Heimskringla - 19.02.1930, Side 2

Heimskringla - 19.02.1930, Side 2
% 2. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 19. FEB., 1930 Danir og Islendingar "Sociald emo kraten” um jafnréttisákvœðið Umræðurnar sef fram fara hér um sálfstæöismálin og afstööuna til Dana, einkum í sambandi við stofnun Sjálfstæöisflokksins, hafa eölilega vakiö athygli i Danmörku, ag um- ræöur í blööunum þar. En íslenzkir lesendur eiga þess litinn kost aö fylgj- ast meö þeim umræöum og sumt af því sem um þetta er skrifað er einn- ig á misskilningi bygt og vanþekkingu á íslenzkum efnum og iþví lítið á því aö græöa. En jafnframt hafa komið fram um þetta í dönskum blööum greinar, sem ástæöa er til aö athygli sé veitt .hér. Meðal þeirra má nefna grein i stjórnarblaðinu “Social Demo- kraten” skömmu eftir aö dansk-ís- lenzka nefndin lauk störfum sínum i Kaupmannahöfn í haust. Grein þessi fjallar meöal annars um áhrif hins gagnkvæma ríkisbor.gararéttar og hefir blaöiö haft tal af nefndar- manninum prófessor Arup. Hann segir aðl jafnréítisákvæðin hafi enganveginn oröiö íslendingum til tjóns, en í reyndinni hafi lítiö oltiö á þeim vegna þess að íslendingar séu fáir í Danmörku og Danir eru færri á íslandi og engar horfur séu á því, aö Danir fari að flytjast til íslands svo nokkru nemi. Hann segir aö rannsókn hafi leitt þaö í ljós, að í Danmörku séu hfeimilisfastir ca. 1200 íslendingar, þar af 800 í Kaupmanna- höfn og á Friðriksbergi, af þeim hafi 15 hlotið ellistyrk í Kaupmannahöfn. Á íslandi segir hann aö einungis séu í kringum 100 atvinnurekandi dansk- ír fjölskyldumenn og engin hætta sé á meiri innrás Dana til íslands og ekki sé þar hagnýtt meira danskt fé, en íslendingar hafi sjálfir óskaö. Viö þessi ummæli prófessor Arups bætir stjórnarblaöiö iþví, út af um- mælum um það, aö Danir heföu hug á því aö hagnýta sér jafnréttisákvæð- iö til stórútgeröar á íslandi, — að það álíti, að íslendingar þurfi alls ekki aö óttast viðleitni Dana til þess aö auka útgerðina, “því í Danmörku hugsar áreiöanlega enginn til þess að hefja danska útgerð á íslandi.” Blað- iö segir, að Danir igeti leitað til ann- ara staða í þessum efnum og muni þetta því ekki verða misklíðarefni milli þeirra og íslendinga og væntan- lega geti haldist milli iþeirra gott sam- komulag.—Lögr. DR. KNUD BERLIN mcelir með afnámi sambandslaganna nú þegar Prófessor Knud Berlin hefir í þess- um mánuði skrifað tvær greinar r\ “Dagens Nyheder” (og Nationaltid- ende) um afstöðu íslendinga og Dana, sérstaklega m(eö tilliti til íslenzkra utanríkismála. Hann ræöir fyrst möguleika þess, aö ísland hafi nú þegar sérstakan sendiherra í Noregi, Sviþjóð og Finnlandi, jafnframt danska sendiherranum, eða það aö ís- lenzki sendiherrann í Kaupmannah. verði einnig geröur sendiherra í hin- um norrænu höfuðborgunum. Hann kemst að þeirir niðurstöðu, að slíkt skipulag væri algert brot á núgildandi ákvæðum 7. greinar Sambandslaganna og samkvæmt henni geti ísland held- ur ekki haft sérstakan utanríkisráð- íierra. Til þéss að breytírtig geti orðið á sendiherrarétti Islands, segir hann að breyta þurfi sambandslög- unum og þó að þau í eðli sínu séu samningur milli íslands og Dan- merkur, sé hann í lagaformi og iþurfi því að breytast með lögum í báðum löndum. En svo spyr hann, hvort ástæöa væri ekki til þess fyrir Dani, að ganga in á þaö að fella burtu á- kvæði 7. greinar nú á þúsund ára afmæli Alþingis að sunrri, ef íslend- ingar óski þess, þó aö 11 ár séu að vísu þangað til að Island geti sjálft sagt upp þessum ákvæöum. Hann segir aö þúsund ára hátíðin sé í sjálfu sér ekkert sérlegt tilefni til slíks, því að iþessi hátíð sé nokkuð i lausu lofti, vegna þess að naumast sé neitt nema nafnið sameiginlegt hinu forna og nýja alþingi, en hátíðin sé hinsvegar ágæt og stórfeld auglýsing fyrir ís- land og svo vel sé haldiö á hugmynd- inni af íslendinga hendi að óskandi væri að Danir gætu látið sér detta eitthvað svipað í hug. En ihvaö svo sem um tilefnið er, segir prófessorinn ennfremur, get ég ekki verið annað en þeirrar skoðunar, að undir eins og iþaö kemur í ljós fyrir alvöru, aö íslendingar séu nú þegar óánægðir með skipun utan- ríkismálanna samkvæmt 7. grein sam- bandslaganna, þá eigi Danir ekki að halda fast í þá grein, en fallast um- svifalaust og skilyrðislaust á afnám þessa ákvæðis (um sameiginleg utan- ríkismál). Því ég hef aldrei dregið dul á það, að þetta er slæmt skipulag, já, sennilega versta skipulag sem huigsast gat, af því að iþað var ó- sjálfstæð eftirherma hins óheillavæn- lega skipulags, sem um eitt skeið var á sambandi Noregs og Sviþjóðar, þar sem utanríkisráðherra Svíþjóðar kom fram fyrfr Noregs hönd út á við, eins og utanríkisráðherra Danmerkur ger- ir nú fyrir íslands hönd. En það varð, eins og allir vita, orsök óteljandi umkvartana og misklíðar milli þjóð- anna og að lokum orsök skilnaðarins 1905. Það hefði mátt ætla, að þetta norsk-sænska fordæmi hefði verið viti til varnaðar. En mennirnir virð- ast aldrei geta lært neitt af sögunni og það hafa dönsku samningarnir 1918 heldur ekki gert..... Þetta ó- heppilega ákvæði eiiga Danir því ekki að hika við að afnema undir eins og íilendingar óska þess fyrir alvöru, enda er það í raunintii alveg gildis- laust fyrir Danmörku.. Það er ein- ungis innantómt yfirskyn lítilla leifa af dönskum yfirráðum yfir íslandi, sem dönsku fulltrúarnir frá 1918 hafa talið nauðsynlegt að hafa heim með sér til Danmerkur, til 'þess að geta dregið dul á það i svip, inn á við og út á við, að þrátt fyrir konungssam- bandið var ríkisréttarsambandi ís- lands og Danmerkur slitið að fullu undir eins 1918. En nú getur þetta innantóma yfirskin danskra yfirráða yfir ísl.ekki framar verið neinum girnilegt, eftir að Isl. fermeira og meira sinar eigin götur á sjálfstæðan hátt og eftir að Danm. gerjr sér leik að því að gera sjálfa sig sem allra minnst veldi út á við. En ef afnumið verður meginákvæði í sambandslögunum, eins og 7. grein- in, þá á allt hitt að fara sömu leið á eftir, einungis að undanteknu á- kvæðinu um hinn gagnkvæma fiski- veiðarétt, sem Danir eiga, einkum Færeyinga vegna, að halda í þann áratug sem það gildir enn, unz það fellur miskunnarlaust niður eftir 1941, samkvæmt þeirri uppsögu íslendinga, sem Alþingi hefir nú einróma boð- að. Öll önnur sambandsákvæði telur dr. K. B. að afnema megi, ef 7. grein sé upphafin. 1.—5. gr., um konungs- sambandið, megi missa sig, að því að þær séu ekki nauðsynlegar til þess að varðveita konungssambandið, vegna þess að ríkiserfðalögin frá 1853 hafi lagagildi eða jafnvel grund- vallarlagagildi á íslandi, án tillits til Sambandslaganna og ekkert bendi á, að íslendingar vilji breyta þeim, eða hugsi til þess að stofna lýðveldi eftir 1941. Ákvæðin um gagnkvæm an rétt ríkisborgaranna segir hann að sjálfsagt sé að falli og í staðinn komi verzlunarsamningur eins og við önnur norræn riki. Jafnréttisákvæðin seg- ir hann að séu ósanngjarnlega víð- tæk, enda muni Danmörk sjálf aldrei ganga af frjálsum vilja 'inn á slíkan samning við 20 sinnum fólksfleiri ríki, til dæmis Þýzkaland, og því sé sikiljanlegt að íslendingar, sem séu 30 sinnum færri en Danir, hafi reist svo rammar skorður við þessu pappírs- jafnrétti, að engu sé tapað þó að það falli burt. Fiskiveiðagæzluna (8. grein) segir dr. K. B. að Danir vilji fegnir losna við við f.yrsta tækifæri. Myntsambandið (9. gr.) sé nú ekkert orðið og ákvæðið um sameiginlegan hæstarétt (10. gr.) sem hefði getað orðið nytsamt, hafi íslendirtgar afnum- ið undireins, og 2 miljónir (12.—14. gr.) séu löngu greiddar og sé þá ekk- ert eftir nema dansk-íslenzka nefndin, en hún ihafi frá upphafi verið óþarf- ur hégómi, og sérstaklega hafi Dlanir haldið illa á henni og valið illa i hana, en íslendingar betur. Dr. K. B. segir ennfremur, að hann hafi að vísu verið fjarri því áður fyr, að láta friðsamlega undan kröf- um íslendinga, hann hafi i lengstu lög hafað vilja varðveita ísland inn- an danska ríkisins, og hann hafi ekki horft á það með ánæigju 1918, að þessi glæsilegi gimsteinn féll úr kór- ónu ihins danska rikis. Hann seg- ist hafa bent á það undir eins, að kröfur íslendinga væru dulbúnar skilnaðarkröfur, en nú horfi þetta allt öðru vísi við. Nú sé búið að ganga inn á ríkisréttarslitN milli landanna 1918 og afleiðingunum af því eigi Danir að taka hreint og beint og ekki gera neina tilraun til þess að halda óeðlilegu lífi í skipulagi, sem Danir hafa sjál fir enga ánægju af, en bjóða algert afnám sambandslag- anna nú þegar, ef. íslendingar óska þess sjálfir. I staðinn yrðu svo gerðir verzlunar- og gerðardómssamn- ingar samskonar og við önnur Norð- urlönd. “Þá fyrst stæði Island raun- verulega jafnfætis Danmörku og ihin- um norrænu löndum. Þá fyrst væri allri ástæðu umkvörtunar og úlfúðar algerlega útrýmt.”—Lögr. Kol Richard Tilden Smith Enska stjórnin hefir nú lagt fram tillögur sínar um kolamálin og gerir ráð fyrir ýmsum breytingum á náma- rekstrinum, m. a. 7)4 tíma vinnu- degi. Kolamálin ensku eru gamalt deilumál og flókið og nauðsynlegt til skilnings á þvi að þekkja sögu þess og afstöðu í atvinnulífinu. Öll heimsframleiðslan var (árið 1927) 1 milljarður 282 miljónir smá- lesta, mest í Bandaríkjunum, 557 milljónir smál., næstmest í Bretlandi, 260 milj. og þá i Þýzkalandi 153)4 millj. smál. ög svo kemur Frakkland, Pólland, Rússland og Belgía. Kola- forði heimsins er mjög mikill, var nýlega áætlaður á alþjóðafundi jarð- fræðinga 7397553 miljónir smálesta og um helmingur iþessa forða er talinn beztu kol, svonefnd bitumen kol. Kol hafa verið unnin á 4,000 feta dýpi (í Belgíu), en málmur á 6,000 feta dýpi (í Brasilíu), en talið er vafasamt, hvort kolanám borgi sig á meira en 5,000 feta dýpi. Kolanám hefir verið afarmikill at- vinnuvegur og arðvænlegur en á seirtni árum hefir kólanámurekstur' víða barist í bökkum og hefir Lög- rétta áður sagt nákvæmlega frá deil- unni um ensku námurnar og er að vísu ekki lokið enn.* Kolaframleiðsla stóra Bretlands var fyrir strið (1913) tæplega 287)4 miljón smálesta og verðmæti hennar 145)4 miljón ster- lingspunda, en í kolanámunum unnu 1 miljón 104 þúsundir verkamanna. Árið 1920 var framleiðslan komin of- an i 229 miljón smálestir, en verð- mætið var 397 miljónir punda, en 1926 komst framleiðslan of an í 162 miljónir smálesta, en það ár var verkfall frá því fyrst í maí þangað til seinast i nóvember. I meðal ári nota Bretar heima fyrir ca. 200 mil- jónir smálesta, helminginn i heimil- um og í verksmiðjum og helminginn í járnbrautarlesum, strandferðaskipum og gas- og rafmagnsstöðvum. Rekstur brezku kolanámanna er vandræðamál. Árið 1913 voru starf- ræktar i .Bretlandi um 3,000 námur, reknar sem ca. 1500 fyrirtæki, en námueigendur voru alls um 4,000. Sir Josiah Stamp áætlar, að í kola- námunum liggi ca. 135 miljón punda höfuðstóll. Um eitt skeið, í verk- fallsvandræðunum og þar um bil, veitti ríkið talsverðan styrk til nám- anna, svo að starfræksla þeirra legð- ist ekki niður. Sá styrkur var orð- inn 19 miljónir punda í marzlok 1926. Samuel-nefndin, sem rannsakaði öll námumálin, fordæmdi slikar styrk- veitingar. Hún komst annars að þeirri niðurstöðu, að 73 prósent nám- anna væri rekinn með tapi. Hún vildi samt láta halda áfram að reka nám- urnar sem einkafyrirtæki, með viss- um rétti til ríkisíhlutunar og stundum til ríkiseignar. Aðrir vilja þjóð- nýta allar námur. — I brezka rík- inu eru annars nokkrar námur ríkis- eign, en litlar, til dæmis í Nigeriu, Queensland og Nýja Sjálandi. En heima í Englandi eru engar námur rikiseiign og heldur ekki í Ameríku. I Þýzkalandi átti ríkið fyr meir marg- ar námur. En árið 1924 var horfið frá foeinni þjóðnýtingu þeirra þar í landi, en námurnar afhentar hluta- félagi, sem ríkið á alla hluti í og skipar fyrir framkvæmdastjóra, sem síðan reka sjálfir námurnar sem einkafiyrirtæki óháð ríkinu. I Holl- andi eru nokkrar ríkisreknar námur og hefir afrakstur þeirra orðið tiltölu- lega betri en einkanámanna. I Rúss- landi eru nú allar kolanámur þjóð- nýttar, en hafa til skamms tima að minnsta kosti verið reknar með miklu tapi eða ríkisstyrk. I árslok 1924 HÆFNINNI SKEIKAR ALDREI Ef notað er Purity mjöl til heimabaksturs, hvort heldur er til brauðgerðar eða fínni bökunar, er engum vonbrigðum að mæta með Purity mjöli. Sérfræt5Ingur elnn segirr "Met5 því a.?S Purity er efnisgott og kraftmikiS mjol og vex a?5 mun, þá skal nota skei?Sarbla?Si minna af því til bollans en matreí?5slubókin heimtar af vana- legu linhveiti-mjöli. Ef nota skal mjólk, blanda hana til helminga me?5 vatni (volgu) og mun brau?5i?5 geym- ast lengur mjúkt. Westem Canada Flour Mills Co. Limited Winnipeg, Man. - Calgary, Alta. 22 Stofnað 1882 LöggUt 1914 Hitað hafa heimili í Winnipeg síðan “82” D. D.Wood& Sons, Ltd. VICTOR A. WOOD HOWARD WOOD LIONEL E WOOD Preaident Treasurer Heeretary IPIItnmlr eem Allnm reynn atl þéknaat) KOLogKÖK Talsími: 87 308 Þrjár símaiínur Krefjist Winnipeg Electric COKE YÐUR MEST í HAG Betra En Innflutt Coke STYÐJIÐ HEIMAIBNAÐ FORT WILUAM COAL DOCK C0„ LTD. Tals. 27606 400 Winnipeg Electric Chambers i

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.