Heimskringla - 11.06.1930, Page 7

Heimskringla - 11.06.1930, Page 7
WINNIPEG, 11. JtrNl, 1930. HEIMSKRINGLA 47. BLAÐSIÐA PIINAWA Wff, PLANT d ■. -ÓSÍ '^T' iv VYIMrNÍPEG ELECTRIC RAILWAV CHAMBERS GENERATOR ROOM GREAT [ FALLS Margir eru Islendingar af for- gangshluthöfum Winnipeg Elec- tric Company. En þeir hluthaf- ar eru alls 4,305. Það eru menn og konur af öllum stéttum, fólk, er trúir á framtíð Winnipeg- borgar, og trúir Winnipeg El- ectric Company, sem einn helzta aðiljann, er sú framtið byggist Hvað um börnin okkar? Sá, sem byggir einungis til dags- ins í dag, án þess að hugsa fyrir morgundeginum, lifir einungis líðandi degi. Framtíðarsæðinu verður að sá nú, eins og sæði nútímans var sáð í fortíðinni. Framtíðin tilheyrir börn- um okkar. Látum okkur sá, svo að börnin okkar nái að uppskera. Orkuverið, er vér byggjum í dag, er höfundur stórfelldra iðngreina framtiðarinnar. GREAT FALL5 POWER PLANT r Islendingar: Oss er þaö óblandin ánægja, að geta óskað yður til hamingju með þjóðhátíð yðar í sumar. í>ér minnist með því þýðingarmikils atriðis úr sögu yðar — stofnun Alþingis. Vér tölum til yðar sem fulltrúi stofnunar, er um langt skeið hefir hér með yður starfað. Forfeður yðar lögðu grund- völl að framtíð þjóðar sinnar með stofnun Alþingis. Og af því hafa nú mörg önnur lönd hagnast, og þetta fylki með komu yðar hingað. Þáttur * . sá, sem Islendingar hér hafa lagt til framfarasögu þessa fylkis, er mjög mikill. Iðni þeirra ásamt mikilli atorku og trú á möguleika þessa fylkis hefir verið mörgum hér góð fyrrmynd. Þessi saga af framtíðarhugsjónum forfeðra yðar til velferðar þjóð yðar, minnir á aðra sögu, sem gerðist hér í Manitoba. En það er sagan af frumherjum hér, er byrjuðu á því að virkja Winnipegána til þess að létta störf þúsunda manna og kvenna. Þeir lögðu grundvöll að fagurri framtíð hér. Vér njótum óumræðilegs hagnaðar af starfi þeirra, á sama hátt og eigi síður en börn vor njóta hags af störfum vorum. Kynslóðin, sem á undan oss var, byggði vel fyrir framtíðina. Vér ættum að kosta kapps um að feta í fótspor hennar. Að hátíðin á íslandi, sem hins mikla og dýrmæta starfs forfeðra yðar minnist á þessu sumri, megi verða þeim til sóma og ánægju er hugheil ósk vor. EDWARD ANDERSON Sem stendur starfa nú um 1000 manns hjá North Westem Power Company, Limitied, að virkjun Sjö- systra fossanna. Þegar það orku- ver, sem þar er verið að koma á fót, er fullgert, hefir það orku, er nemur 225,000 hestöflum. Fyrirtæki þetta kostar um 23,000,000 dollara. Svo mikil fjárupphæð, sem mestmegnis er fólgin í vinnulaunum, þýðir ekki svo lítið til þessa fylkis á þessum hörðu tímum, en það er þó aðeins fyrsta sporið til að sýna þýðingu þessa fyrirtækis. Með þessari virkj- un er fylkinu tryggð raforka, sem ekki getur hjá farið, að stóriðnaður fylgi fyr eða síðar. Winnipeg Electric Co. ruddi braut vatnsvirkjuðum raforkuverum við Winnipegfljót, og sannaði alþjóð, að slik virkjun borgaði sig. The North Westem Power Company, Limited, sem er í félagstengslum við Winni- peg Electric Company, heldur fram þeirri stefnu, er forstöðumenn fmm- félagsins miðuðu til, fyrir mörgum árum síðan, að bæta ekki einungis úr orkuþörf Winnipeg og Manitoba, heldur sjá fyrir henni í tæka tíð. ódýr orka hefir átt öflugan þátt i iðnaðarþroska Winriipegborgar. — Fyrsta orkuverið við Pinawa hratt af stað þessari iðnaðarþroskun. Hið mikla orkuver, sem nú er verið að byggja við Sjö Systra fossana, trygg- ir framtíðar hagnýtingu þessarar auðsuppsprettu, er gjöfulust er allra í Manitobafylki. WINNIPEG ELECTRIC COMPANY Manitoba Power Co. Ltd. Northwestern Power Co. Ltd. EDWARD ANDERSON, K.C. President.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.