Heimskringla - 18.04.1928, Blaðsíða 2
2. BLAÐSÍÐA
HEIMSKRIN O L A
WINNIPEG 18. APRÍL 1928
Hinn nýi heimur
vísindanna
Eftir Kirtley F. Matlicr.
prófessor í jaröfræði við Harvard
.... háskólann.
Þýtthefir G. A.
Eftirfarandi ritgerð er framúr-
skarandi glöggt yfirlit yfir helztu vís
indalegar niðurstöður, sem nú eru í
gildi, og um leið fróðlegur saman-
burður á þeim og hinni eldri heims-
skoðun. Fyrir hvern iþann, sem vill
fljótlega átta sig á því, hvernig vis-
indalegt viðhorf er frábrugðið hinu
igamila trúarbragðaílega vifthorfi, er
riterð þessi ágætur leiðarvísir.
Þýð.
‘‘En iþegar hann, andi sann-
Iieikans,, kemur, mun hann
leiða yður í allan sannleik-
ann.” Jóh. 16., 13.
Vér erum flestir hverjir ihættir að
furða oss á undrum veraldarinnar,
og fjölbreytni hennar veldur oss sjald
an mikilla heilabrota. Margir, sem
nú eru á lífi, voru fluttir heim til sin
af spkalanum tveggja vikna gamlir
í bifreið, Oig hafa ávalt síðan farið
flestar sínar ferðir í bifreiðum. —
Fyrsta ljósið, sem vér litum, var birt
an frá rafljósi. Ljósadýrðin á breið-
strætum stórborganna vekur athygli
vora með fegurð sinni, miklu fremur
en af því, að hún sýni oss afrek mann
anna í því að nota öfl náttúrunnar
og auðsuppsprettur. Aðeins víðvarp
ið og flugvélarnar eru svo ungar upp-
fyndingar, að vér undrumst, þegar
vér heyrum hljóðfæraflokk leika í
fjarlægri borg, eða nemum staðar og
lítum upp í loftið við að heyra iþyt
silkivængjanna.
Þar sem vér gerum oss svo iitla
grein fyrir mótsetningunni milli Ame-
riku á tuttugustu öldinni og Gyðinga-
lands á þroska- og hnignunarárum
gyðingarikisins, er litil furða þótt
vér 'lendum í ógöngum, þegar vér
reynum að halda í trúarbragðahug-
myndir eins og þær, sem urðu til á
þeim fjarlæga stað og tíma. Ef krist
in trú eða nokkur önnur 'trúarbrögð.
eiga að endast fram á tuttugustu og
fyrstu öldina sem mikilvægt afl í Iífi
mannanna, verða þau að standa, i
sambandi við heiminn, eins og vér
þekkjum hann og eins og barnabörn
vor munu þekkja hann, fremur en við
þann heim, sem var kunnur spökum
mönnum fyrir eitt, tvö eða þrjú þús-
und árum. GrundvaMaratriði allra
trúarbragða eru nú lögð undir þá ná-
kvæmustu rannsókn, sem nokkurn-
tínia hefir verið gerð. á þeim, hvort
sem oss fellur það beitur eða ver; þau
eru skoðuð við hið bjartasta og ka'ld-
asta Ijós, sem vísindin eiga yfir að
ráða. Til þess að geta skilið byltingu
þá, sem orðið hefir i hugum hugs-
andi manna á æfi nokkurra siðustu
kynslóðanna, verðum vér að skilja
þann sannleik, að sá heimur, sem
menn þekktu áður en vísindin komu
til sögunnar, var næsta ólíkur þeim
heimi, sem vér lifum i nú.
Tökum t. d. lýsingu þá, sem Móses
eða Jósúa, eða einhver annar maður.
sem fornsaga Gyðinga gettir um,
mundi hafa gefið af veröldinni um-
hverfis sig. I augum hans var heim-
urinn allur nákvæmlega það, s.em
hverjum, er skoðar aðeins yfirborð
hlutanna, virðist hann' vera. Jörðin
var flöt hella, igrundvölluð í miðjum
höfunum. Jósúa hafði enga ástæðu
til þess að efast um það, að skammt
fyrir utan sjónderldarlhringinn væri
horn jarðarinnar, og að frá þeim
blésu vindarnir. Hið stjörnusetta
himinhvolf var í augum hans það„
sem það sýndist vera, og ekkert ann-
að: Það var festing, byggð eins og
griðarstórt hvolfþak, til þess að
“greina vötn frá vötnum”. Þegar
regn féll, kom það til af því, að “flóð
gáttir himins lukust upp”, og vatninu
sem var uppi yfir festingunni, var
leyft að steypast niður í tómt rúmið
fyrir neðan. Sólin og tunglið voru
aðeins “Ijós á festingu himins’’, “hið
stærra ljósið til að ráða degi og hið
minna ljósið til að ráða nóttu”. Bæði
hreyfðust þvert yfir himinhvolfið frá
austri til vesturs, rétt eins og þau
virðast gera. Þegar Jósúa fannst ein
hver dagur óvenju langur, hélt hann
náttúrlega að sólin stæði kyr á hintn-
inum. Heimur Jósúa var smár og
óbrotinn — vestisvasaútgáfa al-
heimsins.
Gagnólíkur þessu er heimurinn sam
kvæmt stjörnufræði nútímans. Stjörn
urnar eru ekki lengur smádeplar úr
glóandi efni, sem kastað hefir verið
af einhverri risahönd upp í hvelfdan
hintininn. Meðal stjarnanna eru reiki-
stjörnur, sem ásamt jörðinni heyra til
sólkerfi voru. Jörðin gengur eins
og hinar reikistjörnurnar, eftir braut.
em myndar sporbaug umhverfis sól-
ina. Til jafnaðar heldur hún sér i
93 miljón mílna fjarlægð frá eldhnett-
inum, sem er þrjú hundruð þúsund
sinnum stærri en hún. Tunglið er
bara dvergur í samanburði við þetta,
aðeins einn áttugasti hluti af sitærð
jarðarinnar og ekki nema 240 þúsund
milur frá henni. Og það er alls ekki
“ljós”, það endurkastar aðeins ljósi
frá sólinni. 1 sitaðinn fyrir heim,
sem er svo gerður að hann getur ekki
hreyfst, hendist jörðin áfram um 20
mílur á hverri sekúndu,til þess að geta
runnið braut sína umhverfis sólina á
þeim tíma, sem vér nefnum ár. Al'lir
vita að lengd sólarhringsins er bund-
inn við snúningshraða jarðarintmr
uin möndul sinn. Hefir oss ekki öll-
um verið kennt það frá barnæskú?
Þótt vér segjum oft, að “sólin komi
upp í austri og setjist í vestri”, vií-
um vér ofur vel að hún gerir það alls
ekki; sú sýnilega hreyfing, sem hefir
komið oss til þess að staðhæfa það,
er afleiðing jarðarsnúningsins en ekki
neinnar hreyfingar sólarinnar.
Það er þó ekki svo að skilja, að
vísindin hafi kennt oss að treysta ekki
skynjun vorri. Þvert á móti. Sann-
gildi vísindaaðferðarinnar sjálfrar
byggist einmitt á því, að skynjun vor
skýri oss rétt frá eðli heimsins, sem
vér lifum í. Vísindi nútímans hafa
kennt oss að vantreysta niðurstöðum
þeirra manna, sem líta aðeins á yfir-
iborðið, -og ályktunum hins ótamda
vits. Þau hafa gefið oss nákvæm
tæki til mælinga, sem koma i stað á-
gizkana augnanna einna. Sjónaukar
og smásjár aðeins margfalda sjónar-
möguleika Ijósbrjótanna í augunum;
talsímar og mikrófónar aðeins að-
stoða heyrnartól eyrnanna; fræði vís-
indanna um liðinn tima og núlíðadi,
gefa aðeins margfalt fleiri atriði til
þess að draga ályktanir af. Heim-
urinn er enn það sem hann sýnist
vera; en þetta, sem oss sýnist, svíkur
okkur ekki eins gersamlega nú og
það gerði áðtir.
Jörð vor er hluti af reglubundn-
um heinti; hún er einn af himin-
hnöttunum, sem hreyfast um geiminn
samkvæmt ákveðnum lögum. Það er
langtum erfiðara fyrir oss að hugsa
oss heiminn sem afleiðing blindrar
tilviljunar, Iheldur en það var fyrir
ættarjöfrana hebresku, sem, með sinm
mjög takmörkuðu þekkingu á náttúru-
lögunum, skoðuðu hann guðs handa-
verk. Reikistjörnurnar átta í sól-
S K I FT I D
YÐAR FORNFÁLEGU HÚSGÖGNUM
Skiftið óþörfum og úr sér gengnum húsbúnaði upp í
nýjan. Símið eftir matsmanni vorum. Fáið hæsta verð
fyrir. Þér getið látið gömlu húsgögnin ganga upp í
þau nýju.
Viðskiftatími
8 :3Ö a.m.
til 6 p.m.
Laugardögum
opið til
kl. 10 p.m.
SÍMI 86 667
J.A.Banfield
LIMITED
492 Majn Street-
Húsgögn
tekin í
skiftum seld í
sérstakri deild
með góðum
kjörum.
kerfi voru, ásamt tugum af smá-
stirni, ganga allar eftir brautum, er
ligiS'ja bér um bil á sama fleti. Væru
brautir þeirra dregnar á venjulega
skólatöflu, 'þá mundu þær líta út sem
hringir, því að spoibaugar þeirra eru
svo nálægt því að vera hringmyndað-
ir að munurinn niyndi felast alveg í
breidd kritarlínunnar. Ef vér enn-
fremur settum sólina i miðju í rétt-
um stærðarhlutföllum, svo að braut
Neptúnusar sæist á töflunni, þá yrði
inmbyrðis' afstöðu alla reikistjarna-
brautanna þannig farið, að þær rúm-
uðust á þykkt töflu, sem væri hér um
bil hálfs þumlungs þykk. Engin
reikisitjarna rnundi nokkurntíma fara
út fyrir takmörk þessarar þykktar ;að
eins nokkur smástirni ganga eftir
nægilega skáhöllum brautum til þess
við og við að lenda út fvrir þau. Sól-
kerfið er ennfremur svo reglubund-
ið, að allar reikistjörnurnar ganga í
sömu áttina á braut sinni umhverfis
sólina; og allar þær, .sem vér vitum
um, snúast áfram um möndul sinn
en ekki aftur á bak. Næstum allir
fylgihnettir reikistjarnanna, svo sem
tunglið, snúast kringum hnettina, sem
þeir fylgja, með framkastshreyfingu
miðað við hreyfingu hnattanna, frem
ur en með afturkastshreyfingu. Að-
eins tvö eða þrjú af tunglum þeim,
sem fylgja vtri reikistjörnunum i
sólkerfinu, eru undantekning frá þess
um lögum um samskonar stefnu reglu-
bundinnar hrevfingar.
því að þroska mismunandi lífsmyndir,
sem eiga við ólíkar aðstæður í um-
hverfinu hér á jörð, þá geti verið til
lífsverur annarstaðar, sem eiga við
umhverfi, er vér höfum enga reynslu
af, og sem ef til vill eru þannig, að
engín lifandi vera, fædd hér, fengi
lifað i þeim.
Vestisvasaúbgáfa Jósúa af alheim-
inum hefir stækkað þangað til jafn-
vel imyndunarafl vort sundlar af að
hugsa um stærð hans og dýrð, og
möguleikana, sem í honum geta fal-
ist.
Og hér er heldur ekki um eintómt
ímyndunarflug að ræða. Staðreynd-
irnar einar eru nægilega áhrifamikl-
ar. Menn vita að fyrir utan takmörk
stjörnufylkingar vorrar, eru til aðr-
ar stjörnufylkingar, sem eru eins og
sandkorn á fjarstu útjöðrum hins tak
markalausa rúms. Þær eru svo lángt
burtu, að hinar risavöxnu sólir i
>eim virðast renna áaman í rákir úr
lýsandi efni, sem jafnvel beztu sjón-
aukar fá ekki greint í sundur. Aðeins
iósbönd þeirra koma oss til þess að
álykta, að þær séu fjarlæg stjörnu-
kerfi. Sum þeirra eru svo langt frá
oss, að ljósið þarf hundrað miljón ár
til þess að komast frá þeim til jarð-
arinnar. Heimur, sem vér vitum að
er svo geysilega stór, er ekki síður
undraverður, en þó að hann væri al-
veg takmarkalaus.
Þótt nú sólin standi kyr, borin sam-
an við jörðina og .hinar reikistjörn-
urnar, er hún samt á mjög hraðri
ferð í gegnum geiminn. Hún er að-
eins ein af mörgum stjörnum, sem
mynda stjörnufylkingu vora. Að því
er vér fáum bezt séð, er braut sól
arinnar bein lína; en það má óhætt
gera ráð fyrir, að hún hreyfist eftir
sporbaug, sem er svo ákaflega stór,
að það þyrfti margra alda ferð, með
hraða sólarinnar, sem er tólf mílur
sekúndu, til þess að nokkur bugða
væri merkjanleg. Rétt eins og hnebt-
irnir í sólkerfi voru hreyfast eftir
einum fleti í rúminu fremur en um
hnattmyndað rúm,svo er og stjörnufylk*
ingin ekki óáiþekk fremur þunnri skíf"
í laginu. Þegar vér horfum á það,
sem vér nefnum “vetrarbraut”, horf
vm vér í áttina til randarinnar á skíf
unni. MiIIi vor og takmarka hennar
í þá átt eru fevkilega margar stjörn
ur; en þegar vér horfum í einhverja
aðra átt, horfum vér til annararbvorr
ar hliðar skífunnar; á milli vor og
hliðartakmarkanna eru hlutfallsega
fáar stjörnur.
Fjarlægðirnar innan þessarar feyki
legu stjörnufýlkingar eru oss bók-
stafléga óskiljanlegar. Þótt sumar
stjörnurnar séu fleiri hundruð sinn-
um stærri en sólin, eru þó fjarlægð
og orka, fremur en efnisþyngd, helzt
einkenni stjarnanna. Ljóshraðinn er
hér um bil 186,000 mílur á sekúndu
og ljósið er aðeins um átta mínútur
á leiðinni á milli sólarinnar og jarð-
arinnar; en n*s*a stjarna, þ. e. a. s
sól önnur en vor, er svo langt i burtu,
að Ijósið yfirgefur hana hálfu fjórða
ári áður en það nær vorum augum.
Margar sitjörnurnar í vetrarbrautinni
eru svo langt í burtu, að ljósgeislarn-
ir, sem vér sjáum tindra í loftinu á
kvöldin, lögðu af stað frá þeim á-
leiðis til jarðarinnar, þegar Norður-
Bandaríkin voru undir isbreiðu ísald-
arinnar fyrir mörgum þúsundum ára
Það má gera ráð fyrir því, að marg
ar aðrar stjörnur, þ. e. sólir, hafi
reikistjörnur i eftirdragi, rétt eins og
vor sól, þótt hún sé eina stjarnan
sem er nógu nálægt, til þess að vér
jafnvel með beztu sjónaukum, getum
séð fylgihnettina. Venus, sem er ná
granni vor, er að líkindum eina reiki
stjarnan í þessu sólkerfi, sem líf, eins
og vér þekkjum það hér á jörðinni
getur þrifist á; en ekki er það ólák
legft, að aðstæður líkar þeim, sem
finnast hér á jörðinni, séu til á hundr
uðum af þeim þúsundum reikistjarna
sem ætla má a® séu til. Vér höfum
heldur ekki ástæðu til þess að álykta
að lífið sé bundið við þær skepnur
einar, sem fá lifað innan hinna frem
ur þröngu takmarka hita og kulda
loftsmyndunar, Ijóssþrýstings og ann
ars þess, er myndar lífsumlhverfið hér
á jörðinni, eins og vér þekkjum það
Það má vissulega gera ráð fyrir því
að úr þvi að lífsorkan er svo slyng í
Munurinn á heimsmynd þeirri, sem
stjörnufræði nútímans bregður upp,
og hugmyndum í gamla testamentinu
um landafræði og himin'hnetitina.á sinn
lika í samaniburðinum á nútíma lif-
fræði og þekkingu Jósúa og samtíðar
manna hans á þeim efnum. Einu dýr
in og plönturnar, sem þeir þekktu,
voru dýr þau, sem hafast við á hæð-
unum og sléttunum í Litlu-Asíu og i
Norðaustur-Afríku, og plöntur þær
sem þar vaxa. Oljósar sögusagnir
um undarlegar ófreskjur, sem ættu
beima í sjónum, báru9t við og við til
þorpa og tjalda hebresku ættjöfranna;
en íhaldsmenn þeirra tíma hafa ef-
laust ekki verið auðtrúa á slíkt. Sök-
um þess hve takmarkað þetta svið til
athugana á dýra- og plöntulífi var,
voru aðeins nokkrir tugir tegunda
kunnir Jósúa. Þessar tegundir voru
skarplega aðgreindar hver frá ann-
ari og auðþekktar. Þær áttu afkvæmi
hver eftir sinni tegund. Það var ekk-
i svo mikil fjarstæða að ímynda sér,
að smíða mætti svo stórt skip að í
því ivætu tvö dýr af hverri tegund
fundið skjól. En hebresku ættjöfr-
arnir gerðu sér auðsjáanlega ekki
grein fyrir því, að plöntur þurfa
lofts með, engu síður en dýr. Hefð?
þeir skilið hvaða afleiðingar það
hefði fyrir landgróður að liggja lengi
undir vatni, þá hefði sennilega
sögunni af Nóa og örkinni hans ver-
ið gert ráð fyrir geymslu á fræjum
og rótum.
Hversu ólík þessu er ekki þekking
vor á hinni lifandi náittúru ! Undar-
legustu skepnur eru látlaust fluttar
úr skógunum í Suður-Ameríku, frá
þurru hitabeltis löndunum í Astralíu,
frá snióþakta hálendinu í Asíu og frá
eyjum úthafana á náttúrugripasöfnin;
og ávalt vex hinn bakkafulli straum-
ur lifandi tegunda. Hundrað þúsund
tegtinda af bjöllum, nærri fjögur þús-
tind tegundir af spendýrum, fjögur
þúsund og fimm hundruð burkna-teg-
undir, þúsund tegundir djúpsævar-
fiska — þetta er aðeins byrjunin á
hinni löngu skrá yfir lifandi dýra-
tegundir og jurta, sem fer daglega
vaxandi. Þegar allt er talið hafa að
minnsta kosti miljón tegundir dýra
og jurta, sem lifa og vaxa á þessari
jörð, verið skrásettar af iðnum vís-
indamönnum.
(Frh.)
De Valcra
írski lýðveldisfrömuðurinn, er nýlega
kominn heim til Irlands úr för um
Bandaríkin. Safnaði hann þar eitt
hundrað þúsund sterlings pundum til
þess að koma á fót nýju írsku blaði.
Markmið þess á að vera að vinna að
fullum skilnaði trlands frá Bretlandi.
De Valera ætlar að gera ti'lraun til
þess að safna jafn miklu fé í þessu
sama augnamiði á trlandi.
Blue Ribbon
BAKING P0WDER
Þegar þér kaupið
bökunarduft næst
þá heimtið “BLUE
RIBBON”. Reynið
það bökunardag-
inn, Þér þurfiðekki
að ótt? sl afleiðing-
arnar.
Reynið það.
SendiS 25c til Blue Rlbbon Ltd.
Winnipeg, fyrir Blue Rlbboo
matreibslubók til daglegrar not
kunar í heimahúsum t Vestur
Canada.
Ný útgáfa ís-
lenzkra fornriía
Saga bókmennta vorra er að sumu
leyti raunasaga. Um eitt skeið var
svo komið íyrir tslendingum, að ekki
var annað sýnna en að fornbókmennt-
irnar ntyndu fúna niður og verða að
engu í 'höndum þeirra. Þá bjargaði
Arni Magnússon og nokkrir menn
aðrir öllu því, sem bjargað varð.
Er það ein hin raunalegasta minning
frá liðnum óláns öldum að þá var
engin leið til þess að varðveita hin
fornu snilldarverk á sæmilegan hátt
hér innanlands og einskis annars
kosíur en að ílytja þau úr landi. Má
enginn vita, hvað eftir væri nú af
regn, nyt fyrir utan kjarna,” eins og
meistari Jón að orði kemst.
Ekki þarf um það að sakast, að ■
frændþjóðir vorar hafi ekki kunnað
að meta íslenzkar bókmenntir. Alla
stund síðan handritin urðu landflótta
hefir verið unnið kappsamlega að
því að kanna þau á allar lundir og
gefa þau út. Hafa íslenzkir fræði-
menn unnið þar mikið starf bæði fvr
og síðar og Iagt drýgst af mörkmn,
en þó má oss aldrei gleymast, aö þeim
myndi hafa orðið lítið úr verki, ef
þeir hefðu eigi notið við hvatning.t
og fjárstuðnings útlendra manna.
Eru nú vandaðar útgáfur til af flest-
öllum íslenzkum fornritum, en lang-
flestar þeirra eru ætlaðar útlendirug-
um og meir við hæfi vísindamannt
en alþýðu.
fornlbókmenntum vorum, ef eigi hefði
verið gripið til þess óyndisúrræðis.
F.n öll líkindi eru til, að þær hefðu
orðið fyrir þeim ósköpum, að þær
hefðu aldrei síðar 'borið sitt barr.
Myndi þá dauflegt um að litast á
sviði forngermanskra Ibókmennta og
ærið tómlegt, ef öndvegið væri autt,
sem íslenzkar ibókmenntir skipa þar
nú. Guðbrandur Vigfússon komst
eitt sinn svo að orði, að meiri hluti
Norðurálfunnar myndi ætíð verða
“að l'íta í norðrið til að vita rétt skyn
á upptökum sínum.’’ Er það að vísu
mjög mælt, en þó munu þau orð
seint verða ósönnuð til fulls. Is-
lendingar hinir fornu hafa einir iger-
manskra þjóða lýst lífi sínu og menn-
ingu til hlítar í fjölskrúðugum bók-
menntum á sínu eigin máli. Að v.ísu
rituðu ýmsar aðrar germanskar þjóð-
ir eittlhvað á móðurmáli 9Ínu, meira
eða minna, en þó er svo um bók-
menníir allra þeirra, að í samaniburði
við vorar bókmenntir eru Iþær sem
kræklótt kjarr hjá laufguðum skógi.
Islenzk fornrit eru því öll>um frænd-
þjóðum vorum ómetanlegar heim-
ildir um allt, er varðar fornmenningu
þeirra: trúarbrögð og löggjöf, sið-
venjur og stjórnarfar, hugsunarhátt
og lífsskoðanir. Það mun því aldrei
verða vefengt, að germanskar þjóð-
ir hafa þurft að “líta í norðrið,” og
að þaðan hefir streymt orkulind, sem
frjóvgað hefir og endurnært andlegt
líf og bókmenntir um öll Norðurlönd
og raunar víðar.
Hvergi hafa fleiri íslenzk fornrit
verið gefin út heldur en í Kaupmanna-
höfn (.Arna Magnússonar nefndin.
Oldskriftsclskabct og sdskabct til ud~
givelse af gammel nordisk litteratu’").
Þá hafa Þjóðverjar ekki setið hji
auðum höndum og skal hér aðeins
minnst á útgáfufyrirtækið Alt-nord.
ische Sagabibliothck. Norðmenn
hafa gefið út mikin fjökla íslenzkra
fornrita og enn hafa nokkur þeirra
komið út á Englandi, Sviiþjóð, HoII-
andi og víðar. Og loks hafa Banda-
ríkjamenn í ráði að koma nú til
skjalanna og hefja útgáfu á íslenzk-
um sögum, og munu þeir ekki lítils-
virkir, ef þeir hefjast handa á ann-
að borð.
Þá hefir ekki síður verið unnið að
því að þýða fornrit vor á aðrar tung-
ur, þó að sögurnar og Eddukvæðin
hafi verið látin sitja í fyrirrúmi.
Má hér minna á hinar dönsku þýð-
ingar N. M. Petersens Uslœnderties
færd udc og 'hjemme, í 4 bindum' og
þýðingar þær, sem Gyldcndals bóka-
verzlun er nú að hleypa af stokkunum.
þýzku Táw/e-þýðingarnar, margar
enskar þýðingar (eftir Laing, Dasent,
Morris og Eirík Magnússon o. fl.)r
norskar þýðingar margar o. s. frv.
Geta má og þess, að ýmsar þessar
þýðingar hafa síðan komið ,út í ó-
dvrum alþýðuútgáfum t.d. á Englandi
og Þýzkalandi (Rcclam, Every
mans I,ibrary).
En af oss Islendingum er það að
segja.að þjóðmenning vor myndi held-
ur rýr á metunum, ef fornbðkmennt-
irnar væru úr sögunni. Týnt myndi þá
fornmálið á Islandi, ekki síður en i
Noregi, og meir en tvísýnt, íhvort vér
værum sjálfum oss ráðandi i nokkr-
um efnum. Því að hvað væru Is-
lendinigar, ef enginn hefði heyrt
minnst á iGretti ihinn sterka, Gunnar
á Hlíðarenda eða Skarphéðin? Ef
Þorkfel! máni,Skafti Þóroddison.Njáll,
Snorri goði, Einar Þveræingur og
JÓn Loftsson hefðu týnzt í tímans
haf, án þess að nokkrar sögur hefðu
af þeim farið? Ef kvæði Egils,
Sighvats og Arnórs hefðu dáið með
sjálfum þeim? Ef engin lina væri
til eftir Ara, Snorra eða Sturlu
Þórðarson? Alls vesælir niyndum
vér þá vera, umkomulaus útskagalýð-
ur og illa siðaður, — “ský fyrir utan
íslendingar hafa verið talsvert at-
hafnaminni um útgáfu fornrita sinna
heldur en útlendingar. I lok 17.
aldar gaf Þórður biskup Þorláksson
í Skálholti út Landnámu og nokkrar
aðrar sögur. Eftir hans dag var
prentsmiðjan aftur flutt norður að
Hólum, og mun biskupunum þar ekki
hafa litist á þetta óheyrða uppátæki
Þórðar biskups, enda féll nú öll út-
igáfa fornrita niður um langt skeið.
Klerkastéttin og jafnvel alþýðan var
þá fyrir löngu orðin grómtekin af
dönsku og þýzku guðsorði, og Is-
lendirtgar flestir allsendis óvanir að
sjá nokkuð annað á prenti en guðs-
orðabækur. Hafa vist margir á þeim
tímum ekki veríð fjarri því að taka
undir með Jóni biskup Arnasyni, er
hann komst svo að orði um fornbók-
menn.tirnar: “Hvað er þessi fornaldar
litteratura og skáldskapur annað held-