Heimskringla - 02.08.1933, Blaðsíða 4

Heimskringla - 02.08.1933, Blaðsíða 4
4. smx. HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 2. ÁGÚST, 1933 Heimskringk (StolnuO 1886) Kemvr út á hverjum miOvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. (53 og (55 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86 537______ VerB blaðsins er $3.00 árgangurinn borglst fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. RáOsmaOur TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Uanager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEPÁN EINARSSON Vtanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. ' "Heimskringla" is published by and printed by The Viking Press Ltd. 153-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 2. ÁGÚST, 1933 BLAÐAMÁLIÐ Grein birtist á öðrum stað í þessu blaði eftir Dr. S. J. J. um sameining ís- lenzku blaðanna. Hugmynd þeirri hefir áður verið haldið fram, sem vænlegri til þrifa og frambúðar blaða-útgáfu hér vestra, en af því svo margt er að athuga í því sambandi, og málið hefir ekki verið eins “vel hugsað” ennþá og greinarhöf- undur álítur, skal hér gerð stutt athuga- semd við þessa grein hans. Það er hverju orði sannara, að það sparaði kaupendum $3.00 á ári, hverjum, ef annað blaðið legðist niður. Það sparaði þeim meira að segja $6.00 hverj- um, ef þau hættu bæði að koma út. Og það er auðvitað talsvert bús-í-lag. En eyða mætti þó þeim $6. fyrir margt ó- þarfara. Séu íslenzku blöðin samt sem áður mesti óþaríinn, er ekki hægt að neita því að við séum þrifnaðar menn! Sannleikurinn er sá. að hvort sem um eitt eða fleiri blöð er að ræða, þarf ekki að gera sér hugmynd um, að þau beri sig fjárhagslega af áskriftagjöldum einum. Það mun ekkert af því klipið þó sagt sé, að aðeins fimta hver íslenzk fjölskylda vestanhafs kaupi blöðin. Og sá hópur, sem það gerir, kaupir í mörg- um, ef til vill flestum tilfellum, bæði blöðin. Vonir um frekari stuðning, er tæplega hægt að gera sér. Útgáfukostn- aðurinn verður því að nást með auglýs- ingum, eða fjárframlögum einstaklinga. Það er reynslan búin að kenna þeim, sem um útgáfu íslenzku blaðanna hafa annast til þessa. Þeir hafa orðið að leggja fram fé til prentáhalda kaupa og hafa með prentun á öðru en blöðunum, getað haldið áfram að gefa þau út, eða hafa réttara sagt, “látið sig hafa það,” hverju sem tautaði. Til þessa hefir þurft um 20 þúsund dala stofnfé, að minsta kosti, og oss er kunnugt um það, að síðastliðin 20 ár hefir ekki eyrisvirði í rentu verið af því borgað, heldur hefir meira að segja ósjaldan þurft að fara ofan í vasan á ný. Blaðaútgáfan vestra hefir með öðr- um orðum verið rekin af þjóðarmetnaði og íslendingum yfirleitt til gleði og gagns, þó all dýru verði hafi keypt verið. Sjái menn einhver hagkvæmari ráð til þess, að halda því starfi við, væri ekki nema sjálfsagt, að reyna að hagnýta sér þau. En vér efumst um að þau séu til. Við sjáum að minsta kosti ekkert hagsælla ráð til þess, en að íslenzkur al- menningur legði sig fram um að greiða götu rekstursins eins og hann nú er. Það væri alveg óvíst, að stofnfé fengist til rekstursins af öðrum en þeim, sem til þessa hafa lagt það fram, í ekki arð- vænna fyrirtæki, en blaðamenzkan ís- lenzka er. Dr. Sig. Júl. Jóhannesson minnist á hið eina fyrirhugaða blað sem þriggja flokka blað, eða Lögbergsflokksblað, Heimskringlu- og flokksleysingjablað. En því að hafa það nokkuð annað en skrípa- blað? Að íslenzku blöðunum kveður nú svo lítið sem flokksblöðum í stjórnmál- um, að vér sjáum ekki að neinn þurfi að setja fyrir sig, að veita þeim stuðning af þeim ástæðum. Hvað Heimskringlu snertir birtir hún hvað sem er af því tæi frá íslendingum. Hún birtir skoðanir kommunista, jafnaðarmanna, liberala og þjóðmegunar flokksmanna hispurslaust; hún ann hverjum sem er fulls málfrelsis um hvaða skoðanir sem eru og hvemig sem þær horfa við skoðunum ritstjórans. Etida vafamál í hans augum hvort er bitamunur en ekki byrðar á milli flokks- stefna í landinu eins lengi og stjómir eru aðeins ábyrgðarfullar til þings, en ekki til kjósenda. Valdið er það viðsjár- verðasta, sem nokkrum er í hendur feng- ið, um hvaða flokk sem er að ræða og enda þótt hanrf segist sjálfur vera öðrum kærleiksríkari og vitrari. Innan íslenzka þjóðlífsins hér hefir oss ávalt virst al- þýðumannastéttin stærri en burgeisastétt- in og hnakkabit um slíkt geti ekki verið að ræða. í trúmálum munu held- ur ekki margir íslendingar, sem opin hafa augu, hafa margt út á stefnu hcnn- ar að setja. Að svo miklu leyti sem íslenzk blöð eru því hér til einhvers gagns og gamans, sjáum vér ekki að ís- lendingar yfirleitt geti ekki stutt að velfarnan hennar, jafnvel þó einhverjir þeirra kalli sig flokksleysingja. Hvað er flokksleysingi? Sá sem ekki tekur neinn þátt í félagslífi. Hann varast að segja nokkurt vildarorð með nokkrum stjórnmálaflokki. Hann er hvorki lút- i erskur eða únítari; heldur ekki stuðn- ingsmaður þjóðræknÞmála íslendinga, né eins eða neins, sem frá félagslegu sjónar- miði er hafst að. Þeir skoða sig langt á undan samtíðinni, sitja þó hjá, er aðrir taka höndum til, og eru frakkastir í að setja út á sörf annara. Þeir eru í raun og veru verstu afturhaldsmýs allra þjóð- legra þrifa. Eftir því sem oss skilst á nú að kasta gömlu blöðunum út, en stofna nýtt blað til þess að gefa þessum í mönnum olnbogarúm til framkvæmda. j Það er satt að það er erfitt að segja að hvaða barni gagn verður, ef fram- tíð íslenzku blaðanna hvílir á þessum mönnum. Ekki sjáum vér heldur, að blað yrði neitt skemtilegra fyrir það, þó þriggja- flokka pólitík væri rædd í því á sex blaðsíðum í hverri viku. Því rúmi skilj- um vér ekki í að ekki væri betur varið með fréttum og öðrum fróðleik en þeim, er stjórnmálum einum kemur við. Og um aukningu á kaupendatölu er- um vér ekki eins vlssir og greinarhöf- undur. Stafar það af því að vér höf- um miklu minni trú en hann á að flokks- leysingjarnir fari nú að ryðja sig með því aldrei þessu vant að styðja blað fjárhagslega. Þeir sem til þessa hafa hvorki verið kaupendur íslenzku blaðanna né stuðningsmenn, eru ólíklegir hér eftir að fara að ganga berserksgang í þeirri baráttu. Dr. S. J. J. segir að það hljóti að koma að því, að hér verði ekki nema eitt blað og sameining sé því vís. Vor skoðun er sú, að einu blaði verði ekki lengi haldið úti eftir að bæði Lögberg og Heimskringla eru dauð. Það er hætt við að ekki verði eins auðvelt og ætla mætti, að hnýta aftur þau minn- ingabönd saman, ef einu sinni slitna, sem samfara hafa verið nærri hálfrar aldar starfsemi Heimskringlu og Lög- bergs í þjóðlífi Vestur-íslendinga. C. C. F. Það er mikið talað um nýjan stjórn- málaflokk um þossar mundir sem nefn- ir sig Co-operative Commonwealth Fed- eration (C.C.F.). Og nýr má sá flokkur heita að því leyti, sem hann er nýlega skírður. Fyrir 20 árum var flokkur nefndur “Bænda- og Verkamannaflokk- ur.” Stefna C.C.F. er sú sama og þessa flokks og fylgjendur hans hinir sömu. Belgurinn eða nafnið er því nýtt en vínið ekki. Samvinna bænda og verkamanna innan gamla flokksins, steytti fót sinn á þeim steihi, að verkamannaflokkurinn fylgdi þjóðeignastefnunni lengra en bændaflokkurinn var ánægður með. Fyrir I honum vakti þjóðoignarekstur iðnaðar og | framleiðslu, en bændur eru ekki með þjóðeign jarða eða sameign bús og búsafurða. Þó segja megi að því sé að einhverju leyti misskilningur' samfara frá þeirra hálfu, eru bændur yfirleitt ekki skotnir í lögjafnaðarhugmynd verka- manna. Það eru einnig fáar stéttir, sem einhverra hlunninda njóta fram yfir aðra. Hlunnindi bóndans eru nú kannske ekki þau að ástæða sé til að gera mikið úr því, en þrátt fyrir það er hagur hans og aðstaða öðruvísi en verkamannsins. Mik- ið af því sem hann þarf á borð sitt að leggja er hans eigin framleiðsla, ósnert af nokkrum “milliliðum” eða öðrum. Hann hefir óskert frelsi svo langt. Verka- maðurinn á þessa ekki kost. Hann sækir ekki vinnuna í eigin hendur á jörð sinni. (Framh. á 5.. bls.) OFBELDI, fHALD OG FRJÁLSLYNDI Erindi flutt á kirkjuþingi í Riverton 10. júlí, 1933, af Séra Guðm. Árnasyni Kæru tilheyrendur: , Eg býst við, að það þyki ekki vel við eiga að byrja fyrirlestur með texta; það er ekki venjulegt að nota þá nema í stólræðum svokölluðum, og í þeim eru þeir all-ofta^st notaðir á þann hátt, að það má sleppa þeim, án þess að ræðan missi nokkuð við það. En eg ætla nú samt að byrja þetta erindi með texta og honum löngum. Og eg hefi valið hann úr þeirri bók ritningar- innar sem af flestum mun vera talin ómerkilegust allra þeirra sextíu og sex bóka, sem í ritningunni eru. Textinn er úr Esterarbók, bókinni, sem skáldið Jón Þorláksson sagði um: “Estersbók nefnir aldrei guð, eins þó í ritning standi,” o. s. frv. Já, það er satt, Esterarbók nefnir aldrei guð, og þess vegna hefir mörgum þótt það undarlegt, að hún skyldi nokk- urntíma vera tekin í ritninguna. En það er ýmislegt fleira athugavert við Esterarbók; hún er til dæmis gersamlega óáreiðanleg sem sögurit, þótt hún teljist til söguritanna í gamlatestamentinu, og siðferðiskenningar flytur hún ekki, að það geti heitið, andinn í henni ber öllu öðru framar vott um þröngsýni og hefnigirni. Hinn nafnkunni biblíukönn- uður Edwald sagði um hana, að það væri eins og detta af himni ofan á jörð- una, að fara að lesa hana eftir að mað- ur hefði lesið önnur rit gamlatestament- isins. Bókin er í raun og veru eins- konar skáldsaga, rituð líklega einhvern- tíma á þriðju öld f. K. og tilgangur henn- ar er sá, að gera grein fyrir uppruna þúrím-hátíðarinnar, sem Gyðingar halda um 1. marz ár hvert. Hátíð sú er annað- hvort af Babýloniskum eða persneskum uppruna. En þegar þjóðrækni Gyðinga komst á hæsta stig eftir herleiðinguna, vildu þeir ekki kannast við að þessi há- tíð væri aðfengin, og þá fann einhver upp á því snjallræði að búa til sögu, sem átti að sanna að þetta væri Gyðingleg hátíð. Þetta hafa svo sem fleiri gert en Gyðingar; það er í rauninni algengasta aðferðin, þegar menn þurfa að útskýra eitthvað, sem þeir vita ekki um eða vilja ekkert um vita. Eg ætla ekki að fara að rekja efni Esterarbókar—það er hvort sem er ekki nema stundarverk að lesa hana alla, ef einhverjum er forvitni á að vita, hvað í henni stendur, og hvað sem áliti biblíu- fræðinganna á bókinni líður, þá er þó sumt, sem verra er, lesið nú á dögum. En eg ætla að komast að textanum. Bókin byrjar á frásögn um veizlu, sem Ahasverus Persakonungur hélt öllum höfðingjum sínum og þjónum. En sam- tímis þessari veizlu konungsins hék drotning hans, sem Vasti hét, aðra veizlu, sem aðeins konur sátu í. Drotn- ing var allra kvenna fríðust. Á sjöunda degi konungsveizlunnar, þegar konung- urinn var orðinn hreifur af víni, bauð hann þjónum sínum að sækja drotning- una og leiða hana fyrir sig, “til þess að hann gæti sýnt þjóðunum og höfðingj- unum fegurð hennar.” En þá skeði það, sem konungurinn átti sízt von á—drotn- ingin afsagði að koma. Sagan segir ekk- ert um það, hvers vegna hún vildi ekki að þjóðirnar og höfðingjamir sæu fegurð hennar, hún segir aðeins: “En Vastí drotning vildi ekki koma eftir boði kon- ungs, er hirðmennirnir fluttu.” Og sem nærri má geta, “reiddist konungurinn ákaflega, og heiftin brann honum í brjósti.” . ,/• “Og konungur sagði við vitringana, sem þektu tímana .... Hverjum dómi skal Vastí drotning sæta að lögum fyrir það, að hún hlýddi eigi orðsending Ahas- verusar konungs, þeirri, er hirðmennirnir fluttu? Þá sagði Memúkan (einn af sjö höfðingjum Persa) í áheyrn konungs og höfðingjanna: Vastí drotning hefir ekki einungis brotið á móti konunginum, heldur einnig á móti öllum höfðingjum og öllum þjóðum sem búa í öllum skatt? löndum Ahasverusar konungs. Því að athæfi drotningar mun berast út til allra kvenna og gera eiginmenn þeirra fyrirlit- lega í augum þeirra, er sagt verður: Ahasverus konungur bauð að leiða Vastí drotningu fyrir sig, én hún kom ekki. Og þegar í dag munu hefðarfrúr Persa og Meda, þær er frétt hafa athæfi drotn- ingar, segja þetta öllum höfðingjum kon- ungs, og mun það valda fullnægri fyrir- litningu og reiði. Ef konungi þóknast svo, þá láti hann konunglegt boð út ganga og sé það ritað í lög Persa og Meda, svo að því verði ekki breytt, að Vastí skuli ekki framar koma fyrir auglit Ahasverusar konungs, og konunglega tign hennar gefi konungur annari, sem er betri en hún. Þegar nú úrskurður konungs, er hann kve,ður upp, verður kunnur um allt ríki hans, sem er mjög stórt, þá munu allar konur sýna mönn- , um sínum virðingu, bæði háum og lágum. Þessi tillaga geðj- aðist bæði konunginum og höfðingjunum, og konungur fór að ráði Memúkans. Og hann sendi bréf til allra skattlanda konungs, í sérhvert land eftir skrift þess lands og til sér- hverrar þjóðar á hennar tungu, að hver maður skyldi vera hús- bóndi á sínu heimili og mæla allt það, er honum líkaði.” Þessi saga er nokkurskonar inngangur að frásögninni um atburðina, sem Esterarbók seg- ir frá, og sem í augum höfund- arins voru vitanlega aðal atrið- ið. Vastí drotning hverfur af sjónarsviðinu og hennar er ekki getið framar, en konungurinn gaf tign hennar annari, sem var betri, nefnilega Ester, Gyðinga- stúlkunni, er varð drotning hans. En, eins og eg sagði áðan, ætla eg ekki að rekja efni bókarinnar og sleppi því að minnast á það frekar. Þótt höfundur Estersbókar hafi verið lélegur sagnfræðingur sem hikaði ekki við að brjála sögulegum staðreyndum til þess að gera sinnar þjóðar fólk veg- samlegt í augum lesenda sinna, þá hefir honum tekist nokkuð vel með þennan kafla. Hann hefði líklega orðið frægur skáld- sagnahöfundur, ef hann hefði verði uppi nú á dögum og kom ist í samband við duglegann bókaútgefenda. Hann var uppi of snemma, áður en menn kunnu að meta hæfileika hans. Hann hefir haft þann hæfileika, að geta lýst fólki furðanlega vel með fáum pennadráttum, og það er hæfileiki sem skáld- sagnahöfundar þurfa að hafa, þótt þeir hafi hann ekki allir. Vér skuíum athuga lýsingu hans á þessum þremur persón- um, konunginum, Memúkan og drotningunni. Það er ekki langrar stundar verk, því lýs- ingarnar eru ekki langar; þær eru í rauninni engar lýsingar í venjulegum skilningi, en vér getum séð svona hér um bil, hverskonar manneskjur þetta eru með því að lesa ofurlítið á milli línanna. Konungurinn er mikill og voldugur höfðingi, sem vill að sér sé veitt eftirtekt. Hann veit að glæsimenska og viðhöfn eru nauðsynleg jafn tignum manni, ekki aðeins til þess að bera hróður hans út um allt hans víðlenda ríki, heldur líka til þess að auka valdið, sem manni í hans stöðu vai- svo afar-áríð- andi. Og að sýna öllum þjóð- unum og höfðingjunum fegurð drotningar sinnar gat hjálpað til þess að auka orðstír hans og afla honum enn meiri virðing- ar. En einhvernveginn getur manni ekki fundist mikið til um vitsmuni konungsins; hann reiðir sig of mikið á valdið. Hann hefði átt að skilja skap- ferli drotningarinnar betur en hann gerði. En svo má ef til vill afsaka það með því, að hann hafi verið of önnum kaf- inn við stjórnarstörf til þess að sinna þesskonar smámunum. Náttúrlega hefir honum fundist það alveg sjálfsagt, að drotn- ingin hlýddi boði hans og kæmi, þegar hann sagði henni að koma. 1 fyrsta lagi var það það, sem hver eiginkona átti að gera, því kvenfrelsi þektist ekki á þeim tímum; og í öðru lagi boðaði hann hana á sinn íund til þess að sýna þjóðun- um og höfðingjunum fegurð hennar. Það eitt hefði átt að duga;,því það var þó óhugsandi, I fullan aldarfjórðung hafa Dodd’* nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — t>ær eru til sölu í öllum lyfjabúð- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frA Dodds Medicine Company, Ltd.. Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- að. að jafn fögur kona vildi ekki láta sjá sig á mannamótum. En hver getur reiknað út lundarfar kvenfölksins? Drotn- ingin sagðist ekki koma. Hún var svo sem ekki að gefa ástæð- ur fyrir því að hú nkæmi ekki. Nei, henni bara þóknaðist ekki að koma. Og náttúrlega hefir konungurinn staðið þarna stein hissa og ekki vitað, hvað hann átti að segja. Það var aðeins eitt, sem hann gat gert—hann, gat reiðst. Og það gerði hann líka—honum brann heiftin í brjósti. Og sem von var snéri kon- ungurinn sér til ráðhcrranna— mannanna, sem þektu tímana, og spurði þá ráða. Og Memúk- an, sem líklega hefir verið inn- anríkisráðherra eða eitthvað þesskonar, sér strax, að hér er mikill vandi á ferðum. Það að drotningin hefir sýnt konung- inum óhlýðni, er út af fyrir sig ekki það versta í augum hans, en hann gerir sér strax grein fyrir afleiðingunum, fyrir því, hvaða áhrif þetta muni hafa á aðrar konur. Hann sér, að þetta muni verða til þess, að konur yfirleitt út um allt ríki konungs muni fara að sýna mönnum sfnum fyrirfitningu, og honum blöskrar ástandið, sem geti orðið út af því. Drotn- ingin hefir ekki aðeins brotið á móti konunginum, hún hefir brotið á móti ölluni höfðingj- um og öllum þjóðum, sem búa í skattlöndum konungs. Eina ráðið við því er að semja lög, sem ekki verði breytt—með öðr- um orðum, rita það í stjórnar- skrána, að drotningin skuli ekki framar koma fyrir auglit kon- ungs og að tign hennar skuli verða gefin annari. En Mem- likan stingur ekki upp á þessu af því að hann vilji láta hefnd koma fram við <drotninguna, hann gerir það af því að heill ríkisins er í veði. Hér verður að taka í strenginn, hvað sem öllu öðru líður, verður að koma í veg fyrir það, að konur hætti að hlýða mönnum sínum. Og svo er skipunin send út “að hver maður skyldi vera húsbóndi á sínu heimili og mæla alt það, er honum líkaði.” Þarna voru lögin. Og þó að það yrði má- ske dálítið erfitt að framfylgja þeim og ekki alveg víst, að allir giftir menn segðu alt, sem þeim líkaði heima fyrir, þá voru þó lög altaf lög og mikil bót í því að hafa þau. Mem- úka var stjórnmálamaður, sem bar heill lands og þjóðar fyrir brjósti, ef til vill nokkuð í- haldssamur, en ábyggilegur og hygginn karl — maður, sem óhætt væri að greiða atkvæði með við næstu kosningar, ef hann væri uppi nú á tímum. En þá er nú drotningin. Um hana er sama sem ekkert sagt annað en þetta, að hún hlýddi ekki konunginum. Það var í henni einhver óskiljanlegur upp- reisnarandi, sem brauzt út á allra óheppilegasta tíma. Þó hún hefði nöldrað eitthvað við konunginn út af þessum veizlu- höldum, eða hvað það nú var, sem hún var óánægð með, f einrúmi, þar sem aðrir heyrðu

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.