Heimskringla - 23.11.1932, Síða 3

Heimskringla - 23.11.1932, Síða 3
WINNIPEG 23. nóv. 1932 HEIMSKRINGLA 3 BLAAralL ^ The Marlborouáh Ilel/la Ilotel Winnipeá-boréar ^ SJERSTAKUR MIÐDAGSVERÐUR FYRIR KONUR 40c Framreiddur á miSsvölunum BEZTI VERZLUNARMANNA MIÐDAGSVERÐUR I BÆNUM 60c ReymS kaffistofuna. — Vér leggjum oss fram til aS standa fyrir allskonar tækifærisveizlum. F. J. HALL,ráSsmaSur. Phone 22 935 Phone 25 23? HOTELCORONA 26 Rooms With Bath Hot and Cold Water in Every Room. — $1.50 per day and up. Monthly and Weekly Rates on Request Cor. Main & Notre Dame East WINNIPEG, CANADA hús voru pakkfull af óútgengi- legum varningi — datt fram- leiðandanum sízt af öllu í hug að takmarka framleiðsluna, væri nokkur kostur að halda áfram. Með vinnustöðvun urðu hinar skuldugu stofnanir skjótt gjaldþrota, auk þess sem iðju- laus verkstæði faila fljótt í verði. Auðvitað gátu ekki allir selt, en einstaklingurinn lifði í von- inni um að verða öðrum meiri og sitja einn um hituna, er hin- ir féllu í valinn. Gamla ráðið að undirselja aðra gat enn dug- að og menn gátu ennþá gert það án tilfinnanlegs taps, ef umsetningin stækkaði að sama skapi, þ. e. a. s. ef framleiðsian megnaði að aukast. Þess vegna mættu framleiðendur fyrst kreppunni með aukinni fram- leiðslu. Slíkt flýtti að vísu fyrir gjald- þroti hinna yngri og veikari iðn- aðarfyrirtækja, er skapaði ör- birgð og atvinnuleysi, sem birt- ist í þverrandi kaupgetu almúg- ans. Endurkastið af undanfarandi framsóknar óstjórn jarðbúa gín ógnandi við allri bygð. Þeim sem ennþá fleytist, verður meira og meira íþyngt með sköttum og kvöðum er óhjákvæmliega falla á færri og færri gjaldþegna. Þessi útgjöld fóru hríðvaxandi á velgengnistímabilinu. Svo reiknast Amerískum hagfræð ingum, að hver borgari lands- ins þurfi að iðja sextíu og sex daga ár hvert, til þess að gjalda sinn hlut af skattbyrðinni. Þar kemur að jafnvel auðug- ustu framleiðendurnir heykjast undir byrðinni og allsherjar gjaldþrot er fyrir dyrum. Þá ótt ast stjórnarvöldin og hlaupa undir bagga með ríkisstyrk. — Þess vegna tæmast aldrei forða búrin og vandræðin verða að varandi átumeini á þjóðlíkam- anum. Getur maður nú hugsað sér alvitlausara ástand? Vísinda iðja snillinganna er vélarnar gerðu, verður til að skapa at- vinnulausa öreign stétt er ár- lega úrkynjast til þjóðar dreps. Hyggindi mannsins, í verklegum framkvæmdum, geta af sér al- heims neyð. Af því að forðabúr- in eru troðfull sýgur æskan sér aldurtila úr hungurtærðum móður brjóstum. Gullið í. f jár- hyrslum kemur heiminum á höf uðið en stórgróðamennirnir eru komnir á sveitina og við iðju- lausu öreigarnir eigum að styrkja þá til starfa. Hversvegna sætir vor upp- lýsta samtíð svo ömurlegum ör- lögum? Af því sjálfar fram- farirnar hafa hrundið hinum eldfornu vinnu og viðskifta lög- um án þess mannvitið hafi skip- að því aftur í skorður. Maðurinn hefur glatað óðals- rétti sínum og verkfærin hafa verið frá honum tekin. Hann getur aðeins endurheimt aiann- rétt sinn til lífs og þroska með sameign og samstarfi. Það er að vísu alls ekki ó- mögulegt að auðmenn gætu komið einhverri reglu á fjármál og framleiðslu með innbyrðis samtökum, en þeir geta bersýni- lega aldrei dreyft auðnum svo sem nauðsynlegt er til viðhalds því skipulagi er nú varir. Til að standast allar misfell- ur, í hinni grimmuðgu sam- kepni þurfa geysileg auðsöfn að eiga sér stað í höndum félaga eða fjársýslumanna, en hitt er líka jafnvíst að eigi sölumark- aðurinn að haldast þarf auður- inn að dreyfast til allra starf- andi manna. Hér myndast því ósamrýmanleg mötsetning er gerir auðvalds þjóðskipulagið ó- virkt með öllu. Frá því sögur hófust hafa menn notað menn í sína þjón- ustu, sjálfum sér til hagnaðar. Sé hagnaður varð því meiri sem verkamaðurinn fékk meiru á- orkað. Þessvegna lærðist hús- bændum fljótt að fá þjónum sínum sem hehtugust verkfæri í hendur. Þeir sem voru öðrum lægnari í því að ná til sín dugn- aðar mönnurn og búa þeim sem best í hendur, efnuðust öðrum fremur af atvinnu sinni og áttu þessvegna hægast með að fylgj- ast með öllum framförum. Vél- arnar eru í sjálfu sér ekkert annað en fulikomnustu og dýr- ustu verkfærin, sem menn hafa notað. Með þeirra atbeina megnar hver verkamaður að framleiða alt að fimmtíu meðal dagsverk, á átta stundum. Þótt markaðs möguleikarnir vaxi stórum á velgengnis tím- um helst sú þróun þó engan vegin í hendur við afkastamagn vélanna. Svo reiknast fróðum mönnum að þar sem vélar skapi starf fyrir einn, svifti þær tvo atvinnu. Nú er vinnuaflið eini höfuðstóll öreigans og tapi hann vinnu verður hann alls þurfandi kaupleysingi. Skapast þá ýmsar þjóðfélags ástæður er almenning varðar. Húngraður stórborgar-lýður er óróagjarn og ókleift að halda honum í skefjum til lengdar. Þótt bæla megi uppþot með vélavopnum er slíkt kostnaðar- samt og ekki öðrum til þess trú- andi en þræl æfðum hermönn- um. Þeir munu samt ekki kom- ast yfir starfið er húngurs upp- hlaup gerast altíð í borgum landsins. Að vopna lýðinn gegn sjálfum sér er býsna varasamt, því hver kann að ábyrgjast nema þeir miði um öxl sér á burgeisinn? Þessvegna verður að fæða fólkið, en við það skap- ast landeyður með tímanum er lifa eins og orkutæmandi æti- sveppir á þjóðmeiðnum. Hinir mannskapsmeiri verjast því ófremdar ástandi f lengstu lög en finna altaf færri vegi til sjálfsbjargar. Hver þúfan er einhvers eign og verður ekki ræktuð nema árgjald greiðist. Á mörkinni má hann ekki veiða og í vötnunum er honum fyrir- boðið að fiska. Lögin eru óvin- ur hans og yfir þau verður hann að stíga í sjálfsvörn fyrir sig og sína. Honum lærast lögbrot og verður glæpamaður. Er nú reyndár ekki annað sýnna en fiestar framfara þjóðir séu að lenda í ræningja höndum þar sem iögbrjótar, lögmenn og lög- reglann skapar helvfska þríein- ing eins og tíðum á sér stað í Amerískum stórborgum. Hvað verður um unglinga okkar. Fyrir fáum mánuðum var eg viðstaddur átakanlegan atburð: hina árlegu Miðskóla-uppsögn Blaineverja. Hún var átakan- leg af því mér er allvel kunnugt það erfiði er vinnuslitnir for-. eldrar lögðu á sig til að láta börn sín njóta námsins, í þeirri von að skólinn létti þeim lífs- gönguna. Eg veit líka með hvaða meðbræðraþeli göfugustu hugsjónamennirnir hafa barist fyrir bættri mentun alþýðunnar og hversu bjartar vonir hafa verið henni tengdar. En hvað verður nú úr öllu þessu fórnfúsa erfiði er fæstir hljóta nokkurt starf að loknu námi? Margir leyta aftur til foreldra húsanna og ómaga- aldurinn lengist meðan æsku- fjöríð leitar sér afleiðslu í ein- hverjum umbrotum. 1 foreldra skjólin fýkur þó á endanum. Hvað tekur þá við? Beininga brautin er leiðir til úrkynjunar eða gerræðis-sinnis, er magnast í uppreisnaræði eða glæpaferli? Rétt til að sýna að eg fer hér ekki með staðlausa stafí vil eg benda á grein er eg las í “Spot- light’’ nýlega um ástand Þýzka- lands. “Ungum glæpamönnum hefir fjölgað um 50% á fáum árum og tíu þúsund Berlinskra unglinga selja sig til kynvillu saurlifnaðar..... Æstur skar- inn skiftir borginni í hervirki og skiftist á launmorðum, svo háski er að fara um strætin.’’ Slíkt ástand hiýtur að knýja þjóðirnar til athafna því fram- hjá því verður ekki gengið. Það verður að koma stjórn á heimsins hagi en sú stjórn næst ekki nema með sameign og samvinnu. Alþjóð flestra landa er því ennþá mótfallin af því menn vilja eðlilega ekki missa þeirra eigna er þá hefir kostað ærið erfiði. Sú mótbára hjaðnar þegar eignirnar tapast hvort sem er, eða verða verðlausar. Menn munu líka sjá að sam- tíðar menningin skapar þeim lítil skilyrði til að auðgast aft- ur af eigin framtaki og ein- angraðri atorku einyrkjans. Fjárnám er heldur ekki heppi- legasta leiðin, til að auka sam- eignir, heldur afnám erfða, eink um þar sem um stórar eignir er að gera. Eru nú margar þjóðir langt á veg komnar í þessu efni. Stór-Bretar heimta, til dæmis meir en helming sumra erfða í ríkissjóðin. Sú stefna er líka hvarvetna að ryðja sér til rúms að leggja skattbyrðina á inntektir og nálgast það beint fjárnám í mörgum tilfellum, enda óhjá- kvæmilegt eigi þjóðirnar að standa í skilum, því í mörgum bygðum hrökkva naumast eign- ir borgaranna fyrir opinberum skuldum. Þá munu heldur engar þjóð- ir endast til að fæða iðjuleys- ingjana í það óendanlega og verða því að koma framfærslu tækjum fólksins í starfrækslu. Reynt mun verða, eins og í Bandaríkjunum, að gera það með ríkissjóðs framlagi til stór- iðjuhöldanna. En þetta er fólk- inu talin trú um að verði að- eins bráðabyrgðar hjálp og muni endurgreiðast með batn- andi árferði. En reynslan hef- ir oftast, orðið sú að einka fyrirtæki er komast á ríkissjóð- in þurfi á varanlegri aðstoð að halda eins og canadisku jarn- brautirnar forðum daga. Þjóð- irnar munu því þreytast á að skatta þá smáu til að styrkja þá stóru og telja sér eins heppi- legt að reka sjálfar hinar stærri iðngreinar. Alt bendir til að við séum stödd á aldahvörfum: að afdrifa mikill og að sumu leyti glæsi- legur þáttur í framfarasögu jarðbúanna sé nú þegar á enda kljáður og vort þrjóska og kvíð- andi kyn berist, að örlaga dómi, Inn í óráðna framtíð samvinn- unnar. Margar eru spurningarnar og ætla eg mér sízt þá dul að svara þeim öllum. Mun eg sjálfur hverfa, per- sónu einkenni mín og sjálfstæði, í þessu altum-spennandi sam- vinnukerfi? Þetta er sjálfsögð og heilbrigð spurning, en vand svarað. Þó mætti á það benda, að persónulegum sérkennum fer fækkandi eftir því sem al- þjóð unir betur líkum uppeldis kjörum; enda takmark menn- ingar naumast að framleiða og þroska endalaus afbrigði. Um sjálfstæðið virðist mér þetta. Maðurinn er sjálfstæður í hlut- falli við eignir sínar. Sá sem hvorki á jarðarblett til að rækta né verkfæri til að vinna getur aldrei sjálfstæður lifað. Það getur naumast skert sjálfstæðis vitund verkamannsins þótt hon- um lærðist að skoða sig fremur meðeiganda iðntækjanna en alls biðjandi öreiga þjón. Eg tel það líka hiklaust heppi- legast að ýms smá iðja og bú- skapur yrði rekin sem einka fyrirtæki með stéttar samtök- um. Mætti hæglega svo um það búa að menn hefðu trygg- ari haldfestu á bújörðum sín- um og heimilum þótt um erfða- festu ábúð væri að ræða frem- ur en falskan og ótryggan eign- arrétt. Mundi þá auðvelt að koma slíku skipulagi í framkvæmd? Nei, engan vegin, en aðal erfiðleikarnir búa í okkur sjálf- um, í siðferðislegu stjórnleysi mannskepnunnar, í tvíveðrung austræns hásæis og norrænnar raunhyggju. Mundi þarft að rök ræða slikt, en í svip hætti eg mér ekki útá þá hálku. Með kærri þökk fyrir Heims- kringlu og kveðju til þeirra er vilja leit sannleikans enda með þeim smáu. H. E.Johnson ÞEIM HEIÐUR SEM HEIÐUR HEYRIR. til einskis. Svo, eins og þú manst, hélt eg áfram með skip- inu til Montreal. Þegar þar kom, hitti eg Mr. Ásmundsson og spurði hann um frændkonu mína. Hann sagðist telja víst, að hún komist inn í Bandarík- in; en taldi mjög óvíst, og helzt líklegt, að Miss Olga Pálma- son, sem ætlaði til Seatttle, fengi inngöngu. Eg gat ekki spurt hann nákvæmlega um það, af því samtal okkar var svo stutt, því að hann var þá í óða önn að tala við herra Jón Bíldfell. Samt veit eg, að Mr. Ásmundsson gerði alt sem hann gat til þess að koma fólkinu á- frani. En það gat hvorki hann né aðrir, þvi' að þetta var sunnu dagur og skrifstofa konsúlsins lokuð. Næsta morgun, mánudag 11. ágúst, fer eg yfir á skrifstofu Bandaríkjakonsúlsins í Mont- real, sýni honum bréf, sem eg hafði í vasa mínum, frá Banda- ríkjakonsúlnum í Danmörku, er sýndi að quota innflytjenda þaðan var ekki tekin, svo þar var ekkert í vegi fyrir því, að frænka mín fengi inngöngu í Bandaríkin. Einnig sýndi eg honum peninga er hún átti í vörzlum mínum. Peningar þess- Þér sem notið TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamllton VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA vildu vera láta, þá átti eg að fara með hana yfir til Banda- ríkjakonsúlsins til að undir- skrifa pappírana og afleggja innflutinigseiðinn. Gekk þetta alt saman vel, nema hvað eg þurfti að bíða einn dag leng- ur, bæði fyrir það, að hún komst ekki áfram þann dag og af því að hitt fólkið fékk ekki innflutningsleyfi sökum peningaleysis. Næsta dag, sem var miðviku- dagurinn þann 13. ágúst, fór eg niður á innflutninga skrif- stofuna og var þá komið full- nægjandi svar viðvíkjandi Olgu Pálniason, sem og peningar. . Hitt fólkið, maðurinn, sem ætlaði til Boston, varð að síma til Reykjavíkur eftir peningum, og stúlkan, sem ætlaði til New ir voru í enskum pundum og á i York, símaði þangað eftir pen- í Heimskringlu 4. maí 1932, á 2. síðu, er “Athugasemd’’ við ferðasögu mína (Bréf til Rósu Casper og K. N.), eftir vin minn Þorgils Ásmundsson, viðvíkjandi íslenzku emigröntunum, er að heiman komu með okkur 1930. Hann segir að þar hafi eg ekki sagt alveg rétt frá, og telur það stafa af ókunnugleika mín- um í því efni. Eg er ekki alveg viss um í hverju þetta liggur það sem ekki var rétt með farið. En hér er svo mjúkum höndum um farið — ef um mis- sögn var að ræða, að langt er frá að það ergi eða særi. Og eg er honum þakklát fyrir upp- lýsingar þær, er hann gefur í því efni. Auðvitað sagði eg ekk- ert um forlög innflytjendahóps- ins, eftir að hann lenti í Quebec eða meðan hann var þar, af þeirri einföldu ástæðu, að eg var þar ekki, og gat ekkert um það vitað. Athugasmd fornvinar míns, Þ. Á., fyllir þar út til- finnanlega eyðu, og gerir það vel ,eins langt og hún nær. — En þar með var ekki öllu lokið, að því er þessa innflytjendur snerti, eins og ráða mætti af athugasemd þeirri, er hér um ræðir. En glámskygn hefir vinur minn Þ. Á. verið, er hann sá ferðafélaga minn, Þorgeir Sím; onarson frá Blaine meðal þeirra Vestur-íslendinga, sem með honum fóru í land í Quebec. Þorgeir Símonarson var þar ekki, fékk ekki að fara. Eg skýrði frá í bréfi mínu, að hann — Þorgeir Símonarson — sneri aftur frá Montreal næsta dag, til þess að ná frændkonu sinni sem var ein af innflytjendum, og kom að heiman í hans um- sjón — til Quebec. Vitandi það, að honum var allra manna kunn ugast um það, sem fram fór, nefnilega í Quebec, skrifaði eg honum eftir að eg las nefnda Athugasemd”, og bað hann að segja mér söguna eins og hún gekk, og gerði hann það í eftir- fylgjandi bréfi til mín, dagsettu 29. maí 1932. Kæra Mrs. Benediktsson:— Innilegt þakklæti fyrir bréf þitt frá 16. þ. m. (maí) 1932. Það sem eg get skýrt frá starfi mínu í sambandi við innflytj- endur, sem fluttu til Banda- ríkjanna, er í stuttu máli sem fylgir. Eins og þú líklega manst, þá komum við til Quebec á laug- ardagskvöldið 9. ágúst 1932. Næsta dag, sem var 10. ágúst, gengu innflytjendur á land í Quebec.' Eg reyndi að komast í land með frændkonu minni, en allar tilraunir til þess urðu þriðja hundrað dala virði. Mína peninga hafði eg í Travellers’ Cheques, svo þeir tók’u orð mín í þessu efni trúanleg. Nú fór eg fram á það við konsúlinn, að frændkona mín yrði flutt til Montreal frá Quebec, og gefnir sínir fullnaðarpappírar þar. — Eftir nokkurt þjark um þetta, símaði eg konsúlnum í Quebec, og skýrði honum frá öllu þessu. Hann sagðist geta sent frænd- konu mína áfram. En að í Quebec væru fleiri, sem ekki gætu talað ensku. Sér hefði ver ið sagt að túlkur sá, sem með þeim var daginn áður, væri far- inn, og mæltist til þess, að eg kæmi og túlkaði fyrir þetta fólk. Og varð það úr, að eg lagði af stað með járnbrautar- lest frá Montreal til Quebec kl. 12 þenna sama dag, og kom til Quebec kl. 5 síðdegis. Voru þá allar skrifstofur lokaðar. Gerði eg margar tilraunir til að sjá þetta fólk þá um kvöldið, en það tókst ekki. Næsta dag, þriðjudaginn þ. 12. s.m., fór eg yfir á emigranta húsið og finn umsjónarmann innflytjenda Bandaríkjanna þar. Hann sagði mér strax, að þeir hefðu engin skeyti fengið frá Danmörku um þetta fólk. Þá sýndi eg honum bréfið frá Bandaríkjakonsúlnum í Dan- mörku, og sá hann þá strax að einhver mistök hefðu orðið með þetta. Var þá þegar símað til Danmerkur. Að því búnu fór hann með mér til að sjá fólkið. Þar voru fimm manns og nöfn- in þessi: Sylvia Johnson, frændkona mín til Blaine. Olga Pálmason til Seattle. Svanfríður Sveinsdóttir til New York, N. Y. Gunnlaugur Jónsson, til Bost- on. Magnús Guðmundsson, til Utah. Eg talaði við þetta fólk þann- ig ,að það stóð innan við vír- grindur en eg fyrir utan. Þetta var nálægt kl. 9.30 f. h. Hann sagði mér að koma svo aftur kl. 1 e. h. og mundi þá svarið verða komið. Eg kom aftur eins og til stóð á settum tíma. Voru þeir þá búnir að fá fullnægjandi svar. Kl. 2 var svo farið með okkur í leigubíl til Bandaríkja- konsúlsins og þar vorum við til kl. 5 e. h. Og aðeins frænd- kona mín búin að fá fullkomið leyfi til þess að flytja inn í Bandaríkin. Þess má geta að vegalengdin frá emigrantahús- inu til Bandaríkja konsúlsins var hálf önnur míla. Áður en Olga Pálmason fengi leyfið varð að gíma til Seattle, og fá svar. Þetta var gert þá um kvöldið, og búist við svari næsta morg- un, og ef það yrði eins og þeir ingum. En maðurinn, sem ætl- aði til Utah hafði einungis $86, að mig minnir, en þurfti að hafa $500. Á því strandaði með hann. Að öllu þessu afloknu, lagði eg af stað frá Quebec til Mont- real, með frændkonu mína og Olgu Pálmason, og var þá klukkan nálægt 12 á hádegi. Til Montreal komum við kl. 5 síðdegis þenna sama dag. Þá er sagan nákvæmlega sögð eins og hún gekk til. Eng- inn Jón Bíldfell var þarna með þessu fólki, svo eg yrði var við, né heyrði eg þess getið, að nokkur íslendingur hefði séð þetta fólk frá því hr. Ásmunds- son skildi við það, þangað til það fór þaðan, annar en eg. * * * Þannig hljóðar bréfið hans Þorgeirs Símonarsonar. Niður- laginu, þ. e. kveðjunni til mín, sleppi eg. Hann bað mig að láta þess getið að þetta væri skrifað í þeim eina tilgangi að gefa upplýsingar, viðvíkjandi sama efni og hr. Þ. Á. skrifar At- hugasemd sína. Að mínu áliti eiga þeir báðir þakkir skilið fyr ir upplýsingarnar viðvíkjandi innflutningi íslendinga til Bánda ríkjanna. Bréf Þ. S. sýnir hvað til vantaði þegar sá fyrnefndi yfirgaf þetta fólk, og báðir til samans, hvers er að geta og hvað að varast í nefndu tilfelli. Með þakklæti og vináttu til beggja. M. J. B. Anacortis, Wash. 1602 —lOth St. 14. nóv. 1932. Prestur nokkur sendi vinnu- pilt sinn á sunndagsmorgun til bónda þess, er Davíð hét, þess erindis, að fala smjör af hon- um. Pilturinn fer og kemur aft ur um daginn. Stendur þá sem hæst á embættisgerð í kirkj- unni og fer hann út í krókbekk- inn og sest þar. Prestur er í stólnum að prédika. Ber þá svo að, þegar hinn er nýsestur, að prestur segir viðvíkjandi efni því, sem hann er um að ræða: “Hvað segir sá heilagi Davíð hér um?’’ Pilturinn hélt, hann spyrði sig og svarar hátt, svo allir heyrðu: “Hann bölvar þvf smjörinu, sem þér fáið, því þér hefðuð ekki borgað sér svo vel í fyrra." ♦ ♦ * Kona nokkur var að kenna dóttur sinni lærdóminn og koma henni í skilning um hann. Spyr stúlkan þó móður sína. “Hvað kemur til þess, mamma mín, að eg er ekki guð?’’ “Það kemur til þess,” mælti konan, “að það hefir ekki átt fyrir þér að liggja, stelpa mín! að vera það." Blanða.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.