Heimskringla - 10.12.1930, Blaðsíða 1

Heimskringla - 10.12.1930, Blaðsíða 1
DYERS & CLEANERS, LTD SPECIAL Men’s Suits Dry Q tf a a Cleaned & Pressed «k I aUU (Cash and Carry Price) * Delivered, $1.25 Buttons Tightened, Replaced and all Minor Reparirs Free CLEANERS, LTD. SPECIALi Ladies’ Plain Silk r» 4 aa Dresses Dry Cleaned 3 I iUU & Finished (Cash and Carry Pricel Delivered, $1.25 Minor Repairs Free XLV. ARGANGUR. WINNIPEG MIÐVIKUDAGINN 10. DESEMBER, 1930. NCrMER 11 RÆöA BEATTY’S. I ræðu er E. W- Beatty, forseti C. P- R. félagsins hélt í London, Ont., nýverið, brýndi hann mjög fyrir á- heyrendum, hver nauðsyn væri á því að rétta bónda Vesturlandsins hjálp- arhönd og heppilegustu aðferðina til þess kvað hann þá sömu og forsætis- ráðherrar Vesturfylkjanna, að sam- bandsstjórnin ábyrgðist bóndanum fullt verð fyrir vörur sínar. En svo voru og fleiri er aðstoð sína áttu að veita, svo sem bankar, kaupmenn og eiginlega hver einn og einasti borg- ari landsins á einn eða annan hátt. En jafnvel þó út á tillögur þessar væri ekkert í sjálfu sér að setja, ef þær væru framkvæmanlegar, er það einkennilegt við þær, að ekki er neitt minnst á, að járnbrautarfélögin hlaupi undir baggann. Væri það þó sízt úr lagi, að þau gerðu það, þar sem þau nú taka allt að því einn þriðja af verði hveitisins fyrir að flytja það til Fort William. Það munaði hvorki meira né minna en 10 centum af hverjum mæli, ef þau flýttu eitthvað af hveitiforðanum fyr ir hálft farmgjald austur að vötnun- um. En slíkt var ekki innifalið ' bjargráðatiilögunum Ræða Mr. Beatty’s var því mjög svipuð ræðum annara um hag og bjargráð bónd- ans, að því leyti að hún var tilögu góð um það að aðrir hjálpuðu bónd- anum, en sjálfur hann, eða C. P. R. félagið ekki. óþarfa er ekki rétt að segja ræðuna, því hún kemur þó frá manni, sem mikils álits og trausts nýtur hjá canadisku þjóðinni, fyrir þekkingu sína á hag þessa iands og ástandi þess, en það var eigi að síður að bera í bakkafullan lækinn að flytja hana. BENNETT OG HVEITIVERÐIÐ. Einustöku sinnum skreppur það út af vörum liberala, að Bennett sé um núverandi lágverð á hveiti að kenna, þvi verðið hafi fyrst farið að hrapa alvarlega, þegar hann vap tekinn við völdum. Þó að flestir, er sanngjarn- ir geta talist, sjái að þetta hefir ekki við neitt að styðjast, skal á það bent hér, að þá fjóra mánuði, sem Benn- ett hefir verið völd, hefir selzt um 30 miljónir mæla meira af hveiti út hr landinu, en á þessum sömu fjór- um mánuðum árið sem leið (1929). Og með byrjun á-sölu á hveiti aftur til Frakklands og fleiri landa, er full ástæða til að halda, að salan minnki ekki úr þessu. Það er ekki til neins að reyna að telja þjóðinni trú um Það, að Bennettstjórnin sé aðgerða- laus í hveitimáliifu Markaðurinn var Canada viðast lokaður, þegar hún tók við völdum. Þótt ekki geti enn verið um miklar umbætur að ræða í þvi efni, ber á það að líta að tíminn er ekki langur, sem stjórnln hefir haft til allra þeirra umbóta, sem hér blðu framkvæmda. HVEITISAMLAGII) Eins og vikið var að í síðasta blaði hafa nú miklar breytingar verið gerðar á fyrirkomulaginu á hveitisölu Samlagsins. Samlagið leggur niður hveitisöluskrifstofur sínar á Eng- landi óg í Evrópu, en í þess stað verð- úr hveitið selt erlendis af einstök- um kornfélögum, eins og fyrrum var gert. Hefir hinn nýráðni formaður hveitisölu Samlagsins, McFarland, ráðist í þessa breytingu. Hættir því samlagið að selja hveiti sitt á er- lenda markaðinum. Telur McFarland þessa breytingu heppilega vegna þess, að meðan kornfélögin og. samlagið hafi bæði verið um söluna á erlenda markaðinum, hafi þau ekki unnið saman sem skyldi, og það álítur hann að hafi spillt fyrir sölu þar á hveiti héðan. Og Samlagið varð vanalega fyrir hailanum á henni, og af því skoðar hann stærstu vandræðin hafi leitt yfir það. Breytingu þessari er víðast vel tek- 10. enda er hún með samþykki Sam- lagsins gerð. A Liverpool markað- inum, og hvar sem er erlendis, virð- ist jafnvel nú þegar, sem hún muni hafa góð áhrif á hveitisöluna. Hveit- ið í höndum samlagsins var þar aldrei kærkomið, hvernig sem á því stend- ur, en það ætti því nú ekki að verða markaðinum til ama. Samlagið kaupir eftir sem áður hveitið af bændum hér, og selur kom félögunum, I stað þess að selja það 4 htlenda markaðinum. STJÓRNARSKIFTI A FRAKKLANDI. Fregn frá París 4. des- s.I. herm- ir, að Tardieu stjórnin á Frakklandi sé fallin, með því að hún hafði 147 atkvæði á móti sér I öidungaráðinu, en ekki nema 139 með. Hafði stjóm- in sjálf krafist að traustsatkvæða væri leitað í senatinu. Þetta er í fjórða skifti í sögu Frakka, sem öld- ungaráðið veltir stjórn úr sessi. Hið síðasta sinn var árið 1925, þegar Har- riotstjórnin féll. Astæðurnar fyrir vantrausti öldungaráðsins voru tald- ar að vera aðallega innanríkismál og fjármál. Þetta var annað ráðunéytið sem Tardieu hafði myndað, og hafði aðeins setið að völdum síðan í marz í vor, og var yfirleitt talin að vera ein af béztu stjórnum, sem setið hef- ir að völdum í Frakklandi í mörg ár. Doumergue forseti bauð Poincare að mynda ráðuneyti, en hann neitaði, og hefir enn ekki tekist að fá neinn til að takast þetta vandasama starf á hendur að mynda nýja stjórn. Er þetta í fimtugasta skifti í stjórn artíð Doumergues sem stjórnarskifti verða. STEFNA SNOWDENS. W. S. Shaw, stofnandi Keltneska félagsins í London, fórust nýlega orð á þessa leið í blöðunum, um stefnu Snowdens: Allan tímann sem samveldisfundur- inn stóð yfir í London, voru vörur frá Rússlandi að streyma í land úr skip- um á Lundúnahöfninni. Rússnesku hveiti, rússneskum húsavið, rússnesku sætabrauði, rússneskum brjóstsykri, og ótal öðrum rússneskum vöruteg- undum var hrúgað inn í verzlahir og vöruhúsin. Og á sama tíma og þessu fer fram, eru jarðir út um altl Eng land að leggjast í eyði, og iðnaðar- stofnanir að fækka vinnufólki. Tala atvinnulausra fer alltaf hækkandi, og nemur nú orðið talsvert á þriðju mil- jón. TILLÖGUR LLOYD GEORGE. Lloyd George og aðrir foringjar frjálslynda flokksins, hafa lagt fyrir ríkisstjómina brezku ýmsar um- fangsmiklar áætlanir og tillögur, er þeir ætla að geti greitt fram úr at- vinnuleysinu fyrir 700 þús. verklaus- um Englendingum. Tillögurnar eru í stuttu máli á þessa leið: Að vinnuleysi það, sem orsakast hefir af fjárkreppu þeirri, sem nú gengur yfir heim allan, kemur að miklu leyti til af alþjóðlegum ástæð- um ,en þó verður dregið nokkuð úr afleiðingum þess með vissum ráðstöf- unum hverrar þjóðar. Fyrir Stóra Bretland riður lífið á því, að fá num- ið burtu ástæðurnat fyrir atvinnu- leysi þeirra 700 þúsunda, sem at- vinnuleysingjatalan hefir aukist i seinni tíð, fram yfir það, sem verlð hefir að staðaldri frá því um strið. Það sem fyrst og fremst er nauð- synlegt að ríkisstjórnin geri sér ljóst, er það, að framleiðslukostnaðurinn verður að minnka ,svo að brezkav vör- ur verði samkeppnisfærar á heims- markaðinum. Verður framleiðslu- kostnaðurinn að minnka um allt að 10 prósent til þess að svo sé. Ríkis- stjórnin skal kalla saman ráðstefnu, þar sem eru saman komnir fulltrúar allra vinnuveitenda, iðnaðarfélaga, bankamanna og kaupmanna, og leggja þetta vandamál 'fyrir þá, og skal þar verða hlutast til um, að á næstu sex mánuðum gangi þessi nið- urfærsla í gegn- Þá er og nauðsyn- legt að tíla iðnaðinn að sama skapi, og skai nefnd vera skipuð til að koma því i kring, og létta af sköttum. Enn fremur er ríkisstjórnin hvött til þess að efla betri samvinnu en verið hef- ir milli iðnaðarins og bankanna og greiða betur fyrir utanríkisverzlun. svo sem verzlun við Rússland. Ein hin mesta lyftistöng landsins telja þeir þó að endurreisn landbún- aðarins muni verða. Ef landbúnað- urinn verður aukinn að þeim mun, að England geti sjálft séð sér fyrir því 400 milj. sterlings punda virði af matvælum, sem árlega er flutt inn í landið, þá myndi það gefa um 500 þús. mönnum atvinnu. I sambandi yið þenna atvinnuveg kemur því Lloyd George meðal annars með eftirfar- andi tillögpir: 1. Ríkið skal taka í sinar vörzlur allt það iknd, sem það getur, og eink- um það sem þarf umbóta við og illa er setið, og leitast við með nýtízku tækjum að gera það að arðvænu landi, og leigja það duglegum mönn- um til afnota. 2. Ríkið skal sVo fljótt sem það getur koma upp með þannig löguðu móti um 100,000 jörðum, með 3—100 ekrur af landi á hverri. 3. Að reyna að sjá svo til að bænd- ur geti fengið lán með sæmilegum kjörum til að reka búskapinn með nýtizku sniði. Þá eru ennfremur í til'ögum Lloyd Geoige tillögur um vegagerðir, op- inberar byggingar, talsímalagningar og laftaugalagningai-, er hann telþr að útvegað geti um 500.000 manns vinnu í viðbót. Eru nú tillögur þess- ar ræddar af kappi á Englandi. KRISTJAN KONUNGUR MEIÐIST. Kristján hinn tíundi, af guðs náð konungur Danmerkur og Islands, meiddist ofurlítið af bílslysi á mánu- daginn var, er hann var að koma frá óperu í Kaupmannahöfn og halda heimleiðis til bústaðar síns í Fred- ensborg. Ók bíll konungs á lítinn bíl er tvær konur voru í og eyðilagði hann, en glerið brotnaði i konungs- bílnum og skrámaði konung svo í framan, að blóðið lagaði úr honum. Stumraði hann þó fyrst yfir konun- um tveimur, en þegar það kom í ljós, að þær voru lítið sem ekkert meiddar, hraðaði hann sér heim í höll sína. — Eru skrámur hans taldar lítils hátt- ar og vona þegnar hans að hans bles3 aða ásjóna muni ekki ljókka við þær að mun. HEIMSK AUTARANN SÖKNIR. Dr. Eckener hefir verið kosinn for- seti félagsins Aero-Arctic, næstur á eftir Friðþjófi Nansen. A sama fundi sem haldínn var í Berlín, var rætt um ýmsar áætlanir um flugferðir til norðurheimskautsins, en talið er að ekkert komi til framkvæmda mef þær um sinn, sökum fjárhagskreppu þeirrar, sem nú gengur yfir heim all- an. BEN LINDSEY TEKINN TIL BÆNA. Frá London kemur sú fregn, að Ben. B. Lindsey, fyrverandi unglinga dómari í Denver, hafi orðið að mæta fyrir rétti á mánudaginn var, vegna ákæru um ósæmilega framkomu í St. John Cathedral sunnudaginn áð- ur. Hafði dómarinn verið rekinn all óþyrmilega út úr kirkjunni, fyrir það að hann bað um orðið til þess að bera af sér ýmsar alvarlegar ákær- ur. Það var upphaf þessarar sögu, að biskup nokkur mjög siðavandur, að nafni Manning, auglýsti að hann ætl- aði að taka bók dómarans “Com- panionate Marriage” til athugunar. Fór þá dómarinn ásamt öðrum kristn um mönnum að hlusta á mál biskups, og sat hann þar bekk sinn ásamt kunningja sínum af mikilli siðprýði þangað til biskupinn fór að lýsa bók hans, er hann taldi vera “sniðuglega ritaða, en ísmeygilega og svívirði- lega hvatningu til lauslætis, hórdóms og annara taumlausra lasta”. Taldi biskup í lok ræðu sinnar, að mjög væri sá maður ámælisverður, sem opinberlega verði frjálsar ástir, og flokkaði þessa svívirðingu undir þessa hugmynd um bráðabirgðng hjóna- band. Þegar biskup hafði lokið vand lætingarræðu sinni, sneri hann baki að söfnuðinum og féll fram á ásjónu sína við altarið og fór að biðja há- stöfum fyrir synd og spillingu heims- ins- Þá var vesalings Ben Lindsey öllum lokið, og kvaðst hann ekki nenna að láta skamma sig þannig í guðshúsi. Einhenti hann sér upp á pall nokkurn, sem var framan við prédikunarstólinn og kvaddi sér hljóðs meðan biskup þuldi enn bæn- ir sínar. “Manning biskup!” hrópaði hann. “Hér hefir þú borið á mig rangar og villandi sakargiftir. Ef hér er ekki hús réttlætisins, er þetta heldur ekki guðs hús. 1 nafni réttlætisins bið eg um að fá að tala hér í fimm mínút- ur, til þess að svara þessari ósann- gjömu árás.” Ekki gegndi biskup ræðu þessari og hélt áfram bænum sínum, en sókn arböm hans mddust fram sár- hneyksluð og lögðu hendur á dómar- ann og hrundu honum niður af pall- inum. Hrópuðu sumir, að berja skyldi hann eða grýta, og gaf eitt "guðsbamið” honum utanundir Fór N þá mjög að ruglast allur ritningarlest ur, og lá við áflogum áður en dóm- arinn yrði hrakinn út úr kirkjunni. En á meðan á þessum ósköpum stóð þuldi Manning biskup bænir sinar um að hneykslið skyldi upprætt úr söfn- uðinum, svo að hann gæti staðið hreinn frammi fyrir guði sínum, enda varð þessi sýnilegi árangur af bænar- gerð hans, að dómarinn var rekinn út í myrkrið fyrir utan. Var honum borgið þar frá frekari meiðingum af tveimur leynilögreglumönnum, sem af hendingu höfðu verið þar nær- staddir. Eftir þetta þrekvirki gat söfnuðurinn í dómkirkju hins heilaga Jóhannesar andað léttara og horft vonbetri fram á veg dyggðarinnar, þegar afvegaleiðarinn var í brott keyrður. Nú sækja þeir hann til sak- ar fyrir ósæmilega framkomu við messugerð. CYRIL STÖRFUR^TI SLÆR SIG TIL KEISARATIGNAR Fremur þótti bera nýrra við i Par- ís fyrir nokkru siðan, er Cyril stór- fursti tók sér zartign, í viðurvist þúsund rússnéskra flóttamanna. — Hefir enginn gert tilkall til keisara- tignar síðan Nikulás stórfursti, ná- frændi síðasta Rússakeisara dó. En rússneski aðallinn, sem nú lifir land- flótta, unir þvi ekki að viðhalda eigi gömlum venjum að nafnlnu, og var keisarakjöri hans tekið með miklum fagnaðarlátum. Atburðurinn fór fram í D’Jena Avenue í París. Komu flóttamennirnir eins og þeir voru klæddir til þessa fundar, úr þvotta- húsum, verkstæðum eða af skrifstof- um, hvað sem þeir höfðu fengið að gera til að halda í sér lifinu, þessir fyrverandi aðalsmenn og stórembætt- ismenn rússneska ríkisins. Gekk þá Cyril stórfursti fram fyrir hersing- una, með konu sinni, og hrópaði þá frændi hans, Krassinski prins: “Lengi lifi vor keisaralega hátign”. Garalir hershöfðingjar og greifar, sem þama stóðu í ræflum sinum, tóku undir þetta broslega hróp. Cyril “zar” varð sjóliðsforingi ung- ur, og tók meðal annars þátt í jap- anska stríðinu og var þá i liði Ma- karoffs aðmíráls, og bjargaðist af skipi hans, er það sökk. Skömmu sið ar var han nrekinn úr Rússlandi fyrir það að hann þótti taka niður fyrir sig í giftingu, og hefir hann dvalið utanlands lengst af síðan. Þykir hann vera mjög líkur því sem fólk er flest 'ig enginn hefir vitað til að i honum búi keisari, og enginn býst heldur við því að hann verði það nokkurntíma, r.ema að nafninu til. HVAÐANÆFA. Sá atburður vildi til á Indlandi á mánudaginn var, að 40 lærlingar við London trúboðsskólann í Erode, Mad- ras, duttu niður dauðir að loknum miðdegisverði- Við rannsókn á þessu máli kom það í ljós, að baneitruð naðra hafði skriðið upp í pottinn, sem ?úpan var soðin í, og varð það henn- ar bani — matreiðslusveinsins og allra skólasveinanna. Naumast verð- ur það sagt að mikil aðgæzla hafi verið höfð við grautargerðina. » » » Yfir hundrað manns var tekið til fanga á dansleik í Hollywood i Cali- forníu á laugardaginn var, og þar af fjórar konur, sem höfðu unnið sér það til saka, að hafa enga spjör á kroppnum. Þótti lögreglunni þetta ósiðlegt og gerði innrás í danssal- inn fjórtán saman, en þá sló í bar- daga og börðust menn helzt með tóm um flöskum og hverju sem hönd á festi. Lögreglan fékk liðsstyrk, en gat þó ekki stillt til friðar fyr en 150 lögreglumenn voru komnir á vett- vang. Konurnar báru það að fötin hefðu verið rifin utan af sér af full- um mönnum. • * • Mikla athygli vakti Lordmayor skrúðgangan í Lundúnum, þegar hinn nýkjörni borgarstjóri Sir Phene Neal, 6k í gegnum borgina í hinum víð- fræga gyllta vagni með öllu sínu em- bættismannaliði. Var skrúðgangan með alríkissniði, og kom hvert land í sérstakri deild. Meðal annars voru nokkrir ríðandi Indíánar frá Canada, Astraliunegri frá Astralíu o- s. frý. Frá Indlandi voru fjórir fílar og of- an á þá var byggð eftirliking af ind- versku musteri. Gengu fílarnir hinir siðprúðustu leiðar sinnar, unz fyrir augu þeirra bar merki, er einhverjir af stúdentunum báru, þar sem mál- aður var á rauður leó. Ærðust þá fíl- arnir og ruku að merkinu og gripu það með rönunum og tróðu undir fót- um, og þóttust þar kenna gamlan ó- vin sinn. Ahorfendumir flýðu ótta- slegnir í allar áttir og tróðu konur og börn undir fótum. Brátt fengu gæzlumennirnir nú stillt dýrin, og eftir það hélt skrúðgangan áfram eins og ekkert hefði í skorist. m • • Dýrmætt brauð er það, sem íbú- arnir i bænum Jovea á Italíu fengu að borða nýtega, því að það var gert úr möluðum bankaseðlum. Forríkur malari þar í bænum, að nafni Gui- seppe, hafði falið 50,000 lírur í pen- ingaseðlum i kornpoka einum, fyrir konu sinni, sem var mesta ey.ðslu- kló. Dag nokkurn þegar malarinn var ekki heima, kom konan auga á poka þenna, og skyldi ekkert í, hvers vegna hann væri ekki einnig látinn í mylnuna. Tók hún rögg á sig og rak vinnumanninn af stað með pokann og dembdi hann öllu úr honum í kvöm- ina. Þar voru þessar 50 þúsund lir- ur malarans molaðar mjölinu smærra og skömmu seinna átu bæjarbúar þá með góðri lyst. • • • Spíritistar í London hafa vakið mikla athygli með skeytum nokkmm sem þeir hafa birt viðvíkjandi “R- 101” slysinu í haust sem leið. Skeyt- in eiga að vera frá Hincliffe þeim er fórst í Atlantshafsflugi, og eru þau birt í “Intemational Psychic Gazette” er út kom í fyrra mánuði. A hann að hafa varað við slysinu hvað eftir annað. Ymsar af þessum aðvörun- um vom sendar til Johnsons, eins af stjórnendum loftfarsins, en hann vildi ekkert mark á þeim taka. Þann 19. júlí 1928 kemur skeyti frá Hincliffe, sem segir að skipið muni steypast til jarðar, og hljóðar á þessa leið: “Þeir munu leggja ugglausir af stað, en loftfarið þolir ekki áreynsluna: eg óska ekki að þeir hafi slíka för sem eg.” 1. ágúst sama ár kom annað skeyti er vítti bygginguna, og taldi að grind in væri ekki nógu sterkbyggð- Pg 4. október I haust, daginn áður en lagt væri af stað, kom ennþá varn- aðarskeyti: “óveður er í aðsígi. Að- eins kraftaverk getur bjargað þeim.” Þess ber að gæta að fleiri en spir- itistar spáðu um ófarir loftfarsins. Einmitt þetta sama ár, 1928, var ritað allsterkt á móti byggingu skips ins, og því 3páð að fara myndi eins og raun varð á, ef eigi yrðu ráðnar ýmsar bætur á byggingu þess. • * * Samkvæmt áætlun, sem gerð var á fegurðarþingi einu í New York ný- lega, er talið að amerískar konur noti að jafnaði fegrunarvörur fyrir 150 dollara á ári, eða alls fyrir nálægt 900 miljónir dollara. Forseti þingsins sem færði rök fyrir þessum tölum, gat þess um leið, að verðhrunið í fyriahaust hefði þó mjög dregið úr þeirri fjárupphæð, sem konur hefðu ráð á að nota til þess að auka fríö- leika sinn, enda þótt viljinn til þess væri engu minni en áður, og nauðsyn in aldrei meiri að láta ekki menn sína eða kærasta sér úr greipum ganga, á þessum harðindatímum. Freklegast ganga þó konur að því að laga til ásjónur sínar. Eftir þvi sem prófessor Paul H Nystrom frá Col- umbia háskólanum reiknaðist til, nota 75 prósent amerískra kvenna falsk- an vararoða og 80 prósent mála á sér augnabrúnir. • • • I enskum blöðum hafa allmargar árásir verið gerðar nú upp á síðkast- ið á lögregluna ensku (Scotland Yard), sem annars hefir notið álits sem hin skarpskyggnasta og dugleg- asta lögregla i heimi. Astæðurnar fyrir óánægjunni eru hin tíðu morð, sem framin hafa verið á Englandi nýlega og ekkert hefir orðið uppvíst um. Ennfremur hefir lögreglan þótt gera nokkuð mikið að þvi að rífa upp gamlar grafir til rannsóknar og raski þannig ró framliðinna, án þess að það þyki fullkomléga rétt- lætanlegt. Aður kom það varla fyrir að morð væri framið á Englandi án þess að vegendur væru handteknir. En nú hafa á níu fyrstu mánuðum é.rsins 1930 verið framin sex morð og ekkert þeirra orðið uppvíst. 1929 voru framin 9 morð, og ekkert þeirra hefir enn orðið upplýst. Kröfur ensku blaðanna eru nú þær að ungir menn og duglegir séu teknir í lögregluna, því að lögreglunni hlióti að vera farið að fara aftur. I bænum Debreczen á Ungverja- landi, hefir nýlega trúmálaflokkur nokkur verið bannaður af bæjar- stjóminni, af því að trúarsamkomur hans þykja heldur óviðkunnanlegar að trúaðra manna dómi. Þegar fólk- ið kemur saman byrjar það að hlæja og flyssa, og heldur þannig áfram út alla guðsþjónustuna. A þetta að tákna fögnuð hinna frelsuðu. Er sá maður talinn trúaðastur sem hæst getur hlegið. En þessu átti fólk ekki að venjast og hneykslaðist á þvi. Annað mál hefði það verið, ef fólk hefði t. d. grátið. Engum hefði þótt það neitt tiltökumál. Um víða veröld Búnaðarbylting. Eignamám og ný skifting jarðeigna. Það er gömul reynsla, að marg- víslegir erfiðleikar hafa steðjað að forráðamönnum þjóða og ríkja að loknum stórstyrjöldum, þegar ráð- stafa hefir átt heimkomnum her- mönnum. Styrjaldimar valda marg- víslegu raski og róti á atvinnulífi, efnahag og stéttaskiftingu, gömul sambönd slitna og margir verða rót- lausir, stéttaskifting jafnast, en kröf- ur aukast oft á hendur ríkinu, frá þeim, sem látið hafa því í té þjónustu sína á ófriðarárum, og þykir sem ríkinu beri nokkur skylda til þess að launa þjónustuna með því, að sjá þeim fyrir einhverri staðfestu, sem upp hafa flosnað af orsökum ófrið- arins. A tímum hins foma róm- verska veldis var þetta oft vandræða mál og stundum reynt að ráða fram úr því með þvi að fá heimkomnum hermönnum jarðnæði fyrir atbeina rikisins. Sama sagan hefir endurtekið sig nú eftir heimsstyrjöldina með þeim árangri, að víða i Evrópu, en einkum i Austur- og Mið-Evrópu, hefir orð- ið einhver hin stórkostlegasta bún- aðarbylting, sem sögur fara af- Hún er fólgin í stórfelldu róti á eignar- haldi jarðeigna, þannig að stóretgn- um hefir mjög óspart verið skift upp í smábýli, sem fengin hafa verið til ábúðar tugum þúsunda af fólki, sem var atvinnulaust eftir stríðið og safn aðist einkum i bæina til vandræða. Reyndar hafa það verið ýmsar aðrar ástæður en efnahagur, sem hert hafa á framkvæmd þessarar skiftingar, og þá fyrst og freipst þjóðernisástæð- ur. En í flestum löndunum, sem hneigst hafa að þessari stóreigna- skiftingu, hefir staðið svo á, að stór- eignamennimir, eða sveita-aðallinn er af útlendum uppruna, og hefir hinu þjóðlega lýðræði verið ósárar um ör- lög hans. Þessi stóreigna-aðall hefir oft kvartað um kjör sín við Þjóða- bandalagið, án þess að það hafi vilj- að skerast í leikinn. I Rússlandi hefir áþekk stefna al- gerlega orðið ofan á, eftir Bolshevika- byltinguna, eða það er að minnsta kosti stefna rússneskra kommúnista að þjóðnýta allan landbúnað og reka hann sem stóriðnað, þó að um fram- kvæmd þess hafi gengið á ýmsu, eins og Lögrétta hefir áður sagt frá nokk- uð rækilega. En einnig í öðrum rikj um, sem frá kommúnistisku sjónar- miði eru gallhörð auðvaldsríki og standa að meira eða minna leyti á þingræðis grundvelli, hefir jarðránið verið framkvæmt og sumstaðar mjög harðlega. Stutt yfirlit yfir stefnu og fram- kvæmdir síðustu ára í þessum efnum (utan Rússlands) sýnir það, hversu stórfelt rask er hér um að ræða, (opinberar skýrslur um þetta eru á reitingi og ófullkomnar, en hefir ver- ið safnað, t. d. í ökonomi og Poli- tik.) 1 Eistlandi voru sett ný jarðeigna- lög 10. október 1919, og voru þá tekn ar eignarnámi og endurgjaldslaust 97 prósent af jarðnæði stóreignanna, en fyrir áhöfnina var greitt að nokkru leyti- Fram að 1919 var mikill hluti jarðanna, eða 58% i höndum fárra stórbænda og voru þar þá 1149 stór- jarðir, hver 2113 ha. að stærð til jafn- aðar, en um þriðjungur þessara jarða var ræktaður af leiguliðum, sem oft voru ánauðugir. Stóreignum þelm. sem teknar voru eignarnámi, var að mestu leyti að fráskildum skógunum, sem rikið sjálft sló eign sinnl á) skift á milli smábænda, og 1926 höfðu þannig verið stofnuð 33,500 smábýli, (Frh. á 5. bls.)

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.