Heimskringla - 07.12.1927, Síða 4

Heimskringla - 07.12.1927, Síða 4
4. BLAÐSIÐA. HEIMSKRIN Q L A WINNIPEG 30. NÓV. 1927. H^jntskrtngla: (Stofnutf 18R0) Krmur «t • hrrrjum mltlrtfcödrtl. EIGENDUR: VIKING PRESS, LTD. 853 ote 855 SARGENT AVB , WINNIPEG TAI.SIMI: 80 537 VarV blnBslns er $3.00 á.rgangurlnn borg- let fyrlrfram. Allar borganlr sendlet THE VIKING PRÆfíS LTD. BIGFÚS HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjórl. Utnnánfcrllt tfl blfitlalnat THB VIKING PIIESS, L.t<l^ Bol 8105 UtanHnfcrlft tll rltntjöranal EDITOR HEIHSKRINGLA, Bol 3105 WINNIPEG, MAN. “Helmskrlngla ls publlsied by The Vlklng Preaa l«td. and prlnted by CITY PRINTING PIIBI.ISHING CO. 858-855 Sargent Ave« Wlnnlpeg, Mnn. Telephone: .86 58 7 WINNIPEG, MAN. 7. DESEMBER 1927 Frá Winnipeg. i. ÖLSALAN. Allt fólkið mænir á stjómina, að hún ljúki upp sinní hendi og láti bjórsvala- daggirnar drjúpa á skrælnaðar tungur þess fyrir jólin, og stjómin hefir góð orð um að verða við þessari von. Að vísu munu tungumar tæplega svo skrælnaðar, að eigendumir séu í bráðri hættu, því bæði er vínkaupaleyfi og leyniknæpur í öðruhverju húsi, en borgurum bæjarins þykir sennilega skemtilegra til þess að vita, að þurfa ekki að óttast að verða settir í svartholið um hátíðamar, þótx þeir taki sér tyllidag og bjóði þá kunn- ingja sínum, einum eða svo, eitt ölglas — eða svo — einhversstaðar fyrir utan vébönd heimilisfriðarins. Það má því telja víst að hin nýja á- fengislöggjöf gangi í gildi hér í Mani- tobafylki nú fyrir hátíðirnar. — Mörgu verður breytt frá því sem nú er, og verða menn sjálfsagt misjafnlega ánægðir með. En svona í fljótu bragði, eru tvö atriði í þessum áfengislögum, sem koma oss kyn- lega fyrir sjónir, eða réttara sagt: það var eitt ákvæðit sem kemur oss kynlega fyrir sjónir, og annað, sem vér söknum. Hið fyrra er það, að karlar og konur mega eigi ganga saman á ölsölustofum- ar, heldur verða sérstakar veitingastofur fyrir konur. Hvers vegna? Sú ályktun hlýtur að liggja háskalega nærri, að ann- aðhvort álíti löggjafarnirt að það sé eitt- hvað fjarska ljótt og syndsamlegt, alger- lega á móti öllu velsæmi, að karlar og kon ur horfi hvort á annað renna út úr öl- glasi, svona eitthvað líkt og að laugast í sama sundpolli, ellegar að löggjafamir séu sannfærðir um það, að Winnipeg- búar, og þá líklega sérstaklega konurn- ar, séu enn of miklrr skrælingjar, tD þes3 að óhætt sé að láta karl óg konu tala saman yfir ölglasi. Líka er þriðji mögu- leikinn til, nefnilega sá"t að það séu ekki nema gerfallnar konur, er smakki öl, og verði því að hafa þær í stíu sér, svo að dándismönnum stafi ekki sérstakur háski af. Hitt, ákvæðiðt sem vér söknum, er það að stjórnín virðist ekki ætla að leyfa matsölu- eða gistihúsum, að selja öl né vín með mat. Það ákvæði ætti þó áreið- anlega að vera í lögunum. Oss er al- ger ráðgáta. hvað getur mælt á móti því, úr því að mönnum og konum er annar* gert harla létt fyrir að ná til ölfanga. — Manni liggur við að detta í hug, hvort stjómin ætli sér með þessu að freista matsölumanna til leynivínsölut svo hægt sé að fá aukatekjur af því að sekta þá við og við. Auðvitað vakir ekkert þvílíkt fyrir stjórninni. En satt að segja ber þetta hvorttveggja vott um hálf- eða réttara sagt algerðan kotbæjar-hugsunarhátt. — Hvorugt getur komið nokkru góðu til leiðar og engri hættu afstýrt. En aftur á móti glætt svolítið skynhelgi og yfir- drepsskap og áreiðanlega orðið tll þess að auka leynisöluhættuna, sem hverju síðuðu landi er ósamboðin. II. Minnisvarðinn. ‘‘Vömmin og- ragmennskan, viísjár að leita sét, Vann sér þaS nauSugt og sneypt af að beita sér.” St. G. St. Þeir, sem efuðust um það, eftir allt sem á gekk í hittifyrra, að minnisvarða- nefndin myndi verða sér og Winnipeg aftur til skammar, eru nú leystir frá öll- um efasemdum. Skrípaleikurinn endur- tók sig. Allskonar herkerlingar — og hér er ekki verið að leggja neitt til Hjálpræð- ishersins — hvort heldur í pilsum eða brókum utanyfir, fylltu ensku blöðin með bréfum, sem gjarna voru nafnlaus, þau sem mestur daunninn var af að minnsta kosti, og hömuðust á móti því, að reistur væri minnisvarði eftir upp- drætti Miss Wood. Alveg eins og í hittifyrra, og þó með þeim mun, hvort sem mönnum finnst til batnaðar eða eigit að þá réði ein- göngu þjóðrembingurinn, hatrið, heimsk- an og lítilmennskan, en nú kom að auki í flokkinn hræsnin og skynhelgin. Það var svo sem ekki af því, að lýðurinn fékk að vita, að Miss Wood er gift Mr. Hiahn, að ófært var að reisa minisvarðann eftir uppdrætti hennar. Ot sei, sei„ nei; það var vitanlega af því, að nú gerðust allir listdómarar, og það auðsjáanlega sumt af þeim ríl, sem ekki þekkti íslenzkan hornspón frá grískri musterissúlu. Og eftir að lýðurinn í nokkra daga var búinn að öskra á Barrabas, þá kross- festi minnisvarðanefndin líkneski Miss Woodt sem hlaut fyrstu verðlaun, og al- menna aðdáun, meðan enginn vissi að höfundurinn var gift Emanuel Hahn í Toronto. Og það veit hver einasta manneskja að segja mát að hefði Miss Wood ekki verið gift Mr. Hahn, þá hefði myndastytt- an, er hún gerði, verið reist sem minnis- varði, og nú vita menn líka, að enda þótt verk hennar hefði verið tíu sinnum glæsilegra og hæfilegra til þess, sem það var ætlaðt þá hefði sami ríllinn grenjað það niður; grenjað allan kjark og vel- sæmi úr þessum dulum, sem voru í meiri- hluta í nefndinni, undir hátíðablæju skin- helginnar, sem Mr. Waugh gægðist und- an eitt augnablik, er hann vék að þvít hvort viðeigandi væri af Mrs Hahn að halda skírnarnafni sínu. Að undanteknum þeim D. M. Dunean riddarahöfuðsmanni og Mrs. Rogers, er bæði mæltu mjög eindregið með því að halda sér við uppdrátt Miss Wood — og vel sé þeim fyrir — er svo sem meðlimir nefndarinnar hafi keppt hver við ann- an í h'tilmennsku og heybrókarhætti. Af 44 nefndarmönnum mæta einungis 20 á þessum úrslitafundi. Enginn dómefndar. maður mætir þar, og enginn þeirra hefir látið til sín heyra. Sprengvirðulegur full- trúi þeirra borgaralegu dyggða, sem nefndar hafa veriðt og úrslitum réðu, er auðsjáanlega Mr. J. W. Johnston, sem styður tillögu Duncan’s um að reisa minn isvarðann eftir uppdrætti Miss Wood, en greiðir atkvæði á móti þessari sömu til- lögu, þegar hún er borin upp, og kveðst hafa stutt tillöguna af því að persónu- lega hafi hann verið henni fylgjandi, en sem félagsmaður (einhvers félags) orðið að greiða atkvæði á móti henni. Það minnir á söguna um einn sæmdarbónda, samsýslung vorn, er kvað upp þenna úrskurð á sóknarnefndarfundi, blessað- ur karlinn, í deilu milli eins sveitarbónda og prófastsins: “Það er nú allt saman satt og rétt, sem Jón í Tungu segir, en allt fyrir það hlýt eg að vera á prófasts máli.” Þeimt sem lífið létu fyrir föður- og fósturland sitt, er engin sæmd gerð með þeim minnisvarða, er nú verður reistur, eins og hann er-til kominn, að höfundi hans annars ólöstuðum. Jafn auðvirðilega og nefndin hefir farið að ráði sínu, og aliur sá lýður, einstaklingar og félögt er eitra andrúmsloftið með hernaðarfargani sínu. þá verður þessi minnisvarði þeim, er ailt þetta muna, enginn sigurstöpull, til minningar um æfintýralöngun, hug- prýði og fórnfýsi faþinnar æsku, er ekki sást fyrir, heldur smánarstytta þjóðremb ins, lítilmennsku, heimsku, haturs, hræsni og skinhelgi, þeirra er hættuna lifðu eða aldrei fóru í hanat og ekkert lærðu — “never could understand”. III. HREPPAPÓLITÍK Bæjarstjórnarkosningarnar nýafstöðnu fóru ósköp skikkanlega og hljóðalaust fram. Það var eins og enginn gæti hleypt í sig verulegum gassa út af þeim, og liafa gárungar fleiprað því, að ef til vill hafi aðalorsökin verið sú, að Winni- pegbúar hafi almennt orðið því svo fegn.. ir, að hinir mikJu hæfileikar fyrverandi borgarstjóra, R. H. Webb, skyldu fá hæfi lega útrás einhversstaðar annarstaðar en í bæjarstjórninni hér eða réttara sagt á ferðaiagi, að kjósendum hafi fundist sú staðreynd frekar skifta máli en hitt, hver eftirmaður hans yrði. Hvort sem nokkuð er nú um þetta eða eigi, að hitaleysið hafi af þessu stafað, þá er þó víst að meirihluta kjósenda stóö ekki á sama hver borgarstjóraembætt- ið hlyti. Það er að segja, þeir voru ekki að víla fyrir sér um per- sónur. En þeim var fyrir öllu, að borg- arstjóri úr flokki verkamanna kæmist ekki að, og til þess hefðu þeir sjálfsagt, eins og áður, viljað vinna til þess að greiða atkvæði sitt með lélegra manni, ef hann aðeins var rétttrúaður. Nú er eklti þar með sagt, að Mr. McLean sé miklu lélegri maður sem borgarstjóri en Mr. Queen. En þó er hinn síðamefndi betur þekktur sem athafnamaður um op- inber mál. Einnig virðist hann vera frem ur vinsæll, persónulega. En hann fylgir verkamönnum að mannfélagsmálum, og það eitt er nóg til þess að brennimerkja hann sem óhæft borgarstjóraefni í aug- um meirihluta ■bæjarkjósenda. * * * Tvenn rök eru aðallega til þess færð, að ófært sé að slíkar skoðanir eigi sér bústað í búk eða höfði borgarstjórans í Winnipeg — minnisvarðaborginni. önn- ur er röksemdin sú, að allir fjármálahá- karlar muni fælast stækjuna, er af slík- um manni leggi fyrir stórgróða-þeffæri þeirra, og fremur láta limlesta sig, en leggja eitt cent í fyrirtæki í borg, er hlaupi svo á sig að kjósa borgarstjóra úr flokki verkamanna, og það til eilífðar nóns, ef svo verkast vildi. Hin er sú, að verkamannaflokkurinn sé “pólitískur” flokkur, og að það sé voðaleg óhæfa að blanda “pólitík” í bæjarmálefni. Og meiri hluti kjósendanna blessaðra rennur á hvorttveggja agnið, ár eftir ár, eins og kviðdregin gráháfsganga á vel úldinn hrossmakka. Þekkingin meirihlutans í minnisvarða- borginni, er nú ekki meiri en þetta á fjármálumt að halda að nokkurt stór- gróðafélag hiki nokkurntíma við til lengdar, að leggja peninga í arðvænlegt fyrirtæki, af því að borgarstjóri eða odd- viti í bæjar- eða sveitastjórn sé verka- flokkssinni, þegar meirihluti meðstjórn- enda hans eru honum andvígir í skoð- unum. Nei, peningarnir lykta ekki, og þeir eru jafnvelkomnir í vasana, hvernig sem borgarstjórinn eða oddvitinn eru á pólitíska litinn. Og það þarf ekki annað en að renna augunum til Rússlandst til þess að sann- færast um að stórgróðafélög álíti sig fær um að hafa nægilegt fyrir snúð sinn í landi, þar sem stjórnin öll er “eldrauð”, og þjóðfélagið sjálft. Og þá má geta nærri hversu stórgróðafélögunum í raun og veru vex í augum einn svolítið bleikál- óttur borgarstjóri — svo haldið sé sam- líkingunni um pólitíska litinn — sem þar að auki er í minnihluta. — En hitt er rétt, að þar sem kjósendur eru nógu óupplýstir, þar er auðveldara fyrir stór- gróðamenn að gúkna yfir öllum fríðind- um, gömlum og nýjum. Hvílíkur þyrn- ir er ekki t. d. Hydro hér í augum sam- keppnis- og stórgróðamanna, Og þvi ekki að gera þá sem tortryggilegasta, er standa á verði um þessa sjálfseign alþýð- unnar. í>að dettur víst engum í hug að neita því, að verkamannaflokkurinn sé póli- tískur. En að það sé einhver óhæfa, eða að pólitík megi ekki snerta bæjarmál gengur allt lakar að skilja. Það er eins og fólki sé talin trú um, að pólitík eigi helzt. að vera nokkurskonar “tabú”, ein- hverskonar töfraþing, í, sambandi við svártagaldur og ýmsar hundakúnstir, er aðeins megi fremja á vissum tímum inn- an vissra vébanda. Og þó er fátt auð- skildara en það, að á meðan menn grein ir svo á um mannfélagsmál. að menn skipast í stóra og harðsnúna flokka um þau, þá er ekkert auðvelt að komast hjá “pólitík” í stórbæ sem Winnipeg, er tel- ur að minnsta kosti einn þriðja hluta allra fylkisbúa — heilt ríki í ríkinu, ef svo mætti að orði kveða. Engir skilja þetta heldur betur en ein- mitt þeir, er láta sér annast um að vilia kjósendum sýn á þessu, því láti verka- menn leiðast af flokkspólitík við bæjar- stjórnarkosningar, þá koma andstæðingar þeirra ekki síður fram sem grimmustu flokksmenn. Munurinn er einungis sá, að við bæjarstjórnarkosningar skiftast menn í raun og veru að sumu leyti enn ákveðnar í sameignar og samvinnumenn, öðrumegin, en samkeppnis. og sérgróða- menn hmumegin; ekki fyrst og fremst í eonservatíva, liberala, bændasinna, verkaflokksmenn o. s. frv. Að flokka- eða hreppapólitíkin er ekki síður í metum hjá andstæðingum verka- manna, en hjá verkamönnumt sést bezt með því að athuga atkvæðagreiðsluna í einstökum kjördeildum og á einstökum kjörstöðum. í fyrstu kjördeild fékk McLean stærri meirihluta um daginn, en hann hafði alls út úr kosningunum, og skifti þó meirihlutinn mörg- þúsund atkvæðum. Enn betra er að athuga kosningamar ár eftir ár, -eins og t. d. á Kelvin kjörstaðnum; þa rhafa atkvæði fallið þannig síðan 1922: CQ S» B s to 4-fc co co CD CD Cfi ífi Cfi K> W t\2 (O tO tO 05 fil 4^ W M r & S- & o 5 » o* cr o* o* S g 5 p cr? U CO M (D M OO P CO 00 00 H Ul OO O O (© H rí ^ & C >£‘ to P P — "O “ -j -s -í p *E. *2. ö 3 o & 5 S » (t a> cp orti “s “s u ^ ^ oo tc CD o >e- oi to oo Það er nokkurnvegmn auð- séð af þessu, að það er ekki mikil fjarstæða, sem Mr. Far- mer segir, að þótt erkiengill- inn Gabríel byði sig* fram af hálfu verkamanna í 1. kjör- deild, þá hefði hann . ekki minnstu von um kosningu, þar sem sjálfur Belsebubbinn væri viss um rífandi meirihluta, ef hann aðeins auglýsti, að hann væri andstæður verkamönn- um. * * ¥ Heimskringla blandaði sér ekkert í þessar bæjarstjómar- kosningar, af þvít að eins og á stóð, taldi hún lítið á því velta, hvor kosningu næði, Mr. Queen eða Mr. McLean. En því er þetta gert að umtalsefni, að það er þreytandi, að heyra og sjá þessar margþvældu tuggur étnar upp aftur og aft- urt af kjósendum eftir hinum og þessum þjóðmiálaskúlmum; að verkamanna-borgarstj. muni fæla gersamlega burtu allt fjár magn frá framkvæmdum og fyrirtækjum; að pólitík komi bæjarmálunum ekkert við, og að verkamenn séu einir um að draga hreppapólitíkina inn fyr. ir vébönd hinnar opinberu bæj- arstarfsemi. Það er fyrst þegar kjósendur eru búnir að þjálfa svo skyn- semi og athygli, sem þarf, til þess að meta þessa þvælu að verðleikum, að þeir geta farið að nota hvorttveggja til þess að hugsa sjálfir um velferð sína og ráða við sig hvorri stefnunni þeir heldur vilja fylgja og hvað langt í hvert skifti, í stað'þess að láta, sem nu það sem mest á ríður, leika á~ten- ingskasti vanþekkingar og hleypidóma. DODD’S nýmapillur eru bezta. nýrnameðalið. Lækna og gigt. bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’® Kidney Pills kosta 50c askjan,. eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyfsögum, eða frái The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, Ontario. Heilbrigði. VI. Lyf og lœkningar. Lækninga-aSferSir eru stöðugum lb|reytingfim undirprpnar eigi síSur en annaS — ef til vill fremur en allt annaS. Svo má segja aS hver kynslóSin fyrir sig hafi sínar sérstöku laékn- ingaaSferSir aS einhverju leyti. Er þetta næsta eðlilegt fyrir þá sök, aS á fáum sviSum vísindanna leggja menn sig þetur fram til rannsókna og aukinnar þekkingar en í læknis- fræðinni. Þess má einnig geta, aS jafnhliSa einiælgum og ötulum starfsmönnum í þarfir nýrra og nýrra uppgötvana, vinna einnig herskarar annara manna, sem ekkert hafa fyrir aug- um annaS en eigin hag, og búa til allskonar ginningalyf, til þess að geta rakaS saman fé á kostnað auS- trúa fólks og heilsuveiklaðs. LæknisfræSin hefir í seinni tíð stigið áfram stórum skrefum. Þar verSur einlhver bylting svo að segj.j vikulega. ÞaS sem í gær var talið gott og gilt, er fordæmt í dag. ÞaS sem í dag er trúað á. verður ef tií vill ekki mikils viröi á morgun. Sannir vísindamenn í þeirri grein hika ekki við aS játa það hrein- skilnisloga, þegar vissa fæst fyrir því aS eihhver sérstök aðferS sé ekki heppileg eSa einhver ákveðirt kenning hafi reynst á sandi byggð. Þeir íagna hverri nýrri aðferS, serti betri árangri spáir, hverju sem hún kann að kollvarpa. Köilun þeirra er- ekki sú að verja gamlar kenningar. I þeirra augum á þaS allt að hrynjar sem ekki þolir hög,g og hristing ná- kvæmra rannsókna. ASalIega hafa verið uppi þrjár stefnur viS lækningar. Fyrsta stef’? an eða aðferSin var sú aS reyna afy lækna hverja tilkenningu fyrir sigr aS gefa t. d. lyf viS höfuðverk, vitS bakverk, viS beinverkjum, við flök- urleika, o. S. frv. SíSar skildist mönnum, aS þaS var ófullkomiS: “Höfuðverkur, bak- verkur, beinverkir eða flökurleiki. eru ekki veiki, sögðu menn þá, held- ur eru þaS sjúkdómseinkenni. H>ver sjúkdómur út af fyrir sig hefir sér- stök og ákveðin einkenni, þótt marg- ir sjúkdómar hafi sum einkenni sanv eiginleg. ÁríSandi er þvá þaS um fram allt, að þekkja sjúkdómintí sjálfan og reyna aS lækna hann. MeS því er komist fyrir rótina a5 veikinni og meiri von um bata.” Loksins kemur fram þriðjtt stefnan eSa aSferðin: “ÞaS er gott og blessaS”, sögðu menn þá, ' aS lina þrautir, hvar og hverni;g sem þær eru, þótt þær séu ekkert annaS en sjúkdómseinkenni. ÞaS er ennþá betra aS geta vitaS, af hverju þraut- imar stafa og hver veikin sé; mei5 því eru meiri líkur til lækninga. Em bezt er þó aS gæta þess aS þaS er sjúklingurinn en ekki sjúkdómurinn, sem á aS lækna. EinstaklingseðliS er svo misjafnt, hver út af fyrir sig er gæddur sérkennum, og eftir því verður að haga sér. Sama Iækning á ef til vill ekki viS tvo sjúklinga, þótt sama veiki þjái báSa. I þessii efni lcoma aSallega til greina hinir andlegu eSa hugarfarslegu eiginleik- ar sjúklingsins.” A þessum grunKlveili fara fram flestar lækningatilraunir vorra daga. ÞaS hlýtur hver samvizkusamur læknir að játa hispurslaust, aS margt sem reynt er til læknirtga, er byggt á t,rú og getgátum, þar sem ekki hef- ir veriS mögulegt aS fá fullar sann- anir, en reynslan hefir virzt benda til þess, aS um vertileg áhrif væri aS ræða. ÞaS er algengt aS Iæknir eða vís- indamaður hefir notaS einihverja á- kveSna aðferS, annaðhvort af tilvilj- um eSa við tilraunir, er svo vel hefir gefist, að hann hefir sjálfur í ein- lægni fengið trú á henni. Trúin hef- ir leitt til frekari heppni, því þaS er staðreynd, að þaS sem meS fullu trausti er notaS, er liklegra til sigur- verka en hitt, sem lítil trú er á.. ASrir læknar hafa reynt sömu aS- ferðina meS góðum árangri, og þannig hefir tröflatrk'i skapast um tíma á einbverju sérstöku lyfi eSa einlhverri sérstakri lyfjasamsetningu. Hefir slíkt lyf stundum veriS notaS viS svo aS segja öllum mannlegum meinum, og svo hefir litið út sem þaS í raun og veru hefði læknandi áhrif. AstæSnrnar fyrir því aS fólki batn ar oft eða skánar, þegar þaS hefir

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.