Heimskringla


Heimskringla - 16.08.1933, Qupperneq 6

Heimskringla - 16.08.1933, Qupperneq 6
HEIMSKRINGLA f. SÍÐA. WINNIPEG, 16. ÁGÚST, 1933 JON STRAND Saga eftir PAUL TRENT. Þýdd af G. P. MAGNÚSSON. “Eg lít þannig á, að það geti enginn ann- ar en Southwold gert þannig lagaða yfirlýs- ingu.” “Og frá honum vænti eg ekki neins góðs.” “Hann er reglulegur manndjöfull,” sagði Cobden með áhezlu. “Hann gerði æfi mína að engu og nú er hann að reyna að eyðileggja líf þitt og framtíð — eyðileggja þig, sem eg elska heitara en lífið í mínu eigin brjósti — svo er aumingja Joyce litla. Hvað hún hlýtur að líða. — Jón, eg hefi oft hugsað um það, hvert þú munir nokkurn tíma geta fyrirgefið mér — eg hefi ekki verið hreinskilin við þig að öllu leyti — og alla jafna hefi eg fundið til þess, að eg var að gera rangt. Þú hefir oft hugsað um það og undrast yfir því, hver mundi vera faðir þinn.” Gamli maðurinn þagnaði um stund og leit til Jóns. Það lýsti sér ótti í augnaráðinu. “Eg hefi vitað hver faðir þinn er — eg hefi vitað það aila tíð — en eg hefi ekki þorað að segja þér það — þú ert ekki hjónabandsbarn, drengur minn, en móðir þín var bezta konan í veröldinni . Oft minnir svipur þinn, mig á þá konu — þá elskulegu konu. Hún treysti jarðarinnar mesta óþokka og leið fyrir það.” “Þú mátt ekki koma þér í geðshræring,” sagði Jón sem átti fult í fangi með að hafa vald á sínum eigin tilfinningum.” “Þú ætlar ekki að dæma mig stranglega? Móðir þín var konan sem eg elskaði. Eg hefi sagt þér, að þegar eg fann hana loksins, þá var hún dáin. — En þú varst lifandi og eg tók þig með mér. — Eg sagði þér ósatt þegar eg sagði að eg hefði fundið þig meðfram veginum. Eg vildi ekki að þú fengir að vita sannleikann — ástæðan hefir sjálfsagt verið sprottin af eigingjörnum hvptum. Eg ætlaði mér, strax frá því fyrsta, að gera þig að svo miklum manni, að þú gætir síðar meir orðið verkfæri í minni hendi til þess að koma fram hefndum á þeim djöfli, sem var orsök í dauða móður þinnar — þegar svo sá tími kæmi, að þú værir búinn að mola Southwold ofan í duftið — ofan í vilpu fyrirlitningar og mannhaturs, þá ætlaði eg að segja honum, að hann væri------- Orðin dóu á vörum gamla mannsins. Hann kastaði höfðinu til á koddanum og var sem hann væri að reyna sitt ítrasta að ljúka við setninguna — en orðin vildu ekki koma út yíir varirnar. , “Að eg væri sonur þess mannnfðings?” sagði Jón. Það greip hann sú tilfinning að það hefðu verið orðin sem vöntuðu til að ljúka við setninguna, svo ilt sem honum þotti þó, að heyra til þess. Gamli maðurinn gat engu svarað, en Jón þóttist sjá í augum hans hvert svarið væri. XXXIX Kapítuli. Þegar Jón varð sér þess meðvitandi, að hann væri, ekki einungis fæddur í skömm heldur einnig, að hann væri sonur þess manns sem væri hans svæsnasti óvinur, þá varð hann altekinn af hinum hræðilegustu til- finningum. Honum fanst hann verða að hverfa alveg, svo engin mætti líta hann framar — hvílíkri skömm var hann ekki um vafinn — hví var hann fæddur til að líða alt þetta? Hann sat með andlitið hulið í hönd sér ogvissi ekkert af sér fyr en hönd snart hann á öxlina. Það var gamli maðurinn sem hafði náð sér aft- ur ogrisið ögn upp við olnboga og náð til Jóns, til að vekja hann af hugleiðingum sínum, og hvetja hann til starfa. “Geturðu fyrirgefið mér, Jón? Eg veit að eg hefði átt að segja þér þetta alt fyrir löngu síðan,” sagði Cobden í biðjandi róm. “Eg hefi/ ekkert að fyrirgefa. Enginn maður gæti hafa átt betri föður en þú hefir reynst mér.” “Þú ert sonur þeirrar konu sem eg elsk- aði — þeirrar einu konu, sem eg hefi nokkurn tíma elskað í lífinu, og oft minnir svipur þinn mig á hana — þá er unun að lifa — þá finst mér eg vera kominn til hennar. Guði sé þökk fyrir það, að þú hefir ekki neitt af eðli föður þíns — það er eins og það sé stundum gott að vera gerður arflaus.” “Hví hefir þú sagt mér frá öllu þessu nú?” spurði Jón eins og það hefði gripið hann ein- hver grunsemi . “Af því, að nú verður þú að fara tii Southwolds og segja honum, að þú sért sonur hans,” sagði Cobden ákafur. “Fyr léti eg grafa mig lifandi. Hans til- vera hefir enga þýðing fyrir mig aðra en þá, sem svæsinn og ófyrirleitinn óvinur hefir. Hann er þyrnir í sál minni og líkama,” sagði Jón í ofsa geðshræring sem hann var þó að reyna til að dylja. “En þú verður að fara til hans. Hann er kanske ekki að öllu leyti slæmur — hann hefir ef til vill einhverjar góðar taugar og tilfinn- ingar — hann er óefað ekki samanrunninn steinn. Það hlýtur að hafa áhrif á hann að frétta, að þú ert hans hold og blóð. Hann hlýtur að átta sig þá á því sem hann er að gera.” . “Menn eru yfirleitt ekki svo fljótir til að viðurkenna nafnlaus börn sín. Hann mundi þræta fyrir að hann væri faðir minn. Og eg gæti aldrei krafist þess af honum að hann gengist við mér sem syni sfnum. Hann hefir ekki einungis svikið og svívirt mig, heldur móðir mína einnig. Átt þú mynd af móður minni?” “Það er ein í kassanum þarna. Hér er lykillinn.” , Jón opnaði kassan og tók þaðann mynd af konu. IV^yndinn hafði auðsjáanlega verið oft höndum farin og var farin að dofna en mátti þó enn sjá andlit myndarinnar skýrt. Jón athugaði nú með nákvmæni myndina af þeirri konu sem var móðir hans, en sem hann hafði aldrei séð. Nú flaug honum í hug sorgarsagan sem Cobden hafði sagt honum og hatur hans til Southwolds óx hundrað falt. Inst í hjarta sínu hafði hann alla jafna borið þá von, að þrátt fyrir alt, væri hann þó hjónabandsbarn, en nú hafði hann fengið vissu um það, að hnn var “einskis-son” frá siðferðislegu hiiðinni skoðað — skömmin var stórkostleg. Altaf óx hatrið í brjósti hans til Southwolds. Bardaga hugurinn endur- lifnaði og hann strengdi þess heit að hefna móður ’sinnar — rækilega. “Ef eg hefði vitað þetta fyr, þá hefði eg hagað athöfnum mínum á annan veg,” sagði Jón lágt. Cobden tók 'ekki augun af Jóni, hann var að reyna að lesa hugsanir hans, en það var árangurslaust. “Gefðu mér myndina,” sagði hann svo, og er Jón hafði fengið honum hana, setti hann hana undir koddan sinn. “Jón móðir þín var góð kona, en hún sá ekki við slíkum óþokka, sem Southwold var, og er ennþá. Fyrir 30 árum síðan var hann laglegur og mannalegur maður með tungu sem gat mælt eins og konur vildu helst heyra. Ef þú hefðir þekt hann þá, mundir þú eiga hægra með að skilja og fyrirgefa.” “Eg veit að móðir mín var góð kona, og það gerir glæp Southwolds ennþá stærri. Eg hefi aldrei fyr orðið var við sérstaka löngun til að gera öðrum mein. Nú finst mér eg hafa sterka þrá til að — jafnvel misþyrma — ó- þokka þeim, er svívirti móður mína.” “Ef þú aðeins gætir sannað, að hann hafi verið í samfélagi með Mason, að brugga þetta samsæri móti þér, þá hefirðu tækifæri.” “Jafnvel þó Mason segði nú allann sann- leikann — opinberlega — í málinu, mundu menn ekki taka hans orð fram yfir South- wolds orð, sem efalaust mundi þræta fyrir alt og kalla það ósannindi. Eg verð að fara og hugsa þetta yfir nákvæmlega. Mér finst sem hugur minn geti ekki gripið þetta svo í fljótu bragði.” “Eg hefi alia tíma vitað, að þú hafðir þor og dug, drengur minn. Þinn verður sigurinn að lokum.” “Eg veit ekki svo mikið sem hvað móðir mín hét,” sagði Jón alt í einu. “Mirian Stanton. Þú ert vel ættaður frá hennar hlið. Hún og alt hennar fólk var mesta sómafólk í alla staði.’ “Og faðir minn?” sagði Jón og hló lágt fyrirlitningarhlátur. Þú þarft engu að kvíða, fóstri minn. Reyndu að ná heilsu þinni sem fyrst aftur, og þá er alt vel og gott.” “Já, Jón, mig vantar að komast á fætur og hjálpa þér. — Viltu senda Joyce inn til mín þegar þú ferð?” “Hefir hún sagt þér að trúlofun okkar er upphafin? Og nú, þar sem eg veit hver eg er, getur hún aldrei orðið endurnýjuð,” sagði Jón sorgmæddur á svip. “Joyce mun hafa eitthvað, um það að segja,” mælti Cobden og lýsti sér fullvissa í rómnum. Jón kallaði inn í herbergi til Joyce um leið og hann fór ofan stigann, en hann sá hana ekki að því sinni. Svo fór hann til sinna herbergja og var glaður yfir því að vera nú einn. Hann varð að mæta framtíð- inni og horfast í augu við hana. Nú fanst honum engin þörf að halda tilfinningum sín- um innan vissra banda lengur. En hafði það nokkra þýðingu fyrir hann, að hreinsa nafn sitt og mannorð? Jafnvel þó honum tækist það, að fullu, þá hlyti alla jafna vitundin um fæðingu hans að ríkja í huga hans — og kanske annara. — Vitundin um það, að hann var ekkj hjónabandsbarn og nafnlaus. Svipur hans harðnaði og hann kreisti saman varirnar er hann hugsaði til þess að það var faðir hans sem orsakaði honum þessa skömm. Alt í einu greip hann sterk löngun til að fara yfir til Southwold og hella yfir hann allri þeirri gremju sem nú nísti hjarta hans. Að hugsa til þess, að maður eins og Southwold skuli vera faðir hans. Sú byrði bættist á huga hans ofan á alt annað. Þó hafði hann alla jafna langað svo innileg til, að fá að vita hver væri faðir hans, — jafnvel meir en um það, hver væri móði^ hans. RobinHood En eftir alt þá var nú faðemi hans meir tilfinning- ar atriði fyrir hann. Fram- tíðin var aftur á móti það at- riði sem mest var um vert fyrir hann, og sem hann þurfti nú að glíma við. Joyce kom ofan í stofuna til hans. Hún kom á allra versta tíma því Jón var í því skapi og þeim hugleiðingum, að vel mátti vera, að hann — óafvitandi — særði með orðum sínum þá konu sem hann elskaði heitast af öllu í veröldinni. “Hefir frændi þinn sagt = þér það?’ spurði hann hranalega. “Nei, sagt mér hvað? Hvað er að Jón?” spurði hún óttasleginn. “Eg er sonur Southwolds, — og ekki hjónabandsbarn — á ekkert nafn,” sagði Jón nærri æðislega. Hana hnikti við, en hann misskildi það. “Það er ekki ástæðulaust þó þig hrylli við og færir þig fjær mér — afturgengnum út- burði. Það var heppilegt að það var ekki komið lengra milli okkar en var, áður þetta varð uppljóst — um tilveru mína og uppruna.” Honum var það ljóst að hann var ósann- gjarn til hennar og særði hana stórkostlega, samt gat hann ekki sýnt henni neina miskun, eður vægð. Hann var altekinn af einhverri sterkri löngun til að særa og meiða. Hann var rétt í þann veg að halda áfram á sama hátt, er hún kom til hans og lagði handleggina um hálsinn á honum. % “Elsku Jón! Hvað þú hlýtur að líða mikið sálar stríð! Þú ert ekki með sjálfum þér Jón, eða þú mundir ekki tala svona. Eins og mér sé ekki sama hvers son þú ert. Eg veit að þú ert Jón Strand, maðurinn sem eg elska, og tilbið af öllu mínu hjarta. Nú vantar mig meir en nokkru sinni fyr, að þú giftist mér. Skilurðu mig, elsku Jón? Við skulum gifta okkur strax. ,Eg veit að það yrði léttbærara fyrir okkur bæði að bera þá byrði sem þú nú hefir einn að bera. Mig vantar að fá að bera hana með þér, Jón — elsku Jón.” En hann ýtti henni frá sér með hægð og sami hörku og kuldasvipurinn var á andliti hans. “Eg giftist aldrei. Eg er ekki verðugur þess, að vera eiginmaður neinnrar konu. — Nafnlaus útburður,” sagði hann með ákefð en var nú auðsjáanlega, að reyna að stilla feig. “Þú ert sá maður, sem mig vantar. Það gerði engan mun til mín þó þú jafnvel værir sekur um það, sem borið er á þig. Það, að vita að eg væri kona Jóns Strands, gerði mig lukkulega. Það er það eina nafn, sem mig vantar. Jón, elsku vinur minn, eg heM þú skiljir ekki hina virkilegu þýðingu á orðun- um “konu ást”. Sú kona, sem elskar mann af öllu sínu hjarta, er ósjálfstædd áhald þeirr- ar ástar. Fyrir hana er alt annað fánýtt, en sá maður. Allar hennar hugsanir — öll henn- ar gleði og farsæld — alt hennar líf, er bundið þeim manni. Almennings álitið á þeim manni hefir engin áhrif á hana — hún elskar hann þrátt fyrir alt og þráir að geta verið hans hjálp og aðstoð og sýnt honum hluttekningu og umönnun. Það er eiginlegleiki, sem fylgir sannri konu ást, að geta og vilja taka hlut- deild í kjörum og kringumstæðum elskhuga síns — hvort heldur þar er um að ræða sorg eður gleði.” Hún var blíð og ástúðleg og mændi á hann bænar augum. ÉTn tilhugsunin um það, sem Jón hafði þá rétt lært, sjálfum sér við- komandi, gerði hann harðann sem stál. Hon- um fanst að engin blíða eður hlýleiki í við- móti væri til í sínu eðli lengur. Mál hennar og framkoma við hann, hafði ekki minstu á- hrif á hann. Hún stóð og starði á hann bæði undrandi og óttafull. “Jón, það er ekki meining þín að senda mig frá þér þannig?” sagði hún klökk og þreif hendi hans og brá upp að vörum sínum. “Eg verð’ nú að fara. Eg þarf að flytja ræðu í þinginu í dag,” sagði hann, um leið og hann fór og skildi við hana grátandi. Er hann gekk niður tröðina frá húsinu var þar mynda- töku maður frá einu stórblaði borgarinnar og tók mynd af honum. Það kom í huga Jóns að rjúka á manninn og berja hann fyrir það, sem Jón kallaði “persónulegan átroðning og ósvífni.” En skynsemin náði tökum á honum, og lét hann skilja, að hann væri búinn að sýna Joyce nógu mikið mótlæti, þegar hún hefði verið að gera alt sem í hennar valdi stóð til að sýna honum blíðu og meðlíðan, þó hann færi nú ekki að bæta svörtu ofan á grátt með því, að beita ;líkamlegu afli á mann, sem honum kom ekkert við og hann vissi ekkert hver var, annar en myndatökumaður. Eftir að FLOUR « MJÖLIÐ, SEM BÚIÐ ER TIL ÚR BEZTU UPPSKERU VESTURLANDSINS hann hafði gengið nokkurn spotta fóru taugar hans að komast í jafnvægi aftur og hann að geta skoðað hlutina í réttu Ijósi. Hann fann nú með sjálfum sér hversu ákaflega órétt hann hafði gert Joyce, og það greip hann sú hugsun að snúa við og fara heim aftur til hennar. Voðalegt sálarángur hlaut hún nú að líða. “Nei,” hugsaði hann svo. Hún verður að gleyma mér. Hún verður að þekkja mig sem þann mann, sem eg í raunveruleika er — út- skúfaðan og nafnlausan. Það yrði báðum fyrir bestu. Hugsanir hans héldu honum í Ieiðslu eður einskonar draumí. Hann gekk áfram án þess að vera sér þess meðvitandi hvert hann var að fara — óafvitandi tók hann undir kveðju lög- regluþjónsins við þinghús dyrnar um leið og hann gekk inn. En er hurðin féll að staf að baki hans vaknaði hann af þessum dvala og áttaði sig nú verulega á því sem hann sá og heyrði kring um sig. — “Skildi þetta vera f síðasta sinn, sem eg kem hér inn,” hugsaði hann. Svo fór hann að hugsa um þá dag drauma sem hann hafði dreymt innan þessa veggja — þegar hann dreymdi, að síðar í sögu lands og þjóðar yrðí sín minst, sem eins af hinum allra snjöllustu stjórnmálamönnum. Og hann hafði verið að reyna til að sá þáttur sögunnar gæti orðið sem allra fullkomnastur. — En nú. Nú gekk hann þarna inp til þess, að mæta þeim mönnum sem búnir voru að dæma hann sem lands og þjóðar svikara. — Þannig átti þá sá partur sögunnar, sem snerti- hann sjálfann, að Iíta út. En Jón var rólegur og einbeittur á svipinn og í framkomu er hann gekk inn þingsalinn, þó hann yrði þess var, að allra augu störðu á hann. Hvað annað, sem þessir menn kynnu að hugsa um hann, skyldu þeir þó ekki hafa ástæðu til að líta á hann sem hugleysingja er hlypi af hólminum. Forsætisráðherrann var kominn í salinn og hafði tekið sæti sitt. Jón tók eftir því, að svipur hans var allur eftirtekt og rannsakandi augum leit hann kringum sig í salnum. Jóni fanst, sem hann hefði meiri ástæðu nú en nokkru sinni fyr, að veita þessum manni sérstakt athygli og eftirtekt. Nú í fyrsta skifti leit hann þennan mann sem föður sinn, áður hafði hann litið á hann einungis sem stjórn- málamann. Hann gat ekki annað en dáðst að því, hvað faðir hans var líkamlega vel bygður og fyrirmannlegur á svipinn. Hann undraði það ekkert þó hann hafði verið kjör- inn leiðtogi þess pólitízka flokks sem hann fylgdi að . málum. “Hvernig gat þessi maður verið sekur um vélræði og samsæri gegn saklausum manni.—Og hvernig gat hann haft það á samvizkunni að vita að hann hafði eyðilegt líf saklausrar. konu, og sama sem borið út sitt eigið barn — kastað því upp á náðir hins kaldlynda og harðúðuga heims. Nú mundi Jón eftir því, hvað Southwold hafði oft haft orð á því, að honum félli hann vel í geð að mörgu leyti. Jón brosti illúðlegu brosi að þessari hugsun. Eins og fyrri daginn voru sætin á báðar hendur við Jón, auð. Morrison kom inn og gekk rakleitt til Jóns. “Góðann morgun, hr. Strand,” sagði hann og rétti Jóni hönd sína. Jón roðnaði í andlitið — hann átti ekki von á svona happlegheitum frá nokkrum manni þar inni, svo tók hann í hönd hans vingjarnlega og bauð honum góðan morgun. Morrison tók svo sæti hjá flokksmönnum sínum þar sem hann hafði setið síðast. Augnabliki síðar reis Jón úr sæti sínu. “Herra þingforseti!” byrjaði hann. “Mig langar að biðja þingheim um fárra mínútna á- heyrn meðan eg útskýri mál nokkurt er mig sjálfan snertir, að mestu leyti, sem þingmann hér á þingi.” Það lýsti sér dálítill óstyrkur í rödd lians, og dauða þögnin sem ýarð í salnum er hann stóð á fætur, átti illa við hann. Hann náði fljótlega valdi yfir tilfinningum sínum, en ein- lagt var hann sér þess meðvitandi, að hann var að tala við menn, sem alla reiðu höfðu uppkveðið sinn dom yfir honum og — dæmt hann seka^nn.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.