Heimskringla - 25.09.1929, Blaðsíða 5

Heimskringla - 25.09.1929, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 25. SEPT., 1929 HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSIÐA. bezta var aösóknin allsendis ófullnægj andi; til dæmis enginn maöur viö- staddur úr byggöarlögunum fyrir austan Wynyard. Eigi aö síöur var málið töluvert rætt á fundinum. En skjótt bar á ákveðnurri skoöanamun. Töldu sumir æ3kilegast að allir Is- lendingar vestanhafs sameinuðu sig um eina allsherjarhátíð á einhverj- um einum stað, Winnipeg til dæmis, Aðrir, og munu þeir hafa verið í méirihlutanum — litu svo á, að hag- kvæmara yrði, að stærstu ísllenzku hyggðirnar í Kanada og Bandaríkj- unum hefðu hver sín hátíðahöld. Að ákveðnunt niðurstöðum varð ekki kom ist — meðfram vegna þess hve fund urinn var fásóttur. Af íslenzku 'blöðunum siðustu gefur að skilja að landar í Winnipeg hafi verklega hafist 'handa í þessu máli. Gæti það orð- ið til þess að nýr skriður kæmi á það hjá oss hér. Islendingadagurinn Tuttugasta og fyrsta þjóðminning- arhátíð Isleridinga í Saskatchetvan fór fram síðastliðinn 2. ágúst í sam- 'komuskálanum mikla á Wynyard- fjörum. Var urn eitt skeið tvisýni nokkurt á því, að af “deginum” yrði í þetta sinn. Voru þeir, er forgöng- una hafa haft undanfarið, nú haldnir þeirri þreytu og deyfð, að helzt var um það rætt, að láta hátíðina falla niður þetta árið, og safna þá kröftum • fyrir volduga hátíð næsta ár — al- þingishátíðina. En um síðir vöknuðu menn af mókinu og hófust handa. Og svo fengum við, eftir allt, alveg ljómandi góðan Islendingadag, sem allir virt- ust sérstsaklega ánægðir með. 1—2 áheyrilegar ræður, 1—2 vel kveðin kvæði, nóg af góðuni söng, og um- fram allt nóg ráðrúm til að heilsa langt aðkomnum vandamönnum og vinum — er allt, sem landar geya kröfu til þess að geta notið “dags- ins.” Allur íburður í “circus”-stíl á ekki við. I þetta sinn var hátíðin mjög lítið auglýSt. En dagurinn var heiður og hlýr, og fólkið þyrptist saman, unz orðið var mjög fjölmennt. Forseti hátíðarinnar, Asgeir I. Blöndahl setti hana með stuttu en vönduðu ávarpi. R«eðumenn dagsins voru W. H. Paulson, þingmaður, og fyrverandi ritstjóri, J. J. Bildfell. Sagðist þeint báðum einkar vel, að almannarómi. Skáld dagsins voru Páll Bjarnason og Tóbías Tóbíasson. Verða kvæði þeirra birt í blaðinu, og verðskulda lestur og eftirte'kt. Söng stjóri dagsins var Stefán Bjarman. Hafði hann í sumarbyrjun tekið að æfa fámennt karlakór, af mikilli al- úð og ástundun. Fundu söngmenn hans strax -hve prýðisvel hann var til þessa starfa fær og sóttu æfingar vel. Var svo flokkur þessi beðinn að syngja á Islendingadaginn, og var mjög vel tekið af áheyrendum. Söng hann við og við all^n daginn, sam- kvæmt tilmælum fólksins, þótt form- legri skemtiskrá væri snemma lokið. Heyrst efir að þessar góðu viðtök- ur hafi gefið Mr. Bjarman vonir um að ráðast mætti i stærra söngfyrir- tæki hér í byggðinni þegar haustaði. Þegar leið á daginn gengu ungir og gamlir til útileikja, svo sem tíðk- ast hefir. Og enn þraukar glíman, þótt raupgjarnir öldungar vorir segi að einu sinni hafi hún séð sinn fífil fegri. Dansinn að kveldinu var fjölmennur, og dönsuðu þar leikir og lærðir. Kvenfélagið “Framsókn” sá urn veitingár frá hádegi til dagrenning ar, með sínum vel kunna myndar- skap. Nei,—landar hér í byggð vilja ekki, enn sem komið er, vera án íslendinga dagsins. Er sennilegt að reynslan í ár bægi á brott öllum tilhneigingum til undanhalds og aðgerðaleysis, um mörg komandi ár. Skal hér nú staðar numið i þetta sinn. Sem sagt, gerir “póstur” þessi eða “pistill” enga kröfu til að vera tæmandi, hvað snertir frétt- ir, byggðarinnar. Má vera að því sé hér sleppt, er ann- að fólk hefði fremur kosið að getið væri um, en þessi þrjú atriði, er minnst hefir verið á. En enga á- byrgð tek ég á mig í þessum efnum, og er hverjum einum heimilt að rita betur og ítarlegar, sem þess finnur þörf. Hefði til dæmis verið gam- an að rita um hina ágætu heimsókn og píanóhljómleika Tryggva Björns- sonar hér í byggð. En það hafa aðr- ir þegar gert af skilningi og velvild, og myndi ég naumast gera það bet- ur. Þá hafa og ýmsir aðrir góðir gestir heimsótt oss. Mr. Bíldfell staldraði her við um vikutíma í þágu heimfararmálsins, og var yfirleitt vel séjður gestur. Séra Guðmundur Árnason þjónaði hér söfnuðum undir- ritaðs í fjarveru hans um þrfggja vikna skeið. Séra Ragnar E. Kvar- an stóð hér vtói í tvo daga, er hann kom til baka úr ferð sinni vestur á Kyrrahafsströnd. Prédikaði hann í kirkju' Quill Lake safnaðar sunnu- daginn 1. sept. Hausttiðin hefir verið fremur hag- stæð það sem af er og kornnýting betri en búist var við, og þó afar misjöfn. Fá sumir 20^-30 mæla af ekrunni, en næstu nágrannar ef til vill aðeins 7—8. Fer það eftir land- gæðum og vinnslu. Auk þess sem regnskúrarnir fóru mjög misjafnt yf- ir á líðandi sumri. Wynyard 20. sept., 19929. Fr. A. Fr. BRETAVELDI Elzta húsbúnaðar verzlanin í Winnipeg Banfields’ verzlanin lieldur 50 ára afmæli sitt á þessu hausti. Þegar hún hóf göngu sína 1879 var Winni- pegbær fremur smávaxinn og ekki kominn sú strætaskipun sem nú er. Stofnandinn var skozkur maður er A. F. Banfield hét. Setti hann verzl- anina niður á stað allfjarri því sem hún er nú og þá var nefndur "Cheap- side” er eiginlega þýðir Kaupangur. Stóð hún þar um allmörg ár, en er hún óx með þörfum bæjarins varð húsrúm of lítið svo hún var færð þangað sem hún er nú, að 492 Main St., rétt suður af ráðhúsinu er reist var 1882. Færðu sig þá og flestar hinar meiri verzlanir á aðalstrætið norður eða suður frá ráðhúsinu er varð mi^stöð borgarinnar. Árið 1903 varð Mr. Banfield fyrir því óhappi aö verzlun hans brann til kaldra kola. Gekk þá bróðir hans J. A. Banfield í félag með honum'ög reistu þeir verzlanina skjótt upp aft- ur, á sama stað og blómlegri en áð- ur. Ráku þeir hana svo í félagi ofan að árinu 1908 að A. F. Banfield, upphaflegi stofnandinn andaðist. Keypti þá yngri bróðirinn hana einn og gekk hún undir hans nafni ofan að árinu 1925. Breytti hann henni þá í hlutafélag og hlaut hún nafnið J. A. Banfield, Ltd., og hefir svo staðið síðan. Þeir sem lengst muna til baka og kunnugir eru verzlaninni munu minn- ast að nokkrir J)jóna enn við verzl- anina er verið hafa þar um nær þvi aldarþriðjung. Má þar meðal ann- ara tilnefna menn sem Mr. J. W. Jackson er verið hefir í þjónustu verzl unarinnar í 40 ár. Þá er óg landi vor, hr. Sigurður Vigfússon Melsted, er nú er einn af stjórnendum verzlun- arinnar, yfirráðsmaður, búinn að gegna þar störfum ' 30 ár. A verzl anin honum margt og mikið að þakka, því hann er bæði hagsýnn og viðmóts þýður og hefir laðað fjölda við- skiftamanna að stofnuninni. Þá hef- ir og sonur eigandans, Mt. W. B Banfield aðstoðað föður sinn um ’rúmt tíu ára skeið, eða síðan hann kom heim aftur að lokinni heims styrjöldinni rniklu. Mr. J. A. Ban- field hefir tekið mikinn þátt í stjórn málum vesturlandsins og boðið sig fram við þingkosningar sem merkis- beri conservatívflokksins. Verzlunin hefir verið borgarbúum afar hagkvæm frá fyrstu tíð. Þús- undum manna hefir hún lánað flest allt sem þeir hafa inn í húsin látið og þannig hjálpað þeim til að búa um sig þó fátækir væri svo að þeir hafa getað notið strax sæmilegra þæginda. Hefir þetta kbmið sér (Frh. frá 1. bls.) landi. Af sörnu ástæðum hefði ekki verið auðvelt að skella skolleyrum við sjálfstæðiskröfum Egypta, ef Bretar rýmdu Irak. Nú verður af- staðan öll önnur, er Bretar hafa gert samningsuppkast, er búist er við að Egiyptar muni ganga að, og veitir Egyptum miklu meira sjálfsforræði, en þeir hafa áður haft. Er álitið að brezka stjórnin áliti þetta gott tæki- færi til þess að losna nú við þau miklu útgjöld er ráðsmennskan og setuliðshaldið í Irak hefir i för með sér. Skeytið hermir ennfremur, að al- mennt sé álitið, að Bretar muni lialda einhverju setuliði eftir i Basra, til þess að vernda olíulönd Anglo-Per- sian olíufélagsins mikla í Irak og hið mikla olíupípukerfi þess þar. (Basra eða Bassora, er aðal hafnarborgin í Irak, með 50,000 íbúum. Liggur hún 70 mílur frá Persneska flóanum upp með Shatt-el-Arab, en svo heita stórfljótin Efrat og Tígris eftir að þau £ru komin í eitt. (Kannast marg ir við borgina af Þúsund og einni nótt.J Ögmundur Sigurðsson, skólastjóri, og Daníel Bruun, höfuðsmaður. Félag- ið hefir i liyggju að reisa sæluhús í óbytggðum smátt og smátt, eftir því sem efni leyfa. H|efir vikublaðið "Fálkinn” gefið 1,000 kr. til sjóð- stofnunar í þessu skyni. Ráðgert er að fyrsta sæluhúsið verði reist við Hvitárvatn, og er þess vænst, að það geti orðið næsta sumar. — Félags- stjórnin hefi^ gert ýmsar ráðstafan- ir til þess, að safna félagsmönnum. Var tala félagsmanna. orðin 386 í lok félagsársins (aðalf. 1929). Björn Ólafsson, stórkaupmaður, er nú for- seti félagsins.—Visir. Hitt og þetta. Deilt um tói)sm'ið. Flestir munu þekkja danslagið “Ramona,” að minnsta kosti af afspurn, enda heyrð- ist um tíma tæplega svo grammófónn, að ekki væri “Ramona” eitt af þess- um lögum sem spiluð voru. — Nú hefir risið upp hatröm deila út af lagi þessu. Svo er mál með vexti, að Landeroin, franskt tónskáld kom nýlega til Parísar úr margra ára dvöl á eynni Madagaskar. Eitt sinn sat hann á”kaffihúsi og heyrði þá sér til mikillar undrunar, að hljómsveitin lék lag, er hann hafði samið 1906. Lag þetta hafði hann gefið út, oghafði það oft verið leikið á hljómleikum i þann tíð. Hann fékk hljómsveitar- tímarit til að birta lag sitt aftur með þeirri fyrirspurn til lesendanna sinna, hvaða lag þetta væri. Svörin komu, þúsundum, öll samhljóða um að þetta væri “Ramona,” Nú hefir tónskáldið höfðað mál á hendur höf- undi “Ramona,” fyrir tónsmíðastuld. —Mbl. Sauðnantin seld ríikissjóffi Reykjavík 28. ágúst Sauðnautakálfarnir voru i gær af- hentir ríkisstjórninni til umráða, en hún greiddi félaginu “Eiríki rauða” styrk þann, 20 þúsund kr., er um var samið og Alþingi samþykkti í vetur. Hefir stjórnin falið Páli Zóphonías- syni sauðfjár- og nautgriparæktarráðu naut æðstu umsjá dýranna. Verða þau geymd í girðingu að Reynis- vatni í Mosfellssveit, þar til annað ræðst, og hefir Vi^fús Grænlands- fari Sigurðsson tekist á hendur gæzlu þeirra fvrst í stað. Ekki er enn fullráðið um framtíðar daval- stað dýranna, en talað er um að hafa þaií sem mest undir umsjá manna, bæði vegna þess, að þau munu þarfn- ast aðhlynningar, sökum þess hve ung þau eru, o geinnig til að tenlja þau og hæna þau að mönnum.—Vísir. forngripa, sem geymdir eru í dönsk- um söfnum. Eru þær kröfur rétt- mætar og sjálfsagðar. Hafði sér- stök nefnd, dönsk, verið skipuð til að athuga mál þetta og gera um það tillögur. Sú nefnd hefir nú lokið störfum og leggur til, að Danir verði við mörgum af kröfum íslendinga og skili aftur mesta sæg af fornum grip- um, sem gerðir hafa verið hér á landi. Eru það einkum ábreiður, veggtjöld og ýmiskonar dúkar og vefnaðir, altarisklæði, útskornir mun- ir úr tré, kaleikar, óblátubakkar og fleira þess háttar. Eru margir griplr þessara fornir mjög og merki- legir.—Alþbl. Reykjavík 1. sept. Þenna sunnudag fyrir 50 árum, sem þá bar upp á 31. ágúst, var séra Einar Jónsson prófastur að Hofi vígður að Felli í Sléttuhlíð) Síðan hefir hann verið prestur á þessum stöðum: að Miklabæ i Skagafirði (1883—9), að Kirlkjubæ í Hróarstungu (1889— 1910), að Desjarmýri í Borgarfirði eystra (1910—12) og síðan að Hofi i Vopnafirði. Er liann nú elzti þjónandi prestur á landinu. I vetur sem leið var séra Einar hér i Reykja- vík sér til heilsubótar, á heimili sonar síns, Vigfúsar skrifstofustjóra, en nú er hann heirna og við alligóða heilsu. A þessu ári (7. des.) verð- ur hann 76 ára að aldri. Fáir munu það vera, sem eiga tneiri eða almenn- ari vinsældum að fagna en séra Ein- ar, og munu því margir minnast hans í dag með hlýjum hug.—Mbl. Leirsteypan og athuganir Liengs kennara R’vík. 4. sept. I gærkwldi kom hinn norski kennari Lieng, hingað til bæjarins austan frá Sámsstöðum í Fljótshlíð. Hafði Morgunblaðið tal af honum og spurði hann unt leiðbeiningar hans og athuganir og hvernig honum litist á “moldsteypuna,” sem svo hefir ver- ið nefnd hér á landi. — Gat Lieng þess í upphafi, að nafnið væri óheppi (Frh. á 8. síðu). Akureyri 31. ágúst Tjón af vatnavöxtmn Vatnavextir og stórrigningar hafa valdið skaða á fjórum bæjurn i Svarfaðardal fyrir síðustu helgi. Tún eyðilagðist á Sauðaneskoti og engj- ar spilltust mikið i Sauðanesi, vegna ] skriðuhlaups. Allmargar kindur urðu fyrir skriðunni, sem hljóp í sjó fram. Síðan hefir dauða skrokkana rekið á fjörur. Nýræktarspildur ó- nýttust á Dæli í framsveitinni, sömu- leiðis hafa engjar spillst á Másstöð- um. Þorskafli mikill um þessar mundir. Enginn beita. Millisíldar vart inni í Eyjafirði. Vegna beituskorts horf ir til vandræða með vélbátaútveginn. —Visir. Snóggkladdur í Grœnlandsför Það mun vera einstakt dæmi að maður leggi snöggklæddur á stað til Norður-Grænlands, en svo var i leið- angri Gottu. Einn skipverja — og ekki af ‘ lakari endanum — gleymdi að hafa með sér jakka. Hlýtt var og gott veður, er Gotta fór á stað og voru skipverjar fáklæddir við ferðabúnaðinn, en enginn gleymdi þó jakka sínum á landi annar en þessi. —Mbl. Frá Islandi. Vestmanneyjum, 25. ágúst Enginn fiskþurkur að undanförnu. Flestir smáútvegsmenn hafa lokið fisk þurkun, en stórútgerðamenn og verzl anir eiga allmikið af fiski óþurkað. Otflutt héðan rúmar 700 smálestir af fiski. (Sumir síldveiðibátar héðan eru lagðir af stað heimleiðis, þar eð þeir hafa notað hið takmarkaða söltunar- leyfi sitt. Lítill afli hér, helzt til soðningar, lítilsháttar lúðuveiði, seld á 35 aura pundið.—Vísir. Ferðafélag íslands vel fyrir margan manninn, ei'g’i síð- ur þá er nýfluttir voru til bæjarins en hina, er smám saman hafa reynt að búa um sig eftir efnum. Lán- söludeild verzlunarinnar er *nú, við lok aldarhelmingsins, umfangsmeiri en hún hefir nokkuru sinni áður verið og telur viðskiftamenn ekki eingöngu innan bæjarins heldur og út um allt fylki. Hefir hún lánað, og er alltaf að lána, bændum og nýbýlingum, þúsundatali húsgögn gegn afar væg um afborgunum. Endurheimt íslcnckra forngripa Á fundum ráðgjafarnefndarinnar, sem staðið hafa yfir í Höfn undan- farna daga, hefir verið rætt um kröf- ur íslendinga um endurheimt íslenzkra Árbók félagsins 1929 er nú komin út, frábærlega vandað rit að ytra frágangi og prýtt miklum fjölda á gætra mynda, sem teknar hafa verið í óbyggðum landsins. — Flytur “Ár bókin” að þessu sinni tvær ágætar ritgerðir, eftir þá Ögmund Sigurðs- sonar, skólastjóra í Hafnarfirði, og Björn ÖlafssOn, stórkaupmann. Rit- ar Ögmundur um Kjalveg, en Björn um Eyfirðingaveg, frá Þingvöllum til H'vítársvatns. Þá er þarna grein, sem nefnist “Fararbeini” og skrá um staði þá, sem selja ferðafólki mat og gistingu, leigja hesta o. s. frv.— Loks er skrá um bifreiðastöðvar og vega- lengdir, “frá Reykjavík og til nokk- 1 urra staða nærlendis, sem komast má til í bifreiðum.” — Tveir menn hafa verið gerðir að heiðursfélögum, þeir KING’S LTD. The House of Credit NYJIR KJÖLAR Satin, Silki flauel o. s. frv. Litirnir meðal annara er Chest- nut, Vínrauðir, Sæbláir og Svartir. $12.95 UPP I $39.50 Frægustu Vetrar Yfirhafnir Úrval óviðjafnan- legt í Loðkápum og loðskinnslögðum Kápum. $19.75 $45 $75 Og Þar Yfir Vægir Lánskilmálar KING’S ------LTD.------- ‘‘House of Credit’’ 394 Portage Ave. Qpið á laugardögum til kl. 10 e. h. Innköllunarmenn Heimskringlu I CANADA: Arnes.................................F. Finnbogason Amaranth ............................ J. B. Halldórsson Antler...................................Magnús Talt Árborg .. .............................G. O. Einarsson Ashern.............................. Sigurður Sigfússon Baldur..............................Sigtr. Sigvaldason Belmont ............................... G. J. Oleson Bredenbury ............................. H. O. Loptsson Bella Bella............................. J. F. Leifsson Beckville .1......................... Björn Þórðarson Bifröst ...........................Eiríkur Jóhannsson Brown ............................. Thorst. J. Gíslason Calgary............................. Grímur S. Grímsson Churchbridge..........................Magnús Hinriksson Cypress River .. . .^*..................Páll Anderson Ebor Station............................Ásm. Johnson Elfros.............................J. H. Goodmundsson Eriksdale .............................. Ólafur Hallsson Framnes...........'.................Guðm. Magnússon Foam Lake................................John Janusson Gimli......................................B. B. Ólson Glenboro..................................G. J. Oleson Geysir.................................Tím. Böðvarsson Hayland...............................Sig. B. Helgason Hecla................................Jóhann K. Johnson Hnausa..................'..............F. Finnbogason Húsavfk.................................John Kernested Hove...................................Andrés Skagfeld Innisfail ......................... Hannes J. Húnfjörð Kandahar ..............*............... S. S. Anderson Kristnes .. .. :......................Rósm. Árnason Keewatin.............................................Sam Magnússon Leslie..............................Th. Guðmundsson Langruth...............................Ágúst Eyólfsson Lundar ................................ Björn Hördal Markerville ...................... Hannes J. Húnfjörð Mozart.......................’..........H. B. Grímsson Nes.....................................Páll E. ísfeld Oak Point......................... .. Andrés Skagfeld Oak View .......................... Sigurður Sigfússon Ocean Falls, B. C.......................J. F. Leifsson Otto, Man.................................Björn Hördal Poplar Park............................Sig. Sigurðsson Piney..................................S. S. Anderson Red Deer .......................... Hannes J. Húnfjörð Reykjavík................................ Árni Pálsson Riverton i.x....................... Björn Hjörleifsson Silver Bay .......................... Ólafur Hallsson Swan River........................... Halldór Egilsson Selkirk .............................B. Thorsteinsson Siglunes...............................Guðm. Jónsson Steep Rock .........*.................... Fred Snædal Stony Hill, Man..................................Björn Hördal Tantallon.......................... .. Guðm. Ólafsson Thornhill...........................Thorst. J. Gíslason Tantallon ................................. G. Ólafsson Vlðir...................................Aug. Einarsson Vogar...................................Guðm. Jónsson Vancouver, B. C......................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis..........................August Johnson Winnipeg Beach.........................John Kernested Wynyard...............................F. Kristjánsson í BANDARÍKJUNUM: Blaine, Wash......................Jónas J. Sturlaugsson Bantry................................Sigurður Jónsson Chicago........................................Sveinb. Árnason Edinburg..............................Hannes Björnsson Garðar............*■..................S. M. BreiðfjörB Grafton..............................Mrs. E. Eastman Hallson..............................Jón K. Einarsson Hensel...............................Joseph Einarsson Ivanhoe...................................G. A. Dalmaún Milton...................................F. G. Vatnsdal Mountain..............................Hannes Björnsson Minneota.................................G. A. Dalmann Pembina..............................Þorbjöm Bjamarson Point Roberts......................Sigurður Thordarson J. J. MiddaJ, 6723—21st Ave. N. W........Seattle, Wash. Svold............................................Björa Sveinsson Upham.................................Sigurður Jónsson The Viking Press, Limited Winnipeg, Manitoba

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.