Heimskringla - 28.11.1928, Blaðsíða 2

Heimskringla - 28.11.1928, Blaðsíða 2
2. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 28. NÓV. 1928 Til George Peter- son, lögmanns r er hann jliUti jrá Penibina Jóhann Magnússon Vinur! þess ei vil ég dyljast vegir okkar nú er skiljast saknaöshugsun hreyfir sér. Þegar samfylgd þægri er slitið, þá er oft til baka litið, þanniig fer nú fyrir mér. Samleiö haft viö höfum lengi, hvor þó sína brautu gengi, langferöinni lífsins á. Sýnt hvor öörum hugarheima hins — og okkur látiö dreyma atvik fornum öldum frá. Einn hér varstu af þeim fáu æðri köllum lífs er sáu en aö þræla’ og kýla kviö. Þó að störfum gengir glaður, gaztu látiö, eins og maður— hugann fljúga á hærra sviö. Geta rætt uni eitt og annaö, allt, sem manns fær hugur spannaö, merki er um andans sýn. —Hinir eru,—sem aö sofa sálarmóks í Iglevmskudofa.— Karlæg andleg keldusvin.— Man ég títt, hjá okkar arni, öll þá jöröin klædd var hjarni, félagsbræðra flokkur sat. Þá var rætt, og reifað málum; röksemda á vogar skálum vegið bæÖi hveiti og hrat. Einn þá gaman eitthvert sagöi, orö i belginn sérhver lagði. Einkaleyfi enginn tók, öðrum fremur allt að segja aörir svo að mættu þegja. Allt var gert, sem gleði jók. En nú skiljast vorir vegir, velgir Iífs eru breytilegir, eins og sollin ölduröst; Því að ekkert stööugt stendur, streyma fram á báðar hendur, lífsins elfar iðuköst. Þegar, vinur. þú ert farinn, þynnist okkar kringum arinn, skammdegis um skugga tíö. Veröa færri’ að halda' upp hjali Hversdags mála og fróöleiks tali seni er skelfing skólalýð. Vetrar kveldin veröa lengri viðtals efna-sviöin þrengri. Daufari braga hörpu hljóö. Færri gaman saigöar sögur, sjaldnar líka kveðnar bögur, eöa lesin úrvalsljóð. Hafðu þökk fyr’ alúð alla, og einlægnina, sem ég kalla einn af kostum Islendings. Þökk fyrir styttar vetrar-vökur, viöræöur og gamanstökur sólskin innri-sjónarhrings. Heillaósk og kveðju kæra, kvittunar þér vinir færa, og henni, er ann þér hlýtt og blítt; vel, sem æ þig vildi styðja, var þín lifs og heilla gyðja, bæöi’ í gðgnum blítt og strítt. Lifiö heil, til æfi enda, allt, sem tíminn lætur henda, gleöji ykkur göfgu hjón. AÖ er færist feigðar boöinn, fagur lífsins aftanroöinn, verði ykkar sálarsjón. Þorskabítur. Hann lézt aö Gimli, Man., 15. okt. 1928. Fæddist þann mánáöardag áriö 1845 aö Bás í Öxnadal, Eyja- fjaröarsýslu. Foreldrar hans voru Magnús Gunnlaugsson og María Ölafsdóttir. Börn þeirra voru mörg og ólu aldur sinn á ættstöðvum sín- um, nema 4 sem mér er kunnugt um aö fluttu til þessa lands: 1. Gunn- laugur; bjó lengi i Minnesota, en dá- inn fyrir nokkuö löngu; 2. María, flutti til N. Dakota o(g dó þar skömmu síðar, fyrir nú 40 árum; 3. Sigríður, hún lifir; líklega sú eina sem eftir lifir af systkinum sín- um? Hún hefir nú til margra ára Iffað i skjóli dóttur sinnar og manns hennar, Mr. og Mrs. A. S. Björns- son að Mountain, N. D. Hún er 10 árum eldri en Jóhann heitinn, og nýlega búinn aö missa sjón. Jóhann var yngstur systkina sinna; ólst upp að mestu hjá foreldrum sín- um, til 16 ára. Þá fór hann einn síns liðs norður í Þingeyjarsýslu, og gerðist þar vinnudrengur hjá hinum merku hjónum Sigurjóni Jónssyni og Margrétu konu hans sem þá bjuggu á .Einarsstöðum í Reykjadal. Þaöan að Hjallbjarnarstöðum oig litlu síðar að Narfastöðum í sömu sveit. Um það leyti kvæntist hann Jakobínu Friðriku Pétursdóttur frá Stórulauig um. Móðir hennar var Halldóra Einarsdóttir á Auðnum í Laxárdal Næstu árin á eftir dvöldu þau hjón á ýmsum stöðum þar í dalnum, þar á nieðal 3 ár á Breiðumýri, unz Jó- hann réðist sem ráðsmaður til séra Bened. Kristjánssonar, sem þá var á Helgastöðum *og nýlega orðinn prest ur Reykdæla; einnig fyrstu ár séra B. er hann flutti að Grenjaðarstað. Þaðan fór Jóhann og kona hans, og ung dóttir þeirra að Ytrafjalli og vorið 1880 reystu þau bú í Glaumbæ í sömu sveit. Þar dó kona hans vorið 1883. Þá brá hann búi og gerðist vinnumaður á ný, og litlu seinna var hann ráðinn að Halldórs- stöðum í Laxárdal að stjórna þar tóvinnuvélum þeim, er þá voru ný- lega stofnsettar þar af hinum góð- kunna iðnfrömuði Magnúsi Þórarins- svni og vann Jóhann við þær stöð uigt til þess haustið 1890 að hann flutti til þessa lands. Þegar vestur kom staðnæmdist hann hjá dóttur sinni, og manni hennar, sem þá fyrir einu ári höfðu flutt af íslandi, og voru þá að Mountain, N. D. Hjá þeim og þar á slóðum vann hann til þess hann kvæntist að öðru sinni Filipíu Björnsdóttir, i des. 1898 og lifir hún mann sinn, nú um hálf átt_ ræð að aldri, þó enn furðu ern og hetjuleg. Þau hjón lifðu saman t nærfelt þrjátíu ár í fyrirmyndar ást- riku hjónabandi. Ekkja hans er dóttur-dóttir séra Hannesar á Ríp i Hegranesi, og var hann einnig nafnkunnur sem eitt liprasta Ijóðskáld og glæsimenni. Systur-synir hennar eru Dr. Rögnv. Pétursson og bræður hans i Winni- PeR. °g tveir hálf bræður þar einn- iig: Jón og Magnús skáld Markússyn- ir, og fleiri systkini átti hún — sum á Islandi. 2—3 árum eftir aö Jóhann giftist fluttu þau hjón til Rosseau Co., Minn., og vorið 1902 námu þau land í Pine Valley, Man. Bjuggu á því og gerðu miklar umbætur unz þau seldu það og fluttu til Gimli, Man. um það artn 1908—9, og hafa búið þar að mestu síðan, eða þar til Jóhann lézt, eins og áður er sagt. Þar ber nú hinn látni beinin, eftir langt og göf- ugt lifsstarf. Jóhann heitinn eignaðist eina dótt- ur af fyrra hjónabandi: Silgriði Ö_ línu, konu Thor. Stefánssonar i Winnipegosis, Man. Þau eiga á lífi sex stúlkur og þrjá drengi, öll nú fulltíða; fimm af dætrum þeirra giftar og einn af drengjunum. Jó- hann sál. átti því 25 afkomendur á lífi er hann lézt. Utför hans fór fram tveimur dög- um eftir að hann dó, frá Sambands- kirkjunni á Gimli. Dr. Rögnvaldur Pétursson flutti ræðu að heimilinu en séra Þorgeir Jónsson í Sambands- kirkjunni, og vigði hann til hins síð- asta hvílurúms. Ekkja hans og aðrir vandamenn hins látna þakka innilega öllum þeim, er sýndu þeim kærleiksríka hluttöku við þessa síðustu burtför hans. þú áttir i huga ylríkt vor og unnir framsókn ljóssins megin. Og fámáll um grannans gálaus verk þú góðvildar merkin sýndir sterk. Þig drógstu í hlé við heimsku prjál og horfðir lítt á vanans tildur, en þráðir að auðga þína sál um þýðing mannlifs — rétt og skyldur. En lífsskoðun þína og ljúfust mál lagðir á annars metaskál. Svo forni góðvinur, farðu vel friðarvæng til duldra heima. Eg veit með harmklökkt hugarþel heiðri nafn þitt vinir geyma. Svo legg ég hálfsagða ljóðið mitt sem laufblað visnað á kumlið þitt. 5. J. M. Tl,. St. Fishermen’s Supplies Limited, Winnipeg 401 Confederation Life Bldg., Winnipeg. TANGLEFIN NETTING Veiðir meiri fisk. Haldgæðin eru tryggð áður en nafnið er sett á. ---Búið til hjá- NATIONAL NET and TWINE COMPANY Vér höfum birgðir meö lögákveðnum möskvastærðum í Winnipeg og paptanir verða afgreiddar með næstu póstferð. Verðskrá og upplýsingar um fyrirliggjandi birgðir eru mönnum póstleiðis, ef æskt er.. sendar Fishermen ’s Supplies Limited 401 Confederation Life Bldg., Winnipeg. SÍMI 28071 Björn Árnason Mér finnst ég verða að bæta svo litlu við æfiminnimg' Björns sál. Árna sonar ritaða af séra KoIIjeini Sim undssyni fyrir nokkru síðan. Hann minn’ist ekkert á skyldmenni hins látna, aðeins nefndi foreldra hans. Þau voru ll systkinin sem komust til fullorðins ára; aðeins þrjú af þeim fluttu vestur um haf. Björn sál., Eiríkur og Guðrún, dáin fyrir 18 árum síðan. Guðrún var kona Sigfúsar Guðmundssonar (Goodmans j og bjuggu þau hjón um langt skeið i Victoria, B. C. Eiríkur hefir búið á Point Roberts í siðastliðin 34 ár. Björn sál. mun hafa flutt vestur að hafi til að vera nálægt bróðtir sínum því að þeir voru mjög likir að tipplagi og féll ávalt vel á með þeint. Hann hafði eðlilega mest við bróður sinn og hans fjöl- skyldu að sælda og var henni mjög handgenginn ag hjálpsamttr ef þurfti að halda. Dætur F.iríks Theodora og Sophia sem má segja að væru uppaldar með frænda sínurn og honum mjög ást- fólgnar urðu fyrir þeirri miklu sorg að finna hann látinn. Og má nærri geta hvaða reiðarslag harms og saknaðar það hefir verið fyrir þær systur og foreldra þeirra. En bók lífsins er oft og tiðum lokað snögglega og stundum löngu áður en vér höldum að hún sé út- skrifuð. Vér getum aðeins beygt höfuð vor með sorgblandinni þögn þegar vér lítum hin auðu sæti. Björn sál. var ágætis drengur og er hans því sárt saknað af öllum seni eitthvað kyntust honum. Hvað ertu líf nema litur Ljósblettir ótal á dauðasæ lygnuni er leiptra í ljós sólar skini. Hvi ertu lífs röðull ljósi svo Ijúfur og fagur Hvi ertu helsærinn kyrri svo hulinn og djúpur. St. Th. Vinur hins látna BJORN ARNASON (Að Point Roberts) Hún kom svo óvænt þin andlátsstund sem úrsvöl skúr úr heiðis blíðu, er þreyttir heimkominn þráðir blund frá þrautum dags og volki stríðu. En sársauka án var sælast þó að sofna í hinnstu í friðar ró. 0? geiglaust heiminn þú gatzt vel kvatt,— þú girntist engra rétti að halla; með hógværð kaustu sanngjarnt, satt, við samtíðina að skifta alla. Og lofsælt það er, við lífsins hvörf: vel leyst af hendi orð og störf. Þótt einn og fylgdarlaust æfi spor til enda gengir lífsins veginn, Vertíðarlok hver ert þú?” Eg sagði honum til nafns mins. ”0 já” sagði Pétur fálega.” “Eg hefi heyrt þin getið. Þú færð ekki inngöngu.’’ "Eg er nú ekki svo mjög áfram um það,” sagði ég, “en mér væri kært, ef þú vildir vera svo góður að gefa mér upplýsingar um þessa paradis.” ''Hvað er það,” segir Pétur. Eg svaraði: "Hvernig stendur á því að hér er ekki látinn frjóvgast nokkur jurt? Qg hvernig stendur á að þessi eftir- líking blóms, sem klæðir allt um- hverfið, er aðeins ein tegund? Og hvers vegna hefir Drottinn valið svona tilbreytingalausan stað fyrir himnaríki ?” Hann svafar: “Þú veizt,; að drottinn hefir gefið mönnunum per- sónulegt frelsi til að velja og hafna. Sá hluti mannanna, sem hér setjast að, hafa í lífinu kosiö sér tilbreyt- ingarlausan sælustað eftir dauðann. Þeir hafa ekki óskað eftir neinni per- sónulegri þroskun, engri frekari þekkingu. I*eir hafa aðeins óskað eftir fegurð fyrir sjónina, fögrum hljóm fyrir heyrnina o|gi þægilegan bústað að öllum þeirra óskum og kröf um. Hér er engin umbreyting eða i.mbreytingarskuggi. Þetta blómr sem klæðir umhverfið heldur sinni jöfnu fegurð til eilifðar, þó að það ^n^o»yT3mj domjjang INCORPORATED MAY 1670. Arangur leitarinnar á öræfum .veru leikans. Sýnishorn af efni sál- arinnar, eða hugmyndasafni verkamanns. Tekið á ýmsum starfsviðum andans, undir mis- munandi áhrifum og kringum- stæðum/ Höfundur: Magnús Jónsson frá Fjalli. Glenboro.! Manitoba, Canada, 118 bls. Varla er hugsanlegt, að frá nokk- urri annari þjóð en Islendingum hefði runnið svo einkennilega sjálfmentað- ur almúgamaður eins og þessi átt- ræði, blindi heimsspekingur, sem hef- ir ritað Vertiðarlok. Hann hefir verið blindur í 12—14 ár og nú sit- ur hann í myrkrinu vestur á Kyrra- hafsströnd, hefir látið smiða áhald, svo að hann getur samt skrifað vel læsilega hönd, iðar allur af andlegu fjöri qg' þekkingarþrá og fylgist með í öllu. Han hefir unnið stritvinnu likt og Klettafjallaskáldið, og eins og hann, þegar hann létti af sér reiðingnum, hafið sig upp um alla heima og geima og skapað sér sitt eigið hugsjónakerfi. Um hann má sannarlega segja, að hann bindur ekki bagga sína sömu hnútum og samferða menn. Afli sá, sem hann hefir drelg'- ið úr hafi lífsins á ýmsum miðum, er hér borinn á Ixirð fyrir landa hans, lagður fram í vertíðarlok, flokkað- ur niður og klæddur í mismunandi búning. Hér eru sögur, jafnvel ástarsögur, en þær eru nauða ólíkar ástarsögutn annara manna, hugsjón ir, draumar, ræður á samkomum, hugleiðingar um þjóðternismálefni og heimsstyrjöldina o. fl. Siðasti kaflinn heitir : Sundurlausir molar um ýms efni. I honum er margt snild- arlega sagt i fáum orðum, fáeinum línum, djúphugsað og viturlegt oig gegnir furðu að almúgamaður, sem hefir búið mest alla æfi innan um enskumælandi menn, skuli eiga í fór- um sínum svo mikla íslenzka orð- gnótt, að hgnn getur komið orðum : að þessu og hinu. Magnús Jónsson er fæddur á Hóli i í Sæmundarhlíð í Skagafirði 1851 , og bjó búi á Fjalli í Sæmundarhlið ' frá 1874 til 1887, þegar hann fluttist. vestur. Hann hefir smásaman afl- j að sér víðtækrar þekkingar og fvllg’st j með í straumum og stefnum tímans og j skapað sér úr því, sem hann hefir | viðað að sér hugsana-heild, heims- speki, sem hann hefir smiðað sér sjálfur, og hversu ábótavant sem henni kann að vera, þá veitir hún honum unað og sælu, og því vill hann miðla öðrum af henni. Til að gefa mönnum munnsmekk af rithætti og he'imsspeki þessa einkjennilega almúgamanns tek ég kafla úr draumn- um um paradís. Eg þóttist vera á fljúgandi ferð um geiminn, eftir dauðann, fram hjá I mörgum hnöttum, því langt er til himnaríkis. Loks nam ég staðar á j björtum bletti þar sem allt var klætt j einhverju fegursta blómi, sem ég hefi séð. Eg undraðist sitórlega, er ég fór að skoða það, því það var líflaust eilífðarblóm, óbreytilegt, æ- tíð eins. Eg sá skínandi fallega kristallskastala og drap þar á dyr. Roskinn maður, fremur þreytulegur, j kemur þar út. Eg spyr hvort þetta | sé hin kirkjulega paradís. Vér mælum með eftirfylgj- andi drykkjarföngum sem hinum bez.tu að fáanleg eru: greðum er H.B.C. “Special Best Procurable Scotch Whisky. H.B.C. Three Brandy. Star H.B.C. Fifty Year Old Brandy (Our guar- antee of age). H.B.C. Special Rye Whisky of exception- al strength and flav- or. H.B.C. Jamaica Rum. H.B.C. Demerara Rum. VtOOVEBNORWCb^ ÁJnenhirm tfeíislirt ‘ intohudsonS BAV v BEST f^I0L0Hl6HLAN»WH»»EV b. 9«ali(y guarantred'tVM ^dsons Bðy ComPalV N»»l» »1111» )fl»l»* « «ii"" Ort5stír hefir unnist me? því aTS vér höfum staöiö viö orö vor í öllu í 258 ár. INCORPORATED 2~? MAY 1670. o>« Hann svarar “já.” “Ert Pétur dyravörður?” spurði 5. ÞÚ | ég: “Já, SÍMI 57 348 SÍMI 57 348 DOMINION LUMBER AND FUEL CO. LTD. Verzlar með allskonar tegundir af Timbri og Efnivið fyrir byggingar, jafnt smáar sem stórar. Hefir jafnan á reiðum höndum allskonar eik, furu, gluggakarma o. s. frv. Allur trjáviður þur og vel vandaður. 667 Redwood Avenue WINNIPEG MANITOBA. “I Mfi

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.