Heimskringla - 08.07.1925, Qupperneq 7
WINNIPEG, MAN., 8. JULÍ, 1925
HSIMSKRINGLA
7. BLAÐSÖ)A
* Listsýningin.[
Svo «em kunnugt er, kom hingað
á “Islands Falk’’ fyrir skömmu dansk
ur listmálari, Ekik Struckman, og
hafði meðferðis mikið safn af dönsk-
um listaverkum, bæði málverkum og
höggmyndum, sem höfð verða til sýn-
is í barnaskólanum eftir fáa daga.
Vísir hefir átt tal við hr, Struck-
mann, og lét hann þess getið í upp-
hafi viðtalsins, að danskir listamenn
hefðu verið mjög fúsir til þess að ljá
verk sín hingað. — Annars væru lista
menn allra þjóöa að jafnaði tregir
til að láta verk sín af hendi til slíkra
flutninga, því að einatt mætti búast
v.'ð, að þau yrðu fyrir Viokkurum
skemdum, þó að reynt væri að fara
sem allra bezt og varlegast með þati.
— En er Islendingar ættu hlut að
nj&li, hefði ekki borið á neinni slíkri
tregðu af hálfu listamannanna, og
blöðin hefðu flest eða öll verið þess
mjög hvetjandi, að úr sýningunni gæti
orðið. — Segist hr. Struckmann von-
ast til þess, að ekki líði langir tímar
þangað til íslenzkir listamenn haldi
yfirlitssýningu á verkum sínum i
Kaupmannahöfn, og sé óhætt að
treysta því, að ekki myndi standa á
liðsinni frá danskri hálfu til þess, að
sú sýning, ef til kæmi, gæti tekist sem
bczt og orðið listamönnunum til
gagns og ánægju.
Sýningunni verður hagað þannig,
að sem bezt yfirlit fáist um þróun
danskrar listar, einkum málaralistar,
siðasta mannsaldurinn. — Af skilj-
anlegum ástæðum eru myndlhöggv-
araverkin flest smá. — Flutningur
hinna miklu og þungu verka er svo
örðugur og kostnaðarsamur, að ekki
þótti fært að ráðast í slíkt. — Þó er
þarna allstór lágmynd (relief) af
Agli Skallagrímssyni, er hann reiðir
htim úr Einarsnesi Böðvar son sinn
dauðann. — Mun hún vera lang-
stærsta myndhöggvaraverkið á sýn-
ingunni.
Alls verða sýnd um 200 listaverk
(þar á meðal yfir 30 stór málverk),
eítir fjölda marga höfunda og verða
aðeins fáir þeirra nefndir hér, enda
eri, Vísi ókunn nöfn þeirra sumra að
svo komnu. — Þessa mætti þó nefna
al málurunum: Joakim Skovgaard
ptófessor, Niels Skovgaard, Viggo
Pedersen, Rohde, Find, Johannes
Larsen, Clement, Paul S. Christan-
sen Stevns, Jais Nielsen, Zeuthen,
Kvhn, Harald Hansen, Friis, Weie,
Kiæsten Iversen og Willumsen.
Af myndhöggvurunum er Vísi
kunnugt um þessa: prófessor Utzon-
Frank, Rothsak, Bundgaard, Marie
C'arl-Nielsen, Siegfried og Olga
Wagner.
Hr. Struckmann tók það fram og
lagði rnikla áherzlu á, að til sýning-
aiinnar væri ekki stofnað í gróða-
skyni fyrir hina dönsku listamenn, og
væri þvi alls ekki hugsað um sölu á
neinum listaverkum hér, frekar en
verkast vildi. — Sýningin væri fyrst
og fremst til þess haldin, að kvnna
okkur danskri list.
Gert er ráð fyrir, að ekki verði
kcmist af með minna en 10 eða 11
stoíur í barnaskólanum undir sýning-
una. — Er mikið verk að koma öllu
í lag í sýningarherbergjunum og
mun því tæplega vera lokið enn. H!r.
S'ruckmann bjóst við, að sýningin
yrði opnuð á morgun eða föstudag.
iGanga má að því vísu, að Reyk-
v:kingar, þeir er fögrum listum unna,
rouni hlakka til sýningarinnar, þvi að
slík tækifæri, til að kynnast útlendri
list, hafa ekki boðist hér áður.
(Vísir.)
Þess má geta, að alt eru þetta á-
gætir listamenn, er taldir eim upp i
Vísi. En tveir eru frægastir: ann-
ar öldungurinn Joachim Skovgaard,
sem gert hefir nafn sitt ódauðlegt um
aldaraðir með hinum stórkostlegu
biblíumálverkum, er hann hefir
skieytt með dómkirkjuna í Vébjörg-
um (Viborg) á Jótlandi. Hinn er
Willumsen, sem mörg ár-hefir búið
í Sviss. Báðir eru heimsfrægir
menn, og hefir báðum verið boðið að
senda eiginhandar-málverk af sjálf-
um sér á eiginhandar-málverkasafnið
í Uffizi-höllinni í Flórenz á Ítalíu.
En þann heiður hljóta ekki aðrir en
heimsfrægir meistarar. — Ritstj.
----------x----------
Sir Everardj A. Hambro.
I siðastliðnum marzmánuði lézt
einn hinna kunnnstu bankamanna
Breta, Sir Everard A. Hambro. —
Hiann var lengst af forstjóri banka-
firmans C. J. Hambro í London. Fyr-
ir nokkrum árum var firmanu breytt
í hlutabanka, Hambrosbanka, og
ví.rð Sir Everard einn af forstjórum
baiiHans, og formaður bankastjórnar-
iniiar. — Hanibrq & Son var stofnað
í Kaupmannahöfn árið 1780, en flutti
aðsetur sitt til London árið 1839. Var
Sir Everard sonarsonur stofnandans,
og tók við stjórn firmans er faðir
hans lézt, árið 1877. Hambro & Son
og síðar Hambrosbanki, hafa rekið
mjög víðtæka bankastarfsemi, og m.
a. annast lántökur í London fyrir er-
lend ríki og stofnanir. Um mjög
langt skeið hefir Hambro & Son haft
náin viðskifti við ítalíu og aðstoðaði
firmað ítalska stjórnmálamanninn
Cavour, er hann var að koma fjár-
hag ríkis'ins á tryggan grundvöll. Sér
stnkiega mikil viðskifti hefir Hamb-
rosbanki haft við Norðutlönd og
hafa báðir bankarnir hér um mörg
ár átt við hann föst viðskifti, og
einnig annaðist bankinn allar fram-
kvæmdir við lán það, er Landsbank-
inn tók í London g.l. ár.
Sir Everard var í mjög miklu áliti
sem fjármálamaður og naut í ríkum
mæli trausts stéttarbræðra sinna í
London. Hann var lengi í stjórn Eng-
landsbanka og átti þar sæti, er hann
lézt. Komst hann á níræðisaldur og
hélt óbiluðu starfsþreki. Sonur hans,
Sir Eric Hiambro, hefir tekið við
foistjórn bankan9. Sonur Eric, Mr.
Charles Hambro, sem einnig er
bankastjóri í Hambrosbanka, hefir
undanfarin sumur dvalist hér á landi
við laxveiðar.
(Visir.)
----------x------------
Tveir gestir.
Margir núlifandi menn og konur
hér muna vel eftir Rolf Arpi frá Upp
sölum. Hann kom hingað 1874, og
fór nokkuð víða þá, og enn kom
hann fyrir 1880, og var hér þá nokk-
urn tíma, til þess að læra íslenzku.
Allir, sem muna eftir Rolf Arpi, bera
enn í dag vinarþel til hans.
Um nokkurn tíma hefir verið hér í
bænum ungfrú Arpi, dóttir hans. Er-
indi hennar hingað til landsins er að
læra íslenzku. Svo má segja, að Sví-
ar leggi mesta stund á íslenzku-kunn-
áttu af öllum þjóðum. Jungfrú Arpi
er farin að tala íslenzku vel og ber
hana fram skýrt og hljómfult. Flest-
um mundi þykja ánægjitlegt að heyra
hcernig hún gerir það. Sænskan er
ekki ósvipuð að hljómi íslenzku, þeg-
a • á er hlustað, og mörgum Islendingi
þykir hún fegursta og hreimfylsta
rnálið, sem við heyrum talað, að und-
anskilinni okkar eigin tuugu.
Hinn gesturinn í bænum er ungfrú
Margarct Rigg. Hún er frá Vestur-
heimi, og kemur nú með síðustu far-
'fuglunum, — því miðup til þess að
fara á ttndan hinum fyrstu. Ungfrú
Rigg hefir fengið farareyri frá “The
American Scandinavian Foundation”,
og er það sönnun fyrir því, að hún
er námsmey með afbrigðttm. Hún
hefir verið í Uppsölum i Sviþjóð, og
Jcemur nú við á íslandi, því hún ann
mjög bókmentum, og vill kynnast ís-
lenzkum bókmentum um leið og hún
fer vestur. Land vort er að eignast
þýðingarmikla samúð að vestan.
Ungfrú Rigg er fjórða mentakona
Vesturheims, sem spyrst fyrir um is-
lenzkar bókmentir og menningu, á 12
síðustu mánuðum, og alstaðar, þar
stm menn þekkja nokkuð til landsins
og löggjafar þess, er dáðst að því,
hvernig vér ætlum að koma upp þjóð-
leikhúsinu, sem nú er í fæðingu.
30. maí, 1925.
(Vísir.)
----------x----------
“Örkenens Stjerner,,
hið nýja leikrit Guðmundar Kamb-
ans, hefir vakið mjög mikla eftirtekt
í Danmörku, og hafa ýmsir ritdóm-
a:ar talið það langbezt allra leikrita
Kambans. —l Carl Gandrup hefir t. d.
skrifað um það mjög lofsamlega
grein í Social-Demokraten, og segir
þar meðal annars, að leikritið hafi
mikið skáldlegt gildi, en sé auk þess
þrungið ósviknum dramatiskum
krafti, sem ekki sé venjulegur í
dönskum m'itima-,1 eikritum. — Hér
sé um nýung að ræða í leikritagerð í
^ Danmörku um þessar mundir, og
hana mjög góða. — Fleiri ritdómarar
hafa farið miklum lofsorðum um
leikritið og telja það óvenju-gott
skáldverk. — Betty Nansen leikhús-
ið hefir trygt sér sýningarréttinn á
lcikritinu í Kaupmannahöfn, en það
hefir ekki verið tekið til meðferðar
á leiksviði ennþá.
(Vísir.)
Þess skal getið, að Carl Gandrup
er sjálfur einn af helztu leikrita-
skáldum Dana, sem nú eru uppi, og
hefir þótt mjög óvæginn í ritdómum.
Og þar að auki enginn íslendinga-
vinur, framan af æfinni að minsta
kosti. — Ritstj.)
----------x----------
Afmælissjóður.
Einars Jónssonar myndhöggvara
og afstcypurnar af lista-
verkum hans.
1 fyrra um þetta leyti tóku nokkrir
vinir Einars Jónssonar, karlar og
konur hér úr Reykjavík, sig saman í
tilefni af fimtugsafmæli listamanns-
ins aö gangast fyrir fjársöfnun í
Reykjavík og grendinni, til þess að
koma listaverkum hans í þann málm,
sem mölur og ryð fengi ei grandað.
Fjársöfnun þessi gekk framar öllum
vonum og fengust á nokkrum dögum
í Reykjavík og Hafnarfirði 3122 kr.
Mestti af fé þessu hefir nú verið
varið til þess að koma neðannefndum
listsverkum Einars í eir; hefir hann
sjálfur ráðið valinu, en kostnaðurinn
við þetta hefir orðið svo sem hér seg-
ir í dönskum krónum:
1. Dagur..................kr. 75.00
2. Nótt .................. — 75.00
3. Engill lífsins..........— 150.00
4. Þróun ................. — 200.00
5. Atlantis .............. — 700.00
6. Jól ....................— 700.00
7. Lampinn ................— 600.00
Ýmisl. kostnaður annar en
flutningsgjald ....... — 266.50
Alls í d. kr. 2766.50
en það samsvarar í íslenzkum krón-
urr- 3136.55.
Nefnd sú er kosin var til þess að
annast frekari fjársöfnun, og ráð-
stafa fé þvi, sem inn kæmi, eftir ósk
listamannsins, nieðan hans nyti við,
leyfir sér nú á afmælisdegi hans, að
flvtja öllum gefendum frá í fyrra
ka:rar þakkir og minna jafnframt á
þau hin mörgu listaverk hans, sem
enn eru í brothættu gipsi. Væri vel
ti! fallið, að þeir, senr vildu hugsa til
Einars og listaverka hans árlega,
skrifuðu sig fyrir föstu ársgjaldi eða
æfitillagi, er þeir sendu gjaldkera
nefndarinnar, herra söðlasmið Sam-
úci Ólafssvni. Laugavek 53B. F.itis
roættu þeir gera, sem hugsuðu ein-
hverntíma til Einars og listaverka
hans. Þau eru nú til sýnis á Hnit-
björgum tvisvar í viku, og gætu þeir,
sem þar koma og hrifnir verða af
einhverju listaverki Einars, sem enn
er ekki komið í eir, bezt lýst aðdá-
un sinni með því að leggja eitthvað í
“guðskistuna”, bauka einn eða tvo,
sero. gjaldkeri nnm koma fyrir á hag-
arlegum stað í safninu. Mun skerf-
ur ekkjunnar þar ekki siður metinn '
en atbeini ríka mannsins. Og þess
ættu menn jafnan að vera minnugir,
að margt smátt gerir eitt stórt, ekki
sízt þar seni um stórfeld listaverk er
að ræða. Alt það fé, sem inn kann
aö koma, er jafnóðum lagt í banka-
bók og geymist þar, þangað til því
verður ráðstafað, en skilagrein gerð
einu sinni á ári.
Reykjavik 11. mai 1925.
Fyrir hönd nefndarinnar.
Agúst H. Bjarnason.
—Vísir.
(Samkvæmt beiðni Einars, verður
horfið frá því að hafa gjafabaukana
i safninu.)
----------x----------
Gunnar Egilsson,
farinn til Spánar.
Viðtal.
— Atvinnumálaráðuneytið hefir
nýlega veitt Gunnari Egilson fiski-
fulltrúastarfið á Spáni. Fór það að
líkum áð honum yrði veitt sú staða,
úr því hann á annað borð gaf kost á
sér til starfans.
Isafold náði tali af Gunnari um
hið væntanlega starf hans o. fl.,
nokkru áður en hann fór; en hann
fcr með Botníu síðast.
— Hvar ætlið þér að setjast að?
spyrjum vér Gunnar.
— 1 Barcelona. Þar er maður
bezt settur með að komast á sem
s*yztum tíma á hvaða stað sem er á
fiskisölusvæöinu á Spáni og Italíu.
— Það mun ekkert ákveðið, til hve
laiigs tíma þér eruð ráðinn við
starfið?
— Nú er staðan veitt samkvæmt
lögunum frá síðasta þingi, og er því
búist við, að þetta sé engin bráða-
birgðaráðstöfun. Áður hefir starf-
ið verið samkvæmt fjárveitingu á
gildandi fjárlögum.
— En hvernig er staðan annars —
er hún í nokkru sambandi við 7. gr.
sambandslaganna ?
Eg get ekki séð, að þar sé neitt
samband. Fiskifulltrúastrfið kemur
7. gr. sambandslaganna ekkert *við.
Hér er aðeins um að ræða leiðbein-
ir.gasfarf fyrir framleiðendur og selj
endur saltfisksins. Starfið er því að
roínu áliti hliðstætt starfi fulltrúa
þcirra, sem Danir hafa meðal þeirra
þjóða, er mestar kaupa landbúnaðar-
afurðir þeirra.
Tilhögun fiskifulltrúastarfsins
verður í stuttu máli þessi: Að sjá
um, að fullkominn kunnugleiki verði
hér meðal framleiðenda og útflytj-
enda á markaði, markaðshorfum og
fiskiverzluninni yfirleitt, eins og hún
er á hverjum tíma suður í Miðjarð-
aihafslöndunum. Að gefa sem ná-
kvæmastar skýrslur um það, hvernig
fiskbirgðir eyðast þar syðra*. Að
leiðbeina mönnum með sölu, og sjá
sem bezt um, að hagsmunum islenzkra
framleiðenda og • fiskisölumanna
verði gætt í hvívetna.
í þessu sambandi barst talið að þvi,
hve mikill saltfisksinnflutningur
Spánverja sé. Þegar þess er gætt,
hve innflutningurinn á saltfiski er
þar lítill, samanborið við fólksfjölda,
kemur það bezt í ljós, hve miklir
roöguleikar í raun og veru ættu að
vera til þess, að auka fiskmarkaðinn.
E.i það kennir okkur einnig, að mjög
sé það misráðið, að halda, að Spán-
verjanum sé það einhver lífsnauðsyn,
að fá saltfiskinn okkar.
AIIs eru það 50 til 60 þúsund
smálestir, sem árlega flytjast til
Spánar. Verður það ekki nema 2yj
—3 kg. á mann í landinu. — Undan-
farin ár hefir alt að því helmingur-
inn af þeim saltfiski, sem fluzt hefir
til Spánar frá útlöndum, verið frá
Islendingum.
— Er það ekki ánægjulegt? —
spvrjum vér Gunnar, — að vinna
roeð svo ríka framtíðarmöguleika
framundan ?
— Að vísu er það svo; en til þess
að maður njóti þess fyllilega, þarf
skilningur og samúð að fylgja starf-
inu héðan að heiman. Eg veit það
ve', að verzlunarmenn og útflytjend-
ur skilia vel, hvílíkur hægðarauki það
er fyrir verzlunina, að geta fengið
upplýsingar um söluhorfur og annað
þar að sunnan. En þeir eru ekki eip-
ir um afskiftin af þessu máli. —
Væntanlega líður ekki á löngu, unz
allur almenningtir sér og lærir, hve
afaráriðandi það er fyrir atvinnu-
veg'. vora, að hafa sem bezta vit-
HEIMSINS BEZTA
MUNNT0BAK
Copenhagen
HEFIR GÓÐAN
KEIM.
MUNNTÓBAK SEM
ENDIST VEL.
Hjá öllum tóbakssölum.
iieskju um alt, sem gerist á markaðs-
sviði afurða vorra.
— Hvað verður um samtrygging
botvörpunganna, þegar þér farið?
Eftirmaður minn sem forstjóri við
samtrvgging ísl. botnvörpunga, verð-
ur Ásgeir Þorsteinsson, cand. polyt.
Verð eg um leið að geta þess, að
méi er orðið ant um þá stofnun, þó
hún sé ekki gömul.
Samtryggingin byrjaði í ársbyrjun
1923. I henni eru nú 26 íslenzkir
togarar.
Áður en hún kom til sögunnar,
borguðu togaraeigendur 7—8% ár-
lega af verði togaranna í iðgjöld til
hmna erlendu félaga. En er fréttist
uc stofnun samtryggingarinnar, þá
voru iðgjöldin færð niður í 6% hjá
féiögum þeim, sem togaraeigendur
höfðu skift við áður.
Samtryggingin tekur ekki nema
5%. Hún endurtrvggir togarana fyr-
ir ennþá lægri iðgjöld. Mismunttrinn
er lagður í sjóð samtryggingarinnar.
Er sá sjóður þegar orðinn all-álit-
legur. Er hann sameign allra
trvggjenda.
Er samtrygging botnvörpurjganna
eitt af hinum augljósu dæmum þess,
hve holt það er í atvinnumálum, að
geta bjargað sér sjálfur.
(ísafold.)
----------x---------
Málalengingar
bannaðar
í brcska parlamentinu.
Nýlega hefir nefnd manna setið á
rökstólum í neðri málstofu brezka
þingsins, er hefir haft það til með-
ferðar, hvernig hefta ætti málaleng-
ii.gar ræðumanna. Lítur nefndin svo
á, að þingmenn, sem eigi flytja fram-
söguræður, eigi að komast af með 10
núnútna ræðii. Með því að takmarka
Icngd ræðunnar, ætlast nefndin til að
fleiri þingmenn geti fengið tækifæri
ti' að taka til máls, en hingað til hef-
ir verið, og umræðurnar inyndu þó
stvttast að mun. Forseti (Speaker) á
að sjá um, að þessum reglum sé fylgt.
Vænta menn þess, að umbót þessi á
þmgstörfunum komist á.
---------x--------
Bankahrun í Danmörku
Samvinnubankinn stöðvar útborganir
sínar.
Sú fregn hefir borist hingað ný-
lega, að Samvinnubankinn danski
hafi tilkynt það, að hann stöðvaði út-
borganir sinar fyrst um sinn. Bank-
inn hefir lengi verið í kröggum, en
fram að þessu hafa menn búist við
því, að hlaupið yrði undir bagga með
honum, svo að hann gæti haldið á-
fram starfseml sinni. Þjóðbankinn
danski var búinn að leggja allmikið
fé honum til styrktar, og eins höfðu
hclztu samvinnufélögin heitið fjár-
styrk miklum. En þetta hefir brugð-
ist að einhverju leyti, fyrst svona fór.
Talið er að banki þessi muni þó
geta greitt meira af innstæðufé því,
er hann hefir tekið við, heldur en
Rcvision- og Diskontobankinn, er
stöðvaði útborganir í fyrra. En hann
mun hafa borgað alt að Ya, innstæðu-
fjárins.
Fjártöp samvinnubankans munu að
miklu leyti stafa frá vei^ fallinu
mikla eftir ófriðarárin. Þá hefir
hann og m. a. tapað stórfé á dönsk-
um mj ólkur-niðursuðuverksmiðj um.
(Isafold.)
VERZLIÐ VIÐ KAUPMANNINN í
YÐAR EIGIN BÆ.
Nú getið þér keypt Partridge
“Quality” Tires í yðar eigin bæ,
ódýrar en aðrar tegundir, sem
þér pantið með pósti. Það eru
þau beztu Tire-kaup, sem þér
getið nokkursstaðar gert. Kaup
ið þær hér ál þessu lága verði.
Þéi njótið þægindanna við að
verzla heima og skoða vöruna
áður en þér borgið fyrir hana.
Leyfið oss að sýna yður
þessi kjörkaup.
TIL SÖLU HJÁ
Fnbrlc Tlre .10x3% «0.9.1
Cord Tlre 30x.1% S.S.9,1
Cord Tlre 30x3% $10.9.1
(Guaranteed)
Tube --- 30x3% $1-50
Tube - - - 30x3% $3-00
(Guaranteed)
EquaUy low prices
on all sizes.
llu
PARTRIDCf“QUALITr
7ire-Shop
W. G. KILGOUR, Baldur; ANDERSON BROS-, Glenboro;
T. OLAFSSON, Arborg; K. OLAFSSON, Riverton; H. SIGURDSON
Arnes; J. M. TESSIER, Cyprses River; LUNDAR TRADING CO.,
Lundar.