Heimskringla - 11.06.1930, Side 1

Heimskringla - 11.06.1930, Side 1
5» AjiaR.afe>lað Hetmökrtngla \J%wa songmál Vistur-I§lendin^a XLIV. ÁRGANGXJR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 11. JÚNÍ, 1930. NUMER 37 Þinn fangi sný eg heim Ó, heyrðu niig, heillin, Ver hjá mér í dag, Því seiðraddir sumarsins Syngja mér lag. Eg heyri svani syngja Um sólarlöndin hlý. — •Svo leika’ á ljúfum vörum Þér leyndarmál ný. Nú húmstundin himnesk Sér hallar að nótt. En hjá þeim lifir ljósið, Sem lýsir allri drótt. Er kveldroði kærleikans Kyrlátt að mér snýr: Þótt myrkur hjúpi munann, Þar morguninn býr. — Ef vinir vaka saman Um vorljósa nótt, Við ljúfa lífsins drauma, Þá líður hún fljótt. — * * * Er sál mín fer söngþyrst Og sviflétt um geim: Þín fegurð andann fjötrar, Þinn fangi sný eg heim. í júní, 1930. Jónas A. Sigurðsson. Nú er sumar um sæ, Nú er sólskin í bæ, Nú er sóley í varpanum heima. Nú er söngur í sál, Íslands ylhýra mál, — Æsku vorlöndin andann vill dreyma. Nú vill hugurinn heim, Yfir höfin, — um geim, Út í hafsauga’ — að ættjarðarströndum. Hlýða’ á lóunnar ljóð, Læra feðranna óð, Knýtast ætt sinni eilífum böndum. Nú vill yngjast vor önd, Höggva áranna bönd, Horfna æsku til öndvegis leiða. Tjalda ‘bónleiðum’ búð, Yfir breka sem flúð Öllum brottdæmdum landtöku greiða. Þótt að ættjörðin oss Bjóði úrsvalan koss — Lýta ástmeyju tárvotar kinnar? Vit að hjartað er heitt Þó að hárlit sé breytt; — Mundu Hekluglóð hafmeyjarinnar. Þar, sem bláfjalla blær, Þar, senl bárulaus sær, Gera Brávöll að ódáins vengi: Þú í dalanna dýrð, Þjóðin draumlynda býrð, — Feðra dýrgripir auðga þitt mengi. Þar er æskan mín — öll, Bak við úthaf og fjöll; Slíka átthaga andann vill dreyma. Land, þar sezt eigi sól, Byggð, er söngfuglinn ól, — Þar á sumarið sólfagurt heima. Nú fer hugur minn heim, — Yfir höfin — um geim, Nú skal hávetrar nepjunni gleyma. Nú er sumar um sæ, Nú er sólskin í bæ, Nú er sóley í varpanum — heima! % Jónas A. SigurSsson. RHAPSODIA i Nú er sóley í varpanum j beima i. Xempo rubato.*) Þegar að ritstjóri Heimskrfnglu bað mig að skrifa eitthvað um söng- listarmál Vestur-lslendinga, sagði eg honum, sem satt var, að eg kenndi mig ekki mann til þess — skorti al- gerlega til þess þekkingu, bæði al- menna, og þó sérstaklega staðræna. En hann svaraði, eins og Eggert sagði við Þórð í Hattardal, þegar hann sendi Þórð í verzlunarferðina til Reykjavíkur. Þórður spurði hvað hann ætti að kaupa. ‘‘Kauptu ein- hvern andskotann,” svaraði Eggert. — En aðeins þori eg að ábyrgjast lesendum mínum, að þeir þurfa ekki að vera hræddir um að þessar línur verði eins þungmeltar eða afdrifa- ríkar, eins og Eggerti reyndist það sem Þórður keypti. II. Um miðja síðastliðna öld voru furðulegir hlutir að gerast á öllum sviðufh íslenzks þjóðlífs. Nokkrir íslenzkir menntamenn í Kaupmanna- höfn ristu upp herör og réðust með ofurmóði ungra stríðsguða á drunga og dofinskap Islendinga í hvívetna, í búnaðármálum, i menntamálum, í skáldskap, í stjórnmálum. Tómas Sæmundsson brýndi menn lögeggjan til búnaðar- og atvinnubóta. Konráð Gíslason til málhreinsunar. “Sverð lslands, sómi þess og skjöldur”, Jón Sigurðsson, til sjálfstæðisbaráttu, til þjóðarvitundar, til menningar og sjálfsbjörgunar. Jónas Hallgrímsson réðist á rímnakveðskapinn með allri grimmd listamannsins og öllu sann- girnisleysi brautryðjandans. Engu var hlíft. Um allt léku vindar nýrra og framandi stefna. Það réð að líkum, að íslenzk söng- list fór ekki varhluta af þessum byltingum og betrumbótum. I gegn- um myrkur miðaldanna og allt fram að þessum tima, hafði þjóðin ein- göngu lifað á "heimabruggaðri” mús- ík. Langspil og fiðla voru einu hljóðfærin, sem þekktust. Tvísöngur, vikivakar og rímnakveðskapur einu söngformin. Einstaka erlent lag hafði að vísu fluzt inn til landsins fyrir þann tíma, ýmist með útlendu verzlunarfólki eða með sigldum og “stúderuðum” mönnum, en þau höfðu engri fótfestu náð, og voru skoðuð næstum því sem yfimáttúr- legir hlutir, svo sem «ins og olíu- lampar, hænsnafuglar *og stígvéla- skór. En nú tóku fyrstu boðar er- lendra áhrifa að flæða yfir landið. Forbrotsmenn útlendrar söng menningar, fremstir í fylking þeir Pétur Guðjohnsen og Jónas Helga- son, tóku að gefa út sönglagahefti með dönskum og þýzkum lögum, með atbeina skáldanna Jónasar Hall- grímssonar og Steingríms Thorsteins- sonar, og annara, er settu við þau texta, ýmist frumkveðna eða þýdda, sem brátt urðu landfleygir. HarmO' nium (eða “orgel”, sem þau alltaf voru kölluð), tóku að flytjast til landsins. Ungir áhugamenn þustu til höfuðstaðarins úr öllum sveitum landsins, “lærðu þar organspil” í 3 —4 mánuði, og sneru svo heim í sveitirnar aftur, brynjaðir sönglaga- heftum Jónasar Helgasonar í fyrir, *) En það er nú italska, og nota eg það bara af fordild og hofmóði. Það mætti kalla það "fríhendishræri- graut” á íslenzku. og kóralbók Berggreen’s á bak, og gerðust kirkjuorganistar og for- ystumenn hinnar nýju söngmenntar. Sló nú í harða orrahhríð. Gömlu lögin vildu illa samþýðast “nýja söngnum.” Forsöngvarar og hljóðagassar grallaralaganna og tvísöngslaganna stóðu sneyptir og dolfallnir yfir þess- ari nýju söngmennt, sem öll gekk eftir föstum formælum, og útilokaði alla “frjálsa samkeppni”. Þar urðu allir að byrja á tilsettri tónhæð, svo ómögulegt varð að “sprengja' enginn mátti “fara upp”, og yfirleitt var ómögulegt að láta ljós sitt skína, eða gera nein persónuleg afrek. Postular “nýja söngsins” aftur á móti (eins og postular allra tíða og allra stefna) fussuðu og sveiuðu “gamla söngnum”, og þótti enginn i húsum hæfur eða í garði græfur, er hafði hann um hönd. Sögðu að þessi gömlu lög væru óspilandi á orgelið, og hlýddu hvorki bé-um eða kross- um, dúr eða moll. Kváðu þau heilsu- spillandi fyrir röddina, ruddaleg og ófín, og neituðu harðlega að syngja þau, eða hafa nokkurt samneyti við þau. Árekstri þessara tveggja skóla, gamla og nýja söngsins, lyktaði, í fæstum orðum sagt, þannig, að á alveg ótrúlega skömmum tíma, vann nýi söngurinn svo gersamlegan sig- ur, að gamli söngurinn varð “ett minne blott”, hvarf með öllu, þurk- aðist út, og ,það sem meira var, gleymdist, eða að minnsta kosti sökk svo vandlega niður á sextugt djúp undirvitundarinnar, að honum skaut ekki upp á yfirborðið nema kannske í réttum og á kaupstaðarferðum -— og þá fyrir aðstoð brennivínsflösk- unnar. Þó héldu furðumenn og flakkarar kvæðastemmunum lengi við lýði — kannske minna af tryggð eða til- hneygingu, en af hörðum “profes- sional” atvinnuhagsmunum. Eins og oft vill við brenna, þegar einstaklingar eða þjóðir verða fyrir hörðum og snöggum aðkomuáhrif- um, fór hér þannig, að ekki var nóg með að hin heimaalda söngmennt biði ósigur og yrði fyrirlitin og einsk- is virt, heldur brenndi vantraust á heimafengið verðmæti sig inn í hug manna. Og til skamms tíma hefir almenningur undirniðri haft hina megnustu ótrú á, að nokkur íslenzk- ur listamaður, hverrar greinar sem væri, gæti orðið sambærilegur við út- lenda listamenn. Fór nú svo fram um langt skeið, að dönsk og þýzk söngmenntun var al völd í landinu. Dálítill smágróður af innlendum lögum myndaðist smátt og smátt, i anda og eftirlíking hinna innfluttu sönglaga. Nokkrir trafalar og ræfl- ar af dansmúsík, svo sem eins og Feuerbach’s og Strauss’, slæddust inn í landið og urðu æðsta keppikefli orgelleikaranna, en annars situr við samt og gerist smátt. En nokkru eftir aldamótin fan sönglistarmenn okkar að gefa gömlu lögunum, þjóðsöngvunum gaum, og rannsaka, hvort ekki leynist eitt- hvað verðmætt í þeim.*) Séra Bjarni Þorsteinsson safnar þeim saman og bjargar frá glötun og gleymsku, ýms af tónskáldum okkar hafa tekið nokkur þeirra til framsetningar, ým- ist alþjóðlegrar (Sveinbjörn Svein- björnsson, Steingrímur Hall), eða sem tilraun til undirstöðu undir þjóðlegan islenzkan tónlistarskóla Sigfús Einarsson, Jón Leifs). Og á síðustu árum hafa tónskáld og söng- fræðingar þózt sannfærast um það betur og betur, að við ættum þar ó- unnin verðmæti, sem væru ómetan- leg. Þá hafa á síðustu árum kvæða- stemmur vaknað til nýs lífs, sér- staklega fyrir forspor Jóns Leifs tónskálds; og er nú svo komið, að | engin samkoma þykir fullgóð, ef ekki hina, ; er kvæðamaður á skemtiskránni. Kvæðamannafélag hefir verið stofn- að, og kvæðastemmur verið sungnar inn í hljóðgeyma. Yfirleitt beygist oddurinn nú í þá átt, að hin þjóðlega sönglist, sem bor- in var út á síðustu öld, sé nú aftur að komast til valda, og öðlast nýjan veg og völd. Sannast þá bara einu sinni ennþá, að “sagan endurtekur sig”. III. / Á árunum 1870—1880, þegar meg- in útflutningar íslendinga til Canada fóru fram, stóðu þannig sakir í mús- íkmálum heima, að “nýi söngurinn” réði þar einráður ríkjum. Hin nýju lög höfðu breiðst undra fljótt út til almennings, og var það bæði að þakka textunum, sem hin yngri skáld höfðu ýmist frumort eða þýtt þau, og brátt urðu gervöllum lands- lýð hjartfólgnir, og einnig það, að lögin sjálf voru undantekningarlaust öll mjúk við eyra og auðlærð, og enda prýðisfalleg mörg þeirra. Þessi var nú sá músíkauður, sem vesturfararnir höfðu í veganesti og heimanmund. Og brátt urðu þessi lög að ”ís- lenzku lögunum” í hugum fólks hér, og hafa þá merkingu ennþá, þó ekki sé i þeim einn íslenzkur tónn. — Urn æðilangt skeið eftir megin-vestur- flutningana, má segja að Austur- heimsins mesta undur og æfintýri — standa í stofunum. Bömin fá ágæt- is menntun í skólum stórbæjanna, og brátt kemst sá orðrómur á, að hin- ir ungu Islendingar séu afburða námsmenn, enda höfum við eignast hér hlutfallslega fjöldamargt af menntamönnum í ýmsum greinum. 1 sönglist hafa upplýsingaframfar- ir verið stórstígar og almennar á síðustu tímum meðal Islendinga hér, engu síður en öðrum sviðum. Hljóð- færi er svo að segja komið inn á hvert heimili og músíkkennarar eru orðnir fjölmargir. Fjöldi af mennt- uðu sönglistarfólki hefir vaxið upp og nokkur tónskáld, og skal eg nefna eitthvað af nöfnum hér, þó mér verði að virða til vorkunnar, að eg þekki ekki nema lítinn hluta af því. Af tónskáldum mætti nefna þessa: Gunnsteinn Eyjólfsson. Hann kom fullorðinn að heiman og hafði feng- ið þar menntun sina. Hann orti og gaf hér út nokkur lög fyrir einsöng með pianoundirspili. Ekki hafa þau orðið mikið þekkt, að einu kannske undanteknu (Ein sit eg úti á steini). Gunnsteinn var frábærlega vel gef- inn maður, og ekki við eina fjöl felldur í listum. Meðal annars fékkst hann nokkuð við sagnagerð, og er alkunn hin ágæta vestur-íslenzka kýmnissaga hans um Jón á Strympu. Jón Friðfinnsson hefir ort og gef- ið út töluvert af kórlögum, bæði fyr- ir blandaðar og samkynja raddir, og einnig nokkuð af einsöngslögum. Lög hans eru melodisk og aðgengileg til kynningar, og hafa náð æðimiklum vinsældum hér og einnig heima. Jón er áhugamaður hinn mesti og hefir af hendi mikið verk í þágu sönglistar, með músíkkennslu og kóraþjálfun. Steingrímur Hall er borinn og barnfæddur í þessu landi. Hann fékk ágætis músíkmenntun við Gustavus Adolphus hljómlistarskólann í Min- nesota, og tók þar óvenju-hátt próf að loknu námi. Var kennari við sama skóla um skeið, en hefir verið organ- isti við hina lúthersku kirkju Islend- inga í Winnipeg til margra ára, og | sinnt tímakennslu jafnframt. Stein- j grímur mun vera frábærlega listrænn maður, og honum og hinni góðkunnu við mnt og Vestur-lslendingar fylgist hönd í söngkonu, Mrs. Sigríði Hall, konu Dr. Valdimar Briem hönd í músíknotkun og upptekning nýrra laga. Vináttu- og blóðböndin voru þá svo sterk, að allt barst á milli frá einum til annars, smátt og stórt. Flestar bækur, sem gefnar voru út heima, eru keyptar og lesn- ar hér, og nýir “emigrantar” koma með síðustu uppáhaldslögin glóð- volg á vörunum að heiman. En er árin líða, breikkar bilið á milli Austur- og Vestur-lslendinga; emigrantastraumurinn þornar, ný kynslóð vex upp, bréfaskfiti firnast og áhrif að heiman berast dræmara og í færri manna hendur. Og ekki hefir endurvakningaralda þjóðlag- anna íslenzku náð hingað ennþá. Ekki var til fagnaðar að flasa fyr- ir vesturfarana, í músíkölskum skiln- ingi, þegar hingað kom. Eina mús- íkin, sem hér var um að ræða voru baugabrot og skjaldaskrifli, sem inn- flytjendur annara þjóðfl. höfðu bor- ið með sér úr sínum föðurgarði, og sem hver pukraði með í sinu horni og aldrei bárust út til annara kyn- flokka, svo nokkru næmi. Enda var það sannast mála, að ann- ir og erfiði nýbyggjaralifsins gáfu mönnum þá lítið tóm til sönglistar eða annara fagurfræðilegra starfa. Allt slíkt varð að bíða betri tíða og meira næðis. En breytingarnar i Vestur-Canada hafa verið stórstíg- ar, og svo örar, að furðu sætir. — Merkur hafa ruðst og bæir byggst, nærri að segja á einnar nætur skeiði. Miðaldra Winnipegmaður getur snar- Þar sem jöklar, elfur, eldar, Ódauðleikans kynda bál; — Dýrðarúthaf æðri heima Ómar hljótt í mannsins sál: Anda Guðs og eilífðanna Endurrómar skáldsins mál. Bróðir vorra beztu skálda, — Braga arfinn helzti nú; Ástvin Drottins ástar ljúfi Auðgar hjörtu, von og trú; — Hver mun gleðja’ oss helguni tónum, Hver skal syngja, er flytur þú? — Þögn í landi — þjóð mun syrgja,----- Þjóðar Baldur — grátum vér. — Þögn í kirkjum — þína sálma Þögul sorgin fram ei ber. — Þögn í sálum þúsundanna Þegar himnar fagna þér! Jónas A. SigurSsson. hans, má víst þakka mest allra út- breiðslu og kynningu fágaðs söng- mats meðal Vestur-Islendinga. Þau hjónin hafa ferðast hér um Islend- ingabyggðir og túlkað nýja músik og listræna meðferð flestum öðrum fremur. Það sem eftir Steingrím Hall liggur af tónsmíðum, er mest- megnis einsöngslög, bæði við enska og. islenzka texta. Þau eru auðsjá- anlega samin af manni með mjög fágaðan smekk, og sem hefir haft mikil kynni af beztu músíkmenningu heimsins. Undirspilin eru betur gerð og af meiri þekkingu heldur en hjá nokkru öðru íslenzku tónskáldi, og melodian er samin með glöggu tilliti til radd- hæfis. — Það helzta, sem menn sakna hjá Mr. Hall, er hvað litið hann hefir gefið manni að vöxtum. En hann er ennþá maður á bezta aldri, svo að vænta má aukinna tónsmiða frá hendi hans í framtiðinni. t Björgvin Guðmundsson má kallast óskabarn Vestur-lslendinga, og sá maðurinn er þeir vænta sér einna mest af. Hann er Austfirðingur að ætt og fluttist hingað til Canada til- tölulega þroskaður maður. Hann kom, eins og flestir landar, með tvær hendur tómar, og varð að taka öllu því sem til bauðst, almennri byggingavinnu og bændastörfum. Brátt fór að bera á sterkri söng- skáldskapargáfu hjá honum; frum- ort lög og raddsetningar hans tóku að fljúga út um byggðirnar, og stanzað á einni fjölförnustu götu bæj- j margt af þeim varð brátt alkunnt, og arins, skellt á lærið og sagt í ráða- leysi; “Ja, guð hjálpi mér, hér var bara loggakofi, þegar eg kom hing- að!” Og þó að barátta íslenzku land- námsmannanna hér geti virzt löng og ströng i endu/rminningu þeirra sjálfra, þá er hún þó æfintýri lík- ust fyrir nútíðar áhorfendur. A spann- arlangri stund gerast umbreytingar, sem aldir hafa þurft til annarsstað- ar. Akramir víkka, áhöfn vex, reisuleg íbúðarhús spretta upp í stað loggakofanna; tractors draga plóga og herfi og billinn stendur á hlaðinu, nýr og gljáandi, eins og kjólklæddnr herramaður. Piano, grammófónar og radio — þetta *) Að vísu telja fróðir menn margt af þjóðlögum okkar af útlendum uppruna, og Norðurlandaþjóðirnar rífast um sum þeirra eins og hrátt kálfskinn. Veri það sem má. En þau hafa þolað “ís og hungur, eld og kulda” með okkur öldum saman, verið föru- nautar margra kynslóða í gráti sem hlátri, og ættu með þvi að hafa fengið á sig nægilegan yfirlit, til að mega kallast íslenzk. sáu listelskir menn fljótlega, að hér var eitthvað óvanalegt á ferðinni. Sá grunur varð að fullvissu, þegar það fréttist, að pianistinn og tónskáldið Percy Grainger, hefði yfirfarið sumt af tónsmíðum hans og lokið á þær miklu lofsorði. Leiddi það til þess, fyrir vasklega forgöngu nokkurra aðdáenda Björgvins, að hafin voru al- menn samskot meðal Vestur-Islend- inga til að styrkja hann til músík- náms. Samskotin gengu svo vel ( eins og öll almenn samskot meðal Vestur-Islendinga), að á skömmum tíma söfnuðust fleiri þúsundir dala, og 1926 sigldi Björgvin til Englands og stundaði þar nám við The Royal College of Music i tvö ár, og lauk þar prófi með hárri einkunn. Siðan hefir hann dvalið i Winnipeg og stundað músíkkennslu; hefir stofn- að stórt karlakórsfélag, sem þegar hefir getið sér góðan orðstír; haldið uppi barnasöngkennslu, og auk þessa ort af kappi. Það sem þegar hefir komið fyrir almenningssjónir af tónsmíðúm Björgvins, eru mestmegnis kórlög og einsöngslög, auk hinnar miklu “kantötu” hans “Adveniat regum tuum”, sem uppfærð var hér í Win-

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.