Heimskringla - 30.04.1930, Síða 4
4. BLAÐSIÐA
HEIMSKRINCLA
WINNIPEG, 30. APRÍL, 1930.
||eímskring,la (StojnuB 1ÍÍ6) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS. LTD. »53 og S65 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86537 VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borglst fyrirfram. Allar borganir sendist THE VIKINO PRESS LTD. SIGFÚS HALLDÓRS írá Höínum Ritstjórl. Utanáskrift til blaOsins: Manager THE VIKING PRESS LTD., 853 Sargent Ave., Winnipeg. Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargant Ave., Winnipeg. "Heimskringla” is published by The Viking Press Ltd. and printed by THE SERVICE PRINTING CO., LTD. »»3-155 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 89 994
WINNIPEG, 30. APRÍL, 1930.
Flugleiðin um Island, og
framtíð Grænlands
i
Hermálaráðlierra Canada, Hon. J. L.
Ralston, er nýlega kominn heim úr Eng-
landsför, með þær fréttir, að nokkrir
þeirra manna á Engiandi, er mest hafa
gengist fyrir auknum og endurbættum
samgöngum loftleiðis, séu staðráðnir í
því að bindast samtökum til þess að
koma á föstum flugferðum milli Canada
og Bretlands, sem allra fyrst. Álíta þeir
það framkvæmanlegt í mjög náinni fram-
tíð, og er gert ráð fyrir því að ferðin taki
tvo daga hvora leið. Þykja þetta mildar
fréttir hér í Canada, sem von er, því
þótt ýmsir hafi áður ritað um flugferðir
í náinni framtíð frá Ontario, um Græn-
land, ísland og Færeyjar, til Bretlands,
sérstaklega Bandaríkjaverkfræðingurinn
Earl Hanson, sem lesendum Heims-
kringlu er að góðu kunnur, og þótt Banda •
ríkjafélög hafi nú í tvö sumur reynt að
brjótast þá leið, þá hefir árangurinn enn-
þá enginn orðið; fáir eða engir hér nyrðra
vaknað til áhuga á málinu, né skilnings
um það, að þessi hugmynd yrði hagnýt-
andi í bráð. En þegar einn af ráðherrum
Sambandsstjórnarinnar kemur beint frá
Bretlandi með þessar fréttir, þá er vitan-
lega uppi fótur og fit á skrifstofum ailra
stórblaða hér, og málið á svipstundu
orðið hverjum manni að umhugsunar-
ofni. Semband við gamia landið á
tveimur dögum, áþreifanlegur verulleiki
innan fárra ára, eftir alla draumórana!
Eftir því sem ráðherrann skýrir frá, er
í ráði að leggja flugleiðina frá Church-
hill, um Grænland, ísland og Færeyjar,
til Bretlands. Er það auðvitað því sjálf-
sagðara ,sem ekki blandast mönnum nú
hugur um glæsilega framtíð Churchill-
borgar, er brautin er loksins þangað
komin. Enda búast menn ekki við að
enn verði um langt skeið hagnýtandi
leiðin frá Nýfundnalandi til írlands, yfir
nær 2,000 mílna sjó, þrátt fyrir risafram
farir fluglistarinnar. Auk þess er fiug-
leiðin um Churchill til muna styttri frá
Winnipeg og ðllurn stöðvum þar fyrir
vestan, heldur en Nýfundnalandsleiðin,
eins og auðskilið er af því, að því nær
algjörlega jafn langt er frá Churchill til
Liverpool og frá Montreal til Liverpool.
Það er ef til aukaatriði í þessu sambandi,
að með flugferðunum frá Churchill feng-
ist ágæt vísbending um tilhögun skipasigl-
inga frá Churchill til Norðurálfunnar.
Bezta sönnunin fyrir því, að þetta eru
ekki loftakastalar einir er það, að ráð-
herrann hefir jafnframt skýrt frá því, að
þeir menn, er fyrir þessum ráðagerðum
standa hafa ákveðið að senda þegar í
• sumar mann til Grænlands, til þess að
skygnast eftir hentugum flugstöðvum,
og gera sem nákvæmastar veðurathug-
anir, en undir veðráttunni verður hagnýt-
ing þessara flugferða að miklu leyti kom-
in.
II
En í sambandi við flugferðir þessar
vakna menn hér eðlilega til fullrar um-
hugsunar um mál, er að vísu hefir áður
verið hér á döfinni, þótt ekki hafi hátt
farið: um hugsanleg kaup Canada á
Grænlandi.
Blaðið “Toronto Star’’ flutti ekki alls
fyrir löngu grein um þá hagsmuni, er
Canada hefði að gæta á stóreyjaflæminu
norðan við meginlandið, og víkur þar
sérstaklega að Grænlandi, meðal annars
með svofelldum orðum:
“Krafa Noregs um það, að fá til fullra
umráða eitthvað af stóreyjaflæminu cana-
diska, hefir á ný vakið menn hér til um-
hugsunar um möguleikana á því, að Can-
ada kaupi Grænland af Danmörku, svo
að allt stóreyjaflæmið verði ein óskift
heild, í eign og umsýslu Canada. —
Tillagan um Grænlandskaupin bygg-
ist ekki eingöngu á nærveru landsins,
heldur einnig á uppruna þjóðarinnar.
Grænland byggja nú 14,081 Eskimói og
274 Danir, er stjórna nýlendunni. Þessir
Eskimóar eru beinir afkomendur Eski..
móanna, er byggja skógleysuflæmin nyrzt
í Canada (“Barren Lands”), og hafa
þaðan flutzt til Grænlands. Hinir cana-
disku Eskimóar hafa ekki aðeins numið
Grænland, heldur einnig Alaska, enda er
nú svo komið, að á Grænlandi og í
Alaska eru fleiri Eskimóar en í Canada,
og engin von um að þeir flytjist hingað
aftur, en aftur á móti er ekki óhugsandi,
að vér gætum náð Grænlandi í vom hlut
Þetta mál hefir aldrei verið rætt sam-
eiginlega af Canada og Danmörku, en
vor á milli er vinátta góð. Tilfinninga-
taugar einar tengja Grænland við Dan-
mörku, því þessi eyja er eina nýlendan,
sem Danir eiga eftir. Þar sem nú hvorki
verzlunarviðskifti né fólksútflutningar
tengja Grænland við Danmörku, þá
hlýtur móðurlandið að fást til þess að
selja þessa nýlendu, er svo dýrt er að
stjórna sökum fjarlægðar, og sem byggð
‘ er framandi þjóðflokki, er aldrei getur
mnnið saman við heimaþjóðina. Danmörk
getur aldrei haft sömu not af Grænlandi
og flestar aðrar þjóðir hafa af nýlendum
sínum, nefnilega til þess að veita viðtöku
þeim mannfjölda, sem aflögum verður
við eðlilega fólksfjölgun í landinu. Þar
er hvorki um námur né skóga að ræða,
og mjög lítið af byggilegu landi; þar eru
engir hagnýtingarmöguleikar, er aimennt
gera nýlendur svo eftirsóknarverðar.
Blaðið “Manitoba Free Press” hefir
einnig ritað um þetta mál, og gert ítar-
lega grein fyrir því hvað unnið sé með
því að ná yfirráðum yfir Grænland’'.
Blaðið telur Canada margvíslegan hagn-
að í því að eiga landið, þegar siglingar
hefjast um Hudsonflóann, og gerðar verði
nýjar hafnir, sem jafn ómissandi verði að
eiga í norðurhöfum, sem Singapore í
suðurhöfum. Þá verður einnig sérlega
hagfeilt, að geta byggt Grænland þeim
Eskimóum, er ekki geta framfleytt sér í
Canada ,er stundir líða. Þá er oss einn-
ig nauðsynlegt að geta átt oss flugstöðv-
ar á Suður.Grænlandi. -----
Algjör yfirráð yfir öllum þeim löndum
er eiga opnar dyr að norðurhöfum og
fullvissan um það, að samgöngumíðdep-
ill allra norðuríshafsleiða verður höfn
nálægt Chidley-höfða.* færir oss heim
sanninn um þann ómetanlega hagnað,
sem af því flyti, að safna öllum þessum
héruðum í eina heild, undir canadiskum
fána.’’
Ýmislegt mun vera athugavert við
röksemdafærsiu þessara blaða, að því er
lýtur að nauðsyn Danmerkur að selja, og
Canada að kaupa, Grænland. Til dæmis
mun það miSskilningur einn, að um sam-
runa Grænlendinga og Dana geti ekki
verið að ræða. Eftir því sem vér vitum
bezt, um mun einmitt jafn og hægfara
samruni hafa átt sér stað frá því fyrsta
milli aðkominna Dana og Grænlendinga,
svo að nú mun óvíða á Grænlandi vera
unnt að finna óblandaða Eskimóa. Einn-
ig er líklega fremur vafasamt, að Eskimó-
um muni fjölga svo í Canada, að hér
verði eigi rúm fyrir þá enn um nokkur
hundruð ár. Það er auðvitað aðeins
aukaatriði.
Samruni þjóðanna er það aftur á móti
ekki. Dönum hefir verið álasað harðlega
fyrir það, að “opna” ekki landið fyrir
öðrum þjóðum, og fyrir kúgun og harð-
yðgi gagnvart Grænlendingum. Vafa-
laust má ýmislegt finna ráðsmennsku
þeirra þar til foráttu. En þó má mikið
vera ef sannleikurinn er ekki einmitt sá,
að Lokun landsins fyrir samvizkulausum
stórgróðajbröllurum stóveldanna, ásamt
hinum hægfara og eðlilega samruna þjóð-
anna, hafi verið óblandin blessun fyrir
hin frumstæðu náttúr.ubörn, er landið
byggðu. Annarstaðar ,um allan heim,
hefir raunin yfirleitt orðið sú, að frum-
stæðar þjóðir hafa litla gæfu sótt undir
“verndarvæng” hvítra manna, nema ef
það skyldi til gæfu mega teljast, að fá
að deyja drottni sínum úr þessum eymda-
dal, jafnvel þótt menn séu afmáðir með
drepsóttum og brennivíni.
*Þegar þetta var skrifað, var Mr. Ralston
ekki kominn með fregnina frá Bretlandi.
Eitt af stærstu norsku blöðunum, sem
út eru gefin hér vestra minnist á þetta
mál, og telur Dönum bezt að selja, ef þeir
fái færi á því, telur að Danir geti aldrei
gert sér mat úr Grænlandi, enda séu
dönsk blöð algjörlega áhugalaus um
málið og “fitji aðeins upp á trýnið,’’ ef
á það sé minnst, en fljóti sofandi að
feigðarósi, að því leyti, að ekki geti komið
til mála að selja landið. Sennilega er hér
ekkert fært til betri vegar fyrir Dönum,
en áreiðanlega væri þeim stórtjón að því
að selja Grænland, því hér gegnir allt
öðru máli en með Vestur-Indíu eyjar. En
jafn víst er það, að þeim er betra að
halda sér vakandi yfir þessu viðfangsefni,
því 'fast verður eftir sótt, ef Bretaveldi,
eða einhverjum hluta þess, þykir sér
nauðsyn í því vera, að ná yfirráðum yfir
landinu. Mættu nú Danir einnig fara að
vakna til umhugsunar um það, hvort ekki
sé einsætt að opna Grænland fyrir sínu
eigin viðskiftalífi, og þá reyndar íslend-
inga um leið. Ætti góð samvinna að geta
tekist á milli sambandsþjóðanna, um það
að hagnýta sér landkosti þar, og gæta
þó um leið hagsmuna landsmanna. Ættu
þá tveir að gæta þess, er einn gætir nú,
og mætti það ef til vill heldur betur fara
en ver, því þótt ekki séu lslendingar
fjölmennir, þá sjá þó betur augu en auga.
Væri þá einnig afnumin sú tátylla, er
ofureflisþjóðir kynnu að vilja færa sér
í nyt, að þarna væri um geysilegt land-
flæmi að ræða, er væri í höndum þjóðar,
er á engan hátt kynni að færa sér í nyt
fríðindi þess, svo að ábyrgðarhluti mætti
teljast, og með öllu óverjandi, að láta
halda þeim óhagnýttum fyrir allri ver-
öldinni.
Fjöldi mynda og hagfræði-
legra uppdrátta er á víð og dreif
um alla bókina, og þótt hún sé
mjög aðgengilega rituð fyrir al-
menning, þá er þar að finna
nákvæma skilgreiningu á hinu
flókna viðskiftalífi allstórrar og
mjög umsvifamikillar þjóðar.
Hún er, í stuttu máli, alþýðleg
vísindabók, er í raun og veru
er ómissandi hverjum óbreyttum
borgara, er eitthvað hugsar um
hag sinn og þjóðar sinnar, og
metur sér það borgaralega
skyldu, að bera sæmilega glöggt
skynbragð á markverðustu fyr-
irbæri athafna- og viðskiftalífs
meðborgara sinna.
Menn geta fengið eitt ein-
tak a{ bæklingi þessum með
því að skrifa eftir hon-um til
Hagstofu Sambandsstjórnarinn-
ar, (Dominion Bureau of
Statistics) í Ottawa.
dodds
Kl D N EYtl
“Caoada 1930”
Svo nefnist bæklingur, er hagstofa
Sambandsstjórnarinnar hefir gefið út,
ekki alls fyrir löngu, og skýrir Hon. Mr.
Malcolm, viðskifta og verzlunarmála
ráðherra, markmiðið með útgáfu bækl-
ingsins í formála, er hann hefir fyrir hon-
um ritað. Hefir lengi verið nauösyn á
því, að gefa út árlega slíkan bækling, er
auðskilinn sé allri alþýðu, um fjárhags-
legt ástand líðandi stundar í Canada, þar
sem dregiS er saman í eina, auðlæsilega
heild, alit það, er til meginatriða má telja
í þeirri skæðadrífiu af hagskýrslum, er
vikulega og daglega er dreift yfir landið,
og eiginlega engum kemur að gagni, af
því að enginn endist til þess að lesa.
Með þetta fyrir augum hefir sérlega vel
verið til bæklings þessa vandað. Eins-
konar inngangur er að aðalefninu, og er
þar almennt yfirlit yfir árið sem leið,
lýst aðalþátitum viðskiftalífsins og inn-
byrðis sambandi þeirra og hinna merk-
ustu atriða í framþróun viðskiftalífsins
í Canada. Þar næst eru nítján, fremiur
stuttir kaflar, er rekja sögu sambands-
ríkisins og helztu stofnana þess, náttúru-
ifríðind.j, þjóðeign og þjóðtekjur; fræða
lesendur um fólksfjölda, landbúnað, skóg-
lendur, námuiðnað, fiskiútveg, vatnsork-
unýtingu, byggingar, verzlun, samgöng-
ur fjármál, atvinnumál, fræðslumál, o. s.
frv. Allstaðar er greinileg lýsing látin í
té um hvað eina, og skýrslur allar raktar
fram á síðustu daga, og um leið gerð
grein fyrir markverðustu straumhvorfum
fyrri tíða og sambandi þeirra við nútím-
ann
Hagfræðistöblur er flestar að finna í
einskonar viðauka, sem skift er í tvenni.
Gerir fyrri hluti hans grein fyrir fram-
þróun sambandsríkisins í hverri grein,
frá því um síðustu aldamót, en síðari hlut-
inn gefur yfirlit yfir flóð og fjöru við-
skiftalífsins, í meginatríðum, mánuð frá I
mánuði, síðastliðið ár.
í formálanum kemst ráðherrann með-1
al annars svo að orði:
“Tvennt höfum vér aðallega haft fyrir ,
augum með útgáfu bæklings þessa, það,
er oss virtist að mætti helzt að gagni
koma. Útlendum mönnum sýnir hann
jafnvæga mynd af ástandinu í Canada,
með nægilegum skýringum á sögulegum
grundvelli til þess bæklingurinn verði
yfirlei'tt hugðnæmur aflestrar nú á þess-
um tímum, er allra augu mæna á Can.
ada, sem athafnasvið nýborins fram-
kvæmdavilja. En þar eð bæklingurinn
berst lesendum í Canada í hendur rétt
eftir nýárið, 'og er í eðli sírnt yfirlit og
skilgreining á viðskiftalífi undanfarinna
ára, þá ætti hann, í öðru lagi, að hjálpa
almenningi til þess að skilja og ræða
skynsamlega ástand vort og efnahag,
eins og þegar menn hafa gert upp bú
sitt, og ætti það að verða mönnum hvöt
til nýrrar framtakssemi á árinu 1930.’’
Svo Bregðast Krosstré
Sem Önnur Tré
^087 THE1
1 fullan aldarfjórðung hafa
Dodds nýrna pillur verið hin
viðurkenndu meðul við bak-
verk, gigt og blöðru sjúkdóm-
um, og hinna mörgu kvilla, er
stafa frá veikluðum nýrum. —
Þær eru til sölu í öllum lyfja-
búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur
fyrir $2.50. Panta má þær beint
frá Dodds Medicine Company,
Ltd., Toronto, Ont., og senda
andvirðið þangað.
Hér sit eg ein á stokki.
Af mér er gleðinnar þokki,
Stolið hefir seggurinn svínni,
Sumarlangt gleðinni minni.
Þettað gamla stef datt mér í hug
er ég var búinn að lesa ávarp Séra
B. B. Johnson’s D.D. til Arna Páls-
sonar í síðasta Lögbergi. Mér fannst
þvilíkt sem ég heyrði börn tala um
foreldri sitt sem gamalt væri og farið
að tapa í lífsbaráttunni. Mér fannst
það segja sem 3^0!*
Þettað foreldri mitt er nú .orðið
lasburða og bezt það leggist sem
fyrst til hvíldar, það borgar sig ekki
aðvera að stumra yfir þvi eða leita
því lækninga. Við skulum signa það
og láta það svo eiga 'Sig. Það er
allt sem ætlast má til af okkur. Og
þetta, að reyna að muna svo að það
var þó einu sinni til.”
Hvað veldur að sumir af okkar
meiri háttar og leiðandi mönnum
fara svo með íslenzka málið, málið
okkar sem okkur mörgum hér vestra,
er svo hjartakært. Getur það verið
leti sem þar liggur til grundvallar,
því auðvitað er það náðugra að sitja
í lífsbátnum með krosslagðar hendur
og berast með straumnum og hverfa
í enska þjóðlífs hafið, svo þar sjáist
ekki eftir einn gári. Þeir sitja þama
sællegir og hálf sofandi, rétta ekki
einu sinni út hendina til að bjarga
henni móður sinni sem er að berjast
við að halda sér á floti við hlið bát-
sins. Eg sé þá brosa í kampinn þeg-
ar hinir sönnu synir móður sinnar
róa lífróður móti ósjóum og ofsa
veðri til að bjarga gömlu konunni
frá druknun. Eða er það óræktar-
semi þeirra sem engin bjargræði
sýna, þykir þeim skömm að foreldr-
inu sem fátæktar vegna varð að
senda börnin frá sér í framandi land.
Það er þó ekki gert að gamni sínu.
Jeg vona að það sé ekkert verra en
leti sem gengur að þeim mönnum sem
vilja lofa Islenzkunni að hverfa eins
fljótt og unt er. Það er margur
maðurinn sóma maður þó latur sé
og ef hægt er að vekja, þá mikil-
virkur.
Nú vil ég biðja alla gáfu og menta
menn sem af islenzku bergi eru
brotnir að í staðin fyrir að láta allt
reka á reiðanum með íslenzka túngu,
að þeir hefjist nú handa með
þeim, sem af alhug og einlægni
vinna að þeim málum að halda lsl.
túngu við, það er ekkert uppgerðar
glamur, það er ást til móður málsins
og áhugi að vernda það frá glötun,
sem vakir fyrir þvi fólki. Areiðan-
lega er enginn byrðarauki að kunna
fleira enn eitt mál og áreiðanlega
vegs auki að kunna eins fornfrægt
mál og íslenzkan er. Og þess þykist
ég viss að íslenzkir prestar og bisk-
upar finni Guðsorðið eins kröftugt
á þeirra eigin feðra túngu eins og 4
nokkru öðru máli. Þurfa því ekki
að veigra sér við að flytja það i
kirkjum sínum frekar en annar-
staðar.
Móðurmálið er blómsturband,
Sem bindur os stóra og smáa,
Og geymir fortuð og fósturland,
Með fegurðar draumnum háa.
Guðrún H. Friðrikson
Winnipegosis, 8 mars 1930
* * *
I
Heiðraði Ritstjóri Heimskringlu,
Með fylgjandi greinarkorn sendi eg
til Lögbergs fyrir nokkru síðan, Þv-
það fáa sem ég hefi látið sjást eftir
mig hefi ég ætíð sent Lögbergíngum,
og hafa þeir sýnt mér þann sóma að
setja það í sitt góða blað. Hvers
þettað greinartötur á að gjalda veit
ég ei því ekki er hún ljótari enn
margt sem í blöðunum sézt, en
máske þettað rit mitt sé svo klaufa-
eða heimskulegt að það sé ekki birt-
andi. Ef svo er að mér væri vansi
að láta það sjást, bið ég þig sem
ærlegan Islending að stinga því und-
VER ráðleggjum yður að reykja Bucking-
ham Cigarettur vegna þess, að í þeim
er hið bezta tóbak, blandað mjög vel saman.
og sem helzt ávalt ferskt og ilmgott, í inn-
sigluðum pökkum. Þegar þér reykið
Buckingham, fáið þér fyllilega verðið sem
þér greiðið fyrir það í hverri Cigarettu.
Þar er af engu dregið til þess að geta haft
premíu miða í pökkunum.
Buckingam eru fríar við að olla remmu eða
óbragði. Þær eru frægar fyrir hreinindi.
Þær eru að gæðum til óviðjafnanlegar.
Reykið þær.