Heimskringla - 10.10.1928, Page 6

Heimskringla - 10.10.1928, Page 6
6. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 10. OKT 1928 GLEYMD SuNGLÖG “Já, það er sannarlega undarlegt,” svar- aði Aagot í sama róm; “en þú berð vel þín 33 ár, og —” “Og?” endurtók hann. “Og gömul ást ryðgar ekki.” “Hvað meinar þú í raun réttri með þessu, frú Bang?” “Það sem ég hef margoft sagt þér, að þegar ég var barn elskaði ég þið einlæglega, og þegar þið Juliana trúlofuðust varð ég afar- öfundsjúk, en þorði aldrei að láta bera á því; en guði sé lof að hún sveik þig, því annars hefði ég aldrei fengið þig----’ “Já, guði sé lof fyrir það,” sagði Bang innilega glaður, og tók hana í faðm sinn. Þau fóru bæði að hlæja, og hann sveifl- aði henni aftur í kringum sig, glaður og hreykinn yfir því láni, sem hann hafði öðlast. í dagdraumum sínum hafði hann þráð að hún yrið fyrirmyndin, drotningin í draumalandi hans. Og nú átti hann hana að öllu leyti, o óskaði einskis meira. “En hvað þú varst kyrlátur og hugsandi allt í einu,” sagði hún, og lagði kinn sína við kinn hans. “Hvað varstu að hugsa um?” “Hve undarleg leið gæfunnar er. Hún heimsækir okkur helzt í gegnum þjáningar, mótlæti og sorg. Mig grunaði alls ekki að hún biði mín þegar ég fór frá Ameríku.” “Já, þari^a sédðu livað ,lndælt það er, þegar trygg ást situr heima og bíður,” ságði Aagot, og svo hlógu þau aftur. Seinna um kveldið sátu hjónin við auð- ugt matarborð ásamt vini sínum Charles Nelson. Foreldrar og systkini Aagots vóru í Kristjaníu hjá Svendsen kaupmanni, svo há- tíðarhaldið var kyrlátt þetta ár. “Sýngdu nú eitthvað fyrir okkur Aagot,” sagði Bang; “ég skal þá í staðin flysja eplin og brjóta hnetur fyrir þig.” “Það skal ég gera, en fyrst verð ég að vitja um litla stúf, ég heyri hann hljóða.” “Komdu méð litla manninn hingað inn,” sagði Nelson. “Já, gerðu það,” sagði Bang; “þá get- urðu bæði sungið jólasöngva og vögguvísur.” Hún sótti barnið og lét það sjá öll Ijós- in með sínum undrandi augum. “Þetta er hygginn drengur skaltu vita,” sagði Bang, allhreykinn við Nelson. “Þú mátt vera viss um að hann veit að það er jólakveld. Og hvað hann er sterkur, og hvað fast hann getur bitið, þó hann hafi enn ekki nema fjórar tennur. Hann er regluleg hetja kunningi.” “Já, hra. Bang yngri er efnilegur,” sagði Nelson, sem líka var dálítið hreykinn yfir guðsyni sínum. Svo fór Aagot að syngja. Það voru gömlu, alkunnu þjóðsöngvarnir, sem ganga að erfðum frá ættlið til ættliðs, en sem alltaf eru jafn nýir og fagrir. Vinirnir báðir sátu kyrrir og hlustuðu. En þegar hún þagnaði og fór inn með barnið sofandi, sagði Nelson skyndilega; “Heyrðu gamli vinur, ég ætla líka að gifta mig. Eg þekki eina stúlku sem er fús til að bera bæði gott og illt með mér, og að ég elska hana er áreiðanlegt, því þegar ég sé liana og hugsa um hana, syngur beinlínis innan í mér, og sá söngur fyllir mig með á- nægju, svo að það er ekki eitt af gleymdu sönglögunum, sem þú mintist einu sinni á.” Endir. ----x---- HEIMKOMA FRANCOIS Eftir K. Koch Þeir, sem gengu framhjá gamla mannin- um furðuðu sig á hve lengi liann stóð á stóru steintröppunni sem lá að aðaldyrum höfðingj- asetursins. Önnur höndin hvíldi á brjóst. riði steintröppurnar, með hinni hélt hann á Símriti. Hann leit á garðana síhja sem hölluð- ost dálítið, og hið stóra svæði milli hallarinn- ar og fjallanna. Hann hélt sig sjá hluti, sem öðrum voru ósýnilegir. Það var sjálfsvirð- Ingarsvipur á andliti Pierre de Royans, þar sem hann stóð hreyfingarlaus og horfði fram fyrir sig. Francois kemur heim — hann las símrit- ið aftur — máske særður? —Nei, þess var ekki minnst í símritinu. En hann mundi eftir hinum sjaldgæfa kjark drengsins, mundi að Francois, hans eini sonur, var farinn að heiman, af því Frakkland þurfti hans. Og nú kom hann heim— stríðið var þó ekki endað ennþá. — En hvað hann gæti sagt frá mörgu. Gamli garðýrkjumaðurinn kom nú að tröppunni. “Francois kemur heim,” sagði faðirinn rólega, en augun brostu. “Kemur hr. Francois heim. Hann er þó líklega ekki------?” “Eg veit það ekki Henri. Hann talar ekki um neitt sár í símritinu. En hann kem ur heim og borðar með mér í kveld. Farðu inn og segðu þeim að búa til góðan dagverð. Segðu Jeanne að sækja gamla konjaksflösku frá 1870 og portvín með bláa innsiglinu frá sama ári. Segðu þeim að Francois komi heim, þá skilja þær þetta.” Henri flýtti sér inn í eldhúsið og sagði frá nýungunum. Francois, hinn vaski FYan- cois kemur heim. Hinn síðasti de Royan. Sæmd de Royans fjölskyldunnajr. Hafði ekk.i faðir Francois barist 1870. >Þvtf gleymdu þau ekki, þó að lítillæti hans bann- aði honum að tala um það. í borðsalnum var nú búið að bera á borð handa tveimur, gamli silfurborðbúnaður inn prýðisvel fágaður. Maður kom í ljós í dyrunum, stóð þar kyr eitt augnablik áður en hann kom inn; ein þernanna hljóðaði af undrun. “Það er ég Súsanna. Eg er enginn afturganga.” “Hr. — hr. Francois,” svaraði hún. “Já, og ég er bæði sv'angur og þyrstur.” ‘“Hr. — hr. Francois er særður.” “Særður, hvers vegna? Getur maður ekki komið heim eina stund án þess að vera særður?” sagði hann gramur. “Er sárið eini lykillinn að hjörtum Frakkanna um þess- ar mundir? Ef ég hefði haft höfuð eins af bermönnum óvinanna undir handleggnum þá hefði ég verið velkomnari en ég er.” Ungi liðsforinginn fór úr yfirhöfninni og tók af sér húfuna, og lagði svo hvortveggja á stól. Hendi, sem var lögð á herðar hans, kom honum til að líta við. “Francois, heill heilsu og vaskur, en það hafa verið þungir tímar.” Gamli faðir hans stóð bak við hann og horfði á hann ánægjulegur. Francois kysti kinn hans. Eg var eltur á leiðinni heim,” sagði hann, “en hesturinn minn frelsaði mig.” “Já, ég ímyndaði mér það,” sagði faðir hans; “Þessa síðustu daga hafa þýzkir flækingar verið hér á ferð. Eg stóð á tröpp- unum í dag Franeois, og ég sá þig liggja á brautinni, særðann og bjargþrota; þú varst fótbrotinn og andlit þitt var yfirburða kvala- fullt; en guð hlífði mér við þeirri sorg.” Francois dró andann hratt. “Þá er heimkoma mín máske vonbrigði; við getum ekki allir særst. Guð veit að við reynum að verða það; en sumir sleppa ósærðir; það er nú oröið einskonar bölvun.” “Komdu nú inn í bókaherbergið, þar er hlýtt, og fáðu þér litla hressingu.” Francois hristi höfuðið, gekk svo að eld inum til að verma sig. De Royan helti með varkárni litlu af konjaki í glas og drakk það. “Þið hafið efalaust hrakið Þýzkarana aftur á bak,” sagði hann. “Fyrir þrem vik- um síðan voru þeir við hlið Parísar. Þið hafið góða foringja; árið ’70 voru þeir heigl- ar.” Francois kinkaði kolli. “Já, þú heflir efalaust ekki séð neitt á árinu ’70, sem er mögulegt að jafna við það sem ég hef séð.” “Þá brúkuðum við byssustingina meira en nú, drengur minn. Sprengikúlumar voru ekki mjög voðalegar, en það var sama helvítið, þegar við mættumst, — maður á móti manni. Þetta er árið ’70 endurtekið, en með annari niðurstöðu. Bardagi er bar- dagi, hvað sem hyggindi mannanna hafa fundið upp. Kjarkurinn, er líklega hinn sami.” “í stríðinu árið ’70 sást þú óvini þína, það gerum við ekki; mínir menn voru sprengd ir í smáar agnir, en þó sáum við ekkert til óvinanna, ekki einu sinni með beztu sjón- aukum. Það er ekki kjarkur, heldur stál- taugar, sem menn þurfa.” Nú var þeim sagt að koma að borða, og þeir gengu báðir inn í gömlu borðstofuna. Francois nam staðar á þröskuldinum og ypti öxlum; honum var kalt þó hitinn af ofninum væri mikill. “Mér geðjast ekki að þessari stbfu,” sagði hann snögglega og settist hjá föður sín- um. “Þykir þér ekki vænt um þessa stofu,” spurði faðir hans. “Það getur ekki verið al- vara þín Francois,. Líttu á þenna vegg, Myndin yfir dyrunum er af föðurbróður þín- um, og þú berð nafn hans. Þeir drápu hann við Worth, hann féll umkringdur af fjórum Þýzkurum, sem hann drap áður en þe'r k'ldu. MacMahon skreytt' hann með heiðurspen- ingi á þanasænginni.” Francois strauk pentudúknum um var- irnar. “Kjarkmikill hermaður var hann, en stríðið er öðruvísi nú.” “Kjarkurinn er hinn sami, drengur minn. Hann hefði gert þetta þann daK í dag. Líttu á myndina af afa þínum. Hann frelsaði fána herdeildarinnar hjá Jena. Bonaparte skrif- aði honum bréf sjálfur, — þú hefir lesið það.” Francois draup höfði. “Já, við erum hreyknir yfir ætt okkar,” sagi hann og studdi olnboganum á borðið. Eg hugsa um hvað þessir menn myndu hafa gert, ef þeir hefðu lent í þessu stríði, hvort þeir hefðu barist með sama kjarki við þá óvini, sem þeir ekki gátu séð. Það er undur auðvelt að vera djarfur í þeim bardaga, þar sem maður getur grip- ið í háls óvinar síns og gefið honum högg. Stríðið er verplakast um lífið. Það er ekki kjarkur, það er heppni og sjálfvamareðlis- hvöt, sem knýr oss áfram. Og þannig var það árið ’70 og fyrir þann tíma.” Það var eitthvað í orðum hans sem leiddi hugsunina að voðalegri hræðslu eða stórkoslegu sálarstríði. Hann tæmdi glasið sitt. Faðir hans lagði hnífinn og gaffalinn á borðið og hallaði sér aftur á bak. Eg hefi þráð að fá nýungar frá þér, vinnufólkið spyr alltaf um þig, og ég hefi svarað: hann er að berjast fyrir landið sitt,” sagði hann. “Þannig hefir það alltaf verið. Við de Royans erum drambsamir, og drambið gerir okkur þögla. Stundum var ég hvíð- andi. Auða plássið á veggnum minnti mig á, að hinn næsti Royan, sem léti lífið fyrir föðurlandið, myndi fá pláss fyrir myndina sína þar, hjá hinum föllnu forfeðrum sínum. Árið ’70 sá ég alltaf þenna auða blett benda mér að koma, en guð vildi annað.” “Mér geðjast ekki að þessari stofu,” sagði Franco‘s dauflega. “Hvers vegna? Segðu mér það.” “Hún er eitthvað svo þjáandi, maður finnur byrðina af öllum þessum frægðarverk- um hvíla á herðum sínum.” “De Royan brosti. “Falleg Jftillætí,” sagði hann. “Þú ert leiður yfir því að þú berð ekki hantllegginn í umbúðum. Eg hefi fundið til hins sama, drengur minn. Seg þú mér hvar þú hefir verið og hvað þú hefir gert.” “Ekki núna.” “Þú ert þreyttur. Þetta var hugsunar- laust af mér. Á morgun skulum við drekka gamla portvínið. Við erum reyndir her- menn, sem lifum að afstöðnum tveimur voða- legum hernaðartímum.” De Ryan fyllti glas sonar síns og lyfti sínu upp, svo ljósið skein á hið rauða vín. “Þetta rauðvín er jafngamalt þér,” sagði hann og benti á rykuga, flösku á borð inu; “og víndrúfumar fyrir þetta konjak voru fúllþroskaðar árið ’70; þær uxu hjá Belfort, og eru einar af þeim fáu jurtum, sem Prússar gleymdu að troða niður.” Francois rétti hendi sína eftir flöskunni. “Það hefir sama lit og blóð.” Þegar hann greip um flöskuna skalf hendi hans dálítið. “Já það er næstum svart.” Faðir hans hallaði sér áfram og starði á hann. “Svart, Francois, þú hlýtur að vera sjóndapur, það er rautt drengur minn.” Francois snéri sér við, gamli gráhærði þjónninn stóð bak við hann, og Francois lyfti flöskunni upp að augum hans. “Antoine, hvernig er þetta vín litt?” “Dökkrautt eins og blóð, herra. Vínin frá árinu ’70 eru alltaf svört, — eins og blóð.” Hann gekk burt í hægðum sínum. And- lit de Royans var náfölt. “Þið hafið ofsjónir báðir. Getur maður ekki hugsað um ’70 án þess að sjá blóð? Og ég, sem opnaði þessa flösku til þess að hún hjálpaði okkur til að gleðjast yfir ósigri óvin- anna.” “En hvers vegna eigum við að drekka vín frá árinu ’70 á slíku kveldi sem þessu?” “Það eru dutlungar úr mér, drengur minn. Mér datt þetta í hug ’70. Eg mundi eftir auða plássinu á veggnum, og vissi að mín mynd mundi aldrei fá að hanga þar, en ég átti þó eina huggun. Eg átti son, sem ég vonaði að myndin af fengi að hanga á veggn- um. Eg vissi að þetta stríð myndi koma svo ég útvegaði mér flöskur af víni, búnu til af drúfunum hjá Brifort Drúfur, sem voru orðnar svartar af reyknum frá byssum óvin- anna. Eg ásetti mér að þetta vín skyldi drukkið þann dag, þegar sonur minn, sem ég gaf Frakklandi, kæmi heim úr stríðinu. Þú ert sá sonur, — og þetta vín-------” Dyrunum var lokað með hægð, og An- toine hvarf. Undarlegur glampi blikaði í augum de Royans. “Fallegur draumur,” sagði Francois, “en þú lítur auðvitað á allt með sömu augum og árið ’70, en hernaðar aðferðin hefir breyzt mikið.” “En kjarkurinn er samt óbreyttur.” De Royan rannsakaði nú andlit sonar síns, og nú tók hann fyrst eftir drætti hjá munn- inum, sem benti á ístöðuleysi, og augunum, sem forðuðust að líta í hans augu. Lákami hans var grannvaxinn og smáger, sem ekki átti vel við fyrir hermann. “Nær ætlar þú aftur til herdeildar þinnar,” spurði hann? “Eg ætla þangað ekki aftur.” De Royan starði á hann. “Eg skil þig ekki.” “Eg er liðhlaupi.” Faðirinn féll aftur á bak í stólnum, önn- ur hendi hans kom við glasið, sem féU á gólfið og brotnaði, en vínið lenti á borðdúkn- um og breiddist yfir hann. Francois huldi andlitið með höndum sín- um og snöktaði hátt. “Eg hefi nú sagt þér að þig grunar ekki hvað stríð er á þessum tím um; þú hefir ekki séð, þú-------” “Segðu frá,” ómaði nú sem skipun. “Það var við Chalons.” Franco‘s lyfti höfðinu og leit óttasleginn á föður sinn, starði svo hvíldarlaust á myndirnar á veggn- um. “Já,” sagði De Royan, eftir stutta þögn; “við Chalons.” “Við vorum fyrir utan bæinn; við höfð- um ekki séð Prússana, sem létu eldi rigna yfir okkur í tvo daga. Menn okkar voru deydd ir í stórhópum, og við gátum ekki einu sinni endurgoldið þetta. Við sáum aðeins lítil reykský frá fallbyssum óvinananna, og heyrð- um hinn voðalega hávaða sprengikúlanna. Þytinn frá einhverju í loftinu, er virtist deyða og eyðileggja allt, og hljóðin frá deyjandi manneskjum, þessi voðalegu hljóð frá sund- urtættum mönnum. Eg heyri þau ennþá, þau fylgja mér nótt og dag. Við gengum langs með þjóðbraut, ég man þar voru há, grannvaxin espitré við hlið brautarinnar. Við gengum framhjá sveitaþorpi og upp bratta brekku við hliðina á kalkgröf.” “Með dálitlum skóg bak við,” greip de Royan fram í. Francois leit upp fljótlega. “Við gengum framhjá kalkgröfinni.” “Og komuð að bændabýli með tveimur útibyggingum,” sagði faðirinn. “Hamingjan góða, hefir þú séð það?” “Já,” svaraði de Royan rólegur. “Við vorum þar árið ’70, það eru fáeinar hæðir til hægri handar.” : “Við vorum neyddir til að fara inn í þetta bændabýli.” “Þá hafa hlotið að vera þýzkar fallbyss- ur á hæðunum. Hve margir voruð þið?” “Ein hersveit.” (200 manns). “Við vorum aðeins hálf hersveit árið '70.” “Við gátum alls ekkert séð.” Rödd sonarins var skjálfandi og hræðsluleg. “Menn skutu og skutu, menn mínir féllu hringinn í kringum mig, deyddir af sprengikúlunum.— þú manst eft'r Nyons, h'num litla Gaspard Nyons. Hann hljóp beint í fang mitt með hendur fyrir augum. Blóðið lak á milli fingra hans; í annari hendinni hélt hann á bréfi, sem hann bað mig að skila til einhvers, ég man ekki núna til hvers. Eg datt um Brissac í dyrunum, fæ'tur hans voru skotnar af honum; Það var skelfilegast allra skelf- inga. Þú manst efalaust eftir honum, hann var hér síðasta sumar. Nú varð dimt. Eg bað guð um að tunglið veitti enga birtu. Eg man að tunglið kom upp, bjartara en nokkru sinni fyr. Það kastaði birtu á skóginn og hvítu veggir bændabýlisins glitruðu eins og fósfór. Það hús var eins og hvítur skot- spónn í myrkrinu. Major Chattebeaux féll með brotið höfuð. Við bárum hann inn í húsið og ég sá hann deyja. Eg man hve mikla birtu heyiö veitti þegar kviknað var í því. * * *

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.