Heimskringla - 11.06.1930, Qupperneq 4

Heimskringla - 11.06.1930, Qupperneq 4
44. BLAÐSIÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 11. JÚNl, 1930. okkar lengur. “Hver var þessi Johnny Sigurðsson?” spyrja þeir. Þeir heimta nýja, lifandi guði að sverja við, ný afrek íslenzk á arenu heimsins í opinni samkeppni, sem gefi þeim kapp í kinn og stolt í huga yfir því að vera Islendingar. Þeir heimta Island á landabréfið. Þeir eru orðnir dauðþreyttir að benda fólki á þennan litla blett norður í hafsauga, sem enginn kannast við. Þeir heimta ný afreksmerki á brjóst íslenzks þjóðernis. Eg hefi þá föstu skoðun, að vestur- islenzk söngmennt gæti orðið það ferska blóð, sem veitti nýju lífi í æðar þjóðernis vestan hafs. Gæti framkvæmt þau nýju afrek, sem gerðu menn hér heita af stolti yfir að vera Islendingar. Mér finnst að Islendingar hér vestra hafi flestum öðrum þjóðum betri skilyrði til að verða heimkynni beztu og frægustu músíkmanna og söngflokka, ekki einungis Canada, heldur allrar Ame- ríku. Stefnið að því, söngmenn Vestur- Islendinga. Það er göfugt takmark að berjast fyrir, — og líka að falla fyrir, því að “Det er skönare lyss till en streng som brast, en att aldrig spenna en boge.”*) Stefán Bjarman. Anna Vigfúsdóttir Vigfússon F. 38. ágúst, 1856. D. 13. marz, 1930. “Guðhrædd bæði’ og mikilmenni, mild var hún við snauða og arma. Eg man önnu fyrst, er eg var drengur í Asbjarnarnesi, fyrir innan eða um fermingaraldur. Kirkjusókn áttum við þá til Vesturhópshóla. Þar bjuggu þá Þorlákur Þorláksson, prests Stefánssonar, frá Undirfelli, bróðir sóknarprestsins, séra Jóns, og Mar- grét Jónsdóttir, prests Eiríkssonar, einnig frá Undirfelli. Sonur þeirra Þorláks og Margrétar er Jón Þor- láksson, fyr ráðherra. Hjá þeim var Anna umsjónarstúlka innan húss í sjúknaði húsfreyju. Hún var 9 ár- um eldri en eg. Man eg því gerla eftir henni er hún var á bezta aldurs- skeíði. Þegar við síðar, bæði aldurhnígin, fundumst hér vestra, kom eg enn tii hennar, manns hennar og barna, sem gestur. Kifjaði hún þá upp, með móðurlegum kærleika, endurminn- ingar yngri ára. Varð eg þess þá fyrst vísari, hve hollan og ágætan vin eg hafði ávalt átt þar sem hún var. Um 40 ár hafði fundum okkar ekki borið saman. En stöðugt hafði hún þó í raun og veru haldið fram mínum hlut, stutt mig ósýnilega og fyllt þann flokk, er lætur mig njóta æskuáranna. Um æfiferil hennar er mér þó ekki fullkunnugt. Þótt föðurætt mín sé úr Borgarfirði, er eg norðlenzkur. *) Það er fegurra að hlusta á hrökkv- andi streng en að hafa aldrei bogann dregið. Uppruni önnu var suður í Mosfells- sveit. Foreldrar hennar voru í Als- nesi og hétu Vigfús Arngrímsson og Margrét Vigfúsdóttir. En sýnilega hafði hún fengið gott uppeldi og mannast betur samtíð sinni. Vestur um haf fór Anna 1887. Ari síðar giftist hún Narfa Vigfússyni, er eg tel hiklaust í hóp beztu og þörfustu bænda íslenzkra hér vestra. Hvern þátt hin látna á í góðum sigri þeirra hjóna og barna þeirra, verður hér ekki lagt á vogarskál. En eg minn- ist margra ástúðlegra orða í hennar garð frá eiginmanni hennar. Sá vitnisburður varðar mestu. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau hjón í Keewatin, Ont., en fluttu byggð sína til Tantallon, Sask., 1892. Var þar þá auðn ein. En brátt urðu þau hjón oddvitar allra framfara í héraðinu. Var Narfi um langt skeið í sveitarstjórn og sveitaroddviti. Is- lendingurinn reyndist þar sem víðar sjálfkjörinn sveitarhöfðingi. Er bú- skapur þeirra, bústaður og barnaupp- eldi allt fyrirmynd. Börn þeirra eru þrjú og auk þeirra tvö fósturbörn. Hefi eg kynnst þeim, einkum þeim er heima búa, og taka þau hvert öðru fram að kostum og manngildi. Munu þau bera merki foreldra sina með sæmd, enda var það hjartfólgið á- hugamál móðurinnar látnu. 1 vetur er leið héldu vinir og vanda- menn Vigfússon hjónanna þeim heið- urssamsæti. Er þess itarlega getið í blaðinu Lögbergi, er út kom þann 6. marz síðastl. I vitnisburði sveit- armanna er rækilega lýst lífsstarfi, kostum og kyni þeirra. Tvö bréf fjarlægra vina eru og prentuð, ann- að frá séra G. Guttormssyni, en hitt frá undirrituðum. Vísa eg til þeirra orða um hina látnu, mann hennar og börn. En þá voru dagar hinnar góðu konu nálega allir. Hún dó 12. marz 1930. Eg fylgdi henni til grafar 14. sama mánaðar. öveður mikið var á þann dag, og fylgdu henni því færri en vildu siðasta áfangann. Anna var gáfuð kona og góðsöm. Hún var ljóðelsk og íslenzk. Hún hvatti mann sinn til kærleiksverka og börn sín til guðsótta. Hún var hjarta heimilisins. Verkmaður var hún ágætur, auðug af skilningi og smekkvísi bæði í hugsun og starfi. Og hún var gæfukona, hvað hag, mann og börn snerti. Er þar skarð fyrir skildi er hún féll, og bætir sízt úr, að hinum kappgjarna, vitiborna og vaska manni, er var förunautur hennar, hnignar nú óðum, sem Agli og öðrum hetjum, er Elli ein gat komið á kné. örfá orð, hripuð þegar hugurinn er sundurtættur af áhyggjum og sárs- auka, tákna fátæklega hlýhug minn til hinnar látnu og ástvina hennar á þessum vegamótum lífs og dauða. Og þó eru þau það eina, sem eg get látið té. Sem niðurlagsorð er það eitt hið dýrmætasta i eðli góðra manna, sem eg vil hér minna á, því hún átti það í ríkum mæli. Það var tryggðin. Tryggð við ættjörð sína og ættjarðar- fræðin; tryggð við íslenzka atgervi og mannkosti; tryggð við ástvini og forna samferðamenn og tryggð við trúna á klett aldanna. 300 30 30 THE MANITOBA COID STORAGE CO. LIMITED Stofnað 1903 Winnipeg, Man. PLÁSSIÐ ER 2,000,000 TENINGSFET, EÐA 35,000 TONN Vér samfögnum hinum íslenzka þjóðflokki og árnum honum hamingju, í sambandi við þúsund ára afmæli Alþingis. Sérfræðingar í öllu er lýtur að ávöxtum, nýjum eða þurkuðum, smjöri eggjum, kjöti, o. s. frv. Sérfræðingar í öllum nýj- ustu kæliaðferðum, sömu- leiðis í geymslu fiskjar. Því nær allar vandgeymdar fæðutegundir E1 REKUM VIÐSKIFTI YÐUR TIL ÞÆGINDA Því nær allar vandgeymdar fæðutegundir E3 SANNGJARNT VERÐ LÁG ÁBYRGÐARGJÖLD SKRIFIÐ OSS VIÐVÍKJANDI KÆLIÞÖRFUM YKKAR The Manitoba Cold Storage Company Ltd. WINNIPEG, MANITOBA “Ættgeng er í Egils kyni Órofa tryggð við forna vini, Vér höfum aldrei getað gleymt.” Jónas A. Sigurðsson. Guðni Tómasson “Hans brann glaðast innra eldur, Hið ytra virtist sumum kalt; Við alla var hann fjöl ei feldur, Fann ei skyldu sína heldur, • Að heiðra sama’ og aðrir allt.” Gr. T. Þeim fækkar óðfluga, er eg varð samferða á árum mínum í Norður Dakota. Og Guðni lét í ljósi, að hana kysi að eg minntist sín með örfáium orðum, “því við þekktum hvor ann- an." Guðni var fæddur í Snóksdal, hinum sögrufræga stað Dalamanna. Var hann einn af 14 börnum. 1 minning- arriti um 50 ára landnám Islendinga í Norður Dakota, telur Arni Magn- ússon Guðna fæddan 14. desember, 1855. En Þórstína Jackson-Walters segir hann fæddan 14. ágúst 1856, í Sögu Islendinga í Norður Dakota (bls. 151). Má í þessum ritum lesa frekar um Guðna, uppruna hans og æfi. Til Vesturheims fluttist Guðni 1876, fyrst til Ontario, þá til Mani- toba, en 1878 til Norður Dakota, og bjó þar ávalt síðan. G. var kvæntur Hét kona hans Margrét Sigurðar- dóttir, látin 1918. Tvö börn þeirra eru á lífi; barnabörn og tvær systur lifa hann. Frændkona hans, Astrós Johnson, annaðist bú hans síðustu ár- in, og stundaði hann eftir að hann varð fyrir hörmulegu slysi 9. janúar 1927. Guðni var ávalt gildur bóndi. Þrek- maður var hann sem kyn hans. Kæktarsemi hans var jafnan við- rugðið. Það var gert, sem hann gerði. Snauðum var hann einatt hjálpar- hella. Hann var glaðlyndur og gest- risinn Dýravinur var hann mikiU- Lét hann sér annt um að friða fugla á landareign sinni, er var víðlend. Jurtarækt og blóma var honum á- hugamál. Ekki batt hann í öllú bagga sína sömu hnútum og sam- Sold by all good lumber dealers" Western Distributors: THET.R.DUNN LUMBER CO., LTD. Winnipeg, Man. SAFNIÐ POKER HANDS Sem eru í TURRET Fine Cut Tóbaki. SKEGGBURSTI Fjögur setti af Poker Hands VEKJARA KLUKKA Hands BLYSLJÓS Atta setti af Poker Hands Fyrir þær getið þér fengið dýrmæta muni POKER HANDS ERU EINNIG 1 EFTIRFARANDI ALÞEKTUM TÓBAKSTEGUNDUM MiIllsarkR §i||af9ett^2J.ír, WiircHester Sigrfarett^mr lex Si^arettusr Old Chmm tofeaM. O^dens plötm. reyRtoball DSxie piötuii reylktoIbaE. Bigg Ben m^amnitolball Stoxtewall jadíson Vinidlar (í vasa pökkum fimm í hverjum) AXLABÖND Tvö setti af Poker Hands KORKTREKKJARI Hands ItETILL Hands SPIL

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.