Heimskringla - 12.10.1932, Blaðsíða 4
4 BLAÐSÍÐA
HEIMSKRINCLA
WINNIPEG 12. OKT. 1932.
'peímskringk
(Stofnuö 1886)
Kemur út á hverjum miSSvikudegi.
Eigendur:
THE VIKING PRESS LTD.
853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg
Talsími: 86 537
VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist
fyriríram. Allar borganir sendist:
THE VIKING PRESS LTD.
Ráðsmaður TH. PETURSSON
853 Sargent Ave., Winnipeg
Manager THE VIKING PRESS LTD.
853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEPÁN EINARSSON
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA
853 Sargent Ave., Winnipeg.
"Heimskringla” is published by
and printed by
The Viking Press Ltd.
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man.
Telephone: 86 537
WINNIPEG 12. OKT. 1932.
“ÞORRADÆGUR ÞYKJA LÖNG”.
Þessa síðustu daga hafa verið veðra-
brigði í lofti. Undí.nfari vetrar hefir gert
vart við sig. Snjór hefir falið yfir stórt
svæði austan Klettafjalla, frost verið á
nóttum hér á lágsléttunni, svo grös eru
sölnuð og skógur lauf-fallinn. Haustið
er komið.
í sjálfu sér er ekkert að athuga við
þetta. Gangi árstíðanna skeikar ekki,
fremur en vant er. Það er ekki óvana-
legt að sumri fylgi haust, og haustið sé
undanfari vetrar. Jörðin býr sig ávalt
eins og með sama hætti undir þessa kom-
andi árstíð, þegar dag styttir og sólu hall-
ar til suðurs. Og undirbúningur hennar
er ekki frábrugðinn nú, því sem hann
hefir verið öld af öld. Vanalegast tekur
hún sér mánaðartíma, eða vel það, til
þessa undirbúnings — grasið fölnar, lauf-
in falla, vötnin frjósa, moldinni er læst
— svo það geymist, sem í moldinni er
ifalið — og þá er undirbúningnum lokið.
Þá má veturinn koma, hvenær sem hann
vill, öllu er borgið. Afl hans og harka
orkar engu. Jörðin varðveitir sitt. Hún
sefur.
Af dæmi jarðarinnar hafa dýrin lært
að búa sig undir vetur, hvert á sína vísu.
Þau sem ekki sofa, leita sér fanga eða
safna vistum eftir þörfum, svo þeim er
borgið.
Maðurinn hefir einnig lært að fara að
dæmi jarðarinnar. Með þeim föngum,
sem honum gefast ráð á, býr hann sig
undir veturinn. En hann er vanafastur og
ekki öllu úrræðameiri og fengvísari en
dýrin. Hann byrjar sjaldnast að snúast
við þeim undirbúningi fyr en sól bregð-
ur. Hann hefir ekki viðbúnað langan, og
sízt eftir að hann hefir fjarlægst skaut
náttúrunnar og samið sig að eigin hátt-
um, að lifa hinu svonefnda menningar-
lífi. Á þetta einkum við þann, sem býr í
borgum. Hann byrjar ekki af kappi að
búa sig undir aðsókn vetrar fyr en hann
merkir forboða hans — að Hrymur ekur
austan. Þá hefst hann handa, eða reynir
að hefjast handa, stundum, og það hefir
komið fyrir, um seinan.. Verði honum
fanga vant að venjulegum hætti, förlast
honum undirbúningurinn. Hann finnur
ekki það sem til skal taka. Hann er varn-
arlítill og óviðbúinn þegar atlagan hefst.
Og einhvern veginn hvílir það á hug-
anum, eins og ólagi því er komið, er
tökum hefir náð á atvinnu- og viðskifta-
lífi þjóðfélagsins, að nú sé venju fremur
fanga vant að vanalegum hætti, og við-
búnaði býsna margra ábótavant undir
aðkomu vetrar. Það verður ekki til þeirra
hluta gripið, sem áður hefir verið, —
arðsins undan sumrinu, — því þeir eru
ekki til. Það verður tafsamt að leita
annara bjargráða, og tími ekki til þess,
meðfram af því, að fyrir því hefir ekki
verið hugsað nógu snemma. Sumarið er
liðið.
Það er sökum þessara vandkvæða að
forboði vetrarins, vekur nú venju frem-
ur alvarlegar og dapurlegar hugsanir, —
nú þegar fer að fjúka í skjólin.----------
“Þorradægur þykja lðng.”
“Þegar hann blæs á norðan,” orti séra
Eirikur gamli í Höfða á einni hinni mestu
erfiðleikaöld þjóðar vorrar. Það er eins
og það leggist á meðvitundina, að þorra-
dægrin verði löng þenna vetur, og því
er veturboðinn venju fremur tíðinda-
beri dapurlegra og drungalegra frétta.
Óreiða sú, sem verið hefir um síðastlið-
ið tveggja ára skeið á öllu athafnalífi
manna, hefir lamað allan þorrann svo,
að honum finst að eigi sé um annað að
velja en að beygja sig fyrir því sem verða
vill og gefa upp alla sókn. Ef til vill er
í hugsunarhætti þessum fólgið erfiðasta
viðfangsefnið, vamarleysið mesta. Því er
of alment trúað, að tímar þessir séu al-
veg einstakir í sögunni. Þvílíkir tímar
hafi aidrei komið fyrir áður, og því séu
engin ráð kunn til þess að ráða fram úr
þeim. Helzta ráðið muni vera bylting, er
af sér leiðir enn meira úrræðaleysi, enn
meiri dauða.
Þetta er hinn mesti misskilningur. —
Tímar líkir þessum, hafa áður gengið
yfir heiminn og ekki fyrir lengra en tæp-
um 80 árum síðan. Lýsingar em til af
þeim erfiðleikum, er þá áttu sér stað
manna á meðal, og er eftirfylgjandi grein
tekin úr Harper’s Weekly 17. okt. 1857.
Geysaði þá ófriður í norðurálfunni, upp-
reisn logaði á Indlandi og ófriðaröld var
þá hin mesta í Kína. Viðsjár vom þjóða
á meðal og atvinnu- og viðskiftamál öll
í kaldakolum. í Ameríku var ástandið
hvað verst. Þetta var tyeimur áram fyrir
harða veturinn mikla á íslandi, er hinum
elztu mönnum er minnisstæðastur — vet-
urinn 1859. Grein þessi er líkust því sem
hún hefði verið rituð í gær, svo eru
lýsingar hennar nákvæmar á ástandinu
eins og það er nú. Útdráttur þessi er sem
fylgir:
“Þetta er dapurt augnablik í sögunni.
Ekki um mörg ár — ekki um æfidaga
flestra þeirra manna, er þetta lesa, hefir
kvíðinn verið jafn djúpur og stríður;
aldrei hefir framtíðin virzt óútreiknan-
legri en einmitt á þessum tímum. í landi
voru er öll verzlun að velli lögð og
hræðslan hefir heltekið alla, og þúsundir
hinna fátækustu samborgara vorra ver-
ið reknir út undir aðkomandi vetur, at-
vinnulausir, og án allrar vonar um að
úr því kunni að rætast. Á Frakklandi
kraumar og sýður í hinum pólitíska svik-
ráðapotti. Rússland ,eins og vant er, hvíl-
ir sem kolsvart og þögult ský yfir him-
inhvolfi Evrópu, og átakanlega reynir nú
á krafta og þol hins brezka ríkis, og á
þó eftir að reyna betur, í viðureigninni
við hina banvænu uppreisn á Indlandi, og
sambandsslitin við Kína.
Þetta er alvarlegur tími, og getur eng-
inn maður látið svo, sem það skifti enaru
— enda til allrar hamingju lætur enginn
svo, — hversu fram úr greiðist.
Engi maður sér enn fyrir enda vorra
eigin vandræða. Þau eru, sem betur fer,
aðallega fólgin í viðskifta- og verzlunar-
kreppunni, enn sem komið er; og ef vér
eigum eigi fyrir hendi öðru að tapa en
peningum, en með sárri fátækt að öðlast
speki — speki sæmdarinnar, trúarinnar,
samúðarinnar og kærleikans — þarf eng-
inn maður algerlega að örvænta. En svo
hefir sjálft ofurkappið að verða ríkur,
sem er aðalorsökin til þessarar almennu
ágæfu, viljað miða til þess, að eyðileggja
hjá oss siðferðisöflin, sem við einvörð-
ungu verðum að treysta á í baráttunni
við að sigra og yfirstíga þessa óham-
ingju.”
Siðferðisöfiin voru ekki eyðilögð, og
þeirrar aldar kynslóð sigraði.
Og vér sigrum enn. Vér viljum snúa
orðum skáldsins Matthíasar Jochumsson-
ar við, og láta þau staðhæfa það sem
hann sjálfur trúði: “Gangi aftur grýlur
verstu fjanda, getur vitið komiS þeim í
hel.” Vitið og vilijnn. Þau eru einu mátt-
aröflin í lífi mannanna, og þeim er gefin
sigursæld í baráttunni, í öllu stríði, svo
að fótum þeirra eru lögð öll dægurveldi,
sýnileg eða ósýnileg, stór eða smá.
En í þeirri sigurbaráttu tjáir hvorki
ótti eða úrt'ölur. Hver verður, að einhverju
leyti að bera ábyrgð fyrir sjálfum sér og
gera hvað hann getur. Og enginn veit
fyrirfram hvað hann getur, ekki fyr en
hann reynir það.
Enginn vafi er á því, að þjóðflokkur
vor hér í bæ er ver undir þenna komandi
vetur búinn, en æskilegt er — margir
að minsta kosti. Þorradægrin verða þeim
löng. En fram úr því má ráða, ef samtök
eru og viljinn er einbeittur. Þeir sem lít-
ið hafa fyrir sig að leggja, geta drýgt
þau föng, sem þeir hafa, ef þeim gefst
kostur á að kaupa nauðsynjar á lágu
verði. Aðrir, sem ekki hafa sér til fram-
færslu, geta með lítils háttar aðstoð
komist af. Til sveitar ættu allir síðastra
hluta að segja sig. Sá styrkur er of dýru
verði keyptur. Þeir sem til þess hvetja,
annaðhvort af eftirlátssemi við ómensk-
una eða meðfæddri lítilmensku, leggja
það eitt til þjóðlífsins, sem þjóðflokki vor-
um er til skaða og skammar.
HALLGRfMUR OG HIN HEILAGA GLÓÐ
eftir
Ragnar E. Kvaran.
(Það er eins með þetta mál, sem hér
er birt, eins og grein þá, sem ut kom
eftir mig í Heimskringlu fyrir hálfum
mánuði, að áheyrendur í kirkjum mínum
munu kannast við að hafa heyrt um efnið
fjallað þar áður. En hér verð eg að
þrýsta öllu caman, og þar með að dapra
mál mitt, til þess að ofþyngja ekki les-
endum blaðsins, sem sumir hafa tekið
nærri sér ef meira en dálkslengd hefir
verið varið til þess að fjalla um andleg
efni. Ef annríki hamlaði ekki, hefði eg
sjálfur kosið að fjalla um efnið í ítar-
legri ritgerð. Grein H. K. Laxness, sem
hér er einkum gerð að umræðuefni, er
fyrir margra hluta sakir svo mikil nýung,
að freistandi hefði verið að ræða um
þetta frá mörgum fleiri hliðum, en hér
er gert, og í margfalt lengra máli.)
Naumast mun verða um það deilt, að
Hallgrímur Pétursson sé sá maðurinn,
sem íslenzk þjóð hafi tekið mestu ást-
fóstri við allra kristinna boðbera sinna.
Fram á þenna dag hefir hún unnað hon-
um, þótt liðin sé hálf þriðja öld síðan
hann lézt.
Þrjár aldir er langur tíma, og nú hefir
einn af yngstu rithöfundum íslenzkum,
sá maður, sem er eins ólíkur Hallgrími,
eins og fjarlægðin milli þeirra í tíman-
um er mikil, maður, sem mikill styr
stendur um, rithöfundurinn Laxness, rit-
að um Hallgrím töluvert mál. Ritgerðin
er þess eðlis, að óhjákvæmilegt er að
hún veki athygli og umhugsun. Og þótt
Hallgrímur hafi verið uppi fyrir þremur
öldum, og sé því farinn að fjarlægjast
oss nokkuð mikið, og Laxness telji sig
ekki kristinn mann, þá hefir ritgerð hans
ásótt mig með spurningum, sem eg hefi
tilhneigingu til þess að leitast við að
svara, vegna þess að þær koma kristn-
inni og kirkjunni við. Ef til vill væri því
réttar að komast þannig að orði, að eg
ætlaði að ræða um, hvernig markvert
trúarlegt skáld fortíðarinnar lítur út fyrir
sjónum nútíðafmanna, Og með nútíðar-
mönnum á eg við hvoratveggja í þessu
sambandi — nútíðarmenn, sem hafnað
hafa kristindómi, eins og Laxness, og
hins vegar einnig nútíðar frjálslynt kirkju
fólk með þjóð vorri.
Fýrir báða þessa flokka er það sam-
eiginlegt, að þeir líta fyrst og fremst á
Hallgrím í ljósi þess tíðaranda og aldar-
fars, sem þá ríkti. Og greinargerðin fyrir
sérstökum, ákveðnum hliðum aldarfars-
ins er gerð blátt áfram af mikilli snild
í þessari ritgerð, sem minst hefir verið á.
En hér verður að nægja að benda ein-
ungis á fáa drætti.
Hallgrímur Pétursson, höfundur Passíu-
sálmanná, þessi mest virti eða að minsta
kosti mest elskaði andlegrar stéttar mað-
ur, sem þjóðin hefir alið, er uppi á þeim
tímum. þegar líf íslenzkra manna hefir
ef til vill verið aumlegast. Á hans dögum
gerast þau tíðindi, sem þjóð vorri hefir
sviðið mest undan að minnast, á öllum
sínum meira en þúsund ára ferli — lands-
menn voru kúgaðir til að afsala sjálfum
sér öllum rétti yfir málum sínum og kon-
ungur í fjarlægu landi varð með öllu ein-
valdur yfir landinu. Og hafði hann þó
verið nægilega valdamikili fyrir. Verk-
efni embættismanna konungsins er aðal-
leea eitt — að sjúga allan fjárhagslegan
merg úr þjóðinni og flytja allan afrakstur
iðiu hennar til útlanda. Þetta tókst með
þeim hætti, að fátæktin varð jaínvel öm-
urlegri en nútímamenn eiga hægt með
að eera sér í hugarlund. Vakandi og sof-
andi dreymdi menn um mat, því að dag-
arnir voru svo fáir, er menn fengi fylli-
lega satt hungur sitt. Harðýðgin við
menn var svo hrottaleg og grimmúðleg,
að firnum sætti. Dómarar komust ekki
yfir málaferli á hendur þjófum og ruslara-
lýð allskonar, sem ekki gat fleytt fram
lífi sínu á annan hátt en með glæpum.
Og á þeim tímum voru flestir hlutir ann-
ars taldir glæpir, er menn gripu til sér til
bjargráða. Fádæma refsingar voru lagð-
ar við spjöllum öllum, er lutu að kyn-
ferðismálum, og alt varð valdhöfunum
að féþúfu. Fjöldi manna var tekinn af lífi
fyrir þær sakir, sem ekki áttu upptök sín
í glæpsamlegu hugarfari, heldur í glæp-
samlegu aldarfari og lögum.
Tvær stofnanir fóru með valdið yfir
mönnum. Ríkið og kirkjan. Og þó væri
ef til vill réttara að segja, að stofnunin
hefði verið aðeins ein, því ríkið hafði um
þetta leyti gert kirkjuna að fullkominni
ambátt sinni. Eins og kunnugt er, komst
mótmælendatrúin þannig að á Norður-
löndum, að konungarnir sölsuðu undir
sig eignir hinnar kaþólsku
kirkju, settu menn að embætt-
um stofnunarinnar, sem voru
frekar þjónar konungsvalds-
ins en þjónar kirkjunnar. Og
kirkjunnar hlutverk verður á
þessum tímum ekki sízt í því
fólgið, að reisa trúlegar stoðir
undir harðýðgi konungsvalds-
ins. “Yfirvöld og öll æðri stétt
er af guði lifanda,’ ’segir jafnvel
fremsta sálmaskáld tímans. Það
er trúarleg yfirsjón og synd að
hafa á móti því, sem yfirvöldin
mæla fyrir, mótþrói gegn kon-
unginum og hans þjónum er
mótþrói gegn almættinu. Hin
andlega stofnun hefir ekki leng-
ur neitt sjálfstæði, hún á til-
veru sína undir því, að konungs
valdið sýndi henni þá miskunn,
sem alþýðu var synjað um. Og
vitaskuld var sú miskunn ekki
föl, nema konungsvaldið hefði
hag af bandalaginu. Greiðsla
kirkjunnar var í því fólgin að
sjá um, að sálir manna væru
í fjötrum, svo að betur gengi
að halda þeim í hinu líkamlega
helsi.
Þegar litið er yfir alla þessa
sögu eftir á, þá er hún svo
ægileg og ómannleg, að svo
mætti virðast, að mannvonzkan
ein hefði ríkt alvöld. Og hugar-
farið speglast hvergi ljósara en
í trúarhugmyndunum. Guðshug-
myndin er hræðileg. Það sem
konungurinn er á jörðu, það
er guð í enn stærri og hræði-
legri stíl á himni. Og enginn
hlutur á himni og jörðu er mönn
um eins háskasamlegur, eins og
hið svokallaða “réttlæti’’ guðs.
Vilji guðs er hið eina réttlæti,
og þessi vilji fer því nær ávalt í
öndverða átt við upplag og eðl-
isfar mannsins. Menn brjóta
sem sé ekki einungis á móti
almættinu með því að fremja
það, sem þeim sjálfum er Ijóst
að er ilt og ógöfugt, heldur á
margvíslegan annan hátt, er
þeir gera ekkL annað en að
þjóna sínu eigin upplagi og eðl-
isfari. Eðlisfar mannsins er
nefnt erfðasynd og þegar litið
er náið eftir, þá kemur í ljós að
alt sem manninum er sjálfrátt,
alt sem maður óskar eftir af
innri hvötum og þrá, er talið
synd. Fyrir yfirsjónir mannanna
er refsað með þeim hætti, að
jafnvel grimd hinna jarðnesku
refsinga kemst þar í engan sam
jöfnuð við. Umhugsunin um
kvalastað fordæmdra varð að
hræðilegum veruleika í hugum
manna. Erindi Hallgríms í þriðja
Passíusálminum er beinlínis ó-
venjulega mild lýsing á afleið-
ingum syndarinnar efir þeirra
tíðar hætti:
f þessum spegli það sé eg:
þeim, sem drottinn er reiður
mjög,
hvorki verður til huggunar
himinn, jörð, Ijós né skepnurn-
ar;
án guðs náðar er alt um kring
eymd, mæða, kvöl og fordæm-
ing.
Framar sést hér, hvað fárleg sé
fordæmdra kvöl í helvíti;
frá einni plágu til annarar
í yztu myrkrum þeir hrekjast
þar;
ó, hvað syndin afskapleg er;
alt þetta leiðir hún með sér.
Hinnar kröftugri lýsingar
á kvölum fordæmdra era þess
eðlis, að oss finst nú, að ekki
sé farandi með þær í siðuðum
félagsskap fyrir sakir hins ó-
hrjálega orðbragðs. Engin vafi
er á því, að mikið af þeim lýs-
ingum er sprottið upp í heila
manna, sem þjáðir hafa verið
af þeim sjúkdómi, sem á er-
lendum málum er nefnt “sad-
ism”, en nefna mætti losta
grimdarinnar á vorri tungu.
Það var þessum mönnum bein-
Iínis fögnuður að hugsa til
þeirra kvala, sem menn yrðu
að líða í öðrum heimi. Maður
eins og Hallgrímur Pétursson
er þar að engu leyti gott dæmi.
Hugur hans er sýnilega svo
t fullan aldarfjórðung hafa Dodd’a
nýrna pillur verið hin viðurkenndi*
meðul við bakverk, gigt og blöðra
sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla.
er stafa frá veikluðum nýrum. —
Þær eru til sölu í öllum lyfjabúð-
um & 50c askjan eða 6 öskjur fyrir
$2.50. Panta má þær beint frá
Dodds Medicine Company, Ltd., Tor-
onto, Ont., og senda andvirðið þang-
að.
mildur að eðlisfari, að hanii
fær sig aldrei til að sökkva sér
ofan í lýsingar eða útmálanir
á því, með hverjum hættf
menn verði ' kvaldir, heldur
lætur sér nægja almenn um-
mæli. En í öllum þessum lýs-
ingum gætti mjög mikið þeirr-
ar persónu, sem á þeim tím-
um kom svo mikið við sögu-
þ. e. djöfulsins. Hann var í raun
og veru ekki mótsögn guðs,
beldur honum hliðstæður.
Þessar tvær persónur voru f
samskonar afstöðu hvor til
annarar eins og dómari og
böðull í jarðlífinu — báðir voru
samfléttaðir réttlætis-hugtaki
aldarinnar. Guð seldi í hendur
djöfulsins alla þá, sem ekkf
hlýðnuðust honum eða björg-
uðu sér með trúnni á Jesús
Krist, hinn mikla friðþægjara
mannkynsins.
Þessi trú á friðþægingu er
þungamiðjan í trúartilfinning-
um aldarinnar. Endurlausnin er
í þessu fólgin: “Maðurinn á að
þola ok sitt bljúgur samkvæmt
vilja hinna þursalegu máttar-
valda, sem heiminum ráða. Og
til þess að sefa þrælinn undir
okinu, er hann bólusettur með
hinni austurlenzku goðsögn um
Jesú, þolandann alfullkomna,
sem í eðli sínu er eins og proto-
typa eða frumgervingur og sam-
nefnari þess, sem kalla mættí
hinn fótum troðna og svívirta
mann. Þetta er óminnislyfið,
sem út gengur til lýðsins frá
.... yfirstétt klerka og kon-
ungsvalds.” Hér er annar orð-
réttur kafli úr ritgerðinni:
“Það er engum vafa bundið
að í Jesú-goðsögninni , er á
meira eða minna táknræna vísu
falin túlkun þessarar aldar á
manninum, þ. e. a. s. að í guðin-
um Jesú felst í fyrsta og síð-
asta lagi mannhugtak tímanna,
og í persónu þessari er harm-
leikur þeirra saman dreginn.
Það, sem fyrst og fremst ein-
kennir Jesú-hugtakið, er “pín-
an’’ — þjáningar Jesú og
dauðastríð. Guðinn Jesú er í-
mynd hins svívirta manns, sem
er saklaus og góður umkringd-
ur óvinum í öllum myndum,
svikulum vinum, ístöðulausúm
áhangendum, ruddalegum lög-
gæzlumönnum, dómurum, böðl-
um, og loks murkað úr honum
lífið með hætti, sem í táknsögu-
legu formi og með dulspekileg-
um blæ innibindur í sér alla
mannlega kröm, þannig, sem
tímarnir þektu svo vel á sjálf-
um sér, eða eins og segir í upp-
hafi Eintals sálarinnar: “Sann-
lega bar hann vorn sjúkdóm og
hlóð á sig vorri angist”l) Hann
er ekki aðeins vopnabróðir
mannanna og fulltrúi, heldur
einnig hin fullkomna í-
mynd allrar baráttu þeirra gegn
sameinaðri reiði Drottins og
ilsku Djöfulsins. Þar sem hinn
reiði, dæmandi Drottinn, ásamt
Djöflinum, framkvæmdarvaldi
sínu, táknar í senn hina jarð-
nesku háspekilegu réttlætishug-
1) Þessí setning er ekki frum-
samin f E. s., heldur er tekin
úr bók Jesaja spámanns.
R. E. K.