Heimskringla - 29.09.1926, Page 6

Heimskringla - 29.09.1926, Page 6
 lIJfilMSKRINGLi WINNÍPEG 29. SEPT. 1926. Rósahringurinn. Henni heyrðist hann syngja þetta, og horfa á sig með björtu augunum sínum. Hún lokaði sínum augum, til þess að sjá hann enn betur. Nú var hún ekki hrædd við að sjá hann., Ó, hve rangt hún hafði gert honum til, með því að hræðast framtíð sína. " Hvað orsakaði þessa skoðanabreyting henn- ar? *Var það ráðlegging Derycks? Var þessi skoðun hyggilegri en sú, sem orsakaði svar hennar í kirkjunni? En ef hún Mætti nú við ferðina til Konstantinopel og Aþenu, og færi í þess stað með gufuskipinu Alexandria til Lon- don, kæmi þangað að viku liðinni, hraðaði sér svo til Garth og segði honum sannleikann, og léti hann ráða framtíðarforlögum þeirra? Að hann elskaði hana ennþá, efaðist hún ekki um. Hópur af Englendingum kom nú út úr borð- salnum, og fékk sér sæti í sólbyrginu, sískraf- andi og allhávær. Einn þeirra, sem var herfoiingi, hélt á bréfi í hendinni og einu númeri af “Morning Post”. Þeir töluðu um nýungarnar, sem bréfið færði, og um fréttagrein, sem hann hafði lesið upphátt. “Vesalings maðurinn; það er sorglegt,” sagði ein konan. í‘Eg held hann hefði heldur viljað vera drep- inn,” sagði dóttir hennar. “Það hefði eg heldur kosið.” “Nei,” sagði ungur maður. ‘‘Lífið er in- dælt undir öllum kringumstæðum.” ‘‘Já, en blindur,” svaraði unga stúlkan, og hrylti við. “Alveg blindur alla æfi — það er hræðilegt.” “Var það hans eigin byssa?” spurði konan “Og hvers vegna voru þeír á veiðum í marz?” Það leið ’hörkulegt bros yfir andlitið á Jane; hún hataði dýraveiðar, og áleit óhöppin, sem af þeim leiddu, einskonar endurgjald. ‘‘Nei,“ svaraði herforinginn. ‘‘Veiðitíminn er liðinn; þeir ætluðu aðeins að skjóta kanín- ur.” “Var það hann, sem skaut?” spurði unga stúlkan. “Nei,” svaraði 'herforinginn. “Hann var löngu hættur að drepa dýr og fugla. Hann elskaði lífið og alla fegurð; hann var listmálari og átti fagurt heinhli norðarlega. Af tilviljun sá hann nokkra pilta, sem voru að skjóta kanínur; og þar eð hann sá þá breyta illa við eina kan- ínu, stökk hann yfir girðinguna til að frelsa hana frá meiri þjánirtgum. Einn af piltunum varð afar hræddur, og skaut óviljandi. Skotið lenti í tré fáein fet frá honum, en nokkur af höglunum hrukku úr trénu og lentu í augum hans og eyðilögðu þau, en heilinn er óskemdur.” “Voðaleg ógæfa,” sagði einn af þeim ungu. ‘‘Já, en eg get ekki skilið þá manneskju, sem ekki hefir gaman af veiðum,” sagði annar. “Það hefðuð þér gert, ef þér hefðuð þekt hann. Hann var svo þrunginn af fjöri og ást á öllu fögru. Vesalings maðuf-inn, nú sér hann ekkert af því oftar.” “Lifir móðir hans?” spurði eldri konan. “Nei, hann er einmana og lifir í myrkri, skrifar lafði Ingleby.” Nú yfirgáfu allir sólbyrgið, nema herfor- inginn. Jane stóð upp og gekk til hans. ‘‘Má eg lána biaðið yðar í eina mínútu?” spurði hún. ‘‘Já, með ánægju,” svaraði liann og leit á hana. “Hvað sé eg — ungfrú Champion! Eg vissi ekki að þér væruð hér!” “Komið þér sælir, Loraine herforingi.” Jane beið þangað til að allir voru farnir; þá leit hún í blaðið og las. Já, það var Garth Dalman — hennar Garth — sem lá blindur, hjálparlaus og einmana heima hjá sér. 14. Eftir leiðbeiningu læknisins. Hvítu klettarhir hjá Dover lyftust hæyra og hærra upp úr hafinu, unz þeir að lokum voru nálægir. — Jane gekk fram og aftur um þilfarið, glöð yfir því að vera komin aftur heim til föður- landsins. Hún símritaði Deryck vini sínum frá París og leitaði ráða hans. 1 Dover keypti hún blað, og sá þar getið um Garth, að honum liði illa, og að honum hefði verið ráðlagt að leita til Derycks Brand, sér- fræðings í taugasjúkdómum. Símarita sendiboði gekk langs með lestinni og hrópaði inn í hvern klefa: / “Ungfrú Jane Champion!” Jane heyrði nafn sitt nefnt og rétti hend- ina út um gluggann. ‘‘Hérna drengur minn, þetta er til mín.” Símritið var frá lækninum: ‘‘Velkomin heim. Er nýkominn frá Skot- landi. Mæti yður í Charing Cross og veiti yður eins langan tíma og þér viljið. Drekkið kaffi í Dover. — Deryck.” Nú varð Jane glöð. Hún stakk höfðinu út um gluggann og kallaði: “Sækið mér kaffi — einhver!” Símritasveinninn stóð enn fyrir utan dyrnar hennar; og hann þaut undireins inn á matsölu- húsið, og kom aftur með kaffibolla og rétti henni hann. “‘Þökk fyrir, vinur minn,” sagði hún og rétti honum laglegan skilding. “Vertu nú sæll,” bætti hún við, því lestin rann af stað. Hún las símritið aftur. ‘‘En hvað það var líkt honum að hugsa um kaffi — og mæta mér á stöðinni. Þegar lestin rann inn á Charing Cross stöð ina, stóð læknirinn þar og sagði: ‘‘Heftbrigð og fjörug, og alt í góðu lagi!” Jane stundi og spurði: “Er alls éngin von með hann, Deryck?” Læknirinn lagði hendi sína ofan á hennar. “Hann er og verður alt af blindur. En, góða, lífið hefir önnur mikils verð gæði, auk sjónar- innar. Við megum aldrei segja: engin von.” “Getur hann'Hfað?” ‘‘Um það er engin ástæða til að efast. En hann er meira andlega en líkamlega veikur.” ‘‘Deryck — eg elska hann!” Læknirinn þagði stundarkorn, og sagði svo: ‘‘Fyrst að svo er, þá geymir framtíðin þau gæði fyrir Garth, sem koma honum til að gleyma missi sjónarinnar. En nú erum við komin heim til mín. Komið þér nú inn í viðtalsherbergið mitt, og þar skal eg segja yður alt sem eg vejt um ásigkomulag Garths.” Jane settist í hægindastól, en Deryck við borðið sitt. “Þér skiljið,” sagði hann, ‘‘að sárin hafa ekki valdið honum neinna kvala; en hinar and- legu kvalir hans, yfir að hafa mist sjónina, eru afar miklar; en hann hefir sterka líkamsbygg- ingu og hefir lifað skynsamlega, svo við megum treysta því að hann jafni sig smátt og smátt. ‘‘Og nú er eg læknir hans.” Læknirinn þagði um stund, en hélt svo áfram: “Yfirleitt er eg ánægður með ásigkomulag hans . En það sem hann þarfnast mest, er vin- gjarnleg rödd, og manneskju, sem getur sezt hjá hpnum og skilið hann. Meðaumkvun leiðist honum.' En hann þarfnast manneskju, sem tal- ar hreinskilnislega við hann og segir: ‘‘Hér er um að gera voðalegt' stríð, en með guðs hjálp, munuð þér geta haldið það út til enda, og sigr- að. Þaff'væri miklu auðveldara að deyja; en að deyja, er að tapa; þér verðið að lifa til að sigra. Það þarf meira en mannlegan mátt til að sigra, en guð hefir allan þann mátt, sem þér þarfnist. Þegar hans eilífa ljós umkringir yður, þá getið þér verið án hins tímanlega.” Læknirinn þagnaði, en Jane huldi andlitið í höndum sér og grét. Þegar hún varð rólegri, sagði læknirinn: “Þegar eg mintist á guðs eilífa ljós, varð hann allur annar, og eins og hann vaknaði af sorgardraumum sínum. Eins og þér skiljið, gaf þetta mér spor til að fara áfram eftir, svo að við gátum talað saman hreinskilnislega. Það eru fáir, sem þekkja Garth, nema á yfirbirðinu.” ‘‘Eg hefi þekt hann,” sagði Jane stillilega. “Nú, hafið þér?” sagði hann. ‘‘Vinir hans fengu ekki að finna hann, nema fáeinir. Hann lá þarna aleinn, að undaskildum þjóni sínum, sem annaðist hann vel. Hjúkrunarstúlku vildi hann ekki, en samkvæmt ráðleggingu minni, samþykti hann að fá kvenmann til þess að lesa fyrir sig, annast um bréfaskriftir og sitja hjá sér og tala við sig. Eg er nýbúinn að ráða stúlku sem eg er viss um að er sú hentugasta fyrir hann, og eg hefi skrifað Mackenzie, lýst henni og béðið hann að segja Garth frá henni, og komu hennar. En, kæra Jane, þér eruð hugs- andi; eg vil verða við óskum yðar — en nú skul- um við hressa okkurá te-i.” * Þegar þau höfðu drukkið te-ið, sagði Jane: “Deryck, eg vil segja yður hreinskilníslega frá öllu. Líf mitt hefir verið mjög einmana- eru fáir, er þekkja Garth nema á yfft-borðinu.” elskað mig, og eg hefi aldrei elskað neinn; mér hefir þótt vænt um vini mípa, en það er ekki að elska.” “Það er satt, góða — á því er mjög mikill mismunur.” ‘‘Einn af vinum mínum var Garth Dalman; og hvernig sem á því stóð, fanst mér að við værum á einhvern hátt buhdin saman. Svo var eitt kvöld samsöngur á Overdene, og þar eð Velma, sem átti að syngja, gat ekki komið, söng eg í stað hennar.” “Já, eg skil” sagði læknirinn. “Eg söng “Rósahringinn”, og frá þeirrf stundu var alt breytt á milli Garth og mín. Eg skildi þao ekki fyrst. Eg vissi aðeins að söng- urinn hafði haft áhrif á hann. Eg hélt að þetta væri ekki ást, aðeins innileg vinátta. En , að nokkrum dögum liðnum, í Shenstone, bað hann mig um að verða konan sín.” Eg get ekki sagt yður frá öljum smámun- um. Eg fann að eg elskaði hann líka, en sagði honum að eg þyrfti tólf stunda umhugsunar- tíma; hann samþykti það, og bað mig að koma til sín í kirkjuna klukkan ellefu næsta morgun. Þar sagði eg honum, að eg gæti ekki gifzt hon um, og sagði honum ástæðuna. Hann yfirgaf mig þegjandi og síðan höfum við ekki talað eitt orð saman.” ‘‘Hvers vegna tókuð þér ekki bónorði hans, Jane?” “Ó, Deryck, þér þekkið Garth nógu vel til að vita, hve mjög hann er háður ytri fegurð, og hvernig var mér mögulegt að giftast honum, með ljóta andlitið mitt; það hefði með tímanum orðið honum kvöl að horfa á það. Og enn meiri kvöl fyrir mig að vita, að hann gat ekki elskað mig lengur sökum útlits míns..” “Jane,” sagði læknirinn; “alt sem þér hafið liðið frá þessu augnabliki, hafið þér verðskuld- að.” “Eg veit það,” svaraði hún. “Þér voruð óeinlægar gagnvart yður sjálfri, og ekki hreinskilnar við þann mann, sem elskaði yður. Þið urðuð bæði fyrir missi, og bæði tál- dregin. Og þegar eg hugsa um þenna unga mann, sem í gær sagði með ofurlítilli von, næst- um því afskræmdur af sálarkvölum: “Hvað getur amað að okkur, þegar guð er nálægur?”. — Ef þér væruð karlmaður, þá myndi eg gefa yður utanundir.” Jane rétti sig við og sagði: “Þér hafið nú þegar barið mig áminnilega, góði vinur, á þann hátt, sem orð, af réttlátri gremju, geta barið sál manns. En eg finn að sársaukinn er mér hollur.” “Það var gott að þér tókuð þetta áform, áður en þér vissum um óhappið,” sagði lækn- irinn. “Eg veit nú raunar ekki, hvað kom mér til þess, en mér fanst eg ekki geta lifað lengur án hans.” ‘‘En segið mér nú, kæra Jane, hvað þér ætlið að gera?” “Gera?” svaraði Jane. “Fara beina leið til Garth. Eg óska einkis fremur en að vera hjá honum það sem eftir er æfinnar. En segið mér nú, hvernig hentugast er fyrir mig að haga mér?’ “Já, kæra Jane, þetta er skoðun kvenfólks- ins. En frá sjónarmiði karlmannsins, myndi Garth líta á ást yðar sem meðaumkvun, og myndi ekki vilja þiggja meðaumkun í stað þeirrar ástar sem hann bað yður um fyrir þrem árum síðan. Eina ráðið er að þér takið að yður starf hjúkr- unarsysturinnar, án þess að hann viti að það er- uð þér. Þegar hann svo síðar meir fær að vita sönnu ástæðuna til neitunar yðar, getur að lík- indum alt lagast.” Jane stóð upp og hrópaði: “Deryck, þetta er ágætt! Sendið mig þangað í stað hjúkrunarstúlkunnar! Hann mun aldrei (jreyma um það, að það sé eg, það eru þrjú ár síðan hann hefir heyrt rödd mína.” “Nei, Jane,” sagði læknirinn. “Hann myndi áreiðanlega þekkja rödd yðar. Þér verðið að fara þangað sem Rosemary Gray, er eg réði í morgun og lýsti nákvæmlega í bréfi til Macken- zie, og sem hann eflaust nú er búinn að lesa fyrir Garth. pegar eg var hjá honum í gær, spurði hann eftir yður, og roðnaði um leið. Eg sagði honum, að eg hefði sent yður til Egyptalands, þar eð þér hefðuð verið utan við yður af sorg, og að eg byggist við yður heim aftur um pásk- ana. ‘‘Utan við sig af sorgj’ sagði hann fyrirlit- lega. Svo spurði hann mig, hvort ekkert bréf væri frá yður í bréfabunkanum, og eg sagði hon- um að það væri ekkert; en ástæðan væri sú, að þér hefðuð ekkert ennþá heyrt um óhapp hans.” “Ó, Deryck!” sagði Jane örvilnuð; “eg þoli þetta ekki. Egverð að fara til hans!” Síminn stóð á borðinu og hringdi Læknir- inn svaraði. “Halló! — Já, eg er Brand læknir. — Við hvern tala eg. — Ó, eruð það þér, ráðskona! — Hvaða nafn nefnduð þér? — Já, hún átti að koma hingað í kvöld og tala við mig. — Hvað sbgðuð þér? — Já, nú skil eg það. — Hún er farin? — Hvert? — Ástralíu! — Takið þér það ekki nærri yður. — Eg hefi aðra. — Hún dugar máske. Eg skal láta yður vita, ef eg þarf hennar. — Þökk fyrir. Verið þér sælar!” Læknirinn lagði frá sér símaáhöldin, um leið og hann sagði: ‘‘Jane! Eg trúi ekki á tilviljanir; en eg trúi á-guð, sem hindrar eða framkvæmir áform okkar. Þér skuluð fara til Garth.” 16. Læknirinn fann úrræði. “Þér verðið að fara með næturlestinni dag- inn eftir morgundaginn. Getið þér verið tilbún- ar þá?” spurði læknirinn. “Það get eg eflaust,” svaraði Jane. “Þér verðið að fara þangað sem systir Rose- mary Gray.” “Það kann eg ekki við. Setjum svo að Rose mary öray komi þegar minst varir, eða einhver, sem þekkir hana,” sagði hún. “Það skeður ekki. Hún er á leið til Ástralíu, og þér fáið engan að sjá nema vinriufólkið og læknirinn. Ef einhver kæmi, sem maður gæti ætlað að þekti yður, þá skal eg fá yður bréf, sem sýnir, hvers vegna þér gangið undir nafninu Rosemary Gray, nefnilega til þess að hlífa sjúk- lingnum við allri geðshræringu.” ‘‘Deryck, eg er viss um að læknirinn sér strax, að eg er ekki sú stúlka, sem þér lýstuð í bréfinu.” “Nei, hann er Skoti, og Skotar eru seinir að hugsa. En f hann skyldi uppgötva mismuninn, takið þér hann þá afsíðis, sýnið honum bréfið og segið honum allan sannleikarin. En nú líður að dagverði hjá hertogafrúnni, svo þér verðið að flýta yður til hennar, og eg álít réttast að þér segið henni sannleikann.” f‘Kæri Deryck, þér liafið altaf reynst mér tryggur vinur, og hvað sem skeöur, gleymi eg því ekki.” “Minnist ekki*á það. Hafið lítinn farangur og nlálið stórt R. G. á koffortið.” ‘‘Þökk fyrir, vinur minn — þér hugsið um alt.” X ' “Eg hugsa um yður,” svaraði læknirinn. Næstu erfiðu dagana, voru þessi orð huggun fyrir Jane. 17. Systir Rosemary Gray. Systir Rosemary Gray var komin til Gleneth. Fyrir framan stöðvarpallipn beið hennar bif- reið, og hún var hrædd um að ökumaðurinn myndi þekkja sig. En hann leit ekki á hana. Og annar maður hjálpaði henni upp í bifreiðina. Hún ók inn um hliðið til hinnar skrautlegu hallar, óþekt af öllum. Þjónn Garth, Simpson, tók á móti henni í dyrunum. Hann var aðeins búinn að vera þrjú ár lijá Garth og hafði aldrei séð hana. Hún var í systurldæðnaði með hvíta svuntu, er hafði tvo stóra vasa. Líka hafði hún hvíta línhúfu. Hún vildi sýna Mackenzie lækni með | klæðnaði sínum, að hún væri æfð hjúkrunar- | stúlka. En nú var barið að dyrum* Jane opnaði dyrnar; fyrir utan þær stóð Simpson. “Mackenzie læknir er í bókahlöðunni, og vill finna yður.” “Viljið þér gera svo vel að fylgja mér þang- að?” sagði Rosemary. Þegar Jane kom inn, stóð hann og var að lesa bréf. Þegar hann leit upp, sá hún að hann hrökk við af undrun. “Systir?” sagði han nspyrjandi. “Rosemary Gary,” svaraði Jane kurteis- lega. ‘‘Það er gott,” sagði læknirinn; “eg hélt í það.” Hann þagði um stund, en hélt svo áfram: “Þér eruð þá komnar, systir Gray?” “Já, herra læknir, eg er komin,” svaraði ‘hún. “Mér þykir vænt u mað þér eruð komnar, systir Gray.” ‘ Eg er líka fegin yfir því að vera komin, herra læknir,” svaraði hún. '‘.Ef eg skil þetta rétt, þá eruð þér sendar hingað til að vera sjúklingnum til andlegrar hjálp ar fremur en líkamlegrár. Nei, þér þurfið ekki að skýra neitt fyrir mér, þar eð Deryck Brand hef ir sagt mér frá öllu. Eg tel víst, að hann hafi líka gefið yður leiðbeiningar, svo eg þurfi engu við að bæta.” Jane stóð hugsandi og sagði ekkert um stund. Læknirinn sneri sér skjótlega að henni og sagði: “Kann hann að leika á liljóðfæri?” “Það liefir Brand læknir ekki minst á við mig.” “Þá verðið þér að komast eftir því, systir. Og eftir á að hyggja, leikið þér á hljóðfæri og syngið?” • “Já, dálítið,” svaraði Jane. “Þá verð eg að biðja yður að varast slíkt; það getur orðið hættulegt.” “Eg lofa yður því, herra læknir, að eg skal hvorki syngja eða leika á liljóðfæri fyrir herra Dalman.” ‘‘Gott,” sagði læknirinn. “En svo er annað, sem eg vil að þér gerið; reynið að fá hann til að leika sjálfan á píanóið, það myndi hressa hann. — En nú, systir Gray, verð eg að fara með yður til sjúklingsins.” Mackenzie hringdi og Simpson kom inn. “Færið okkur Sherryflösku, tvö staup og smákökur,” sagði læknirinn. “Viðbjóðslegi maður!” hugsaði Jane. “Vfn klukkan elelfu að morgni!” Simpson kom inn með það umbeðna og lét lét það á borðið. Læknirinn helti Sherry í glasið og bauð henni. “En, herra læknir — eg er ekki vön við —” ‘‘Eg efast ekki um það; en það er nauðsyn- . leg hressing fyrir yður, til þess að geta tekið með ró því, sem nú er í vændum.” Þau gengu inn í herbergið, þar sem Garth lá hjálparlaus.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.