Heimskringla


Heimskringla - 19.02.1930, Qupperneq 4

Heimskringla - 19.02.1930, Qupperneq 4
4. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 19. FEB., 1930 l^chnsknngla (StofnuB ítsey Kemur út i hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. 153 og 355 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: S6537 VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borglst fyrlrfram. Allar borganir sendist THE VIKING PRESS LTD. 8IGFÚS HALLDÓRS frá Höínum Rltstjórl. Utanáskrift til blaðsins: Manager THE VIKJNG PRESS LTD., 853 Sargent Ave., Winnipeg. Utaniskrift til ritstj&rans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimskringla” is published by The Viking Press Ltd. and printed by THE SERVICE PRINTING CO., LTD. 153-155 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 89 994 WINNIPEG, 19. FEB., 1930 Hlutabréfabraskið Veðmál og fjárhættuspil hafa á öllum öldum, mfeð öllum þjóðum frá frumstæðu til hámenningar verið snar þáttur í af- þreyingarviðleitni mannkynsins. Flestir þeir, er við fjárhættuspil fást, eru fúsir að láta hendinguna ráða. Hvað sem menn vilja segja um sið- ferðisgildi þessarar afþreyingar, þá greinir menn þó ekki á um það„ að hún hefir jafnan verið hættulegur leikur, ef sótt er af kappi, og verður alltaf, að minnsta kosti meðan mannkynið hlýðir því lögmáli eignaréttsins, er það hefir þegið í arf frá ómunatíð, og verður að lúta afleiðingum þess. Þessvegna, — og ef til vill af hinu, að í hjarta sínu hafa menn, þrátt fyrir vanann, jafnan að öðrum þræði hneigst til fyrirlitningar gagnvart þeim mönnum, er fegnir vilja auðvirða sig fyrir “stund- legan’’ hagnað, — haft framúrskarandi skömm á þeim, er með prettum hafa leit- ast við að ráða úrskurði hendingarinn- ar. (Hitt er annað mál, að slungnustu refum hefir smám saman tekist í skjóli auðvaldsskipulagsins, að grímuklæða ýmsa fjárpretti með því að hefja þá upp í hærra veldi lögmætra og siðsamlegra “viðskifta’’). Slíkir menn hafa jafnan verið taldir vargar í véum og gerðir ræk. ir úr “góðu samfélagi. Menn hafa verið sæmilega fúsir til þess, að hætta lífi sínu, eða tímanlegri velferð undir hendinguna, en auðvitað hvorugu viljað hætta undir klækispjót tryggðrofanna. En hættan, sem af þeim stendur, er svo mikil, svo margir, sem leita sér afþreyingar, í á- hættuspilum, að menn hafa með strangri hegningarlöggjöf reynt að tryggja sér ó- vilhallan úrskurð hendingarinnar, gegn íhlutun brallspilasvikaranna. * * * Hér vestra hafa margir átt um sárt að binda undanfarið af áhættuspilum. Þótt auðtryggni manna og fjárgræðgi sé venjulega ærin orsök til svipaðra ófara, þá hafa verið svo mikil brögð að “ó- heppni” manna undanfarið, og verð- hruni hlutabréfa á kauphöllum gróða- brallsstarfseminnar, að auðsjáanlega var ekki allt með felldu. Mönnum fór að skiljast að löggjöfinni myndi vera nokkuð ábótavant, og eftirlitið um of slælegt með meðalgöngurum milli Mammons og manna. Rannsókn á viðskiftarekstri meðalgangaranna, hlutabréfamiðlaranna, var fyrirskipuð; sumir eru þegar komnir í tugthúsið, uppvísir að því að hafa með óráðvendni og- samsæri féflett viðskifta- menn sína, og fleiri eiga vonandi eftir að fara sömu ferðina, þótt enn séu þeir sterk- ríkir menn af gripdeildum sínum, jafnt og hinir, er þeim mun óheppnari voru, að upp um þá komst sökum gjaldþrota. Hegningarlöggjöfina hér í Kanada á líka að endurbæta; koma fullu samræmi í hana, í öllum fylkjum, svo að bófarnir geti ekki tjaslað ránsfeng sínum úr einni sel- stöðunni í aðra, sér í hag og til undan- komu. * * * Þetta er gott og blessað — og nauð- synlegt. En ekki einhlítt. Hegningar- löggjöf hefir aldrei tryggt mann- félagið til fulls gegn stelvísi né víngarðs- starfsemi. Öruggasta ráðið er að reyna að nota sér vitið varnaðar, að minnsta kosti svo, að hafa vaðið sem lengst fyrir neðan sig, út því maður þarf endilega út í. Og hér, sem annarsstaðar varast menn svo bezt hættuna, að þeir viti sem gerst hvar hennar er von. Þegar hlutabréfakaupandi felur miðl- ara að kaupa fyrir sig hlutabréf eitt eða fleiri, til dæmis í námu, þá er miðlarinn skyldugur, lögum samkvæmt, að kaupa hlutabréfin á kauphöllinni, þar sem þau eru bókfærð. Hafi nú viðskiftavinur miðlarans borgað hlutabréfin að fullu, þá afhendir miðlarinn honum hlutina og þar með er þá kaupunum lokið. En kaupi viðskiftavinurinn á “margin,” það er að segja gegn niðurborgun nokkurs hluta verðs, þá kaupir miðlarinn að vísu engu síður hlutina á kauphöllinni, en heldur þeim á skrifstofu sinni, unz viðskiftamað- urinn hefir borgað þau að fullu, en þangað til færir miðlarihn honum til skuldar vextina af því fé, sem ógreitt er, og á- kveðin ómakslaun fyrir að gera kaupin. Þetta eru lögleg kaup og þannig skifta allir heiðarlegir miðlarar. En þegar viðskiftamaðurinn “fellur á meðal ræningja’’ kauphallanna, þá verða viðskiftin nokkuð á aðra lund. Þá fer miðlarinn^il dæmis svo að, eins og sannast hefir nú, á suma þeirra í Kanada. og ^ðrir eru ásakaðir um: viðskiftamað- urinn býður miðlaranum að kaupa fyrir sig hluti, er hann býst við að hækka muni í verði, og borgar honum til dæmis tíunda hluta kaupverðsins til tryggingar. Þá á miðlarinn náttúrlega að kaupa hlutina á kauphöllinni, eins og áður er sagt. En sé hann óráðvandur, þá gerir þann það ekki, heldur bókfærir aðeins kaupin hjá sjálfum sér til málamynda, en selur svo fyrir eigin reikning þessa áminnstu hluti á markaðnum, með það fyrir augum, að þeir falli í verði. Heppnist þetta og verðfallið verði svo mikið, að það gleypi niSurborgun viðskiftamannsins, þá stend- ur hann eftir slyppur, en miðlarinn sting* ur henni í eigin vasa.En á sama tíma reikn ar hann viðskiftamanninum til skuldar ó- makslaun fyrir kaup og sölu á hlutum, er hann hvorki hefir keypt hé selt, og enn- fremur vexti af því fé, er viðskiftamað- urinn hefir skuldað fyrir þessa ímynd- uðu hluti, og græðir miðlarinn því á þess- um þreföldu viðskiftasvikum. Þetta er hin svonefnda “bucketing,” illræmdustu tegundar, og varðar þungri hegningu, samkvæmt landslögum. Löggjöf, er fyrirskipar fyrirvaralausa yfirskoðun miðlarabóka við og við, og samanburð við kauphallarbækurnar, get- ur mikið stemmt stigu fyrir slíkum fjár- prettum og þjófnaði, enda er hennar eigi sennilega langt að bíða. Og svo varúð hlutabréíakaupenda, að fullvissa sig um það, að miðlarinn hafi í raun réttri gert kaupin og fengið þau bókfærð á kaup- höllinni. Þjóðjarðanám og bolshevismi Flestar borgir, er verðandi sína eiga að þakka nýfundnum auðsuppsprettum, til dæmis gulls- eða olíunámum, eða nýrri samgöngumiðstöð haganlega í sveit komið, þjóta upp eins og gorkúlur, skipu- lagslítið og fyrirhyggjulaust. Þar verður Paradís allskonar svindilbraskara, ekki sízt húsastæðabrallara. Þeir flykkjast þangað eins og hrafnar á hræ; ná eignar- rétti á stóreflis landspildum, helzt þar sem von er til járnbrautastöðva, — og búa til vonina, ef ekki vill betur til — og mið- stöðvar viðskiftalífsins. Spildunum skifta þeir í smágeira fyrir húsastæði, og selja ránverði öllum þeim er brjálast af fjár- gróðavoninni og uppgangshillingunum, og þeirra tala er ávalt legíó, sem von er, þar sem einn fæðist á mínútu hverri, sam- kvæmt hagskýrslum I3arnums sáluga. Græðgin vex óðfluga; húsastæðin hækka sífellt í verði; eru stundum seld oft á dag, með mörg hundruð prósenta ágóða, unz botninn dettur úr öllu saman, og allir, að örfáum mönnum undanteknum, sitja eftir með sárt ennið og rauð augun, rúnir inn að skinni, en hyggnari eftir reynsluna, þótt hið síðara eigi sér nú því miður sjaldnast stað nema í eldhúsróm- önum og uppbyggilegum barnabókum. Þeir sem fyrir skakkafallinu verða og þeir-sem öfundaraugum hafa orðið að sjá sér slungnari kaupahéðna fleyta í munn sér öllum brallrjómanum, bölva sárt í svipinn, þeim, er komist hafa í vasa þeirra, og öllu fyrirkomulaginu, en láta svo þar við sitja; ,dettur fæstum í hug, að nokkuð sé mögulegt við þessu að gera, því þetta er eitt djásnið á skarbandi hinnar frjálsu samkeppni. * * * Það er því eigi furða þótt mönnum verði tíðrætt um þær ráðstafanir, er sambands- og fylkisstjórn hafa gert til þess að koma í veg fyrir húsastæðabrall í Churchill, við Hudson’sflóa. Við Churchill eru nú þegar meiri vonir tengdar, en verið hefir við flestar eða máske allar borgir í Kanada. Hér verður safnstöð þeirra vistanægta, er frá gresjufylkjunum verða fluttar á neyzlu- markaði Norðurálfunnar, og hráefnanna úr “fékistu’’ Kanada, hinu geysivíða og gagnauðga upplendi; borgarinnar. Hér verður ein helzta dreifistöð innfluttra nauðsynja, er gresjufylkin og norðvest- urlandið heirnta í skiftum fyrir korn og málma. Og hér verður önnur megin endastöð flugferðanna er brátt munu hefjast milli Norður- og Vesturálfu, um Grænland og ísland. Hér eru framtíðar- möguleikarnir takmarklausir og fæstum skynjanlegir að svo stöddu. Hér var þá líka tilvalin Paradís allra rétttrúaðra húsastæðabrallara. Ótak- markaður akur fyrir hið frjálsa fram tak fasteignasölunnar. Hefðu ekki stjórnirnar tekið í taumana, og “sölsað undir sig” landið, rétt eins og ráðstjórn- in í Rússlandi væri í vitorði með þeim. Til skamms tíma réði sambands- stjórnin lögum og lofum í Churchill og allt um kriníg. í tvö sumur hafa um 1,500 manns unnið þarna að hafnargerð og opinberum mannvirkjum. Sambands- stjórnin áleit að svo miðaði verkinu bezt, að húsastæðabröskurum-væri ekki hleypt þangað til landhrifsunar. Og fylkisstjórn in í Manitoba er sömu skoðunar. Þess vegna ætlar sambandsstjórnin, að halda í sinni eign öllu því svæði, er þarf undir járnbraut, hafnarstæði og önnur mann- virki og opinberar byggingar í hennar eign. Allt hitt borgarstæðið og um- hverfið slær fylkisstjórnin eign sinni á. Járnbrautin er nú komin til Church- ill. Og nú fara viðskifta og iðnaðar- menn, að flykkjast þangað. En stjórn- in ætlar ekki að selja mönnum húsastæði. Því komist þau í einstaklingseign, verður undir eins farið að braska „ með þau. Hún ætlar að leigja mönnum þau; hún segir að menn verði að byggja þétt og hlýtt og skynsamlega í svo köldu lofts- lagi, og hún ætlar að sjá svo um að stór- eflis spildur standi ekki óbyggðar hér og þar í miðri borginni, sökum þess, að einhver húsastæðabraskarinn ætli sér að nota þau til þess að kreista blóðið undan nöglunum á þeim, er annars myndu byggja bæinn jafnt og þétt og, eðlilega. Og stjórnin virðist einmitt vera þeirrar skoðunar, að jafnstíg framþróun sé happadrýgri, en hin stórfenglegu umbrot, er menn kalla “boom,’’ sem er glæsilegur ávöxtur af starfshyggindum hinna um. svifamiklu ágætismanna, er stritast við að fórna lífi sínu til þess að útvega oss, hinum aumingjunum, sómasamlegt jarð- næði, fyrir sómasamlegt verð. Glæður iii. Um fegurð og kærleik. “Hverjum þykir sinn fugl fagur”. Þessi einfaldi, hversdagslegi hugsunar- háttur bendir glöggt í þá átt aö mikill skyldleiki eigi sér stað með fegurð og kærleik. Hrifning sú er fegurð náttúrunnar veldur oss er í raun og veru ástin á umhverfi voru; og sú ást fæst ekki nema fyrir athugun eða helzt langvarandi viðkynningu. Ást vor til heimilisins, sveitarinnar, ættlandsins, svarar til þeirrar fegurð- ar sem vér finnurn þar; og veit ég ekki hvar hefir betur verið bent á þetta, en í ljóði Stephans G. Stephans- sonar, “Þótt þú langförull legðir.” En þetta gildir ekki einvörðungu um yfir- borð jarðarinnar og svip þess, eða töfra himinhvolfsins, heldur og um mennina sjálfa. Vér unnum þeim mest sem oss eru handgengnastir; og engri móður finnst barnið sitt ljótt. Þó höfum vér litlu að ráða um það hverjir og hvernig þeir eru, sem eru oss nánast tengdir. Hver og einn af oss hefir líka oft og einatt rekið sig á það, að menn og konur hafa mætt oss á lífsleiðinni, sem oss lízt miður vel á, í fyrstu, en við nánari viðkynningu fundum vér feg- urg í fari þeirra og svip. “Leitið og munuð þér finna,” er hið snjallasta heilræði sem mönnunum hefir verið gefið, og hið heillavænlegasta ef alfrjáls maður leitar. Að bera kala í brjósti til nokkurs þess sem verður á vegi vorum, hvort sem það er dautt eða lifandi, er játning um vorn eigin skilningsskort. Enda er hatur og illvilji ósamræmi við tilveruna,. þv aðeins fullkomið samræmi getur haldið henni við. Vér höfum því, í því tilfelli brugðist voru eigin eðli (betri manni) og látið leitina falla niður Geri þér einhver á móti, leitir þú or- sakanna til mótgerða hans, og komist þú að sannleikanum í þessu efni Siverfur hatrið úr huga þínum, því þú skilur afstöðu mótgerðamanns þíns en takist þér ekki að skilja afstöðu ihans, eftir einlæga sannleiksleit, valda gerðir andstæðings þíns þér hryggð ar en ekki haturs. Þannig “fyrir- gefur” réttlætið, og réttlætið eitt fær fyringefið. Þesi einfaldi siðalærdómur er nú viðtekinn af félagsskipunarfræðing- um í fremstu röð. Og læt ég mér nægja að benda á þær braytingar sem hann veldur í meðferð á þeim sem hafa gerst brotlegir við lögin Eftir lýsingum íslenzkra blaðamanna á gamla fangahúsinu í Reykjavík og “vinnugarði” þeim, er núverandi Það er svo sem engin furða, þótt menn hér í álfu séu áhyggjufullir út af að- förunum í Rússlandi, þar sem ráðstjórnin er nú loksins að framkvæma það sem allir vissu að verið hafði ávalt ásetningur hennar, jafnskjótt og hún sæi sér fært, að taka allt jarðnæði í ríkinu undir sig. Það er von að mönnum hér þyki ægilegt að hugsa til þess, að Rússinn skuli nú eiga framvegis að lifa af því að rækta þjóðjarð- ir. En þótt vér viðurkennum fyllilega siðferðisgildi þeirrar fögru hugsjónar að elska náungann eins og sjálfan sig, og jafnvel taka sér nær hans hag en sinn eiginn, þótt svo sem 10,000 mílna vík sé á milli vina, þá finnst oss þó að fyr megi nú vera en að gleyma alveg sjálfum sér. Gss finnst ekki rétt að gleyma algerlega meðbræðrum vorum fasteignasölunum hér, af samúð með Rússanum. En er nokkuð betra að ræna hérlenda menn heilögum einstaklingsréttinum til jarð. næðiseignar í Churchill, en að láta Stalin svifta Rússann jarðeignarrétti norður á Bjarmalandi? Það er næstum því engu líkara, elsk- anlegir, en að Stalin hafi sent bolshevísk- an óminnishegra með göróttan ráðstjórn- ardrykk til stjórnarvalda vorra. Ekki kostaði nú neitt, að fara þess á leit við WJebb borgarstjóra, sem er maður ótrauð- ur til ferðalags og hefir ráð undir hverju rifi gegn bolshevíkum og hveitisamlögum og öðrum háskasemdum þesskonar, að takast ferð á hendur til Ottawa og tala máli hins frjálsa framtaksréttar fasteigna- salanna, um leið og hann rýndi eftir stór- rússneskum fingraförum á pennaskafti forsætisráðherrans. Hann gæti gert Mr. Bracken sömu skil, er hann kæmi aft- ur frá því að leiða þá í allan sannleika þar eystra. Það væri vafalítið þjóðráð, að vekja Mr. Webb- stjórn tslands hefir komið upp, virö- ist auösætt, aö íslenzka þjóðin hat- ast ekki lengur viö óhappamenn sina. Hún leitast við aö skilja þá oig hjálpa þeim. En eitt hið dásamlega i upp- lagi mannsins er það, að nær sem hann réttir meðbróður sínum hjálparhönd, verður hjálparþurfinn honum kærari en áður. Og með kærleikanum kem- ur fegurðin. Ekki get ég hugsað mér heila nokk- urs íslendings svo fjötraðan í maura- vef miðaldanna, að þessi nýja sið- fræði sé honum ekki gleðiefni. En hana á heimurinn að miklu leyti að þakka listamönnum — rithöfundum er samið hafa “harmsögurnar.” Þeir hafa stigið niður til helvítis mannlegra hörmunga, leitað sannleikans i sorpi mannfélagsins og fundið fegurðina þar eins og alstaðar annarsstaðar. Hér þýðir ekki að telja upp þá rithöf- unda og verk þeirra, sem mestan þátt eiga í breyting þeirri á manniegum hugsunarhætti sem minnst hefir verið á; enda skortir mig þekking til að geta gert slíkt rækilega. Mig langar aðeins til að minna lesarann á eitt íslenzkt listaverk, í þessu sambandi. En það er “Fjalla-Eyvindur.” Þó dettur mér ekki í huig að tæta ritið í tætlur og tyggja það í lesarann. Sagan, eins og hún er sögð af höfund- inum, er svo Ijós og skýr, að hver meðal skynbær maður hlýtur að skilja hana. Hún Ieiðir í ljós þá tign, það táp, gerfileik og hugrekki í fari þeirra Höllu og Eyvindar, að vér stöndum agndofa yfir blindni mannanna sem ráku slíka mannkosti á fjöll, fyrir þá aðal ástæðu að upp- lag eða uppeldi Eyvindar leyfði hon- um ekki að kannast við helgidóm sér- eignarréttarins. Fyrir hatur og fyrir 1 fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bak- verk, gigt og blöðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfja- búðum á 50c asltjan e,a 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið þangað. litning samtiðar sinnar er líf gerfi- legs manns og góðrar konu eyðilagt. og með öllu tapað þjóðfélaginu. Jó-r hann Sigurjónsson fer með útlögun- um á fjöllin og finnur sannleikann (og fegurðina) þar sem enginn hafði áður orðið hans var. í stað haturs vekur hann hryggð, í stað fyrirlitning- ar, meðaumkvun. En ef örlög með- bræðra vorra valda oss hryggðar og meðaumkvunar, er kærleikurinn á næstu grösum. Eins og áður hefir verið drepið á, er mörgum svo farið, að þeir viður- kenna ekki Fjalla-Eyvind eða sJíkar harmsögur sem listaverk. Þvá er jafnvel stundum haldið fram að slík verk séu siðspillandi og ljót! Þetta prédika þeir sem álíta að markmið listarinnar sé að “skemta,” eða eins og sagt er á vestur-heimsku, “drepa tímann.” Svo eru aðrir sem hafa þegar lagt einskonar öryggishömlur á meðfædda sannleiksþrá sína og finna að þessi ólukku “bölsýni” setur rót á hugsanir þeirra og raskar þeirri ró sem vænta má í huga þess sem einhverju hefir slegið föstu um allar skoðanir sínar. Frá sjónarhæð þeirra er nú mannlífið og í rauninni öll til- veran svo og svo, eftir því sem þeir hafa bezt “fest á minnið.” Einu gildir hvað það er sem þeir lærðu og hafa að leiðarsteini, almættið sjálft geri svo vel og hagi rás viðburðanna eftir þeirra höfði; ella mun ver fara. Engin ný sérvizka skal hræra í þeim ! Eymd og. ólán milljónanna getur ekki átt upptök sín í fákænsku þjóðfél- agsins, þar eð þessir spekingar eru ánægðir með fyrirkomulag þess. Vilj- ir þú, listamaður, sýna þeim lífið í ein- hverri mynd, þá láttu henni bera saman við skoðanir þeirra og vísdóm, því þeir hafa öðlast allan vísdóm. Segðu þeim sögur um uljga elskendur sem brjóta allar tálmanir af veginum, unz þau eru óhult í alsælu heilags hjónabands. Eða sýndu þeim börn öreigans, sem “vinna sig upp til auðs og metorða;” og þú munt ekki raska sálarró þeirra, miklu fremur svæfa samvizku þeirra og hjálpa þeim til að drepa tímann. Því er miður að list- in¥ gerir ekki svona lögtuð krafta- verk. Hún verður ætíð að segja satt, Og á aldrei samleið með lýginni. Það verður varla hjá því kom- ist, að fáfræði og skilningsleysi standa í vegi og varna mönnunum að njóta þeirrar fegurðar, sem lífið hef- ir að bjóða. Og hafa sumir mestu ritsnillingar heimsins ráðist að heimsk unni, með þeim vopnum sem helzt bíta á hana. En þau eru fyndni og háð. Eða það mætti segja, að höf- undar þessir klæði heimskuna í svo fáránlegan skrúða að hennar eigin heimafólk hlær að eða fær and- styggð á henni. Þannig fóru til verks höfundar þeirra rita, sem minnst var á í fyrs(,u grein þessa máls. Þeir sem hafa hlustað á fyrirlestra Vil- hjálms Stefánssonar vita hvernig hann notar þessa kennsluaðferð. Hann getur látið mörg hundruð manna í senn hlægja að þeirra eigin heimsku, og um leið vekur hann áhuga þeirra * Af því skrif þetta er að miklu leyti samið frá ímynduðu sjónarmiði Björg- vins Guðmundssonar, viðhef ég orðið list i þeirri merkingu, sem mér hefir virzt hann leggja í það orð.—Höf.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.