Heimskringla


Heimskringla - 23.04.1930, Qupperneq 4

Heimskringla - 23.04.1930, Qupperneq 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 23. APRÍL, 1930. ítjctmskringla (StofnuS 1886) Kemur út á hverjum miOvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS. LTD. \*íJ og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86537 VerS blaðsins er $3.00 Argangurinn borglst fyrirfram. Allar borganir sendist THE VIKING PRESS LTD. SIGFtrS HALLDÓRS frá Höfnum Rititjóri. Utanáskrift til blaðsins: Manager THK VIKING PRESS LTD., 853 Sargent Ave., Winnipeg. Utanískrift til ritstj&rans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargant Ave., Winnipeg. "Helmskringla” is published by The Viking Press Ltd. and printed by THE SERVICE PRINTING CO., LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 89 994 WINNIPEG, 23. APRÍL, 1930. > Amerika vaknar Ameríka hefir sofið sætt i mörg ár á gulldyngjunum, í meðvitundinni um hina stórkostlegu velmegun allra landsmanna. í hvert skifti sem hún hefir mmskað við aðvörunarorð alsjáandi manna, hefir hún aftur vaggast í værð við fagurgala Mellons og Coolidge, þessa sálarlausasta bergmáls þröngsýnustu kapítalista, er nokkru sinni hefir um heimsálfuna hljómað, við frið- ajndi fullyrðingar um endalausa velmegun. nú og 'um alla eilífð. Og sem sterkur, sef- andi bassi undir þetta ljúfa lullabíum, hef- ir að eyrum sofendanna borist úr fjarska þungur niðurinn af öskri 100%aranna, er jafn harðan og einhver efasemdarrödd um heilbrigði þessarar velmegunar hefir látið á sér kræla, hafa rokið upp til handa og fóta, með hamslausum fullyrðingum um bolshevíka-agitation, og hótanir um 'blaðauppsagnir og boycott, tjarganir og fiðranir, félagslega og líkamlega. Jafn vel vér Islendingar höfum ekki farið varhluta af tístinu að Lögbergi í vomm strjálmenna 100%ara hóp, allt neðan frá Athelstan upp til professors Beck, eða “hinseginn.” Að vísu skiftir ekki miklu máli hvorumegin hryggjar þeir liggja, sem hag? eða félags- fræðingar, hverjir dugandismenn sem þeir kunna að vera að öðru leyti. En jafnvel eftir verðbréfahrunið mikla á New York kauphöllinni í fyrra, rauluðu þeir Mellon og Coolidge sama vöggusöginn enn, og sjáfur Hoover tók undir, þótt að vísu væri ekki sami sannfæringarhreim- urinn í röddinni. En nú er þjóðin, sem svo lengi hefir sofið, þrátt fyrir margra ára aðvörunaróp margra sinna mætustu og vitrustu manna, loksins vöknuð. Hún hefir rumskað við þyngri klið en þann, sem berst frá börk- um 100%aranna, við brimnið miljón radda atvinnuleysingjanna, er heimta mat í sig og sína, í landi allsnægtanna. Hún hefir vaknað við vondan draum, við þá misk- unnarlausu staðreynd, að lítið skjól er í gulldyngjum örfárra miljónamæringa, al- menningi, er áveðurs verður að standa í lífinu, þegar naprast næðir. Hún hefir vaknað við þá miskunnarlausu staðreynd, að sá miljónafjöldi, er nú hrópar á brauð, eru ekki bolshevíkar, né byitingamenn, heldur skikkanlegir amerískir borgarar, klæðlitlir og svangir af atvinnuleysi, og f járglæfrabusinessi þeirra, er hafa hafið þá atvinnu, að flá náunga sinn, up í hæsta veldi listarinnar. Og hún hefir vaknað við þá staðreynd, sem ef til vill er allra miskunnarlausust, a. m. k, við bolshevíka- blaður 100%anna, að þetta ástand játa- ekki aðeins “róttækir'’ “hugsjónamenn” og “lýðskrumarar,” heldur einnig harð- vítugustu og umsvifamestu athafnamenn og auðkýfingar í Bandaríkjunum, og þá það um leið, sem allra sárast er þýjum þeirra, að þeir megi sjálfum sér um kenna, að svo sé nú komið, að ef þeir menn, er hingað til hafa einir öllu ráðið í viðskifta- lífi þjóðarinnar, sjái ekki að sér og engin ráð til þess að koma á skymsamlegra og mannúðlegra skipulagi, að þá hljóti stjórn- in að neyðast til þess að taka í taumana, og setja fastar skorður starfsemi stóri.ðju- höldanna, en það kalla 100%arar, og aðrir þeir, er hræddastir eru við Rússann, að “hefta hið frjálsa framtak einstaklings.” En það er eftir þeirra kokkabók hinn versti glæpur því framtakið, sem þarna er átt við, er viðskiftaframtakið, og er und- ir staða 11. boðorðsins, sem með oss, “sið- uðum” mönnum, er öllum hinum boðorð- unum æðra, eins konar “amendment” við þau öll, og hljóðar hérumbil þánnig: Plá skaltu náunga þinn lifandi meðan líftóran treinist í honum. * * * Til þess að færa sönnur á það, að. hér sé ekki farið með staðlausa stafi, skulu þýddar glefsur úr ræðu, er James Couzens öldungaráðsmaður, fyrverandi félagi Fords, og einhver lángauðugasti maður í Bandaríkjunum hélt ekki alls fyrir löngu í miðdegisveizlu “Michigan Manufactur- ers Association” í Detroit. Couzens er ekki einungis einn af auðugustu stóriðjuhöld- um Bandaríkjanna, heldur er hann al- mennt talinn einna mestur vitmaður sinna stéttarbræðra, og hispurslausari þeim flestum. Aðalkjarni ræðu hans var þessi: Jeg saka yður ekki um þrælmennsku. Jeg saka yður um hirðuleysi, um skeyt- ingarleysi yðar gagnvart því, að yður hefir svo hraparlega mistekist að ráða framúr þessum vandræðum Og ég hefi rétt til þess að saka yður um þetta, því fyrir tíu árum síðan veittist mér sá heiður að vera borgarstjóri yðar, þegar 150,000 mönnum var sagt upp vinnusama daginn, án nokk- urs fyrirvara, að boði stóriðju höldanna, og vér, starfsmen borgar yðar, látnir um það, hvernig vér kynnum bezt að ráða fram úr þessu, hvernig vér gætum seð ráð til þess að kaupa skó og mjólk, borgað húsaleigu og sent börn á skóla. Þér hristið af yður allri ábyrgð, eins og gæsin vatnsgusu. Stjórnin hljóp undir bagga. En þér urðuð samt fyrir það að borga. Þér borguðuð fyrir það. Það var kreist undan blóðugum nöglum yðar, með sköttum, og þér verðið að borga fyrir það " framvegis; ég segi yður satt, að þér verð- ið að borga fyrir það, og á þann hátt, sem yður kemur verst. Þér verðið að greiða andvirðið til stjórnarinnar, og það verður( yður dýrast. Þér getið komið í veg fyrir háa skatta þér getið komið í veg fyrir það, að stjórn. arskriffinnar grípi fram fyrir hendumar á framtaki og framþróun stjóriðjunnar; þér getið komið í*veg fyrir það, að em- bættismenn hins opinbera sendi yður eyðublöð í skippundatali til þess að svara spurningum og senda aftur, ef þér aðeins viljið sjálfir ráða bót á vandræðunum. Stjórnin grípur ekki fram fyrir hendumar á viðskifahöldum þessa lands, fyr en þeir sjálfir hafa gert svo fyrir sér, að það sé nauðsynlegt. Bolshevíkar hafa álasað oss þunglega fyrir kapítalistaskipulag vort. Vér géfum öllum fulla ástæðu til slíkra álasana, jafn lengi og vér hirðum ekkert um einstak- lingana, sem eiga við skipulag vort að búa. Þeir, sem á því græða, þeir, sem auðgast af framleiðslu verkamanna, hafa líka skyldum við þá að gegna. Þótt ég sé ekki kirkjurækinn, þá er ég á þeirri skoðun, að vér eigum að gæta bróður vors. Jeg álasa ekki þeim, er kirkju sækja. En ég álasa þeim manni, hvort sem hann sækir kirkju eða eigi, sem notar verkamenn til þess að vinna sér auð og allsnægtir og hverskonar munað, en hirðir ekkert um verkamenn sína, þegar 'hann telur sér ekki hagnað í því að veita þeim vinnu. Þegar égvar híliðjuhöldur, man ég eftir atvinnuleysistfmum, eins og nú í vetur, þegar stóriðjan sagði upp vinnu þúsund- undum og* miljónum manna st'endur yður alveg á sama umþetta? Stei^dur yður alveg á sama um það, þótt 3,000,000 menn, sem ef til vill eiga að sjá fyrir 15,000,000 manneskjum gangi atvinnulausir í Bandaríkjunum9 Hefir yður aldrei komið til hugar, að lömuð neyzlu- og kaupgeta hafi nokkur áhrif á viðskiftalíf Ameríku? Mundi það ekki herða á hnappheldunni? Hver hefir nokkru sinni heyrt þess getið, að hita- sjúkur maður legði sig í framkróka til þess að hækka í sér hitann? En það er ein- mitt það, sem viðskiftahöldar Ameríku eru að gera Meðan vér ekki komum skipu- Iagi á framleiðslu og atvinnumál, þá rek- umst vér í sífellu úr einu öngþveitinu í annað, samskonar og það, sem vér höfum komist í í vetur. Þetta atvinnuleysi, sem átt hefir sér stað í vetur, er yður að kenna, engum nema yður. Þér hefðuð getað komið í, veg fyrir það. Þér hefðuð getað látið vera, i að ýta jafn ákaflega á eftir framboðinu á varningi yðar og þér hafið gert, að þrengja fólki, sem engin efni hefir á því, að kaupa allskonar munaðarvörur, sem þér hlutið að vita, ef þér hefðuð látið heilbrigða skynsemi ráða, að það getur aldrei borg- að. En þér segið auðvitað að menn ættui að hafa vit á því að kaupa ekki þessa hluti. Þér segið auðvitað, að hver verði að sjá um sjálfan sig. Þér segið auðvitað. að það sé ekki yðar sök, ef einhver sé svo vitlaus, að kaupa langt um meira en hann er fær um að borga. En ég staðhæfi, herrar mínir, að það séuð þér, sem þröng- vað hafi fólki til þess að kaupa þessar munaðarvörur, sem það hefir enginn efni á að kaupa. Þér hafið, með framúrskar- andi ýtni„ og löngun yðar og metnaðar- girnd til þess að skrúfa framleiðsluna upp úr öllu valdi, þröngvað miljónum manna í þessu landi til þess að kaupa munaðar- vörur, sem þeir aldrei verða færir um að borga. Mér þætti fróðlegt að vita, hvort þér hafið í ráun og veru ímyndað yður, að þetta hrófatildur afborgunarsölunnar, er haugaðist upp, svo þúsund miljónum dala skifti, gæti staðist til lengdar? Hélduð þér í raun og veru, að þetta myndi engan enda taka? Hélduð þér í raun og veru, að fólk myndi halda áfram að kaupa á af- borgun til eilífðar nóns? Yöar var dýrðin um tíma, og um tíma högnuðust þér á því, en nú er komið að skuldadögunum fyrir yður. Það kemur fljótlega að skulda- dögunum fyrir yður, í hvert skifti, sem þér óhlýðnist lögmáli hagfræðinnar, og eg held því fram, að það sé óheilbrigt og lé- leg hagspeki að þröngva munaðarvörum upp á miljónir manna, sem þér vitið að ekki hafa efni á að kaupa þær. Herrar mínir, vér fylgjum ekki á eftir. Oss er kemit, þégar vér leikum “golf,” að vér eigum að fylgjavel á eftir er vér sláum knöftinn. En oss hefir aldrei verið kent að fylgja á eftir ýmsum hagfræðis- kenningum vorum. Vér erum of gírugir í dalinn, sem vér sáum blika við oss í dag, og kærum oss kollótta um hvað á eftir fer. En það hefnir sín áður en vér komumst undan. Það þýðir ekki að neita því; þér vitið það allir, og einmitt þessvegna, að þér hafið vitað það, eruð þér ámælisverðir fyrir að hafa ekki viljað við það kanast; það er orsökin til þess, að þannig er komið fyrir oss. Couzens öldungaráðsmaður er ekki bolshevíki, ekki verka- mannasinni. Hann er auðvalds- sinni, og margir mundu senni- lega halda því fram að sú um- hyggja, sem hér kemur fram fyrir hag verkamannastéttar- innar, eigi fyrst og fremst rót sína að rekja til umhyggjunnar fyrir sjálfum sér og sinni stétt. Persónulega erum vér á þeirri skoðun, að mannúðarhvatir hafi aðallega stýrt tungu hans. Hvort svo hefir verið eða eigi, skiftir í rauninni litlu máli. Hitt er aðalatriðið, að þessi miskunn- arlausi áfellisdómur, sem hann kveður upp yfir stéttarbræðrum sínum, grægði þeirra, heimsku og algjörða fáfræði um hagnýtar stefnur í atvinnumálum, er ná- kvæmlega sami dómurinn í öll- um aðalatriðum og sá, er leið- togar samvinnu og jafnaðarstef- nu hafa óaflátanlega gert heyr- umkunnan, í margra áratuga báráttu sinni gegn hinu fávís- lega “viðskifta”-ati 100%aranna er nú mættu segja, að svo bregð- ist krosstré, sem önnur tré, er þeir heyra Líkaböng þessa vell- auðuga stóriðjuhölds hringja úreltí'Kr skoðanir þeirra til grafar. Frjettahrafl frá Wlnnipegosis. Með því að fréttapistill þessi hefir hvorki “fyrirheit” um ábúð eða jarð- næði við "Skarðsá,” landareign "Ann- álu” né "selstöð” að "Blómsturvöll- um” islenzkra bókmennta austan hafs né vestan, verður ekki eins til hans vandað, vísindalega, sem ella myndi, enda mætti það heita að bera í bakka- fullan lækinn, þar sem blöð vor og tímarit eru svo hlesst andlegu hnoss- gæti, að ekki er ábætandi. Hnoss- gæti, sem verkar líkt á andann og baunir og bolaspað á efnið. Virðist mér því, að þar sem létt- meti allt er lýst i bann, að það muni þvi kærkomnara sem það er sjald, gæfara og forboðnara, og nægir þá, þvi til sönnunar, að vitna til epla- ástsins fyr og síðar. Og þá koma nú fréttirnar. II 1 fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bak- verk, gigt og blöðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu f öllum lyfja- búðum á 50c askjan e,á 6 öskjut fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Torontft, Ont„ , og senda andvirðið þangað. gjald á fiski þeirra, af ísnum, til járnbrautar, hefir heldur ekki verið greitt. Sem sagt, virðist rekstur þess fyrirtækis kominn i það öngþveiti sem engir vita "upp né niður” í. (Enda kvað nú hvorugt vera til). Sumum kvað hafa borið sýnir í drauma, og l®1 ég einn hér með fylgja, og sögumann- inn segja frá: “Jeg brá mér ofan að “Horninu héma um daginn, þú skilur — °S hitti þar gamlan kunningja, sem bauð mér inn í “Homið” upp á gamlan og nýjan kunningsskap, og “tritaði” mér á þessu, sem hann K. N. lærði iyrst að nefna, á duggarabandsámm ensku- náms síns hér í landi. Og er við höfðum glatt oss við gestrisnina, rölti ég heim, hreifur af hlýju endur- minninga og mjaðar, og hlammaði mér niður "skal ég segja þér” A sófaskriflið, sem ég keypti á uppboð- inu eftir hann “Eirík” heitinn — Þn skilur — en hann hafði af “Bóthildi’ keypt hann, en hún af “Auði” skilur- ðu. Nú, sem ég var seztur, seig að mér höfgi með svo kynlegum hætti, að mig bresta orð til að lýsa. Var ég sem * nokkurskonar millibilsástandi svefns og vöku. Skyndilega heyri ég gn.v mikinn, líkan þeim, er “flugur” frá sér gefa. Þóttist ég þá skjótast út að glugga, til að gá að hvað slíkum hávaða ylli. Jeg gef ekki kvintini fyrir alla fylgis- öflun, né fyrir allar yfirlýsingarnai- um það, að ekkert sé að viðskiftalífi voru; mér stendur alveg á sama um það, hve margir ljóngáfaðir háskólaprófessorar og stóriðjuhöldar lýsa yfir því, að allt sé með i felldu í viðskiftalífi voru. Jeg er hingað kominn til þess að reyna, ef unnt er, sam- kvæmt reynslu minni og athugunum, að brýna fyrir yður nauðsynina á því, að viðurkenna heilbrigð hagfræðileg grund- vallaratriði, og byggja á þeim; að fast- skorða tekjur verkamanna svo að kaup. geta þeirra verði næg, því það er eini veg- urinn til þess að þér getið komið almenni- legu skipulagi á viðskifti yðar, svo að yður sé varanlegur hagnaður að. En ef þér ekki verðið til þess að tryggja verkamönnum nægar tekjur, þá kemur þar að, að stjórnin gerir það, með styrk til atvinnu’eysingja, ellistyrk og hvers- konar vátryggingu, sem miðar að því að varðveita líf manna. Amerískir viðskiftahöldarættu yfirleitt að fara að dæmi sumra járnbrautarfélag- anna og stóriðnaðarfélaga og leggja nægi- i legt til hliðar af ágóða feitu áranna, til j þess, að tpyggja verkamönnum jafaari ! tekjur á mögru árunum Það væri langt'um mannuðlegra, og allir viðskiftahöldar í Ameríku gætu þá gengið til hvflu með betri samvizku en nú geta þeir. Ef allar I iðnaðargreinar borguðu verkamönnum sínum visst kaup um árið, í stað þess að borga þeim visst á dag, eða vist á klukku. j stund, þá myndu stóriðjuhöldarnir finna ráð til þess, að koma því skipulagi áfram- leiðslu sína, að hún greiddi þeim varan- legan og vissan ágóða í aðra hönd. ■ Duglegir og ötulir framkvæmdarstjór- ar munu ætíð finna einhver ráð til þess, að komast heilir á húfi fram úr hendan- legri viðskiftakreppu, og það geta þeir með því að hjálpa verkamönnum sínum fram úr henni. Menn eru yfirteitlt hugsunarlausir; 1 þeir eru skeytingarlausir og hirðulausir um afleiðingar gjörða sinna, en þeir eru ekki tilfinningalausir, og það er von mín, að eins og ég hefi hér reynt að skýra þessi viðfangsefni fýrir yður, svo muni og j aðrir gera, og á þann hátt að þeim takist' að vekja samvizku vora til athafna í eitt skifti fyrir öll.” 1 Fiski-saga og samvinnu. Veturinn, h. s. 1., hefir verið harður og' hagstæður að því leyti fyrir at- vinnurekstur okkar fiskimanna, en óhagstæður að því leyti, að veiði varð með rýrasta móti, og verð á frosnum fiski fremur lágt. Er því efnaleg af- koma fiskimanna mjög svo slæm, að örfáum undanteknum. Þó hafa engir fiskimanna farið eins hraklega út úr vertíðinni eins og þeir, sem til heyra hinu svokallaða “Fiskisamlagi,” þvi sumir þeirra hafa enga borgun fengið sinnar framleiðslu. Flutnings- Sé ég þá í austri gamm einn geysí' legan, í stefnu frá mér sem ýfir “Steep Rock” bæri; virtist mér sem vargurinn hefði mann í annari klónni, en stefnu til Winnipeg. Eins og hendi væri veifað er ég staddur hjá 325 á. Meinstrýtu I Winnipeg. Sá ég inn úm glugga á byggingu þessari “Black Board” mikið, og fyrir framan það mann og konu, sem voru að streitast við dæmi eitt meiriháttar, en gátu ekki reiknað, því alltaf, er þau hugðu sig hafa fengið rétta útkomu, sá ég netta kvenmannshendi, með signet3- VER ráðleggjum yður að reykja Bucking- ham Cigarettur vegna þess, að í þeim er hið bezta tóbak, blandað mjög vel saman, og sem helzt ávalt ferskt og ilmgott, í inn- sigluðum pökkum. Þegar þér reykið Buckingham, fáið þér fyllilega verðið sem þér greiðið fyrir það í hverri Cigarettu. Þar er af engu dregið til þess að geta liaft premíu miða í pökkunum. Buckingam eru fríar við að olla remmu eða óbragði. Þær eru frægar fyrir hreinindi. Þær eru að gæðum til óviðjafnanlegar. Reykið þær. %

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.