Heimskringla


Heimskringla - 10.10.1928, Qupperneq 1

Heimskringla - 10.10.1928, Qupperneq 1
ver önnumnt vifisklftl vl* ntanbæjar»enn meÖ mlkllll nákvæmnl og flýtl. ELLlcfT AVE., and SIMCOE STR. Winnlpes —:— Man. Dept. H. Pétumon XLHI. ARGAiv" ".on* *'• - cnr,- FATALITUN OG HREINSUIV EUIce Ave. and Slaacee Str. S»nii 37244 — tv*er lfnnr Hattar hrelnaaölr og endurnýjatflr. Uetrl hrelnsun Jafnödýr. WINNIPEG, MAN., MIÐWKUDAGINN 10. OKT 1928 NÚMER 2 Fjær og nær Benjamín Kristjánsson cand. theol. var settur í embætti sem prestur ÍJambandssafnaSar í Winnipeg nieð hátí'Slegri athöfn í Sambandskirkj- ttnni á sunnudaginn var. — Hófst hún með því, að séra Ragnar E. Kvar ar> las sálm úr gamlatestamentinu og var því næst sunginn sálrnur nr. 562, 1-2. Séra Ragnar las þá ritningu, «n sálmur nr. 562, 3—5 var næst sunginn. Þá flutti séra Ragnar inn setningarræðu og var sálinur nr. 594 sunginn á eftir. Þá fylgdu ávörp og kveöjur. Avarpaði séra Guðmundur Arnason söfnuðinn en séra Albert Kristjánsson prestsefni, og bauð Ean velkominn. Mrs. P. Dalntan söng þá einsöng. En kveðjur og árnaðaróskir flutti dr. Rögnvaldur Pétursson söfnuði og prestefni frá American Unitarian Association, en próf. W. G. Smith frá hérlendum skoðanabræðrum. Því næst var sunginn sálmur nr. 198. Að sálm- inum sungnum lýsti forseti safnaðar- ins dr. M. B. Halldórsson á íslenzku °g ensku löglegri innsetningu prests- efnis í prestsembætti, en að þvi búnu flutti séra Benjamín Kristjánsson prédikun. Endaði síðan þessi veg- lega athöfn með venjulegum sálrna- söng. — Húsfyllir var í kirkjunni. Messur á Lundar og Oak Point Séra Ragnar E. Kvaran messar að 'Lundar kl. 2 e. h. og kl. 7 e. h. að Oak Point á sunnudaginn 14. þ. m. l’undir verða haldnir á eftir guðs- l>jóniVstunum til þess að ræða um framhaldandi starfsemi safnaðanna. Séra Þorgeir Jónsson messar að Gimili á sunnudaginn kemur, 14. þ. Jn. á venjulegum tíma. Sunnudagaskóli SambantlssafnaSar byrjar næsta sunnudag kl. 11. Innilega er óskað eftir góðri sam- yinnu meðal allra kennara og foreldra Og að öll börn sem eru komin á skóla- aldur verði send. Vil ég vinsamlegast biðja alla foreldra eða aðstandendur skóla- barna, að tilkynna mér þessa viku um nöfn og aldur barnanna. Öllum er kunnugt um hvernig á t>ví stendur, að svona lengi hefir tlregisit frani eftir haustinu að skóii væri settur, er því meir áriðandi að vinna vel að, við kenslu og nám. Kennarafundur að heimili níínu á föstudaginn kl. 8. Heimili mitt er að 435 Beverly St. Talsími 71304. Björg Pctcrson. Hinn 17. sept. þ. á. voru gefin saman í hjónaband í Vancouver, B. C., Arnleifur Laurence Jóhannsson, sonur Eggerts og Elínar Jóhannsson, sama staðar, og ungfrú Edith Mary Susannah Finn, dóttir skóla inspect- °rs T. G. Finn og konu hans í Morden, Man. Að vígslunni lok- inni, er fór fram í St. Pauls kirkju, iögðu brúðhjónin áleiðis til Hono- iulu, 0g dvelja þar hálfs mánaðar tima. — Framtiðarheimili þeirra verður i Vancouver, þar sem Mr. Jóhannsson er lögmaður í félagi við Buell and Co. * * ¥ 'Heimskritiigla óskar til hamingju þótt hún þekki eigi hin ungu brúð- hjón persónulega. En íslenzkur ntentamaður hér i borginni lýsir Mr. A. L. Jóhannsson svo: “.........Hann utskrifaðist með hæstu einkunnúrbók menta og lagadeildum Manitobahá- skólans; hefir ágætt vit á bókment- um og er þaullesinn bæði í fornum °S nýjum höfundum og hann er fág- að prúðmenni eins og þau gerast í “gamla heiminum.” Hann hefir stundað lögmennsku í Vancouver síð- an hann kom aftur íir stríðinu 19 19.....” TAKIÐ EFTIR! Söngsamkotnitr þær, er ungfrú Rósa M. Hermannsson, Björgvin Guðmundsson, A.R.C.M. og Sigfús Halldórs frá Höfnum efna til í Nýja Islandi, eins og áður hefir verið get- ið, verða haldnar í Riverton fimitu- daginn 18. þ. m. og í Arborg föstu- daginn 19. þ. m. Söngskráin verður mjög fjölbreytt, bæði á ensku og ís- lenzku, þar á meðal gömul og ný lög eftir Sigf. Einarsson, S. K. Hall, Sigvalda Kaldalóns, Björgvin Guð- mundsson o. fl. o. fl. Dansað vcrð- ur á cftir söngsamkomunni. HORACE LEAF enskur dulrænisfræðingur flytur fyrirlestur i Goodtemplarahúsinu miðvikudag og fimtudag i þessari viku kl. 8. að kveldi 1. Miðvikudag um dulræn fyrir- brigði og skyggni. 2. Fimtudag sýnir margar Crookes myndir og skýrir þær. Aðgangur 50c að hverri samkomu. Aðgöngumiðar fást hjá O. S. Thorgeirsson og hjá báðum íslenzku blöðunum. ' Þakkarskeyti Kveldið þann 29. ágúst síðastliðinn sem var sjötugasti fæðingardagur minn, (var þá 69 ára) heimsóttu mig flestir Pembína Islendingar með vel- vtildaróskunt og ým^um vinahótuný. þar á meðal rausnarlegum veitingum og peningagjöf. Virtust allir vera einhuga í því að gera mér kveld- ið sent ánægjulegast með skemtunum og hógværum gleðskap. Gekk þó kvenfólkið mest fram í því, ekki síst ungu stúlkurnar, sem bezt héldu uppi gleðskapnumí með ýmiskonar smá- skrítlum og gamanleikjum. Fyrir alla þessa mannúð og vel- vild bið ég Heimskringlu að færa þessu góða fólki mínar alúðarfyllstu þakkir. Thor. Bjarnarson. Hi’citisamlagið Tilnefningarskrá fyrir fyrstu árs- fulltrúakosningu Hveitisamlags Sask. hefir nú verið send út, og gefa hveitisamlagsnefndir á staðnum all- ar nauðsynlegar upplýsingar, um kosninguna. Er hver samlagsbóndi í fylkinu kjörgengur, þó með hans samþykki, enda styðji hann sex samlagsfélagar innan sveitar-umdæm- isins (sub-district). Hægt er að fá tilnefningarskrá hjá aðalskrifstof- unni þangað til kl. 6 síðdegis, 6. nóvember. * * * 1099 samningar bárust grófkorns- samlaginu alls 24 vinnudaga í sept- ejmber, eða 45 samningar á dag ^að meðaltali. Þessir samningar n4 yf- ir 83,948 ekrur grófkorns, og hafa þvi samlaginu bætzt 3,497 ekrur á dag að meðaltali. * ¥ ¥ Sask. samlagið hefir sent út hveitisöluleyfi til útsæðis og fóðurs, til allra samlagsfulltrúa, ritara hveiti samlagsdeikla og allra umboðsmanna samlágskornlyfta, og jnega þeir þá veita hverjum samlagsbónda er þess óskar, slíkt leyfi. — ----------x---------- Bending til séra Rögnv. Péturssonar I síðustu Heimskringlu birtist grein eftir séra Rögnvald Pétursson með fyrirsögninni: “Ovild og yfirskyn.” Greinin er rituð “í um- boði nefndarinnar,” og niðurlags- orðin, sem greinarhöfundurinn og um 'leið nefndin, beina til mín, eru á þessa leið: “I niðurlagi greinarinnar dylgir höf, um það að séra Rögnvaldur Pétursson hafi átt að segja við ein- hvern mann um páskaléytið, í fyrra að umsókn nefndarinnar til stjórn- anna i Sask. og Manitoba væri rétt- lætt með því, að þessi heimför Vest- ur-Islendinga væri sú ódýrasta inn- flutninga-auglýsing, sem að stjórn- in hefði fengið, því að hver maður væri óbeinlínis innflutninga agent þegar hgim kærni ? Er höf. beðinn að tilgreina þennan sögumann sinn, daginn og staðinn þar sem honum á að hafa verið sagt þetta, eða heita að öðrurn kosti ósannindamað- ur að sögunni.” Það er eftirtektavert að hér er ekki einu sinni gefið í skyn og því síður sagt, að séra Rögnvaldur hafi ekki talað þau orð, sem hér er um að ræða. Hér er aðeins skorað á mig að tilgreina sögumann minn, og segja frá því hvar og hvenær hann hafi sagt mér þessa sögu. Það sjá allir, að það kemur málinu ekk- ert við, og varðar engann um það, hvar og hvenær mér var sagt þetta. Það, sem uni er að ræða, er, hvort séra Rögnvaldur hafi talað þessi orð. Eg var alls ekki með nein- ar dylgjur um þetta. Það vita allir þeir, sem grein mína lásu. Það er þvi þýðingarlaust fyrir séra Rögnvald að halda slíku fram, jafn- vel þó hann geri það í “uboði nefnd- arinnar.” ’ Eg kom fram með á- kveðna ákæru, og henni verður ekki svarað með því einu að spy'rja, hver sögumaður minn sé og kalla mig ósannindamann að því að mér hafi verið sagt þetta neina ég til- greini hann. Það, að séra Rögn- valdur hefir ekki séð sér fært, að lýsa því yfir hispurslaust, að sagan sjálf sé ósönn, virðist benda til þess, að samvizka hans sé eitthvað mó- rauð í þessu sambandi og hann vilji ganga úr skugga um það, hvað mik- ið ég viti, áður en hann leggur út í það að hafa sagt þetta. Þessi af- staða hans minnir mi,g því á Irann, sem ákærður var um glæp. Þegar hann mætti fyrir rétti, spurði dóm- arinn hann, hvort hann væri eekur eða saklaus. Hann svaraði: “Hvernig get ég sagt um það, áður en ég heyri vitnaleiðsluna ?” Séra Rögnvaldur veit mæta vel hvort hann hefir talað orð þau, sem ég tilgreindi, eða ekki. A meðan hann neitar því ekki, er engin þörf á neinum frekari sönnunum. Þegar hann neitar því hreint og beint, að hann hafi talað þessi orð, er ekki nema sanngjarnt að fara fram á það, að ég geri hreint fyrir mínum dyrum, hvað mína upprunalegu stað hæiingu snertir. En þangað til að slík neitun frá honum sjálfum kem- ur fram opinberlega, verð ég að líta þannig á málið, að hann játi að sagan sé sönn. Hjáltnar A. Bergman. Ath. Ritstj. Hikr. hefir bent mér á þessa einkennilegu röksemdafærzlu höf. I svari því er birt var í síð- asta blaði, var því skýlaust neitað. að ég kannaðist við að hafa talað þau orð er höf. leggur mér í rnunn, eftir frásögn þessa nafnlausa frétta- bera. Orðin voru þau að mér fanst ég eins vel geta trúað að höf. hefði einhvern grunaðann unt að vera fáanlegann til að hafa þessi orð eftir mér, eins og honurn hefðu ver- ið flutt þau. Fyrir þá skuld bað ég hann að tilgreina manninn og staðinn og tímann, ej- þessum skjól- stæðingi hans hlotnaðist þessi feng- ur, þetta efni til orlofsferðar til höf. “Bending” höf. virðist nú fremtir styrkja þá trú, ekki eingöngu hjá ntér, heldur og að líkindum hjá öll- um þeim er nenna að leggja á sig að lesa þessa lokleysu. Rögnv. Pétursson. —--------*---------- Trú og samvizka Kveðjuávarp flutt í kirkju Sam- bandssafnaðar 30. scpt. 1928. Ragnar E. Kvaran. Hið mikla skáld hreinskilninnar á Norðurlöndum, Henrik Ibsen, segir i einu kvæði sínu, að að yrkja sé að halda dómsdag yfir sjálfum sér. Enginn, sem lesið hefir skáldverk hans að verulegum mun, og reynt hefir að gera alvarlega tilraun til þess að kökkva sér ofan í þau, getur komist hjá því að verða þess var, hve satt þetta muni vera um hann. Eftir að maður hefir lært að leggja hlustirnar að orðum hans, tekur maður smá saman að verða var við hljóðar stunur bak við mál hans — stunur þjáninganna, sem hann er að ganga í gegn um. Hann er allra manna óvægastur við sjálfan sig. Hann hefir ekki fyr veitt sterkari tilfinningu útrás, en hann er tekinn að grafa með óhlífnum verkfærum inn í sál sína, til þess að komast fyr- ir rætur þess, er fram hafði sprottið. Hann stendur einn daginn eins og dr. Stockmann í Þjóðníðingnum og læt- ur öldur óvildar, lítilsvirðingar og heiftar skella á sínu breiða brjósti, sannfærður um að sá sé sterkastur, sent stendur einn. En árið eftir tætir hann þessa þægilegu tilfinningu hins andlega höfðingja í sundur, og sýnir sjálfum sér, að hann hafi glapið sér sýn, eins og allir séu æfin- •■v’ga ati gera. En sé það satt, að skáldið yrki dómsdag yfir sjálfan sig, þá verður það sagt með eigi minni sanni um manninn, sem leggur stund á prédik- anir. Liggi nokkuð verk bak við mál hans,, þá er það óhjákvæmilegt, að þungi hugsunarinnar og orðanna leggist sem meiri byrði á herðar hon um, en líklegt er, að hann sé maður til að bera. Honum er ætlað að leysa gátur, sem hann ekki ræður við. Plonum er ætlað, og hann verður að temja sér að reyna að standa augliti til auglitis við veruleik lífsins, sem stundum er að minnsta kosti að ytri ásýnd kaldranalegri en svo, að hann fái haldið og því síð- ur veitt frá sér þeirri hlýju, sem vér ef til vill öllu öðru fremur sækjumst eftir og leitum að í trúarbrögðun- um. Honum er ef til vill ekki sjálf- uni nægilega hlýtt um hjartarætur til þess að eiga nokkuð öðrum að veita, þegar honum finnkt vandamálin rísa sem hafísjakar upp fyrir framan sig. Eg hefi starfað i þjónustu yöar, vinir mínir, í nokkur ár. Margt í sambandi við það starf hefir verið svo ánægjuletgt, að ég tel það aðal- lán lífs rníns, að ég skuli hafa feng- ið að njóta þess. Eg hefi eignast hér vini, sem ég get ekki betri kosið mér. Eg hefi notið velvildar sem ég geri mér ekki nokkura von um að fá endurgoldið i neinum sæmileg- um mæli. Þér hafið verið svo ör- lát á tima rninn, sem vitaskuld var yðar eign, að óg 'hefi fengið tælki- færi til þess að lesa og hugsa og nema meira, en líklegt er að ég hefði fengið tækifæri til við nokkuð ann- að starf, sem ég hefði getaö snúið mér að. En ég hefi reynt að halda samVizkusamlegan dómsdag yfir sjálfum mér, og dómurinn hefir fall- ið á þá leið, að ég eigi ekki að starfa á sama hátt framvegis eins og hingað til, að ég eigi ekki að halda áfrarn að vera prestur 'Sam- bandssafnaðar í Winnipeg. Eg ætla ekki að gera nokkura tif- raun til þess að skýra hvernig stend- ur á þeirri niðurstöðu. Enda er ekki víst, að ég skilji sjálfur allar forsendur dómsins. Þess eins vil ég geta, að þessi ákvörðun mín stendur ekki í sambandi við neitt ann að en mitt eigið upplag og eðli. Það stafar ekki af þvi, að ég sé ekki fyllilega ánægður með söfnuð minn því frá því skal skjótlega skýrt, að ég þekki engan söfnuð tueðal ís- lenzkra manna, hvorugu megin hafs- ins, sem ég gæti 'hugsað til að vera fastur prestur hjá, að undanskildum þessum. Astæðan er þessi eina, að með réttu eða röngu hefir það kom- ist inn í huga minn, að mér beri að fást við störf, sem séu nokkuð annars eðlis en það, sem ég hefi stundað undanfarið. Eg veit að þér fyrirgefið, hve rnjög ég tala um sjálfan mig í dag. Eg veit að þér skiljið, að þar, sem eins stendur á og hér i kveld,, er nærri óhjákvæmilegt að hugurinn sé fyrst og fremst bundinn við sjálfan mig og söfnuðinn. Og langar mig þá til þess að svara því hér, sem ýmsir kunningjar mítiir hafa spurt mig að, hvort burtför mín frá þess- um söfnuði sé merki þess, að ég ætli mér smánt saman að hætta að skifta mér af kirkjumálum og trú- málurn. En ef ég skil sjálfan mig rétt, þá hefir vera min meðal yðar valdið þeim áhrifum á mig, að mér þykir ekki líklegt, að ég geti nokkuru sinni um þau mál hætt að hugsa. Eg hygg að hvar sem ég verði, og hvern ig sem á standi með hag minn, þá verði hugur minn meira við þau efni bundinn en við nokkur önnur. Eg er jafn sannfærður um það eins og nokkuru sinni, að veglegra viðfangs- efni geti eri.ginn maður valið sér, en að leggja sinn skerf, hversu lítill sem hann kann að vera, og hversu lít ið sem um hann munar, til þess að endurleysa trúarbrögðin úr þeim læðingi, sem þau hvíla í. Eg er jafn sannfærður um það og nokkru sinni áður, að öll mein mannanna eru ávöxtur og endurskin af því, að lífsskoðun þeirra er á skökkum vegi, hættulegum vegi og þeim, er stefnir til farsældarleysis. Trúarbragðanna eina hlutverk er þetta, að koma skip- ulagi á lífsskoðunina, fylla hana virðingu íyrir sannleikanum, trú á gildi mannssálarinnar, og trausti á það, að vér getum komist í samræmi ( við vilja almættisins, og að í því samræmi sé fólgin gæfan og fullkomn unin. Eg er líka jafn sannfærður um það, og nokkuru sinni áður, að svo nrög sem hina frjálslyndu kirkju- hreyfingu skortir enn af andlegri dýpt og innsýni, þá er hún þó á réttri leið; að engu verður um þokað fyr en búið er aö hreinsa til í hug- myndaheiminum, losa sig við það sem íþýngir hugsanalifið, farg fornra hugsana, sem áður kunnu að hafa verið .mikils virði, en eru nú eins og frosinn stakkur á ntanni, sem farið hefir um öræfi og vegleysur um heimskautslönd hugsunarlífsins, en ekki stefnt til sólar. Sannfæringin um þetta hefir orð- manns bjartsýni á tilveruna, hvort ég hef aukið nokkurs manns virð- ingu fyrir því, sem satt er og heilagt er. Hitt veit ég, að kirkjan hefir veitt mér þetta í töluverðum mæli. Þakklætisskuld mín við hana er því •íklega meiri en nokkurs annars manns. Eg hefi verið að velta því fyrir mér undanfarna daga, hvort nokkur vegur væri tll þess, að ég gæti kom- ið því saman í fá orð í kveld, sem mér hefir verið sérstaklega hug- leikið að flytja hér á stólnum und- anfarin ár. En þegar ég renni hug- anum yfir þær nmrgváslegu leiðir, sem ég hefi leitast við að fara, til þess að hjálpa sjálfum mér og öðr- um til þess að átta si,g á viðfangs- efnum kirkjunnar, þá sé ég að það er óvinnandi verk að þjappa neinu verulegu af þvi í eina setningu eða nokkurar setningar. En það vill svo til, að einn af stéttarbræðrum mínum, íslenzkur prestur hér í fylk- inu, hefir hjálpað mér til þess ó- beinlínis, að koma i fá orð því, sem ég hefi síðan séð, að hefir i raun og veru verið undirstaða þess, sem mig hefir langað til að boða og þess, sem mig hefir langað til að auðkendi þessa kirkju. Eg vona að enginn taki til þess, þó ég segi þá sögu, enda þótt svo standi á, að sagan sé um mig sjálfan. Mál mitt í dag verður hvort sem er með litlu pré- dikunarsniði, 'heldur hugleiðingar nokkuð á víð og dreif. Islenzkur prestur, sem hefir látið sér annt um það, að vara menn við þeirri villu, sem Santbandshreyfing- unni er samfara, tók til dæmis um rangsnúinn hugsunarhátt vorn ög heiðni, samtal, sem fram hefði far- ið milli hans og mín. Eg man ekki eftir samtalinu með neinni vissu, en ég þvertek alls ekki fyrir, að það kunni að hafa farið fram. En Sam- kvæmt frásögu prestsins átti það að hafa gerst 1 járnbrautarvagni og við að hafa setið lengi á tali. Við vorum mjög víða ósammála, og þar kom, að presturinn spurði þessarar spurningar: “Myndir þú, ef guð stæði hér mitt á milli okkar í vagn inum, og ávarpaði þig, ekki trúa skilyrðislaust því, sem hann segði þér?” “Ragnar Kvaran” sagði presturinn ennfremur, “hugsaði sig um litla hríð , en s.agði svo: Eg myndi því aðeins trúa því, að það, sem guð segði, væri í samræmi við skynsemi mína og samvizku.” A eftir þessari frásögn fylgdi prestur- inn með því, að leiða þeim, sent á hann hlýddu, fyrir sjónir, hve aug- ljóst það væri af þessum ummælum, að hér væri um rangsnúinn og heið- inn hugsunarhátt að ræða, þar sem lað væri viðurkent, að sjálfu al- mættinu væri ekki sjálfsagt að trúa, jafnvel þótt maður væri sannfærður um, að staðið væri augliti til aug- lirtis við það. Það þarf ekki að taka það fram, að honum veitti létt að sannfæra áheyrendur sína um þessa niðurstöðu. ið mín eign til hlítar, hér í samver- unni við yður og starfinu fyrir þessa kirkju. Og ég skil ekki, að hún hverfi nokkuru sinni frá mér, og ég vonast til þess, að mér verði veitt það lán, að mega þjóna þeirri sann- færingu í verki alla rnína æfi, þótt það kunni að verða eitthvað með öðrum hætti en undanfarið. En af þessu hygg ég að þér skiljið, að ekki geti hjá því farið, að hugur minn verði lengi og sifelt hvarflandi um þessa stofnun, sem hefir verið mér svo miklu meira virði, en nokkur annar, en ég sjálfur, getur gert sér í hugarlund. Eg veit ekki hvort ég hefi hjálpað nokkrum manni til þess að hugsa skírar um þau vandaníál, sem trúarbrögðin fást við, með orð- um mínum hér í kirkjunni, ég veit ekki hvort ég hef aukið nokkurs Eins og ég gat um áðan, þá man ég ekkert eftir þessu samtali, en fyrir þá eina sök get ég þess, að ef þessi spurning væri lögð fyrir mig núna, þá myndi ég svara á nákvæmJega sama hátt og presturinn taldi mig hafa gert. Og önnur ástæðan til þess, að ég segi frá þessari sögu, er sú, að mér virðist þetta vera gtott sýnishorn þess mismunar, sem er á hugsunum vorum og þeim hugsun um, sem vér höfum verið að reyna að vaxa frá. Fiyrir þá sök tel ég það ómaksins vert, að fylgja þessu eftir með fáeinum orðum. Það er alkunna, að kirkjusagan og trúarbragðasaga heimsins er ekki að öllu leyti fögur saga. Það eru (Frh. á 4. bls.)

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.