Heimskringla - 30.07.1930, Blaðsíða 7

Heimskringla - 30.07.1930, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 30. JÚLl, 1930. HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSIÐA Hjónabandið. Eftir þýzkan höfund. vona eg að þér verðið i betra skapi, og sonur minn dálitið auðsveipari en hann hefir verið mér í dag. Góða nótt.” a Berkow rauk á dyr í bræði sinni. og skildi hjónin einsömul eftir. Þ>að var ekki laust við að þau yrðu hálf vandræðaleg, því siðan fyrsta kvöldið höfðu þau aldrei verið ein saman. Þau höfðu aðeins hitzt Við máltíðar, og þá voru þjónarnir ætið viðstaddir, eða þá þegar þau urðu að taka á móti gestum. Þeim var hvorugu gef- ið um að vera þarna stödd ein saman. Arthur fannst hann samt ekki geta farið undir eins á eftir föður sínum án þess að yrða á konu sína, en hann hikaði við svo hún varð fyrri til að taka til máls. “Þú hefðir ekki þurft að taka svari mínu,” sagði hún. “Eg he'íði sjálf verið vel fær um að tala að má!i mínu við föður þinn.” “Eg -efast alls ekki um sjálfstæði þitt,” svaraði Arthur jafn kuldulega og hún, “en eg efaðist um nærgætni föður míns. Hann ætlaði að fara að minnast á atvik, sem eg hirti ekki um að farið væri að ryfja upp bæðl þin og mín vegna. Aðeins þess vegna tók eg fram í fyrir honum.” Unga konan svaraði engu, en hall- aði sér upp að stólbakinu, en maður hennar, sem stóð við borðið, tók blæ- væng sem þar lá, og sýndist vera að skoða útskurðinn á honum. Þögnin varð óþægilega löng. Loks tók hann aftur til mals: “Hvað Hartmann viðvíkur, þá hlýt eg að dást að þeirri sjálfafneitun er þú hefir sýnt. Menn í svo lágri stöðu hljóta að vera þér mótstæði- legir.” Eugenie leit á hann “Það er ein- ungis litilmennskan og ódrengskap- urinn sem mér er mótstæðilegt, ann- að ekki! Eg virði hvern þann mann sem vinnur hlutverk sitt i mann- félaginu með þreki og dugnaði, hvort sem hann er þar hátt eða lágt sett- ur.” Málrómur hennar var harðlegur. Arthur var ennþá að handleika blæ- vænginn, en það var ekki laust við taugaóstyrk i handatiltektum hans. Htínn hafði kippzt við, er hún nefndi “lítilmennsku og drenglyndi”, en enga breytingu var enn að sjá á svip hans. “Þetta er göfug skoðun; sagði hann. Eg er bara hræddur um að hún breytist ef þú kemst í nánari kynni við ruddaskapinn og óstjórn- ina sem ríkir meðal lægstu stétt- anna.” “En þessi ungi námumaður er í ýmsu frábrugðinn almenningi,” sagði Eugenie. “Hann getur ef til vill verið ólmur og ofsafenginn eins og n&tt- úruöflin, sem geta orðið hættuleg, sé þeim ekki beint á rétta braut, en eg varð ekki vör við það.” Hún var ósjálfrátt komin í hita. Hinu einkennilega leiftri brá sem snöggvast fyrir i augum Arthurs, er á hann leit hana. “Þú virðist þegar hafa náð tals- verðu valdi yfir þessu ólma náttúru- afli. Hann ætlaði að sleppa sér gagn- vart föður mínum. Þú- hreyfðir að- eins blævæng þinn og þá varð hann undireins gæfur einsog lamb.” Arthur kreisti hér blævænginn óþyrmilega í henði sér. “En hvað hann laut þér hæversklega! Ef okkur hefði ekai borið að, mundi hann hafa kysst á hönd þér eins og hirðgæðingur.” Eugenie stóð á fætur, stygglega. “Eg óttast fyrir að sú komi tíðin, að maður þessi verði ykkur feðgunum annað og meira en hæðnisefni; eg veit ekki hversu hyggilegt það er að faðir þinn beiti mikilli hörku við undirmenn sína. Það gæti komið honum sjálf- um í koll.” Maður hennar hafði ekki augun af henni. Skraut hepnar og fríðleikur var honum ekkert nýtt, en það var aftur á móti hin innilega hluttekning hennar yfir þessum nýja skjólstæðing. Hann forðaðist að láta geðshræringu sína heyrast á múlróm sinum, en reið- in bitnaði á blævængnum, hann var mölbrotinn, er hann fleygði honum frá sér. “Lífgjafi okkar hefir vist haldið fyrirlestur um þjóðfélagsfræði fyrir þér ? Mér þykir fyrir því, að eg skjddi fara á mis við hann. Þessi Hartmann er sannarlega merkileg persóna; honum hefir tekist að koma okkur i fjörugar samræður, það hefir enginn áður getað. En nú er það umræðuefni líklega útrætt. Finnst þér ekki svo?” Samtalið hætti nú, því þjónn einn kom inn með skilboð. Arthur notaði tækifærið og kvaddi konu sína með jafn þurlegri kurteysi og hann var vanur. Þeðar bæði hann og þjónninn voru farnir fór Eugenie að ganga um gólf í ákafri geðshræringu. Henni sárnaði hve lítils þeir feðgarnir mátu hreystiverk Ulrichs, en það var ekki það eitt, sem reitti hana til reiði. Því gat hún ekki sýnt manni sínum | sömu fyrirlitningu og föður hans ? i Atti hann betra skilið ? Hið tak- I markalausa afskiftaleysi Arthurs gjörði henni ómögulegt að reita hann til reiði. Hann stóð að þvi leyti betur að vígi en hin örgeðja, stórlynda kona, sem illa kunni að stilla skap sitt. Hún vildi ekki kannast við það fyrir sjálfri sér, að henni fannst það móðgun við sig að Arthur hafði ekki gjört hina minnstu tilraun til að frið- mælast við hana eftir deilu þeirra fyrsta kvöldið, þegar hún sagði hon- um sannleikann og hann hlífðarlaust. Hún mundi nú reyndar hafa hrundið honum frá «ér með fyrirlitningu, 'ef hann hefði reypt að blíðka hana, en einmitt það að hann gaf henni ekkert tilefni vakti henni gremju. Hún fann óljóst til þess, að hún gat ekki litils- virt hann einsog föður hans, en vissi samt ekki hvernig á því stóð. -----Arthur mætti forstöðumann- inum og yfirvélastjóranum á gangin- um, þeir höfðu setið á tali við Berkow gamla. Hann nam staðar hjá þeim allt í einu. “Má eg spyrja yður, herra for- stöðumaður, hversvegna tignarfrúnni einni var skýrt frá því að Hartmann hefði neitað að taka við gjöfinni, en mér ekki sagt það með einu orði?” spurði hann, heldur hastur í máli. “Hamingjan góða!” sagði forstöðu- maðurinn, vandræðalegur. “Eg vissi ekki til þess að þér létuð yður það mál nokkru skifta. Þér vilduð sjálf- ur ekkert við það eiga, en tignarfrú- in hafði frá upphafi gjört sér svo annt um það, að eg áleit það skylda mína að — -—.” “Einmitt það!” greip Arthur fram í, ‘‘auðvitað á að gefa gaum að óskum tignarfrúarinnar; en eg verð að mæl- ast til þess að þér gangið ekki svona algjörlega fram *hjá mér, þegar um slík viðskiftamálefni er að ræða,” hann lagði áherzlu á síðasta orðið, “einsog þér hafið gjört í þetta sinn. Eg vil framvegis að mér sé gjört að- vart um allt þessháttar, og krefst þess afdráttarlaust.” Að svo mæltu gekk hann til her- bergis síns og skildi forstöðumanninn eftir alveg ráðalausan. “Hvernig lízt yður á?” spurði hann starfsbróður sinn. Yfirvélastjórin hló. "Nú birtast birtast tákn og stórmerki! Herra Arthur er farinn að skifta sér af við- skiftamálefnum! Herra Arthur fer að “krefjast afdráttarlaust” að sér sé tilkynnt þau! Það hefir aldrei borið við áður, síðan eg kynntist honum.” “Eg þykist vita hvemig á þessu stendur” sagði forstöðumaðurinn, gremjulega. “Hartmann hefir nátt- úrlega hegðað sér einsog dóni gagn- vart tignarfrúnni. Hann er viss til að hafa sagt það sama við hana og mig: að hann vildi enga borgun hafa, því hann hefði ekki hætt lífi sínu fyrir peninga. Tignarfrúin og maður henn- ar haf reiðst því, og- svo fæ eg að líkindum i viðbót ávítur hjá herra Berkow fyrir að hafa leyft Hartmann að koma hingað.” “Það væri þá í fyrsta sinn sem herra Arthur reiddist yfir nokkrum hlut, er snertir konu hans,” sagði starfsbróðir hans með hægð er þeir gengu, niður stigann. “Mér finnst sá jökulkuldi vera ríkjandi í hjónabandi þessu, að kuldann leggur að manni þegar maður nálgast híbýli þeirra. Finnst yður ekki hið sama?” “Mér fannst frú Berkow yera ynd- isleg ásýndum í kvöld. Hún var reynd- ar nokkuð fyrirmannleg og þóttafull, en dásamlega fögur var hún!” Yfirvélastjórinn varð skrítinn á svip, “Hvað er að heyra! Þér syngið í sama tón og Wilberg, það er gott að þér hafið náð fimmtugsaldrinum! Wilberg auminginn er alveg frá sér numinn af ást og tilbeiðslu, en eg björguðuð held ekki a ðástir hans gjöri herra " Arthur órótt í geði. Þau hjónin sneiða jafnt hvort hjá öðru. En þó svona “hagkvæmdarhjúskapur” sé algengur og geti farið sæmilega, þá segir mér svo hugur um að hér verði nokkuð á annan veg, því hér mun hulinn eldur búa undir hjarni og má vera . að eldgos hljótist af þegar minnst varir. En hér skiljast leiðir okkar. Glúck auf, starfsbróðir!” VIII. Fjórar vikur voru liðnar síðan veizl- an var haldin; en ekki hafði Berkow gamli verið það eins mikið ánægju- efni og hann hafði búizt við að “koma börnum sínum að óvörum,” þannig komst hann að orði um heimsókn sína. Hann hafði haldið aftur til höfuðborgarinnar eftir fárra daga dvöl, því þar biðu hans annir miklar. Nú var hann kominn aftur til hallar- .innar, og ætlaði að dvelja þar um lengri tíma. Ekki hafði orðið nein breyting á högum ungu hjónanna. sambúð þeirra var engu hlýlegri en áður. Þau virtust bæði bíða þess með óþreyju að þessir svonefndu “sæludagar” tækju enda, sem ákveð- ið var að þau skyldu dvelja þama í sveitakyrðinni. Um sumarið áttu þau að ferðast til útlanda og snúa svo heim um haustið og taka sér aðsetur x höfuðborginni. Berkow gamli var að láta útbúa nýja húsið þeirra þar með sinni venjulegu rausn. Morgunverkunum í námunum var lokið og Ulrich Hartmann gekk heim- leiðis, en í þetta sinn varð hann að ganga hægra en hann var vanur, því Wilberg var honum samferða. Það var nýstárlegt að sjá einn yfirmann- anna í för með Hartmann, því hann átti ekki mikilli hylli að fagna hjá þeim, og enn kynlegra var það að Wilberg skyldi veljast til þess, því þeir voru menn haria ólíkir, en til þess voru sérstakar ástæður. Wil- berg hafði tekið það í alvöru, sem yfirvélastjórinn hefði sagt í háði, að björgun ungu hjónanna úr lífsháskan- um væri gott yrkisefni fyrir hann. Hann var samt ekki ráðinn í þvi hvort hann ætti heldur að hafa það hetjukvæði eða sorgarleik. Skáldinu fannst Ulrich vera ágæt höfuðpersóna í sorgarleik. Wilberg dáðist mjög að Ulrich fyrir vaskleik hans og karl- mensku, og sú aðdáun óx um helming er hann frétti að Ulrich hefði neitað að taka á móti launum fyrir lijálp sína. Hann var því allstaðar á hæl- unum á Ulrich til þess að kynnast þessari tilvonandi höfuðpersónu sorg- arleiksins og kærði sig hvorki um það, þó yfirmönnum hans væri lítið gefið um kunningsskap hans við Ul- rich, né hitt, að Ulrich sjálfur hirti lítt um að hafa kunningsskap við hann og reyndi oft að firta Wilberg, ‘og loks urðu þeir hálfgjörðir kunn- ingjar, en við það hvarf algjörlega virðing námumannsins fyrir yfir- manni hans. Það var kaldur norðanvindur. Wil- berg hneppti yfirfrakkanum vel að sér og vafði þykka ullartreflinum vandlega um háls sér, og stundi um leið og hann sagði: “Þér eigið gott, Hartmánn að vera svona stálhraustur. Þarna þjótið þér upp og niður í námunum, úr hita og í kulda, og verður ekkert meint við, en eg má gæta mín vandlega fyrir öllum loftsbreytingum. Og svo er eg svo viðkvæmur og taugaveikl- aður — það stafar af því að sálin ber líkamann ofurliði. Já, Hartmann, það stafar af ofurmagni hugsana og til- finninga.” “Eg held að það sé þesari eilifu tedrykkju yðar að kenna, herra Wil- berg” sagði Ulrich, og leit með hálf- gjörði meðaumkun á litla væskilslega umsjónarmanninn. “Hvernig eigið þér að geta safnað kröftum þegar þér þambið þetta þunna, volga gutl bæði kvöld og morgna?” Wilberg setti upp yfirlætissvip. “Þér berið ekkert skyn á þetta Hart- mann. Eg mundi ekki þola jafn sað- sama fæðu og þér, og svo er te líka fínn drykkur, sem fjögrar mig og hressir, þegar er hefi lokið hinum daglega störfum, og skáldadísin nál- gast mig í nætur kyrðinni.” “Þér eigið við þegar þér eruð að semja bögur?” sagði Ulrich stuttur í spuna. “Til þess þurfið þér að drekka te? Skáldskapurinn fer þá líka eftir því.” Til allrar hamingju var skáldið að glíma við höfuðstafi í huganum og tók því ekki eftir móðgun þeirri er lá í orðunum Ulrichs. Hann vék eftir litla stund vingjarnlega að honum. “Eg ætla að biðja yður bónar, Hart- mann, það er bón, það er krafa!” sagði hann í hátíðlegum málróm. Þér eigið hlut, sem er yður einkis- virði, en sem mundi gjöra mig sæl- astan allra manna; þér megið til að láta hann af hendi við mig!” Wilberg roðnaði, stundi, leit til jarðar, stundi aftur og áleit þá fyrst eftir allan þennan undirbúning hæfi- legt að bera upp erind sitt. Þér munið víst eftir því þegar þér tignarfrúnni. Ó, Hart- mann, það er mikill skaði að þér hafið ekki tilfinningu fyrir hinni skáldlegu fegurð þess atburðar, eg vildi að eg hefði verið i yðar sporum þá! En nóg um það. Tignarfrúin bauð yður vasaklútinn sinn, þegar hún sá að yður blæddi. Þér hélduð á honum i hendinni, þegar aðrir urðu til að binda um sárið. Þér getið ekki gleymt slíku atviki!” Nú hvað er svo meira um þennan klút?” spurði Ulrich, sem allt í einu var farinn að taka vel eftir orðum Wilbergs. Mig langar til að eignast hann” tautaði Wiiberg og setti upp rauna- svip.” Þér megið heimta af mér hvað sem vera skal, en látið mig fá þennan dýrmæta grip í minningu þeirrar konu sem eg ann hugástum!” “Þér?” hrópaði Ulrich svo hastar- lega, að Wilberg fór að líta í kring um sig til að sjá hvort enginn væri nærstaddur. "Æpið ekki svona, Hartmann. Þér þurfið ekki að verða svo óttasleginn yfir því að eg tilbið konu tilvonandi húsbónda okkar. Það er allt önnur tilfinning en sú, sem þér eruð vanur að nefna ást. Það er, já, þér vitið víst ekki hvað “platonisk” ást er?” “Nei!” svaraði ungi námumaðurinn stuttlega, og greiðkaði sporið, hann vildi auðsjáanlega ekki halda þessu tali áfram lengur. “Það getið þér líka alls ekki skilið” sagði Wilberg, “þvi þér getið aldrei haft hugmynd um þann göfuga hrein- leik tilfinninganna sem aðeins hinir menntuðustu menn þekkja, tilfinn- ingar, sem án vonar, jafnvel án löng- unar láta sér nægja þögula, sæla til- breiðslu í fjarlægð. Hverjar aðrar tilfinningar ættu menn að geta borið til konu sem er öðrum bundin?” “Menn verða að vinan bug á þeirri tilfinningu,” sagði Ulrich þunglega, “eða —” “Eða hvað ?” “—menn verða að ráða meðbiðilinn af dögum.” Wilberg hröklaðist yfir á hina hlið brautarinnar, og nam staðar frá sér numin af skelfingu. “En sú grimmd! En sú mannvonz- ka! Þér ætlið að sanna ást yðar með morði og manndrápi. Þér eruð hræði- legur maður Hartmann og þér segið þetta með þvílíkum svip og málróm — tignar frúin hafði rétt að mæla þegar hún sagði að þér væruð eins og ótamið náttúruafl sem —" “Hver nefndi mig þannig?” spurði Ulrich, með ógnandi röddu. “Tignarfrúin! “óstjórnlegt, ótamið náttúrafl” sagði hún. Það var mjög gáfulega talað og átti vel við, Hart- mann, er gæti fyrirgefið yður, er breytni yðar gagnvart tignarfrúnni. Þér kunnið ekki að meta fegurð henn- ar og yndisleik sem jafnvel hinir ó- styrilátu félagar yðar dást að. Þér forðist hana eins og heitan eld, ef þér aðeins sjáið vagninn hennar tilsýndar. þá snúið þér við til þess að verða ekki á vegi hennar. Þegar þér mætið henni ríðandi, flýið þér inn í hvern þann kofa, sem næstur er, og eg þori að veðja að þér takið yður þenna krók hverjum degi, af þvi að þér annars framhjá húsi forstöðumannsins á kynnuð að mæta henni við garðshlið- ið, og mættuð þá til að heilsa henni. Já, þér megið skammast yðar fyrir þetta óstjórnlega hatur til yfirboðar- anna, sem ekki einu sinni hlífir kon- unum! Eg tek það upp aftur: Þér eruð hræðilegur maður.” Ulrich þagði. Aldrei þessu vant svaraði han ekki ásökun þeirri er að honum var hent, svo Wilberg hélt að ræða hans hefði hrifið. Hann hélt því öruggur áfram talinu: En svo við komumst nú aftur að umtalsefninu — vasaklútnum —” ‘Haldið þér að eg viti hvað hefir orðið af honum!” sagði Ulrich, hrana- lega. “Annaðhvort er hann týndur, eða Martha hefir skilað honum aftur. Eg veit ekkert um það!” Wilberg blöskraði það kæruleysi að Ulrich skyldi ekki hafa hirt betur um jafn dýrmætan grip og klúturinn var í WilbergS" augum og ætlaði að fara að fárast út af því — þegar hann allt í einu kom auga á Mörthu sem stóð fyrir utan hús námumeistarans. Hann þaut eins og kólfi væri skotið til hennar og fór að spyrja hana hvort hún vissi ekki hvar hinn umræddi vasaklútur væri niður kominn. Mar- tha ætlaði fyrst í stað ekki að geta skilið hvað hann átti við, en þegar henni varð það ljóst, varð hún furðu alvarleg á svip. “Klúturinn er hér ennþá!” sagði hún. “Eg hélt mig hafa unnið þarft verk um daginn þegar eg tók hann og þvoði úr honum blóðið; en Ulrich varð hamslaus af reiði yfir því að eg skildi hafa dirfst að snerta hann Hann geymir hann í kistunni sinni.” “Það var áðeins fyrirsláttur af yður að segja að klúturinn væri týndur, til þess að geta neitað bón minni.” sagði Wilberg, og leit ásökunaraug um á Ulrich, sem hafði hlustað á frásögn Mörthu með sárri gremju, svaraði nú hæðnislega. “Stillið yður herra Wilberg. Þér fáið samt ekki klútinn.” “Hversvegna ekki, ef eg má spyrja? “Af því að eg ætla að hafa hann.” " En Hartmann —” “Þegar eg hefi einu sinni sagt nei. þá er ekki til neins að fá mig til að taka það aftur. Þér vitið það vel. herra Wilberg!” Wilberg hóf hendur sínar til himins eins og hann ætlaði að taka himininn til vitnis um móðgun þá sem honum hafði verið sýnd, en allt í einu lét hann hendurnar falla og kipptist við, því hann heyrði að sagt var á bak við Mörthu: “Getið þér ekki sagt mér, stúlka min — nú þér eruð þá þama herra Wilberg. Eg kem víst til að trufla fjöruga samræðu?” Wilberg gat engu orði upp komið og kom það bæði af sorg og gleði yfir því að hitta tignarfrúna þarna að óvörum, hann var alveg eyðilagður út af því að láta hana sjá sig svo ó- smekklega til fara með gamla græna trefilinn sinn sívafinn um hálsinn, sem hann áleit að ekki mundi skarta vel, einkum af því vissi að nefið á honum var blárautt af kulda, og nú skyldi vilja svo til að hann þyrfti að koma tignarfrúnni svona fyrir sjónir. Wilberg óskaði sér niður í neðsta námugöngin, en- hafði þó sinnu á því að láta sér gremjast framkomu Hart- M afns Pj O: Id — Dr. M. B. Halldorson 401 noyd RldK. Skrifstofusími: 23674 Stundar sérstaklega lungnasjúk dóma. Er atf finna á skrifstofu kl 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. TnlNfmi: 331.%8 DR A. BLONDAL 602 Medical Arts Bldg. Talsimi: 22 296 Stundar sérstaklega kvensjúkdóma og barna-júkdóma. — Aó hitta: kl. 10—12 ♦ h. og 3—5 e. h. Heimlli: 806 Victor St. Sími 28 130 DR. B. H. OLSON 210-220 Medical \ rts lihls. Cor. Graham and Kennedy St Phogne: 21 834 Viótalstími: 11—12 og 1_5.30 Heimili: 921 Sherburn St. WINNIPEG, MAN. Dr. J. Stefansson 210 MEDICAli AHTS BLDG. Horni Kennedy og Graham Stundar rlnulinKii nuuS) n- ejrnn n ef- og kverka-MjOkdóma Er at5 hitta frá kl. 11—12 f. h. og kl. 3—6 e. h. TnUlmi: 21834 Heimili: 638 McMillan Ave. 42691 TalMfml: 28S80 DR. J. G. SNIDAL TA’INLÆKNIR 014 SoinerNet Vlloek l*nrtHjie Avenue WlNNIPKtí -Vr—— DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —^— Sask. I»vi nti gnnga undir uppNkurtf vifl liotnlaiiKnhdlgii. gnllsteinuin, magn- og llfrarvelklf Hepatola hefir gefist þúsundum manna vel vít5svegar í Canada, á hinum sít5astlitinu 25 árum. Kostar $6.75 met5 pósti. Bæklingur ef um er betSit5. Mn, Geo. S. Alman, Box 1073—14 Saafcatoon. Sask. HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DH. S. G. SIMPSON, N.D., D.O., D.C. Clironic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. A. S. BARDAL selur líkkistur og ann&st um útfar- ir. Allur útbúnatSur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvartSa og legsteina. 843 SHERBROOKE ST. Phonet 80 007 WINNIPBG G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfrœðingur 702 Confederation Life Bldg. Talsími 24 587 WALTER J. LlNDAL BJÖRN STEFÁNSSON Islemkir lögfrœðingar 709 MINING EXCHANGE Bldg Sími: 24 963 356 Main St. Hafa einnig skrifstöfur að Lundar, Piney, Gimli, og Riverton, Man. Telephone: 21613 J. Christopherson, Islenzkur Lögjrœðingur 845 SOMERSET BLK. Winnipeg, :: Manitoba. Mrs. B. H. Oison TEACHER OF SINGING 5 St. James Place Tel. 35076 Björgvin Guðmundson A. R. C. M. Teacher of Music, Composition, Theory, Counterpoint, Orchei tration, Piano, etc. 555 Arlington St. SIMI 7X821 MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 8»4 RANNING ST. PHONE: 26 420 Ragnar H. Ragnar Pianokenrtari Phone 34 785 —Kennslustofa— 693 Banning Street TIL SÖLU AÓDfRU VERÐI “FURNACE” —bæt5i vit5ar og kola “furnace” litit5 brúkatJ, «r til sölu hjá undirritutiuin. Gott tækifæri fyrir fólk út á landl er bæta vilja hitunar- áhöld á heimllinu. GOODMAN & CO. 780 Tnronto St. Sfml 28847 Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— BagKarc anrt Fnrnttnre Motln( 762 VICTOR ST. StMI 24.500 Annast allskonar flutninga fram og aftur um bæinn. manns, sem stóð frammi fyrir tignar- frúnni einsog steingjörfingur, án þess að mæla orð frá munni. Eugenie hafði komið gangandi eftir brautinni, sem lá fram hjá húsinu og hafði komið inn í garðinn, án þess þau yrðu vör við. Báðir karlmennir- nir þögðu, og Martha varð loks fyrir svörunum. Hún hafði litið snögglega «1 frænda síns, þegar Eugenie kom, og sneri sér nú fljótlega að henni. “Við vorum einmitt að tala um knipplings-vasaklútinn sem tignar- frúin léði til að binda um sár frænda míns, og sem ekki er búið að skila.” “Klúturinn minn!” sagði Eugenie, og var auðséð að henni stóð á sama. “Eg mundi alls ekki eftir honum, en úr þvi þér hafið geymt hann svo vand- lega, barnið gott, þá er bezt að þér fáið mér hann aftur.” “Það er ekki eg heldur Ulrich sem hefir hann” sagði Martha og leit aftur alvarlega til frænda síns og hugði vandlega að því hvernig honum yrði við. Eugenie leit nú líka hálf forviða á þennan unga mann, sem ekki hefði heilsað henni ennþá. “Fáið mér þá klútinn, Hartmann! Eða kannske þér viljið ekki gjöra það?” 100 herbergi metS etSa án baCs SEYM0UR H0TEL verö sanngjarnt Sfml 28 411 C. G. HUTCHISON, elgandl Market and King St., Winnipeg —:— Man. MESSUR OG FUNDIR í kirkju Sambandssafnaðar Messur: — á hverjum sunnudegi kl. 7. e.h. Safnaðarnefndini Fundir 2. og 4. fimtudagskveld í hverjum mánuði. Hjálparnefndin: Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. Kver.félagið: Fundir annan þriðju dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngflokkurw. Æfingar á hverju fimtudagsKveldi. Sunnudagaskólinn:— A hverjum sunnudegi kl. 2.30—3.30 e. *>.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.