Heimskringla


Heimskringla - 09.11.1927, Qupperneq 2

Heimskringla - 09.11.1927, Qupperneq 2
2. BLAÐSÍÐA IIEIMSKRIN GLA WINNIPEG 9. NOV. 1927. Við afhjúpun. minnisvarða Jóns Sigurðssonar, á þinghússvellinum í Winnipeg 17. júní 1921 Svo stóðstu fyr með höfuð hátt, og horfðir yfir þing! Hér starir fjöldi fólks á þig sem frægan íslending. Menn spá og spjalla í kring og spyrja, í víðum hring: “Hvað var hann, og hvað þýðir slíkur varði? Hví á hann sæti í vorum þinghúsgarði?” Um hetjumóðinn hugsið þért hve hátt vor þjóð var sett, sem höfin sigldi, hugprúðust, og helgan vann sér rétt. Og þökk sé þeimf er sjá, að þetta sæti hún á — sem viðurkenning verðskuldaða af heimi, að Vínlands börn ei köppum hennar gleymi. Þú horfir nyrzt í austurátt, til Islands fjalla heim, hvar áar vorir eiga gröf, vort eðli’ er hluti af þeim. Og fastur eins og fyr, þú frændur alla spyr: “Hvort ætlið þið vorn erfðahlut að geyma? Eða íslenzkunni og þjóðarfrægð að gleyma?” Ef þér nú metið einskis arf, og áa vorra dug, eg vil ei finnast viðriðinn hinn vanskapaða hug. Eg veit, með vorri þjóð, að vesælt þrælablóð var blandað eitthvað beztu ættargreinum. Það bölið getur valdið þungum meinum.” Vér skiljum þína skýru rödd; og skjöldur þinn er hreinn. Þú reistir íslands réttarhag; og réttur þinn er beinn. Hér Leifur steig á strönd. Hér stað bjó Þorfinns hönd. Og fullhugar á Próni sátu heima, en fleiri þjóðir byrjaði ekki að dreyma. Að klifra íslenzk klettafjöll með karlmannsþreki og dug, það leysir þrár úr læðingi, og lengir andans flug. Og útþrá yfir höf er íslands fjallagjöf. — Sá hæfileiki er kann að mesta kosti — hinn kjarkgefandi, ríki fróðleiksþorsti. Og hér í landsins hjartastað, á háskólanna storð, eru’ íslenzk fræði undraverð á andans neyzluborð. Þá ljós um ljórann þinn upp lýsir huga minnt þú hefir sjálfur nægrar birtu notið, þótt næsti maður gagn af hafi hlotið. Hún fóstra vor er ennþá ung; til afreksverka þyrst. Hún man þá hafsins huldumenn, sem heilsuðu’ henni fyrst. Og eignast vill hún allt af ættkvísl þeirra falt. því: Geymum henni og gefum allt hið bezta, og gamla ísland á, sem fyr það mesta. Því sé þinn hái hugur enn til hags og gengis oss. Hann stytti hafiðt strengi bönd, og stýri hverjum “Foss”. Og efli íslands hag um æfilangan dag, og saga Vínlands seinna ber þess merki, að synir íslands stógu hér að verki. Friðrik Guðmundsson, Mozartt Sask. I Ketill Þorsteinsson i frá, Holtum í Hornafirði. F. 15. mars 1846—D. 26. apríl 1927. ÆFIMINNING. Þriöjudaginn 26. apríl síiSastiiÖinn andaðist öldungurinn Ketill Þorsteins son, aö Naicam, Sask. Hann fædd- ist að Holtum á Mýrum í Hornafirði 15. dag marzmánaöar áriiS 1846.. Voru foreldrar hans Þorsteinn Ketilsson og kona hans Guöbjörg Sigurðardóttir, er allan sinn búskap bjuggu í Holt- um, þ. e. á einu af þeim átta býlum, er jörðinni var skift í. Ketill var elzt- ur margra systkina. Auk hans kom- ust fjögur þeirra upp; tvö eru látin: Einar, dó á Islandi fyrir mörgtim ár- um; Kristin, fyrri kona Bergþórs Björnssonar, dó i Winnipe^ 1897. A lifi eru, og bæöi búsett í Leslie, Sask: Signý, seinni kona Bergþórs Björnssonar, og Þorsteinn yngstur þeirra fimm. Nálægt 27 ára aö aldri kvæntist Ketill Lússíu Öfeigsdóttur, frá Aust- urhúsum í Holtum, og byrjuöu þau þar búskap. Seinna fluttu þau að Slyndurholti í sömu sveit, og bjuggu þar, unz þau, ásamt móöur Ketils og systkinum, tóku sig upp og fluttust norður í Hjaltastaðarþinghá í Norð- ur-MúIasýsIu. Ekki hélt KetiII kyrru fyrir þar nyrðra. Þau 9 ár, er hann dvaldi þar, bjó hann ýmist að Hóli, Asgrímsstöðum eða Brekku í Hróars- tungu. Arið 1892 fluttist Ketill með fjöl- skyldu sina til Vesturheims. Skömmu áður voru systkini hans og móðir horfin vestur. Lítt eirði Ketill: á sama stað fyrst eftir að vestur kom; settist fyrst ag í Whitesand, Sask., þar sem Þorsteinn bróðir hans var fyrir, norður af Theodore-bæ; hélt þaðan til Shoal Lake; þá austur að Manitobavatni, og þaðan aftur vest- ur í Whitesandbyggð, en bjó nú vestar en áður, eða norður af þar sem nú er Insinger-bær. Arið 1894 settist Ketill að vestur þar, sem síðar var nefnt Leslie- bygg’ð og bjó þar mörg ár. En árið 1904 fluttust þau hjónin með dótt- ur sinni og tengdasyni norður í Nai- cam-byggð. Arið 1910 missti Ketill konu sína. En sjálfur átti hann þá eftir mörg afkastamikil starfsár. Tók hann heimilisréttarjörð i Naicamí; keypti auk þess tvær jarðir, og bjó þar rausnarbúi alla æfi siðan, nærfelt 20 ár. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið. Af þeim eru tvö á lífi: Ofeig- ur Ketilsson, bóndi við Kristnes, Sask, og Guðbjörg, kona Gunnars Anderson kornkaupmanns að Naicam. Sonur, Einar að nafni, dó á 13. ald- ursári. Dauða Ketils bar að á heimili dótt ur hans; varð hann bráðkvaddur, þá að byrja 82. æfiárið. Fór jarðsetn- ingin fram i Foam Lake byggð laug- ardaginn 30. april. Veður var fag- urt og fjölmenni viðstatt. Var hús- kveðjuathöfnin haldin að heimili Mr. Gísla J. Bíldfells., Aðstoðaði sá, er þetta ritar. Hvila líkamsleifar Ketils og Lússíu, þessara íslenzku landnema og langferðamanna, hlið við hlið í grafreit Islendinga við Foam Lake. * ¥ * Ketill heitinn Þorsteinsson var, að sögn allra þeirra, er á hann minnt- ust — mikill maður og óvenjulegur. Hann var fríður sýnum, meðalmaður að hæð, afar þrekinn og rammur að afli. Enn skemta menn sér við hin- ar og þessar munnmælasögur af burðum hans og gegndarlausu á- ræði, er ekki sást fyrir. Við vinnu var hann afburða kappsamur og stór- virkur. Fæddur var hann og upp alinn i hungursárri og auðmýkjandi fátækt. Skýrir það að nokkru lunderni hans og lifsstefnu, og afstöðu hans til manna og málefna. Ungur varð hann að takast á hendur forráð og fyrir- vinnu heimilisins. Kom sér þá vel, að snemma varð ljóst, hvert kapp og mannskapur með honum bjó. Varð hann brátt efnaður maður maður, reisti höfðingleg húsakynni, bjó i þjóðbraut og hýst gesti og gangandi. Um hann kvað séra Jón heitinn í Stafafelíi, í bændarimu um Horn- firðinga, þessa visu: “Ketill ríkur verða víst vill í Slyndurholti. Langt frá víkur lögum sizt; lán af slíku ráði hlýzt.” Er vísa þessi góð heimild um fram girni Ketils, samfara orðlagðri ráð- vendni. Skapsmunamaður var hann mikill, kappgjarn, bráðlyndur og harður i horn að taka, ef svo bar undir; en raungóður. Ovenjulegu hreinlyndi hans er við brugðiö. I viðskiftum á- stundaði hann þá réttsýni, er eigi vill af öðrum hafa, en krefst sins. Alla æfi var hann umsýslumaður hinn mesti, eljusamur og hagsýnn. Slóða- háttur var í augum hans andstyggð Hverskonar verklegar framfarir voru honum Ijúfast umtalsefni. Nokkui' vottur skaphafnar hans er það, að á þeirri miklu tóbaks- og áfengisöld, sem uppi var á uppvaxtar- og mann- dómsárum hans, snerti hann helzt hvorugt. Við vandamenn sina var hann skyldurækinn og umhyggjusamur, þótt oft væri hann kröfuharður við þá. Hann var það við alla, sem hann umgekkst og lét sér annt um. Ekki var hann félagsmaður, sem kall- að er. Af eigin dugnaði hafði hann sjálfur komist áfram. Framtak ein- J staklingsins var honum því allt. Var hann þar að sumu leyti ávöxtur sinn.i eigin lífskjara og barn samtíðarinn- ar. Af sömu ástæðum fékst hann t.d. litið við trúmál. Þó þess yrði vart að hann virti og lagði rækt við sumt af þeirri heimilisguðrækni, er hann hafði numið og vanist við í æsku, þá gaf hann sig lítt að kirkju og klerk- ALT CANADA-RÍKISAMÞYKKIR Að það sé betra, VEGNA ÞESS það er Canadiskt ÞAÐ er betra vegna þess það er cana- d i s k t” .... fyrir árum síðan var sögn þessi sögð í fyrsta sinn af GeneralMotorsofCan a d a. “Það er b e t r a vegnaþess að það er canadiskt.”.. Fréttablöð og tímarit endurtóku sögu þessa í gegnum allt Canadaveldi og reyndu að láta can- adiska borgara vera stolta af fram- leiðslu síns eigin lands. “Það er b e t r a vegnaþess að það er canadiskt.” .. Sögnin hefir hitt naglan á höfuðið og hefir orðið á- skorun á canadiskar verksmiðjur og canadiska kaupendur. “Það er b e t r a vegnaþess að það er canadiskt.” ... Þetta er sannleikur. Og vegna þess að það er sannleikur .... og vegna þess að General Mot- ors fengu fyrst innblástur um sögn- þessa og settu hana í mál ....... og j,egna þess að canadiskir r i t s t j ó r- a r lögðu á þetta á h e r z 1 u . og vegna þess að Canadabúar samþykktu það .... og vegna þess að canadisku gæðin sönnuðu þetta ...... .... hefir canadiska ríkið fagnað meiri vellíðan; og General Motors of Canada, ásamt mörgum fleiri verk- smiðjum og stofnunum, hefir rétt nú endað eitt sitt framfararíkasta ár í sögu sinni. CHEVROLET PONTIAC OLDSMOBILE OÁKLAND MCLAUGHLIN-BUICK LASALLE CADILLAC GENERAL MOTORS TRUCK r GENERAL MOTORS °r CANADA Limited Home Office and Factories: OSHAWA. ONTARIO um. — Trúfræði þeirri, er hann átti helztan kost að kynnast, mun hafa mistekist að hafa aðlaðandi eða sann- færandi áhrif á hann. Því var svo að sjá, út á við, að einkaverkefni þessa lífs hefðu allan hans hug. Þau tóku hann frábærum dugnaðar og trú- mennskutökum. A því ber, og það að vonum, að okkur klerkum, og fleirum, þyki slík heims- hyggjz varhugaverð í þessari vorri alvörunnar og ódauðleikans til veru. Og sá, er þetta ritar, telur félagslyndi með manndyggðum og skyldum. Hins vegar er sá hugsunarháttur að ryðja sér til rúms, einnig meðal klerka, þó að smátt gangi, að — það hrcinlyndi sem neitar því, að það trúi, þegar það ekki trúir, eða viti, þegar það ekki veit, muni reynast rétt eins vel til brautargengis inn á víddum ódauð- leikans, eins og sumt af því, sem oftar hefir verið mælt rneð til sáluhjálp- ar. Rabindranath Tagore lætur svo um mælt: “Af því að eg elskaði þetta líf, veit *g, að eg mun hafa mætur á dauðanum.” þ. e. því lifi, sem dauðinn er inngang ur að. Sá sem kappkostar að rækja skyldur sínar við þetta líf, — sam- kvæmt þvi, sem upplag og aðstæður gera honum unnt að sjá sér fært — má yfirleitt teljast vel á vegi stadd- ur. Ketill mun hafa átt þá hreinlyndu skyldurækni, og dugnað eigi síður. — Er með honum kvaddur maður, er fáum var líkur, og löng og athafna- rík æfibraut á enda gengin. Friðrik A. Friðrikssoon. ----------x---------- Bréf til Heimskringlu. Vogar, 30. okt. 1927. Þá er nú sumarið að kveðja. Yfir- leitt má kalla að það hafi verið í betra lagi, þótt maður hafi ekki æt>ð verið ánægður með tíðarfarið. Vor- tíðin var óhagstæð. Það rigndi meira en þörf var á svo að engjalönd stóðu víða full af vatni fram yfir miðsumar. Þau voru að sönnu á góð- um vegi með að þorna um miðjan ágúst, en þá gerði aftur stórrigningu, er færði allt í kaf þar sem ekki var greitt um framrennsli; en svo er víða hér í engjalöndum, nema þeim sem liggja við vatnið. Annars va/tíðar- farið mjög hagstætt í júlí og ágúst, en snemma í september brá til ótiðar. Voru opt kuldar og rigningar þann mánuð út og fram í október. Siðan um miðjan oktober hefur aptur verið bezta tíð, blíðviðri á degi hverjum fram að þessu. Grasvöxtur var með bezta móti því naegar voru væturnar í vor, en svo komu hitar á hæfilegum tíma fyrir grasvöxt. Heyskapurinn gekk fremur vel, þvi tiðin var oftast hagstæð um það leyti; nýting góð, og má því ætla að heyin reynist vel til fóðurs. Hevbirgðir munu almennt vera með bezta móti. Akuryrkja og garðrækt heppnuð- ust miður. Það varð ekki sáð fyrir vatni fyr en alltof seint, og á sumum stöðum alls ekki. Viða eyðilagðist sáð verk fyrir of mikið vatn í jörðu. Og hjá flestum mun uppskeran vera mjög léleg. Sama er að segja um garð- rækt, nema kartöflur; þær munu víð‘ ast ht>ar vera góðar, þar sem þær. hafa ekki eyðilagst með öllu. Heilsufar manna hefir verið í góðu lagi í sumar. Engir hafa dáið hér nýlega svo eg viti, og engar slys- farir. Kíghósti hefir verið í börn- um á nokkrum stöðum. En ekki hef ir hann lagst þungt á eða orðið að tjóni til þessa. Þess hefir ekki verið getið í blöð- unum svo eg viti, að húsbruni varð hér í byggðinni. Sögunarmylna þeirra Hólmsbræðra og Jóhanns Kærne- steds brann til kaldra kola með öllum áhöldum. Þar brann einnig allt sem búið var að vinna þar í vor, sem var um 8000 fiskikassar því nær albúnir, og talsvert af óunnu efni. Engin eld* ábyrgð var á þessu, og er þvi skað- inn mjög tilfinnanlegur. Eldurinn kviknaði að næturlagi á sunnudags- nótt, og voru fáir heima, enda varð hans ekki vart fyr en allt stóð í björtu báli, svo engin tiltök voru að bjarga. Af framkvæmdum hér í ár er fátt að segja. Vorið var svo votviðrasamt að lítið var unnið að útiverkum nema vanaleg nauðsynjastörf. Að vega- gerð var lítið hægt að vinna, fyr en um það leyti er heyannir byrjuðu, og voru þá fáir, sem gáfu sig við því. I haust hefir aftur verið unnið tals- vert að vegagerð, enda er þess full þörf hér í þessari sveit, því vegir era viða ógreiðir yfirferðar. En sveitin er strjálbyggð og litið um peninga til vegagerða; og svo mun víðar vera. Fátt hefir verið um “góða gesti” hér í sumar, sem lífgað hafa félags- lífið hjá okkur. Þess væri þó þörf, Þó má nefna Þórstínu Þorleifsdóttur Jóakimssonar. Hann var gamall sveit ungi okkar margra í þessari byggð — og að góðu kunnur. — Þórstína hafði hér samkomu oss til mestu ánægju og skemtunar. Eldra fólkið varð eins og heima hjá sér í gamla landinu, en yngra fólkið fylgdi/því sem fram fór með áhuga. Myndirnar voru flestar góðar, en sumum þeirra vildi eg gjarna hafa skift fyrir aðrar betri, t. d. myndinni af hestalest með hey- böggum. Það var illa bundið og fór svo afleitlega á hestunum, að fáir bændur á Fljótsdalshéraði myndu hafa viljað hafa það til sýnis. Svo var um fleiri myndir; þær sýndu lakari hliðina á því, sem þær áttu að sýna. Eg hefði fremur kosið að þær sýndu þá betri. — Annars á Þórstína þökk og heiður skilið fyrir viðleitni sína og dugnað, að fræða menn hér um gamla landið. Orð hennar og athafn ir hafa miklu meiri áhrif í hverri sveit, en þótt við gömlu mennirnir færum að segja frá. Hún er hér upp alin og hefir hérlenda menningu til samanburðar; samt hefir hún orð- ið hrifin af því sem hún sá heima. Við þyrftum að eiga marga mennta- menn slíka..

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.