Heimskringla - 19.02.1930, Page 1

Heimskringla - 19.02.1930, Page 1
DYERS & CLEANERS, LTD. Sendið fötin yT5ar metS póati. Jendingum utan af landi sýnd »omu skil og úr bænum og á sama verói. W. E. THURBER, Mgr. 324 Young Str., Winnipeg. xuv. ARGANGU- Kev. R. Pétuwson 45 Houie St. — Ctii- WINNIPEG, MIÐVIKUIDAGINN, 19. FEB., 1930 DYEHS * CLEANERS, LTD. Er fyrstir komu upp met5 at5 afgreitSa verkit5 sama daginn. Lita og hreinsa fyrir þá sem eru vandlátir. W. E. THURBER, Mgr. Sími 37061 NÚMER 21 Helztu Fréttir KANADA Frá Hveitisamlaginu Hveitisamlagið í Saskatchewan til- kynnir að þvt hafi borist svohljóðandi yfirlýsing frá skrifstofu hins kana- diska erindreka á Bretlandi, fyrir hönd “National Association of Millers Great Britain and Ireland:” Félag vort hefir, sér til stórfurðu. orðig áskynja um þá orSreiðu, er Sen£ur í Kanada, að samtök eigi sér stað á Bretlandi um aö kaupa eigi Kanadahveiti. Þessi kvittur er þyert °^n í staðreyndir. Enskum mylnum er jafnan áhugamál að kaupa kana- diskt hveiti, svo fremi sem verðið sé nokkurnveginn hið sama og annars- staðar í heiminunt, og helber vitleysa €r það, að hér sé um nokkurt sam- að raeða gegn kanadiskum hags- niunum. Erindrekanum er ennfremur falið, koma Kanadamönnum í skilning utn það, að þessar fregnir eru hin hroslegasta fjarstæða. Mjylnur á Eretlandseyjum sækjast einmitt eftir kanadisku hveiti, bæði sökum kjarn- S«Öa þess og annara eiginleika, er 8«ra það sérstaklega hæft til blönd- unar við brezkt bveiti til manneld- is.” * * * Eorseti Hveitisamlagsins,, Mr. Mc- Úhail, lýsir opinlterlega yfir því, 11. feorúar, að engrar andúðar verði vart gegn kanadisku hveiti hjá korn- kaupmönnum í Norðurálfu. Leggur hann álierzlu á það, að yfirstandandi orðugleikar stafi mest af því, að Ar- gentínu-uppskeran 1928 var seld við míög lágu verði, er hafði áhrif á hveitiverðið hér i Kanada. Nú er aflöguf0rði Argentínu þ ví nær á enda og útlit fyrir aftunhvarf til meðal- verðs. * * * Hveitisamlagið í Saskatchewan hvetur bændur til þess, þar sem því ýerður vig komið, að sá einungis þeim hveititegundum, sem venjulegast er Tn*h með sem heppilegustum til raakt- unar í fylkinu, lweði frá sjónarmiði framleiðslumagns og markaðsskilyrða. f*essar hveititegundir eru : Marquis, Eevvard eða Garnet í “A” ræktunarbelt lnu! Marquis, Ceres eða Reward í E ræktunarbeltinu; og Marquis ein- gongu í “C” ræktunarbeltinu.— Samkvæmt skeytum frá Ottawa nú um helgina, verður Mrs. Norman F. Wilson frá Ottawa fyrsti kvennmaður er sæti öðlast í öldungaráðinu, og fylgir það fréttinni, að hún muni 'erða send til Haag í Hollandi í næsta mánuði, sem kvenfulltrúi Kanatla á logfræðingastefnu þá, er á að bálka °g bókfæra alþjóðalöggjöf. Á þá faðstefnu verður einnig sendur ein- hver meiriháttar maður úr einhverju fáðuneytinu að sagt er. Nlaður Mrs. Wilson, Mr. Norman E- Wilson, var um eitt skeið sam- handsiþingmaður fyrir Russell kjör- dæmi.— flugpóstferðir um Vestur-Kanada yrðu hafnar 3. marz, að því er Hon. P. J. Veniot, póstmálaráðherra hefði fyrirskipað. Styttist bréfaburðar- tími frá Winnipeg ojj vestur á Kyrra- hafsströnd um 24 klukkutíma við það.! Aðal flugjeiðin verður um Winni- peg, Regina, Moose Jaw, Medicine Hat og Calgary. í sambandi við hana verður á sama tíma opnuð flug- leið um Edmonton, Norfih Battleford og Saskatoon. Niu flugvélastjórar annast póstflutn inginn, og verða sex Fakker 14, og þrjár Boeing flugvélar notaðar. Póst- flugan fer frá Winnipeg klukkan 9 að kveldi, og kemur til Calgary kl. 5 að morgni. Póstflug’an að vestan bíður í Calgary eftir Vancouver póst- inum, er Vancouver flugan skilar af sér í Calgary kl, 1.10 eftir miðnætti, og kemur honum til Winnipeg stuttu fyrir hádegi. Snemma í þessum mánuði var sam- þykkt í einu hljóði svohljóðandi þingsályktunartillaga frá W. J. Major dómsmálaráðherra í fylkisþingi Man- itoba: — “Fylkisþingið lítur svo á að atvinnuleysi sé alþjóðlegt vanda- mál, er fylkjunum sé ómögulegt að leysa úr svo vel sé, og skorum vér á stjórn Kanada að veita fjárhags og samvinnuaðstoð fylkis og sveitastjórn- um til þess að bæta sameiginlega úr atvinnuleysinu. “Þingið lítur ennfremur svo á, að atvinnuleysi uppgjafahermanna sé al- þjóðlegt vandamál og skorar virðing- arfyllst á stjórn Kanada að líta á framfærslu þessara manna, sem al- þjóðlegt velferðarmlál, og takast á hendur þá ábyrgð, er af því leiðir.” * * * Mr. H. B. Adshead, samibandsþing- maður frá Calgary eystri; kom til Winnipeg á fimmtudaginn, á leið til sambandsþinigs. Ætlar hann að skora fastlega á stjórnina, að láta at- vinnuleysið til sín taka, með því að hann álítur að hún beri fyrst og fremst ábyrgð á því með innflutninga- pólitík sinni. Mr. Adshead flutti hingað til lands 1898 og ætti því að vita hvar skórinn kreppir, ekki síður en aðrir innflytjendur. Álítur hann fjárstyrk stjórnarinnar til brezkra inn- flytjenda í alla staði óréttmæta og háskalega innflutningapólitík. Orlando Pleron ofursti, sá er getið var um í næst síöasta blaði, var dæmd- ur í fimm ára tugtihús fyrir svik og þjófnað í sambandi við starfsemi sína sem hlutabréfamiðilL ___________ i Úrskurði áfrýjunarréttar Mani- tobafylkis um að veita Mrs. J. A. For- long fjárhaldsráð dánarbús Alex- anders heitins McDonald, að upphæð $2,000,000, verður áfrýjað fiil hæsta- réttar Kanada. Fkki vill sá, er á- frýjar, láta nafns síns getið, en ein- hver velunnari liknarstofnana í Win- nipeg er það. Ekki er heldur enn getið um hver sækja muni málið við hæstarétt fyrir hönd áfrýjanda. A föstudaginn kemur, 21. febrúar, kl- 1 síðdegis, gefst mönnum færi á að hlusta á Viíhjálm Stefánsson fbtja erindi um “The Friendly Arc- tlc’ frá Crosley víðvarpsstöðinni, WLW, Cincinatti. Verfirnœti afurða mjólkurbúa í Nanitoba nam $14,997,651.33 árið ^9’ samkvæmt síðustu skýrslum. Er þag $625,630 meira en árið næsta á undan. Western Canaija Airways” til- Eynnti í vikulokin síðustu, að fastar Frá Montreal er símað 11. febrúar, að rneira en $50,000,000 æfili C. P. R. að verja til þess að færa út kvíarnar á þessu ári, samkvæmt yfirlýsimgu frá E. W. Beatty, forseta félagsins. Þar af verða $14,442,750 látnir í umbætur og kaup á flutningatækjum; $3,500,000 í ný gistihús, og um $10,- 000,000 til brautalagninga og annara framkvæmda í Vestur-Kanada. • Samkvæmt skýrslum frá farmflutn- ingadeild C. N. R. hefir mikið meira verið flutt út af fiski frá Manitoba í ár en í fyrra. Á vetranvertíðinni í fyrra var 335 járnbrautarvagnförm- um skipað til Bandaríkjanna og Aust- ur Kanada, hver farmur 13 tonn. Það sem af er vetrarvertíðarinnar í ár, hafa út verið fluttir 465 járn- brautarvagnfarmar eða 1,690 tonnum meira en í fyrra. J. B. Skaptason höfuðsmaður í Selkirk, yfirumsjónar- maður fiskiveiða í Manitoba kveður þessa aukningu stafa frá fiskiveiðun- urn í La Pas og Cold Lake héruðun- um. Hafa því nær helmingi fleiri menn fiskileyfi nú en í fiyrra. *-------------------------------* * BANDARlKIN *-------------------------------* Frá Wasihington var símað á föstu- daginn, að öldungaráðið hefði eftir heitar umræður, sannþykkt skipun Mr. Charles E. Hughes, sem hæstaréttar- forseta með 45 atkvæðum gegn 35. Er sagt að menn hafi ekki búist við því að þessi tilnefning Hoovers myndi vekja nein andmæli og hafi því dott- ið ofan yfir flesta, er svo hvessti á móti honutu í öldungaráðinu, ög það þá Líka aukið á furðu manna, að flokk arnir klofnuðu mjög í atkvæðagreiðsl- unni, svo að margir repúblikanar (flokksmenn Hughes og forseta) greiddu atkvæði á móti honum. Nú virðast borgararnir í Ghicago loksins vera orðnir örþreyttir á ræn- ingja og morðingjaöldinni. Hefir fjárþrot borgarinnar líka vafalaust vakið þá eining til meðvitundar eða viðurkenningar á aldarhættinum. Hermir fregn frá Chicago, í lok vik- unnar, sem leið, að nokkrir broddar borgarinnar, ónefndir þó flestir, hafi bundist satntökum um það að herða svo á eftirlits og framkvæmdarvaldinu,' að það hreinsi til í alvöru, eða þá að þessir menn muni hafa í hug að taka eftirlitið og framkvæmdirnar í sínar eigin hendur. Fyrir hálfum mánuði reið ein morð- aldan enn yfir bæinn, svo að menn voru drepnir um hábjartan dag á strætum úti. Nafnkunnur leynilög- reglumaður var skotinn niður, stein- snar frá heimili sinu; gjaddkeri tveggja stærstu leigubílafélaganna í bænum, var skotinn til bana, ásamt vagnstjóra sínum. Hinir og þessir ræningjafélagsmenn voru myrtir af fjandmönnum sínum, og loks hlupu tveir menn út úr bíl á miðju strætinu er liggur gegnum háskólasvæðið, og skutu til bana Philip H. Meager, yf- irumsjónarmann H. B. Barnard hygg- ingafélagsins, er einmitt þá hafði í hendi yfirumsjón með nýrri spítala- byggingu fyrir Chicagoháskólann. Meager var mieJS'imur verzjunar- ráðs Chicagoborgar. Og nú kallajji Robert Isham Randolph ofursti, sem var kosinn formaður verzlunarráðsins í janúar, og er verkfræðingur, eins og hinn nafnkunni faðir hans, Isham Randolph, er gerði frástreymisskurð- inn frá Chicago, saman stjórnar- nefnd verzlunarráðsins til skrafs og ráðagerða, og heimti þangað William F. Russell, yfirlögreglustjóra Cthi- cagoborgar og John A. Swanson, ríkislögmann, og krafðist skjótra að- gerða. Báðir afsökuðu sig með mannaskorti, o. s. frv. — Þá varð þetta afráðið, sem hér að framan er skráð, og Randolph kjörinn fram- kvæmdarstjóri þessarar borgarnefnd- ar. Og þegar Randolph var búinn að kynna sér ástandið i vikutima, þá var hann kominn að sömu niðurstöðu og ýmsir “bolshevikar” og “muckrak- ers,” er hann og samborgarar hans höfðu áður jafnan talið ómerka til frásagna, að Chicago væri svo gegn- sósuð af þessum ófögnuði, “að ekki væri nokkur iðngrein eða við- skiftagrein í 'Chicago, er ekki væri mjólkuð í vasa ræningja og morð- ingja, svo að yfirgengilegt væri með öllu hvílíkar afskapa upphæðir gengju í þessa óskammfeilnu hít, og hve gegn- sýrt allt viðskiftalífið sé af þessu.” y Islenzkar íþróttir Það er á allra vitorði að íslenzkar íþróttir hafa aldrei staðið í miklum blóma meðal íslendinga í þessu landi. Og fram á þennan dag virðist áhugi manna fremur hafa þverrað en vaxið fyrir þeim málefnum, að undanskyld- uin einstökum mönnum. Það er alkunna, að íslendingar eru yfirleitt fastheldnir og ógleymnir á hætti. og sérkenni síns þjóöflokks að heiman; telja margt af því heilagan arf, sem ekki megi glata, hversu sem að þrengi í búi á öðrum sviðum. Það er því í meira lagi torskilið hversvegna íþrótta-áhuginn hefur syo gjörsainlega verið borinn fyrir borð, eins og raun er á orðin meðal okkar hér, þegar þess er gætt, að það voru, meðal annars, iþróttirnar, sem gerðu garð forfeðra vorra frægan. Þær gengn eins og rauður þráður gegnum þjóðlíf Islendinga alt frá landnámstíð og fram á þennan dag, og standa ef til vill í einna mestum blóma nú iheima. Það voru einmitt íþróttirnar sem vörpuðu þessari ódauðlegu geisla- dýrð yfir ýmsa merkismenn söguald- arinnar og sem munu lýsa langt fram i ókominn tíma. Þær gerðu þá goð- um líka og reginsterka í samtíð og framtíð . En það er sorgleg játning en sönn, að metnaður okkar hér fyrir þessum málum er alltaf að fara þverrandi og virðist mega heita drukknaður með öllu í hérlendu félagshringiðunni. Þess má þó geta, að fyrir atorku Og áhuga fárra manna, var um nokk- urt rijeið haldið uppi glímu- og í- þróttaæfingum, en sem nú fyrir á- hugaleysi og skilningsskort fjöld- ans eru með öllu úr sögunni, eftir að hafa barist við dauðann all langa hríð. Nú hafa nokkrir menn — sem ekki telja vansalaust að láta svo búið standa lengur — komið sér saman um að gera tilraun til stofnunar íþrótta- félags, sem starfi á svipuðum grund- velli og félög al sömu tegund heima á íslandi, ef til vill að viðbættum ýmsum hérlendum íþróttum. Þessir menn hafa þegar boðað og haldið einn fund um málið. Kom þar all- En nú ætlar Randolph og menn hans að hreinsa til hvernig sem það nú tekkst. Mr. Taft, fyrverandi hæstaréttar- forseti, hefir verið mjög veikur síðan um daginn að hann sagði af sér. Var í fyrstu ekki ætlað líf, en mun nú vera hressari. Eftirmaður ÍTáns, M.r. Charles Evans Hughes, var áð- ur hæstaréttardómari, en sagði af sér árið 1916, til þess að sækja sem for- setaefni repúblíkana gegn Wilson. Bem kunnugt er, náði Hughes ekki kosningu. Keppt var nú rétt eftir mánaðamót- in um heimsmeistaratitilinn í listhlaupi á skautum í New York. Heimsmeist- ari í kapphlaupi fyrir konhr varð Sonja Henie, 17 ára gömul stúlka frá Osló í Noregi og er þetta fjórða árið í röð sem hún vinnur þá tign. Heimsitieistari karlmanna varð Karl Schafer, frá Austurríki, er hefir ver- ið austurrískur meistari í fjögur ár, og varð næstur Gillis Grafström, heimsmeistaranum sænska, í fyrra í Vínarborg. Grafström sem er lang- frægastur allra skautahlaupara, og hefir verið heimsmeistari í fjölmörg ár, líklega þvi nær jafn mörg og landi hans Ulricih Salchow á undan honum, keppti ekki að þessu sinni. Ætlaði hann þó að keppa, en skömmu áður en hann ættaði til New York var skautum hans stolið, en þeir eru sérstaklega smíðaðir fyrir hann, svo hann varð að hæfita við, er hann gat ekki æft sig.— margt ungra og vasklegra manna, sem lofuðu kröftum sínum óskiftum þegar til framkvæmda kæmi. Að tilhlutun þessa fundar er nú starfandi all fjölmenn útbreiðslunefnd til fiylgisöflunar þessu máli; hefir hún átt tal við ýmsa menntuðustu og merkustu landa okkar hér í borginni, sem þegar hafa lofað fylgi sinu og liðsinni á allan hátt og talið þetta eitt hið mesta þarfa og nauðsynja- mál. Eins og sjá má auglýst í blöðunum verður stofnfundur haldinn í þessu væntanlega íþróttafélagi 20. þ. m. Eru bæði ungir og gamlir vinsamlega beðn- ir að fjölmenna og gerast meðlimir. Ungu mennirnir til þess að taka upp merkið, sem nú liggur fallið, og bera það fram til sigurs og sæmdar á komandi tíð. Eldri mennirnir til þess að gefa igóð og dýr ráð um þessi efni. Þeir eru eins lífsnauðsynlegir og góð kjölfesta er sjálfsögð me8 hárri og glæsilegri siglingu. Og ef saman fer áhugi og eldmóður ungu mannanna, og varfærni og framsýni hinna eldri, þarf naumast að óttast kollsiglingu. Skipinu verður þá ó- efað stýrt heilu í höfn.' —Jónbjörn Gislason. Reimleikinn Bygt á sögnum réttorðra núlifandi manna Reimt er hér þá rökkva tekur, Regin öll mér værðir banna. Feigðin kofann fyllir, skekur,— Fyigjur munu dauðra manna. Hér er gengið, gægst inn, barið,— Gestrisninni' er aftur farið. Skal þá enn til lífsins langa,— Langa til að finna sína? Hugrór skal til hurðar ganga, Hýsa þessa gesti mína.— Enn er gengið, enn er barið, Upp á mænir kofans farið. Heyrðu mig, sem húsum ríður, Hér er enginn Grettir inni. Engin hetja er aflraun býður, Enginn þegn úr lendu þinni.— Þetta muntu þekkja, andi, Þótt ég sé frá Grettis landi. Fálmað er við freðinn ljóra, Ferlegur er draugsins hlátur. — Er þér horfin augna-glóra? Ertu í návist manna kátur?— Örðugt mun þér um að glotta Að eins fúnum granaspotta. Hvaðan ertu? Hvað er frétta? Hvert er heitið þinni göngu? Ertu draugur—dauðra gletta? —Dauðinn á mig fyrir löngu. Ertu genginn upp að hnjánum? Engin för ég sé í snjánum. Hér er víst þinn hvílustaður, Hér þig viltan kól og fenti,— Ástum fanginn æskumaður Er þig faðmur dauðans spenti.— Níddist dauðinn á þér einum? Ertu fangi hans í meinum? Viltist þú af völdum manna? Varð þér kalt til bræðra minna? Metur þú ei góða granna, Gjarn að reka harma þinna? Ertu glámskygn útlendingur, Ósöngvinn og griðníðingur? Finst þér kalt og hált á hjami, Heillum sviftur þessi staður? Viltu forða foldarbarni Feigð,—er erfði sérhvgr maður? Og á götu viltum vísa,—- Vökustaur, unz fer að lýsa? Leiðist þér í landi dauða? Langar þig í hold—og syndir? Ertu að flýja fletið snauða? Freista lífsins töframyndir? —Andvaka mun orðin vofa, Öðrum meinar því að sofa. * * * Þjóðsögurnar þú munt kunna? —Þar er margt um dularheima,— Kalslaust mínum ættlegg unna? Enginn draugur má því gleyma. —Draugalof menn drjúgir skrifa, Deila á þá, er með oss lifa. Ef að þú um aðra heima Engan boðskap flytur, vofa, Lofaðu mér ljúft að dreyma, Láttu mig í friði sofa.— Reyndu ekki að hræða í húmi Hjarta, bundið tíma og rúmi. —Jónas A. Sigurðsson.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.