Heimskringla - 24.02.1926, Blaðsíða 2

Heimskringla - 24.02.1926, Blaðsíða 2
2. BLAÐSÍÐA. HEIMSKRINGLA / WINNIPEG, 24. FEBR., 1926. Ræða Henri Bourassa. iFlutt í Sambandsþinginu 29. jan. 1926.) Herra forseti! ASur en eg tek til athugunar hásætisræðuna og breyt- ingartillögu hins háttvirta leiðtoga stjórnarandstæöinga, langar mig aö segja fáein orö á vorri eigin tungu* — hinni annari opinberu tungu 'þessa lands — um stutta málsgrein úr há- sætisræöunni: "Sérstakur heiöur hefir fallið Canada í skaut viö þaö a.S einn af meölimum stjórnarinnar var kosinn forseti sjöttu samkundu . alþj óöabandalagsins.’ ’ Eg hygg að vér séum öll sammala um þaö, að kosning hr. Dandurand til forseta, ekki alþjóöabandalagsins (eins og stundum er sagt máske til hægðarauka), heldur sjöttu sam- kundu alþjóðabandaLagsins, varpi heiöri á Canada og oss öll. Samt sem áöur vildi eg leyfa mér aö skjóta því til stjórnarinnar er nú situr og reyndar hverrar sem væri, að láta sér ekki vaxa um of í augum ljómann af vorum útlendu sambönd- um, heldur gefa nokkurn. meiri gaum innanríkismálum en gert hefir veriö undanfarið. -Það er ágætt aö hafa ráðherra, sem ferðast um og taka þátt í samveldis — eða alþjóöa fund- arhöldum. Samt sem áður hygg eg, sérstaklega eins og nú standa sakir, eftir þá grisjun er átti sér staö á þessu hausti, að tfér þurfum allra vorra ráöherra viö hér til bú- verka heima fyrir, til þess að halda öllu í röö og reglu. — Mig langar til þess aö athuga há- sætisræöuna og breyttill. hæstv. for- ingja stjórnarandstæöinga, sem allra. skipulegast, þó ekki væri til annars, en aö leiðrétta þau áhrif sem hvers- dagshjal mitt um daginn hefir eftir- skiliö, og sýna að kann aí eiga í fórum mínum dálitiö af þeim "hag- svnisnæmleika.” (practical touch) sem háttvirtur þingm. South-Well- ington (Mr. Guthrie) sakast um aö mig skorti. Eg ætla mér samt ekki að ástunda þann hagsýnisnæm- leika, sem felst í því, aö hafa sem bezt af öllum flokkum til skiftis — mér lá við að segja hvort heldur við völd eöa í minni hluta — eftir því sem þeir komast aö völdum. Þá skulum vig snúa oss að stefnu- skrá stjórnarinnar, eins og H,ans Hágöfgi Las hana, og byrja á þeim málsgreinum sem aö “hagsýni” lúta. Hin fyrsta í rööinni gefur fyrirheit um “skattalækkun svo um muni”, og svo framvegis. Þetta er heillandi; en getur nokkur stjórn, eins og nú standa sakir fyrir Can- ada, vi5 auknar skuldir og fasta- kostnaö, í raun og veru staðið viö loforð sitt um aö lækka skattana í náinni framtíð, svo nokkru verulegu nemi ? Eg lýsi því hreinskilnis- lega yfir, í allri auömýkt, án þess að þykjast af fjármálaspeki, aö eg hefi enga trú á því, og eg vil ekki láta hjálíða, að vara þessa stjórn, eða hverja aðra, sem við kann aö taka við því, að það væru hin verstu misgrip, n.ð reyna aö koma sér í mjúkinn hjá kjósendum meö þvi að lækka skattana og auka á rikisskuldina. En eg hygg mögu- legt og sjálfsagt kð lagfæra. alt vort fjárhagskerfi. Þetta ætti aö fást með fjárlögunum. En sem stendur vildi eg, í nafni þeirra er sendu mig hingað, auðmjúklega fara þess á leit viö fjármálaráðherrann (Mr. Robb), þegar hann býr út fjárlögin og lag- ar skattalöggjöfiria, þá hafi hann fyrst fyrir augum örlög þeirra skatt- borgara, sem eru fjölskyldufeður. Hvort sem vér lítum á þaö frá -sjóri- armiði mannfjölgunaf eða hagsýn- innar, þá held eg því fast fram, aö bezti canadiski borgarinn, skattborg- arinn, sem mest munar um, maður- inn sem framtíð Canada fyrst og fremst riður á, sé fjölskyldumaður- inn, sem tekur í sinar hendur frum- ábyrgðina viö þaö að leggja til nýja borgaxa og auka kynstofn lands vors. Þessvegna Iegg eg það til, áð þegar ákveða skal tekjuskatt- inn, þá sé aukin undanþága. veitt fjölskyldumönnum, svo aö hún nái til áhangandi afkomenda til tuttugu og eins árs aldurs. Mr. GARLAND (Bow River: Eg vona aö háttvirtur þingmaður beini oröum sinum til forsætisráðherrans. Mr. BOURASSA: Eg hygg að hann muni lesa þau eða einhver segja honum frá þeim. Fyrst þegar tekjuskatturinn var lagður á, þá var engin undanþága. veitt fyrir börn, eins og háttvirtir þingmenn kannske muna. Eg gerði alt sem í mínu litla valdi stóð, til þess að mótmæla þessu og skýra það. Þetta var tekið til athugunar og foreldri fengu undanþágu meö afborgun a.f tvö hundruð dölum fyrir hvert barn. Síðan var undanþágan aukin í þrjú hundruð dali, en náöi ekki til barna eldri en átján vetra. Eg staöhæfi, að ef vér óskum að fjölskyldur vor- ar þroskist til borgaralegra dygöa, þá ættum vér ekki einungis að hvetja foreldrana til barneignar heldur einnig til þess að veita þeim gott uppeldi, og alla þá mentun, sem völ er á. . Fjölskyldufeður, sem eiga börn á tvítugsaldrinum 'hafa undir langtum þyngri byröi að rísa en þeir sem hafa. fyrir ung- börnum að sjá. Mr. EULER: Nú eru fimm hundruð dalir undanþegnir fyrir hvert barn. Mr. BOURASSA: Já, en bundið við átján ára aldur. I öðru lagi vildi eg leiða athygli þingsins að atriði, sem eg hygg að blað það, sem .eg hefi þann heiður að stýra hafi fyrst gert að umtalsefni. Sam- kvæmt skilningi þeim, sem fjár- málaráðuneytið leggur í tekjuskatts- lögin, er óréttur ger hjónum, sem félagsbú eiga móts við þau hjón, sem séreign hafa Eins og lögmenn á þingbekkjum vita, eru lög Que- becfylkis grundvölluð á hinum fornu frönsku lögum, en samkvæmt þeim er aJger sameign með hjónum, sem eigi hafa gert hjónaibandssamninga áður; á hinn bóginn er séreign með hjónum í ensku fylkjunum, þar sem almenn ensk lög ráða. Hver er afleiðingiri? Alstaðar í enskt Canada, og einnig i Quebec, þar sem hjónabandssamningar hafa verið gerðir, er undanþágan tvöföld fyr- ir hjónin, en mestur hluti hjóna í Quebec hefir ekki not af þessu á- kvæði, undanþágan er að eins ein. Eg held því fram að þetta sé órétt- látt, réttinum sé þarna ójafnt skift, og að þetta ætti að Lagfæra tafar- laust. Það mætti bera þvi við, að ef farið væri eftir þessum tillögum, þá minkuðu tekjurnar af skattinum. Má vera. Eg hefi þegar minst á lag- færingar. Tekjutapið mætti auð- veldlega vinna upp með því að auka skattinn á ágóða og tekjum, sem stafa, frá innstæðufé í mótsetningu við föst laun. Þarna er enn óréttur ger; þetta ákvæði i tekjuskattalög- unum er óþjóðrætt í eðli sínu. Það er ósanngjarnt, það er ranglátt. Eg held því fram að s? fjarstæða, að líta á laun starfsmanna, eða em- bættismanna, sömu augum og hina sístreymu tekjulind sem flóir frá innstæðufé. Eg hygg að bæði Englendingar og Frakkar, og einnig B.a.ndaríkjamenn geri greinarmun á þessum tekjuliðum. Eg veit að Englendingar gera það, og finst það skynsamlegt. Sem áþreifanlegt dæmi skulum vér hugsa oss starfs- mann, fjölskyldumann, sem fær þrjú til fjögur þúsund dali í laun. Hann verður a.ð greiða skatt af þessum svokölluðu tekjum, en næsta ár getur hann veikst, eða mætt Iaunaskerðing, en hvort sem verður, þá bætir rikið honum ekki þau falda, já, þrefalda suma skatta. Nemi hlutafélagsgróði svo miklu, að skattalögin nái til hans, og hluthaf- arnir að þvi búnu geta a.ukið tekj- ur sínar hlutfallslega með því sem eftir er, hversvegna ætti þá ekki að skatta þann einstaklingsgróða, eins og kaupgjald starfsmanna þessara fé- laga, ár eftir ár, án tillits til þess koma þeir helzt að haldi, sem skjóls- hús hinna æðstu presta, sem endrum og eins koma váðsvegar að úr Can- ada, með mikilli mælsku, við mikið lófaklapp; stundum með atkvæði, og stundum engin; en eg held ekki að endilega sé nauðsynlegt að halda slíkum útgjöldum á fjárliðunum; því fé væri langtum betur varið sem hvort félögin græða eða bíða halla. stofnfé í nytsöm fyrirtæki, eins og I þriðja lagi held eg því fram, að það sé ósiðlegt og ranglátt að gróði af kauphallarviðskiftum sé undan- þegi Skatti. Það mætti segja, að þetta velti á hendingu: þú ta.par á morgun því sem þú græðir í dag. Já, en hvað er gert þegar um aðrar tekjulindir er að ræða? Hvernig er farið með laun þess starfsmanns, sem skattaíögin ná til ? Dettur oss í hug að leggja ekki skatt á hann í ár, af því að skeð geti að hann verði blásnauður næsta ár? Viljið þér bæta honum næsta ár, skattinn, sem hann galt í ár, ef hann verður fyrir sjúkdómsáfaJIi, og honum verður varpað á strætin? Eg held því fram, herra forseti, að ef nokkra tekjulind ber að skatta þá beri að leggja skatt á þá feignaJegu — mér lá við að segja—þjófnaðarstofnun, sem nefnd er verðbréfakauphöllin. Fjánnála- ráðherrann ætti að ná sem öflugast og tilfinnanlegast hann gæti hugsað sér, til þess háttar viðsljifta, án þess að fara yfir þá merkjaJínu, sem toll- heimtumenn ekki ná til sökum svika- brágða. Þessar þrjár aukatekjulindir eina.r, myndu langsamlega bæta upp þá skattalækkun, sem eg hefi minst á, sem eðlilegt lögmál og hagsmunir þjóðarinnar heimta af stjórninni og þessu þingi, að bjóða hverjum heiðarlegum skattborgara, sem heiðarlega greiðir skatt í ríkis- sjóð, og þar að auki ,koma á legg heiðarlegri fjölskyldu til mannfjölg- unar í landinu, því til styrks og eflingar. — Eg kem nú að annari málsgrein- inni: útgjaldaJíekkun. Agætt! Eg heyrði um þetta talað, nálega. á hverju þingi, sem eg sat, hér áður, og samskonar yfirlýsingar gefur á að líta í þingtíðindum frá fyrri tim- þær, sem eiga í vök að verjast, að- hyllast hátíðlega sparsemi og ráð- vendni. Eg er hlyntur útgjalda- laökkun; en mætti eg auðmjúklegast benda hæstv. fjármálaráðherra á það — þegar hann nú býr sig undir þenna. keisaraskurð, sem hann hygst að gera á fjárlögum Canada — að hér ætti við skynsamleg skiJgreining. Lítilfjörlegur útgjaldaliður getur valdið tapi, sem er með öllu óverj- andi; stórkostleg útgjöld geta verið nauðsynleg fyrir hagsmuni ríkisins og orðið féþúfa landi og þjóð. Ef minn ágæti vinur frá Calgary (Mr. Bennett) væri hér viðstaddur, freist- aðist eg kannske til þesS að vísa hon- um til brezks fordæinis af beztu teg- und. Þegar Gladstone, sem liber- alar beggja megin hafsins nú ekki vilja kannasf við„ en sem eg hefi haldið trygð við, máske af því að eg kannast ekki lengur við liberal stefn- una — Þegar Mr. Gladstone fyrst varð fjármálaráðherra, var það hans fyrsta verk að grafast fyrir um það, hvernig væri haldið á eyðu- blöðum, ritblýjum, pennum og þess- háttar, í ráðuneytisskrifstofunum. Auðvitað hlógu hinir miklu stjórn- vitringar að honum. Fyrstu fjár- lögin hans voru kölluð blýants-og- penna fjárlögin. En Gladstone lét sig það engu skifta. Hann spar- aði, eg man ekki hve mörg hundruð slcattgjöld, er hann varð fyrir árið i þúsund dali, fyrsta árið, með þessu Allar stjórnir, sérstakleg^ uú í mörg ár átt við að stríða, eru höfum ekki vilað fyrir oss, hér i *öll fyrsta málgrcin ræðunnar erjþinginu, né á fylkisþingunum, eða áður. A hinn bóginn er maður, sem hefir tekjur af innistæðufé sínu, jafnmiklar kaupi hins mannsins. Tekjur hans fara vaxandi ár frá ári. Þessi “rentumaður” (rentier) sem Frakkar kalla, fær alveg sömu með- ferð hjá fjármálaráðuneytinu eiris og skattborgarinn, sem fær vinnuafl sitt skattlagt hvert árið á fætur öðru, án'tillits til framtíðarinnar, án til- lits til lifshættu, veikinda, atvinnu- leysis, og svo framvegis. I öðru lagi held eg því fram, að tekjur þær, er einstakir menn hafa af innistæðufé í ýmsum fyrirtækjum, eigi að vera skattlægar, án tillits til að skattur er lagður á gróða þessara fyrirtækja. Það mætti segja að þetta væri tvöföld sköttun, en vér töluð á franska tungu. nurli. En þó var meira vert, að hann sýndi fram á það, með ó- hrekjandi rökum, að um opinber út- gjöld ræður sama lögmál og um fé- lagarekstur, eða hins minsta heimil- is; smámunasparsemin verður að mikilvægu sparnaðaratriði. Það má tæma tunnu eða safnþró jafn- fljótt um mörg smágöt, eins og með því að fella úr staf, eða mölva vegg- inn. Enn kemur eitt til greina. Grein- ármun verður að gera á gagnslausum og gagnlegum útgjöldum. Aður fyr, og til skamms tíma, hefir tölu- verðu fé verið bruðlað í pósthús í misjafnlega stórum þorpum, eða þá i heræfingaskála, sem ekki eru cana- disku landv-a.rnarliði til meira gagns en hverjum öðrum. Eg veit, að t það sem háttvirtur þingntaður frá Peace River (Mr. Kennedy) hélt svo duglega skildi fyrir rétt áðan.* Til dæmis járnbrautirnar. An þess að þjarma ótilhlýðilega að'nefndinni sem skipuð hefir verið til þess að reka járnbrautirnar, hygg eg að mætti leiða athygli C. N. R. og C. P. R. að því, að bæði félögin eyddtt ofurlitið minna í skrautvagna, en reyna heldur að komast fram úr fJutningatorfærunum með því að lækka gjöldin á nauðsynjavöru cana- diskrar alþýðu, og með þv't hlynna að verzlunarviðskifturrl milli fylkj- anna innbyrðis. Mr. MACLEAN (York): Og má- ske með því að hætta við tvílagn- ingar (duplication). Mr. BOURASSA: Einmitt! Jæja, eg kem þá að þriðju máls- greininni, “einfaldri reiknings- færslu.” Hún er nú saklaus. En, máske hefði verið hægt, eins og á stendur, að taka það ómak af Hans Hágöfgi ríkisstjóranum, að veita embættismönnum fjármálþráðuneyt- isins þessa stuttu en laggóðu til- sögn í bókfærslu. En næsta málsgrein, sem lítur að fólksinnflutningi og endurheitnt borgararéttinda, er næsta mikilvæg. Mig langar að geta þess, herra for- seti, að frá minu auðmjúka sjónar- miði, felst eina skynsamlega yfirlýs- ingin, sem eg hefi heyrt um það efni, í hinni skynsantlegu málafærslu hins háttv. þingm. frá Brandon (Mr. Forke); foringja framsóknarflokks- ins. Eg get strax sagt honum, að skoðanir þær, sem hann um daginn lét í Ijós, um útflytjendur og inn- flytjendur, og hvað gera þyrfti, til þess að koma í veg fyrir þenna, hræðilega Ieka, sem þjóð vor hefir Montreal eru þessir skálar helzt jafnvel í sveitarráðunum, að tvö- ' notaðir fyrir bílasýningar; í Quebec fylsta samræmi við skoðanir beztu manna í ættfylki minu — ekki eins og þær eru setta.r fram í flokksblöð- unum, heldur eins og þær lifa og þroskast i hugsun allra ráðvandra og óháðra áhorfenda. Urlausnin um ðyggingu landsins fæst að eins með þvi a.ð gera lífsskilyrði hé'r aðlað- andi, — að því er í þingsins valdi stendur, þótt það sé ekki almáttugt — aðlaðandi um alt, er snertir fé- lagslyndi og afkomu fyrir aJþýðu manna, sérstaklega bændastéttina, svo að menn geti verið ánægðari. Það er ekki með tollbreytingum á einn veg eða. annan; það er ekki með fjáraustri til eins eða annars fyrirtækis, að þér getið sannfært allar ^þær miljóhir sem Canada byggja. að þær búi við farsæld og velmegun. Ekki verður það heldur gert með stórkostlegum fyrirætlunum — þess- um félagsskap, hinna svokölluðu endurheimtu-smaJa — að flytja aftur til Canada, öll þau hundruð þúsunda af fólki, er síðustu tíu árin hefir yfirgefið ættjörð sína til þess að vinna fyrir betri afkomu i Bandarikjunum. Eg hefi því-nær á hverju ári heimsótt helztu franík- canadisku bygðina í Nýja Englandi, síðustu fjörtíu árin. Eg þekki þessa frönsku Amerikana, alveg eins og eg þekki mina eigin meðborgara hér í Sambandsrikinu. Vér mégum rétt eins vel segja sannleikann. Sú hug- mynd, að mögulegt sé að flytja eitt- hvað verulegt af þessum Canada Frökkum, sem flutt hafa. til Banda- ríkjanna, hingað aftur, er algerlega a sandi bygð. Vitanlega fara einstaka menn á milli á hverju ári; sá faraldur hefir haldist frá því fyrst vér urðum nábúar. Eg man vel að Sir Wilfred Laurier sagði mér frá jómfrúræðu sinni, er hann kom á Quebec þingið fyrst, árið 1872, þá sat þar conservative stjórn að völdum og conservativ stjórn hér. Þessi fyrsta ræða Sir Wilfred Laurier var um fólksinnflutning, og var að mestu leyti sama efnis og að völdum og conservative stjórn *Að koma Peace Rjver dalnum í viðunanlegt járnbrautasamband. (RHstp arandstæðinga (Mr. Meighen) og þingsóknarfélaga hans, er þeir réð- ust á núverandi stjórn. En eg endurtek það; ef þér farið eftir hinum mjög skynsamlegu feendingum hins háttv. þingm. frá Brandon; ef þér sýnið fram á það — ekki með ræðuhöldum; ekki með svokölluðum erindrekum landshorna á milli um Bandaríkin — að lífsskilyrði í Can- ada séu þannig, að þeir bæti afkomu sina með því að koma aftur, þá er ; vel f-arið. Sama máli gegnir um þann innflutning frá Európu, sem æskilegur og hugsanlegur er. Nú herra forseti, geng eg feti lengra. Hinn háttv. þingm. frá Brandon ympraði að. eins á því. Hann minti þingið á það, að Canada hefði átt í ófriði. Aðrir hájtv. þingm. hafa nrint þingið á, að fjár- hagsástandið í Canada. gerir illmögu- Iegt að halda fólki í landinu og er ógurlegur þröskuldur í vegi fyrir innflutningi þeirra Canadamanna, er J aftur kynnu að vilja koma og setj- ast hér að. Látum oss nú líta á þessa, hlið málsins í.réttu ljósi. Htvað j sem líður öllum smásmuglegum til- j visunum og þröngsýnum formálum, - sem eiga að ráða um stjórn þessa lands, þá látum oss játa fylgi djarf- mannlegri þjóðernisstefnu, Canada fyrir Canada menn; stefnú, sem haldið geti Canadamönnum heima. Engin stórveldisæfintýri framar! Ekki að ráðast framar í það, að senda syni wora til ólifisblæðingar á vígvelli u mallan heim. Erigar þús- undir miljóna daJa á ófriðartímum framar, til þess að eyðileggja larrd- ið af fólki, og svo aðrar þúsundir miljóna á ‘'friðartímum til þess a.ð flytja útlenda menn inn í landið, í st.að þeirra sona vorra, sem vér send um til slátrunar á blóðvelli Norðuir- álfunnar til að hjálpa nokkrum ásæln um þjóðum til þess að bera af öðr- um jafn ásælnum þjóðum ! Engar "Ready aye ready” ræðjij frantar! Heldur engin svokölluð liberal flug- rit framar, sem dreift er út um allar jarðir, til þess að dulbúa- meðlimi hinnar svokölluðu liberölu stjórnar sem stórveldisóða grímudansara. Þegar hæstv. foringi stjórna.rand- stæðinga, lét á sér skilja, að hann væri farinn að veita hinni hlið máls- ins athygli; að reynslan á ófriðarár- unum hefði opnað augu hans, þá þykir hinum flokknum nauðsynlegt að apa stórveldisdaðrið eftir honum, og fórrta. höndum í hryllingi við þá tilhugsun, að ef Mr. Meighen kæm- ist að völdum, þá myndi Canada ekki taka þátt í næsta ófriði Bretaveldis. Eg fer ekki fleiri orðum um þa.ð, að sinni. Eg vona að seinna á þessu þingi gefist tækifæri til þes.? að þaulræða um alt þetta samveldis- spursmál, um þátttöku Canada í styrjöldum, sem líta. ekki að hags- munum þess, skyldu, framtíð eða fortíð; styrjöldum, sem ekki spretta af sannleikshvöt, né eru sannleikan- um til verndar, heldur af yfirskini, til þess að dulklæða 'hinar saurug- ustu metorðagirndir styrjaldarmang- aranna i Európu og Asiu. Vér ætt- um skynsamlega og djarflega að lýsa yfir því, að vér vlljum heimta aftur þau lífsskilyrði, sem hér voru fyrir nokkrum árum síðan, fjárhags- leg<a, samfélagslega og í stjórnmál- um, þegar conservativar, jafnt sem liberalar, stóðu fyrst og fremst á verði fyrir sínu eigin landi, og voru alls ósmeikir að lýsa. því yfir, að til þess að Canada gæti orðið traust og örugt hæli fjárhagslegrar og stjórn- arfarslegar farsældar, væru þeir jafnvel reiðubúnir. að treysta á brezku böndin svo að þau brystu. Þetta var góð conservativ játning fyrir 50 árum síðan, en nú um nokk- urt skeið, hefi eg ekki orðið hennar var, í nokkurri yfirlýsing,, sem út frá þessum tveim þingflokkum hefir gengið. Heldur hefi eg ekki hérna megin í þinginu (lib.) orðið var við sömu djörfungina til þess að standa við grundvallaratriði frjáls- lyndu stefnunna.r, hér eða á Eng- landi, gegn árásum "Torý”anna og stórveldissinnanna, á fylkingar al- menningsálitsins. Hvað byggingu landsins, snertir, þá þýðir ekkert að neita þeirri stað- reynd, að nágrennið við Bandaríkin tefur sífelt fyrir skjótrí mannfjölg- un í Canada. og gerir oss erfiðara að halda fólki heima, Eg vildi mæla með því, að háttv. þingmenn læsu stutta grein, sem birtist í Lundúnablaðinu Saturday Review, og rituð er af einum þingmanni í- haldsflokksins brezka, Victor Caza- let höfuðsmanni — nafnið er franskt, en ma.ður algerlega enskur — og revnir að gera sér ljósa orsök- ina til þess að Canada er svo sein- þroska. Það er barnalegt að neita þvi, að hnattstaða og loftslag eru oss ekki í hag. Landið fyrir sunnari oss nær alla, leið frá tempraða belt- inu, suður i hitabelti. Það ber allar tegundir jarðargróða. Það hefir allar tegundir nárna, sem ann- ars eru dreifðir um alla jörðina. En auk þss eru Ameríkumenn sinnar eigin gæfu og forlaga smiðir. Eg geng hóti lengra. Hver einasti Breti, hver sannur Englendingur, Skoti eða velskur maður, sem yfir- gefur ættjjörð sina, hve mjög sem hann elskar brezka fánann, vill held- ur flytja þangað, sem hann veit, að hann í nýju þjóðlífi, hefir sömu op- inber áhrif og atkvæðisvald, og hann hafði heima fyrir. En Englend- ingurinn, Skotinn og Walesmaður- inn, sem til Canada flytur veit að hann hefir hér atkvæðisrétt og þar með hönd í bagga með innanríkis- stjórn hér, en sem brezkur þegn, hefir hann mist _ samveldisþegnrétt sinn; að hann hefir ekkert færi á því hér, að greiða atkvæði sitt Mr. Lloyd George eða Stanley Baldwin, annað eða fjórða hvert ár, til þess að hyllast eða hafna þeim mikil- vægu stefnum, sem keyrir konungs- ríkið eða samveldið í' ófrið, eða heldur því á braut friðarins. Hinar átta miljónir manna, sem Canada byggja) ráða minnu um örlög sam- veldisins, um að skapa þær stefnur, innan samveldisins, sem forfeður vorir voru nógu skynsamir til þess að halda sig utan við, en sem vér höfum verið á kafi í, síðan í Búa- striðinu, heldur en lítilmótlegasti strætasóparinn í Liverpool, eða ve- salasti smalinn á skozkum 'slóðum. Þegar ófriðnum er lokið ganga brezkir menn heima fyrir á kjör- staðina til þess að greiða, atkvæði meö eða móti þeim stefnum, sem hafa leitt ættjörð þeirra í ófriðinn, eða haldið henni utan við hann. En vér, borgarar þessarar svo kölluðu þjóðar, höfum engan meiri rétt til þess að hlutast til um þessar stefnur, sem hafa kostað oss hérumbil tvö þúsund miljón dali og líf 60,000 rrfanna, sem nú hvila á vigvöllum Frakklands, af þeim 500,000, sem í herinn gengu, heldur en negrarnir t umboðslöndum samveldisins í Af- riku. Eg mun síðar skýra betur þessa hlið málsins, en eg vil nú þeg- ar beina fullri athygli allra hugs- andi manna, sem ekki láta teym.i sig eftir tilvisunum um reikular og óákveðnar stórveldisstefnur, að því, að þetta atriði er í sjálfu sér þrösk- uldur, á þroskabraut Canada. Það er líka þröskuldur á vegi þeirrar mann- dómstilfinningar, sem hver maður, í hverju frjálsu landi ber í brjósti,. hvert sem hann er enskur, franskur, þýzkur, italskur, eða jafnvel sviss- neskur, holllenzkur eða belgiskur. Leitið fyrir yður í hinum minstu og lítilmótlegustu ríkjum, jafnvel þeim, sem ekki þurfa að dragnast með alt það hafurtask, sem hin svokallaða alþjóðastjórnmálamenska hefir i för með sér, og þér munuð komast að raun um, að allir þessir menn hafa langtum æðri og veglegri skilning á borgara.réttindum og þjóðréttindum heldur en vér, viljugir leiguliðar út- lends valds, höfum, þegar vér tök- um þá stefnti, að vér fórnum á alt- ari hennar i marga ættliði velmegun og siðfqrðislegri einingu þessa lands. I sambandi við innflutnings og út- flutninga fólks, hygg eg að til at- hugunar geti komið sú málsgrein úr hásætisræðunni, sem minnist sam- vinnu við járnbrautarfélögin. Mætti eg aJlr auðmjúklegast ráða meðlim- um stjórnarinnar til þess að verða ekki um of langeygðir eftir sam- vinnunni af hálfu járnbrautarfélag- anna, heldur byggja meira á sam- vinnu við fylkisstjórnirnar, til þess að koma sér saman um yfirgrips- mikla stefnuskrá, er varði landnám í öllum pörtum landslflutum í Canada, og sjá svo um að enginn umboðs- maður sambandsstjórnarinnar. álíti það eitt nauðsynlegt a.ð hlynna að landnámi í sléttufylkjunum þremur, eins og átt hefir sér stað undir því yfirskini, að krúnulendur þessara fylkja liggi undir sambandsstjórn—

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.