Heimskringla - 17.09.1930, Blaðsíða 7

Heimskringla - 17.09.1930, Blaðsíða 7
WINNIPEG 17. SEPTEMBER 1930 HEIMSKRINGLA 7. BLAÐStÐA Hjónabandið. Eftir þýzkan höfund. Hann talaði alltaf jafn rólega, en öll framkoma hans var svo óiík því, sem menn áttu að venjast af hon- um, að Ulrich hnykkti við. Hann trúði varla sínum eigin eyrum; og þegar hann mætti mótstöðu frá manni, sem hann hafði búist við að strax myndi láta undan, þá reiddist hann afskaplega og ofsi hans fékk algerlega yfirhöndina. “Þér ættuð ekki að vísa okkur þannig á bug, herra Berkow!” sagði hann ógnandi. “Við erum tvö þús- und verkamenn hér Og námurnar eru svo að segja á okkar valdi. Sú tíð er liðin, er við létum troða okkur undir |ótum. Við heimtum rétt okkar, og náum við honum ekki með góðu, þá tökum við hann með valdi!” Umsjónarmönnunum fór ekki að verða um sel. Þeir þekktu ofstopa Hartmanns, og óttuðust að hann myndi beita ofbeldi. Arthur sót- roðnaði. Hann gekk nokkur skref áfram og stóð nú beint fyrir fram- an Ulrich. “Fyrst og fremst verðið þér að haga orðum yðar öðruvísi, þegar þér talið við húshónda yðar! Ef þér viljið láta taka hér á móti yður sem fulltrúa félaga yðar, er eigi heimt- ingu á jafnrétti, þá verðið þér að hegða yður eins og maður, eins og hæfir við slík tækifæri, en ekki þjóta strax upp með hótanir um ofbeldi og uppreisn! Þér heimtið hlýðni af mönnum yðar. Eg heimta hana af yður. Þegar þér eruð i yðar hóp, getið þér ráðið yfir félögum yðar! Meðan eg stend andspænis yðuf, er eg húsbóndi í námunum, og ætla mér að verða það framvegis. Hagið yður eftir því!” Þó eldingu hefði slegið niður á skrifstofunni, hefði mönnum ekki orðið meira um það, en þessi ein- beittu orð, er töluð voru af fullum móði. Umsjónarmennirnir hopuðu fyrst aftur á bak, en bjuggust síðan til að slá hring um húsbónda sinn, en hann bandaði þeim frá sér. Fé- lagar Ulrich störðu á húsbónda sinn sem steini lostnir, en engum varð eins mikið um og Ulrich. Hann náföln- aði, skalf á beinunum og starði fram undan sér, eins og hann hvorki gæti né vildi skilja það sem fram fór! — Honurp varð þá allt í einu ljóst, hve mjög honum hafði skjátlast álitið á þessum manni, er hann fám dögum áður hafði farið svo fyrirlitlegum orðum um. Hamslaus bræði greip hann; hann ætlaði að ráðast á Arth- ur eins og grimmúðugt ljón, en þá varð hann fyrir því augnaráði, er hann fékk ekki staðist. Arthur stóð kyr, en hann leit augunum alveg upp, og augnaráð hans var svo áhrifamik- ið, að ofsinn varð að lúta. Þeir horfðust litla stund í augu. Þá lét Ulrich hnefann síga niður, grimmdin hvarf úr svip hans og hann leit und- an. Hann hafði komist að raun um að húsbóndi hans væri jafnoki sinn og ef til vill meiri maður — og hann lét undan síga. % Arthur færði sig fjær. Rödd hans var nú aftur stillileg er hann mælti: “Tiikynnið nú félögum yðar, bæði hvað eg get og hvað eg get ekki lát- ið þeim í té. Eg mun ekki taka eitt orð aftur, af þvi sem eg hefi sagt! Svo erum við búnir í þetta sinn.” “Það erum við!” Ulrich mátti varla mæla fyrir geðshræringu. “Þá lýsi eg þvi yfir í nafni allra námu- manna, að þeir hætta vinnu á morg- un. ” "Það er gott. Eg bjóst við þessu. Og nú vil eg enn einu sinni áminna yður um það, Hartmann, að fara var- lega og gæta hófs. Mér er sagt, að þér hafið ótakmarkað vald yfir fé- lögum yðar. Sjáið því um, að allt fari fram með ró og spekt, og ímynd- ið yður ekki, að þið getið hrætt nlig til þess að láta undan. Eg og verk- stjórar mínir munum á allan hátt reyna að forðast uppþot og rysking- ar, en ef þið byrjið róstur, þá mun eg verja mig og nota húsbóndarétt minn. Hlífið mér við að þurfa þess.” Ulrich bjóst til brottgöngu; í svip hans brann bæði hatur og reiði; en önnur tilfinning, sem engan grunaði neitt um, var honum., þó enn sárari. Hann hafði svo lengi fyrirlitið þessa “kveifarlegu skepnu” — svo hafði hann nefnt Arthur — og hrósað happi yfir því, að hann væri einnig fyrirlitinn af konu sinni. En ef hún sæi hann koma jafn karlmannlega fram og hann gerði í dag, þá myndi fyrirlitningunni fljótt lokið, og þessi stóru dökku augu, er höfðu sigrað hann, hlutu ‘að geta vakið annað en hatur og óvild. Ulrich var alveg ut- an við sig, þó hann reyndi að harka af sér um leið og hann fór. “Við skulum sjá hver þrautseig- astur verður! Gluck auf!” Hann gekk burtu og félagar hans báðir; en á svip þeirra mátti sjá, að þeim hafði orðið allt öðruvísi við þessi úrslit heldur en foringja þeirra. Þeir litu með virðingu til húsbónda | síns, en voru mjög hikandi og ráða- \ leysislegir, er þeir fóru. Arthur horfði vandlega á eftir þeim, og sneri sér til umsjónarmann- anna. “Þar fara tveir, sem fylgja hon- um aðeins með hálfum huga. Eg vona að meirihlutinn sjái að sér, er þeir fá tíma til að átta sig; en fyrst um sinn verðum við að sætta okkur við, að vinnunni sé hætt. Eg geri engan veginn lítið úr þeirri hættu sem yfir okkur vofir hér í þessari af- skekktu sveit, innan um tvö þúsund æsta verkamenn með öðrum eins for- ingja og Hartmann; en eg ætla að sitja sem fastast þangað til allt er útkljáð. Þér eruð náttúrlega sjálf ráðir, hvort þér viljið vera hjá mér. Af því þér því nær allir höfðuð aðra skoðun á málinu en eg, vil eg ekki neyða yður til að bera afleiðingarn- ar af ákvörðun minni. Yður er vel- komið að fá yður lausa héðan eins lengi og þér viljið.” Enginn vildi þiggja þetta boð. All- ir umsjónarmennirnir flykktust utan um húsbónda sinn, og fullvissuðu hann um, að enginn þeirra mundi yfirgefa hann; jafn Wilberg var nú orðinn hugaður sem Ijón. Arthur stundi þungan. “Eg þakka ykkur öllum, herrar mínir. 1 kvöld skulum við tala bet- ur um, hvaða viðbúnað skuli hafa: en nú verð eg að skilja við yður. — Herra Scheffer, eg býst við yður að klukkustundu liðinni á vinnustofu minni — hafið allir beztu þakkir.” Þegar hann var farinn og hafði lokað á eftir sér, fengu umsjónar- mennirnir fyrst málið til að láta undrun sína, aðdáun og áhyggjur í ljós. “Eg skelf og titra!” sagði Wilberg og varpaði sér niður í stól. “Ham- ingjan góða! Þetta var voðalegt! Eg hélt að vargurinn Hartmann mundi ráðast á húsbóndann, — en hann gat ráðið við hann með augunum — hver mundi hafa gert sér slíkt í hug- arlund!” “Hann var of hvassyrtur!” sagði Scheffer. “Hann talaði eins og hann ætti yfir miljónum að ráða, eins og hann væri ekki kominn upp á það, sem námurnar gefa af sér. Faðir hans mundi hafa látið undan, þrátt fyrir allan hrokann; hann mat ekki virðingu sina svo mikils. Sonurinn er honum alls ólíkur, en hann gætir ekki nóg að kringumstæðunum. — Hann hefði getað hagað orðum sín- um gætilegar og gefið óákveðnari svör, svo honum hefði verið hægt að láta undan síðarmeir, ef —” “Skollinn hafi allar yðar vífillengj- ur!” sagði yfirverkfræðingurinn hvat lega. “Fyrirgefið, herra Scheffer. að eg verð stóryrtur; en það er auð- fundið að þér eruð eingöngu vanur skrifstofustörfum og hafið aldrei þurft að eiga í höggi við fjölda verka manna. Húsbóndinn hefir einmitt hitt á rétta ráðið, hann hefir skotið þeim skelk í bringu. Hógvær orð hefðu verið álitin sprottin af hug- leysi. Menn verða að tala þeirra eigin máli, skýrt og skorinort, af eða á; og það getur húsbóndi okkar frem ur öllum öðrum; það getið þér séð á Hartmann.” “Eg óttast aðeins, að hann geri of lítið úr baráttunni, sem við eigum fyrir höndum,” sagði forstöðumað- urinn alvarlega. “Verkamennirnir hefðu gert sér kosti hans að góðu, en foringi þeirra vil lengar sættir, og þeir fylgja honum í blindni. En húsbóndinn hefir rétt fyrir sér; hann gat ekki gengið lengra, því þó hefði staða hans og vor allra verið í veði.” Allir umsjónarmennirnir töluðu nú um húsbóndann. Á einni klukku- stundu hafði Arthur áunnið sér þann titil. Hann hafði sýnt, að hann var húsbóndi. — Sendimennimir þrír héldu áleið- is til námanna. Ulrich mælti ekki orð frá munni; en Lorenz sagði: “Þú sagðir um daginn, að ef við ættum við mann, sem kynni að haga seglum eftir vindi og beita bæði lip- urð og hörku, þá væri illa ástatt fyr- ir okkur. Eg er hræddur um að hann kunni það!” Ulrich svaraði ekki; hann leit upp í hallargluggana og svipur hans var þungbúinn. “Þetta bjó á bak við þessi syfjuðu augu!” tautaði hann í gremju. “Með- an eg stend hér, er eg húsbóndi í námunum!” Þeir mættu nú mörgum námu- mönnum, sem flykktust utan um þá og fóru að spyrja i ákafa. “Látið Ulrich segja ykkur frá því!” sagði Lorenz þurlega. “För okkar hefir ekki heppnast! Hann ætlar ekki að láta undan!” “Ekki ?” Námumönnunum hnykti við; þeir höfðu búist við öðrum er- indislokum. Þeir höfðu í hótunum við húsbóndann og fóru fyrirlitlegum orðum um hann. Ulrich skipaði þeim að þegja. “Þið þekkið hann ekki, eins og hann nú kom fram við okkur. Eg hélt að málið væri auðunnið, þegar faðir hans væri úr sögunni. En okk- ur hefir skjátlast viðvíkjandi synin- um. Eg segi ykkur satt, við fáum fullt í fangi með hann!” XV. Það var snemma dags, ilminn af döggvotum trjánum lagði um allt, er Eugenie Berkow kom einsömul ríð- andi skógargötuna. Hún kunni vel að sitja á hesti og var mjög gefin fyrir þá skemtun, en sjaldan hafði hún iðkað hana nú í sveitinni. Fyrst bannaði óveður allar útferðir, og síð- ar hafði hún ekki kært sig um það; en aðalástæðan var sú, að fallegi reiðhesturinn hennar var gjöf frá manni hennar á trúlofunardögum þeirra, og óvild sú, er hún bar til gef- andans, náði einnig til allra gjafa hans. Hún hafði óbeit á skrautinu, sem var allt í kringum hana. Hún hafði því lítið skeytt um þenna in- dæla reiðhest sinn, sem kostað hafði of fjár og vakið hafði bæði öfund og aðdáun höfuðstaðarbúa. Það var þvi meira en nýstárlegt, að tignarfrúin þenna morgun skip- aði að leggja á Freyju ,og sagði j hjálpað föður sínum, og reynt að bera þjóninum, sem vanur var að fylgja I örlög sín og verið viss um að hata henni, að hún ætlaði að fara ein. — j manninn, er hún var neydd til að Henni var óðara hlýtt, og reið hún : eiga. En upp frá þeirri stundu voru síðan af stað einsömul. Arthur t tilfinningar hennar gersamlega breytt vissi ekkert af ferðalagi hennar. Hún j ar. Alltaf síðan hafði hún átt í glott og hlýtt, eins og regn og storm- ur hefði aldrei verið til. Héðan var víðsýni nóg. Fjallatindarnir báru við himinn, þaktir grænum skógi. Hæðin var þakin ilmandi blómgresi, lækirnir fossuðu niður í dalinn, og himininn var heiður og blár. öll náttúran var með gleðibrag. Unga konan var samt þungbúin á svip; hún virtist ekki þola að horfa á náttúrufegurðina. Hún hefði þó átt að geta glatt sig við þá tilhugs- un, að áður en næsta vor kæmi, þá yrði hún frjáls. Hvernig stóð á því, að hún gat það ekki? Hvers vegna sótti á hana hugarangur? Hún hafði þráð skilnað, langað að snúa heim til ættingja sinni; hún hafði þjáðst undir því oki, er hún varla fékk borið; og. síðan þau hjónin töl- uðust við þarna á hæðinni, hafði henni verið það ómögulegt! Þangað til hafði hún huggað sig við að hafa stríði við tilfinningu, er hulin var í hinnstu fylgsnum sálar hennar; til- finningu, sem hún forðaðist að gera sér grein fyrir, og sízt af öllu vildi láta fá vald yfir sér. Og samt var það hún, sem hafði komið henni til sá hann nú enn sjaldnar en áður, því oft mætti Arthur eigi til máltíða, og samlífi hjónanna var þannig háttað. að hvort um sig vissi sjaldnast hVað hitt hafðist að. Eugenie reið hratt í gegnum skóg- inn án þess að mæta nokkrum manni. að leita til þessa staðar, og láta dótt Einveran og náttúrufegurðin á þess- ur Windegs baróns gleyma svo sið- im inndæla vormorgni hafði hressandi venjum, að hún lét ekki þjóninn áhrif á hina ungu konu, sem ekki , fylgja sér, eins og vant var. Hún hafði komið út fyrir trjágarðinn í j vildi engin vitni hafa með sér — og marga daga. Allri vinnu var hætt í ! það kom henni vel, því þegar hún námunum, óviðkunnanleg kyrrð ríkti j nam staðar alein uppi á hæðinni, í þorpinu, en þeim mun meiri var varð hún frá sér numin af endur- ókyrrðin í vinnustofu unga húsbónd- j minningum um samveru þeirra hjóna ans. Þar sat hann nú ölum stund- á þessum stað; nú í sólskininu þráði um. Umsjónarmennirnir komu þang- hún stundina þá, er regn og þoka um- að oft á ráðstefnu; bækur og skjöl kringdu þau og stormurinn æddi og voru rannsökuð. Scheffer var alltaf (hvein, þegar hún í fyrsta sinn sá á ferðinni milli höfuðborgarinnar og dýrðarljómann bregða fyrir i stóru, hallarinnar; bréf og hraðskeyti flugu j dökku augunum, og henni fyrst kom fram og aftur eins og skæðadrífa. i til hugar að það hefði getað orðið En einhver óheillablær var yfir öllu j mikið úr þessum manni, hefði hann þessu annríki. Það var eins og menn j notið ástar og elskað sjálfur, áður en byggjust við einhverjum voða. Eu- j faðir hans ýtti honum út í sollinn, er genie vissi reyndar, að missætti var öllum góðum öflum eyðir. Við þess- komið upp milli verkamannanna og ar endurminningar vaknaði einhver yfirboðaranna. Arthur hafði sjálf- önnur tilfinning, er Eugenie Windeg ur sagt henni frá því, en gerði lítið 1 aldrei hafði orðið vör við, en eigin- úr því, og fullyrti að sættir mundu komast á mjög bráðlega. Ofur rólega hafði hann mælst til þess, að hún á skemtigöngum sínum skyldi forðast að koma við í þeim þorpum. 'er námu mennirnir ættu heima í, þvi þeim væri gramt í geði um þessar mundir. Umsjónarmönnunum hafði vist verið bannað að segja tignarfrúnni hvern- ig ástatt var, því þeir gáfu óákveð- in svör og gerðu lítið úr öllu, er hún | spurði þá, og aftóku, að nokkra kona Berkows átti eftir að reyna — kvöl, sem var kyrlátari en þó sárari en allt, sem hún áður hafði þolað; hún greip höndunum fyrir andlit sér og brennheit tárin runnu niður vang- ana. “Tigna frú!” Eugenie hrökk við, og Freyja, sem fældist þessa ókunnu rödd, stökk út undan sér, en í sama bili var þrifið svo sterklega í taumana, að hún stóð spuroi pa, OB cl - i kyr. Ulrich Hartmann stóð fast hjá hættu væri að óttast, sættir mundu J hestinum. komast á von bráðar, — en Eugenie sagði svo hugur um, að hætta væri í nánd. Hún fann einnig vel, hve breyttur maður hennar var orðinn, síðan faðir hans dó. Eugenie var xona of stórgeðja og þrekmikil til þess, að henni ekki fyndist sér misboðið með þessari hlífð, er henni var sýnd með því að reyna að leyna hana hættunni. Hún átti að sönnu enga heimtingu á trún- aði manns síns, hún var öðruvísi sett en aðrar konur. Þegar hjónin höfðu afráðið skilnað, og aðeins fyrir siða- sakir halda saman í nokkra mánuði, til að komast hjá hneykslanlegu um- tali, þá skiftu þau sér ekkert hvort af annars högum. Það fann hún og atferli Arthurs sýndi hið sama, því jafnframt því sem hann varpaði fyr- ir borð sinni fyrri leti og lagði á sig mikla vinnu, þá varð hann æ fálát- ari og afskiftaminni við hana. Hún hefði átt að vera honum þakklát fyrir, að hann kom fram við hana sem væri hún honum alls ókunnug. Eugenie var það full ljóst, að dauði Berkows hafði gert hægra fyr- ir með skilnaðinn. Hann mundi aldrei hafa samþykkt, að það hjónaband yrði rofið, sem hann kostaði svo miklu til að koma á. öðru máli var að gegna með son hans. Hann hafði að fyrra bragði boðið henni skilnað, áður en hún hafði farið þess á leit; og sú ákvörðun, sem víðasthvar veld- ur tárum og hugstríði, var hér tek- in með ró og stillingu, eins og báð- um hlutaðeigendum stæði á sama. Freyja reis snögglega upp á aftur- fótunum. Gæðingurinn var ekki van ur að vera rekin áfram með svipu- höggum. En í þessari för hafði hun orðið að kenna á óþolinmæði hús- móður sinnar; og hefði Eugeme ekk: verið jafn góð reiðkona og hun var þá hefði hún átt fullt í fangi með að ráða við fjörgapann. Henni tókst eftir litla stund að stilla hestinn, en hún huyklaði brýnar og beit á vörina eins og í bræði, en hvort reiðin var sprottin af mótstöðu þeirri, er Freyja sýndi, eða þá af vöntun á mótstöðu úr annari átt, N faf ns pj íöi Id I Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd BldB. Skrifstofusími: 23674 Stundar sérstaklega lungrnasjúk- dóma. Kr aTJ finna á skrifstofu kl 10—12 f. h. ogr 2—6 e. h. Hsimili: 46 Alloway Ave. Talsfml: 33158 DR A. BLONDAL 602 Medic&l Arts Bldg. Talsími: 22 296 Stund&r sérstaklega kvensjúkdóma og barnasjúkdóma. — Aó hitta: kl. 10—12 ♦ h. og 3—5 e. h. Helmili: 806 Victor St. Sími 28 130 DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldfc. Cor. Graham and Kennedy St. Phone: 21834 VitHalstími: 11—12 og 1_5.30 Heimili: 921 Sherburn St. WINNIPEG, MAN. Dr. J. Stefansson 216 MEDICAL ARTS BLDG. Horni Kennedy og Graham Stnndar elnicOnarii ausfria- eyrna- nef- oif kverka-NjOkdómn Er an hitta frá kl. 11—12 f. h. og kl. 3—6 e. h. TaUfmii 21834 Heimili: 688 McMillan Ave. 42691 Talnlml: 28 889 DR. J. G. SNIDAL TANNLÆKNIR 614 Someraet Block Portaice Avenne WINNIPEG DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. var ekki hægt að segja. Hún var nú komin að búgarðinum sem lá niðri í dalnum, og nú lá leið- in aftur upp á móti, upp á hæðina, þar sem þau hjónin höfðu leitað skjóls í ofveðrinu. Nú var engin þoka, sólin skein svo “Eg vissi ekki, að hesturinn væri svona fælinn; en eg náði líka strax í taumana!” sagði hann i afsökunar- rómi, og horfði með aðdáun, en þó áhyggjufullur á Eugenie, sem sat kyr í söðlinum, eins og ekkert hefði komið fyrir. Eugenie flýtti sér að þurka af sér tárin; en það var víst um seinan, hann hlaut að hafa séð hana gráta; hún kafroðnaði við þá tilhugsun, og málrómurinn var því óvingjarnlegur, er hún sagði: "Sleppið taumunum! Freyja er ekki vön því, að ókunnugir snerti við sér og liggur við að fælast. Það er hættulegt bæði fyrir mig og yður að þér séuð þarna!” Ulrich hlýddi og gekk til hliðar. Eugenie klappaði Freyju á makkann og lét hún þá fljótlega sefast. Hartmann hafði ekki augun af Eugenie; henni fór líka vel að vera á hestbaki. Dökku reiðfötin, litli hatt- urinn með slæðunni, er sat á ljósu fléttunum og skyggði á andlitið fagra sem ennþá var með roðablæ i kinn- um eftir grátinn, fagri limaburður- inn, sem ekki haggaðist minnstu vit- und þó hesturinn ókyrrðist, sýndi vel hið ljómandi vaxtarlag. Hún var sannkölluð ímynd þrótts og fegurð- ar. “Voruð þér hérna uppi áður en eg kom, Hartmann?” sagði Eugenie, í þeirri von að hann hefði þá fyrst komið upp á hæðina, er hann yrti á hana og hefði þá ekki séð hana gráta. “Eg sá yður hvergi.” “Eg stóð þarna!” hann benti á út jaðar skógarins. “Eg sá yður koma ríðandi og beið eftir yður.” Eugenie hafði ætlað að ríða fram hjá honum inn í skóginn; nú nam hún staðar alveg forviða. “Bíða eftir mér?” tók hún upp eftir honum. “Hvers vegna?” Ulrich hliðraði sér hjá svarinu “Eruð þér einsömul, tigna frú? Er þjónninn ekki með yður eins og vant er ?” / “Nei, þér sjáið að eg er fylgdar- laus.” Ulrich gekk hratt að hestinum, en þó gætilegar en áður. "Þá verðið þér að snúa við þegar i stað! Eg ætla að ganga með yður þangað til við erum komin fram hjá námunum!” ”En hvað á þetta að þýða?” spurði HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DR. 8. G. SIMPSOS, N.D., D.O., D.G. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. A. S. BARDAL selur likklstur og ann&st um útfar- ir. Allur útbúnaT5ur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisyartJa og: legsteina. 843 SHERBROOKE ST. Phoive: 86 607 WINNIPEG Eugenie, meira og meira forviða á þessari uppástungu og yfir þvi hve svipþungur Ulrich var. “Er nokkur hætta á ferðum hér í skóginum, sem ástæða sé til að óttast?” Ulrich skimaði eftir neðri skógar- götunni, er sást I bugðum. “Við vorum uppi við bræðsluskál- ana,” sagði hann lok's með hægð, "eg og nokkrir félagar mínir. Eg fór til baka þessa leið, sem er styttri, til þess að komast fyr heim. Hinir fóru akveginn. Þér gætuð hæglega mætt þeim, tigna frú, og þá vildi eg helzt vera hjá þeim, hvað sem fyrir kann að koma.” Eg er ekki hræðslugjöm,” sagði Eugenie einbeitt. “Menn munu tæp- lega dirfast að gera á hluta minn. Reyndar veit eg að það eru einhverj- ar erjur í verkamönnunum; en mér hefir verið sagt, að þær séu þýðing- arlausar og sættir muni brátt kom- ast á.” “Þá hefir verið logið að yður!” sagði Ulrich harðneskjulega. “Hér er hvorki um smámuni eða sættir að ræða. Herra Berkow hefir sagt okk- ur strið á hendur, eða við honum, það stendur á sama hvort heldur er. Nú eigum við í ófriði, og honum verð ur ekki lokið fyr en annarhvor máls- aðili hnígur að velli. Þetta segi eg yður, tigna frú, og mér ætti að vera kunnugast um það.” Eugenie fölnaði lítið eitt, er hún þannig komst að raun um að ótti hennar hafði verið á rökum byggð- ur. En henni fannst sér einnig mis- boðið með þessari hranalegu yfirlýs- ingu og svaraði kuldalega: (Framlhald) .. ’ G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfræðingur 702 Confederation Life Bldg. Talsími 24 587 WALTER J. LINDAL BJÖRN STEFÁNSSON Islenzkir lögfrœöingar 709 MINING EXCHANGE Bldg Sími: 24 963 356 Main St. Hafa einnig skrifstofur að Lundar, Piney, Gimli, og Riverton, Man. Telephone: 21613 J. Christopherson, Islenskur Lögfræðingur 845 SOMERSET BLK. Winnipeg, ;; Manitoba. Mrs. B. H. Olson TEACHER OF SINGING 5 St. James Place Tel. 35076 Björffvin Guðmundson A. R. C. M. Teacher of Musfc, Cómposition, Theory, Counterpoint, Orchet- tration, Piano, etc. 555 Arlington St. SIMI 71621 MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO R54 BANNING ST. PHONE: 26 420 Ragnar H. Ragnar Píanókennari hefir opnað nýja kenslustofu að 558 MARYLAND ST. (milli Sargent og Ellice) TALSIMI 36 492 TIL SÖLU AÖDtRU VER6I “PURNACK” —bætil vlbar o* kola "furnace” lltitJ brúkaTS, .r tll sölu hjá undirrttuöum. Gott tæklfærl fyrlr fólk út á. landi er bæta vllja hitunar- áhöld á heimlllnu. GOODMAN * CO. 786 Toronto St. Sfmi 28847 Jacob F. Bjarnason —TRAN SFER— BagKaare nnd Pnrnttnre Movtn* 762 VICTOR ST. StMI 24.500 Annast allskonar flutninga fram og aftur um bæinn. 100 herbergl meb eöa án bah. SEYMOUR HOTEL verö sanngjarnt Slml 28 411 C. G. HUTCHISON, elgandl Market and King St., Wlnnlpeg —:— Man. MESSUR OG FUNDIR f kirkju Sambandssafnaöar Messur: — á hverjum sunnudegi kl. 7. e.h. Safnaðarnefndin: Fundir 2. og 4. fimtudagskveld í hverjum mánuCi. Hjálparnefndin: Fundir fyrsta mánudagskveld i hverjum mánuCi. Kvenfélagið: Fundir annan þriBju dag hvers mánaBar, kl. 8 aB kveldinu. Söngflokkuri~n: Æfingar á hverju fimtudagskveldi. Sunnudagaskólinn:— A hverjum * sunnudegi kl. 2.30—130 e. ía. •

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.