring hinna dýpri sálar- lífseinkenna hinna norrænu þjóða — þess ósýnilega þáttar, er knýtt hefir þær saman hverja um sig í meðlæti og í mót- læti, niður aldirnar, jafnt á tímum upp- hefðarinnar sem á dögum niðurlæging- arinnar. Því það hefir aldrei spurzt, á mestu niðurlægingar tímabilunum, að nokkur, er annars hét eða var maður, hafi afneitað þjóð sinni. í ensku riti er skýrt frá þessari merk - ingu orðsins á þessa leið: “In the Scan- dinavian languages, Icel. as well as mod- ern Swedish and Danish the word is used only in a metaphorical sense as kinsman. Not a single instance is on record of the word having been used in another sense. This change in the sense of the word is very curious and characteristic of the Scandinavians, with whom the bonds of kinship and brotherhood were strong and each family formed a kind of confederacy or fellowship equally bonded in rights and duties.” Það er skýring aattrækninnar, þjóðrækninnar í bezta skilningi. Frændi, sá sem vér elskum og er ættingi vor, sömu ættar og vér — því þann sem er sömu ættar og vér, hljótum vér að elska, eða afT öðrum kosti glata virðingunni fyr- ir sjáJfum oss. Með þessu viljum vér ekki segja, að svipuð ætternistilfinning láti ekki á' sér bæra hjá öðrum þjóðum, st svipaðan hátt og hjá hinum norrænu þjóðum, þótt þær tákni hana á annan hátt. Þessi ætternis- tilfinning er elzta, sterkasta, æðsta og göfugasta hvötin í lífi allra mgnna. Eg held, ef þessi tilfinning væri svæf8 í lífi mannanna, að mannfélagið dytti alt í mola. Hún er áreiðanlega það lífsins tré, er borið hefir ávöxt til göfgunar og þroska í1 öllurn efnum. Það virðist því hrapallegur misskiln- ingur, ef einhverjir vildu reyna að upp- ræta þessa tilfinningu, eigi engöngu sök- um þess, hvað hún er gömul, heldur og líka sökum þess, hvað hún er þroska mannlífsins nauðsynleg. Það er ekki alt eintóm hending, hvað fest hefir rætur í mannssálinni á vegferð hennar neðan úr tilveruleysinu. Þetta hlýtur að lúta á- kveðnum lögum. Þjóðræknistilfinning- in, um leið og hún er hin elzta, á full- komnari rétt á sér en nokkur önnur til- finning, er hreyfir sér í mannssálinni. Því verður aldrei mótmælt og engin rök færð til sönnunar hinu gagnstæða. En af þessu hlýtur þá að leiða það, að öll samtök í þá átt, að glæða þessa til- finningu, halda henni við, skila henni ár- fram, eru jafnrétthá lífinu sjálfu. Eða hví skyldi það ekki vera? Enginn neitar tilverurétti einstaklingsins. Hann hefir rétt til að lifa, leita lífsskilyrðanna, þroska sjálfan sig og fullkomna í öllu,( keppa á bróðuregan hátt við samferðamennina að marki hins æðsta manngildis. Því skyldi hann þá eigi mega skoða sig sem stærri lífseiningu, svo að það sem hann sækist eftir fyrir sjálfan sig, sækist hann eftir fyrir þjóðina, svo sem framför, vellíðan, virðingu, þekkingu? Ef hann má elska sjáQfan sig, því skyldi þá kærleikur hans ekki mega ná út til allra samþjóðarmann- anna, svo að hann telji þeirra ávinning sinn ávinning og sinn ávinning þeirra á- vinping; þeirra sæmd sína sæmd, þeirra óhamingju sína óhamingju? Með því er ekki lengra gengið en boðið er: að vera öðrum hið sama og maður vill láta aðra vera sér. Annað en þetta er þjóðrækni ekki. Maður ber þann metnað fyrir ættingjum sínum og samþjóðarmönnum, sem hann ber mestan og beztan fyrir sjálfum sér. Meðal þeirra kýs hann að dvelja, með þeim eiga samleið. En svo skal eigi lengra farið-út í þetta efni. Vér vildum aðeins benda á, að ræktartilfinningin, er þroskast upp í þjóð- ræktartilfinningu, er manninum með- sköpuð og á djúpar og varanlegar rætur í sálarlífi mannsins, sökum þess að í Ijós hefir komið mikill misskilningur á öllum þjóðræknistilraunum á síðari árum. Sú skoðun hefir gert vart við sig, að ein af borgaralegum skyldum sé að grafa þjóð- ræktarpund sitt í jörðu, að eigi nema sér- stök þjóðernissamtök megi eiga sér stað hér í landi, er byggist á réttarfarslegum — pólitískum grundvelli. En nú er eigi nema eitt um það: annaðhvort eru engin þjóðernissamtök leyfileg, eða þau eru það öll. Ríki og þjóð er alls ekki hið sama; eru alveg sitt hvað nú á tímum. Þjóðernið er grundvallað á? eðlislögmáli lífsþroskans, ríkið á afli og auði, hervaldi og hyggind- um. Ef hægt væri að sýna og sanna, að tunga, lífsþroski og þekking þjóða væri eitthvað annað en andleg þróun, þá mætti sýna og sanna að þjóðernisskiftingin væri eigi annað en efnisleg sundurgreining, er engu varðaði. Því að á sama stendur, í hverskonar móti að vaxið er steypt, ljós- ið verður hið sama. — En nú verður þetta ekki sannað. Þá hefir og sú skoðun látið á sér bera, að þjóðrækni í þeim skilningi, að lögð sé rækt við þjóðlegar menjar, sé skaðleg heimsmenningunni. Fyrst og fremst séu ti! þjóðir, sem ekkert eigi í sögum, siðum eða tungu, er að haldi megi koma í fram- sóknarbaráttunni, svo valdi það skaðleéri skiftingu innan mannfélagsins. Um hið fyrtalda er það að segja, að engar líkur eru til fyrir því, að til sé sú þjóð, er ekkert hafi grætt við að lifa. — Jafnvel villimaðurinn inni í frumskógum Suðurálfunnar, eða norður á ísbreiðum heimskautslandanna, á eitthvað, er hon- um getur að haldi komið í lifsbaráttunni. Engin þjóð hefir öðlast alla reynslu eða þekkingu mannkynsins og engin farið varhluta af henni allri. Um hið síðartalda farast eigi ómerkari manni en dr. Massarj'k, forseta Czecho- Slovakíu, vísindamanninum fræga, orð á þessa leið í merkri ritgerð, er birtist í júlíhefti tímaritsins “Foreign Affairs”: “Þjóðaskiftingin er ekki orsök í ófriðn- um nýafstaðna. Það að mannkynið hef- ir greinist í þjóðir, hefir aldrei verið upp- haf að eldi eða ófriði í heiminum.” Fáir draga í efa að þjóð vor eigi margt og mikið, er að notum megi koma í líf- inu. Alt of fáir hafa þó kynt sér það sem skyldi. Raddir hafa heyrst, er flestum mega virðast hjáróma, eftir ræðu þá er Coolidge Bandaríkjaforseti flutti nú fyr- ir skömmu, þess efnis að þetta muni vera lítið og léttvægt, eða þá helzt til gamalt. Aldyrinn á að vera því að meini. En &ú skoðun kemur kynlega fyrir, þegar þess ey §ætt, að allur heimurinn lifir og hrær- ist og dvelur í fræðum, er stafa frá miklu meira bernskuskeiði mannkynsins, miklu eldri tím-f um en fornrit vor, og frá þjóð- um, ér að ménningu stóðu langt að baki forfeðrum vorum. Út úr þessum fornu ritum er heim- urinn þó enn að draga margt heilræðið, marga spekina, marga tilsögnina í lífsins vandasömustu málum. Sýnir það, hvað gera mætti úr ritum vorum, ef sams konar stun<T væri á þau lögð. Þé/ fer tí'g saga vor eigi minni opinberun, ekki einum tíma, heldur öllum timum. Ef saga Gyðingaþjóðarinnar getur verið dæmisaga um, hverju heimur- inn á að trúa, þá er saga*vor dæmisagan um það, hvernig hann á að lifa. R. P. --------x------- R7EÐA flutt n5 Grand Kench vIW cu^faþjón- iimIu undlr herum hlmnl. A Nkemtiför MiinnudaKMNkölahnrnn P yrst a Sam- hnndMNafnaöar fNlendinca í Wln- nipec« 2S. jðnf 1025* Mark. 13, 28: NemiS líking- una af fíkjutrénu; þegar greinin á því er orfcin mjúk og fer aC skjóta laufum, þá vitiö þér, a?5 sumari? er i ' ' ‘ 1 nánd. Haraldur prófessor Níelsson, sem kunnugastur mun vera ritn ingunni allra Islendinga , bend- ir á að orðið sumar komi aðeins örsjaldan fyrir í þeim helgu rit- um. Hann telur ástæðuna vera þá, að munur sumars og vetrar er svo tiltöluelga lítill með suð- rænum þjóðum, og þess vegná hafi þeir oftast kent árstíð sum- arsins við þau störf, sem þá fóru fijam, svo sem uppskeru og kornskurð, miklu # frekar h<j!úur en við nafn sjálfs sum- arsins. Þessi sami maður held- ur því líka fram, að ef slík trú- arbók sem biblían hefði orðið til með norrænum mönnum, þá myndi miklu oftar koma fyrir orðið vetur en sumar, af þeirri ástæðu einni, að oss hætti svo við að veita miklu meira athygli erfiðleikunum og þrautunum, heldur en því sem ljúft er og skemtilegt á lífsleið okkar. Vafalaust er talsverður sann- leikur í þessu. Það er alkunna, að oss virðist tíminn miklu hæg- farari, þegar við örðugleika er að stríða, heldur en þegar alt leikur í lyndi, og oss hættir yfir- leitt við að líta á meinin, sorg- ina, þrautirnar, sem miklu mik- ilsverðari staðreyndir, heldur en það sem bjartara er yfir. En hversu mikið sem til er í þessu, þá? held eg að ekki geti hjá því farið, að einmitt hinn mikli niunur sumars og vetrar hér á norðurhveli jarðar, hljóti að hafa þau áhrif á oss, að við lær- um að unna sumrinu meira. Það er yndisleg tilfinning á vor- in, þegar við sjáum greinarnar fara að mýkjast á trjánum og fyrstu frjóhanppana gera vart við sig. Við getum ekki fest hugann við það, að sumarið kunni að bera mikil vonbrigði í skauti sínu — sem það vita- skuld æfinlega geri? fyrir ein- hverja. Við fyllum hugann af þeirri tilhugsun einni, að sum- ariö er að koma, að kuldinn er áð flýja og nú verði gaman að lila. Að minsta kosti verður ekki annað sagt um þjóðina, sem gerir sumardaginn fyrsta að ein um sínum. hátíðlegasta helgi- degi, en að hún hljóti að hafa sumar-hugsanirnar mjög ná- lægt sínum innilegustu trúhr- tilfinningum. Sjálf trúartil- finmng okkar er í insta eðli sínu ekkert annað en sóldýrkun, sumardýrkun, trúin á gróand- ann í mannlífinu og. vaxandi unað við lífið. “Nemið h'kinguna af fíkju- trénu; þegar greinin á því er orðin mjúk og fer að skjóta laufum, þá vitið þér, að sumar- ið er í nánd.” Þessi orð eru dár- sumlega lík höfundi þeirra. Á hverri blaðsíðu guðspjallanna höfum við lýsingar og bending- ar um það, þegar Jesús er að leita að þessu sama í mannlíf- inu, sem hann bendir lærisvein- unum á úr náttúrunni. Hann er eins og sífelt að handleika greinarnar, til þess að finna, hvort þær séu farnar að mýkj- ast, svo ,eiga megi von á> a5 frjóangar taki a,ð spretta. Hann er svo óumræðhega fund- vís á þessi einkenni. Hann sér merki sunxarsins í nxönnum, þar sem aðrir sjá ekkert nema stirð- leika og dauðamerki. Hann sér í tollheimtuniönnum og ber- syndugum merki, senx þeir höfðu ekki hugmynd um sjálf- ir um það hve nærri þeir væru guðsríkinu, eins og hann segir um einn þeirra. Og þegar hann segir lærisveinum sínum þessa líkingu um fíkjutréð, þá er það einmitt í sambandi við þessa hans stóru hugsjón um guðs- ríki. Gefið gætur að komu þess, Jxað er við dyrnar, miklu nær en þið haldið. Það er ekkl lengra frá yður, heldur en sum- arið er frá vorinu, þegar grein- arnar taka að mýkjast og skjóta laufum. Við köllum boðskap Krists fagnaðarerindi. Mörgum mönn- um hefir vafalaust fundist á þessum öldum, sem liðnar eru frá því að hann var uppi, að of- urlítil ástæða væri til þees að láta sér detta í hug, að of mikið hafi verið úr því gert, að þetta hafi verið svo nxikið fagnaðar- cfni. Hann kemur fram til þess að boða að guðsríki sé nálægt. “Þetta væri fagnaðarefni, ef það væri satt,” gætu menn sagt, “en guðsríki er ekki kom- ið enn1'. Hvað eftir annað hljóta þæf hugsanir'að vakna með hugsandi mönnum, hvort trú Jesú á mennina hafí ekki verið of nxikil, hvort það sé ekki glapsýn ein og ímyndun, að mennirnir geti hafið sig upp í þær hæðir lífsins, sem við höf- uni lært að nefna guðsríki á jörðu. Er þetta, sem við köll- um “mannlegt eðli”, svo ófull- komið, að ekki sé unt að sam- rýma það þessum háleitu hugs- unum Krists um bróðurkær- leika og frið á jörðu og vinsemd manna á meðal, sem er uppi- staðan í guðsríkisboðskap hans? Eg skal fúslega kannast við að úr því getur ekkert skorið til fullnustu nema reynslan ein. En hinu verð eg að halda fram, aff það er þó margt, sem bendir til þess, að Jesú hafi ekki ein- unigs haft rétt fyrir sér f því, að guðsríki hafi ver- ið nálægt, þegar hann kom fram, heldur sé enn rétt við dyr okkar — þó að það hafi aldrei komið með fullum krafti þessar altíir síðan hann fyrst boðaði komu þess. Eg hefi nærri því fullar sannanir fyrir því, eg hefi þær í stórhópum, eg hefi þær beint fyrir franxan mig, eg hefi þær í börnunum okkar. Hefir nokkurt yðar litið í augu lítilla barna, án þess að láta sér detta í hug, að það væri óhapp og slysni, ef barnið þyrfti að fara út í lífið nxeð alla þá galla, er við höfum og sett hefir þver- brestina í líf okkaf?. Er ekki guðsríki að benda mönnum til sín í hverju barnsauga? Hljót- um við ekki að sannfærast um, við það eitt að veita börnunum athygli, að þau hafa í sér skil- yrðin til þess að lifa svo hug- sjónaríku lífi, sem jafnvel Krist- ur sjálfur setti mönnunum að markmiði, ef við ekki ónýtum fyrir þeim* möguleikana og kvrkjum það nxerkilegasta í þeim, þegar áður en þau ganga út í lífið? Eg ve1t að einhver kynni að svara á þá leið, að þetta sé ekki annað en hugarburður, því að börnin hljóti að vera svo lík okkur fyrir skyldleika- sakir, að þau hljóti sem heild að lifa á líkan hátt og þeirra eig- in foreldri. Þetta er ekki nema ofurlítið brot af sannleika. Við höfum vitaskuld ekki neina á- stæðu til þess að búast við, að hin nýja kynslóð sé útbúin með neitt meiri hæfileikum en hin eldri var í upphafi. Og allir hafa ur.glingarnir þær sömu eðlis- hvatþr og kendir, sem sameigin- r ✓

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.