Heimskringla - 17.08.1932, Side 4

Heimskringla - 17.08.1932, Side 4
4 BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 17. ÁGÚST 1932. ítieimskringla (StofnuB lSlt) Kemur út i hverjum miOvikudegi. Eigendur: THE VIKINO PRESS LTD. 153 og 155 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: «6 537 VerS blaSslns er $3.00 árgangurinn borgist fyrlríram. Allar borganir sendist: m THE VIKING PRESS LTD. Ráösmaður TH. PETURSSON »53 Sargent Ave., Winnipeg Manager THE VIKING PRESS LTD. 153 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA «53 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimskringla” is published by and printed by The Viking Press Ltd. 153-155 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG 17. ÁGÚST 1932. OTTAWAFUNDURINN * I. Loksins er nú hægt að segja svo mikið um samveldisfundinn í Ottawa að hann hafi hepnast, og með því er auðvitað átt við að vonir þær sem menn gerðu sér um rýmkun viðskifta innan Bretaveldis- ins hafi sanngjarnlega ræzt. Og engin gerir sér annað í hug, en að gott eitt muni af þessari nýju viðskifta- stefnu hljótast, sem Bretland og sam- veldisþjóðir þess hafa nú aðhylst. Hún virðist svo ótvírætt spor í rétta átt, að það er furða, að það skyldi ekki fyr hafa verið stigið. En auðvitað varð það að bíða þess, að nýlendurnar hæfust handa. En stjórnmálaforingja þeirra virðist til þessa hafa skort hugrekki til að færast það efni í fang, þar til Rt. Hon. R. B. Bennett kemur til sögunnar. Og þó var því svo farið, að hug- myndinni var alt annað en vel tekið í fyrstu, eða t. d. á samveldisfundinum á Englandi fyrir tveim árum. Og það var meira að segja skopast að henni, að ekkert sé sagt um þá illvígu mótstöðu er hún hlaut þar og forvígismaður henn- ar. En merki nýlendanna var nú einu sinni hafið og sanngjarnar kröfur þeirra varð Bretland að hlýða á . Bretland hafði aldrei á samveldisfundum ríkisins heyrt þau reikningsskil fyr gerð, að á sama tíma og því væru veittir ívilnunar tollar i nýlendunum, yrðu þær að keppa um markaðinn á Bretlandi fyrir sínar vörur við hverja aðra þjóð sem væri. Þetta var bitur sannleikur og engin furða, þó hann léti ekki vel í eyrum Breta. En hefðu þeir þá þekt þann er forvígismaður hans hafði gerst, eins og þeir gera nú, hefðu þeir eflaust sint málinu meira en þeir gerðu á þeim sam- veldis-fundi, og gengið að því sem vísu, að hjá því yrði ekki komist fyr eða síðar, að taka þær sanngjörnu krörfu nýlend- anna til greina, er R. B. Bennett hélt þar fram. Nú hafa þeir og rekið sig á þann sannleika, að merkið var hafið af manni ,er ekki var líklegur til að láta það falla niður við fyrsta goluþyt. Þetta er nú um framkomu R. B. Ben- netts að segja í þessu máli á byrjunar- stigi þess. II. Næsta sporið var svo, að kallað var til fundarins í Ottawa. Var því all-vel tekið á Bretlandi, en þó eflaust nokkru betur vegna þess, að þar höfðu orðið stjórnar- skifti. Með þjóðstjórninni sem þar var sett til valda, voru strax stigin stór ný spor á stjórnmálasviðinu í ýmsum efnum, enda var hagur Bretlands þá orðin svo erfiður, að slíkt var óumflýjanlegt. Og hug- myndin um nýja viðskifta-stefnu innan Bretaveldis, var nú til alvarlegrar í- hugunar tekin. Eftir að hún hafði verið vegin og mæld, leyndi það sér ekki, að þar var um mikilsvert efni að ræða. Þegar stjórn Breta leit nú orðið öðrum augum á þetta mál en áður, varð engin fyrirstaða á því, að kalla til fundar og fá því sint frekar. Hugmyndinni óx mjög ásmegin við stjórnarskiftin á Englandi. III. Frá! byrjun öttawa-fundarins hefir áður verið skýrt í þessu blaði. I fyrstu virtist alt ganga vel, en þegar að því kom að gera reglulega viðskiftasamn- inga, hljóp eðlilega um hríð nokkur snurða á þráðinn. Eðlilega segjum vér af því, að málefni þessa Ottawa-fundar voru svo stór og margþætt og erfið við- fangs, að það sem nú hefir þar verið í verk komið, má fyllilega þrekvirki telja. Fyrir þeim nýlendunum, sem lengst eru komnar áfram í iðnaði, eins og Can- ada, urðu erfiðleikarnir auðvitað mestir að gera hagkvæma viðskiftasamninga við Bretland. Blöðin hér virtist furða mjög á því, að þetta varð tafsamara Canada en hinum nýlendunum, og böl- sótuðust auðvitað undir eins út af þjösna-skap forsætisráðherra Bennetts, að ganga ekki eins greitt að samningum við Bretland og hinar nýlendurnar. Á- stæðan ætti þó að vera hverjum sæmi- lega skynsömum manni ljós. En þrátt fyrir það var hættan minni en af var látið um þá samings-gerð af hálfu Bretlands og Canada. Fulltrúar Breta og forsætisráðherra Canada ræddu með gætni, góðvilja og einlægni þau at- riðin sem erfiðust voru viðfangs og slök- uðu hvorir á kröfunum fyrir öðrum eftir því sem heilbrigt vit og sanngirni mælti með, þar til á erfiðleikunum var sigrast. Hinir ágætu foringar þjóðanna úr Breta- veldi, sem á fundinum voru, höfðu ekki þangað komið til þess að sitja veizl- ur eða í álíka fánýtum tilgangi eins og blöð stjónarandstæðinga bæði á Bret- landi og í Canada létu sér um munn fara — sjálfum þeim til verðugrar fyrir- litningar í augum allra hugsandi manna. Þeir voru fyrirfram ákveðnir í því, að láta engum steini úr götu velt, til þess, að koma á víðtækara og farsælla við- skiftasambandi innan Bretaveldis. Það var takmarkið. Og hvemig því var náð og í hvaða anda fulltrúarnir störfuðu að því verður minst sem sögulegs við- burðar, er augu þjóðanna hafa opnast fyrir verðmæti hinnar nýju stefnu, sem tíminn mun leiða í ljós. í sögu Breta- veldis hefir ekki lengi verið stigið mikils- verðara spor en þetta og tímabærara. IV. En svo mikilfenglegt, sem verkefni þessa fundar var út á við eða gagnvart öðrum þjóðum, var það eigi að síður flók- ið og erfitt inn á við, fyrir stjóm Can- ada, eða gagnvart sinni eigin þjóð. í þjóðlífi þessa lands koma nú orðið bæði frumiðnaður eða landbúnaður o. fl. og annars flokks, eða verksmiðju iðnaður, mikið til greina. Lætur að líkindum að helmingur íbúanna stundi bún- að, en hinn helmingurinn verksmiðju- iðnað. Ein grein búnaðarins, hveiti- framleiðslan, hefir þó ávalt dregið að sér meiri athygli en annar búnaður þessa lands, enda er hún í stórkostlegum stíl rekin, svo stórkostlegum, að til vandræða hefir horft með sölu á árs- uppskerunni, og um síðast liðin 10 til 12 ár, hefir óseldur forði af henni aukist um 10 til 15 miljónir mæla á ári. Að þessari framleiðslu vinnur líklegast ekki full miljón manna. Til þess að geta selt alt það hveiti sem þarf með út úr landinu, þyrfti sem næst því, að kaupa allar verksmiðju vörur frá öðrum lönd- um. En það sjá allir, að hér eru þá um 9 miljónir manna of margt í landi. Og öllum öðrum búnaði og iðnaði yrði þá að fórna. En jafnvel þó slíkt væri gert, mundu íbúarnir verða of fáir eftir til þess, að kaupa í skarðið iðnaðarvöru frá öðrum löndum, eða því, sem næmi verði á sölu alls hveitisins. Þetta sjá allir, að yrði ómöguleg stefna að fylgja. Ein atvinnugreinin verður að styðja aðra. Atvinnugreinar þessa lands verða að þræða meðal-hófið til þess að vel fari. Ein þeírra getur ekki gert tilkall til allra við- skifta við önnur lönd á kostnað allra hinna. Canad^ er víðáttu mikið land. Að halda uppi samgöngum, er svo kostnaðarsamt, að fámenni fær ekki und- ir því risið. Væri íbúa tala þessa lands um 40 til 50 miljónir, yrði þjóðfélags- búskapurinn ekki tilfinnanlega kostnað- arsamur á hvern mann. En sú íbúatála fæst hér ekki, nema því að eins að hendur séu lagðar á plóg allra framleið- slu-greina landsins. En þá yrði jafnframt að hafa gætur á hlutfallslegri þörf hverrar um sig í þjóðfélaginu, svo að sem minst þyrfti að treysta á útlepdan markað. Að vísu yrði aldrei alt framleitt hér, því kröfur þjóðlífsins eru orðnar svo miklar, að meira og minna verður ávalt að sækja út í heim til að fullnægja þeim. En þá yrði um leið að hafa gætur ii framleiðslu-greinum landsins og sjá svo fyrir, að áherzla yrði lögð á þá fram- leiðslu, er bezt seldist í landinu, sem kaupin eru gerð við. Það eitt kæmi skipulagi á þjóðfélags-reksturinn. En það er öryggið, sem skortir, í fríverzlun- ar-fyrirkomulaginu. Og það er vegna þess öryggisleysis, að verzlun og viðskifti lenda í öngþveiti og eru nú í dauða- teygjunum út um allan heim. Viðskifti þjóða á milli, stjórna sér ekki sjálf, frem- ur en stýrislaust skip, eða mannlaus bíll. V. Hver þjóð og hvert land, verður að byggja á þjóðlegri rót. Það er fyrsta skilyrðið. Það er skilyrðið sem hendinni er næst. Á þau skilyrði sem fjær eru, er ávalt varhugavert að reiða sig. Það verð- ur með öðrum orðum hver þjóð að búa svo mikið að sínu í öllum skilningi, sem unt er. Að reiða sig á það, sem henda kann hina og þessa þjóð út um heim, er og hefir ávalt reynst valt. Núverandi viðskiftakreppa er afleiðing af því. Nú verða þjóðirnar nauðugar viljugar að fara að taka upp það búskaparlag, sem þær áttu að vera búnar að læra fyrir löngu síðan. Það er þeim í svip að vísu eins ógeðfelt og eins erfitt á margan handa máta og það getur verið. En það er nú það eina, sem líklegt er til bjarg- ráða. Búskaparlagið gamla, hefir leitt þær til gjaldþrota, eða svo nærri því, að þær verða nú, að hætta að s-kifta hver við aðra og yrkja upp á nýjan stofn. Og það er það, sem Breta-veldi, hefir nú byrjað sem heild. Og það er ekki sízt vegna þess, að vér sjáum að heill og farsæld muni stafa af Ottawa-fundinum. VI. Hvaða afstöðu átti nú stjórn þessa lands að taka á samveldisfundinum? Stjórnarformaður, R. B. Bennett virðist þar hafa farið þá leiðina sem farsælust var fyrir þetta land. Hann hefir trygt búnaðar-afurðum Canada markað á Bretlandi. Hveitisalan er þar trygð til muna. Auðvitað getur Bretland ekki keypt alt hveiti Canada. Um það er ekki að ræða. En ávinningur mikill er samn- ingurinn samt hveitisölunni hér með verð-tryggingunni á því, sem er einnig nokkur. Fyrir aðrar búnaðar-afurðir þessa lands, má vænta mikillar sölu. Hér er því um hagnað að ræða, er alt að því helmingur þjóðarinnar nýtur bein- línis góðs af og auðvitað meiri hluti þjóð- arinnar einnig að nokkru leiti. í staðinn fyrir tryggingu þessa mark- aðar, varð að opna brezkri iðnaðarvöru leið hingað. Nær það aðallega til stálvöru og bómullar-vöru, efi þó ótal fleiri vöru tegunda, sem síðar, eða að loknum fundi, verður gerð grein fyrir. Að vísu er hér gengið á hluta vissra iðnaðar- greina, en hjá því varð ekki komist. Og í aðal efninu, má þó segja, að það sé ekki gert, því canadiskum iðnaði er gert jafnt undir höfði og þeim brezka, að því er samkephina snertir, en auk þess tillit tekið til vinnulauna í Canada og á Eng- landi. Það var einmitt um þetta atriði, sem fulltrúum Canada og fulltrúum Breta kom ekki fyrst saman. En að síðustu var á það sæzt af fulltrúanna hálfu. En þar með var þó forsætisráðherra Canada ekki undan öllum vanda leystur. Þegar iðnaðar-höldar þessa lands urðu áskynja þess er var að. gerast, urðu þeir óðir og uppvægir. Kröfðust þeir að þess. ir samningar væru ekki samþyktir. En kröfur þeirra höfðu h'til áhrif á forsætis- ráðherra Bennett. Er frá því sagt, að hann hafi mint þá ákveðið á, að tollar Canada væru verndar tollar fyrst og fremst, en ekki til þess, að auðga eina stétt manna. Og hann brast ekki hug- rekki til að halda stefnu sinni fram þrátt fyrir kröfur þeirra. Ennfremur varð knurr í nokkrum ráðgjöfunum út af þessu, og tveir eða þrýr af þeim ihót- uðu, að segja sig úr stjórninni. En svar forsætisráðherra til þeirra var jafn á- kveðið og til hinna og hann kvað þeim dyrnar opnar, er úr stjóminni kysu að víkja. Er þetta einn vottur þess hug- rekkis, dugnaðar, og sjálfstæðis, er for- sætisráðherra Canada sýndi á þessum fundi og hefir svo oft sýnt, síðan hann varð stjórnarformaður. Þegar hann er sannfærður um réttmæti einhvers mál- staðar, er liann ógjarn á að víkja frá honum. VII. Og um réttmæti málstaðar forsætis- ráðherra, efast þjóðin í heild sinni ekki. Jafnvel argvítugustu andstæðingablöð Bennetts og stjórnar hans, telja fundinum í Ottawa hafa farsællega lyktað. Hlýtur það þó að hafa verið súr bikar fyrir þau að drekka, eftir allar skammirnar og allar tilraunir þeirra, að gera fund þenn- an ískyggilegan í augum almennings og einskis verðan. Fyrir hönd þjóðar þessa lands, hefir forsætisráðherra leyst vel úr málunum. Canadisk alþýða, bændur og búand-lýður, voru þeir, sem nauðsyn bar mest til, að greiða eitthvað fyrir. Það virðist og hafa verið aðal markmið Bennetts. Úrslit fundarins eru talandi vottur þess. Að hinu leytinu, virðist heldur ekki — eftir ástæðum — neitt úr höndum verksmiðju- iðnaðarins tekið, sem ósann- gjarnt var. Honum ætti sam- kepnin við Bretland ekki að verða ramm dræg fram úr hófi, þar sem vinnulauna ákvæði beggja landanna eru tekin til greina. Iðnaðarvara ætti að- eins að lækka í verði, en það ætti ekki að þurfa að verða rekstrinum hér að fótakefli. Að öðru leyti var þess einnig gætt, að viðskiftin næðu helzt til þeirr ar verksmiðju framleiðslu, sem hér er minna rekin og er því hvort sem er keypt frá öðrum löndum. VIII. Um fund þenna skal nú ekki frekar fjölyrða að sinni. Því var haldið fram í Lögbergi s. 1. viku, að forsætisráðherra Ben- nett væri ólíkelgasti maðurinn til þess, að afgreiða málin, sem fyrir fundinum lægju, á farsæl- an hátt fyrir þetta land og sam- veldið í heild sinni. En svo sönn reyndist þessi spá Lögbergs að hið gagnstæða var komið fram næsta dag, ef ekki áður { en blekið þornaði á handriti rit- ! stjórans, hver sem hann er eða var. ENGISPRETTUR 1 náttúrusögunni sem oss var kend, var meðal annars sagt um engisprettur, að þær ryddust inn í hús manna og gerðu vistum og matvælum þar skjót skil. Um það skal nú ekkert sagt hvort þessi skinnvængjuðu skor dýr ryðjist inn í hús, en hitt er víst, að þau eru skemdar varg- ar í ökrum og engi. í biblí- unni munum við öll eftir, að þau voru ein af Egiptalands- plágunum, er drottinn hegndi Faraó með fyrir meðferðina á útlendingum (Israelsmönnum). Um vágest þenna er nú tals- vert, bæði í Canada og nyrztu fylkjum Bandaríkjanna, þó á- stæðan sé eflaust önnur fyrir því en í Egiptalandiv forðum. Það væri að minsta kosti á- stæðulítið að halda annað, þar sem öll þjóðerni eða þjóðar brot hér eru ásatt um að drepast — nema eitt. Sem betur fer er nú ekki mik- ið gert úr tjóninu af völdum engispretta, enda hefir kappsam- lega verið unið að því, að eyða þeim með eitri. Það virðist hafa lánast svo, að lítið sé að óttast skemdir af þeirra völdum. Mestar sögur fara af þessari j plágu í Norður-Bandaríkjunum { fyrir meira en hálfri öld síðan. í ríkinu Minnesota varð engi- spretta vart árið 1873. En ári síðar voru þær komnar um alt ríkið. Og á árunum 1875-1876 breiddust þær í viðbót meira og minna út um ríkin Iowa, Dak- ota, Nebraska, Kansas, Missouri og Omaha. Þær bruddu í sig hvert grænt strá, sem á leið þeirra varð og kálgarðar, engi, akrar og tré stóðu víða nakin, eins og um hávetur, eftir innrás þeirra. Alt hugsanlegt var reynt «1 þess að uppræta þær, en ekk- ert af því kom að haldi. Og árið 1877 var útlitið eitt hið versta. Þá þótti ekkert sýnna en uppskera mundi eyðileggjast í heilum héruðum í flestum þessum ríkjum. En menn stóðu ráðalausir eigi að síður. Aðeins eitt ráð hafði ekki verið reynt og skal hér frá því sagt. í Minnesóta var um þessar mundir ríkisstjóri maður er J. S. Gillsbury hét. Hann var mikill trúmaður. í apríl vorið 1877 skipaði hann svo fyrir, að menn skildu reyna að biðja drottinn að afstýra hættunni sem yfir ríkinu vofði, með því að hafa almennan bænadag. Höfðu ýmsir litla trú á að vargi þessum yrði útrýmt með föstum eða bænahaldi. En með því að þetta var fyrirhafnarlítið, fór bænahald fram ákveðin dag. Jafnt trúlausir sem ram-ka- þólskir tóku þátt í því. ÖU flokkstrúarbrögð voru grafin og gleymd þennan dag. Fyrsta daginn eftir bænahald- ið voru sólhlýindi og blíða. Lagði ylinn langt niður í lausa moldina, alla leið niður til eggja. engisprettanna og flýtti það drjúgum fyrir útunguninni. Þessi vor blíða hélzt næsta dag og hinn þriðja. Lirfurnar döfn- uðu því skjótt og komu skríð- andi í svo þéttum hópum upp á yfirborð jarðar að líkast var maðka veitu. Nú duldist engum hvað um uppskeruna yrði það árið. Og ýmsir nöldruðu um að ekki hefði bænahaldið verið til mikils, eins og þá hefði altaf grunað. Á fjórða degi skifti alt í einu um veður. Hljóp þá í snerp- ings frost, sem hélzt alla næstu nótt. Þegar menn fóru að lítast um næsta dag, eftir að hafa bölvað þessu kulda kasti nokk- uð, sem skemdum olli einhverj- um í kálgörðum, gladdi hitt þó flestra hjörtu, að hvítvoðungar engisprettanna ásamt foreldr- unum sjálfum lágu í haugum dauðir um foldina. Svo ger- samlega eyddi frostið þeim, að þó um hæl hlýnaði aftur í veðri, varð þeirra ekki aftur vart. 1 ríkjum þessum er sagt, að tjón hafi ekki heldur orðið að ráði af völdum engispretta síðan. Og Pillsbury, sem enn er sagður á lífi, og sögu þessari trúir í bókstaflegum skilningi, bætir því við er hann segir hana, að aldrei hafi meiri kyrð ríkt í fylkinu, en þennan bæna- dag. MANNÚÐLEC VIÐSKIFTI S.' A. Whittaker er maður nefndur. Hann er kaupmaður og á þrjár búðir í suðurhluta Sask- atchewan fylkis. Briercrest, Hearne og Bayard. Mr. Whit- taker er einnig þingmaður fyrir Moose Jaw County. Þenna mann gerir “Free Press” að umtalsefni síðastl. laugardag, enda ekki alveg að ástæðalausu, því svo stingur stefna hans — viðskiftalega — í stúf við allan fjölda stéttarbræðra hans hér í landi. Mr. Whittaker hefir nýlega látið það boð út ganga til við- skifta vina sinna — sem aðal- lega eru skuldugir bændur — að hann sé viljugur að taka hveiti hjá þeim, til lúkningar gömlum skuldum, fyrir $1.00 mælirinn. Ástæðan sem Mr. S. A. W. færir fyrir þessari á- kvörðun er sú, að margvíslegar leiðréttingar þurfi að koma til greina í skuldamálum, fyr en á- standið í landinu geti breyst til batnaðar. Bréf er Mr. S. A. W. sendi hundruðum viðskiftamanna sinna var í þeim anda sem Jýsir bróðurhug og mannúð. Kafli úr því hljóðar svo: “Vér vitum, að ef það væri mannlegur möguleiki, þá mynd- ir þú naeð ánægju borga hvert óent af skuld þinni, eins og fyr, og vér könnustum við, að það er ekki þín skuld að kring- umstæður gera þér það ókleift. Svo með því að gera þér nú mögulegt að borga skuld þína með álíka mælafjölda af hveiti, sem til þess þurfti, þá er skuld þín myndaðist, álítum vér að náð sé takmarki sjálfsagðrar sanngirni.’’ Jafn snemma og Mr. S. A. W. skrifaði viðskiftavinum sínum, sendi hann einnig bréf til fram- leiðslufélaga austur Canada, og tilkynti þeim ákvörðun sína og benti þeim jafnframt á að nauð- syn krefðist þess, að þau lækk- uðu verð á framleiðslu til móts við það verðlag, sem afurðir bænda eru háðar. Mr. S. A. W. viðurkennir, að þessi aðferð bæti þó ekki til

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.