Heimskringla - 16.08.1933, Síða 4

Heimskringla - 16.08.1933, Síða 4
4. SÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 16. ÁGÚST, 1933 l^ehnskrtrtgla (StofnuB 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Elgendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86 537 VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyrlrfram. Aliar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. RáSsmaSur TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Uanager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. “Heimskringla” is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 16. ÁGÚST, 1933 KVEÐJUR Flutt í Sambandskirkjunni í Winnipeg 13. ág. 1933 af sr. Ragnari E. Kvaran. Mig langar til þess að biðja yður að líta ekki á þessa síðustu ræðu mína hér á þessum stað sem eiginlega prédikun. Eg mun eítki gera neina tilraun til þess að ræða í kvöld nein af þeim viðfangs- efnum, sem sérstaklega þykir ástæða til þess að ræða um í kirkjum. Og eg vona að mér verði fyrirgefið þótt mál mitt verði á köflum nokkuð persónulegt, því að mér finst eg ekki geta komist hjá því að fjalla hér í kvöld lítillega um þær ástæður, sem því hafa valdið, að eg er að hverfa í burtu frá þessari stofnun, sem eg hefi verið svo nátengdur um svo margra ára skeið. Umræðuefni mitt verður því óhjá- kvæmilega nokkurskonar apologia, grein- argerð fyrir athöfnum mínum, jafnframt því sem mig langar til þess að benda með nokkurum orðum á það, sem mér virðist beinast liggja fram undan félagsskap vor- um. v Undanfarnar vikur hefi eg verið intur eftir því æði oft af ýmsum kunningjum, hvað það væri, sem ylli brottför minni héðan. Eg hefi oftast svarað á þá leið, að eg hefði ávalt hugsað mér að ala aldur minn á íslandi og hefði þegar dvalið lengur fjærri því en til hefði staðið. Þegar eg kom hingað til lands, fyrir tæpum tólf árum síðan, var þ.að ákveðin hugsun mín, sem eg ekki fór neitt dult með, að meira en fimm ára dvöl í landinu mundi naum- ast koma til greina. Ejn úr þessum fimm árum hefir þetta dregist, að þau eru nú orðin meira en helmingi fleiri. Eg hefi einnig getið þess, sem mjög ofarlega hefir verið í huga mínum, að eg vildi að börn mín yrðu íslendingar að máli og hugsun- arhætti, ekki síður en að ætterni. Eigi það að takast, þá má heimför ekki lengur dragast. Eg væri ekki að drepa á þessar einka- ástæður og orsakir fyrir brottförinni, ef eg fyndi ékki sérstaklega til þess, að þessi söfnuður ætti í raun og veru heimt- ingu á öllum slíkum skýringum frá mér. Eg hefi notið hér þeirrar góðvildar og menn hafa svo ótvírætt látið það í ljós við mig, að þeir óskuðu eftir að eg héldi áfram verki mínu hér við kirkjuna og innan kirkjufélagsskapar vors, að eg finn, að það væri ekki eingöngu ókurteisi, heldur og vanþakklæti ef ekki væri gerð grein fyrir því, fyrir hverja sök ekki væri unt að verða við tilmælum þeirra. Já, gera grein fyrir því — þ. e. a. s. ef það er hægt. En ef til vill er það á einskis manns færi að gera öðrum grein fyrir tilfinningu eins og heimþrá. Löngun manna eftir þessum og þessum blettum á jörðinni og e^tir að sjá þessi og þessi andlitin er oft og tíðum þess eðlis, að rökvísi og skynsemi fá ekki varið hana. Hún á þar rætur sínar, sem dýpra liggur en skynsemi og umhugsun. Ekki svo að skilja,- að mér virðist ekki mín eigin heim- þrá skynsamleg. Mér finst hún vera það í fylsta máta. En eg veit, að hún er þeim, sem ekkert líkt hafa reynt, jafn óskiljan- leg, hvort sem hún er skynsamleg eða ekki. En það væri með öllu rangt skýrt frá, ef eg- gæti ekki um neitt annað en löngun mína til þess að hverfa aftur til ættlands míns, sem þvi væri valdandi, að eg legði frá mér það starf, sem eg hefi haft með höndum. Eg geri sem sé ráð fyrir að leggja hér með niður kirkjulegt starf um ófyrir- sjáanlega framtíð og sennilega fyrir fult og alt. Og fyrir því liggja ástæður, sem ekki standa í neinu beinu sambandi við löngun mína til þess að búa frekar á einum stað á hnettinum heldur en öðrum. Og eg finn að það væri eðlilegt, að eg gerði þessum söfnuði einhverja grein fyr- ir þessari fyrirætlun'minni. En jafnskjótt og eg á að taka að gera grein fyrir þessu, þá finn eg, að það er ekki neitt áhlaupaverk að rekja þær innri orsakir, sem valdið hafa þessum á- setningi mínum. Þær eru skapferlislegar, frekar en nokkuð annað. Fyrst og fremst langar mig til þess að taka það fram, að eg læt ekki af kirkju- störfum fyrir þá sök, að virðing mín fyrir kirkju hafi dvínað. Sannleikurinn er sá, að hún hefir aldrei verið meiri en nú, er eg geng úr þjónustu hennar. Vér vitum það öll, að kirkjan sætir margvíslegum árásum á vorum dögum, eins og svo oft undanfarið. Með háum rómi hefir það verið prédikað um öll lönd, að kirkjan sé að verða utanveltu við þjóðlífið og komi mönnum að engu gagni. Ekki veit eg hvað mörgum hundrað sinnum eg hefi lesið þau ummæli margvís- legra manna um kirkjuna, að hún hafi verið vegin og léttvæg fundin er hún hafi þegjandi samþykt og ekki hafið litla fing- ur t. d. gegn ófriðnum mikla. Vissulega hefði það verið ákjósanlegra og glæsilegra ef kirkja allra landa hefði tekið aðra af- stöðu til þess máls en raun varð á, en það er hin mesta skammsýni að telja stofnunina fyrir þá sök óhæfa, að hún skuli hafa sama viðhorf á almennum málum eins og alþjóð manna. Kirkjan samanstendur af almenningi og hún hlýtur alveg óhjákvæmilega að vera bundin af þeim menningaráhrifum, sem á hverjum tíma eru ríkjandi í heiminum. Og það er mjög fróðlegt að bera saman dóma manna um kirkjuna í sambandi við ó- friðarmál við dóma manna um aðrar hreyfingar í þessu sama sambandi. Það er t. d. ekki lítið eftirtektarvert að athuga, hvernig fór fyrir verkamannahreyfingunni í öllum löndum á ófriðarárunum. Verka- mannahreyfingin var ákveðin friðar- hreyfing og' hún var alþjóðahreyfing að auk. Ein aðaláherzla foringja hennar var sú, að verkamaður t. d. í Englandi væri nákomnari stéttarbróður sínum í Þýzkalandi, eða í öðrum nágrannalönd- um, heldur en auðmanninum í hans eigin landi. En þessi prédikun gleymdist á einni viku, þegar skap manna tók að hitna undir vopnabrakinu. Og hefir þó enginn viti borinn mað*ur haldið því fram, að verkamannahreyfingin ætti ekkert erindi inn í heiminn, þótt hún vissulega reyndist ekki rísa undir sínum eigin hug- sjónum í þessu máli. Eg tek þetta dæmi af ótal mörgum, þar sem menn dæma af skammsýni. •Sannleikurinn er sá, að þegar menn eru að stórdæma kirkjuna og fara um hana hörðum orðum fyrir það, að hún hafi ekki gert þetta eöa þetta, eða leyst þessa eða hina gátuna í þjóðlífi voru, þá situr ávalt undirniðri sú hugsun eða sá hugsunararfur í mönnum, að kirkjan fari enn með völdin í heiminum. En hún gerir ekkert slíkt. Hún er samfélag þeirra manna, sem trúa því, að lífsskoðun kristindómsins sé mannltyninu holl og góð og nauðsynleg. Hún samanstendur af vitrum mönnum og heimskum mönn- um og miðlungsmönnum. Hún saman- stendur af góðum mönnum og illum mönnum og mönnum, sem eru alt þar á milli. Hún er sýnishorn af almenningi landanna og vér finnum þar það æðsta og það lítilmótlegasta, sem í þjóðunum er falið. En allur þessi misjafrii og mis- liti hópur er þó tengdur saman og á í sameiningu þann arf, sem engin önnur stofnun .á. Þrátt fyrir allan óhöndugleika kirkjunnar eða meðlima hennar, til þess að færa sér það í nyt, þá hefir hún sífeldlega verið að velta fyrir sér þeim hugsunum, sem mest hefir verið um vert í sögu mannanna. Hún hefir haldið uppi fyrir augum sér myndinni af þeirri persónu, sem hún hefir verið sannfærð um, að mest væri um vert að veita athygli. Mér er það vel ljóst, að birtan, sem hún hefir notað er hún leitaðist við að horfa t. d. á myndina ^f Kristi, hefir ekki ávalt verið sem hentugust. Hún hefir á köflum horft á afskræmda mynd, fulla af skugg- um þar, sem ljós hefði átt að vera, en alt um það var það hans mynd, sem á var horft. Það eru rétt tuttugu ár síðan eg fyrst hóf nám mitt í guðfræði. Skoðanir mínar á þessum árum hafa að sjálfsögðu tekið margvíslegum stakkaskiftum, en árangur minn af þvf námi er meðal ann- ars sá, að mér finst eg aldrei hafa haft eins litla tilhneigingu til þess að dæma kirkjuna eða áfellast hana eins og nú. Mér finst eg skilja örðugleika hennar og eg er með öllu sannfærður um velvilja hennar í heild sinni. Saman við starf kirkjunnar fléttast margt ómerkilegt og lítilsiglt, eins og ávalt verður um mann- legar athafnir, en í mínum augum eru áhrif hennar afdráttarlaust til góðs í heild sinni. Kirkjan er, þrátt fyrir alt, hin sýnilega ímynd uppheimsþrár manns- ins og þess skilnings, að menn fái ekki lifað á einu saman brauði. Jafnframt því, sem samúð mín með kirkjunni hefir, eins og eg hefi þegar sagt, aldrei verið meiri en nú, þá er eg einnig sannfærður um, að næsta kynslóð á eftir að heyra mikið meira frá kirkjunni og verða fyrir sterkari áhrifum frá henni, heldur enn vor kynslóð hefir gert. Eg ræð það blátt áfram af því, að kirkjan mun eiga meira í vök að verjast heldur en verið hefir. Ef til vill finst mönnum þetta vera hugsanavilla eða mótsögn, en svo er, að eg hygg, ekki. Kirkjan hefir verið hingað tií, eins og sagt er á hér- lendu máli “taken for granted” — hún var of sjálfsögð í þjóðfélaginu til þess að boðskap hennar væri veitt sú athygli, sem orðið hefði, ef meiri styr hefði staðið um hana. Hingað til hafa kirkjudeildir, eða mismunandi viðhorf innan kirkjunnar, átt í deilum eða reipdrætti nokkurum inn- byrðis. En nú eru utan að komandi öfl þjóðfélagsins tekin að deila á hana alla í heild sinni. Á vorum dögum er þetta mest áberandi á tveimur stöðum — í Rússlandi og á Þýzkalandi. Rússland, eða stjórnarvöld þess, hafa sagt allri kirkju ófrið á hendur og afneita með öllu lífsskilningi kristindómsins. Þau hafa rutt til hliðar hinni gjörspiltu rússnesku kirkju, sem vissulega var orðin svo rúin, að hún átti ekki rétt á að standa né gat staðið lengur. En kristin lífsskoðun hlýtur ó- hjákvæmilega að leita inn á það land að nýju. Og annað er vart hugsanlegt en að það, sem rétt er og sanngjarnt í dóm- um kommúnistanna á kristninni, hafi þau áhrif, sem jafna mætti til siðbótarinnar fyrir fjórum öldum síðan. Um Þýzka- land er það að segja, að allar fregnir bera það með sér, að hin lúterska kirkja Norður Þýzkalands hafi þegar hafið drengilega baráttu gegn því, að kirkjan verði gerð að ambátt Nazismans. Guð- fræðisprófessorar hafa verið reknir - frá stólum sínum og prestar úr kirkjum sín- um, er þeir hafa ekki viljað fallast á að gera stofnun sína að auglýsingastofu fyrir Nazisman, en margt bendir til þess að áhrifamestu menn kirkjunnar séu stað- ráðnir í því að láta hana heldur líða und- ir lok heldur en að afsala sér réttinum til þess að ráða yfir sinni eigin samvizku og sannfæringu. Bæði þessi dæmi, sem eg hefi hér drepið á, eru að minni hyggju forboði þess, að kirkjan muni eiga í mikið ákveðnari og harðvítugri baráttu fyrir lífi sínu sennilega í öllum löndum, heldur en verið hefir undanfarið, og eg efast ekki um að sú barátta muni styrkja hana, hreinsa til það, sem fúið er og gagnslaust, en gera hana á eftir að hæfari stofnun til þess að þjóna mannkyninu. Og þegar eg hugsa nú til. þeirrar sér- stöku deildar kirkjunnar, sem eg hefi starfað með, þá má ráða það af líkum, að þar muni samúð mín vera enn ákveðn- ari heldur en með allsherjarkirkjunni. Sú hreyfing, sem kend er við Sambands- kirkjuna hér hjá okkur Islendingum í Vesturheimi, er óendanlega lítið brot af kristinni kirkju. En eg hygg ekki, að þrátt fyrir alt væri finnanlegur neinn lítill kirkjulegur blettur, sem eg hefði getað unað mér eins vel á og þefesum. Það er ekki eingöngu, að eg hefi hér verið með mínu eigin fólki, þótt í framandi landi væri, heldur er hitt einnig, að engin kirkjuleg hreyfing hefir nokkuru sinni hafist meðal íslenzkra manna, sem merk- ari sé en þessi. Félagslega séð er það afar viðsjárvert fyrirtæki, að ætla sér að halda uppi kirkju, sem í raun og veru öllu hafnar nema anda kristninnar. Fé- lagslega er afarmikill stuðningur að arf- gengum siðum og hefðum. Hið íbúandi íhald mannsins er svo mikið, að siðir verða þess helgari í augum manna, því eldri sem þeir eru, og því minna ákveðið innihald, sem orðið er í þeim. En öllum þessum stuðningi hefir kirkja vor hafnað. Hún veit að hún getur ekki lifað á neinu öðru en því, sem hún sjálf getur lagt til af andlegu innihaldi . Og það væri blátt á- fram látalæti og óhreinskilni, ef eg ekki kannaðist við þá skoðun um þessa litlu kirkjuhreyfingu vora, að innan vébanda kirkjufélags vors hafi verið fluttar þrosk- aðri, djarfmannlegri og dýpri skoðanir heldur en annarsstaðar hefir verið kostur á í kirkjuheimi ís- lenzkra manna vestan hafs og austan. Þegár alls þessa er gætt og það bætist við, að mér, ei-ns og öðrum starfsmönnum kirkju vorrar, hefir verið með öllu frjálst að haga boðskap mínum eingöngu eftir því, sem upplag mín sjálfs Tagði fyrir, þá mætti það virðast að minsta kosti furðulegt, að eg skuli vilja frá þessu hverfa. Og eg finn að það er ekki ósanngjarnt að leit- ast sé við að skýra frá ástæð- unum. Þess hefir stundum orðið vart *í ritum, að mönnum hefir virst kenna nokkurs stærilætis hjá klerkastéttinni, er hún hefir lit- ið á verk sitt öðrum augum en verk annara manna. Það er sjaldan komist svo að orði, að menn hafi fengið köllun til þess að verða t. d. lögmenn eða j læknar. Menn velja sér það nám eða gera lögfræði eða i læknisvísindi að lífsstarfi sínu. En um klerklega menn er venju- lega komist þannig að orði, að þeir hafi verið kallaðir til starfs síns. En þetta er ekki alveg eins mikið út í bláinn og ætla mætti. Það er svo með prests- starf, að engum öðrum tekst það verulega en þeim, sem finna hjá sér ákveðna innri löngun til þess að sinna því. Og bili sannfæring þeirra um einhver þau atriði, sem þeim finst sjálf- um vera meginatriði í starfi þeirra, þá verður þess ótrúlega fljótt vart í máli þeirra. Sé sannfæring þeirra að einhverju leyti klofin, þá verður brestur í framsetningu þeirra og tví- skinningur í starfi þeirra. I fullan aldarfjórðung hafa Dodd'* nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru 3júkdómum, og hinum mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu i öllum lyfjabúð" um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frft Dodds Medicine Company, Ltd.. Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- aS. að þetta er orðinn of þéttriðinn þáttur í mínurn eigin örlögum til þess að hann losni nokkuru sinni við mig. Og eg fæ það ekki úr huga mér tekið, að forlög Sambandskirkjunnar verði symbolisk fyrir forlög alls þjóðflokksins í landinu. Hér hefir ríkust áherzlan verið á það lögð, að menn ættu að vernda sinn eigin innri mann. Hér hafa menn verið minst feimnir við að láta uppi þær skoðanir, sem að einhverju leyti fóru í aðra átt en almennings- álitið. Blómgist Sambands- kirkjan þá er það af því, að mikill þróttur er í vestur-ís- lenzku þjóðlífi, hrörni henni þá er það af því, að þrekið er að fjara út. Eg hefi fyrir skömmu síðan flutt um það opinbert erindi, á síðasta kirkjuþingi voru, í Nú er það svo um mig, að.hvaða átt mér virtist þróun mér finst eg hafa fulla sannfær- ■ kirkju vorrar ætti að stefna. Eg ingu fyrir því, sem í mínum1 gerði tilraun til þess áð færa ^augum er meginatriði kristin- i fyrir því rök, að enda þótt tölu- j dómsins og trúarbragðanna yfir j vert bæri vafalaust á milli um höfuð. Mér er það fullljóst aðjskoðanir manna, sem heima j eg hefi enga sannfæringu og ættu í báðum kirkjufélögum I litla samúð með fjölmörgu af j því, sem oftast hefir verið talið meginatriði, en í mínum augum | er útflúr eitt og aukaatriði. En j þótt eg hafi örugga sannfær- ingu fyrir því, sem eg tel vera kjarna kristinnar lífsskoðunar, j þá hefir þó svo farið, að hugur minn er allur klofinn og skiftur þegar kemur til heimfærslu 1 þeirrar lífsskoðunar upp á sjálf hin daglegu viðfangsefni manna. Eg skrifaði fyrir nokkurum ár- um rltgerð í íslenzkt tímarit, þar sem eg lafeði ríka áherzlu j á, að menn yrðu að temja sér í* hina miklu íþrótt efans. Eg hefi sjálfur reynt að gera þetta með þeim árangri, að eg hefi komist að þeirri niðurstöðu, að eg ætti ekki fyrst um sinn að reyna að í segja öðrum mönnum til um það, hvernig þeir ættu að haga lífi sínu. Eg er í of miklum vafa |Um sjálfan mig, og mér auðnast 1 að framfylgja svo litlu af því í sjálfs míns lífi, sem eg þó er sannfærður um að eg ætti að gera, að eg veit að eg á ekki að | reyna að leiðbeina öðrum. Eg ber frábóera virðingu fyrir preststarfinu, þar sem það tekst gæfusamlega, í föðurætt j mína er eg kominn af prestum langt fram í aldir, eg veit að i engir menn hafa verið íslenzkri I þjóð eins hollir og gert henni eins mikið gagn eins og prestar Jhennar. Aðalvitmenn þjóðarinn- ar finnast í þeirri stétt og holl- ustu ráðin gegn útlendu ofríki íslendinga hér í landf, þá væri eðlilegt fyrir báða aðila að beina huga sínum í sömu átt- ina — til meira samstarfs við þjóðkirkjuna á íslandi. Ef til vill eru flest yðar kunnug því, sem eg hélt fram í erindi þessu, en mig langar við þetta tæki- færi til þess að minna á það, sem eg þar hélt fram, að nú væri svo komið þróun vorri í áttina til enskrar tungu, að heita mætti óhjákvæmilegt að prestar vorir væru mentaðir á háskólum hérlendis, og vita- skuld yrði að gera, þær kröfur til þeirra, að þeir stæðu hér- lendum mentamönnum öllu leyti iafnfætis. Jafnfraiyt er eins nauðsynlegt eins og nokkuru sinni áður, að þeir séu fullfær- ir í íslentfku máli. Fyrir því eru svo aUgljósar ástæður, að naumast þarf að rekja. Nægir að benda á það eitt, að engin kirkja, sem nú er til meðal ís- lendinga í Vesturheimi stæði vetrarlangt eftir að hætt væri að nota tungu vora. Þá er það einnig alkunnugt, að heima á íslandi eru tvær stefnur ríkj- andi, sem að miklu leyti sam- svara þeim stefnum, sem hér ríkja. Það .virðist því liggja mjög beint við, að framvegis sé stefnt að því með presta hér, að velja til'þess starfs þá menn, sem fengið hafi haldgóða há- skólamentun hérlendis, en stunduðu guðfræðinám á ís- landi. komu jafnan frá þessum mönn-1 Eg veit að menn finna og um. Mér mundi því finnastihafa fundið ýms vandkvæði á sæmd af tilheyra þeirri stétt ef þessari hugmynd, en eg er sann- mér fyndist eg eiga þar heima. Eins og nú er ástatt með hugs- anir mínar finn eg, að eg á þar ekki heima. Og því hverf eg burtu frá starfinu. En þótt eg hverfi héðan í burtu, þá get eg vart hugsað mér, að eg geti nokkuru sinni fylgt nokkuru máli í huganum með eins mikilli eftirvæntingu eins og mér finst eg hljóta ávalt héðan af að fylgja málum þess- arar kirkju og þess félagsskap- ar, sem hún ei* hluti af. Eg veit færður um, að vandkvæðin eru að miklum mun minni, en menn telja við fyrsta álit. Og mig langar til þess að hafa það síð- ustu bón mína til þessa safn- aðar, að hann ekki eingöngu íhugi þetta mál, heldur skilji ekki við það fyr en útséð er um, hvort því verður í framkvæmd komið eða eigi. Nú er svo kom- ið, að enginn þarf að óttast að menn einangrist frá hollum hér- lendum áhrifum fyrir þær sakir, að hugur þeirra sé of bundin

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.