Heimskringla - 22.11.1933, Page 1

Heimskringla - 22.11.1933, Page 1
D. D. Wood & Sons Ltd. Verzla með ryklaus kol og kók. “Þeir hafa lagt til hitann á heimilunum í Winnipeg síðan ’82” Símar 87 308—87 309 D. D. Wood & Sons Ltd. Einka útsölumenn í Winni- peg á hinum frægu “Wild- fire” kolum er ábyrgst eru hin beztu. Símar 87 308—87 309 XLVIII. ÁRGANGUR. WINNIPEG MIÐVIKUDAGINN 22. NÓV. 1933 NÚMER 8. FRÉTTIR bandaríkin viðurkenna Rússland Að undanteknum Will Rogers, munu fléstir líta svo á, sem Canada °S Rússlands komin í nokkur tíðindi hafi gerst s. 1. ur heim vegna tilrauna hans að útbreiða kommúnisma. Þetta átti sér stað á árum King-stjórnarinnar í Canada. Þegar Bennett-stjórnin kom til valda voru viðskiftin milli föstudag, er Roosevelt forseti tilkynti, að Bandaríkin hefðu viðurkent Rússland. Þó ýms lönd hafi áður gert eamninga við Rússland, hafa Bandaríkin ekki verið fús til þess. Eru nú full 16 ár síðan þau hafa nokkuð haft saman við Rússland að sælda. Eins og kunnugt er, sendi Roosevelt forseti Rússum skeyti fyrir nokkru um að senda full- trúa á sinn fund til þess að í- huga þessi mál. Sendi Soviet- stjómin Maxim Litvinoff utan- ríkisráðherra til Bandaríkjanna. Hefir hann á aðrá viku setið á ráðstefnum með Roosevelt for- seta og stjórn hans. Er árang- nrinn af því sá, að samningar hafa verið gerðir milli land- anna. Samningarnir eru vanalegir þjóðasamningar. Þeir snerta bæði stjórnmál og viðskifti. Sendiherrar hafa þegar verið skipaðir af hálfu beggja þjóð- anna. Pjögur má telja aðal-atriði samninganna. Snerta þau gaml- ar skuldir, trúarbragða fresli, að tilraunir til að útbreiða kommúnisma séu lagðar niður af hálfu Rússlands, og vernd stjórnar þjóna hvors landsins sem er. Skuldir landanna fyrir bylt- inguna í Rússlandi, er haldið að verði látnar jafna sig að svo miklu leyti, sem stjórnimar fá við þær ráðið. Trúarbragða- frelsi lofar Litvinoff Bandaríkj- unum svo langt sem stjórnar- skrá Rússlands leyfir. Bætir hann því við, að sögurnar um trúarbragða ofsóknir í Rúss- landi séu ýktar. Um vernd bandarískra þegna í Rússlandi stendur í samningunum, að ef við lögin verði brotlegir, hafi þeir rétt til, að biðja um þá vörn, er þeir æski (to be repre- sented by counsel of their choice). Er haldið að Bretum finnist ekki til um þetta, svo ólíkt sem það er því, er fram kom gagnvart berzku þegnun- um, er unnu fyrir Metro-Vickers félagið í Rússlandi. Og við út- breiðslu kommúnismans hefir Roosevelt forseti reist þær skorður f samningnum, að eng- in þjóð er samning hefir áður gert við Rússland, hefir eins orðið ágengt í því efni. Þeir sem samningana hafa séð segja, að ef gera ætti stranglega upp reikninga, hafi Litvinoff heldur orðið fyrir hall- anum. En margt eða flest í þeim, sé þó svo rýmilegt á báð- ar hliðar, að auðséð sé, að hvor þjóðin um sig hafi viljað vera sem sanngjörnust. Báðir aðal-höfundar þessa samnings, Mr. Litvinoff og Mr. Roosevelt, minnast á að með samningunum álíti þeir stórt spor stigið til verndar friði í heiminum. mola. Og á kreppuárunum hafa þau ekki batnað neitt. Þó Canada-stjórn viðurkenni því Rússland, er þó um lítil við- skifti að ræða milli landanna. Veldur þar eflaust nokkru um, að til þess að af þeim gæti orðið, þarf Rússland á meiri fjárlánum að halda, en Canada má við að veita. Að samningur Bandaríkjanna við Rússland hafi nokkur á- hrif á Canada, verður ekki séð að svo komnu. Japan er sagt, að h'ti ekki á þennan samning milli Banda- ríkjanna og Rússlands sem sér neitt óvinveittan. Það skoðar það hafa verið vinarbragð af Bandaríkjunum, að fara með flotan af Kyrrahafsströndinni til austur strandarinnar. Og það telur hvorutveggja þjóðina, sem vinaþjóð sína. Að því sé vel við her Rússa í Mansjúríu, er þó erfitt að skilja, úr því þeim var illa við flota Bandaríkjanna á vestur ströndinni. Japönum verður ekki brugðið um það, að þeir kunni sig ekki. En að því sleptu, er það alls ekki ómögulegt, að samningur Bandaríkjanna við Rússland dragi úr vígamóðnum í Asíu. * * * Rúnasteininum stolið Rúnasteininum sem nýlega fanst hjá Sandy Hook, hefir verið stolið. Þess eins urðu sérfræðingarnir vísari, er síðast liðinn laugardag fóru frá Win- sínu og á meðan hann var að afhenda þinginu ræðuna, var hrópað úr hópi þingmanna: “Þetta -er alt saman háborin skömm — á sama tíma og fjöldinn sveltur—að lifa á auði, sem almenningur framleiðir.” Maðurinn, sem orð þessi mælti, var McGovern þingmaður frá Glasgow, alkunnur æsinga- maður. Hann var einu sinni rekinn af þngi fyrir ærsl og ó- læti og greip þá veldisprotann í hendur. í Glasgow var hann og eitt sinn hneptur í varðhald fyrir hávaða og gauragang. Konungur leit til hans ,en lét þó sem ekkert hefði í skorist. Drotnngin og Prinsinn af Wales er við hlið konungs sátu létu ekki á sér bera, fremur en þau hefðu ekki heyrt hvað fram fór. Og þingsetningunni lauk sem vanalega. Þedr sem næstir McGovern sátu, svo sem Lady Atsor o. fl. reyndu að þagga niður í honum, en það kom fyrir ekki. Við blaðamenn sagði McGov- ern á eftir, “að hann hefði ekki getað að sér gert, er hann hefði litið þessa “sýningu” (og átti þar við konungsfólkið, lávarð- ana, biskupana, ráðgjafana og fleiri stórmenni, er á ræðupall- inum var), að láta hugsanir sín- ar í Ijós. Þær hefði mátt til að brjótast út í orðum.” Þetta er sagt að sé í fyrsta skift( í síðari tíma sögu(modern history) sem hin mikla þing- setningar-athöfn hefir verið trufluð. Ekki er haldið, að þessu verði neitt frekar sint. Að það kom fyrir í lávarðadeildinni og á þessum tíma þykir auðvitað miklu viðurlita meira, en þó eitthvað svipað hendi í neðri deild þingsins. En McGovern 17 um þau þrjú sæti sem þar eru laus. í þriðju kjördeild sækja sjö. Um stöðurnar í skólaráðinu sækja 18 alls, eða 6 í hverri kjördeild. Níu verða kosnir, þrír í hverri kjördeild. Fimtíu og einn alls sækja því um stöður í bæjarkosningum. En stöðurnar eru ekki nema nítján. Það hljóta því nokkuð margir að verða fyrir vonbrigð- um daginn eftir kosningarnar, því allir búast þeir við að verða kosnir. Kreppan virðist ekki | hafa gert menn svartsýna. Og fjárhagserfðileikar bæjarstjórn- arinnar vaxa mönnum auðsjá- anlega ekki svo í augum, að þeir virðist neitt smeykir við að færast þá í fang eða glíma við þá. Mætti þó ætla, að vandi I fylgdi vegsemd þeirri, að stjórna | á þessum tímum. * * * nipeg norður til Sandy Hook, til ai rannsaka rúnaletrið. Allur var samt leyft að fara óáreitt- Með þessari viðurkenningu Bandaríkjanna á Rússlandi, er nú samband þeirra við Rússland hið sama og verið hefir milli Canada og Rússlands síðast lið- in 8 ár. Með þeim samningum var ætlast til, lað þjóðimar fekiftust á sendiherrum. Til Moskva var þó ekki sendiherra sendur frá Canada, en Rússar sendu sinn hingað. En að því kom þó brátt, að hann var send- hafði stéinninn ekki verið num- inn á brott, en sá hlutinn, er rúnirnar voru á, var horfinn. Leit út fyrir að þrír eða fjórir menn hafi bisað steininum burt af akrinum á sleða (toboggan) út á þjóðveginn, en þar hafi hann verið látinn í vörubíl og skotið undan. * * * Eignir Einsteins teknar Stjórnin á Þýzkalandi “dæmir rétt að vera” að vísindamaður- inn Albert Einstein og kona hans hafi fyrir gert rétti til eigna sinna og að ríkið slái þar af leiðandi eign sinni á þær hvort sem eru í löndum eða lausum aurum, bankafé eða verðbréfum. Einstein var, sem kunnugt er, kæröur af nazistum fyrir að vera kommúnisti, og bækur hans voru teknar og brendar 5. maí. Flúr/ (Kivusbein þá til Belgíu. Þaðan fór hann til Englands. Nú er hann kennari við háskólann í Princeton í Bandaríkjunum. * * * Þingið á Bretlandi kemur saman Þingið á Bretlandi kom sam- an í gær. í hásætisræðunni, er konungur las við þingsetning- una sem fram fór í lávarða- deildinni, var þess minst, að á árinu sem væri að líða, sælist nokkur merki þess, að tímar væru að batna. Ennfremur var álierzla lögð á friðarmálin og von látin í ljósi nm, að Al- þjóðafélagið yrði stutt svo af öllum þjóðum heimsins, að því yrði sem mest ágengt í starfi sínu að alheimsfriði. Þó þingsetningin færi fram með hátíðleik og spekt, kom þó óvanalegt atvik fyrir við hana. Hæstu lífsábyrgðir Ameríski auðkýfingurinn — Wanamaker hefir látið líf- tryggja sig fyrir 7,500,000 doll- ara, kvikmyndakóngurinn Jesse L. Lasky fyrir 5 milj. dollara, ! Frank P. Book hótel-eig. fyrir sömu upphæð og Pierre S. du ! Pont, fyrir 4 miljónir. Tólf aðrir auðkýfingar hafa látið Hf- tryggja sig fyrir 3 milj. dollara. Pierpont Morgan er líftrygður jfyrir 2,750,000 dollara: Hann I er svo lífhræddur að hann hefir lífvörð um sig nótt og dag. FRA fSLANDI Tveir íslenzkir prófessorar í Stokkhólmi Sigurður Nordal prófessor er nú í Stokkhólmi og heldur þar fyrirlestra við háskólann um nokkrar Islendingasögur. Mun hann verða þar til hátíða. Að- Nýfundnaland á |sókn að fyrirlestrum Nordals heljarþröminni ihefir verið mjög mikil, hafa þeir Út úr fjárhagsvandræðum Ný-. vakið mikla eftirtekt, og miklar fundnalands, var fyrir nokkru umræður meðal háskólastúdent- skipuð konungleg nefnd til að ,anna- Halldór Hermannsson, rannsaka hag landsins og leggja t sem nokkur ár hefir verið pró- til hvað gera skyldi honum til!fessor 1 Vesturheimi er nú einn' bjargar. Hefir nefndin nú lok- 1 Stokkhólmi og er þar að ið starfi. Sér hún enga leið tillrannsaka Sömul íslenzk handrit að halda áfram eins og nú erlá Konung\ega bókasafninu, en þar eru nokkur mjög merk ís- lendingasöguhandrit. í Uppsöl- um mun hann einnig dvelja nokkuð og verða við handrita- rannsóknir á háskólasafninu þar. í því er geymt eitt elzta handrit, sem til er af Heims- kringlu og telja sumir vísinda- menn, að Snorri sjálfur muni um með öðrum þingmönnum fram í neðri deildar þingsal. * * * Frá Ottawa í ræðu er forsætisráðherra R. B. Bennett hélt s. 1. mánudag í útvarpið, gat hann þess, að stjórnin væri ákveðin í því, að stofna miðstöðvunarbanka og lög og reglugerð fyrir bankann yrði samin á næsta þingi. í öðru lagi gaf hann í skyn, að með vorinu yrði byrjað eins fljótt og unt væri á mikilfeng- legu starfi ,er stjórnin ætlaði að ráðast í til þess að afla mönn- um atvinnu. Ennfremur kvað hann svo mikinn gullforða stjórnarinnar, að gefa mætti út peninga svo að næmi $279,600,- 000. og gullbakhjarlinn yrði samt 25 cents. Þar sem krepp- an virtist vera að réna, og hag- ur landsins væri sá, að allar bjargir væru ekki bannaðar, virtist ekki frágangsök, að fær- ast meira og meira í fang. * * * Bæjarkosningarnar í Winnipeg fara fram föstudaginn 24. nóv. Aldrei hafa eins margir sótt um stöður í kosningum í þess- um bæ, sem þeim, er fara fram næstkomandi föstudag. Um borgarstjóra stöðuna sækja þrír. Eru þeir: Ralph H. Webb, fylkisþingmaður og nú- verandi borgarstjóri. John Queen fylkisþingmaður og leiðtogi óháða verkamanna- flokksins í Manitoba. M. J. Forkin, er tilnefningu hlaut hjá flokki þeim er nefnir sig United Front Workers og sem er kom- múnista flokkur. Um bæjarráðsstöðurnar sækja alls 30. Níu alls, eða þrír í hverri deild eru kosnir. Sækja 6 fulltrúaefni í fyrstu kjördeild. gert. Lgggur hún því til, að núverandi stjórnskiplag sé lagt niður, en í þess stað sé skipuð sex manna nefnd, er opinber störf annist. Skuld landsins telur nefndin svo mikla, að þjóð- in geti aldrei greitt hana. Kenn- ir nefndin óframsýni stjórnanna hverri fram af annari um það. Telur þær hafa verið eyðslu- jafnvel hafa skrifa® samar og bruðlað fé í flokks- menn sína langt fram yfir það, er landið mátti við. Flokks- stjórnar-vélin hafi verið orðin sterkari en svo, að við hana hafi nokkuð ráðist, sami flokk- urinn farið of lengi með völd. Ljót saga. En á sér samt sem áður víðar stað en á Nýfundna- land. Um leið og konungur laúk máli í annari kjördeild sækja aftur Þrír af þessum sex mönnum sem nefndin leggur til að taki við stjómarrekstrinum, ætlast hún til, að séu frá Bretlandi, en þrír frá Nýfundnalandi. Með því þykist nefndin viss um, að Bret- ar sjái fjárhagnum borgið og viðskifti og framleiðsla muni að minsta kost halda í horfinu, ef ekki batna, því Bretinn sé líklegri til að útvega landinu fiskimarkað bæði í Suður-Ev- rópu og Suður-Ameríku, en því hefir sjálfu hepnast. Að Nýfundnaland sameinist Canad og verði eitt af fylkjum þess, er sagt að íbúunum sé ekki gefið um. Ennfremur leggur nefndin til að Nýfundnaland haldi sínum hluta af Labrador, en selji hann ekki. Ef þjóðinni þykir ekki að- gengilegt, að gefa sig Bretlandi á hönd, að því leyti, sem farið er fram á í nefndarálitinu, bend- ir nefndin á nokkrar leiðir er hún telur að til bóta yrðu at- vinnuvegi og viðskiftum lands- ins, enda þó hún sá efins um hversu auðvelt yrði að koma þeim á, þar sem til þess þurfi fé, er erfitt muni að fá, eins og hag landsins sé komið. Og seinunnari bjargráð hyggur nefndin það verða, en að fela nefnd eftirlitið um ákveðinn tíma, eða þar til landið er fært um að bera stjórnarkostnað sinn. Þingið í Nýfundnalandi kem- ur saman 27. nóvember til þess að íhuga og ráða fram úr hvað gera skuli við þessar tillögur konunglegu nefndarinnar. GuSmundur Kamban Nýlega kom út í Kaupmanna- höfn ný skáldsaga eftir Guð- mund Kamban og heitir hún “30. Generation” (Þrítugasti ættliðurinn). Kamban segir svo frá, að skáldsagan gerist í Reykjavík nú á dögum og lýsi lífinu eins og það sé nú á ls- landi. Það fólk, sem nú sé milli 20 og 35 ára, sé 30. ætt- liðurinn frá Ingólfi Árnarsyni. Sagan nær til þess er Balbo kom til íslands. UM ULLARIÐNAÐ íslendingar! Greiðið atkvæði með Mr. Paul Bardal við kosn- ingarnar 24. nóvember. ir spánskir hrútar, sem áttu að notast til kynbóta, en upp úr því hafðist lítið annað en fjár- kláðinn. Aftur á móti hafa bændur hér norðanlands a. m. k. lagt mikla áherzlu á að fá sauðféð sem grófullaðast, með mikinn og sterkan toglagð. Hef- ir þeim fundist slíkt fé gefa mesta ullarþyngd, og það fé að öllum jafnaði hraustara en fín- ullaða féð. Það hefir því verið stefnt í þveröfuga átt hvað snertir ræktun nothæfrar ullar. Nú er það svo, að útlit og gæði hverrar vöru fer að miklu leyti eftir því hráefni, sem í hana er notað. T. d. er ekki hægt að búa til postulin úr efni því, sem notað er í jurtapotta eða þakhellur, og er þó hvort- tveggja efnið leir. Hið sama er að segja um hinar ýmsu tegund- ir ullar, að þær eiga varla ann- að sameiginlegt en nafnið. Skoði maður góða útlenda ull, t. d. Ástralíu ull, þá sér maður fyrst og fremst að hún er alveg toglaus, öll hárin í ullarlagðin- um eru alveg jafnlöng og ná- kvæmlega jafngild og jafn- hrokkin eða liðuð. En þetta eru eiginleikar sem Iiafa geysi- mikla þýðingu við dúkagerðina. Vegna þess að hárin eru öll eins hrokkin og jafngild, þá vinna öll hárin saman í þræðin- um. Þótt búið sé að spinna hárin saman í þráð, þá kippa þessir fíngerðu liðir á hárinu þræðina saman, svo að hann verður teygjanlegur. Sama er að segja þótt búið sé að vefa Frá upphafi íslandsbygðar og fram á vora daga hafa lands- menn sjálfir unnið úr íslenzku ^ þráðinn í dúk, hárin halda altaf ullinni það sem þeir hafa þurft til fatnaðar sér frá inst til yst, nærfatnað, sokka og yfirfatn- að, og um eitt skeið mun inn- lend vefnaðarvara hafa verið aðal- útflutningasvra lands- manna, og mun íslenkur ullar- iðnaður þá hafa staðið jafnfæt- is ullariðnaði nágrannaland- anna. En svo stóð íslenzk ull- arvinsla í stað fram á daga Skúla Magnússonar landfógeta, en honum tókst eins og kunn- ugt er, að innleiða hér á landi ný tæki og aðferðir, sem voru miklu hraðvirkari og betri en áður höfðu þekst hér á landi. En við þetta sat svo aftur ó- breytt þangað til nú fyrir 40 —50 árum, að farið var að gera tliraunir með að kemba ullina í vélum, og svo litlu seinna, um aldamótin, að stofnaðar voru fyrstu klæðaverksmiðjurnar. þessum eiginleika og gera dúk- inn voðfeldan og teygjanlegan, þessvegna halda föt úr slíkum dúk miklu Uetur laginu heldur en föt úr íslenzkri ull. Leggi maður t. d. buxur úr þessum dúk saman að kvöldi, sem feng- ið hafa stóran hnépoka yfir daginn, þá er hnépokinn venju- lega alveg horfinn að morgni. Þetta er máttur samvinnunnar hjá ullarhárunum. Sé nú aftur litið á íslenzku ullina, þá gætir mest toglagð- arins. Hjá ullariðnaðarmönnum erlendis eru toghárin ekki talin ullarhár, vegna þess að þau eru bygð á alt annan hátt en þau eiginlegu ullarhár. Þau eru í fyrsta lagi mikið grófari heldur en ullarhár og mikið lengri. Þau eru nærfelt liðalaus og stíf og hárflísarnar, sem hárið er bygt úr, em alt öðru- En meðan alt sat í sama far- vísi og á annan veg fyrirkomið inu hér á landi, urðu stórstígar j í toghárinu en í hinum eigin- framfarir í ullariðnaði erlendis, legu ullarhárum. Nú er ekki nóg ekki aðeins með bættum vélum, með það, að toghárin séu svona heldur máske miklu fremur í1 frábrugðin hinum eiginlegu ull- ræktun ullarinnar. arhárum, heldur bætist það við, Hér á landi hefir sára-lítið að þau eru ákaflega sundurleit verið unnið að því, að bæta ullina, að undanteknu því, að inn voru eitt sinn fluttir nokkr- innbyrðis bæði hvað lengd og gildleika snertir. Þau eru því Frh. á 4. bls.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.