Heimskringla - 24.10.1928, Blaðsíða 5
WINNIPEG 24. OKT. 1928
HEI MSK.RI N QLA
I. BLAÐSIÐa
Nýrun hreinsa blóíiti. r>egar þau
hila’ safnast eitur fyrir og gigt, tauga-
**Kt, lenUaflog og margir ahrir sjúk-
oómar orsakast. GIN PILLS lag-
fsera nýrun, svo þau leysa starf sitt,
°8 gefa þannig varanlegan bata.
BOc askajan alstatSar.
134
®erÖu fyr fyrir munn agentanna,
taka skyndilega aö veita fé til aö aug-
'ýsa Island og hátíöahöld þess. Nú
er Hka þess aö gæta, aö þessi stjórnar-
v'öld aö öllum líkindum hafa engin
lagavöld til aÖ verja opinberu fé
t'l þess að auglýsa önnur lönd og er-
lendar þjóöir; hinsvegar hafa þau
efalaust enn sem fyr fé itil forráöa
t*l þess að auglýsa sín eigin lönd og
útbreiða þekkinguna á þeim. Þegar
V'Ö athugum þetta allt og fáum ekki
STeið og gild svör frá nefndinni viö-
víkjandi þessu tiltæki hennar, þiá
getur enginn láö okkur, þótt okkur
kunni að detta margt í hug og aö
gruna, að hér sé ekki allt með feldu.
Ems og þér segiö í bréfi yðar,
hra. rintstjóri, eru óefaö mætir menn
þessari nefnd; persónulega þekki
*g suma þeirra, og get ekki trúað
tyí, að þeir vilji Islandi illa. En
hinsvegar verður því ekki neitað, að
se.ii meölimir þessarar nefndar hafa
þeir ekki gert hreint fyrir sínum dyr-
uni \iðvíkjandi því máli, sem hér
Cr ^e'lt um; samt er alveg nauðsyn-
legt fyrir þá aö gera þaö, ef þeir
*tla sér að standa fyrir leiöangri til
Islands og mæta á þingi Islendinga.
IJér vilduö máske, hr. ritstjóri,
Iraeða mig um þaö, hvers vegna V._
slendingar láta sér svona annt um
auglýsa þessa alþingishátíö. Mér
vitanlega hafa þeir enga áskorun eða
hendingu fengið að heiman um að
®era það. Þeir ættu að1 gæta þess,
ah þessi hátíð er hvorki síld né salt-
að ket, sem þurfi að leita að markaöi
yrir erlendis. Þetta er hátíö fyrir
,S enz^u ÞjóÖina og þá útlenda gesti,
seui stjórn landsins eða opinberar-
stofnanir þess bjóða þangað; en
tta er engin allherjarsýning fyrir
erðamenn viðsvegar að, og allra
sizt er þetta “cirkus” fyrir múginn
ti að glápa á. Hvers vegna láta
Pa Vestur-Islendingar þannig? I>aÖ
er sannarlega ekki þeirra hlutverk
a bjoða gestum á þessa hátiö. I>eir
i a ekki einu sinni eftir vitneskju
að heiman um það, hvað gera ei,gn
Þar eða hvernig þessari hátíð muni
agað, heldur fara þeir þegar tveim
um áður að hrópa um Bandaríkin
«íí Canada og hóa saman fólki til
fslandsferðar. Eg er alls ekki viss
lun þetta komi Islendingum vel. Ef
3 aÖ ^ytja heila skipsfarma af fólki
SV° hun(lruðum eða jafnvel þúsund-
unt skifti, heim til íslands, 1930, má
>uast við að það verði allt annaö
Cn S'eðiefm, eða þægindi, Islending-
um að taka á móti þeim hóp. Svo
eT ástatt á Islandi, að þar er alls
e ki auðvelt að veita móttöku mikl-
um fjölda manna, og það kemur
mJÖg undir árstíð og veðráttu, hvort
hæigt sé að gera það í nokkru lagi.
Mér virðist því að Vestur-Islending.
ar ættu að sjá að sér í þessu efni,
lækka seglin og láta hátíðina að miklu
leyti hlutlausa. Og ef ég mætti
gefa þeim heilræði, þá vildi ég ráða
þeim til að hætta við þennan leið-
angur, sem þeir hafa tekið að undir-
búa, því fyrst undirbúningur hans
hefir hingað til valdið svo miklum
hneykslunum og deilum milli þeirra
sjálfra, þá er sízt fyrr það að synja,
að leiðangurinn sjálfur kunni að
Ikasta skugga á hátiðina 0|g, ef til vill
að valda þar veizluspjöllum.
Halldór Hcnnannsson.
Cunard fundurinn
Fund hélt ungfrú Thorsrtína Jack-
son, sem hér er “uinboðsynja” á veg_
um Cunarddínunnar að því er heim-
förina 1930 snertir, í Goodtemplara
húsinu þ. 19. þ. m.. Dr. B. J.
Brandson stýrði fundi. Gat hann
þess að út í ágreiningsmál nefnd-
'anna, sem að heimförinni starfa, yrði
ekki farið. Fargjald væri hið sama
hjá félögunum, sem um flutn-
ing á væntanlegum heimfarendum
sæktu. Ef um nokkurn mismun
yrði að ræða, væri hann aðeins í að-
búð og eftirliti fólginn. Ennfremur
benti forseti á, að ekkert væri óeðli-
legt við það, að tvö félög bæru sig
eftir bráðinni af þessum fólksflutn-
ingi til íslands. Kvaðst hann viss
um að fleiri félög hefðu sótt um
hann, ef útlit með þátttöku í ferð-
inni hefði verið betra en raun er á.
En um það hve ánægjulegt
sé að Islendingar fari heim á tveim
skipum, gat hann eikki.
Því næst sté ungfrú Tihorstína
Jackson fram á mótfjalirnar. Mint-
ist hún eitthvað lauslega á þýðingu
heimferðarinnar, en aðalerindi sitt,
sem sitarfsmaður Cunard-línuntuir
væri að sýna eða auglýsa hvernig
aiibúnaður væri á skipum félagsins.
Og um flutninginn á járnbraut til
sjávtr, Sagði hún að í gær heíði
sér verið gefin full vissa um að hann
yrði ekki hærri en annara félaga. Var
þvi með lófaklappi og fegins hendi
tekið, rétt eins og suma væntanlega
heimfarendur hefði verið farið að
dreyrna illa drauma um það, að
þurfa að borga hærra fargjald með
Cimard. Aðbúnaðinn á skipunum
retlaði hún að sýna með hrevfimynd-
um en það fórst fyrir, vegn.i þess
að véi sú, sem sýna átti þæv með,
bilaöi eitthvað í flutningi. Voru
þá sýncar ndkkrar skugganiyndir
heiman af Fróni. Var mörgum á-
nægja að líta þær. Myndirnar
voru af ýmsum stöðum 0|g stofnur,-
um af landinu, nokkrar nýjar, en
fleiri gamlar og áður sýndar hér.
En því miður voru myndirnar ckki
vel skýrðar og er undarlegt hvað
mjög það viil brenna við er tslands-
myndir eru hér sýndar. Ekkert
ætiti þó fremur að opna mönnum hér
sýn inn á andlegt svið nútíðar ís-
lendingsins heima en vel skýrðar
myndir af landslagi og einikum nýjum
stofnunum, ef góðar skýringar fylgja
þeim. Við sem að ’heiman fórum
fyrir 30—50 árum, þekktum Islend.
inginn eins og. hann var þá. En
á milli nútíðar bræðra vorra 0(g Vest-
ur.Islendinga, hefir fjarvistar-tím-
l30aoooooo's,g,o|°<pgoaoooaoooocoooooaooooooooooeooooooootft
Hundrað manna þörf
Strax. Hátt kaup
ab n\ér<iíH«^t'Íín fá 1i° manns strax, er vllja undtrbúa sig ttl
vtstrftinW S j nj metS háu kauP> Innrttist vi« hina ókeypis
Pno-atínin|^a delld vora, tiltakih stötiua sem þér viljiti helzt
& vinnuUs?ffa,IlKenK nar reynslu kraflst því þér Retiti ötSlast hana
um hfa r vor.um meS tllsógn sérfrœtSinga vorra. Vér höf-
FyriÞra?«nfrnrirhk°mUlaS -er hJá,Par y«ur til þess ats fullkomna yt5ur
störf Vé ínía.r .íí "1 SkUlu ta,ðar: Motorvéiastjórn, Garage
riuaýé 1 y.MAn ® T,rUCk, °B Taxi stjór-n, UmbotSssölu, Vélasýning,
Múfhlitíím6 m’. ^aflaenlnBu. Rafvirkjun, Raflýsingu, — ennfremur
Stl!!.’ Tiglalagnigu “Plastering.” Vér óskum elnnig eftir
öllum ffn Tm?dUm' SkrifitS til vor eftir ÖKRYPIS NAMSSKRA og
ER m uppl^slnBU,n - RátSsmatSur útlendingadeildar: MAX ZIEG-
Dominion Trade Schools, Ltd.
580 Main Street WINNIPEG, MAN.
Al KASTöfíVARi Vancouvrr, Cal^ary, Rilmonton, SaHkntoon, Re-
k'lna. Toronto, London, Hnmllton, Ottaua, Montreal.
A»ALSTÖ«VAR 1 lUJIDAHIKJumiM! Mlnneapolla,
Starrsta ItSnNkðlaatofnun 1 verðldinnl. I.öggilt fyrlrtiekt af
SambandsHtjÖrn Canada.
inn að heiman huiið móðu sem erf-
itt er fyrir oss að sjá í gegnum og
á mikinn þátit í að veikja áhugann
fyrir einbeittu þjóðræknisstarfi. Og
sú vofa sækir óneitanlega illa á suma
Vestur-Islendinga.
Fundinum var slitið kl. 9.30, eft-
ir að hafa staðið rúman klukkutíma,
með því að syngja Eldgamla ísafold
og God Save Our Kinjg,
Og hvers voru menn nú fróðari,
eftir þenna fyrsta opinbera fund
Cunard-agentanná? Á fargjald var
ekki öðruvísi minnst en þannig að
það væri hið sama og hjá hinum fél-
ögunum. Hvaða félögum'? Hví
ekki að nefna upphæðina ? Og hvað
er um allar ívilnanirnar af farbréfa-
sölunni og aukafarbréfin o. s. frv. ?
Að þessu var ekki vikið einu einasta
orði. Oss hefir þó heyrst á mönn-
um sem það væri ekki líitils vert, að
fá vitneskju um þá hluti. Og harla
óliku er nú að jafna þessu saman við
frammlstöðu heimferöarnefndarirmar
á fundinum í St. Paul's kirkjunni
nýverið. Að þeim fundi nýafstöðn-
um, þar sem hverju atriði heim.
ferðinni viðvíkjandi var lýst ræki-
lega og birt, er óskiljanleg, að mað-
ur ekki segi ófyrirgefanleg , sú
hulida, sem ríkti i sambandi við
þetta á Cunard fundinum. Þó að
fylgismenn Cunards liti svo á, sem
almenning varði nú ekki neitt um
þetta, hjá þeim, eru þeir þó vissu-
lega margir sem álíita sig varða það
miklu meira, en að lesa eða hlusta á
auglýsingafjas Cunard-félagsins, sem
þá heldur var ekki hægt að leggja
mikið upp úr, þar sem aðal atriðin
voru öll myrkurslæðum þagnarinnar
falin.
Viðvíkjandi fargjaldinu hefir al-
menningur fulla ástæðu til að krefj-
a félagið saigna, þó ekki sé nema
vegna þess, að það er lýðum ljóst,
að fargjal d það, sem heimfararnefnd-
in komst að samningi um, er allt að
því $22 hærra en annars hafði verið,
sökum afskifta Cunards af málinu
(sbr. grein J. J. Bildfells í Lögbergi
13. sept. þ. á.).
Að fundur þessi hefði nokkra þýö-
ingu sjáum vér ekki. Jafnvel sjálft
hjartans málið, auglýs.-skrumið um
•Cunard, brást herfilega, þar sem vél-
in brotnaði, er undrin átti að sýna,
án þess, að sá vélarflutningur sé nú
að öðru leyti af oss í nokkurt sam-
band settur við Cunard.
—Viðstaddur.
föstudaginn 26. þ. m. Verður hon-
um að vanda fagnað af Gimli bæjar-
og byggðarfólki með almennri
SKEMTISAMKOMU
i Parish Hall, kl. 8.30 að kveldinu.
Séra Jónas A. Sigurðsson hefir
góðfúslega lofað nefndinni að flytja
þar erindi um vora íslenzku land.
námsmenn og brautryðjendur, hinna
ýmsu bygða í Ameríku, er fyrst námu
land og byggðu- bú sín á Gimli og í
grendinni, árið 1875 og 6. Enn-
(frlemur verður skemitiskráin fjöl-
breytt með íslenzkum söngum, sem
allir taka þátt í, hljóðfæraslætti og
einsöngum sem Mrs. A. Hope frá
Winnipeg 'skemtir méð og fiðluspili
sem Miss H. Jóhannesson gefur, að-
sitoðuð af Mr. Franklin Olson, o. s.
frv. Allt auglýst nánar i heima-
högum.
Minnisvarðanefndin gerir grein
fvirr starfi sínu og framtíðar áformi
næsta ár. Biður hún fullor'öið
fólk í bænum og byggðinni að fjöl-
nrenná á samkomuna, og þar með
ígííra þrefalt góðverk og gagn með
þvi að 1.) að fá ágætan fróðleik og
■skemtun ; 2.) að styrkja gott málefni,
leggja fram cent í minnivarðasjóð
eðc stein í grunninn; 3.J að heiðra
nú, sem æfinlega, minningu látinna
landná'msmanna.
Ginrli, Man., 20. okt. 1928.
MinnisvarSancfndin.
RO/EPMLE
G-IVE- us
A RIMG-
TH0S. JACKSON & SONS
STOVE $11.00
-- 370 Colony St.
LUMP $12.00
Phone 37021
Fimtudaginn 18. okt. lézt að heim-
ili sinu við Reykjavík, Man, ekkjan
Guðrún Eyjólfson, ættuð úr Árnes-
sýslu. Fluttist hún vestur hingað
fyrir nær 30 árum síðan. Hún var
jarðsungin á sunnudaginn v;rr af séra
Ragnari E. Kvaran, og jörðuð í
grafreit byggðarinnar.
Þriðjudaigrnn, 16. þ. m. voru þau
Sóffonías Sveinn Bergmann frá Ár-
borg, Man. og Friðrika Margrét
IVÍárino frá Hnausa, Man. gefin
sáman í hjónaband af séra Rúnólfi
Marteinssyni að 493 Lipton stræti.
IJeimili ungu 'hjónanna verður að
Acborg.
HAUSTKAPUR
NÝKOMNAR
Ný sending af fallegum haustkápum nýkomin.
Því að nota lengur gömlu kápuna er ný fæst fyrir
$25 0G YFIR
VETRAR YFIRHAFNIR
Munið eftir að skoða hinar sérstöku bláu Chin-
chilla kápur, þykkar og vel gerðar á
$29.50
Aðrar á $25 og yfir
FIT RIGHT Tailored fatnaður
Snotur Tweed fatnaður fyrir vetrar slit, sniðinn
úr innfluttu klæði, af nýjustu gerð. Verð
$27 $30 $35
önnur föt fást fyrir $23 og yfir
NÆRFATNAÐUR
Nú er tíminn til að kaupa vetrar nærfatnað
meðan úr nógu er að velja. Vér höfum ótelj-
andi tegundir af Wolsey, “Ceetee,” Stanfield’s,
Watson’s and Hutchway. Verð $2.50 og yfir.
Stiles & Humphries
W innipeg s Smart Mens Wear Shop
261 Portage Ave.( Next to Ding'wallsl
Nokkrar hringhendur
(Frh. frá 7. bls.)
engi víð og höllin,
bjarma skrýðir björt oigt
Blönduhlíðar fjöllin.
fríð
mai,
4. Vctrarmót
Stafar hljótt á stræti skyggð
stjarnþétt óttukögur.
ISefur drótt um breiða byggð
björt er nótt og fögur.
5. Meistarinn
Starfa*- táli eigi af
eða prjáli faldar
sá sem málar hauður, haf
himinskálann tjaldar.
6. MóSurást
(.Smbr. SaDnagundi, Hkr. 23.
1928.)
Vottorð fást sem vitna — það
varla brásit í raunum—:
Móðurást ei mælir hvað
muni sjást að launum.
Eftirmáli
(Kveðja til Ritstj. Hkr. S.H. f. H.)
Láttu hljóma lyfta sál,
legðu dóm á slaður,
lærðu blótna ljúflingsmál,
lifðu sóma maður.
20. ágúst 1928.
María Rögnvaldsdóttir
frá Réittarhohi.
FARIÐ TIL ISLANDS 1930!
a
Landnámsdagur
Islendinlga i Vestur-Canada, síðiasti
dagur sumars, ber oss að höndum
1000 ÁRA AFMÆLI
ALÞINGIS ÍSLENDINGA
The Canadian Pacific Railway og Canadian Pacific Steamships leyfa sér að til-
kynna að þeir hafa fullgert samning við hina opinberu nefnd íslendinga um allan
flutning í sambandi við þessa hátið.
SJERSTAKT SKIP SIGLIR BEINT FRÁ MONTREAL
TIL REYKJAVfKUR
Og sérstakt skip kemur beint aftur frá Reykjavík ti MontreaL
Farhegar sem vilja sjá sig um á Bretlandi eða á meginlandi Ev-
rópu eftir hátíðina geta það.
SJEHSTOK I.EST EÐA LESTIR FARA
FRA WINNIPEG 1 SAMBANDI Vlö
GUFUSKIl’IÐ FRÁ MONTREAL.
SJERSTAKAR SKEMTAKIR VERÐ-
l'H SJE-Í VM R.EBI A LKST OG
SKIPI FYRIR ÞA SEM FARA A
AEM.ELISHATIÐIIVA.
Þetta er óvenjulegt tækifæri til að fara beint til
íslands, og vera viðstaddur helztu, þjóðhátíðarvið-
burðina 1930. Yðar eigin íslenzku fulitrúar t'ylgja
yður frá Canada til íslands og heim aftur.
Gerið nú ráðstafanir yðar til þess að fara með þess-
ari miklu íslenzku sendinefnd frá Canada.
Prekarl npplýaingrar og: fnrbréfaver* f«»t hJA:
W. C. CASEY, Gen .AKent
Canndian Paciflc SteaniHhlpH.
WINNIPEG, or
J. J. BILDFELL, formnnnl heimferlSarnefndar fjéJSraknÍHfél.
708 Standard Ilank Bl*lf-, M InnlprR.
CANADIAN PACIFIC
SPANNAR HEIMINN