Heimskringla - 19.02.1930, Síða 6

Heimskringla - 19.02.1930, Síða 6
8. BLiAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 19. PEB., 1930 Betra Haframjöl—Betra Leirtau I hinum NÝJU ‘Tvíinnsigluðu pökkum Robin Hood Rðpid Oats BEST því það er ofn-þurkað ! Haraldur Guðinason Söguleg Skáldsaga ----eftir- SIR EDWARD BULWER LYTTON III. BÓK Hann var í fyllsta mæli gæddur hæfil. stjóm- málaleiðtogans; kunni manna bezt skap fjöld- ans, og gat blásið alþýðu manna í brjóst brennandi áhuga fyrir þeim málum er lágu honum á hjarta. Hann var málsnilld gæddur svo að af bar, en sú gáfa mátti sín harla lítils þá víðast annarsstaðar, eins og í öllum löndum er eigi hafa þjóðþing. Láðu aldir, eftir að Nor- mannar unnu England, unz málsnilldin varð þar aftur afl þeirra hluta er gera skyldi.- En svo var með hann, sem alla nafn- kennda mælskumenn, að hann var barn sinna tímæ; hann var persónugervingur stundar- hrifningar /og hleypidóma fjöldans, en um leið- gæddur þeirri sérplægni, sem á öllum tímum er höfuðeinkenni múgsins. Hann var hugvit- und alþýðunnar, hafin upp í hæsta veldi. Hverjir gallar, eða jafnvel glæpir, sem flekk- uðu svo eindæmlega hamingjusamlegan og glæsilegan æfiferil, er stöðugur ljómi stóð af sem fastastjörnu meðal þrumskýja, hversu ískyggilega og hryllilega atburði sem fyrir bar, þá varð hann þó aldrei sakaður um gritnmd né misþyrningar gegn alþýðu manna. Eng- lendingar skoðuðu hann alltaf fyrst og fremst sem enskan mann og ekkert síður í æsku hans, er hann dró taum Knúts hins ríka, og átti hamingju sína honum að þakka, því svo voru Danir og Saxar þá blandaðir á Englandi, að þá samninga, er gáfu Knúti yfirráð ríkisins hálfs, höfðu allir látið sér vel líka. Hafði sá mikli konungur svo bætt fyrir harðneskju sína á fyrstu ríkisstjórnarárum með mildi sinni og vizku í ellinni — enda hafði framúrskarandi hugþekkur persónuleiki jafnan mildað svo harðneskjuverkin, er hurfu mönnum algerlega sjónum í ljósi frægðar hans og frama — að Knútur iifði í hinni virðingarmestu og ástsæl- ustu endurminningu, og var Guðini í því meiri báveguiú hafður, sem hann hafði verið út- valinn ráðgjafi hins vinsæla stólkonungs. Enda var það á allra vitorði að þá er konungur lézt var Guðini því mjög fylgjandi, og vígbúinn því til stuðnings, að aftur settist hin saxneska konungsætt að völdum, og hafði aðeins látið undan ákveðnum vilja þjóðþingsins, og ský- lausum almenningsvilja. Hann var grunaður um einn skuggalegan glæp, og þrátt fyrir þann eið, er hann sór um sakleysi sitt, og að þjóð- þingið hafði að lögum hreinsað hann af aliri sekt, þá sat þó sá efasemdar blettur á nafni hans, að hann hefði verið við riðinn tryggða- srík við Elfráð þann er myrtur var, bróður Játvarðar. En nú var langt liðið frá þeim óhappaat- burði. Spámannleg eðlisávísun fólst með almenningi um það, að á ættlegg Guðina ylti framtíðarvon enskra manna. Öll var fram- ganga jarls ihonum í vil. Ennið var mikið og bar vott um vit og ljúfmennsku; augun dökk- blá og stór, og augnaráðið alvarlegt og milt, þótt að vísu þætti það ekki auðráðið við nán- ari athugun. Yfirbragð hans var hið göfug- mannlegasta, og engin uppgerðarhefð í svipn- um; og þótt orð færi af drembilæti hans og stolti, þá var orsakanna að leita eigi í orðum, heldur í athöfnum. Hann vék hreinskilnis- « Jega, kunnuglega og vingjarnlega að mönn- um, svo að hjarta hans virtist standa opið til þess að leysa úr vandræðum allra manna, eins og húsdyr hans stóðu jafnan á gátt til gest- risni. Að baki sér hafði hann hinn glæsilegasta sonahóp, er nokkru sinni gladdi mannlegt hjarta. Hver var auðkenndur frá hinum bræðranna, og afburðamenn að fegurð og fræknlegum líkama. hinn dökka yfirlit móður sinnar, er var dönsk Sveinn var þeirra elztur. (¥-l) Hafði hann (*-l) Sumir sagnaritarar vorir hafa ranglega talið Harald elztan. En Florence, er áreið- anlegastan verður að telja, og Knyghton, taka skýrt fram að Sveinn hafi verið elztur, Har- aldur annar, en Tosti hinn þriðji. Að Sveinn hafi verið elztur, er og sennilegra sökum þess, að jarlsdæmi hans var meira, en hinna. Nor- rænir sagnaritarar, er fæð hafa lagt á Har- ald, gera hann yngri en Tosta — af ástæðum, er síðar koma í ljós í þessari sögu. Og höf- undur Noregskonunga-sagna, Snorri Sturlu- son, kveður Harald hafa verið yngstan bræðr- anna; svo lítið vissu menn, eða hirtu hm að vita rétt, um þenna mikla ættlegg er svo nærri lá að stofnsett hefði nýja konungsætt á Eng- landi.—Höf. að ætt. Hvíldi ótaminn, en þó sorgblandinn hátignarsvipur yfir andlitinu, er mjög var tekið af þungum áhyggjum og ástríðum. Hár- íð var hrafnsvart og gljáandi þótt lítt væri það hirt, og féll yfir ennið, þverskorið fyrír ofan augun er leiftruðu tindrandi skært, en reik- ult, úr holum augnaskútum. Hann bar öxi mikla reidda um öxl. Hann var magur, en ákaflega sterkbyggður, albrynjaður og studd- ist fram á þríhymtan skjöld mikinn, danskan. Við fætur hans sat ungur sonur hans, Haki, og var srípurinn yfirnáttúrlega fullorðinslegjir, því hann var enn barn að aldri. Næstur honum stóð sá, er ófyrirleitnastur og geigvænlegastur þótti af þeim Guðinason- um, sá er verða skyldi slíkur með Söxum, sem Júlían(*-2) var með Gotum. Tosti stóð með krosslagða arma á brjósti. Fríður var hann sem Forn-Grikki, nema ennið, sem var lágt og skuggalegt. Hann var ljósjarpur á hár og slétt hárið og féll vel. Kyrtilermarnar voru silfurdregnar mjög, því hann var skarts- maður hinn mesti í klæðaburði. Úlfröður, sem var eftirlætissonur móður sinnar, virtist við fyrstu sýn vera í fullum æskublóma, en þó var hann hinn eini af öllum bræðrunum er eigi virtist fullkomlega mótaður til manndóms; jafnvel nokkuð kven- rænn að yfirliti og framgöngu; mátti og sjá á honum, þótt hann væri hár vexti, að hann myndi enn eigi hafa tekið út fullan vöxt á hæð né gildleika; studdist hann báðum hönd- um fram á spjótskaft sitt hið langa, eins og herklæðin íþyngdu honum. Hlöðvir, er hon- um stóð næstur, var honum næsta ólíkur; lið- aðist ljósbjart hár frjálslega niður á bjart og áhyggjulaust enni og var silkimjúkur hýung- ur á efri vör, en munnurinn glettnislegur, og jafnan brosandi, jafnvel á þessari örlagastund. Til hægri handar Guðina, en nokkuð frá honum stóðu þeir Gyrðir og Haraldur. Gyrðir hafði lagt annan handlegginn um herðar bróður síns, og horfði ekki á sendimann meðan hann flutti erindi sitt, heldur aðeins á andlit bróður síns til þess að sjá hvernig honum brygði við tíðindin. Því Gyrðir elskaði Har- ald, eins og Jónatan Davíð. Var Haraldur einn vopnlaus bræðranna. Myndi þó hver vanur hermaður hafa bent á þann, er óvopnað- ur stóð, ef hann hefði átt að velja úr hópnum þann mann, er honum virtist bezt fallinn til þess að stýra liði í orustu. “Hverju svaraði konungur?’’ spurði Guð- ini.' “Þ'essu herra: Hann neitar að taka þig í sátt eða syni þína, nema þú leysir fyrst upp her þinn og skipalið, og játist undir það, að hreinsa þig og ætt þína af öllum sökum frammi fyrir þjóðþinginu.” Tosti hló kalt; Sveinn varð enn þungbún- ari á svip; Hlöðvir kreppti höndina að at- geirnum; Úlfröður rétti úr sér; Gyrðir starði enn á Harald, en Haraldur brá sér hvergi. • “Konungur veitti þér áheyrn í herstjórnar- ráði,’’ sagði Guðini hugsi, “og þar munu Nor- mannarnir verið hafa. Hverjir voru þar helztir fyrirmenn enskir?’’ “Fjandmaður þinn, Sigurður frá Norð- imbralandi.” “Svo lízt mér, synir,’’ sagði Guðini, og dró andann svo djúpt, sem farg hefði verið tekið af brjósti hans, “sem eigi munum vér þurfa her- klæða né vopna að neyta í dag. Haraldur var vitrastur,” sagði hann„ og benti um leið á þenna son sinn, er hann nefndi. “Við hvað eigið þér, herra,” sagði Tosti stolzlega. “Hvort mun—” “Hægan, sonur, hægan,” sagði Guðini gremjulaust en þó festulega. “Far þú aftur, trúlyndi og ágæti vinur,” sagði hann við Ubba, “og finn þú Sigurð jarl að máli. Seg þú honum að ég, Guðini, fjandmaður hans að fornu, leggi líf og heiður í hans hendur, og að hans ráðum munum vér allir hlíta. — Far nú.” Ubbi drap höfði til samþykkis og gekk aft- ur í bát sinn. Þá mælti Haraldur: “Faðir, þarna er samankomið lið Játvarð- ar, og mun nú höfðingjalaust, er foringjar all- ir eru á ráðstefnu með konunginum. Gæti einhver normannskur ofurhugi spanað þá til ófriðar, en eigi vinnum vér þá Lundúnaborg, sem vér viljum, ef einn enskur blóðdropi litar nokkurt enskt sverð í dag. Vil ég því, með þínu leyfi, taka mér bát og ganga á land. Hafa mér þá í útlegðinni illa fatast þau kennsl, er ég þykist bera á hjartalag og hugfar landa vorra, ef helmingur liðs þess, er þar stendur vígbúið, hverfur eigi í vorn flokk, er þeir heyra fyrsta ópið úr voru liði um það, að nú sé aftur kominn Haraldur Guðinason á ættleifð sína. (¥-2 Flavíus Cládíus Júlíanus (apostata — trúníðingur): 331—163; Rómverjakeisari 361 —363.—Þýð. “Alldjarfur ert þú bróðir. Hversu mun fara ef eigi ræt- ast vonir þínar?” sagði Tosti af öfund og beit á vörina. “Hverfi þeir eigi jafnskjótt í vort lið, mun ég ríða á með- al þeirra og spyrja hver muni fyrstur enskra manna munda spjót eða sverð að þessu brjósti, er enn heíir aldrei borið herklæði gegn Englandi!” Guðini lagði hönd á höfuð Haraldi, og stóðu tár í aug- um hans, en því var ekki vant. , “Það veizt þú af eðli þínu, er ég hefi orðið að læra með bragðvísi. Verði svo sem þú vilt. Far heill og ham- ingjusamlega.” “Hann gengur þíns erind- is, Sveinn — elztur ert þú vor bræðra,” sagði Tosti, ríð ofsamanninn er stóð við hlið hans. “Synd hvílir á mér, enda er hjarta mitt eigi glatt,” sagði Sveinn all þungbúinn. Ætti Esaú að láta frumburðarrétt sinn í hendur Kains?” Gekk hann frá þeim að svo mæltu aftur í stafninn og laut höfð- inu niður á skjaldarröndina. Haraldur horfði á hann fullur meðaukvunar, gekk skjótt til hans, þrýsti hönd hans og hvíslaði um leið: “Látum gengið vera gleymt, bróðir.” Pilturinn Haki, er hljóðlega hafði fylgst með föður sínum, lyfti höfði og leit stórum alvöruaugum á Harald, er hann mælti þetta, og er Haraldur gekk aftur á sinn stað, mælti sveinninn lágt víð föður sínn: “Hann er mér og þér að minnsta kosti ávallt góður.” “Þá skalt þú og muna að vera honum svo fylgisamur, sem þú ert mér, þá er ég er allur,” svaraði Sveinn, og strauk mjúklega hina dökku lokka sveinsins. Sveinninn varð óstyrkur, laut höfði og mælti fyrir munni sér: “Þegar þú ert allur? Plefir völvan þá dæmt hann líka? Föður og son, báða tvo?” Haraldur gekk nú í bátinn, er hafði verið látinn síga fyrir borð á drekanum, og Gyrðir, er litiö hafði bænaraugum á föður sinn, og ekkert bann lesið í svip hans, stökk í bátinn bg settist við hlið hinum unga jarli- Guðini horfði á eftir bátnum og var all- mjög hugsi. “Eigi er þörf,” sagði hann upphátt, en þó við sjálfan sig„ “að trúa spásögnum, né eigna það Hildi, að hún hafi spáð, áður en vér létum í útlegö, að I-Iaraldur—” Hann þagn- aði skjótt, því Tosti greip fram í hugleiðingar hans með mikilli bræði: “Mér þrútnar í sinni, faðir, er ég heyri þig vitna í spásaghir Hildar um Harald, sem er átrúnaðargoð hennar. Ófriði og; snndur- þykkju hafa þær þegar valdið með oss frænd- um, og hafir þú hærst fyrir aldur fram af þykkju þeirri er vaxið hefir með okkur Haraldi þá mátt þú engum nema sjálfum þér um kenna, er þú í ofurkappi þínu til meðhalds Haraldi, er þú metur mest, rítnaðir í þessar spásagnir, og sagðir, er okkur bræðrum varð fyrst sundurorða í ungæði: “Deilið eigi á Harald, því hann mun mannaforráð fá fyrir bræðrum sínum.” “Lát þú spásögn þeirri til skammar verða,” sagði Guðini rólega. “Mega vitrir menn jáfn- an skapa sér framtíð sjálfir og verða eigin hamingju smiðir. “Hyggindi, þolinmæði, iðjusemi, hreysti; þetta eru þær hamingju- stjörnur, er ráða örlögum dauðlegra manna.” Tosti svaraði eigi strax, þvf nú heyrðist áraglamm. Komu þar tveir höfðingjar helzt- ir, er slegist höfðu í lið með Guðina, og Iögðu að hlið drekans, til þes að heyra hver svör konungur hefði veitt málaleitan jarls. En er þeir höfðu lagt að skipunum, hljóp Tosti út að borðstokknum og hrópaði: “Konungur inn, sem umkringdur er óhollum áðgjöfum vill eigi heyra mál vort og verða nú vopnin að skifta hans á milli og vor.” “Þegi þú, illviljaði óhappamaður!” hvæsti jarð og nísti tönnum um leið, er reiðióp, bland- að tryllingslegri bardagahlökkun barst frá skipunum, er Tosti hafði þannig ávarpað. “Hvíli eilíf bölvun yfir þeim manni, er fyrstur vekur enskum mönnum blóð, í sjónarlengd frá arinhellum og ölturum Lundúnaborgar! Heyr orð mín, þú, sem blóðþyrstur ert sem hræ- fugl, og þó glysfenginn og hégómagjarn sem páfugl! Heyr orð mín, Tosti, og blikna við. Þrí ef þú segir enn, þótt eigi sé nema eitt orð, er auka megi á þykkju konungs til mín, þá skalt þú útlægur fara af Englandi, eins og þú ert nú útlægur hingað kominn, útlægur frá jarlsdómi og lendum öllum og neyta fram- vegis brauðs utlendra manna og þess gjalds, er að launum þiggja vargar í véum!” Þótt Tosti væri drembilátur þá féll hon- um þó hugur við ákafa föður síns, laut höfði, og gekk þrjózkulega aftur til sinna manna. Guðini hljóp yfir á þilfar þess skipsins, er næst | lá, og notaði nú alla þá mælsku, er honum var ! meðfædd, til þess að slökkva þær ástríður er j orð Tosta höfðu vakið af svefni. Þá er mál hans stóð sem hæst, heyrðust óp frá mannfjöldanum á ströndinni: “Harald- ur! Haraldur jarl! Haraldur og heilagur kross!” Og Guðini, er litið varð á fylkingar konungsmanna, sá að þær riðluðust fram og aftur, unz ómótstæðilegt fagnaðaróp gall við úr miðri fylkingu fjandmannaliðsins — “Harald- ur, Haraldur! , Heill jarli vorum!” Meðan þessu fór fram undir berum himni i hafði Játvarður konungur gengið af ráðstefn- | unni, á einmæli við Stíganda biskup. Hafði | preláti þessi því fremur áhrif á Játvarð með fortölum sínum, sem kunnugt var, að hann var enginn óvinur Normanna, þótt hann væri maður engil-saxneskur, og hafði meira að segja áður verið sviftur biskupsdómi, sakað- ur um of mikla hollustu við Emmu, hina normönnsku drottningu og konungsmóð- ur. (*-3) Hafði Játvarður aldrei á æfi sinni verið jafn þrályndur sem nú. Var hér eigi aðeins um ríki hans að ræða, heldur óttaðist hann um húsfrið sinn, og þá litlu ánægju, er hann naut af samvistum hálfvolgra vina. Þóttist hann sjá í hendi sér, að ef hann neydd- ist til samninga við hinn volduga tengdaföð- ur sinn, þá yrði hann að kalla aftur drottn- ingu sína til hirðarinnar, og sá sig þá rændan friðhelgi sinnar munklegu einveru. Hinir normönnsku gæðingar hans myndu reknir í útlegð, og hann umkringdur af andlitum, er vöktu alúð hans í hvívetnta. Allar fortölur Stíganda máttu sín einskis gegn þrákelkni hans, er Sigurður jarl gekk í herbergið. “Herra konungur,” tók hinn mikli jarl til máls, “ég lét að yðar konunglega vilja á ráð- stefnunni, að Guðini skyldi leysa upp flokk sinn, og hlíta úrskurði þjóðþingsins. Jarlinn hefir gejt mér orð, að hann leggi líf og heiður í mínar hendur, og vilji minni forsjá hlíta. Hefi ég svarað svo, sem sómdi þeim manni, er aldrei vildi gildru §gna fyrir andstæðing sinn, né nokkurs manns trausti bregðast.” “Hver svör gafst þú honum?” spurði kon- ungur. “Að hann skuli hlíta enskum lögum, svo sem gerðu Danir og Saxar í tíð Knúts konungs; að hann og synir hans krefjist hvorki óðals né upphefðar, heldur leggi allt í gerð þjóðþings- ins.” “Þá er vel,'” svaraði konungur; “mun þjóðþingið dæma hann nú, eins og það myndi hafa dæmt hann, þá er hann skirrðist við að leggja mál sitt í þess dóm forðum.” “Og þjóðþingið mun nú” svaraði jarl og var fastmæltur, dæma óháð, óvildarlaust og rétt.” “En liðið—” “Liðið,” sagði jarl, “mun bíða hvort sínu megin, þar sem nú standa fylkingar, og rílji þeir eigi'hh'ta skynskmlegum ráðum, þá skulu vopnin skifta.” (*-3) Svo segir “Kronika Engil-Saxa” (Anglo Saxon Chronicle) árið 1043: Stígandi var rek- inn af biskupsstóli og fé hans allt gert kon- ungi upptækt, af því að drottning gerði hann að ráðgjafa sínum og fylgdi hans ráðum í hví- vetna, að því er menn ætluðu.”—Höf.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.