Heimskringla - 07.12.1927, Page 1

Heimskringla - 07.12.1927, Page 1
XLII. ÁRGANGUR. NÚMER 10 WINNIPEG. MAN., MIÐVIKUDAGINN 7. DESEMBER 1927. 59a9505sðs6006000900000í0e08c00080ee0990006fi00009000ðs 1 CANADA1 ^y^/Z^/z/Z/Z/Z/Z/Z/Z/Z/Z/Z/Z/Z/Z/Z/Z/ZÆ/Z/Z/Z/Z/Z/Z/Z/Z/Z/Z/Z/Z/Z/Z/Z/Z/ZZZ/Z/Z/Z/Z/Z/Z/Z/Z/Z/Z/Z/Z/ZÆs* FRA FYLKISÞINGINU. I ÁFÁNGA. Og náttsta'ður hans var á einu musterisþaki .... Dagleið mín var sem draumur svartrar konu og drifin spor mín líkum hvítra tára. — Að baki fullin vorra ungu ára og eldar þeir, sem brendu mannsins sonu. Þótt einginn hylli ástir mínar leingur, sjá, örn minn lífi fer um dáinn geiminn. Og ég á einn að yfirvinna heiminn eins og ég gerði.þegar ég var dreingur. Þrek mitt er vígt í þrautum margra stríða, og þrúngið skap mitt líkt og borg, sem grætur. Húngur mitt sefa heitir sárir fætur, hjarta mitt drekkur kvoldbæn sjúkra lýða. Sál mín var gerð á gimlum allra día, gædd var hún þúsund alda siguróði, eilífðin titrar öll í mínu ljóði, ást mín er vaxtarmagn hins sterka, nýa. Orgel þín kliða eins og vatna saungvar, ilmur þinn stígur barni mínu að vitum, fegurri sjón vér sjaldan augum litum og sorgir vorar eru bráðum aungvar. Halldór Kiljan Laxness. Los Angeles, Calif., 3. des. 1927. (Endurprentun bönnuð á Islandi.) Eins og Heimskringla gat um síð- ast aö til stae'öi, var fylkisþingið sett á fimtudaginn síödeigis, meö venju- legri viðlhöfn. Gekk fylkisstjóri til hásætis um leiö og klukkan sló 3, en vék þaðan aftur um stund meöaa forseti var kosinn, þar eð kjörtíma- hil hefst með þessu þingi. Hlaut forsetaembættið Hon. P. A. Talbot, frá La Verandrye, er hefir gegnt jþví embætti á undanfarandi þingum. Annars fór þessi athöfn að öllu fram •eins og vant er, að því undanteknu, að veldissprotaberinn, (gamli Jofhn McDougall. sem borið hefir veldis- ■sprotann fyrir fylkisstjóra óslitið síð an árið 1879, gat ekki verið við- staddur að þessu sinni sökum las- leika. Einn þingmaður var sjúkur, og gat ekki komið: R. G. WiIIis frá Turtle Mountain (cons.) A tilsettum tima var Hásœtisr\æðan lesin af fylkisstjóra, og var þetta helzt í henni: Stjórnin ætlar að vera reiðubúin til þess að taka á sína arma sinn hluta af ellistyrk til fylkisbúa í Mani toba, svo framarlega sem sambands- stjórnin ákveði ekki að legigja fram .allt ellistyrktarféð og annast útbýt- ingu þess og annað þar að lútandi algerlega sjálf. Þá var vikið að áfengislöglgjöf inni, sem nánar er Skýrt hér frá síðar. ; 1 ■ Stjórnin ætlar að leggja fyrir þing íð tillögur um hvíldardagshald inn- an vissra iðnaðargreina. Frumvarp verður Iaigt fyrir þingið í því-skyni, að koma í sem viðunan- íegast horf þeim skuldaskiftum, að krúnan á mikið fé útistandandi hjá fjölda manna, er lán þáðu samkvæmt sveitalánslögununi, til gripa- og sáð- kaupa o. s. frv. M. mun stjórnin leggja fyrir þing íð, að sjá um að fylkislöggjöfin verði endurskoðuð, í því skyni að gera hana auðskildari og ótvíræð- ari. Stjórnin leggur frumvarp fyrir þingið þess efnis, að lækka auka- tekjuskattinn (supplementary revenue tax) um fimmtíu af hundraði, en uni leið renni ágóðinn af áfengissölunni í fastasjóð fylkisins (consolidated revenue). Stjórninni er sérlega umhugað unt að gera allt sem möigulegt er til þess að koma landbúnaði fylkisins í sem beit horf, bæði framleiðslu og af- urðasölu. og öllu er þar að lýtur. Leggur hún þvt fyrir þingið frum- varp um stofnun einnar allsherjar- landhúnaðarnefndar,* er sameini inn- an vébanda sinnar allar nefndir. er um landbúnaðarmál hafa að þessu fjallað, og annist öll stjórnarafskifti af landbúnaðinum. Stjórnin hefir mikla trú á námu- auðæfum fylkisins, t. d. í Pas hérað- ínu, og víða um eystra miðbik fýlk- isins. Mun hún laggja fyrir þingið frumvarp um að sjá starfsrækslu ■námanna sem bezt borgið. Entffremur álfitur stjðrnin nauð- sytdegt, að hlynna sem bezt að iðn- rekstri t fylkinu, og vill því láta rannsaka sem nákvæmast, hversu mikilli vatnsorku fylkið hefir á að skipa. og hvar hana er helzt að finna, með tilliti til þess hvernig heppilegast megi beizla hana til iðn- aðar- og heimilisnota. Stjórnin mun laggja fyrir þingið frumvarp til laga um stofnun sér- stakrar heilbrigðismáJadeildar innan stjórnarráðsins, með því að henni fer ljóst, hve mikið ríður á heilbrigði fylkisbúa allra, og að ekki er síður nauðsyn á því að koma í veg fyrir sýkningarhættu, en að lækna þá er þegar hafa orðið fyrir sjúkdóms- áfelli. Stjórnin vék að samfylkjaráðstefn unni. er nýlega var haldin í Ottawa, oig kvaðst vona að þar hefði mörgum sameiginlegum málum fylkja og sam- bands verið hrundið tii réttara horfs. Meðal annars hefðu fulltrúar Mani- tobastjórnarinnar. er þá ráðstefnu sátu, notað þar tækifærið til þess að ítreka við sambandsstjórnina, ósk ir fylkisstjórnarinnar frá því í fyrra, uni það að fylkið fái aigerlega í sínar hendur full umráð yfir náttúruauð- æfum sinum, og að ef ágreiningur kynni að verða um þau friðindi, er sambandsstjórnin hefði þagar ráðstaf að sér til uiíiráða, þá skyldi sá á- greiningur lagður undir gerðardóm þann, er báðir aðilar gætu komið sér saman um óvilhallastan. F'járhagsreikning fylkisirxs kvaðlst stjórnin myndi legtgja fyrir þingið áð ur en langt væri liðið á þingtíma. — Myndi þar koma í ljós. að útgjöldin á fjánhagsárinu, er endaði 30 apríl 1927, væru vel innan við þau tak- tnörk er þeim höfðu verið á þinginu sett, og söntuleiðis, að tekjur þess fjárhagstimabils myndu fyllileiga Vega þar á rnóti. Fjárhagsáætlunina. er endaði fjár- hagsárið 30. apríl 1929, kveðst stjóru in rækilega hafa yfirvegað, og sé hún gerð með sérstöku tilliti til sparn aðar oig framkvæmdasemi. Áfengislögin. I fyrrakvöld lagðt dómsmálaráð- herra Manitobafylkis, Hon. W. J. Major, frumvarpið til hinna nýju á- fengislaga fyrir þingið til 1. um- ræðu. Er að þessu sinni eigi rúnt til þess að lýsa því itarlega, en þessi atriði reka menn fyrst augun í, er hlaupið er yfir frumvarpið: OJgerðarthúsum bannað framvegis að selja Og' afhenda beint til ölkaupa- leyfishafa. Ölstofur verða settar á stofn, þar sem öl verður selt í staupatali. Verða ölstofurnar reknar tneð sérstöku leyfi í sambandi við ýms veitingahús, er áfengisnetfndin treystir einna helzt til þess að gæta þeirni í samræmi við ákvæði laganna. Verðið er ákveðið 10 cent öiglasið eða 20 cent flaskan. ölstofunum skal haldið opnum til viðskifta frá kl. 10 f. h., til kl. 11 e. h., í bæjum, en í sveitum og þorp- um frá kl. 10 f. h. til kl. 10 e. h. Sérstakar ölstofur skulu hafðar fyrir konur. Ekki skal nokkurt gistihús. sem öl- gerðarmenn eiga, ráða fyrir, eða eiga veðrétt í, fá slíkt ölsöluleyfi. Hjermannaklúbbum skal veitt öl- söluleyfi. Bæjarstjórnin skal bera ábyrgðina á eftirliti með lögunum í samráði við lögretglunefndina, þar sem lögreglu- nefnd er á annað borð. Engar ölsölustofur skulu settar á stofn í þeim 23 kjördeildum, er greiddu atkvæði á móti því, að létt yrði fyrir áfengissölu, fyrri en kjós- endum í þeim kjördeildum hefir aft- ur gefist kostur á að greiða atkvæði um það, hvort þeir vilja leyfa öl- og áfengisbúðir innan héraðs, hver i sinni sveit. Kjósi sveitarfélaig að vera laust við ölstofur, þá verður þeim ekki komið upp í því héraði. Ennfremur skal stjórnin engar vín- sölubúðir setja á stofn i sUkum sveita félögum um sex mánaða bil, að minnsta kosti, eftir að þetta frum- varp til laga gengur í gildi, og þá því aðeins, að það sé vilji meirihluta kjós enda. Einfaldur meirihluti atkvæða er nægur til þess að hafna innanhéraðs- vínsölu. Fyrsta lögbrot getur varðað fang- esisvist og sektum. Fyrir annað brot skal sökudólgur ekki sæta minna en 6 mánaða fangelsi. Nokkuð greinilegar mun verða skýrt frá þessu frumvarpi í næsta blaði. Minnisvarðanefndin átti fund með sér á föstudagskvöldið var og var þar samþykkt að greiða Miss Eliza- befih Wood (Mrs. Emanuel Hahn), $500.00, er dómnefndin hafði úr- skurðað henni, með því að veita henni fyrstu verðlaun fyrir upp- drátt að minnisvarðanum. En jafn- skjcntt samþykkti nefndin að reisa ekki minnisvarðann samkvæmt upp- drætti hennar, af þvi að það væri ekki hæfilegt minnismerki fyrir Win nipeglxirg. 1 stað þess var sam- þykkt að reisa minnisvarðann eftir uppdrætti Gilbert Parfitt í Winni- peg- Formaður nefndarinnar, R. D. Waugh, reifaði málið. Kvað hann uppdrátt Miss Wood mjög frumlegan. Væri heldur enginn efi á því, að hún hefði haft rétt til þess að keppa (sic!) En þrátt fvrlr þetta, og það, að hann bæri hina mestu virðinigu fyrir dómgreind og listasmekk dómaranna, )á gæti sér ekki blandast hugur um )að, að það væri algerlega óviðeig- andi sem minnisvarði fyrir Winnipeg bong, enda væri þetta því nær óskift álit allra þeirra, er hann hefði átt tal við um þetta mál. Hann endurtók að Miss Wood hefði átt fullan rétt á því að taka þátt í sanikeppninni, hvort sem hún hefði kallast Miss Wood eða Mrs. Hahn, en að visu ætlaði hann ekki að fara að gera )að að umtalsefni hér, hvort rétt hefði verið af henni að halda skirn- arnafni sinu eða eigi (sic!). Hann á'Ieit að hér væri ei um það að ræða, að reisa einhverri hetju, eins og t. d. Júlíusi Cæsar, myndastyttu, held- ur eitfihvert merki, er væri alvarleg- ur, talandi vottur um þá menn er féllu í stríðinu. (Minnisvarði Par- fitts, er nokkurskonar steinstrýta (olælisk) og markaður kross langs eftir hliðarfJötunum. Myndastýtta Miss Wood er í norrænum hetjustíl, er minnir dálítið á Einar Jónsson, af ungum manni; nöktum, fyrir ut- an lendaklæði; með sverð í hægri hendi, en mösurlaufasveiig (maple' í vinstri.) D. M. Duncan riddarahöfuðsmað- ur lagði til að uppdrætti Miss Wood væri fylgt. Minnisvarði hennar væri ekki álvanalegur. Sér félli hann í geð, af því að hann væri fullur af Mfi, minnti á lífið sjálft, ekki á tóma gröf. Hvernig kö!d steinsúla fram- ikallaði sérlega h.íJeitar og hellgar hugsanir um þá menn er látið hefðu líf sitt á orustuvellinum, væri sér ráðgáta; líkneskið væri ímynd kjarks og karlmennsku, og myndi verða borgarbúum því geðfeldara, sem þeir sæju það oftar. Kvaðst hann álíta að úrskurður dómnefndarinnar hefði verið hinn heppilegasti. Þótti honurn leitt að etnginn skyldi vera á fundi úr dómnefndinni, til þess að verja úrskurð dómnefndarinnar. Mrs. Rogers studdi mál Mr. DurfcanA Geðjaðist sér æ betur og betur að myndast>ttunni, og kynni betur við þá hugmynd en hugmyndina um gröf og minnisvarða. Eftir töluverðar umræður, er lang- flestar snerust móti myndastyttunni, var tillalga Mr. Duncans felld með miklum atkvæðamun. Því næst var samþykkt tillaga frá Shore bæjarráðsmanni að reisa minn isvarða eftir uppdrætti Mr. Gilbert Parfitt, sem er Englendingur, er hér hefir búið í Winnipeg síðan 1912. Var gerð breytingartillaga við hana um að vísa málinu aftur til dóm- nefndarinnar, en feMd, ctg tillaga Mr. Shore samþykkt með eins at- kvæðis mun, og segja blöðin að oltið hafi á atkvæði Mrs. Peterson ein- hverrar, fullrúa herekkna- og- mæðra félagsins (War Widoxvs and Mothers Association). Sú fregn stóð í inorgunblöðunum ensku hér í gær, að íslenzku fiski- mennirnir fjórir hefðu, skömmu eftir að þá tók að reka, séð fimmta manninn, John Silgurðsson frá Sandv Hook, á hraðri leið til lands, til þess að ná landi áður en ísinn spryngi frá. Fylgdi það fréttinni að ekkert hefði síðan til hans spurst, myndi hann ekki hafa náð landi. — 1 kvöld- blöðunum stóð þó, að engar sönnur hefðu borist á þessa frétt, og er von andi að hér hafi verið um missögn að ræða, enda getur John Hjörleifs- son ekkert um þetta, í viðtalinu við fréttaritara Free Press, sem skýrt fer frá á öðrum stað hér í blaðinu. ---------X---------- Heimtir úr helju A sunnudaginn knúði hendingin fjóra Islendinga í ferðalag, sem ekki er mikil hætta á að þeir gleymi, meðan þeir halda nokkurnveginn ó- skertu minni, hversu lengi sem æfiii kann að treinast þeim. Þessir Is- lendinlgar eru bræðuirnir Jöhn og Dóri Hjörleifsson; Alex Þorláksson og Mundi (?) Borgfjörð, allir frá Winnipeg Beach að því er blöðin segja. Þessir fjórir höfðu lagt netum sín tun í Winnipegvatn nokkrum mílupi norður af Rauðármynni. Er sagan um ferðalag þeirra eða réttara sagt hra'kninga tekin eftir því er frétta- ritari Free Press hefir eftir frásögn John Hjörleifssonar, en hann kom hingað til bæjarins í fyrrakvöld, að því er séð verður af blaðinu. Þessir fjórir fórtt til netja sinna kl. 10 á sunnudagsmorguninn. Höfðu Iþeir með sér þrjá sleða og 13 hunda. Þeir höfðu rétt lokið við að vitja um og komið veiðinni á sleðana, 900 ptindum fiskjar, þegar gekk í ofsa- rok. Var klukkan þá hálfþrjú síð- degis. Þeir stre'kktu heinrleiðís sem þeir máttu; en ekki leið á löngu áð- ttr en ísinn sprakk landmegin við- þá félaga, og tók þá að reka. Smá- sprakk úr ísflögunni er þeir \"oru á undan þunga sleðanna, en þeim vildi það til að hún var býsna stór, þvi nú rak þá eitiangraða til norðurs, þvi blíðviðrið undanfarna daga hafði haldið vatninu opnu. Alltaf var að smáspringa úr ís- flögunni undan þunga þeirra félaga, og mátti oft ekki miklu muna að þeir hefðu sig nógu fljótt undan á traust- ari is. Eitt sinn misstu þeir tvo sleðana ofan í sprungu, og var það nteð mestu herkjubrögðuin að þeim tókist að bjarga sleðunum og fiskin- um upp úr. Einn sleðinn brotnaði svo að hann varð ónýtur, og hlóðtt þeir því af honum á hina tvo sleð- ana. Eitt sinn sprakk ísinn svo að Dóri Hjörleifsson varð viðskila félaga sina á smájaka er losnaði frá, en hann stökk snarlega til og komst á ísflög- una til félaga sinna, en skrikaði fót- ur um leið og hann kom niður og féll í vatnið. Þó kláraði hann siig upp á jakabrot, stökk aftur til félaga 6inna, og nú náðu þeir í hann, svo að þeir gátu komið honum á þurrt. En menn fara nærri ttm útlitið; holdvotur í gaddbylnum og ofsanum. Við þetta bættist að hastarlega sló að Alex Þorlákssyni, svo að honum varð illt. Bvolfdu þeir félagar þá fisknum úr öðrum sleðanum á ís- inn, bjuiggu um hann á sleðanum, og breiddu á hann þau klæði, er þeir þóttust helzt mega án vera og eitt- hvað af voðum er þeir höfðu með sér; kveiktu svo á einum sex ljóskerum, er þeir höfðu meðferðis, og röðuðu þeim i kringum hann til þess að ylja honum. Er litill efi á því, að þetta eitt hefir orðið honum til lífs Alltaf bar þá óðfluga til norðurs ok klukkan hálf fimrn síðdegis voru þeir komnir norður á móts við Win- nipeg Beach. En breitt haf var milli þeirra og lands. Og nú fór Dóri að eiga erfitt með að verjast skaðkali, eins og nærri má geta í þessu veðri; fötin öll i ein- um klakastokk. En með því að hlaupa um og berja sér óaflátanlega, tókst honum að halda í sér lífinu, þótt nær því óskiljanlegt meigi heita. >Svna leið kvöldið og nóttin. Þeir félagar skiftust til þess að vera á verði, til þess að gá að því hvort þá ræki ekki að fastiss-röndinni, en hinir hjúfruðu sig saman og að hund unum í því skjóli sem hægt var að fá af sleðunum. Kl. 4 á mánudags- morguninn skifti um áttir, og gekk nú veðrið í norðvestur, rak þá ís- flöguna með þá félaga suðaustur eft- ir vatninu, í áttina á Beaconiafjörur, rétt norðan við Balsam Bay. Og nú söng og svarraði og gnast æ óðar og tiðar í isflögunni, er hún rak sig aftur og aftur á aðrar; en það benti til þess að nú væru þeir að nálgast lagíssröndina. Og um klukkan sex á mánudags- morgunin, rétt í sama mund og lýsti af degi, þá skaraðist ísflagan með hröngulsöng og molbrestum upp að megin-landísnum. Það mátti held- ur ekki niikið seinna vera, því nú var farið að verða iskyggilega þröngt á ísflögunni, svo ört sem molast hafði utan úr þessum brofihætta fararkosti á þessari hroðasiglingu í bylnuni og náttmyrkrinu. Með allmiklum erfiðismunum tókst þeim nú að klöngrast yfir á lagásinn með hundana og allt sitt hafurtask. Þá voru þeir um fimm mílur undan landi. Og nú voru aðeins tveir þeirra, John Hjörleifsson og Borgfjörð fær ir um að hjálpa hundunum að draga sleðann með fiskinum á. Þeir flýttu sér að bóndabæ þar á ströndinni, að koma Alex Þorlákssyni til húsa og skildu Dóra þar eftir líka, en hinir tveir fóru svo eftir fiskisleðunum og hundunum, er þeir höfðu skilið eft- ir, þar sem þeir töldu öruiggt. Kl. Var 10 á mánudagsmorguninn, er þeir komust fyrst að bænum með Al- ex. — Þá var frostið hér í Winni- peg —4 tstig Fahr. (—20 Celsius). A bænum var hlynnt að þeim efttr beztu föngum, og hellt í þá sjóð- heitu kaffi. Og slik er heilsa þess- ara drengja, að eftir að þeir höfðu hvílst þarna nökikrar klukkustundir, kenndi enginn þeirra sér meins. Og John Hjörleifsson var ekki lúnari en það, að hann gekk á járnbrautar- stöðina í Beaconia, tók sér far með lestinni til Selkirk eystri og tók "raf- magnsvagninn hingað til Winnipeg. En hinir ætluðu að leggja af stað með hundana oig fislkisleðana yfir vatnsendann heim til Winnipeg Beach i gærdag. Og John Hjörleifs- son taldi víst að þeir myndu ná hátt- um heinia. * * * Gleðin yfir þessum heppilegu af- drifum blandast að jöfnu aðdáun yf- ir þessu því nær óskiljanlega þoli og karlmennsku. Þeim er ekki fisjað saman þessum islenzku drengjum. Þeir eru ekki innviðafúnir. Mestan hluta sólarhrings í blindbyl qg gadd- hörku, í fangfbrögðum við heljar- gjóstinn, er safnar í sig megni á mörg hundruð milna afdrepslausum ísaflákum; einn veikur; annar hold- votur; lifandi' klakastokkur; gadd- freðinn að utan, en sjóðandi gígur af lífsþrótti að innan, með óbilandi hjarta er knýr hverja dreyrabylgjuna á fætur annari, vellheita eins og hverastroku út í smæstu háræðar á tám og fingurgómum, svo að heljar- klær kaldrepsins nái ekki gómtyllu. Og svo fáeinir kaffibollar; nokkurra stunda svefn, og allir eins oig ný- slegnir túskildingar! * * * Eg rakst á aldraðan mann hérlend an, er i mörg ár hefir stundað fiski- veiðar á Winnipegvatni. Hann kann- aðist við suma piltana. Hann var svo hissa á hörkunni, þolinu og karl mennskunni, að hann átti engin hæfi- leg lýsingarorð til, og var hann þó ekki málstaður. En hann sagði það með áherzlu, að hann tryði þvi fekki, að nokkrir aðrir en Islendingar hefðu komist. svo klaklaust gegnum þetta. “Og þú mátt vera helvíti stoltur af því að þetta skuli vera þjóðbræður þínir,” bætti hann við með enn meiri áherzlu. Eg skal ekkert um það fullyrða, hvort engir aðrir en Islendinlgar hefðu getað leikið þetta eftir. En mér fannst það hvorki fals né smjaður, þegar hann sagði það. Þá stundina fannst mér það liggja í augum uppi. En hvað sem um það er; eg end- urtek það sem eig sagði áðan: Þeim er ekki fisjað samati íslenzku drengjunum hér í Canada. S. H. f. H.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.