Heimskringla - 23.04.1930, Page 6

Heimskringla - 23.04.1930, Page 6
«. BLAÐSfÐA Í HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 23. APRÍL, 1930. Merkastéttina, að ávarpa menn á heiðnnm tungum! “Og það sem ég hefi mest á móti Normönnum, er það," sagði ábótinn, og drap undir- furðulega titlinga framan í áheyrendur sína, “er það, að þeir eru næsta sínkir, og drekka ekki öl sitit, sem aðrir menn, því ég hefi alltaf haldið því fram, að presturinn hafi betra tangarhald á syndara- num, ef honum tekst að fá hann til þess að segja sér allt af létta.’’ t “Það er hverjum manni auðsætt,” sagði feitur prest- ' ur, með rautt og smitandi nef. “Og hvernig,’’ hélt ábótinn áfram, og var sigurhreimur í röddinni, “ætti syndarinn að geta létt þungri byrði af hjart- a sínu, fyr en hann hefir feng- ið eitthvað til þess að létta á farginu ? ' Margan vesalings mannin hefi ég fengið sál hresstan yfir góðri mjaðar- kollu! Og margan verðmæt an arf hefir kirkjan öðlast sök um þess, að hinn árvakri hirð- ir hefir sezt að ölteiti með frá- villtu lambi! En hvað hefir þú þarna!’’ sagði ábótinn við mann einn, klæddan almenn- um borgarabúningi, er kom inn rétt í þessu, og með hon- um unglingur, er bar, að þvi er virtist, kistil, er hjúpaður var fíngerðura léreftsduk. “Heilagi faðir!' sagði borgarinn, og þerra- ði ennið, það er svo dýrmætur gripur, að mér er -nær a ð halda að Húgóh'n, féhirðir konungs, muni eigi líta mig réttu auga fyrst árið, því hann mun einn vilja sýsla um fjárhirzlur konungs.” Við þetta ógætilega hjal brá ábótanum munkunum og öllum kierkalýð viðstöddum heldur en ekki vá fyrir grön, því hver um sig þóttist brýnt erindi eiga við vesalings Húg- ólín, og kærði sig ekki um að vita hann umsetinn af leikmönnum. “Inprinis,” sa.gði ábótinn, með mikilli fyrir- litningu, “Hyggur þú, herjans Mammonsson- urinn, að vor ágæti herra, konungurinn, hafi sinn guðrækilega huga á gimsteinum, og öðru slíku fánýtu flingri? Slíka hluti ættir þú held- ur að sýna Baldvini Flæmingjagreifa, eða Tosta hinum mikilláta, syni hins mikilláta jarls.” “Að vísu,” sagði borgarinn og brosti við myndi trúvillingurinn Baldvin og hinn hégóma- gjarni Tosti lítið verð vilja greiða mér fyrir dýr- grip þenna. Enda þurfið þér eigi svo reiðilega á mig að líta, heilögu feður, heldur ættuð þér að reyna hver yðar muni hlutskarpastur verða, að ná klaustri sínu til handa þessari dásemd allra dásemda. Því það skulið þér vita, að hýr fer ég með hægri þumalfingur hins heilaga Júdasar ,sern ágætur maður í Róm keypti fyrir mig, fyrir 3,000 pund af vegnu silfri, og ég að- eins fer fram á að fá 500 pund meira fyrir ómak mitt og erfiði.—3) “Hönh!’’ sagði ábótinn. “Hönh!” sagði ungi klerkurinn framgjarni Hinir þyrptust allir saman um þann, er bar kistilinn. Allt í einu heyrðist hátt bræðióp og fyrir- litningar, og hár, mikilúðlegur þegn, klauf hóp- inn, eins og valur krákuhjörð. “Dirfist þú, þræll,” sagði þegninn, á máll- ýzku, er sajnnaði danskt ætiterni hans, og m,eð þeim harða hreim, er enn er kennimerk manna á Norður-Englandi, “Dirfist þú að segja mér, að konungur vor vilji sóa fé í fíflsku þessa, meðan að virki það, er Knútur konungur byggði við Humruósa, er í rústum, og enginn h^rvæddur maður þar á verði gegn víkingaflotum Svía og Norðmanna?” “Virðuilegi ráðgjafi,” þessir æruverðugu feður munu leiða þig í allan sannleika um það, aðmiklu betur dugir þumaifingur sánkti Júdasar gegn Svíum og Norðmönnum en stein- kastalar eða stálbrynjur. En ef þú fa.lar stál- brynjur, þá hefi ég fáeinar til sölu, allar af nýjustu gerð, og einnig hjálma, með löngum nefbjörgum, eins og Normannar nota.” “Þumalfingur gammallar dýrðlings- skrukku,” sagði Daninn, er virti tilboðið að vettugi, “sá myndi helzt betur duga til vamar við Humruósa en hátumaðir kastalar og her- væddir menn!” “Vissulega, sonur sæll,” sagði ábótinn, og setti upp hneykslunarsvip, og tók þegar mál- stað kaupmannsins. “Manst þú eigi, að liið sann trúaða og fjölmenna herráð, er liaidið var árið 1014, ákvað að beita eigi veraldlegum vopnum gegn hinum heiðnu löndum þínum, heldur reiða sig einungis á það, að heilagur Mikjáll PLOUR Bn.utin verða fleiri cg myndi berjast fyrir oss? Hyggur þú, að dýr- lingurinn myndi líða það, að hinn heilagi þum- alfingur hans félli í hendur heiðinna manna? — aldrei að eilífu! Haf þig á burtu héðan, því eigi ert þú hæfur til þess að stjórna liði kon- ungsins. Far þú, og iðrast, eða konungur skal af þessu frétta.” “Úlfur ert þú í sauðargæru,” muldraði þegninn fyrir munni sér, “og það vildi ég, að klaustur þitt stæði hinummegin Humru!” Kaupmaður heyrði hvað hann sagði, og brosti við. En á meðan að þessu fer framtí biðher- berginu, skulum vér fylgja Haraldi á konungs- fund. Hann hitti þar fyrir sér mann á bezta skeiði klæddan síðri skikkju, með gullrekinn atgeir við hlið, imiMð yfirskegg, log ýmisykoúar myndir og tákn stungin á hörund hægri handar og á háls, er sýndi það að hann hneigðist að saxneskum siðum.-4) Augu Haraldar leift- ruðu, er hann keniidi manninn, því hér var kominn faðir Aldísar, Algeir jarl Álfreksson. Jarlarnir- kvöddust kurteislega, og virti hvor annan fyrir sér um stund, sem væri þeim nokkuð niðri fyrir- Harla ólíkir menn voru þeir ásýndum. Dan- ir voru að jafnaði stærri menn og sterkbyggð' ari en Saxarnir,-5), en þótt Haraldur væri ramm-saxneskur að öllu öðru útliti, þá hafði hann þó úr móðurætt fengið tígulegt yfirbragð og samanrekinn vöxt hinna fomu sækonunga- En Algeir, sem var lægri en í meðallagi, virtist krangalega vaxinn, samanborinn við Harald- Afl hans var að þakka þeim styrk er margir virðast þiggja frá tsAigum sínum fremur en vöðvum, en þeim styrk eru jafnaðarlega gæddir örgeðja menn og eljansamir. Hann var blá- eygður, og augun frámunalega snör og glamp" andi; varirnar voru fíngerðar, gagnaugun mjall- hvít og æðaber; hárið mikið og gult, sem guli barið, oghrökk í mjúkum bylgjum niður una herðamar, þóbt hann reyndi að kemba Þ&ð slétt, sem þá var tízka; kviklegur var hann i látbragði; skjótmæltua og nokkuð hörð röddio á stundum. Var allt þetta svo frábrugðið, sem væru þessir menn af algjörlega óskyldu þjóð- erni, því Haraldur var hinn kyrlátlegasti ásýnd- um, mildilegur, en þó hátignarlegur í öllu fasi og framgöngu Vit og viljastyrkur skein út úr báðum, en vitsmunir annars voru skarpir og skjótráðir, en vitsmunir hins djúpir og ráðfastir. Vilji annars brauzt fram sem skrugguledftur, en vilji hins kom í ljós sem hiti, sem stafar stað- fastlega frá sólu á heiðum himni, skýlausan hásumardag. “Þú ert velkominn, Haraldur,” sagði kon- ungur, ekki eins^viðutan á svip og vandi hans var, og strax hiessari í bragði, er Haraldur nálgaðist hann. 4) Vilhjálmur frá Malmesbury segir, að Englendingar hafi á þessum tímum hlaðið gull- armböndum á handleggi sína, og prýtt hörund sitt með stungnum myndum, eða einskonar tattóveringum. Hann segir, að þeir hafi og þá borið stutt klæði, er náðu þeim mitt til hnés, en þetta var normannskur siður, en langskikk- jan, sem var Algeir er hér klæddur var saxnesk, því á þeim tímum var harla lítill munur á klæðnaði karla og kvenna með Söxum. —Höf. Haraldur Guðinason Söguleg Skáldsaga ----eftir--- SIR EDWARD BULWER LYTTON IV. BÓK ,,—-----------------——-—----------—-------- “Haraldur, Haraldur!” Drottningu varð «kki annað að orði, svo mjög varð henni um það er jarl sagði. “En,” hélt jarlínn áfram og var undir- Straumur djúprar geðshræringar blandinn hinni fagurstilltu rödd hans, er svo vön var að skipa tyrir og telja um —við höggvum ekki grænar greinar á jólaarin okkar, heldur söfnum við þangað þedm sem þurrar og feysknar eru. Skildu grænu greinina eftir — leyfðu fuglunum að syngja Ijóð sín til hennar, láttu hana una sumri og sól. Súr reykur og sótugur kemur frá þeirri grein, sem grænni er kastað á eldinn. og sár iðran sezt að í því hjarta, sem á vori æsku sinnar er numið burt frá áhyggjulausri gleði’.’ ' Drottningin gekk hægt, en í sýnilegri geðs • hræringu fram og aftur og hanuiék talnaband sitt. Eftir nokkra stund benti hún Edith til sín, og sagði rólega, þótt hún stillti sig með erfiðismunum ,um leið og hún benti á bænhúss- •dyrnar: “Gakk þarna inn, og fall á kné; rann- Saka huga þinn og biðst kyrlátlega fyrir. Biddu um tákn af himni — biddu um frið í hjarta pitt Far nú; ég hefi ýmislegt við Harald að segja i einrúmi.” Edith jirosslagði auðmjúklega hendurnar á brjósti sér, og gekk inn í bænhúsið. Drottn- ing horfði ástúðlega á hana fáein augnablik, þar sem hún kraup í barnslegu sakleysi fyrir framan hina helgu mynd. Svo lét hún hægt aftur dyrnar, gekk hröðum skrefum til Harald- ar, og mælti lágt en skýrt: “Elskar þú meyju þessa?” “Systir”, sagði jarlinn með angurblíðu, “ég ^elska hana eins og maður skyldi konu elska, meira en líf mitt, en minna en hugsjón þá, er maður lifir lífi sínu fyrir.” “Ó, heimur, heimur, heimur!” hrópaði drottning í mikilli geðshræringu, “jafnvel þín- um eigin hugsjónupi ert þú ekki heill. Ó heim- ur! ó heimur! þú þráir fullsælu hérnamegin, og þó grípur þú hvert hégómalegt tækifæri til þess að troða hamingju manna undir fótum! Já víst sögðu þeir við mig: ‘Okkur til eflingar skalt þú elska Játvarð konung’. Og ég lifi í augsýn þeirra, er andstyggð hafa á mér — og — og —drottning þagnaði skyndilega, eins og samvizkan hefði hastarlega til hennar talað kyssti með lotningu hinn helga minjagrip, er hékk við talnaband hennar, og hélt áfram með sh'kri ró, sem þar hefði ein kona orðið úr tveim- ur, svo skjót voru geðbrigðin: “Og ég hefi laun þegið, en ekki af þessum heimi! Þrátt fyrir það Haraldur jarl, og jörlum borinn, þú elskar þetta fagra barn, og hún þig, og vel mættuð þið sæl verða, ef hamingjan ein væri markmið lífs vors. En þótt hún sé tiginborin, og eigi févana, þá færir hún þér þó eigi nægilegt ríki í heiman mund, né vopnaðan flokk frænda, er fjölga megi liðsmönnum þímum, og ekki er hún 4.fangastaður á leið þinni til valda og vdrðingar, <og þess vegna elskar þú hana eins og maður Skyldi konu elska — ‘minna en hugsjón þá, er tnaður lifir lífi sínu fyrir!” “Systir,” sagði Haraldur, “nú talar þú eftir mínú skapi, eins og hin bjarteyga, rósvaraða systif mín talaði fyr á dögum; þú talar sem kona með heitu hjarta en ekki eins og múmía, 'Sftríðvafm í prestlegar kreddur. Og ef þú fylgir mér að málum og veitir mér aðstoð þína, þá mun ég kvongast guðdóttur þinni, og bjarga henni bæði frá hjátrúarkreddum Hildar og frá hryl'ilegum grafardvala klaustursins.” “En faðir minn!” kvað drottning í mikilli geðshræringu, “hver hefiur nokkru sinni sveigt þann járnvilja?” “Ekki óttast ég föður minn, en þig óttast ég og munka þína, Hefir þú gleymt því að við Edith erum í banni kirkjunnar, sem sexmenn- Ingar?” “Satt er það, satt að vísu,” sagði drottn- Ing méð skelfingarsvip, “því hafði ég algjör- lega gleymt. Guð hjálpi oss, að hafa þetta hugsað! biddu rækilega, vesalings bróðir minn. ríf þessa hugsun úr hjarta þínu með rótum.” Hún hallaði sér að honum, og kysti hann á ennið. “Þar er konan aftur horfin, en múmían komin, og mælir í hennar stað,” sagði Haraldur beisklega. “Látum þá skeika að sköpuðu. í^> kann sá tími að koma, að mannlegt eðli í há- sæti Englands, eigi eftir að sigrast á trölldómi klerkanna, og þá mun ég, sem laun fyrir þjón- ustu mína biðja þann konung, er þa situr að völdum, og mannsblóð hefir í æðum, að fá mér fyrirgefningu og blessun páfans. Skil mér þó þá von eftir systir, og láttu guðdóttur þína á <eftir meðan, á ströndu lifandi manna.” Drottning svaraði engu, og Haraldur, er 'eigi þótti þögn hennar góðs viti, gekk að bæn- hússdyrunum og opnaði þær. En hann sjanz- iaði í lotnlngu, er hann sá stúlbuna, er kraup þar í fjálgleik fyrir framan hina helgu mynd, með tárvotum augum, er mændu á krossinn. Hann mælti ekki, unz hún var á fætur risin; þá sagði hann blíðlega: “Systir mín mun ekki lengur fast að þér leggja, Edith — ” “Það hefi ég ekki sagt!” hrópaði drottn- ing. “En ef hún gerir það, þá mundu það loforð, er þú gafst mér undir heiðum himni sem er elzta musteri föður vor allra, og ekki hvað óhelgast.” Að svo mæltu skundaði hann út úr her- berginu. VII KAPÍTULI. Haraldur gekk út í framhérbergi drottn- ingar. Þar var fámennt og góðmennt, saman- borið við þann mannf jölda, er vér munum brátt sjá saman kominn í forherbergi konungsins, því hingað komu aðallega, hinir lærðari klerk- ar er hændust þangað mestmegnis fyrir lærdóm drottningar, en þeir voru teljandi á þessum dögum, (þá er fáfræði var ef til vill almennari á Englandi, en nokkur sinni, frá því uin dauða Elfráðs)-1 hingað drógust heldur ekki sá skari af svikahröppum og helgidómapröngurum, er einfe’dni konungs og gengdarlausi fjáraustur lokkaði að honum. Fjórir eða finím prestar eða munkar, einstæ ðings ekkja, eða umkomulaus föðurleysingi, auðmjúk þurft, eða sinnulaus sorg, var allur sá hópur, er dag- lega leitaði áheyrnar hjá hinni angurmæddu og mildu drottnningu. Þeir, sem þarna biðu, sneru sér við, og litu forvitnisaugum til jarls, er hann kom út úr her- bergi systur sinnar, er flestir komu hughreystir út úr, og undruðust stórlega hve litverpur hann var og órólegur á svip, því öllum þótti skjól- stæðingum drottningar vænt um Harald, þrátt fyrir það, að alkunnugt var, að hann bar ekki mikinn þokka til klerka þessa hnignunar- tímabils, því klerkar dáðust þó að vitsmunum hans, og skaphöfn hans, er fjáði allan órétt, og fann til með öllu því sem aumast var, var vel kunn sýtandi ekkjum og svöngum munaðar- leysingjum. Þögnin, er ríkti þama frammi, hafði þau áhrif á jarlinn, >að hann náði sinni venjulegu geðró, og hann stanzaði hjá hverjum einum, til þess að segja eitthvað hughreystandi, svo að öllum var léttara um hjartarætur, er hann var út genginn, enda höfðu þá allir eitthvað gott sín á milli að hvísla um hinn góða jarl. Haraldur gekk niður vegglausan stiga,— en svo voru þá stigar gerðir, jafnvel í konungs- höllum— og ofan í höll mikla, er fullskipuð var ^húskörlum—2), og öðm fylgdarliði konungs eða annara stórmenna, er hann heimsóttu, og gekk þaðan rakleitt til herbergja konungs. Forherbergi konungs var fullt af mönnum, syo að frekar virtist, sem þar ætti sér ráðstefna stað, en að þetta væri biðherbergi fyrir þá, er ásjár konungs vildu leita. í hverju horni gat að líta munka, pílagríma og presta, en þar stanzaði ekki jarl til þess að vinna sér hylli manna. Hann hélt áfram, án þess að líta til hægri eða vinstri, og benti til sín varðliðsfor- ingja þeim, er næstur stóð herbergisdyrum konungs, en sá leiddd hann þegar inn til kon- ungsins. Munkarnir og prestarnir, er gutu augum á eftir honum, er hann gekk inn, hófu hljóðskraf sín á milli: “Hinir normönsku gæðingar konungsins höfðu þó heilaga kirkju í heiðri.” “Satt er það”, sagði ábóti nokkur, “og væru ekki tvær ástæður til, mundi eg heldur draga taum Normanna en Saxa.” “Hverjar eru þær ástæður, faðir,?” spurði framgjarn munkur, ungur.” “Inprinis,’' svaraði ábótinn, er eigi þóttist lítið af því eina orði er hann kunni í latínu, og gat þó eigi réfct með farið, er hann sagði In- prinis, í stað Imprimis, þeir geta ekki talað svo að skiljanlegt sé; “og í öðru lagi óttast ég, að þeir séu frekar hneigðir til holdlegra fræða.” Þessu fylgdi djúp fjálgleika stuna. Vilhjálmur hertogi sjálfur ávarpaði mig á latínu”, sagði ábótinn, og hleypti brúnum. Gerði hann það?—Hve dásamlegt,” sögðu margir í einu. “Og hverju svöruðuð þér, heil- agi faðir?” “Eg svaraði auðvitað Inprinis,” sagði ábót- inn hátíðlega. “Og við það varð hinn góði hertogi all vand ræðalegur á svipinn, eins og ég líka ætlaðist til”-gífurlegur hégómi, og lítilsvirðandi fyrir 1.) Klerkastéttin, segir Malmesbury, er gerði sig ánægða með sem minnstan lærdóm, gat tæp lega stamað fram orðum sakramenntanna, og sá maður, er eitthvert skyn bar á málfræði, þótti hið mesta viðundur. Aðrir sagnritara’r, er teljast mega óvilhallir, fara fullt eins hörðum orðum um hina framúrskarandi fáfræði þeirra tíma.—Höf. ^ 2) Húskarlar við konungshirðina voru nokk- urskonar lífvörður konungs, og flestir, ef ekki allir, danskrar ættar. Mun Knútur ríki fyrstur hafa notað þá þannig. Sama starf mun þeim hafa verið ætlað við hirð hinna ríkari jarla, en hjá bændum og búalýð öllum voru húskarlar nefndir venjulegir þjónustumenn.—Höf. 3) Þetta var ódýrt. Því Agelnoth, erki- biskup af Kantaraborg, greiddi páfa 6,000 pund af vegnu silfri fyrir handlegg sánkti Ágústinus- ar, að því er Malmesbury segir. —Höf.— 5) Og enn er svo á Englandi, þann dag í dag að afkomendur Dana á Kumralandi og í Jórvíkur- sýslu, eru hærri og beinameiri en afkomendur Engil-Saxanna í Surrey og í Sussex. — Höf. —

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.