Heimskringla


Heimskringla - 19.02.1930, Qupperneq 5

Heimskringla - 19.02.1930, Qupperneq 5
HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSÍÐA * WINNIPEG, 19. FEB., 1930 Minning Albert Hall Davidson Sonur Mr. GuSmundar DavíSsson- ar og konu hans Sólveigar, sem búa fyrir nýjum sannindum. Margir ætla a8 þeir listamenn er beita kýmni og kaldhæðni í ritverkum sínum, séu kaldlyndir og kærleikssnauðir menn \ sem fyrirlíta allt og alla, nema þá helzt sjálfa sig. Þetta er hinn mesti j misskilningur. Þeir unna þeim oft- j sinnis 'bezt, sem þeir þannig taka mest | til. Og þarf ekki lengra að fara en til Sinclair Lewis, sem er eitt hið mesta háðskáld sem nú er uppi. Eng- inn maður hefir ort naprara háð ym meðborgara sina en Lewis. í sögum sínum dregur hann upp hinar afkáran- legustu myndir af svokölluðum “hundraðprócenturum,” sem standa þó' lífslifandi fyrir hugskotssjónum les- ■ arans. Oftar en einu sinni hefir það komið fyrir, að blaðamenn í Evrópu, sem þekktu lítið til í Bandaríkjunum, hafa þózt finna allan sannleikann um manngildi meðal Bandaríkja,borgara, í Babbitt og öðrum erkibsnum sem fram konta í skáldverkum Lewis. En þá hefir Lewis jafnan risið upp, húð- skammað þessa blaðamenn fyrir fá- fræði þeirra og <6ýnt þeim fram á helztu kosti sem menning Bandaríkj- anna á í fórum sínum. Á þessu verður séð hversu Lewis ber orðstír þjóðar sinnar fyrir brjósti, þó hann reiði refsivöndinn yfir hana. Hann ann henni hugástum og vill aga hana. Hann hefir leitað og fundið hvað helzt stendur þjóðinni fyrir þrifum á leig hennar til meiri sann- leiks og fegurðar. Hann hefir öðl- ast þann kærleik sent á það á hættu að verða misskilinn, er hann grípur voðann úr höndum óvitans þótt slíkt tiltæki geti vakið hryggð og gremju. Eramh. hér spöl frá Sinclair, en hafa pósthús “Antler, Sask.” Hann var fæddur 1. april 1905 og mun hafa drukknað 14. nóvemiber síðastliðinn ofan um ís á hinu svokaliaða Moose Lake, sem er uni 65 mílur norður af þorpinu The Pas. Þetta ágæta ungmenni var aðeins 24 ára gatnall, þegar þetta yfirtaks sorglega slys kom fyrir er fól hann okkur öllum sýn á svo sviplegan hátt. íHann var allra hugljúfi á öllum tímum, með síbrosandi mannúðar- og vinarandlit, sem flutti með sér sól og yl til allra. Hann var mjög fríður piltur og yfirtaks fallega vaxinn, en eins var sála ihans, hrein og göfug. Það sýndi hann ætíð ljóslega með sinni prúðmannlegu framkomu, hvar sem han var staddur og með hverjum sem hann var. Æjtíð hafði hann verið hér hjá for- eldrum sínum. Var hann þeirra augasteinn, stoð og stytta og með sínum yfirtaiks dugnaði átti hann drjúgan skerf í feikna framleiðslu á því heimilí, nú á síðari ^rum. Mbð þessu snögga sorgartilfelli rikir þögn og þungi yfir byggð vorri og aðstand- endum unnið það sár, sem mun seint og illa gróa. En þó munu bjartari dagar koma aftur, er sá sem gefur og tekur býður oss öUum til fundar hjá sér. Með dýpstu og einlægustu hlut- tekningu til hinna aldurhnignu for- eldra og einkasonar þeirra nú, Valdi- mars o<r allra aðstandenda, ekki að- eins frá oss öllum íslendingum hér, heldur einnig frá öllu því fólki sem hefir aðsetur sitt hér í nágrenni og þekkti þenna ágæta unga mann. Sinclair, 4. íebr., 1930. A. Johnson. P. S.—Með þessum áminnsta unga manni mun Mr. Ólafur Goodman hafa drukknað og eru leifar þeirra ófundn- ar. Mr. Goodman var til heimilis hér í byggð fyrir noþkru síðan, mjög vel látinn maður af öllum hér. Vott- um vér ekkju hans og öllum að- standendum vora innilegu hluttiekn- ingu. —A. J. ÚR BÆNUM Mr. Ragnar Eggertson, frá Wyny- ard, kom híngað til bæjarins á mánu- daginn í heimsókn til föður sins Árna Eggertssonar fasteignasala. iHér liefir legið á almenna sjúkra- húsinu nokkurn tíma undanfarið, Mr. Sigtryggur Sigvaldason frá Baldur, Man. Er hann nú á batavegi, sem betur fer, og fær vonandi brátt fulla heilsu sína aftur. ^ðOOCOeOSCððOCCOOÐOGOOSOOO&ððCOSOðGOSOO&dSOGOOOOCOOð^ NEALS STORES “WHERE ECONOMY RULES” EGGS, B. C. Fresh Firsts, Dozen........................ B. C. Fresh Extras Dozen. BUTTER, Pride of the Wtest, Fancy Creamery, 1-lb. Brick ... SPANISH ONIONS, Firm and Flavory, 3 lbs...................... ST. CHARLES EVAP. MILK TALLS, 3 Tins............ / 50c 53c 42c lOc 29c BACON, Swift s Delico Brand, Sliced Cellophane, Wrapped 4-lb. Packet...................j CHEESE, Chateau Brand 4-lb. Brick ...........................j g^ PINEAPPLE, Dishco Brand, Singapore Whole Slices, No. 2 tin ...................... 10C SARDINES, Crossed Fish, Norwegian, In Olive Oil, js, 2 Tins..................ZSC BLUE RIBBON BAKING POWDER 1 pd. baukur ......... MUSTARD, Libby’s Prepared, 9-oz. Jar ................... DATES, Excellence Fancy Hallowi, 2-Ib. Pkt......... 20c 9c 21 c lc SALE RICE Extra Fancy Giant Head 2 lbs. 25c 3 lbs. 26c 733 Wellington (vlð Beverley) 717 Sargent Ave. 759 Notre Dame Ave. 666 Sargent (horni Agnes St.) ’->5®®oooococoacoooocccoooooooecoscooocococooc«cocooooo!: Magnús Halldórsson Fccddur 27. nóv. 1850. Látinn 17. okt. 1929. "Við landið batt hann litla tryggð, og langt um fegri þótti bygð, hið breiða blikandi haf.” (Matth. Jochumson). Magnús Halldórsson, Ijóshúsvörð- ur á Gimli, Man., og um full 40 ár einn af fengsælum fiskimönnum við Winnipeg-vatn, andaðist 17. okt. s. 1. á Befcel, á Gimli. Hann var fæddur 27. nóv. 1850, í Krísuvík i Gullbringusýslu. Faðir hans var Halldór, fyr bóndi í Krísu- vík, Magnússon, fálkafangara Gunn- laugssonar, frá Árbæ í Höltum í Rangárvallasýslu. Móðir Magnúsar hét Margrét Þorleifsdóttir frá Ara- koti á Skeiðum, Ófeigssonar. Er ætt #Magnúsar heitins rakin ítarlega af hinum ættfróða Bjarna Guðmunds- syni. Var Magnús af ágætu fólki kominn, bæði i föður og móður ætt. Upigur missti Magnús heitinn föður' sinn, og einnig dó móðir hans, er hann var á ungþroska-aldri. Hin síðari æsku ár sín, var hann til heim- ilis í grennd við Reykjavík. Farinn var hann að stunda sjó áður en hann næði 14 ára aldri. Um tvítugs aldur fór hann að Auðnum á Vatnsleysu- strönd, til Gtiðmundar útvegsbónda þar. Gerðist hann formaður á út- veg Guðmundar. Sjó stundaði hann nærri einvörð- ungu þaðan í frá. Þótti hann list- fengur og einkar heppinn formaður. Hafið var honum kært, frá barnæsku til hinstu stundar, elskaði hapn það, og kunni kappi við að etja. Til Vesturheims fór Magnús árið 1886; kvæntist hann það ár heitmey sinni Guðlbjörgu Jónsdóttur, ættaðri úr Haukadalssókn í Árnessýslu. For- eldrar hennar voru Jón Guðmundsson siðar bóndi á Setbergi við Hafnar- fjörð og kona hans, Guðrún Egils- dóttir. Fyrsti dvalarstaður þeirra Magnúsar og Guðbjargar var á Gimli. Síðar nam hann land, 3 mílur vestur frá Gimli bæ, og nefndi Sóleyjarland. Bjugu þau þar í 4 ár; en fluttust þá til Gimli, og bjuggu þar æ síðan. Þau eignuðust 5 börn; dóu 3 þeirra ung, en tvær dætur eru á lífi. Magnúsína, og Margrét Jútíana, báðar til heimilis á Gimli. Guðbjörgu konu sina misti hann 26. apríl, 1928. Auk nefndra dætra þeirra hjóna, er syrgja góðan föður, er Magnús harmaður af ung- þroska dóttur-dóttur Guðbjörgu Ruby að nafni. Magnús var, eins og þegar hefur verið áminst sjómaður á íslandi, var það því eðlilegt þegar hingað kom, að liann leitaði út á vatnið til að afla sér brauðs. Gerði hann það og jafn- an öll dvalar ár sin hér; enda árin sem hann bjó á landi sínu, stundaði hann vatnið, og ávalt síðan, að meira eða minna leyti. Mun óhætt að fullyrða að í full 40 ár var hann fiskimaður á Winnipeg- vatni. Var hann hepnismaður og fengsæll; mátti segja að hann þekti vatnið og svipbrigði þess, sem lif- andi vera væri. Magnús var merk- ur maður á margan hátt; einkar vandaður og ábyggilegur til orða og verka. Lifði hann meira inn á við, en út á við. Þrekmaður til sálar og líkama, og beztur þegar að á- reiyndi. Hann sló ekki tilfinningum sínum út að jafnaði, en þær voru djúp- ar og skapgerðin styrk. Hann var greinagóður og fróðleiksgjarn. Mun hann hafa verið all-vel hagorður, en fór dult með. Við burtför hans hefur týnst ýmiss fróðleikur, er átt hefði að verða bókfærður; því að Magnús bjó yfir ýmsum sjaldgæfum > fróðleik. Magnús var frábær iðju- og at- orkumaður, er gekk til hvers verks með hófstiltri festu og varð vel ágengt Blómgaðist hagur þeirra hjóna, svo að efnalega urðu þau sjálfstæð, og altaf voru þau veitandi. — Magnús heitinn tiliheyrði lúterska söfnðinum 1 á Gimli, og var jafnan góður stuðn- ingsmaður hans, ásamt fólki sínu öllu: trú hans var yfirlætislaus og orðfá, en virkileg og djúp. Ellin hafði ekki sett djúp merki á Magnús Halldórsson; hann gekkk beinn og karlmannlegur, enda sællegur unz sjúkdóm bar að höndum. Hann fékk. að mér skilst aðkenning af slagi, morgun einn, síðastliðið haust, er hann var á heimleið, eftir að hafa slökt á vitaljósinu, við innsiglinguna á Gimlihöfn. Þjáðist hann all mjög, en bar þjáningar sínar með karl- mensku og rósemi, og fann sig örugg- an í föðurumsjón algóðs Gðs. Hann andaðist þann 17. okt., naut hann góð- rar hjúkrunar á Betel; en þar hafði heimili hans verið hina síðustu mán- uði; svo önnuðust og dætur hans um hann, af fremsta megni, og hjúkruðu honum deyjandi. Jarðarför hans fór fram þann 22. október. Var fyrst kveðju athöfn á Betel, en síðar frá heimili hans, að viðstöddu miklu fjölmenni. Jarðarförin fór fram frá lútersku kirkjunni. Margt samferðafólk hafði safnast þar sarfnan til að kveðja hann. Hann var lagður til hvíldar í Gimli grafreit, og moldum ausinn af þeim er þessar línur ritar. Sig. ölafsson. Islandsbanki gjaldþrota? Cavalier 5-2-30. Heiðraði Ritstjóri Heimskringlu:— Miðvikudajginn J>ann 5. þessa mán- aðar kom sú fregn í dagblaðinu Grand Forks Herald, Grand Forks, N. D., að íslandsbanki hefði lokast á þriðju- daginn 4. þ. m. Það þætti mörgum gömlum og góðum Islendingi slæmar fréttir, ef sannar væru, og við vorum að vonast að sjá eitthvað um það i íslenzku vikublöðunum þessa viku, sem er að líða, en þar mun ekki vera neitt um það, og væri óskandi aö fréttin sé ekki rétt. Við hér í Norð- ur Dakota erum búnir að kynnast svo vel hvað það er að hafa lokaða banka að við vitum að það getur þrengt að efnahag fólks, þegar það kemur fyrir, og þetta væri mjög slæmt fyr- ir íslendinga eins og nú stendur, rétt fyrir hátíðina. Væri gott ef þú gæt- ir lofað okkur að vita það rétta i næsta vikublaði, helzt ef fregnin væri ósönn. Virðingarfyllst, /. K. Einarson. Heimskringla hefir spurst fyrir um þetta hjá þeim bönkum hér, er skifta við ísland. Höfðu þeim í gærkveldi enn engin skeyti borist, er staðfesta fregnina. Væri vonandi, að hún sé ósönn.—Ritstj. Spurningar og svör viðvíkjandi ástandi sporvagnanna Spurning: Er Strætisvagnafélagið að tapa á sporvögnunum? Svar: Já. Spurning: Hvað er innifalið í reksturskostnaði? Svar: Vinnulaun, skattar, vextir á höfuðstól, er allt er jafn nauð- synlegt og þýðingarmikið. Frá þessu reiknað, liöfum vér tapað á flutningatækjunum árlega sem hér segir. 1927 . $492,838.00 1928 .......,....$617,000.00 1929 ............$555,000.00 Spurning: Hefir Winnipeg Electric félagið farið fram á að sér sé bættur allur þessi skaði? Svar: Nei. Spurning: Hefir Winnipeg Electric félagið farið fram á að sér sé leyft að hafa saman allan reksturskostnað félagsins í samræmi við úrskurð Public Utilitíes nefndarinnar? Svar: Nei. Spurning: Er það satt að sporvagnafélagið sé skyldað til að borga fyrir asfalt lagningu á milli sporanna og 18 þumlunga beggja vegna út fyrir sporin, og kosta allt viðhald hennar árlega? Svar: Já. Spurning: Hver er ástæðan fyrir því? Svar: Þetta eru leifar frá dögum hestavagnanna, er hestar gengu fyrir vögnunum og bókstaflega tróðu upp göturnar; en nú á tímum er þessi hluti meir notað-ur af öðrum en Strætisbrauta- félaginu. Spurning: Borgar Winnipeg Electric á sama hátt og önnur iðnaðar- fyrirtæki bæði eigna- og verzlunarskatt? Svar: Já. Spurning: Hver er þessi 5% skattur á öllum inntektum félagsins sem félagið sækir um undanþágu frá og nemur $169,000 á ári? Svar: Þessi 5% skattur stafar einnig frá eldri tíð, er félagið hafði einkaleyfi á öllum mannflutningi um strætin. Nú, með svo að segja almennri notkun bílanna, hefir einkaleyfi þetta sem næst horfið, og réttlætir alls ekki þenna skatt, er borgast verður úr fargjaldi þeirra er nota sporvagnana. Spurning: Hafa aðrir bæir gefið eftir þenna skatt, og útsvörin til við- halds strætunum? Svar: Já. Á ári hverju eru ýmsir bæir er viðurkenna óréttmæti þessara útsvara. Spurning: Sækir Winnipeg Electric félagið nú um að fá fargjöld hækkuð upp í 7c á manninn? Svar: Umsókn félagsins fer fyrst fram á að 5% skatturinn á öllum tekjum félagsins sé gefinn eftir, þessu næst að rauðu farmiðarnir og afsláttur á sunnudagafargjöldum sé afnumdir, svo að öllum sem vagnana nota séu gerð sömu skil, að undan- þegnum skólabörnum, fargjöld þeirra skuli haldast hin sömu. Sjái bæjarráðið sér ekki fært að verða við þessum tilmælum, þá sé félaginu í þess stað leyft að færa fargjöldin upp í 7c, nema skólabarna, er haldast skulu hin sömu. Félgið ásetur sér alls ekki með umsókn þessari að hækka fargjald skólabarna. WINKIPEG ELECTRIC COMPANY

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.