Heimskringla - 09.11.1927, Side 6

Heimskringla - 09.11.1927, Side 6
6. BLAÐSÍÐA. HEIMSKRIN OLl WINNIPEG 9. NOV. 19*27. Slóðin faá ’98 (Skáldsaga úr Norðurbyggðum.) Séra Magnús J. Skaptason, þýddi. En það var mjög skemtilegt, að sjá til Jam- vagsins. Hann var lipur, eins og dansandi leik- ari, þegar hann var að skjótast undann höggum Locasto. Handleggir hans héngu við hlið hans; og hvenær, sem Locasto reyndi, að slá hann, þá var hann horfinn, þegar höggið reið En svo fór hann, að gefa Locasto högg, hér og hvar á skrokkinn. Hann var svo líðugur og lipur í öllum snúningum, að Locasto gat aldrei náð j hann. Locasto var nú orðinn alvörugefinn og kvíðafullur, og var auðséð, að hann beið nú þess að koma þó einu höggi á Jamvagninn, og enda með því slag þenna. En Jamvagninn fór nú að láta meira afl fylgja högggunum. Hann rak hnefann vinstri af alefli fyrir bringspalir Locasto, en hægri hnefann upp undir höku hans. Og í sömu andránni, sló Jam- vagn Locasto tvö bylmingshögg í andlitið. Og stökk svo burtu. Svo hitti hann Locasto fyrir bbringspalirnar og lét svo höggin ganga, hvað a£ öðru. Það var ekki hægt, standast þetta lengi. Svo tóku þeir saman, en Jamvagninn losaði sig frá hinum, og gaf honum um leið hið hættulega og oft banvæna nýrnahögg. Og þegar tímakallið kom, þá voru þeir báðir blásandi, blóði ataðir og meiddir. Þá orgaði allur hópurinn í húsinu af ánægju þeir vildu hafa blóð. Og nú kom 6. hreðan. Locasto stökk inn í miðþungt hringsins. And- litið á honum var hroðalega afmyndað. Það mátti aðeins þekkja augun, og í þeim glóði dauð- legt hatur. Hann stökk nú á Jámvagninn og fleygði honum þvert um hringinn, og stökk svo aftur á hann, og kom honum nlður, en gat ekki haldið honum niðri. . En þá vaknagi í Englendingum hinn forni ber- serkja-adi Hann hirti nú ekkert, um sár eða meiðsli, hann fann ekki sársaukann. Hann stökk á Locasto, og lamdi hann, högg af höggi, og elti hann þannigum hringinn. Og þegar Locasto reyndi, að verja sig, þá var hann því verri. En þá náði Locasto haldi á honum, og reyndi, að skella honum við gólfið. Kom þá til lipurðar Eng- lendingsins, hann snerist í höndum Locasto, og sló hann flatan. Lauk svo áflogum þessum, að Locasto lá sem dauður, en “Jamvagninn átti sigri að hrósa , og hafði harðari viðureign ekki háð verið þar um langan tíma. “Eg hefi gleymt einu. Eg gleymdi að sínai en brátt sá eg, mér til mikillar gleði, að Gyðinga- jér miðann minn.” I hjúin héldu ofan eftir. Stúlkan var ein. Eg tók við miðanum og stóð á honum með Nú hjartað ótt í brjósti mér. stóru letri: : Þetta var skuggalegt kvölú; ,og kofinn þeirra ' var svo einverulegur og langt frá öðrum mönn- \ um. Eg nálgaðist hann, en ekkert ljós sást í OLLIE GABOODLER j gegnum gluggana; og ekkert hljóð gat heyrst í skáld. gegnum mosatroðna veggina. Eg færðí mig samt nær. Eg starði forvitnislega á hann. Hann var að reykja vindil; bláeygur, ljóshærður drengur; og nú hló hann að ráðaleysi mínu. “Þú heldur að eg sé að fara með bull eitt. En eg get sagt þér, að eg hefi verið “draugur”, síðan eg fyrst gat drgið staf með penna. Þekkir þú hann Will Wilderbush, hinn nafnfræga rit- höfund. Hann dó fyrir sex árum síðan, af því að hann drakk heldur mikið brennivín. En þeir gátu aldrei um dauða hans; og á hverju ári kem, ur út ný saga eftir hann. En það var eg, sem hefi skrifað sögumar. Er þetta ekki undarlegt?” Eg kvað já við því. “Já, það er gaman að skrifa bók undir ann- ars nafni, og svo að setja mynd af fallegri stúlku á kápuna. Er það ekki yndislegt? En bíddu þangað til að sagan mín, “Þrjár mínútur”, kem- ur út — og á kápunni stendur: “Seld fyrirfram”. Ætlar þú ekki að kaupa nokkur hefti af henni?” “Jú, sannarlega ætla eg að gera það.” En nú varð hann alt í einu alvarlegur. “Ef að eg gæti tekið þessar skriftir í alvöru, þá held eg að allt myndi ganga vel. En mér hætt ir svo mikið við að gera skrípaleik úr þeim. — Jæja, við sjáum nú til einhvern daginn.” Hann gekk nú rembingslegur um gólfið og þandi út brjóstin. “Hefir þú byrjað á nokkru núna nýlega?” spurði eyðsluseggurinn. “Já, eg byrjaði í morgun, þegar eg var að eta baunirnar og svínafleskið. Eg skrifa æfin- lega bezt, þegar eg er að borða. Langar þig til að heyra það?” Nú dró hann gamalt umslag upp úr vasa sínum; og fór að lesa: 6. KAPÍTULI. Lofaðu mér aíS gera þig kunnugan vini mín- um “Pota” sagði nú eyðsluseggurinn. “Mér þykir vænt um að sjá þig,” sagði Poti og rétti honum hönd sína alla raka af svita. Við vorum að þvo diskana, svo þú verður að afsaka mig.” Hann var klæddur ljdsblárri skyrtu, og var í hvítum flónelsbuxum, girtum um m,ittið með rauðum silkiklút og skrautlega Moccasinskó á fótunum og stóran Panamahatt á höfði, með breiðu hattbandi, eldrauðu á lit, svo að skein sem gull væri. “Viltu ekki fá þér sæti, vinur minn,” og augu hans voru nú logandi af velvild, er hann benti á hægindastól einn. Eg settist á stólinn. en hann datt saman undir mér. “Ó, afsakaðu mig,” sagði hann; “þú ert óvan- ur þessum nýju stólum. Eg skal koma honum í lag.” Svo tók hann stólinn og skók hann eitthvað og fékk mér hann svo aftur, og nú féll hann ekki á gólfið, er eg settist niður. “Eg sé með mínum ástaraugum svo undurfagra konu í laugum. Eg sé í minnar ástar hjarta allra kvenna dyggðir skarta. Eg heyri sætan hennar róminn, sem himnaríkis glaðan óminn.” “Hvernig heldur þú að henni líki þetta? Er það ekki fallegt?” “Gerir þú mikið að þessu?” “Ó, nei, það er svo erfitt að fá það prentað.” í þessu var barið á dyrnar og inn kom ungur maður; skraffinnur mikill. Fleiri komu inn í köfann, unz hann var orð inn fullur af allskonar mönnum og tóbaksreyk. Poti var orðinn mælskur, og talaði í líkingum og dæmisögum. Meðal annars sagði hann þessa um vatnsliljumar: “Vinur minn einn átti tjörn eina skamt frá búgarði sínum; og kom fólk langa vegi að til þess að sjá liljurnar. En þá var það vetur einn að hann hugsaði sér, að nú skyldi hann hreinsa tjörnina, og lét skafa allan botninn; en þegar vor aði, var tjörnin reyndar full af vatni, en engin kom liljan.” “Hvað meinar þú með þessu, gamli draum- óramaðurinn þinn?” “Það er nú ekki mikið; en í forinni og óþverr anum í Dawson sá eg lilju eina*— unga stúlku. Hún lifir hjá Gyðingafólki. Eg sá henni bregða fyrir aðeins tvisvar. Það er .bezt að tala sem minnst um Gyðingana; en stúlkan, sem með þeim er, er hrein og yndisleg. Eg þori að veðja lífi mínu um það. Hún. ltur út eins og María móðir Krists.” En þá heyrðist hryssingshlátur frá einhverj- Eg var þarna í litla bjálkakofanum á hæð./um sem inni var; og svo fóru þeir að fara út. inni ofan við borgina. Birtan var dauf enda kom Eg beið þarna þangað til að seinasti maður- hún í gegnum flösku eina, sem höfð var fyrirHnn var farinn. glugga. En veggirnir voru úr bjálkum og hafði börkurinn verið tekinn af þeim, en mosa var troð ið í rifurnar, þar sem bjálkamir féllu ekki saman. í einu horninu var dálítið flet og lá bjamarfeldur yfir fletinu. En á lítilli aflangri jámstó kraum- aði baunapottur Mtill. Poti lauk nú við diskaþvottinn, og kom til okkar og klæddi sig í gamla kvöldtreyju, settist svo niður, blés þungan og sagði: “Mér þykir vænt um að þetta er þó loksins búið. Eg get sagt ykkur það, að eg er býsna vandlátur. Eg get aldrei brúkað sama diskinn oftar en þrisvar sinnum, án þess að strjúka um hann votri rýju; þetta er það lakasta við þessa siðfágun og fínheit. Það gerir lífið svo flókið og fyrirhafnarmikið. En eg má þó ekki kvarta. Það er þessi klausturlega einfeldni, sem gerir mér lífið svo kært. En fyrst eg er nú búinn að fórna mér á altari hreinleikans, þá ætla eg nú að hug- hreysta sálu mína með sönglistinni.” Hann tók nú banjó eitt, sem hékk þar á vegg- nutn, og fór að slá strengina. En við og við stanzaðh hann. og gerði hina og þessa athuga- semd. Svo fór hann að tala um að snjórinn væri blár og rjúpnavængimir heiðbláir o. s. frv. En svo stökk hann upp og sagði: “Er það í kofanum við skriðuna, sem þú sást hana?” spurði eg hann. Hann hrökk við og leit til mín spyrjandi. “Þekkir þú hana?” “Já,” svaraði eg. Hún er mér vandabund- in.” “Ó, eg skil það. — Já, það er Jangur og skringilegur kofi, efst uppi á hæðinni.” “Eg þakka þér fyrir.” “Jæja, eg óska þér til hamingju.” Hann fylgdi mér til dyranna; og þegar út kom, starði hann á hin undurfögru norðurljós. 7. KAPÍTULI. Eg gekk nú fremur hægt til kofans, ef eg kynni að mæta mönnum þeim, sem hún var með. Þetta var býsna einmanalegur staður. — Kofinn var langur og lágur, neðarlega í fjallinu, og hafði skriða komið þar einhverntíma og sópað burtu aur og lausagrjóti; en steinhellan var þar eftir. Neðst á hellu þessari var kofinn, og voru stórir steinar hér og þar í kring. Eg fór mér hægt; En hvernig stóð á þessum æsingi í mér? Hvað var það? Kvíði eða gleði eða ótti? Eg hékk þarna á snaga vonarinnar — yfir hyldýpi örvæntingarinnar. — Eg stanzaði og skalf. — Óvissan ætlaði að tæta mig í sundur. — Eg fann til svo sterkrar löngunar að sjá hana”að hugs- unin um það, að það kynni nú að bregðast, bak- aði mér óþolandi kvalir; o gsvo sterk var þessi tilfinning hjá mér, að það var nærri liðið yfir mig. Eg fann það nú, að mér þótti vænna um þessa stúlku, en eg hafði nokkurntíma haldið að mér gæti þótt vænt um nokkurn kvenmann. Eg vissi það, og fann það, að hún var mér kærari en allur heimurinn. Eg fann það, að ást mín til hennar myndi vara meðan mér entist lífið. Eg barði á dyrnar. — Ekkert svar. “Berna!” sagði eg hálfhvíslandi. Þá kom svarið: “Hver er þar?” “Elskan mín! Elskan mín! Kæra mín elskhugi þinn bíður!” Þá var dyrunum loksins lokið upp, — og eg sá stúlkuna standa þarna frammi fyrir mér. — Eg held að hún hafi legið útaf, því að mjúka hárið á henni var í ólagi. En augu hennar voru björt, og var enginn svefn í þeim. — Hún stóð þarna og starði á mig; en svo bar hún titrandi hendina upp að hjarta sínu til þess að stilla slátt þess. “Ó, elskan mín; eg vissi að þú mundir koma.” Ljómi gleðinnar virtist sveipast um hana alla. “Þú vissir það?” “Eg vissi það — já, eg vissi það. Það var eitthvaö, sem sagði mér, að þú myndir koma á endanum. Og eg hefi beðið — en hvað eg hefi beðið! Og mig hefir dreymt — en nú er það ekki lengur draumur; það ert þú sjálfur elskan mín!” “Já, það er eg! Eg hefi átt erfitt með að finna þig. Ó, elskan mín! Elskan mín!” Eg greip hina yndislega mjúku hendi henn ar og kyssti hana hvað eftir annað. Á þessu augnabliki hefði eg getað kysst skugga þessarar litlu handar. Eg hefði getað fallið fram og til beðið hana. Eg hefði getað lagt hjarta mitt fyr. ir fætur henni. Eg hefði svo fúslega lagt lífið sölurnar fyrir hana, til þess að bjarga henni frá augnabliks sorg, — eg elskaði hana svo mikið — eg elskaði hana heitt og innilega. “Eg leitaöi að þér hátt og lágt. Um morg un, miðjan dag og nótt hefir þú verið í huga mín um og hjarta, elskan mín. Eg hefi elskað þig hvert augnabiik af lífi mínu. Guði sé lof, að eg hefi loksins fundið þig! Guð sé lofaður!” “Ó, þú ástarinnar guð! Lít þú niður á okk ur, börnin þín, og faðma þú okkur í hinum þýðu örmum þínum, og lýs þú okkur með þínu ljósi.” Við þessi orð kom dálítill roði í‘kinnar henn ar. “Ert það þá virkilega þú? Eg hélt að eg hefði tapað þér að eilfu. En bíddu við eitt augna blik, eg ætla að koma út.” Og eftir nokkra stund kom hún. Hún hafði kastað yfir sig sjali og lagað hár sitt. “En komdu nú. Við skulum ganga spotta koirn upp eftir brautinni. Þau koma ekki heim fyr en eftir klukkutíma.” Hún gekk nú á undan, þenna mjóa stíg, og leit við og við um öxl með yndislegu brosi; og stundum rétti hún mér hendina, eins og eg væri barn. Stígurinn lá upp á bratta hrygginn; en fyrir neðan rann hin stranga elfa. — Lengi var það að hvorugt sagði orð. En þá er við komum fyrir bugðu eina, þá kallaði eg til hennar: “Nei, líttu á, Berna!” Var þá svo mikill glampinn á fljótinu, er sólargeislarnir féllu á það að það glóði sem gull. Svo settumst við niður á hæðina þarna; en hún sneri sér að mér og mælti: “Loksins fannstu mig þá, góði! Eg vissi að þú mundir finna mig. Eg fann það í hjarta mínu að þú myndir koma. Eg vissi það að þú mynd ir ekki bregðast mér; og svo beið eg — en það var svo ákaflega löng bið! Eg get ekki lýst því fyr ir þér, hve þungt mér féll það, — en eg gat ekki gert við því. Þau drógu mig nauðuga með sér og loksins lögðum við af stað snemma einn morgun. “Æ, segðu mér frá því, góða mín! Hefir hann verið að ónáða þig?” Það hefir ekki verið svo mikið. Hann held ur að hann hafi gott hald á mér og að eg verði að bíða eftir velþóknan hans. Og nú hefir hann komist í kynni við einhvern kvenmann. En áð ur en langt um líður, er eg hrædd um að hann fari að snúa athygli sinni að mér.” “Það er voðalegt, Berna! Þú merð í sundur hjarta mitt! En hvernig getur þú talað um þessa hluti svona blátt áfram? Þetta ætlar að æra mig!” Við þessi orð mín kom hörkusvipur á andlit henni. “Eg veit það ekki. Stundum verð eg alveg hissa yfir sjálfri mér — hvað heimspekileg eg er að verða.” “En^ Berna, heldur þú að nokkur hlutur f heiminum geti komið þér til að láta hann fá vilja sínum framgengt? Ó, það er svo voðalega hrylli- legt!” Hún liallaði sér ofur þýðlega upp að mér. Hún lagði hendur sínar um hálsinn á mér. Og svo horfði hún á mig, þangað til eg sá andlit mitt endurspeglast í augum hennar. “Ekkert í heiminum, góði minn, meðan eg hefi þig til þess að elska mig og hjálpa mér. En ef þú einhverntíma bregst mér, þá stendur á sama um mig — hvað af mér verður.” “En það væri það sama! Það væri voða- legt! Eg get ekki komið orðum að því! Eg vildi heldur draga líkama þinn dauðann upp úr fljótinu, en vita til þess, að þú létir hann ná vilja sínum. Hann er argasti óþokki!” “Eg veit það, góði minn. Trúðu mér og treystu mér. Eg vildi heldur kasta mér ofan af klöppinni þarna, en láta hann snerta mig hendi sinni. Og meðan eg get haldið ást þinni, þá er eg óhrædd. Vertu hughraustur! Það hefir ver- ið skelfilegt fyrir mig, að fá ekki að sjá þig. Eg hefUaldrei farið út úr kofunum hérna síðan eg kom. Þau hafa ekki leyft mér það. En nú er hann einhverra hluta vegna ekki eins harður á því. — Þau ætla sér að opna greiðasöluhús niðri í þorpinu, og eg á að þjóna að borðum.” “Nei, þú gerir það aldrei, Berna! Eg get ekki hugsað til þín í þessu bæli svívirðingarinnar! Þú verður að giftast mér — núna strax! Núna strax!” “Núna strax?” tók hún upp eftir mér og starði á mig undrandi. “Já, undireins, elskan mín! Það er ekkert til sem getur hindrað okkur! Berna, eg elska þig! Eg þarfnast þín svo, — eg get ekki verið án þín, — eg hefi engan frið, ef eg fæ þig ekki! Eg hefi ekki ánægju af nokkrum sköpuðum hlut! Þegar eg tala við aðra menn, þá er eg að tala við þig allan tímann og hugsa um þig! ó, eg get ekki þolað það lengur! Elskan mín, háfðu meðaumkvun með mér og við skulum giftast núna!” Með hinum sárasta kvíða beið eg eftir svari hennar. Hún sat þarna, róleg og hugsandi, og horfði til jarðar. Loksins leit hún upp. “Þú varst búinn að segja það, að við skyld- um bíða eitt ár.” “Já, en eg dauðsá eftir því strax á eftir. Eg vil giftast þér núna strax, — eg get ekki beðið!” Hún leit alvarlega til mín. — Rödd hennar var svo ofur þýð og mjúk: “Eg held að það sé betra fyrir okkur að bíða, kæri vinur minn. Þetta er svo fljótráðin hugsun af þér. Eg má ekki nota mér það. Þú kennir í brjósti um mig; og þú hefir þekkt svo fáar stúlkur. Það er göfuglyndi, sem kemur þér til þess, en ekki ást til mín. — Og svo er annað — þú kynnir að breytast; og það er svo voða- legt!” “Breytast! Eg breytist aldrei — aldrei nokkurntíma! Eg verð æfinlega þinn, — þín eign, stúlkan mín, — þín eign, sem þú getur farið með sem þér sýnist, frá eilífð til eilífðar!” “Já, en mér virðist hún vera svo hastarleg og brennandi og áköf, þessi ást þín, kæri vinur minn. Máske þetta sé sú tegund ástar, sem varir aðeins stutta stund. Máske þú verðir þreytt ur á henni. Eg held .að eg sé hennar ekki virði. Eg er ómenntuð stúlka. Og ef aðrar stúlkur væru hér nærri, þá myndir þú ekki líta við mér.” “Berna!” sagði eg; “ef þú værir ein af þús- und, og þær væru allar hinar elskuverðustu stúlk ur í veröldinni, þá myndi eg ekki lítq. við þeim, en snúa mér með gleði og þakklæti til þín, og ef að eg væri keisari í hásætinu, og þú hin auð- virðilegasta í öllum hópnum kringum hásætið. þá myndi eg hiklaust reisa þig upp og setja þig í hásætið hjá mér, og kalla þig drottninguna mína.” ‘ Ó, nei, ekki held eg það. Þú varst einu sinni vitur,” sagði hún dálítið sorgmædd; “eg sá það eftir á. Það er betra að bíða eitt árið enn.” “Ó, elskan mín!” sagði eg þá í ávítunar- rómi; “einu sinni vildir þú' koma til mín, hvað sem það kostaði. Hvernig stendur á þessari breytingu?” “Eg veit ekki. Eg skammast mín stórlega fyrir það. Minnstu aldrei á það aftur.” Svo hélt hún áfram rólega og með hinni mestu þolinmæði: “Þú veizt það að eg hefi hugsað mikið síð- an. Hina löngu daga og ennþá lengri nætur, þeg ar eg beið hér í eymd og vesöld, þá hafði eg nægan tíma til að hugsa um þetta og yfirvega °rð þín. Eg mat allt, sem þú sagðir þá. Þú tal- aðir þá um ást, sem er líf eða dauði. Um hið blikandi Ijós, sem er annaðhvort líf eða dauði; þú talaðir þá um ástríðu, sem lyftir mönnunum til himins upp, eða sekkur þeim til helvítis niður. . Þú hefir vakið konuna í mér, — eg verð að fá þessa ást, eða enga.” “Þú átt þessa ást hjá mér, elskan mínV’

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.