Heimskringla - 11.06.1930, Blaðsíða 3

Heimskringla - 11.06.1930, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA 43. BLAÐSIÐA WINNIPEG, 11. JtrNl, 1930. Kvaran. Þá eru pianistar. Þeirra tala er orðin legíó. Eg tel af handa hófi nokkur nöfn: Tryggvi Bjömsson, Ragnar Ragnar, Mrs. Sigríður Olson, Mrs. Björg Isfeld, Jónas Pálsson, Gunnar Erlendsson, Stefán Sölvason, Louise Ottenson og Þorbjörg Bjarna- son, sem auk þess leika mætavel á orgel o geru báðar gæddar tónskálds- gáfu. Henni er líka gæddur Tryggvi Björnsson, píanóleikari, e rstundað hefir nám í New York undanfarið. Fiðluleikarar em Þorsteinn John- ston, Ida Hermannsson og Pálmi Pálmason, og Cellisti Fred Dalman. Reynt hefir verið að stofna og halda uppi söngflokkum hér viðsveg- ar um Islendingabyggðir, hvað eftir annað, en fram að þessu hafa þeir allir orðið skammærir, og lognast út af eftir fyrsta Islendingadag. En nú eru hér í Winnipeg tvö söngfélög. The Icelandic Choral Society, bland- aðar raddir undir stjórn Mr. Haiidórs Thórólfssonar, og Karlakór Islend- inga í Winnipeg, undir stjóm Björg- vins Guðmundssonar tónskálds. Hið fyrnefnda er nú á fjórða árinu, en hið síðara ekki ársgamalt, en bæði starfa þau af kappi, og eru efnileg til langlífis og afreka. Þá hefir Brynjólfur Þorláksson, fyrmm dómkirkjuorganisti og söng- kennari í Reykjavík, haldið hér uppi mikilsverðri starfsemi við unglinga- söngkennslu í öllum aðalbyggðum Islendinga í Canada og Norður Da- kota. Brynjólfur er á marga lund afbragðs söngstjóri, og sérstaklega sýnt um að reka saman og “organ- isa” söngflokk á ótrúlega skömmum tíma. En hinn mikli og góði árangur, sem þessi starfsemi hans hefir haft, myndi áreiðanlega hafa mátt verða ennþá meiri, ef honum hefði verið falið að þroska og æfa söngstjórnarhæfileika einhvers söngnæmasta meðlimsins, karls eða konu, í hverri byggð, tii að taka við af sér stjórn flokkanna, að afloknu hverju námsskeiði. En í þess stað dettur öll heildarþróun unglingasöngsins niður jafnskjótt og Brynjólfs missir við. En sem sagt, þessi starfsemi hefir haft mjög mikla þýðingu, og borið dýrmætan árang- ur hjá einstaklingum unglinganna, frá menningar- og þjóðernislegu sjónarmiði. rv. Af þessu afar ófullkomna sýnis- horni vestur-íslenzks músíklífs, geta menn séð að það er orðið býsna fjöl- breytt og álitlegt, og er þó fæst tal- ið hér upp. Og ekki er laust við að það valdi manni sárindum, að nú, þegar Vestur-lslendingar eru að leggja af stað í föðurlandsheimsókn á tveimur skipum á þessum merki- | legustu tímamótum, sem Island hefir ! lifað, skuli ekkert sýnishorn verða ! innbyrðis af glæsilegustu menningar- í blómum Vestur-Islendinga i músíklífi. | öneitanlega hefði það þó verið glæsi- j iegasta og mikilsverðasta gjöfin, sem j þeir hefðu getað gefið ættjörðinni, að | sýna þeim á þann hátt, að þetta hefði j þó sprottið upp hjá fátæklingunum og ] i kotungunum, sem fluttu hingað vest- ! lir með tvær hendur tómar, og köst- ! uðust inn í hringiðu hundrað kyn- j flokka. ] Eg gæti látið hér staðar numið. En þó er tvennt, sem mig langar til að minnast lauslega á í þessu sambandi. Annað er afstaða íslenzks almenn- ings hér til söngmála, og hitt er þýð- ing þeirra, eða sú þýðing, sem þau gætu haft í baráttunni fyrir þjóðern- isvarðveizlu okkar hér. I afstöðu almennings til söngs og söngstarfsemi, er einn sá aðalþátt- j ur, sem mér virðist hafa, mest allra j hluta, heft og tafið fyrir vexti og i viðgangi sönglistarinnar meðal Vest- = ur-lslendinga. ‘ Fyrir skömmu siðan las eg, mér ] til mikils hugarangurs, ritdeilu, er ! háð var í blöðunum Lögbergi og ! Heimskringlu, út af umgetningu j í Heimskringlu á nýafstöðnum sam- j söngvum The Icelandic Choral Socie- j ty. Annar aðilinn hélt því fram, að “sá væri vinur sem til vamms segði”, og að sjálfsagt væri að ritdæma silkihanzkalaust alla listræna frammi stöðu, án tillits til kunningsskapar, undirbúnings eða annara haga hinna ritdæmdu. Hinn aðilinn taldi aftur á móti ósanngjarnt, og jafnvel ó- drengilegt að fella óbilgjarna og hlífðarlausa dóma um listrænar frammistöður meðal þjóðarbrots vors. Það væri banatilræði við við- leitnina, og sýndi rembing pg of- dramb. Menn ættu að taka með þakklæti og bilgirni við því, sem list- elskt fólk hefði brotist í að afkasta, með mikilli ósérplægni, fyrirhöfn og endurgjaldslaust. “There is the Nigger in the pile.” Þetta er hin mikla meinsemd, sem . mér virðist að mest hafi háð söng- ! starfsemi hér. Eg skil ekki hvernig j nokkur greindur og greinagóður j maður getur forðast að sjá, hvert j þetta umburðarlyndisviðhorf stefn- j ir, og af hvaða toga það er spunnið. Geti forðast að sjá, að það er sprott- ið af því, að menn taka ekki listina alvarlega, og leiðin til virðingarleys- is fyrir henni. Mér finnst þetta svo augljóst, að ekki þurfi orðum að því að eyða. En því er ver að þessi af- staða er ekki séreign fárra manna aðeins. Hún sýnist vera viðhorf alls almennings Islendinga hér yfirleitt. Það vantar ekki að nóg er af söng og músík hér um hönd haft, og sæmi- lega sótt. En það er hér um bil allt- af sama brennimarkið á þvi öllu: Það er sungið af góðgirni og meinleysi, og það er hlustað af góðgirnl og mein- leysi. Hvort sem vel eða illa er með hlutverkið farið, eru viðtökurnar á Ditigwall félagið samgleðst íslendingum á þús- und ára afmæli Alþingis. Félagið tekur sérstakan þátt í þessari hátíð, í tilefni af því að fé- laginu var falið að tilbúa úr bronzi minnisvarða Thomas H. Jchnson, þann er Manitobafylki sæmir ísland við þetta tækifæri. é D. R. Dingwall Ltd. Demantar, Platínu-, Gull- og Silfurmunir af beztu tegund altr Prutmuí hefir bezta efni í sinni heimatilbúnu vöru. Affinitie and Princess Mary Chocolates Tipperary Ice Cream French & Danish Pastry Graham White Bread Allur útbúnaður fyrir Luncheons, Dinners og Banquets o. s. frv. Heimagerð matreiðsla eingöngu. SÍMI 28 907 280-2-4 PORTAGE AVE. Aldrei þreyttur, aldrei veikur sagði frægur læknir nýlega. “Það eru > flestir, sem verða veikir þegar þeir þreyt- ast”. Og margar konur, sem vita, áð þreyta og veiki fara saman, nota vort Semi-Finished Service. Allur þvottur og sléttun er gerð fyrir ákaflega lágt verð pundið. Og ofþreytan af vikuþvottinum verður engum til vanheilsu. Semi-Finished Service 8C Pundið % New Method Laundry, Limited 372 Burnell St. Sími 37 222 sömu lund. Hæfilegt lófaklapp. “Takk fyrir, gerið svo vel að koma með aukalagið”, meinar það. Svona, þá er það búið! Fólki finnst nú þetta einu sinni sjálfsagt að hafa einhverja músik- liði á öllum samkomum, á sama hátt og bakkelsi er sjálfsagt með kaffi. Það er ýmislegt, sem ræður þvi, hvort fólkið sæki þessa og þessa söngsamkomu eða ekki. I hvaða skyni hún er haldin, hverra flokka menn standi fyrir henni, o. s. frv., en vonin um listanautn af henni kem- ur ekki fyr en neðarlega á verð- mætalistanum, söngurinn gerir svo sem hvorki til né frá, hann bara heyrir til og fylgir með, en það er líka allt. Það er aðeins tvennt, sem söng- fólk hér getur fengið óorð af, en það er að halda hljómleika til eigin ábata, sem er álitið alveg ótækt, og alls ekki sótt, og hitt er að syngja ný og óþekkt lög, sérstaklega ef þau eru með útlendum textum. — Eg fjölyrði eigi frekar um þetta, en skal að endingu taka fram, að eg veit enga ósk betri músíkfólki hér til handa, en að það eignist hispurs- lausa og ákveðna ritdæmendur og kröfuharða og vandfýsna tilheyrend- ur, sem hafa virðingu fyrir listinni og setja hana hæst af öllu. Eg kem þá að seinna atriðinu, sem eg vildi drepa á, áður en eg legg frá mér pennann: þýðingu þeirri, er söngmál gætu haft í þjóðemisbaráttu Vestur-Islendinga. Eg þarf ekki að eyða orðum að því, að lýsa hvernig ástatt er í þjóð- ernismálum okkar, og hvert horfir. Þess gengur enginn dulinn. Með hverju ári, hverjum mánuði, týnast einhverjir úr tölunni af eldri kyn- slóðinni, sem hefir verið stoð og stytta þjóðrækninnar. Og sífellt breikkar bilið milli Islands og yngri kynslóðanna hér. Og hræðslan um að allt stefni að opinni gröf íslenzks þjóðemisviðhalds hér, grefur um sig eins og krabbamein í hugum manna. Og það leikur ekki á tveimur tung- um, að þau verða endalokin, ef ekki verður nýtt ráð við fundið. Og mér finnst það heldur engin undur. Hinn gamli átrúnaður okkar Islendinga á göfugt forfeðri, forna frægð og merkilegar bókmenntir, hafa ekki lengur neina lífræna þýðingu fyrir yngri kynslóð Vestur-Islendinga, og þeir fást einu sinni ekki til þess að kynna sér stærstu drættina í sögu L! QiO W'L* tiiiQ'tii Gi ►!* lö’tii'Q Qítii tii‘*ii Crescent viðskiftavinir eru lánsamir Bæði er mjólkin þeirra hin hreinasta og bezta, og svo geta þeir veitt sér hana svo að segja á sama augnabliki og þeir þarfnast hennar. Gleymi þeir að taka nógu mikið, þarf ekki annað en að síma oss og maður er sendur undireins með pöntunina. Þetta er það sem gerir það að verkum, að skiftavinir Cres- cent hafa ár eftir ár, sumir meira að segja síðan félagið var stofnað, haldið áfram að skifta við oss. Með þakklæti til Islendinga fyrir þeirra ánægjulegu viðskifti á liðnum árum. Og hugheilar árnaðaróskir til þeirra á 1000 ára afmæli Alþingis íslendinga á Þingvöllum í Júní í sumar. Creamery Company Winnipeg i *3 *:* t3 * * »3 *3 *3:*3 *3* LOUGHEED BUILDING, CALGARY Bændafélag, sem reynst heíir vel þúsundum bænda í Vestur Canada Sendið korn yðar í U.G.G. kornhlöðurnar. Notið U.G.G. bindaratvinna við uppskeru yðar. Þér megið vera vissir um ábatasöm viðskifti við þetta vel þekkta bændafélag.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.