Heimskringla - 10.10.1928, Page 4

Heimskringla - 10.10.1928, Page 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 10. OKT 1928 ‘pennskringla < StofnaH 188«) Krnar at I fcTerJta milfTlkadegl EIGENDUR: VIKING PRESS, LTD. 8S3 •& 8SS SARGRST AVE . WIFtíflPEG TALSfMI: 8« 537 V*r« bla'Bfllnn er $3.0« árg&nKurlnn bor*- l«t fyrtrfram. All&r borganlr aendiit THE VIKING PRKKS LTÐ. SIGPÚS HALLDrtRS frá Höfnum Rfitstjórl. UtanAnkrllt tll blnTS«lom THR VIKING PRKS8, I.td., Boi 8108 (itanflMkrlft tll rl*»tJ0r«n*i BDITOR HKIMSKRINgLA, Bm 3105 WINNIPEG, M A-If. “Heimskrins;la ls pubiisht'd by The Vlklnic l’mw I«td. Íand prlnted by CITY PRINTING Æ PUBL18HING CO. B55-K55 Sarjtent A re.. Wfnnlpe*. Nffam. Telrphone: .Kfl 58 T ~ — WINNIPEG 10. OKT 1928 Norskur yfirgangur í helzta málgagni Norðmanna í Vest ur Canada, blaðinu “Norröna,” sem gefið er út hér í Winnipeg, er prentuð tilkynn- ing um “minningardag Leifs Eiríkssonar” (sem á norsku heitir Leiv Eirikssön eða Eiriksen, óbeygjaníegur í föllum og sjálf- sagt í tölum líka) frá hinu volduga þjóð- ræknisfélagi Norðmanna, Nordmands- Forbundet,” sem telur ótal félagsdeildir bæði austan og vestan hafsins. Fyrsta klausan í þeirri tilkynningu er á þessa leið í íslenzkri þýðingu: “Nordmands-Forþundet er frumkvöð ull að því að minningardagur Leifs Eiríks sonar (Leiv Eirikssön) verður haldinn há- tiðiegur í Noregi 9. október í ár Félag- ið hefir á vegum kirtoumálaráðuneytis- ins snúið sér til allra skóla í landinu, að kennarar flytji fyrirlestra eða erindi fyr- ir bömunum um Leif Eiríksson (Leiv Eirikssön) og hinn norska* fund Ameh- íku. Einnig hefir verið Skorað á blöð- in að flytja minningargreinar um þenna atþurð.” Það er synd að segja að Norðmenn geri endasleppt við oss íslendinga. Eddu- kvæðin eru “norskt sálarfóstur,” eins og Gulbransson kemst að orði, sam. kvæmt Noregssögu útgefinni í Osló 1925 (sbr V. Hersir: Yfirgangur Norðmanna,” R’vík 1928; bls. 17.). Egla og íslenzku sögurnar yfirleitt, eru “Gammel norsk bokverk,” þótt að vísu þurfi styrk til þess úr ríkissjóði Nórðmanna að þýða þær á “frummálið” norska úr hinu barbariska máli íslenzkunni, sem “norsku” munk- arnir og söguritararnir á íslandi á 12— 14. öld voru svo hlálegir að nota Og það er svo sem ekkert undarlegt við það, þótt vér þurfum að átta oss á því, að Leifur Eiríksson, eða Eiriksen, sé norsk- ur, þegar vér heyrum að Snorri Sturlu- son sé Norðmaður, þrátt fyrir það , að forfeður hans hefðu setið 300 ár á Islandi, maður af manni fram, eftir að hafa flúið land í Noregi. Frá Snorra er ekki nema hænufet til Hallgríms Péturssonar, og þaðan rétt mátulegt meyjarstig til Jón- asar og Matthíasar, að ekki sé nú minnst á Þorstein, Stephan og Einar, sem allir hafa einhverntíma gefið Danskinum ol- bogaskot, og þá auðvitað af því einu, að þeir voru Norðmenn. Alveg eins og það á sjálfsagt eftir að koma á daginn, að öil frelsisbarátta Jóns Sigurðssonar var byggð á tilfinningu hans og vitund um það, að hann væri “norskur Norðmaður frá Noregi.” Þetta er annars meira alvörumál en svo, að eingöngu beri að tala um það í spaugi Norska stjórnin og kirkjan, og ýmsir norskir fræðimenn gera að ósekju strandhögg í landareign íslenzkra gull aldarbókmennta og afreka’ þar sem þeim sýnist og hvenær sem þeim gott þykir, án þess að nokkrar varnarráðstafanir virðast vera gerðar af hálfu hins opin- bera. Hið fyrnefnda, volduga þjóð- ræknisfélag Norðmanna gengur berserks gang að því að koma öllum hinum víð lenda enskumælandi heimi, sérstaklega hér vestanhafs, í skilning um það, að öll íslenzk, jafnvel öll norríæn stórvirki að fornu og nýju séu norsk frægðarverk, með því að reyna kappsamlega að koma inn þeim skilningi, að orðið “Norse” ♦Auðkennt hér þýði í raun og veru hið sama og “Nor- wiegian” Og þeim hefir gengið prýði- lega að þessu, því þótt einstaka nafnkunn ir menn, eins og Huntington frá Yale, og jafnvel Coolidge forseti, láti til sín heyra við og við, þá hverfa ummæli þeirra eins og dropi í hafið. Dálítið meiri árangur kann að verða af þeim mótmælum, er Þjóðræknisfélag íslendinga í Vestur- heimi hefir hafið með tilstyrk Svíanna hér, ef nægilega fast er fylgt á eftir, en eins víst er að þær tilraunir verði unnar fyrir gýg’ á meðan ekkert er gert á ís- landi, hvorki af hálfu blaðanna eða stjórn arvaldanna til þess að stemma stigu fyrir þessum ránstiltektum Norðmanna. ¥ * * Blaðið “ísland” flytur nýlega þá fregn, að hollenzkt skemtiskip hafi kom- ið inn á Reykjavíkurhöfn og dregið upp danskan fána, en dregið hann niður aft- ur og hinn íslenzka að húni, er því var gert aðvart um tilveru hans og því send- ur hann úr landi. Segir blaðið ennfrem- ur: “Skipstjórinn hvað hafa afsakað sig með því, að hann hafi engan íslenzkan fána haft á skipinu, og hvorki vitað að ísland var sjálfstætt ríki né að það átti fána. gagnvart norskum ágangi, koma íslenzku þjóðinni í fullan skilning um hann og láta ekkert tækifæri ónotað til þess að mótmæla honum sem öflugast, hvar og hvenær sem hann stingur upp höfðinu. Og til þess mætti áreiðanlega eyða helm- ingnum af því rúmi, sem annars er not- að til þess að andæfa Danskinum, oft fyrir langt um minni sakir. Fátt er ó- geðugra, en að sjá Norðmenn vaða uppi í frændsemisdekrinu við Islendmga- en nota þó þessa sömu frændsemi til þess að á- sælast flest það sem er verðmætast íslenzkri minningu og þjóðsæmd. Vér þurfum engan fjandskap að sýna Norð- mönnum þótt vér vísum þeim til sætis á gestabekk, þar sem þeir eiga heima, í stað þess að rýma orustulaust fyrir þeim öndvegið. Og vér vildum mega brýna það fyrir íslenzkum stjórnvöldum, nú og framveg- is, að það hlýtur að álítast bein skylda þeima gagnvart íslenzkri þjóð og • ríki, að gera allt sem í þeirra valdi stendur, til þess að koma í veg fyrir þessar norsk- norsku ránsferðir á hendur þjóðerni voru og menningu. — -------X—:----- Sannast það hér sem oftar, að danska utanríkisstjómin, sem fer með utanríkis mál íslands í umboði vora, gerir furðu lítið til þess að fræða erlendar þjóðir um að ísland sé sjálfstætt ríki, en þó er það skilyrðislaus skylda Dana að gera það.” Það kann vel að vera að Danir séu um of tómlátir í þessu'efni. En myndi það þá ekki stafa af tómlæti Islendinga sjálfra? Vér höfum oft furðað oss á því undanfarin ár, síðan ísland varð sjálf stætt ríki, hve nauðalítið virðist hafa verið gert af íslenzkum stjórnarvöldum tU hess að koma þessari staðreynd á vit- und þjóða og einstaklinga, t. d. útlendra alfræðirita og annara heimiida um al- mennan fróðleik. Og þá líka að því að kynna íslenzku þjóðina, sögu hennar og afrek að forau og nýju. T. d. stað- hæfir eitt allra bezta fréttatímarit í Bandaríkjunum, í síðasta hefti, er oss hefír borist í hendur- að Vilhjálmur Stef- ánsson sé af “Danish Stock,” Ber það blákalt ofan í hann sjálfan, og fullyrðir að ísiand hafi “í meira en 500 ár verið eins danskt eins og Texas (einu sinni Mexi- kanst) sé bandaríkst nú.” Oss, sem fjarri íslandi höfum dval- ið langvistum, finnst nærri því ófyrirgef anlegu hirðuleysi íslenzkra stjórnarvalda um að kenna, að siíkar staðhæfingar skuli sjást í jafn merku og fjölfróðu tíma riti voldugasta landsins í heiminum, eft- ir að tíu ár eru þó liðin frá því að Island fékk að fullu viðurkennt sjálfstæði sitt stjómarfarslega. Því svo verðmætt, sem það er oss, þá er þó hitt langt um verðmætara, að menningarþjóðum heims ins sé komið í skilning um hið menningar lega og þjóðernislega sjálfstæði vor Is- lendinga, sem vér höfum aldrei glatað. Og hér verður Islendingum sjálfum um kennt að mestu leyti, en ekki Dön- um, því vér minnumst aldrei að hafa séð nokkurn Dana halda annari eins fjar- stæðu fram og þeirri, er nú nefndum vér. Og eftir að hafa víða farið þessi tíu sjálf- stæðisár íslendinga og af kunnleikum hér vestra og í hinum enskumælandi heimi, getum vér fuilvissað heimaþjóðina ís- lenzku um það’ að henni stendur lang- samlega miklu meiri hætta af ágangi Norðmanna í þessum efnum en af nokkr- um dönskum tiltektum er komið hafa í ljós. Vér höfum aldrei séð þess merki, sérstaklega ekki þessi síðustu tíu árin, að Danir þrjóskuðust á nokkurn hátt við að viðurkenna út á við menningarlegt og þjóðernislegt sjálfstæði vort (raunar heldur ekki til stjómarfarslega) þar sem Norðmenn þar á móti, innanlands og ut- an hafa fyr og síðar, sérstaklega eftir að þeir urðu sjálfum sér að fullu ráðandi; sýnt oss frámunalega ágengni, menning- arlega og þjóðeraislega, sem fer síversn- andi, að minnsta kosti hér í Ameríku. Og vér vildum að síðustu mæla þetta til íslenzkra blaða: Það er ekki nema eðlilegt og sjálf- sagt að ganga eftir því að Danir inni af hendi þær skyldur er þeim ber sam- kvæmt samning þeim er nú er við líði á milli ríkjanna, og þá auðvitað um leið að Dúa íslenzku þjóðin? fyililega undir það, er fylling tímans er komin, að endurskoða þann samning. En áreiðanlega er engu síður nauðsynlegt að standa á verði Kirkjan og friðarhugsjónirnar Hieimskringla gat þess í ritstjóraar- grein fyrir nokkru, að ársþing “United Church of Canada,” hefði enn á ný kosið nefnd til þess að íhuga hverja afstöðu þessi hávirðulega og volduga kirkjudeild skyldi taka til styrjalda. Þess var líka getið að nefndinni til leiðbeiningar sam- þykkti kirkjuþingið þetta: “Nefndin leggi fram ályktun, sem bæði kirkjan og þjóðerniskenndin í landinu megi vel við una.” Örlítil von fólst með oss, er sú grein var rituð, að þessi nefnd kynni að leggja fram til samþyktar afdráttarlausa afneit- un á öllum styrjöldum; að hún kynni að láta sér renna í hug, að meistarinn frá Nazareth, sem kirkjan kennir sig við, á- leit ekki nauðsynlegt, svo sögur fari af, að skipa postula sína í nefnd’ til þess að gæta þess að meiða ekki þjóðerniskennd- ina í landinu. En auðvitað varð sú vonartýra ekki langlíf. Nefndin bar svo sem kennsl á sitt heimafólk og hegðaði sér samkvæmt þessari bendingu frá kirkjuþinginu, sem skilur svo vel að orð Jesú Krists voru einungis til þess töluð að klerkar gætu gripið til þeirra sem sunnudagatexta, en ekki til þess að nokkur maður, lærður né leikur, hvað þá heldur heilar þjóðir, láti sér nokkurntíma detta í hug að hegða sér eftir þeim. Árangurinn varð því eðli- lega sá, að kirkjuþingið lýsti afstöðu sinni til styrjalda, með því að leggja það til, “að komið sé á námsskeiði (study circles) með yngra fólkinu meðal vor til þess að íhuga orsakir til styrjalda og þau við- fangsefni sem rísa með friðartillögunum, sérstaklega þau sem snerta Canada sjálft.” Hér er keisaranum sannarlega gefið það sem hans er. Vandlega er þess gáð, að segja ekkert, er komið geti í bága við yfirlýsingu Sir Austen Chamberlain, um friðarpólitík stjóraar Hans Hátignar á “vissum svæðum,” sbr. Hkr. 12. sept. 19 28; ekkert sem komið geti í bága við nokkra þátttöku Canada í ófriði, næst þegar leiðtogum ríkisins virðist hún “nauðsynleg,” til þess að vernda guð, kónginn og föðurlandið. Unglingarnir eiga að “íhuga” hugsanlegar ófriðaror- sakir þangað til það ber að höndum og æfa kappsamlega hermennsku í skólun- um á meðan, sbr. yfirlýsingu þessa kirkju þiugs, er Heimskringla gat um 12. sept- ember. í stuttu máli: Þessi langvold- ugasta kirkjudeild í Canada hefir ekkert til friðarhugsjónanna að leggja nema “orð, orð, innantóm,” þrátt fyrir það, að svo margar og miklar “orsakir til styrj- alda,” eru nú í Evrópu, að nægilegt er í ein 4—5 veraldarstríð, ef á réttum tíma <?r látinn neisti hrökkva á íkveikjuna, og ef sannleikurinn væri ekki sá, að Evrópuþjóð. eru ennþá of magnþrota eftir blóðtökuna, til þess að ganga undir aðra /eins, og þar að auki svo ringlaðar eftir áflogin, að þær eru ekki nærri búnar að átta sig á því enn, hvernig heppi- legast sé að kjósa liðsmenn í Llendaglímuna. Blessuð börn- in eiga að íhuga þetta allt saman, meðan Poincare’ Bri- and, Painleve, Churchill og Chamberlain, að ógleymdum vini (vorum Mussolini, þessir gömlu og reyndu stríðsjálkar, tefla upp gamla taflið aftur, með fáeinum nýtízku taflbrögð um innan um. * * * 1 síðasta blaði Heimskringlu bsr einn mikilsmetinn vinur blaðsins fram þessar spurn- ingar meðal annars: “Hvað margar aldir munu iíða áður prestar kristinnar kirkju hafa djörfung og þrek til að standa við boðskap Krists —sem var boðskapur friðar- ins, — þegar ófriðaröldurnar skella yfir? “Vilja ekki þeir íslenzku prestar, sem eggjuðu menn út í stríðið, suga eitt spor í áttina, og kannast við það opinberlega, að þeir hafi villst út í myrkrið, þegar þeir létu hafa sig til þess að ögra fólki út í stríð?” Vér leiðum vorn hest hjá því að reyna að svara fyrri spurningunni. En hinni síð ari mun óhætt að svara með hiklausu neii. Og það er allt útlit fyrir það, og ekkert annað, að kirkjan, að minnsta kosti hinar stæf-ri kirkjudeildir hér í Canada’ ætli með afstöðu sinni til framtíðar styrjalda að verða “Jón sam- ur.” ------1------ Trú og samviska (Frh. frá 1. bls. í henni svo dökkar blaösíSur sumar, aö engar eru raunalegri í sögu mann anna. Því ekkert er hugsanlegt hörmulegra en þetta, aö trúarbrögö- in, sem hafa haft þaö hlutverk aö lyfta mönnunum upp fyrir hiö lítil- mótlega í sjálfum þeim, þurka út grimd þeirra, vekja kærleik þeirra, dýpka samúð þeirra, veröa sem dögg 0:g hlýja fyrir gróður hjartans og hinna göfugustu tilfinninga hefir stundum snúist upp í grimd og heift og stefnt í áttina til mann- vonsku. Menn hafa háö ófriöi út af trúarbrögðum. Menn hafa brent hvern annan á báli út af trúarbrögð- um, hjólbrotiö, tætt limina af lík- iömunum út af trúarbrögð- um. Hvternig má þessi fjarstæða skiljast? Hvernig var þaö hugsanlegt, aö það, sem ætlað var svo ólikt hlutverk, skyldi geta birst í þessum myndum? Af einni ástæðu aðeins. Menn hafa framiö öll þessi hræðilegu hermdar- verk fyrir þá eina sök, aö þeir hafa trúað því, að guð hefði sagt þeitn að gera það. Þeir héldu aö þeir hefðu orð guös fyrir þvi, aö þetta ætti að gerast. Þeir höföu orð hans fyrir því úr biblíunni,' eöa hann hafði tal- aö til þeirra á einhvern annan hátt. Sjálf hin mikla saga, sem kristnir menn hafa ávalt litið til sem ímynd hins mikla sorgarléiks nianjflífsirts, atburöurinn á Golgata forðum, gerð- ist fyrir þá sök, að menn trúöu því, að þeir hefðu skýlaus orð guðs fyr- ir þvi, að menn eins og Jesú bæri að taka af lífi. Menn þóttust heyra rödd guðs um þetta efni í öllitm helig um bókum þjóðarinnar, í öllum erfða venjum hennar, í öllu þvi, sem hún hafði lært að líta með lotningu til uni aldir og jafnvel árþúsundir. Mönnum stóð þetta alveg eins ljóst fyrir hugskotssjónum, eins og guð hefði staðið fyrir framan þá og sagt þeim þetta. Þegar Galileó og Brúnó komu fram og kunngjörðu mönnunum, að þeir vissu að heim- ar guðs væru miklu dásamlegri en þeir höfðu gert sér í hugarlund, að jörðin væri aðeins sem dropi í hinu ómælandi hafi sköpunarverks- ins, þá var tekið fyrir munn þeim,, og þeir sviftir máli fyrir þá sök, að því var trúað, að .guð hefði mælt svo fyrir. Hefir ekki hver einasti mikilvæglegur sannleiki átt örðugast með að brjóta niður þann vegg, sem á var letrað: “guð hefir sagt nei!” “guð hefir sagt að þú færir með rangt mál! ?” Það er fyrir þessa sök, sem ég held að eitt aðal verkefni frjáls- lyndrar kirkju sé það — enda hefir hún á fátt lagt meiri áhe.rzlu—að finn a annan mælikvarða á gott eða illt. rétt eða rangt,hvað menn ættu að gera og hvað ógert láta,heldur en hið utanaðkomandi valdboð, jafnvel þótt því væri trúað að það kæmi frá sjálfum höfundi tilverunnar. -Og það er hin innsta trú hins frjálsa hugar, að mannssálin sjálf búi yfir þessum möguleika til þess að skynja hinn ósýnilega vegg, er skilur rétt frá röngu og sannleik frá lýgi í andlegum efnum. Fyrir þessa sök er það, að í raun og veru þarf miklu meiri hæfileika til djúprar trúar, til þess að .gefa sig á vald hinum nýju hugsunum en þeirn gömlu. Það er i raun og veru afar fátæklegt trúarlíf, sem getur nærst á hugsuninni, að allur galdur lífsins sé fólgin í því að þræða þau fyrirmæli, sem frá öndverðu hafi verið gefin. Það eru margar aldir liðnar siðan sagt var i frægu riti, að ekkert sé nýtt undir sólinni. Og ekki verð- ur með nokkurum rétti sagt, að hin frjálslynda trúarhreyfing sé ný. Hún er eins gömul og hinn fyrsti spámað ur. Því þetta hefir verið hið iát- lausa stríð innan allra trúarbragða, frá því að menn vitkuðust svo, að þeir eignuðust trúarbrögð : annars- vegar hið ytra valdboð, sem sagði r þetta átt þú að gera, og þetta ógert að láta, og hinsvegar spámfinnirnir, sem heyrðu rödd guðs í eigin barmi, rnenn sem fundu hinm heilaga þrýst- ing hins gróandi lífs í brjósti sér, og vörpuðu allri ytri lífshamingju fyrir borð, frekar en að óhlýðnast röddinni. Það er fyrst og fremst fyrir þessa sök sem t. d. gamla testamentið er sifeldlega ung þók og hefir. kraft innblásturs fyrir maTgar aldir. Það er sökum þessara snilli- manna, sem fundu og trúðu að þeirra eigin sál, mnnnsálin, væri hinn mikli miðill, sem guð birti vilja sinn í .gegnum. Þess vegna lærðu þeir að meta það eitt, sem samrímst gat því, sem sál þeirra sjálfra gat dýpst skynjað um lögmál og vísdóm til- verunnar. Eg sat við skrifborðið rmitt í gær- dag er hringt var i símann. Þegar ég lyfti upp heyrnartækinu var þesst spurning strax fyrir mig lögð á enskri tungu: “Er það satt að þú og safnaðarmenn þínir trúi ekki nýja testamentinu ?” Eg svaraði því, að vér hefðum mikla trú á nýja testanientinu. “Er það þá líka ó- satt, sem mér hefir verið sagt, að þið hefðuð ekki trú á Kristi.” Eg svaraði honum, að ef einhver hefði frætt hann um þetta, þá hefði sd maður ekki farið rétt með, því vér hefðum mikla trú á Kristi. Eg veit ekki hverjir það eru, sen* hafa tekið sér fyrir hendur að fræða enskt fólk í þessari borg um trúar- skoðanir manna í þessari kirkju. Hitt veit ég, að nýja testarmentið verður æfinlega hin mikla bók um menn, sem sögðu það sama og oss að minnsta kosti langar til að geta sagt: “Þótt guö almáttugur Btæði fyrir framan mi,g, og segði mér það, sem ekki fær samrímst því, sem bezt er í sál minni, þá myndi ég ekki trúa því.” Jesús er hinn mikli tindur á fjalli hinnar spámannlegu starfsemi. Fyrir honum er ekkert heilagt nema þetta eina: dómur hinnar heil- brigðu mannssálar. Hann átti eng- an mælikvarða á rétt eða rangt, á gott eða illt, nema sína eigin siðferðis vitund. Hann vissi og hann fann, að hann stóð í órjúfandi sambandi og samfélagi við sjálfa t<ppsjprettu gæskunar og vísdómsins, vegna þes« að hann hafði .gefið sig á vald öllu m, sem var bezt og dýpst og elsku- legast í hans eigin sál. Það er kunnara en frá þurfi að

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.