Heimskringla - 08.09.1926, Blaðsíða 7
WINNIPEG 8. SEPT. 1926.
HEIMSKRINGLA
7.BLAÐSIÐA.
(Frh. frá 3. bls.)
in, helzt að líkjast tvíkúptu safn-
gleri, hva'ö lögun snerti.
Síöar komst hann aö raun um, aö
eigi væru ályktanir þessar dregnar
út af réttum forsendum. Feldi hann
því starfiö niöur, enda náöi sjónpípa'
hans engan. veg til botns í stjörnu-
hafinu.
Reynsla siöari tíma manna hefir
þó í öllum aöalatriðum staöfest á-
lyktanir hans, enda lá mikið starf aö
baki þeim.
Seeligers lög. — Síðan Herschel
leiö, hafa sjóntækin fullkomnast, fjar
lægö stjarna veriö mæld og litsjá og
ljósmyndun komið til sögunnar.
Starfi Herschels hefir veriö haldið
áfram af ýmsum. Einkum má þó
nefná þýzkan stjarnfræðing, er Seeli-
ger heitir. Hann hefir leitt i Ijós
þrjú mikilvæg lögmál, sem við hann
eru kend.
Reikningar sýna, aö væru allar
stjörnur álíka bjartar í eöli sinu og
lægju þær jafndreifðar út um rúmiö,
þá mundu ávalt finnast ferfalt fleiri
stjörnur, ef talið væri alt upp í á-
kveðinn stæröarflokk, heldur en ef
talið væri upp í næsta flokk fyrir
neöan. T. d. ættu 10 fyrstu flokk-
arnir að geyma ferfalt fleiri stjörn-
ur en 9 þeir fyrstu. En talning
stjarna víösvegar í geimnum sýna aö
stjörnum fjölgar eigi líkt því svo
ort. Talan rúmlega þrefaldast aö
meðaltali. Nálægt skautum Vetrar-
brautar gerir hún litiö meir en tvö-
faldast.
Seeliger oröar þetta svo:
1. Tala stjarna vex miklu hægar
meö þverrandi Ijósmagni, en vera
myndi, ef stjörnurnar heföu yfirleitt
sama ijósmagn í eöli sinu, og væru
álíka þétt settar i öllu rúminu.
Einnig segir hann:
. 2. Daufum stjörnum — ofan við
6. stæröarflokk — fjölgar því meir
sem nær dregur miöbaugsfleti Vetr-
arbrautar.
Og ennfremur:
3. Umhverfis skaut Vetrarbrautar
finnast aöallega bjartar stjörnur, en
daufum stjörnum fjölgar lítt þótt
sjónpípan skygnist þar langt út í
djúpið.
Nákvæm talning ' ýmsuö stöövum
í himinhvolfinu sýnir aö meðaltali
þessa tölu stjarna á jafnstórum
fleti:
tvíkúpt ský. Hugsum oss sjálfa
stadda í skýinu miðju. Þar væru
droparnir þéttastir. Þeir gætu komið
i sólna staö.
Lítum síöan á ýmsa vegu út úr
skýinu: Til beggja handa grisjar til
lofts, þar er styzt út i heiðan himin-
inn. Þá verður eftir þokubaugur
hringinn í kringum oss, dimmastur í
miöju, þar sem mest er þvermál skýs-
ins.
Vetrarbrautin hefir áþekt útlit frá
voru sjónarmiði, því að vér búum
nálægt miðju, nema aö hún er björt
þar sem skýið er dimt. Hún umlykur
oss eins og baugur. Herskarar
stjarnanna renna saman í eitt um miö
bikið, fjöldans vegna. Þar sýnist
stjarna við stjörnu og stjarna aö baki
stjörnu, svo langt sem euga eygir.
En er dregur til skautanna, mæta
auganu færri og færri stjörnur. Þar
er styzt út í myrkan og auðan him-
ingeiminn. Eitthvað dularfult hvil-
ir þó enn, aö áliti stjarnfræöinga, yf-
ir ljósbjarma Vetrarbrautar. Bíður
það úrlausnar komandi kynslóöa.
Af lögmálum Seeligers, ásamt öll-
um gögnum, sem aö þeim lúta, þyk-
ir nú fullsannað:
Að allar stjörnur, og einnig vor
sól, innifelist í einu mjög stóru
stjörnuvcldi, sem er takmarkað og
endanlegt á alla vcgu. Þetta er Vetr-
arbrautin. Innan hcnnar skiftir tala
stjarna ef til znll þúsundum miljóna,
en er einnig takmörkuð. Utan Vetr-
arbrautar cr auður geimur og stjörnu
laus.
Stjörnustraumar Vetrarbrautar. •—
Fram til siðustu aldamóta álitu
menn aö stjörnurnar rynnu sitt á
hvað, i allar áttir i rúminu, án hins
minsta skipulags.
Arið 1914 birti hollenzkur stjarn-
fræðingur, sem Kapteyn heitir, álykt-
anir mikilla rannsókna. Leiddu þær
i ljós aö stjörnurnar falla um rúmið
í 2 aðál-straumum. Straumarnir
renna samhliða miðbaugsfleti Vetr-
arbrautar, en falla í gagnstæðar átt-
ir. Stuttu síðar komst Eddington
aö sömu niðurstöðu, án þess að vita
hvað hinum leiö og ýmsir aðrir.
Straumar þessir nefnast oft 1.
og 2. straumur.
Mikla athygli hafa straumar þessir
vakiö og veitist mönnum örðugt að
rekja orsakir þeirra.
Brst. Vetrarbr. Norðl. Suðl.
0 82,0 82,0
15 51,0 59,0
30 23,5 26,7
45 14,5 13,5
60 7,7 9,6
75 5,0 6,0
90 2,5 0,0
Þessi tafla sýnir að stjarnamergðin
heldur sig aðallega við miðbaugsflöt
Vetrarbrautar.
Talningin sýnir ótvirætt aö stjörn-
urnar gisna þvi meir sem utar dregur
í rúmiö. Fyrsta lögmál Seeligers
styöst við þá talningu.
Búast mætti við þvi, aö 1 jósiö dofn
aði á leið sinni gegnum rúmiö, um-
fram það sem lögmál þess mælir
fyrir, en flest, ef ekki alt, staöfest-
ir hið gagnstæöa. Má því álykta, að
óendanlega langt úti í rúminu séu
stjörnur óendanlega gisnar, eða að
utan við ákveðin, mjög fjarlæg tak-
mörk, megi heita stjörnulaust rúm.
Taflan staðfestir 2. og 3. lögmál
Seeligers. Sýnir hún að tiltölulega
stutt er á milil skauta vetrarbrautar,
á móts við aðal-þvermál hennar. Ná-
lægt skautum Vetrarbrautarinnar tvö-
faldast aðeins tala stjarnanna, með
hækkandi flokk. Af þvi leiðir, að
þegar komið er þangað vit, sem 11.
stærðar stjörnur hafast aðallega við,
eru stjörnwrnar orðnar 20 sinnum
gisnari en i nánd við oss. Bendir það
til þess, að á þeim stöðvum sé kom-
ið langleiðis út úr stjörnuveldinu. —
Styður þetta þá skoðun Herschels,
að Vetrarbrautin sé t-víkúpt að lög-
un.
Seeliger hugði Vetrarbrautina um
það bil tvöfalt meiri á breidd en
þykt.
Vetrarbrautin séð frá Jörðú). —
'Alyktun. — Vetrarbrautin er frá oss
að sjá eins og ljósleitt belti um him-
inn þveran. Af því má ráða, að
sólkerfið sé nálægt miðbaugsfleti
vetrarbrautar. Þar eru sólirnar þétt-
astar og þar tevgir Vetrarbrautin sig
lengst út i rúmið.
Vér getum hugsað oss Vetrarbraut-
ina, til skilningsauka, eins og mikið
....Stefnur straumanna. — Auka-
straumar. — Fyrsti straumur stefn-
ir á Vetrarbraut nálægt Hundstjörnu.
2. straumur stefnir lágt á suöurhim-
inn.
Fyrsta straum fylgja 3 stjörnur á
móti hverjum. 2 stjörnum í öðrum
straum. Stjörnur 1. straums hafa
einnig meiri hraða en stjörnur 2.
straums.
Eigi fylgja þó allar stjörnur
straumum þessum. Sumar renna í
aðrar áttir og fylgja ýmsum auka-
straumum.
Fá má góða hugmynd um strauma
þessa með þvi, að hafa í huga 2
fiskigöngur, sem mætast í rúmsjó.
Göngur þessar hafa 2 aiialstefnur.
Auk þeirra eru þó smátorfur á víð og
dreif, sem fara í ýmsar aðrar áttir
og einstöku fiskar snúa alla vega við
öllum göngum annara fiska.
Leitað orsaka. .— Kapteyu leitar á
þessa leið að orsökum straumanna:
Tvö stjörnuveldi hafa mæzt og
runnið saman á vegferð sinni um
himingeiminn. Hvejrt um sjg fer
sinna ferða. Að lokum skiljast þau
til fulls og hittast að likindum aldrei
framar.
Þetta stjakar við hvtgmyndum
manna um einingu allteims vors. Hafa
menn því leitað annara skýringa.
Schwartzschild hvggur. að stjörn-
urnar renni hringmyndaða bauga, af-
arviða, umhverfis þungamiðju Vetr-
arbrautar, en Turner hyggur brautir
þeirra sporbauga.
Þvílíkar boglínur mundu virðast,
frá jörð aö sjá, alveg beinar um óra-
tíma, og vegna þess að sólkerfi vort
i er eigi i miðju Vetrarbrautar, gætu
hringrásir þessar litið út ?em tveir
meginstraumar í gagnstæðar áttir.
Þungamiðja Vctrarbrautar. — Sól.
kerfin. hafa þungamiðju, sem hnett-
irnir snúast um. Hnattasöfn Vetrar-
brautar hafa sömuleiðis einhverja
allsherjar þungamiðju.
Övíst er að hún sé í neinni sér-
stakri sól. Enda er þungamiðja
hnattker.fa hreyfanleg. Engin sól
i ber svo langt af öðrum að stærð, að
hún hafi þúsund miljón sólir á valdi
sínu.
Stjarnfræðingar hafa lengi leitað
að þungamiðju Vetrarbrautar, en
eigi fundið. Einna helzt ætla menn
að hún liggi i Bogmannsmerki, það
er lágt á suðurhimni. Þar eru
stjörnuþyrpingar feikna miklar. Þang
að eru um 15 þús. ljósár.
Sumir ætla að sólirnar renni bog-
línur utan um þungamiðju Vetrar-
brautar. Engar sveigjur, sem benda
til þess, hafa þó fundist ág öngum
stjarnanna. Séu brautir þeirra lukt-
it' baugar, þá er umferðartímínn
óralangur —- ef til vill hundruð milj-
ón ára.
Enn um hraða stjarnanna, — Ný-
lega hafa menn orðið þess varir, að j
litur og hraði stjarna stendur í ein-
hverjum samböndum innbvrðis.
Tafla þessi er eiki nákvæm, en
veitir þó hugmynd um þetta:
Litur stjarna : Hraði:
Bláhvítar ........... 9 km. á sek.
Hvitar ............. 15 — - —
Gular ............... 21---------
Rauðar .............. 24 — - —
Mönnum er þetta hin mesta ráð-
gáta. Fær enginn skilið, að litur
og litrof stjarna geti átt neina sam-
leið með hraða þeirra um himingeim-
inn. Sumir ætla að ástæðan sé sú,
að efnismagn og hraði sé yfirleitt i
innbyrðis samböndum.
Samliking. — Chariier hefir ásamt
öðrum bent á, að hugsast geti að
svipuð lögmál ráði meðal sólnanna
og sameinda loftsins. Menn telja loft-
ið myndað af óteljandi, ósýnilegum
hnattakerfum. Nefnast þau sam-
eindir. Sameindir þjóta beinar lín-
ur. Öaflátanlegir árekstrar þeirra.
sín í millum, stilla skjótt allan hraða
með vissum hætti, svo að ávalt verð-
ur efnismagn. sameindar X hraði
hennar í öðru veldi óbreytanleg sama
stærð. Jafnvægi þetta næst undra-
fljótt í litilli loftfúlgu. Jafnast alt
á örlitlu broti úr sekúndu.
Ut frá þessu ályktar Charlier:
Stjörnuskari Vetrarbrautar er óra-
lengi að ná slíku jafnvægi, sökum
geisimikillar stærðar, en hann leitar
þess og er á leið tfl fullkomins jafn-
vægis og skipulags.
Sumir vitrir menn lita svo á, að
hið allra stærsta sé eins og stækkuð
mynd af því allra smæsta. Það er
eitt af heimsins dásemdum.
Mœlingar Charliers. — Andi mann-
anna þráir að vita, þótt eigi komi
öll þekking að beinum notum.
Alt af leita menn að nýjum og nýj-
um heimum. Viðhafa menn þá ýms-
ar aðferðir og bera saman árangur,
i því skyni að komast svo nálægt því
sanna sem auðið er.
Vissar stjörnur nefnast “B”stjörn-
ur. Það eru bláhvítar ofsaheitar
sólir. Má því búast við að allar
hafi álíka stærð. Viti menn um fjar-
lægð einnar “B”stjörnu, þá má þess
vegna ætlast á um fjarlægð allra
annara.
Charlier hefir teiknað legu allra
"B’’stjarna. Fæst þá viðlíka hug-
mynd um stjörnuveldið og ef teiknuð
væri grunnmynd af stórborg úr há-
um turni í miðju borgar, þegar myrkt
væri af nótt og aðeins staðsett raf-
ljós með götum fram.
Athuganir þessar leiða á þá nið-
urstöðu að Vetrarbrautin sé takmörk-
uð stjörnuþyrping, þétlust um mið-
bikið og miklu meiri á breidd en þykt.
Kemur þetta heirn og saman við
skoðanir Herschels og Seeligers.
M cclingar Kapteyns. — Kapteyn
hefir við athugun stjarna komist á
svipaða niðurstöðu. Þó er aðferö
hans önnur. Niðurstaða hans bregð-
ur upp mynd af stjörnuveldi voru,
sem líkist gúmmíhnetti, sem er
þjappað saman á skautunum.
Minsta þvermál Vetrarbrautar tel-
ur hann 9000 ljósár, en mesta þver-
mál 60,000 ljósár. Utan við þau
takmörk eru stjörnur 100 sin.num gisn
ari en um miðbikið, og þaðan af
minna er utar dregur. Er þá að
vísit farið að nálgast útjaðra vetrar-
brautar, en fjarri því að vera komið
út i alveg stjörnulaust rúm.
Alyktanir Eastons. — Vetrarbraut-
in er langbjörtust í Arnarmerki, en
daufust í Einhyrningsmerki. Merki
þessi liggja andspænis hvort öðru á
himninum. Þess vegna ályktar Eas-
ton að sólkerfið liggi eigi í miðju
I Vetrarbrautar,.. heldur töluvert nær
öðrum jaðri. Þetta fallast menn
yfirleitt á«
Einnig álylctar Easton af ýmsum
einkennum Vetrarbrautar að hún sé
sveipmynduð. Alítur hann einnig að
sveipþokur geimsins séu hliðstæðar
Vetrarbrautinni, en eigi háðar. Sveip-
inn telur hann felast sýnum af því,
að sólkerfið sé inn á milli greina
sveipsins. Allar greinar álítur hann
að liggi i einum og sama fleti, svo
að þær beri hver í aðra. Margir
telja þetta vafasamt.
Víðátta. — Oljósa hugmynd hafa
menn um rúmtak Vetrarbrautar. Kúla
laga fjölstirni eru fjarlægust af öllu
sem efalaust er að lúti henni.
Vetrarbrautinni má líkja við meg-
inland mikið, en, fjölstirnum þess við
eyjar úti í hafi. Þau hafa því meira
sjálfstæði, sem þau liggja lengra i
burtu, líkt og skattlönd stórveldis.
Stjarnfræðingar álíta nú að fjöl-
stirni þessi liggi við yztu endimörk
Vetrarbrautar og myndi ásamt henni
kerfi, sem sé um 300,000 ljósár að
masta þvermáli. Sólkerfið hyggja
menn að liggi um 60,000 ljósár frá
miðju þessk stóra kerfis og um 4000
ljósár frá miðbaugsfleti þess — þ. e.
úti í annari helftinni.
Nú hefir verið minst á ýmsar að-
feyðir til þess að kynnast Vetrarbraut
vorri. Allar leiða að svipuðum nið-
urstöðum í flestum aðalatriðum.
Ætla menn því alls yfir, að þær nálg-
ist veruleikann.
Hvað er utan Vetrarbrautar? —
Hvar sem sést út úr Vetrarbraut-
inni, gín við botnlaust myrkurdjúp.
Vita menn eigi til þess að neitt af
neinu tæi hafist þar við, annað en
sveipþokurnar. Afstöðu þeirra til
Vetrarbrautar þekkja rnenn engan
veginn til hlítar.
Afstaða sveipþokamna. — Eðlileg-
ast er að búast við óendanlegri stjarn
mergð í óendanlegum ihimingeimi.
Andans menn liðins tíma hafa marg-
ir hallast að því. En eigi að leita
fullvissu um þessa hluti, þá vill ein
staðreyndin rísa gegn annari. Sumir
telja vonlítið að vissa fáist. Aðrir
telja hana velta á því, hvort óyggj-
andi vitneskja fáist um afstöðu sveip
þokanna til Vetrarbrautar.
Er Vetrarbrautin einstæð í rúm-
inu, eða eru til aðrar, óteljandi, Vetr-
arbrautir ?
Sveipþokur eru sólnasöfn, en eigi
gasniekkir. Allar hafast við utan
Vetrarbrautar vorrar — flestar i al-
veg ómælanlegri fjarlægð.
Stjarnfræðingar eru i vafa um,
hvort þær eiga að teljast háðar Vetr-
arbraut vorri, þó að fjarlægar séu,
eða hvort þær séu fjarlægar Vetrar-
brautir og hliðstæðar alheimi þeim,
sem vér byggj um.
Andrómeduþokan er talin að minsta
kosti 23,000 ljósár að þvermáli, og í
650,000 ljósára fjarlægð.
Mikil er stærð þokuheims þessa,
en nálgast þó eigi stærð Vetrarbraut-
ar. En hugsast getur að til séu aðr-
ar stærri.
Mestur hraði sveipþoku er 1800
km. á sekúndu. Flestar renna geisi-
hratt um rúmið. Bendir það til þess
að þær fari alveg sinna ferða.
Sveipþoka nokkur í Bogmanns-
merki heitir NGC 6288. Nýlega hef
ir fjarlægð hennar uppgötvast Alíta
menn hana eina miljón ljósára. Svo
mikil fjarlægð er það, að sameinað
aðdráttarafl Vetrarbrautar álízt naum
ast þess um komið, að stýra göngu
hennar. Vetrarbrautin myndi sýnast,
frá þessum stöðvum í rúminu, aðeins
óljós þokuslæða. Geislaflóð þúsund
miljón sólna er næstum því að engu
orðið.
Skal nú vikið að helztu skoðun-
um manna í þessum efnum.
Gblers telur óendanlegan sólna1
íjölda óhugsanlegan, vegna þess að
himininn myndi þá allur vera eitt
blikandi ljóshaf.
Arrhenius telur sloknaðar sólir og
myrkurþokur draga svo' mikið úr
geislum sólnanna, að fjarlægar stjörn
ur hverfi loks alveg. Rannsóknir á
"B”stjörnum sýna hið gagnstæða.
Efnið virðist hafa svo litið rúmtak
á móts við geiminn að þess gæti
næsta litið.
Seeliger telur, að væru sólirnar
óendanlega margar og efnismagn
rúmsins óendanlega mikið, þá mundu
ýmsar stiörnur hafa óendanlegan
hraða, en það er eigi til.
Charlier sýnir fram á að stærð og
niðurskipun heimskerfanna geti hugs-
ast sú, að hvorki hraði sólna né birta
himins yrði á annan veg en er, þó að
* tala stjarna sé ofan við öll tiltekin
takmörk.
Hugsar hann sér að stjarnkerfin
myndi sívaxandi stærðarveldi. Hnett-
ir mynda sólkerfi, sólfkerfi mynda
Vetrarbraut, Vetrarbrautir myndi
nýtt stærðarveldi og svo komi veldi
yfir veldi. Millibilin vaxa einnig
geisilega mikið, að ætlun hans.
Margir hallast að þessari skoðun.
Allavega er þetta ofvaxið mannleg-
um skilningi, en auðan geimimi fá
menn eigi sætt sig við.
Agcir Magnússon.
—Iðunn.
V:
Sími: 88 603
Andrew’s Tailor Shop
•
Föt búin til eftir máli. — Hreinsun og pressun
Verk sótt og sent heim.
ANDREW KAVAI EC
346 Ellice Ave., Winnipeg
Kensla í hljóðfæraslætti og hijómfræði
Undirritaður veitir tilsögn í píanóspili og hljómfræði,
eins og undanfarin ár. Nemendur búnir undir próf við
Toronto Conservatory of Music. — Þeir sem sýna hæfi-
leika, hafa tækifæri til að koma fram á “recitals”.
R. li. RAGNAR
Kenslustofa: 646 TORONTO ST. — SfMI : 89 758
St. James Private Continuation School
and Business Collegt
Portage Ave., Cor. Parkview St., St. James, Winnipeg.
Auk vanalegra námsgreina veitum við einstaklega góða til-
sögn í enskri tungu, málfræði og bókmentum, með þeim til-
gangi að gjöra mögulegt fyrir þá sem frá öðrum þjóðum
koma að láta í ljós beztu hugsanir sínar á fósturmáli sínu
Enskunni, eins vel og fnnfæddir geta gjört
Þeir, sem standast inntöku prófið, sem er ekki erfitt, geta
byrjað strax.
Skrifið, eða sækið persónulega um inngöngu frá klukkan
8—10 að kvöldinu. Gjald frá $5.00 á mánuði og hærra.
:~iwi;i::wir;::?iiwrTEiJiii.—i n
A Strong Reliable
Business School
More than 1000 Icelandic Students have
attended the Success Businessl College
of Winnipeg since 1909.
It will pay you again and again to train in
Winnipeg where employment is at its best and
where you can attend the SUCCESS BUSINESS
COLLEGE whose graduates are given preference
by thousands of employers and where you can
step right from school into a good position as
soon as your course is finished. The SUCCESS
BUSINESS COLLEGE, Winnipeg, is a strong,
reliable school—its superior servicé has resulted
in its annual enrollment greatly exceeding the
combined yearly enrollment of all other Business
Colleges in the whole Province of Manitoba. —
Open all the year. Enroll at any time. Write
for free prospectus.
WE EMPLOY FROM 20 TO 30 INSTRUCTORS.
THE
fhuóincóó (^offetje, £cfmtccl
385£ PORTAGE AVE. WINNIPEG, MAN.
Yilt þú komast áfram
Velgengni er einungis þeirra, sem eru reiðubúnir að
grípa tækifærið, þegar það gefst. Eruð þér? Eða eruð
þér ánægð að fljóta úr einni lágt launaðri stöðu í aðra?
Nútíðar verzlun krefst þekkingar og kunnáttu. Hiún
bíður ekki eftir að óreyndir byrjendur læri einhvern
graut í starfi sínu. Látið ekki vankunnáttu standa yður
fyrir þrifum. Byrjið kaupsýslustarfið rétt.
Elmwood Business Col/ege
veitir fullkomna kenslu í öllum kaupsýslufögum. Sér-
stakar greinir kendar ef æskt er. Ágætlega lærðir og
hæfir kennarar, sem hafa haft virkilega starfsreynslu,
tryggja gagnkvæma kenslu.
Sífeld eftirspurn eftir ELMWOOD LÆRLINGUM.
Námsgreinir
Bookkeeping, Typewriting,
Shorthand, Spelling,
Composition, Grammar
Filing, Commercial Law
Business Etiquette
High School Subjects,
Burrough’s Calculator.
Skrifið eftir fullum upplýsingum til skólastjórans.
Verð:
Á máhuði
Dagkensla........$12.00
Kvöldkensla.......5.00
Morgimkensla .. .. 9.00
210 HESPLER AVE., ELMWOOD.
' Talsími: 52 777 Heimili: 52 642