Heimskringla - 08.07.1925, Page 6

Heimskringla - 08.07.1925, Page 6
6. BLAÐSÍÐA HfílMSKRINGLA VViNNIPEG, MAN., 8. JULÍ, 1925 A læknisheimilinu. — E F T I R — GRACE S. RICHMOND. Jóhannes Vigfússon þýddi. “Já, full alvara. Þú og kona þín kenduð mér að þekkja vissar verðmiklar dygðir á heimili ykk ar í fyrrasumar. Ein þeirra er, hve mikils virði sönn og óeigingjörn vinátta er. Eg hefi oft og lengi hugsað um þessa uppástungu. Hún er ekki afleiðing af starfi þínu fyrir hádegið. Þó það hefði gengið illa, þá hefði það á engan hátt rýrt traust mitt á þér, eða ósk mína um að fá þig í félag með mér. En það starf, sem þú fram- kvæmdir í dag, hefir auðvitað gert þér auðveld- ara að byrja hér — hvers vegna vilt þú ekki nota þessa hagsmuni? Viltu hugsa um uppástungu mína ? ” Burns leit aftur til konu sinnar, en fögru aug un hennar höfðu alveg óskiljanlegan svip fyrir hann. “Við skulum hugsa um það,” sagði hann við Leaver. Svo fór hann að tala um annað, og á þetta var ekki minst allan daginn, meðan þau fjögur voru samvistum. En Leaver og Charlotte gerðu sér góðar vonir. Þegar þau voru komin upp og út af fyrir sig um kvöldið, lagði Burns þykka silkisessu við fætur Ellenar og fleygði sér niður á hana. Hún sat við opinn gluggann og var ennþá í Parísar- kjólnum, sem hún hafði klætt sig í fyrir dag- verðinn. $ Burns strauk silkið með varkárni. “Þessi kjóll er aðdáanlegur,” sagði hann. “Eg get ekki lýst því, hve vel þú lítur út í hon- um. Samt er það ekki kjóllinn, sem gerir þig ; fagra — það ert þú, sem gerir kjólinn fagran.” “Þökk fyrir. Þetta er í sannleika hrós — frá munni manns.” “Það er hreinskilni. Þú hefir notað marga slíka kjóla áður en eg kyntist þér. Þú ért vön við þá — þú kant vel við þá. Ef við kæmum til Baltimore, og mér gengi vel, þá þyrftir þú marga slíka kjóla. Þú mundir verða mikils metin hér.” Hún brosti og hristi höfuðið. “Vilt þú ekki flytja hingað?” spurði hann blátt áfram. “Hvað vilt þú helzt?” “Mér þætti vænna um það, að þú svaraðir fyrst.” “Það vil eg ekki gera. Þér var gert tilboðið. Þú ert húsbóndi heimilisins — og þú verður að ráða úrslitunum.” “Eg get ekki afráðið neitt ákveðið, án þess að vita skoðun þína.” “Það getur þú. Svo skal eg á eftir segja þér, hvað eg vil helzt.” Hann þagði litla stund. Stóð upp, gekk um gólf og nam svo staðar fyrir framan hana. “Elsku konan mín,” sagði hann, “ef eg héldi að þér liði betur hér------” “Það getur mér ekki.” “Ert þú viss um það?” “Alveg viss. Ef þér væri áfram um að flytja hingað, þá> mundi það auðvitað hafa áhrif á mig. En þar eð eg efast um það — —” “Hvers vegna efast þú um það? Væri eg ekki laus við alla metnaðargirni, ef eg notaði ekki við hans, þá á sér enginn efi stað. Vertu róleg- ur, Red, eg er ánægðust með að lifa mínu lífi hjá þér, eins og þér finst bezt að það sé!” Red Pepper losaði sig með hægð úr faðmi hennar, gekk að glugganum og horfði út í garð- inn. Hann skildi meiningu orða hennar, og áleit sig ekki verðan slíkrar ástar, þó að hann vissi, að alt það, sem hann gat í té látið, væri honum ánægja að veita henni. Hún leit innilega til hans, en lireyfði sig ekki. Og þegar hann hafði sigrað geðshræringu sína, sneri hann sér við og leit á hina yndislegu veru í skrautklæðnaðinum, sem hún myndi sjaldan fá tækifæri til að nota, ef þau héldu á- fram að lifa eins og hingað til. Bæði vissu þau, að þetta val var fyrir alla æfina. “Eg held að eg ætti hægra með að átta mig, ef þú værir ekki í þessum kjól,” ságði hann með titrandi róm. “Hver er eg, að eg skyldi fela aðra eins persónu og þig, í gamla læknisheim- ilinu? Jim kallaði mig einu sinni Tyrkja, og eg held að hann hafi sagt satt!” Hún stóð upp og gekk til hans. “Mér líkar að vera hjá Tyrkjanum mínum, Red,” sagði hún. “Og kjólinn. Hugsaðu ekki um hann. Eg skil hann eftir hjá Charlotte. Eg skeyti ekki um að nota hann oftar. í næsta maí vona eg að verða í skrautlausum klæðnaði, sem litlar hendur geta ekki eyðilagt.” Með lágu ópi tók hann undir höku hennar, og lyfti andlitinu upp, svo að hann gæti séð í augu hennar. “Þykir þér vænt um þetta?” spurði hann ákafur. “Eg hefi aldrei áður verið jafn glöð yfir neinu---------ó, Red, ert þú líka* glaður og á- nægður?” “Eg held eg hafi þráð þetta alla æfi mína,” svaraði Red Pepper Burns. Endir. “Komdu þá og vertu með mér,’ ’hvíslaði hann og deplaði til hennar augunum. Hún leit beint í augu honum svo djarflega, að hann varð sneypulegur. “Ert þú af þessu tæi?” spurði hún. “Nei r— þakka þér fyrir.” Og svo yfirgaf hún hann. Honum gramdist það, sem hann hafði sagt, en það varð nú ekki aftur tekið. Svo lagleg, mikilfengleg stúlka, hraust og kjarkgóð! Að lítiili stundu liðinni sá hann hana stefna til sín aftur og hina með henni. Hann grunaði þær um hefndir og roðnaði. “Þú spurðir áðan hvaðan eg kæmi,” sagði Ragna. “Nú skaltu fá að vita það. Stúlkan hérna og eg stunduðum fiskveiðar á Lófóten í fyrra.” “Ha, ha!” sagði hann með hlátri. “Þú máJtt hlæja eins mikið og þú vilt,” sagði hún. “Sá sem gerir grein fyrir sér, gerir rétt.” “Nú, þá hafið þið eignast einn eða tvo kær- asta,” sagði hann og hló. “Þú ert máske leiður yfir því, að þér var neitað,” svaraði hún háðslega. “Eg veit ekki til þess, að eg hafi beðið ykk- ar — hvorugrar.” “Þú manst máske eftir litlu húsi, þar sem tva-r stúlkur bjuggu? Eitt sunnudagskvöld kom þangað illmenni og vildi komast inn, en þessi stúlka hérna gaf honum það svar, serr. hann verðskuldaði. Hefði eg svarað þér, þá hefðirðu máske kannast við róminn — því þorparinn, sem ekki skammaðist Sín fyrir að ráðast á stúlk- una, varst þú. Húu sneri sér frá honum og fór, en hann stóð eftir sneyptur og fjúkandi reiður við sjálfan sig. Svo ;<-)* hann aftur til þeirra; jú, þarna stóð hún svo fogur og myndarleg. Gufumpan blés, vélin hætti að vinna, stigan- ui:i var rent niður og lestargatið opnað. Svo' gekk alt ineö miklum hraða, mern og farangur var látið cfan í tvo litla báta, sem komið höfðu og brátt \oru hlaðnir. “Tilbúinn!” hrópaði skipstjóri. Hásetarnir lokuðu lestinni og fóru að draga stigann upp. Um leið heyrðist , voðahróp frá konu, sem kom að stiganum rétt í þessu, með ungbarn í faðmi o gannað við hlið sér. Ásmundur þaut til hásetans, greip kaðalinn af honum, lét stigann síga niður, greip svo kon- , * .... * ... , , . ... una og börnin hvert á eftir öðru og rétti ofan Það var junimánuður og >ol.n var hátt a lott, bi,inn seinast la kistu, sem konan 4tll. þegar tarþegarn.r a norðantjalla gnfuahpl, og gv0 draga 8ig upp stlganum. Alt Þrír samfundir. SMÁSAGA Þýdd af J. Vigfússyni. stungu höfðunum út úr káetudyrunum, til þess að líta eftir veðri og vindi. Þeim fanst öllum vera fremur kalt, og ef þetta ætti að vera fegursti og bezti mánuðurinn, kviðu þeir fyrir hinum. gekk svo fljótt fyrir sér, að hásetarnir gátu naumast áttað sig. Nú leit hann til stúlkunnar, og það borgaði sig, því hún kinkaði kolli og leit ! til hans blíðlega, en han nstók hattinn ofan og slíkt tækifæri? Það kemur aðeins einu sinni j,vl' altaf gekk einhver fram hjá þeim, og ungur ur til föfiur síns, og þar varð hann að vinna og fyrir á æfi manns, Ellen! John er alvara með þetta, og hann gæti hjálpað mér áfram.” “Samt sem áður langar þig ekki til að flytja hingað, Red.” “Nei, mig langar ekki til þess,” sagði hann. *‘En hvers vegna vil eg það ekki? Er nokkuð rangt við mig?” “Nei, alls ekki. Þú hefir fengið þér góða stöðu heima — og þú ert ánægður þar. Þú myndir ekki kunna við þig hér, af því þú yrðir að breyta þínum einföldu lifnaðarháttum. Og ef þú værir ekki ánægður, þá yrði eg það heldur ekki. Hvers vegna ættum við að breyta lífs- kjörum okkar, fyrst okkur h'ður þar báðum vel, og þar vinnur þú vellíðan manneskjanna eins mikið gagn og nokkursstaðar annarsstaðar?” “t>að er spurningin. Gæti eg ekki gert meira hér?” “Eru mannslífin meira virði hér en heima?” “Nei.” “Gætir þú bjargað fleirum?” “Það efast eg um!” “Við yrðum að yfirgefa Sólgarðinn!” Hún leit brosandi á hann. “Já, það yrðum við að gera.” Hlann hristi höfuðið. “Þér myndi falla það þungt.” “Eg get einu sinni ekki hugsað um það. — Taktu nú ákveðna stefnu góði.” “Það skal eg gera. Við verðum kyr, þar sem við höfum verið.” , Hann tók hana í faðm sér og kysti hana innilega. “Plássið fyrir John og Charlotte er hér,” sagði hann “Og plássið fyrir Ellen og Red er þar. Það hefir altaf verið álit mitt; eg var að- eins í efa um, hvort eg ætti að þiggja tilboðið þfn vegna.” “Eg held ekki,” sagði hún seinlega, “að það komi oft fyrir, að maður sé hvattur tii að yfir- gefa þann stað, þar sem hann gerir mest gagn •— sökum skoðana og vilja konu sinnar. Og þegar skoðanir hennar og vilji eru í samræmi Þeir sem voru á fyrsta farrými, þurftu yfir hneigði sig fyrir henni. engu að kvarta, herbergi þeirar voru hlý og góð; ___________t en fyrir þeim, sem fengið höfðu pláss á þiljum á suðurhlið langrar eyjar bjó Olgeir Bjarki. uppi, Stóð öðruvísi á, og þeir voru margir, sem Hann var ve] efnaður maður og stundaði fiski- sofið höfðu undir beru lofti á þilfarinu þessa söju Gg kaup. Ásmundur var einkabam hans. nótt, jafnvel mæður með ungbörn. En úr þessu Gamli maðurinn hafði gifst hræðslugjarnri konu, varð ekki bætt — allir fengu þá aðhlynningu, sem altaf dvaldi í eldhúsinu, þegar nærvera henn sem þeir höfðu efni á að borga. 1 ar var ekki naifSsynleg í stofunni. Bezt fór um þá á þilfarinu, sem höfðu raðað Eftir eins á*-s hjónaband dó þessi kona hans,‘ sér í kringum reykháfinn; vitanlega var hitinn um ]eið og hún ól Ásmund. Bjarki var vel á- mikill á aðra hilðina, en kuldinn á hina — en þá næggur meg þenna hjónaskilnað, sem dauðinn þurftu þeir aðeins að snúa sér við. s£ um Neðst við strompinn sátu tvær ungar stúlkur, j síðan hún dó, voru nú liðin 23 ár. Ásmund- sem vafið höfðu ullarklútunum um andlit og ur hafði verið sendur burt tii að ganga í skóla höfuð, og það leit út fyrir að þær svæfu rólega; og nema) en eftir ferminguna fór hann heim aft- maður, sem hallaði sér upp að klefa póstaf- þræla eins og allir aðrir, sem hjá gamla mannin- greiðslumannsins, gaf þeim nákvæmar gætur. um voru_ stappaði fótunum í þilfarið og blístraði þess á á þenna hátt óx Ásmundur upp, án þess hon- milli, líklega til þess að verjast kuldanum, en um j)ætti hið minsta vænt um föður sinn, en þetta virtist engin áhrif hafa á þær. j þess var heldur ekki krafist. Það var aðeins Nokkru síðar kveikti ungmennið í pípunni eitt> sem kariinn heimtaði af honum: að græða sinni, og fór að syngja nokkuð nefmæltur, en peninga, standa á sínu eigin þilfari, með sína lágt — samt gleymdi hann ekki að reykja né eigin peninga í vasanum, og nú var Ásmundur hrækja — eitt af þessum endalausu kvæðum um komnn á þann aldur, að hann varð að byrja. ást, þar sem hin “trygga stúlka” og “svikni vin- Gg nh var hann að sækja skipið, sem hann ur” næstum aldrei gátu sagt hvort öðru mein- 4tti að vera formaður á. ingu sína, sökum hugsunarlauss orðagjálfurs. I Kvöldið áður en hann fór að heiman, talaði “Hú, en það urr,” sagði unga stúlkan og leit Bjarki nokkur alvöruorð við son snin. gremjulega til unga mannsins. I “j>ú skalt nú ekki sækjast um of eftir heim- Nú, það var þó gott, að þú vaknaðir um jp þínu,” sagði hann. “Skipstjóri á/ jakt á þar síðir,” sagði hann og hrækti í sjóinn. 1 heima, sem hann tekur farm.” Hvað varðar þig um mig?” spurði hún djarf Drengurinn brosti. Hann hélt að faðir sinn lega. ! mætti vera öhræddur í þ^ssu tilliti. “Hvaðan kemur þú?” spurði hann. “og svo er það nú kvenfólkið,” bætti hann “Þaðan sem eg var síðast,” sagði hún og leit við “j>ú verður að forðast það. Það er í heild hlæjandi á hina stúlkuna, sem nú var vöknuð. i sjnni rusl — hver á sinn hátt.” En svo gekk hún út að hástokknum; þangað gekk pilturinn á eftir henni. “Eg tók eftir þér í gærkvöldi,” sagði hann og leit til hennar ástfangnum augum. “Á, gerðir þú það,” sagði hún og sneri sér frá honum. “Hvert ætlar þú?” sagði hann. “Eg ætla til einhverra manna, sem eru langt í burtu,” sagði hún. “En þú?” “Ó, eg ætla á land hér einhversstaðar til að sækja jakt, sem eg hefi keypt handa mér.” “Þú ert þá ríkur karl.” “Já, en það er faðir minn, sem borgar, en eg á að sigla henni.” “Sonur hvers ertu?” “Olgeirs Bjarka.” “Hvað heitir þú sjálfur?” “Eg heiti Ásmundur. — En þú?” “Ó, eg Ijeiti Ragna.” “Lifa foreldrar þínir?” “Nei.” “Já, pabbi, en —” sagði sonurinn. “Það er ekkert við það að athuga,” grenjaði hann. “Það tekur bæði vitið og peningana og gerir ógagn.” “En þú varst þó einu sinni giftur,” sagði drengurinn. “Nú, já, að vissu leyti, en þá var eg fimtug- ur. Þegar þú ert orðinn eins gamall, þá er eg dauður, og þá getur þú gert það sem þér líkar.” Drengurinn þagði, en hugsaði sem svo: Nú \er pabbi sjötíu og fimm ára; og eins óstyrkur og hann er í fótunum nú, getur hann naumast gengið, þegar hann er áttræður. Drengnum lá við að blístra. “Sjáðu nú,” sagði karlinn, “ef konan eyði- leggur ekki allar tekjur mannsins, þá eru þær gungur, sem fela sig bak við hurðir og í hornum — og maður veit aldrei hvar maður á að finna þær — f fáum orðum: það kemur aldrei kerling oftar í þetta hús.” Til áherzlu barði hann hnef- anum í borðið, svo púnsglösin dönsuðu. “Nei, nei, pabbi,” sagði sonurinn; “þú skalt losna við kerlingarnar, eg lofa þér því.” Þegar hann var orðinn einn, fór hann að hugsa um móður sína, sem hann hafði aldrei séð, og hélt áfram að hugsa um hana, unz hann sofnaði; en þá komu draumarnir. Stundum dreymdi hann að hann stæði á þil- fari gufuskipsins og léti þjóninn færa sér púns- glas, hina stundina, að hann stæði á sínu eig- in þilfari, og léti draga upp fánann, í kveðju- skyni við þann fána, sem kvaddi hann á landi. En þá heyrði hann neyðaróp og leit í kringum sig. Skamt frá sá hann hræðslulega stúlku, sem lá á hnjánum og var að grafa með höndunum undir moldarhaug. Um leið heyrði hann þrum- andi högg, eins og þegar faðir hans var að berja í borðið, og stúlkan féll dauð niður. Hann ætl- aði að hlaupa til að hjálpa henni — en þá var hann staddur í daglegu stofunni, þar sem faðir hans sat grettur og hótandi við borðsendann, en hin dauða stóð stór og kjarkleg fyrir framan hann, tók krepta hnefa hans og losaði finguma, einn og einn, eins og þegar menn leysa hnút — þangað til harði og ljóti svipurinn hans breyttist í bros, og gamla andlitið varð blítt og barnslegt. Ásmundur vaknaði um miðja nótt af þess- um draum. Hann áleit sig nú hafa séð forlög móður sinnar, en jafnframt föður síns; hann vissi, að hönd dauðans yrði sú eina, sem opnað gæti hnefa hans. Þegar hann seinna stóð uppi á þilfari, hugs- aði hann með sér, að hann gæti verið ánægður á skútunni sinni, þó hann eignaðist aldrei heim- ili. En nú kom Ragna í huga hans. Enda þótt hún hefði sneypt hann, þráði hann að sjá hana og horfa í björtu, fallegu augun hennar. Honum datt þá í hug, að eina ráðið til að gleyma Rögnu, væri að snúa sér að starfi sínu og vinna að því með ákafa og réttsýni; en hve ákveðinn sem hann var í því að gleyma, tókst það ekki. Ragna kom aftur og aftur í huga hans, og að lokum vék hún þaðan ekki. Tvö ár voru liðin síðan hann sá Rögnu. Alt hafði gengið vel, en aldrei gleymdi hann henni. Faðir hans var ánægður með hann. Sjálfur var hann ánægður með lífið, en gat þó aldrei gleymt henni. Hann hló að sjálfum sér fyrir þessa heimsku, en það varð honum ekki að gagni — gleymt gat liann ekki. Hvar var Ragna? Var hún farin til Ameríku? Hann hafði leitað hennar alstaðar, þar sem hann kom á land, en hvergi orðið henn- ar var. Vonin um að finna hana slokknaði þó aldrei. Fyrir hugskotsaugum sínum sá hann hana standa fyrir framan sig. f draumunum var hún ávalt hjá honum og talaði við hann. Svo var það einn dag, að hann fékk skriflegt tilboð um að kaupa af honum fiskfarm, frá verzl unarmanni á einni af eyjunum. Ásmundur tók á móti tilboðinu, og varpaði akkerum þar á höfninni á tilteknum degi. Verzlunarmaðurinn kom undireins út í skipið til hans, leit á fiskinn og var vel ánægður með hann. Þeir sömdu um verðið og voru báðir á- nægðir, og fiskinn átti að flytja á land daginn eftir. Ásmundur áleit sig aldrei hafa átt við- skifti við jafn sanngjarnan mann, og áður en kaupmaðurinn skildi við Ásmund, bauð hann honum að borða hjá sér kvöldverð, og kvað sig langa til að kynnast honum betur. Þegar kvöldið kom, gekk Ásmundur mjög éu- nægður til heimilis hans, sem var nokkuð til hliðar frá bryggjunni. Þar kom kaupmaðurinn á móti honum, jafnástúðlegur og áður og leiddi hann inn í stofu sína, og sem ekkjumaður leysti hann af hendi gestaskyldu sína. Það var dálítið eyðilegt úti og inni, og ekki neitt sem benti á velmegun, en um það skeytti Ásmundur ekki. Fengi hann borgun sína fyrir fiskinn ,gat eigandinn vanrækt heimili sitt eins mikið og hann vildi. Meðan Ásmundur hugsaði þannig, gekk kaup maðurinn út úr stofu sinni, til að segja fyrir um húsverk sín, og kom svo aftur blóðrjóður í andliti. “Eg hefi ágæta stúlku til að annast um heim ilí mitt,” sagði hann, “en sjálfráð vill hún vera. Eg hefi aldrei séð eins myndarlega stúlku hér í nágrenninu fyrri, og ef það væri ekki vegna ná- granna, myndi eg gjftast henni.” “Hvað er að henni þá?” spurði Ásmundur. “Hún er sannarlega mikilhæf. Hún misti foreldra sína, þegar hún , var ung, og varð svo að lifa á sníkjum, en ‘áfram hefir hún komist. Seinast var hún í Þrándheimi, til að læra hús- stjórn, og svo kom hún hingað; en þess á milli mun hún hafa stundað fiskiveiðar. Og þar eð eg er af heldra tæi manna, þá verð eg að hugsa mig um, eins og þér skiljið.” Ásmundur sat þegjandi og utan við sig með pípuna í munninum, sem dautt var í. “Það er hún! Það getur engin önnur verið!” “Vill hún þá eiga yður?” spurði hún í há&- um róm. “Já það veit hamingjan — ef eg aðeins vildi — þá gengi það fljótt fyrir sér. Þarna kemur hún,” sagði hann um leið og hratt fótatak heyrð- ist í ganginum. “Nú verðið þér að líta á hana,” sagði hann og þaut á fætur til að opna dymar. Framh.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.