Heimskringla - 30.04.1930, Síða 8
*. BLAÐSTÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 30. APRíL, 1930.
Fjær og Nær
t*eið er kölluð sala. En þegar þér
athugið verðið, sem beðið er um
fyrir hina mörgu eigulegu muni, sem
til boðs eru á Bazar Kvenfélags Sam-
bandssafnaðar, er ekki hægt að
rengja sig um að það er verið að
gefa hlutina í burtu. Hvort sem þú
hefir mikla peninga eða litla geturðu
hvergi fengið betri vöru eða meira
fyrir þá. Og ef þér trúið oss ekki,
P& komið og sjáið. Staðurinn er að
655 Sargent Ave. við Agnes st.
Lestrarsamkepni
fyrir börn hefir deildin Frón á næsta
fundi sínum, Fimtudagskvöldið þann
8 maí, í efri sal Good-templar hússins.
Verður bömunum skift í tvo flokka
eftir aldri og 5 verðlaun gefin í hverj-
um flokk. Annað fleira verður til
skemtana. Byrjar kl 8 e. m.
Samskot tekin.
Sjónleikurinn “The Path Across
the Hill,” í ísl. Þýðingu Stígurinn
yfir fjallið, hefur tvisvar verið leik-
inn, af leikflokk frá Arborg, bæði í
Árborg og Hnausa, fyrir fullu húsi á
báðum stöðunum.
Leikurinn er bæði uppbyggilegur
og- skemtilegur; gaman og alvara i
heppilegum hlutföllum. Birtist þar
hve erfið að mörg einstígi lífsins eru
yfirferðar. Undantekningarlaust fara
ieikendurnir vel með hlutverk sín.
Leikurinn verður sýndur í Selkirk í
nsestu viku. Fólk er vinsamlegast
beðið að veita athygli auglýsingu, á
■öðrum stað í blaðinu.
Séra Jóhann Bjamason messar í
Keewatin n. k. sunnudag (4 maí)
kl. 1. e. h. æskt er eftir að guðsþjón-
ustan verði vel sótt.
Lestrarfélagssamkoma verður hald-
in á Gimli 16. maí n. k. Skemtiskrá-
in er vönduð, og ættu allir, er koma
því við, að sækja samkomuna.
Iþróttafélagið Fálkinn efnir til
myndarlegs dans i G. T. húsinu á
föstudagskvöldið í þessari viku. Hr.
S. Sölvason spilar fyrir dansinum og
em það mkil meðmæli með sam-
komunni. Inngangur er aðeins 35c,
svo þama er tækifærið til að skemta
sér, sem næst að kostnaðarlausu.
Alt unga íslenzka íþrótta fólkið
verður þarna að sjálfsögðu, svo þú
getur átt von á að mæta þarna góðu
fólki. Fjölmennið á dansinn. Það
verður hvergi betri skemtun en þar
þetta kvöld.
Sökum langra veikinda ritstj., er
með þessu blaði hefir að fullu tekið
við umsjón þess afhur, hefir verið
lítið af fréttum í blaðinu und-
anfarandi. Hafa margir mætir gestir
komið til bæjarins, er ekki hafa verið
taldir. Meðal þeirra munum vér að
nefna Mr. Gunnar Bjömson, formann
skattanefndar Minnesotaríkis, og frú
hans; Þá bræður, Guðmund dómara
Grímson og Mr. Snæbjöm Grímson.
frá Rugby og Milton, N. Dakota, og
Mr. W. H. Paulson. fylkisþingmann
Leslie, Sask., er allir voru hér í vik-
unni sem leið.
John S Laxdal frá National City,
Cal. kom hingað til bæjarins s. 1.
sunnudag. Er hann lagður upp í
ferðina til Islands, á hátíðina í sumar,
og tekur sér far með Heimfararnefnd-
inni. En fyrst skreppur hann bæði
vestur til Mozart, Sask., til þess a.5
líta þar eftir eignum og gömlum við-
skiftum, og til Dakota, að heilsa upp
á gamla kunningja.
Björn . Eggertsson kaupmaður frá
Vogar og kona hans, komu til bæjar-
ins s. 1. fimmtudag. Sögðu þau allt
bærilegt að frétta úr sinni bygð, þó
tímar væru fremur daufir sem stæði.
Þau hjón héldu heimleiðis s. 1. laug-
ardag.
Bræðurnir B. B. Jónsson og J. G.
Jónsson frá Gimli vom staddir í bæn-
um s. 1. viku í viðskiftaerindum.
Frá Islandi
BAZAR
Kvenfélags Sambandssafnaðar verður haldinn þriðjudag-
inn og miðvikudaginn 6 og 7 maí n. k. að 655 Sargent,
við Agnes stræti.
Verða þar margir eigulegir og góðir munir á sanngjömu
verði Sömuleiðis margskonar matur, Kaffi veitingar og
allkonar heima tilbúið brauð, rúllupilsa, kæfa
og margt fleira.
Salan byrjar báða dagana kl. 2 e. h.
^'ecððeooðesseeososðessoctioseoðsðsosðsiðððoðsðssðeððo
A T HOME
under auspices of Icelandic Choral Society
— in —
FIRST LUTHERAN CHURCH ||
Tuesday, May 6th.f 8.15 p.m, o
PROGRAM: §
I - Icelandic Choral Society:— ð
a) Hló við í austurátt ... . Björgvin-Guðmundsson 8
b) Stormur lægist .................. Oscar Borg S
c) Lóan í flokkum flýgur ........... .. Martini O
II - Address ......................... Dr. ó. Björnson K
III- Instrumental Selection .............. S. Sölvason S
IV- Folk Dances ....................... Swedish Group 8
V - Icelandic Choral Society:— ð
“The Snow” ........................,,.... Elgar X
VI- Male Quartette ........................ Selections 0
VII- Selections ....................... Swedish Group O
VIII- Piano Selection ............ Miss Freda Simonson 8
IX- Piano & Mouth Organ Duet X
X - Icelandic Choral Society:— 8
(Assisted by Violins & Tableau) Q
a) Hush Thee My Baby .............. A. S. Sullivan
—. b.) Goin' Home ................... Anton Dvorak
Collection — Refreshments
Conductor Accompanist
H. THOROLFSON BJÖRG V. ÍSFELD
Grand Piano graciously loaned by Winnipeg Piano Co.
sooosoeoeooocosaaocoossosccoccosiscccoft.'
GARRICK
LAST SHOWING THURSDAY
Billie Dove in “THE OTHER TOMORROW
STARTING FRIDAY—SPECIAL
4»
Musícol movietone of
iegs, love ond laughter
^OLKN
With Marjorie Gunthrie
(White)
Winnipeg Star
MATINEES
ÍUntil 7 o’Clocl-
25c
EVENINGS
40c
ALÞIN GISH ATIÐIN
Sænsk-íslenska félagið í Stoc.k-
hólmi hefir nýlega gefið út sérstakt
rit (Festskrift) vegna Alþingishátíð-
arinnar i vor. Stig Zetterlund, skrif-
ari félagsins, hefir annast ritstjórn-
ina og ritað fyrstu greinina (930—
1930). Þessir Islendingar eiga rit-
gerðir í heftinu: Jón Dúason (Dr.
jur. Ragnar Lundborg), Finnur próf.
Jónsson (Islenskan), Sveinn Bjöms-
son (Island—Norðurlönd) og Matt-
hías Þórðarson (Viðskifti Svía og
Islendinga). En þessir útlendingar
hafa lagt til efni, auk ritstjórans:
Jon Boman, Erik Scavenius, S. Re-
mertz, Emil Walter og Patrick Wret-
blad. — Ein mynd er i ritinu af Þor-
finni Karlsefni (eftir Einar Jónsson).
Ritgerðirnar eru á fjórum tungum
(íslensku, sænsku, þýsku og dönsku).
Frú Snjólaug Sigurjónsdóttir
Kona Sigurðar Bjömssonar bruna-
málastjóra andaðist i gær eftir langa
og þunga legu. Hún var fædd á
Laxamýri 7. júlí 1878, dóttir hinna
þjóðkunnu merkishjóna frú Snjólaug-
ar og Sigurjóns Jóhannessonar, en
systir Jóhanns skálds og þeirra syst-
kina. — Hún giftist 3. júní 1899 Sig-
urði Bjömssyni og varð þeim átta
bama auðið, og em þessi sex á lífi:
frú Elín, gift Ludvig Storr, frú Snjó-
laug, gift Kaj Bruun, frú Ingibjörg,
gift Sigursteini Magnússyni, og J<5-
hanna, Björn og Sigurjón, öll í föð-
urhúsum.
Snjólaug sáluga var fríð sýnum,
mikilhæf og ágæt kona, eins og hún
átti ætt til.
Vísir
Siglufirði, 20. mars, FB.
I dag og undanfarna daga stórhríð
á norðan með tíu til fjórtán stiga
frosti. I dag er níu stiga frost.
Mikil fannkoma. írtlitið bendir til
þess, að ís sé nálægur. Lausafregn
hermir, að tvo hafísjaka hafi rekið á
Crlfsdalafjörum í fyrradag, og að ís-
hroði sjáist úr Grímsey.
Bátar réru héðan á sunnudag. öfl-
uðu vel. Fengu fullorðinn fisk full-
an af gotu.
Fjögur hundruð ára afmæii prent-
listariimar á Islandi.
Félag íslenskra prentsmiðjueinda
og Hið íslenska prentarafélag gang-
ast fyrir því, að 400 ára afmælis
prentlistarinnar á Islandi verði minst,
og verður það gert með tvennu móti.
Félögin efna til samsætis þ. 5. n. m.
og verða þátttakendur í því án efa
mjög margir. Auk þess gefa félögin
út vandað rit til minningar um af-
mælið. Heitir það “Fjögur hundruð
ára saga prentlistarinnar á Islandi,”
og er skráð af Klemens Jónssyni
fyrv. ráðherra. Er á allan hátt van-
dað til útgáfu þessarar merku bókar,
sem líklega verður um 15 arkir að
stærð í stóru broti. — (FB. 22. mars).
Togari Strandar
(Rvik. 2. apríl)
1 nótt strandaði togarinn Eske frá
Hull á Helguskerjum við Vestmanna-
eyjar. Sökk skipið þegar, en skip-
verjar allir, 16 talsins, komust í
skipsbátinn og bjcrguðust allir. Vél-
báturinn Harpa úr Vestmannaeyjum,
formaður Þorgeir Jóelsson, hafði róið
báta fyrstur i morgun og hitti bátinn
frá togaranum og dró hann til lands.
Skipverjum leið öllum vel.
Norrænt stúdentamót
Verður haldið dagana 25. júní til 1.
Júlí. Ræður eiga að halda Einar
Arnórsson prófessor, Thor Thors lög-
fræðingur, Tryggvi Þórhallsson for-
sætisráðherra, Davíð Stefánsson skáld
Sigurður Nordal prófessor, Bertel
Ohlin prófessor (hinn sænski), Agúst
H. Bjárnason pró fesor,
Vilhjálmur Stefánsson landkönnuður
og Arni Pálsson bókavörður. Þátt-
takenda kostar 60 kr. fyrir stúdenta,
80 kr. fyrir kandídata og það að menn
beri stúdentshúfu meðan á mótinu
stendur.
— Alþbl. —
FÆREYSK SKCTA STRANDAR
8 mönnum skolur út og drukna
18 menn bjargast í land á streng eftir
10 tíma á flakinu. Þeir komast ekki
til bygða fyr en eftir aðrar 10 stundir
1 skipverja deyr af vosbúð.
FB. Færeyski kutterinn Ernestine,
frá Klakksvík, strandaði i fyrra
kvöld um kl. 10 í aftakaveðri, hríð og
dimmviðri ,skamt fra Bjarnavík, er.
þaðan er hálfs annars tíma gangur
að Selvogi. Atta af skipverjum
skolaði út um nóttina, en hinir björg-
uðust á land á streng um kl. 6 i gær-
morgun og urðu að láta vþar fyrir-
berast, klæðlitlir, gegnblautir og
kaldir, enda lézt einn þeirra úr vos-
búð um nóttina. Kl. að ganga tvö
komst einn skipverja til Selvogs, en
þar vissi þá enginn hvað gerst hafði
Var nú brugðið við skjótlega til
hjálpar og skipverjar fluttir að Sel-
vogi sumir, en nokkrir til hreppstjór-
ans á Bjarnastöðum. Voru þeir hátt-
aðir ofan í rúm þegar og hlynt að
þeim sem bezt.
Einum skipsmanna var ekki hugs-
að lif í gær, en hann hefir hrest mik-
ið og var í morgun talinn úr allri
hættu.
—26 menn voru á skipinu.
Siðari fréttir.
Bjarnavikurberg, send skipið strand
aði undir, er milli Selvogs og Þorláks-
hafnar, sunnan á Reykjanesskaga.
Þeir 8 skipverjar sem drukknuðu
hétu: Joen Magnus Högnesen, Karl
Joensen, Rasmus Jacobsen, Elías
Heinesen, og sonur hans Hen-
rik Heinesen, Hans Jakob Andersen
(eða Andreassen), Tomas Karlsen
J. A.
JOHANNSON
Garage and Repair Service
Banning and Sargent
Sími33573
Heima sími 87136
Expert Repair and Complete
Garage Service
Gas, Oils, Extras, Tires,
Batteries, Etc.
RIALTO
THE.VTRK
l*h. ‘2H 10«
( ARLTO.N nikI PÖRTAGE
SHOWINO TODAY
“OH YEAH,>
A 100% TALKING PICTURE
SHOWING SAT., MON. & TUES.
THE GI.EASONS In (James and LucIHp
“SHANNONS OF
BROADWAY’’
100% TAl.KING - SINGINO - DANCING
BÍKKer and funnipr than thp StaKP Hlt..
EXTRA ADDEI)
▲LL TALKINO
FEATURETTES Any Tlmp'
(1(11,1) MATINEE SAT. AT 2 P.M. lOc
adults af.
Any S«»t £ ^
ROSE
THEATRE
Sargent Avenue
THURSDAY, FRIDAY & SATURDAY THIS WEEK
All-Talking Mystery Thriller
“The Studio Murder
Mystery”
Added All-Talking Comedy
“Fighting Parson”
MONDAY, TUESDAY AND WEDNESDAY
100% ALL-TALKING
uThe 13th
Added All-Talking Coniedy
44Trusting Wives”
Svinoy og Joen Tomassen. Nafnið á
manni þeim, sem dó af vosbúð eftir
að í land var komið, hefir ekki frést
enn þá.
Skipstjórinn heitir Berg Joensen.
Crtgerðarmaðurinn heitir Kjölboe og
á heima í Klakksvík. Skipið er nú
brotið í spón. Það var 170 smálestir
netto, með 90 hestafla vél. Það var
úr eik og smíðað í Dunkirk í Frakk-
landi 1911. Það er kallað kútter hér
að framan, en mun hafa verið skonn-
orta.
— Alþbl. —
SMÆLKI
Eftirfarandi saga er sögð í frönsk-
um blöðum:
Tveir menn sátu á gangstéttar
veitingakrá í Cannes, og gekk þá hár
maður þar framhjá og sáu þeir aðeins
baksvipinn á honum.
— Þetta er einkennilegt, mælti
annar, ég hélt að hann væri í París.
• — Þekkirðu manninn ?
— Jú, ég skyldi nú ætla það! Þekk-
ir þú hann ekki?
— Jú, mér fanst ég kannast við
hann. Hver er hann?
—Það er hermálaráðherrann, Magi-
not!
— Er það Maginot?
— Já, vist er það Maginot. Jeg
ætla að ná i hann.
Og svo hljóp hann á stað og náði í
háa manninn, sló kumpánlega á öxl-
ina á honum og sagði: Góðan daginn
ráðherra!
Hái maðurinn sneri sér við ■ en
þá brá hinum í brún, þvi að þetta var
Kristján X. Danakonungur.
Trúlofun slitið.
I fyrra trúlofaðist rúmenska prins
essan Ileana þýskum greifa Hochberg
að nafni. Var mikið dálæti á honum
við rúmönsku hirðina. En svo fóru
þýsku blöðin að birta ýmsar miður
fallegar sögur um greifann, og
meðnl
annars kom upp úr kafinu að hann
hafði einu sinni verið settur í fan£
els fyrir ósiðsemi. Þá var trúlofun
inni slitið. — Greifinn hafði gefl
unnustu sinni forkunnar fagran
dýran demantshring, en gleymt a
borga hann. Kom nú reikningurinn
til konungsfjölskyldunnar og var
hún að borga. Þær Ileana og Ma a
móðir hennar eru nú á ferðalagi. °g
verða erlendis meðan mest er a
um þennan leiðindaatburð.
“Stígurinn Yfir FjalIið,,
sjónleikur í þrem þáttum
Verður sýndur af leikflokk frá Árborg í Islenzka
samkomusalnum
i Selkirk
miðvikudaginn 7 maí kl. 9 siðd.
Inngangur 50c fyrir fullorðna, 25c fyrir börn.
Dans — Veitingar seldar.
TOMBOLU
OG
DANS
heldur stúkan “Hekla” No. 33 I.O.G.T,
í Good Templara-húsinu á Sargent Ave.
mánudaginn 5 maí 1930.
Inngangur °g einn dráttur 25c
Góð music.
VÖRU FLUTNINCAR
Til að greiða fyrir vöru flutningum, hefir Winnipeg Selkirk
og Lake Winnipeg Railway félagið, fengið flutnings motor vagna,
er ganga á milli Selkirk og Winnipeg sem hér segir:
Vagnar (Trucks) byrja að fara á milli þeirra er vörur senda
Winnipeg kl. 11 f. h. og fara af stað frá Winnipeg kl. 1 e. h.,
Koma til Selkirk kl. 3 e. h. Til baka fara þeir aftur frá Selkirk
kl. 5. e. h. og koma til Winnipeg kl. 6 e. h.
Burðar gjaldið er 20 cents fyrir hver hundrað pund. og 25
cents minimum gjald á hverri sendingu.
Vöru á bátana teknar niður á bryggju.
Símið 842 347 eða 842 348 og vörurnar verða settar í vöruhús
yðar.
Sérstakt verð á vagnhlössum.
Winnipeg Selkirk & Lake Winnipeg Railway
2nd floor Electric Railway Chambers
BUSINESS EDUCATION
PAYS
especially
“SUCCESS"
TRAINING
Scientifically directed individual
instruction and a high standard
of thoroughness have resulted
in our Placement Department
annually receiving more than
2,700 calls—a record unequalled
in Canada. Write for free pro- \
spectus of courses.
ANNUAL ENROLLMENT
OVER 2000 STUDENTS
THE
SUCCESS
BUSINESS COLLEGE LIMITED
Portage Avenue and Edmonton Street
WINNIPEG