Heimskringla


Heimskringla - 07.04.1926, Qupperneq 4

Heimskringla - 07.04.1926, Qupperneq 4
4, BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 7. APRÍL, 1926. ^.icimsknn^la (StofnutS 1886) Kemur Ot (t hverjum mlðvlkudeKl. EIGENDURi VIKING PRESS, LTD. 853 ok 855 SARGENT AVE., WIXMPEG. Talafmli N-6537 VerB blaðsins er $3.00 érgangurlnn borg- lst fyrirfram. Allar borganir sendist THE VIKING PltEfSS LTD. SIGFÚS HALLDÓRS Irá Höfnum Ritstjórl. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. ITtanAMkrlft tll blnbMlnn: THE VIKIXG PRESS, Ltil., Box 8105 DtanANkrlft tll rltMtJArana: EDITOR HEIMSKKIXGLA, Box 3105 WINNIPEG, MAN. MHeimskringla is published by Tbe Ylklnff PreMM Ltd. and printed by CITY PRINTING A PCBL.1SHING CO. 853-855 Saricent Ave., Wlnnfpeg, Man. Telephone: N 6537 WINNIPEG, MANITOBA, 7. APRIL, 1926 Atvinnusamtök meðal Islendinga. Það þekkja flestir dæmisöguna um spýturnar, föðurinn og synina sjö. Fað- ir nokkur kallaði sjö syni sína að bana- sæng sinni. Síðasta áhugamál hans var að sjá þeim borgið. Reynsla langrar og afkastamikillar æfi ha<fði kent honum að skilja verðmæti samtakanna. Hann brýndi því fyrir þeim, að vera ætíð sam- hentir, láta ekki tvístrast. Til þess að skýra betur fyrir þeim samvinnuhug- myndina, lét hann hvern þeirra færa sér viðartein. Hann batt teinana saman, og lét bræðurna reyna að brjóta knippið. Enginn var svo sterkur að hann gæti það. Síðan leysti hann bandið, sem hélt sam- an teinunum. Og þegar hver spýtan var tekin fyrir sig, var lafhægt að brjóta hana milli fingra sér. Samvinnuhugmyndinni: sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér, hefir aldrei verið lýst á einfaldari og skiljan- legri hátt, en í þessari dæmisögu. * * * Heitasta ósk hvers íslenzks manns, Vestur-íslendingum til handa, ætti að vera, að þeir mættu nema af þessari dæmisögu — meðal annars — að standa meira saman en þejr gera á öllum svið- um, svo að þjóðfélaginu hér mætti að gagni koma. Sé nokkuð um það, sem fjöldinn af oss trúir á, að íslepzk alþýða hafi komið hingað með ýmsa hæfileika betur þroskaða og skarpari, og meiri menningarskilyrði að ýmsu leyti, en al- þýða annara þjóðflokka, er hingað hafa fluzt, þá er meira en tími kominn til, eft- ir 50 ára dvöl hér, að íslendingar sýni það svart á hvítu, að þeir hafi hæfileika til þess að vera forustumenn á nýjum braut um, eða þá að sýna. að þeir geti endur- hætt gamlar.. Til þess ættu þeir að minsta kosti að geta notað ágæta og arf- þegna hæfileika, þótt fyrstu «ettliðiriíir hafi þurft að nema nýja atvinnuvegi. — En átti þeir sig ekki fljótt á þessu, þá er um seinan að læra af dæmisögunni Kraftarnir tvístrast þá. Og fari svo að hver pukri fyrir sig, og fjandinn hreppi þann síðasta, þá er meira en hætt við, að það verði aldrei sannað, að tilgátan um sérstaka atgervi íslendinga, sé annað og meira en eyðimerkurhylling. Það er enn tími til þess að gera eitthvað betra með starfskrafta Vestur-íslendinga, sem heildar, en að iáta mikinn hluta þeirra drafna niður í heimskulegum innbyrðis- deilum, um smáatriði. Vér gætum trúað, að líkar hugsanir og þessar hreyfðu sér hjá ýmsum víðsýn- ustu mönnum yngri kynslóðanna, sem hafa þegið uppeldi sitt og mentun hér vestra, án þess þó að missa sjónar á þjóð- ernisarfi og kynfylgju. Og því er ekki að leyna, að þótt hugurinn hafi verið meira festur við þetta, en flest annað, þá er auglýsingin, sem Walter J. Líndal lögmaður birtir á öðrum stað hér í blað- inu, orsök þess, að þetta er ritað. Sú auglýsing er þess verð, að henni sé gaumur gefinn. * * ¥ Hvað sem um kunnáttu manna á ís- landi við ýmsar atvinnugreinlr er ábóta- vant, þá verður þeim þó ekki núið um nasir, að þeir kunni ekki að fiska. Það eru engar ýkjur að segja, að þeir standi þar öllum þjóðum framar hlutfallslega, að sínu leyti eins og t. d. Danir um land- búnað. Það er þess vegna engin tilvilj- un, að fiskveiðar eru önnur aðalatvinnu- grein Islendinga hér í fylkinu. En þótt það sé fullvíst, að íslendingar hér séu engir eftirbátar íslendinga heipia, að dugnaði, og þótt það sé sömuleiðis víst, að austur-íslenzkir fiski- og útgerðar- menn eigi enn eftir að gera ýmislegt þeirri atvinnugrein til bóta, þá eiga Vest- ur-íslendingar þó svo mikið lengra í land, að ekki er saman berandi. Vitan- lega hafa menn hér ekki verið algerlega blindir fyrir því, að miklu væri ábótavant í þessu efni. En lítið hefir verið gert að því að hefjast handa. Nú gefst íslemzk- um fiskimönnum færi á því, á þessum fundi, sem Mr. Líndal hefir boðað til í næstu viku. Fundurinn mun aðallega boðaður Uieð það fyrir augum, að tryggja útgerð fiski- manna gegn slysum. Tæplega mun líða svo haustveitíð, að ísabrot valdi 'eigi meiri og minni netaskaða. Er því áreið- anlega hin mesta nauðsyn, að íhuga nauð synina á því að vátryggja gegn slíkum áfellum. — Hér í Ameríku vátryggja bændur akra sína gegn hagli og fellibylj- um. Því skyldu fiskimenn þá ekki fara eins að? En til þess að menn geti komist að ein- hverri ábyggilegri niðurstöðu í þessu efni, er nauðsynlegt að sem flestir fiskimenn sæki fundinn, sérstaklega þeir, sem lengst hafa haft útgerð með höndum. Það verð ur skiijanlega ómögulegt að gera nokkr- ar tryggingarráðstafanir, nema sæmileg- ar skýrslur séu fyrir hendi um slysa- hættu. Þótt fundurinn sé boðaður aðeins í þessu augnamiði beinlínis, þá gefst fiski- ; mönnum þarna tækifæri til þess að ræða með sér annað stórmál; mál, sem áreið- anlega varðar þá enn meiru en slysavá- tryggingin, sem sé samtök meðal fiski- manna. Það er óþarfi að fara um það mörgum orðum að sinni. En þar er ó- piægður akur fyrir vestdr-íslenzka fiski- menn að sá í kröftum sínum, og svo jvíö- áttumikill, að ekki verður séð út yfir í skjótu bragði. En svo mikið er víst, að séu þeir menn til þess að vinna í sam- einingu og halda saman, þá er engin sjá- anleg ástæða fyrir því, að þeir láti gamb- ur-júða sunnan úr Bandaríkjunum, oöa hvaðan sem er, fleyta rjómann af trogum sínum. Og ekki nóg með það, heldur eiga það að vera Vestur-íslendingar, sem gera út fiskiskipin og togarana, sem sækja til veiða í Hudsonsflóanum, manna þá að yfirmönnum og sjá Mið-Ameríku fyrir sjávarfiski, þegar lokið er Húdsonsflóa- brautinni og hafnargerðinni. — Tímarit Þjóðræknisfélags fslendinga. VII. ár. City Printing & Publishing Co. Winnipeg, 1926. Sjöundi árgangur Tímaritsins er eigu- legt rit sem fyrri. Ytri frágangur er all- ur prýðilegur, bæði pappír og prentun. En játa skal eg, að eg kysi enn nákvæm- ari prófarkalestur á slíku úrvalsriti. — Prentvillur eru að vísu ekki margar, en svo fallegt verk ætti að vera alveg lýta- laust. Og úr því að á prentvillur er minst, má geta þriggja í kvæðum Stephans G. Stephanssonar. — Fyrsta prentvillan er í kvæðinu “Skjálfhendan”, í síðustu línu II. kafla. Þar stendur: “Þeim skálaði líf- gjöf og hita”, en á að vera: “Þeim skáld- aði lífgjöf og hita”. Önnur er í 18. ljóð- línu I. kafla kvæðisins “Metnaður”. Þar stendur: “Þá sem vissi og vildi vammið fjarsta”, en á að vera: “Þá sem vissi, og vildi vammi fjarsta”. Og næst síðasta ljóðlínan í III. kafia er þannig prentuð: “Óspjöilum klæði sín og kvæði”, en á að vera: “óspjöliuð kvæði sín og klæði,”. * ¥ ¥ Það er við hæfi, að heftið byrji með kvæðuni' eftir höfuðskáld íslendinga, Stephan G. Stephansson. Ekkert skáld okkar hefir stutt jafn næmum fingri á hina þjótandi lífæð þjóðsagnanna, eins og Stephan; enginn ráðið það guðdómlega rúnaletur jafn-spaklega, né verið glöggv- ari og fengsælli á dýrgripi, að þeirri til- vísan, heidur en hann. Og hvflík með- ferð, þegar bezt lætur. óþrjótandi orða- forði og ótæmandi orðsmíðagáfa; guð- dómiegar og frumlegar samlíkingar, og kjarnyrðagáfa meiri en menskum mönn- um virðist vera sæmilegt. — Það var í sannleika engin furða, þótt annar eins maður og André Courmont hefði í hyggju að rita doktorsritgerð sína, er dæmd skyldi af Sorbonne, um skáldskap Steph- ans G. Stephanssonar. Stephan sér “rofa til lýðs, sem að iifði svo af — út lágnætti aldanna forðum”, þegar hann grípur niður á frásögninni um tilkomu skjálfhendunnar í Háttatali Snorra. sögur: Um Veila ganga ekki miklar | En alt sem að um hann menn vita, þá afdæma-lifclöngu haustnótt, er þaö: 1 nötrandi skeri~hann skjálfhending kvaö, þeim skáldaöi lífgjöf og hita.” Já, Veili hnígur svo oft í gröfina, að enginn veit um hann, annað en þetta. En er-það ekki næg saga, að halda þjóðlífinu við í lágnætti og villukyljum drunga og deyíðarmóks, hégilja og hindurvitna, kvala og kúgunar? En aðalkVæðið er “Metnaður’’. Þar er einn af gimsteinum Stephans, marg- strendur og fagurskygður. Samtíðarmenn Egils Skallagrímssonar skildu hann ekki. Gg yfirleitt hafa ekki margir skilið hann. En Stephan gerir það. Hann sýnir okkur Egil í nýju ljósi, og gerir það þannig, að eg hygg ekki að vilst verði framar um skapferlið. Kvæðið skýrir frá þeim atburði, er Egill gekk til skemmu- og fann slæðurnar Arinbjarnar- naut sölugar eftir einhvern ,er var “vax- inn upp úr aurnum ökla-lægra en hann”, og Ásgerður húsfreyja hans segir hon- um, að hún hafi lánað Þorsteini syni hans slæðurnar á mannamót. En í raun réttri er kvæðið að dáanleg skýring, óaðfinnan- leg, vildi eg sagt hafa, á þeirri ætlun Egils, er tíðræddást hefir orðið um að fornu og nýju: tilrauninni til þess að sá silfrinu Aðalsteinsnaut um Þingvelli, fyr- ir rílinn, svo að í frásögur yrði fært. Samtíðarmenn Egils skilja hann ekki. Þeir kunna ekki einu sinni að meta skáld skap hans að fullu. Þeir sjá fyrst og fremst í honum stórhöldinn og hrottann, og fjárgræðgina, líkt og seinni tíma menn. KonungsUmd hans kendu þeir ekki. Því síður rendu þeir grun í hið stórhrotna og margbrotna sálariíf hans. Og Ásgerður skilur Egil ekki heldur. Það ríður baggamuninn. Því þótt hann skjóti hræðsiu og þrælsótta í brjóst hversdags- þýjunum og storki ófærum, jafnvel kon- unginum sjálfum, þá stendur hann varn- ar- og hlífarlaus gagnvart henni. “Og í andstæði ennþá var hún fyrir- kona fremst og fegurst kvenna.” Hann á ekki “sakarafl” við hana, frem- ur en við Rán, þótt af ólíkum ástæðum sé. En þá flóir líka út af. Eg ætlaði annars ekki að orðlengja um Tímaritið að þessu sinni. En þetta kvæði er þvílíkt afbragð, að það er ómögulegt orða að bindast, þótt betur væru þau ó- sögð, en í blaðaskrifstofuflaustri. Næst er ritgerð eftir Eggert Jóhanns- son: “Aftur og — fram”, endurminningar frá Nýja íslandi, prýðilega ritað, og _á- gætar bendingar til þeirra, er vilja gera sem ítrastar tilraunir til að viðhalda ís- lenzkunni. Þá er kvæði eftir Guðmund Friðjóns- s^m: “Heilsað vesturfara”, hljómhiikið sem vænta má, og saga eða riss: Lauf úr landi minninganna”. Er það ádeila á verkamannastefnuna og jafnaðarstefn- una. Er ekkert við því að segja í sjálfu sér, því á þá stefnu mega skáld deila, sem aðrir. En Guðmundur er ákaflega stað- bundinn og hagfastur. Er það hið mesta mein að annar eins málsnillingur skuli ekki vera víðsýnni en svo, að þurfa að gera öfgamenn úr þeim, sem eiga að vera meðalalin einhverrar lífsstefnu, er höf- undinum ekki geðjast að. Næst er ritgerð eftir Steingrím lækni Matthíasson: “Gamalt og gott — og ilt”, einnig endurminningar, mjög skemtilega ritaðar, og margt í þeim sérlega íhugun- arvert. Er ekki trútt um að kommúnist- ar gætu tekið sumt í þessari grein sér í vil, t. d. um nýtnina og vinnubrögðin, — og býst eg við að líði yfir fjölda manns, en það er þó jafnrétt fyrir því. “Vísur og kvæði eftir Pál Ólafsson koma næst, og mun ekkert af því hafa verið prentað áður. Er það ýmislegs efnis, gaman, napurt háð og alvara með þeim alþýðlega yndisblæ, sem Páll gat miðlað af svo ríkum mæli; fylt með eina litla vísu. “Frá Þjórsálrdal” er ritgerð eftir Sig- urð* Skúlason norrænufræðing, sérstak- lega skemtileg og fróðleg aflestrar. Þá eru æfintýri og saga eftir J. Magnús Bjarnason: “Góður sonur” og “Majór Sig- urney”, hvorttveggja með beztu einkenn- um Magnúsar. “Alþýðumentun á íslandi” er næsta rit gerð, eftir Jónas J. Húnfjörð, einskonar endurminningar frá þeim tímum, er fólks flutningar hófust hingað vestur. Er fróð- legt að sjá, við hve lítinn bókakost, og sannast að segja ekki útvalinn, athugulir menn hafa náð ótrúlega að þroskast. Næst er einþættingur: “Svarti stóll- inn”, eftir dr. Jóhannes P. Pálsson. Og nú veit eg ekki nema lofsverð fyrirætlan urn fámælsku fari aftur í hundana hjá mér, því mér er ant um höfundinn. Hann er/svo miklum kostum kæddur. i Eins er þessi einþættingur. Hann er ágætum kostum gædd- ur. Hugmyndin er ágæt, og víða er vel frá henni gengið. En það eru smíðalýti á verkinu. Fyrst er málið, og samtölin. Hvorttveggja er víðast stirt og óeðlilegt. Persónurnar taia víð- ast samanrekið ritmál. Fer þvergi vel á' því, og sízt í meira eða minna léttu hjali, eins og á sér stað milli “fyrirmynd- i anna”, bæði við skepnur sínar i og hver við aðra. Eins í um- i tali. Jafnvel Vestur-íslending- I ar tala ekki í þriðju persónu-um | “herra” Blöndal eða Gröndal. | Þeir nefna aðeins eftirnafnið “herra”iaust. — En þetta atriði | og samtalssyndirnar eru smá- atriði. Mesta lýtið á einþættingnum | er endirinn. Þar hefir skáldið i leiðst út i það, að reyna að | gera stórdramatískan hlut enn- ; þá dramatískari, með film- i tækjum: skammbyssuskotum og yfirliðum í stórum stíl, o^ -eyði- ieggur með því hástig leiksins. Síðari partur leiksins hefir yf- 1 irleitt tekist vél í meðferð höf- | undarins, og er svo þansþent- | ur, að hann þolir ekki úndir- | strikanir og upphrópunarmerki: ; skammbyssuskotin, yfirliðin og i skýring Maríu á, faðerni barns- ins. Frú Konrfeð kemur eins og skollinn úr sauðarleggnum, (þótt koma henar sé undirbúin með — vitanlega — ónauðsyn- legri setningu). Afbrýðissemi I hennar og afleiðingarnar, koriia ekkert við merg málsins. Það j er meira að segja algerlega ó- nauðsynlegt og listspillandi, að Konráð þekki Mónu, þótt það á ! hinn bóginn sé ekki ótækt. Þeg- ar hún er hnígin niður af stöln- ) um, og Konráð stendur í æstri ! hrifningu fyrir framan meist- araverkið, þá er leikurinn bú- inn. — Dr. Pálsson hafði hér iista- verk í smíðum, sótti sig stór- vel, er fram á dró, en fór einu eða tveimur hættulegum — ó- farandi—skrefum of langt. — Næst kemur stórkostlega vel rituð grein eftir PárBjarnarson, ádeila og athugasemdir við orðakver Finns prófessors Jóns- sonar, og einnig athugasemd út af skýringu F. J. og Dahlerups á “Þriggja sýna aus.tr”. Víðast. mun Páll hafa rétt að mæla, víða bersýnilega, og það er un- un að fylgjast með honum um völundarhús málsins. Er stór- furðulegt hve iangt sá maður hefir komist í byggingarþekk- ingu íslenzkunnar, svo fjarri flestum eða nálega öllum hand- bærum gögnum og heimildum. Plr deginum ijósara að þar er um afburðagáfur að#ræða. Er það hvorttveggja, sómi Vestur- j íslendingum, að telja slíkan ! mann í sínum hópi, og skaði ís- landi, að starfskraftar hans skuii ekki notaðir, þar sem þörfin er einmitt brýnust. —1 Þá er “Sitt af hverju frá land - námsárunum’. Tlefir séra Rögnvaldur Pétursson, tekið það saman. Er fyrst “landnáinsskýrsla” frá Nova Scotia, samin af Jóni Rögnvalds syni bónda frá Hóli á Skaga, léð af syni hans, Jóni bónda Hillmann á Mountain. En skýrslan er aukin og endurbætt af skáldinu J. Magnúsi Bjarna- syni. Þar eru og bæjarvísur Höllu Jónsdóttur, er hún orti um iandnema í Marklands-ný- iendu, og að síðustu eru 4 bréf i frá iandnámsárunum í Nýja ís- landi, rituð til Jóns Rögnvalds - j sonar, af Bjarna Bjarnasyni frá | Meyjarlandi og Daðastöðum í i Skagafirði (þrjú), og Jóni lækni DODD’S ^ gKIDNEY 2>' DODD’S nýrnapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyfsögum, eða frá The Dodds Medicine Co-, Ltd. Toronto, Ontario. helzt telja, að eg sakna frani- haldsins af sögu þjóðræknis- samtakanna eftir ritstjórann, og að mér finst máske helzt til mikið af “endurminningum” í ritinu. Og þó eru mér þær per- sónulega kærari en flest annað. S. H. f. H. Andlegur þorparalýður. I Lögbergi 25. marz síöastl. birtist ritstjórnargrein meö fyrirsoeninni “Skuggahverfi”, sem mér finst á- stæöa til a.ð gera nokkrar athuga- semdir við; og vil eg biöja þig, hr. ritstjóri, um rúm fyrir þær. “Slíugga.hverfi” nefnir ritstjórinn þaö, sem á ensku máli er nefnt the underwörld í stórborgunum, en þaö er yfirleitt allur þorparalýður, morðt- ingjar, þjófar, skækjur og þess hátt- ar fólk. Ritstjóranum finst, sem von er, a.ð þessi lýður sé átumein á þjóöfélögunum; en það er þó ekki hann, sem hann gerir að umtalsefni sínu í þetta sinfi, því þetta er aðeins samlíking, — það sem ritstjórinn talar um, og er sýnilega. -mjög á- hyggjufullur út af, er þorparalýður- inn — morðingjarnir, þjófarnir og skækjurnar — í heimi andans. Ritstjórinn hefir oft heyrt til þess lýðs, því hann er hávær og “heldur fram málefnum og hugmyndum, sem eru ekki vittind hreinni en tal og athafnir fólks þess sem heima á í hinum vanalegu skuggahverfum”. Og hver er sá hinn andlegi þorp- aralýður, sem veltir “siSspillandi og afvegaleiða.ndi orðaflaumi” yfir sak- lausar og hreintrúaðar sálir? Mér skilst að það, samkvæmt skoð un ritstjórans, séu menn, sem, í na.fni vísindanna, halda að fólki "fölskum mannlífsmyndum, hálfköruðum sann- leika og getgátum”. Mann fer nú\ að gruna, hverjir þeir muni yera, frá sjónarmiöi rit- stjóra Löghergs, sem gea þetta. Raunar vitnar ritstj. til orða eftií dr. David Sta.rr Jordan, nafnkunnan. náttúrufræðing, í ritgerð eftir hann, sém ritstjórinn segist hafa lesið, og sem nefnist: “The Lunatic Fringe of ritstjór^ Science”. Þetta þýð ir ritstjórinn r “Vitleysiskögur vísindanna”. Ekki vantar mál^nildina. En benda mætti á, a.ð orðig “fringe’ þýðir hér ekki kögirfi þótt það þýði það, þegar um föt eða aðra hluti, sem kögur hafa, er aö ræða. Fyrirsögnin á ritgerð dr. Jordans þýðir takmörkin, þa.r sem vísindin hætta, en staðlausar og vit- firringslegar firrur taka við. Dr. Jordan nefnir tvær-: önnur er um astrologíu, og dettur, vist fáum í hug að kalla þá “speki” vísindi; hin er um mjög fjarstæðufulia tilgátu um, að hvitir menn, gulir og svartir, séu komnir út af þremur mismunandi apa tegundum. Þetta, og meira ekki, segir dr. Jor- ^ <Tan, en, ritstj. vill sýnilega. gefa í Jónassyni frá Saurbæ í Skaga-1 skvn, að hann segi meira. Þessi rit- fjarðarsýslu.# Er niikill fróðleik- smið hans er ein af mörgum tilraun- ur að kynna sér skýrslur þess- um, sem hanti hefir gert til þess að ar °§ bréf, og á ritstjórinn þökk halda því að lesendúm Lögbergs — í fyrir að halda þvílíku tii prent- unar. — Síðast í ritinu er fundar- t skýrsia sjötta ársþings Þjóð- ræknisfélagsins. — Tímaritið er hin eigulegasta bók, Þjóðræknisfélaginu og rit- s«m liklega eiga , ekki heima í and- legum skuggahverfum, heldur á ljóss ins hæðum'— aö hrevtiþróunarkenn- ingin sé röng og hættuleg, að það sé eitthvað ljótt og siðferðilega niður- lægjandi við hana. Mun honum heldur en ekki hafa þótt matnr í að Stjóranum til SÓma. Ef eg vildi | ná i orð ejtir jafn ágætan visinda- finna að einhverju, þá myndi eg , mann og dr. Jordan er, sem hann

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.