Heimskringla


Heimskringla - 22.11.1933, Qupperneq 3

Heimskringla - 22.11.1933, Qupperneq 3
WINNIPEG, 22. NÓV. 1933 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA. GLOKOLLUR Eg er kominn af fátækum leiguliðum í litlu koti til fjalla. — Eg ólst upp við gleðiblæ sumarsólar og sársauka vetrarmjalla. — Eg var kotungsbarnið með konungsdrauminn, sem kaus sér jörðina alla. En ætt mín var lömuð af kulda og kvíða og kramin af alda-pínum. — Og stundum hafði hún örmagnast undir þeim örlagakrossi sínum. — Það er öldungis víst, að sá arfur leynist í æðum og taugum mínum. Eg finn, að eg hefi þann djöful að draga, sem dauðann í kynið festir. ... 1 þrotlausa baráttu karlar og konur komu og fóru — sem gestir, er leituðu að brauði, er leituðu að guði, en lentu í ógöngum flestir. Og heilinn varð rýrari og hjartað veilla, en höndin loðnari og þyngri. — Það var kuldabólga í kreptum tánum og kartnögl á mörgum fingri. — Sú bölvun varð aldrei borin til grafar, — hún birtist á ný í þeim yngri. Hún birtist sem vanmáttur instu óska og æðstu drauma og vona. Hún birtist sem hikandi og hálfur maður, sem hrædd og móðursjúk kona. Hún birtist sem hégómi í hefð vorra dætra og hræsni í tign vorra sona. Eg finn það------eg finn að í blóð mitt er blandað því böli, er feðuma þjáði, að fortíðin læðist sem lymskur draugur í lýðbarnsins framtíðarráði, að samtíð mín berst við hervædda hátign, sem hugleysið forðum dáði. Eg reisti í sál minni söngvaskála við sólheiði blárra fjalla. — En þegar eg stóð svo í stríðinu sjálfú og stoðirnar tóku að falla, var kaupmenskan fíknari í kotungseðlið en konungsdraumana alla. Og nú er eg orðinn fátækur faðir, sem finnur til sárra meina. — Eg geng nú um eins og göbbuð skepna, — eg gaf mitt brauð fyrir steina. . . . Að gæla við hár þitt, Glókollur litli, er gleðin mín stóra og eina. Þú svífur um gólfið, svo saklaus og kátur, þú syngur og æpir og þylur. — Og vesalings hornið þitt skrítna þú skemmir og skel undir fætinum mylur. — Þú býrð þínum gullum alls konar örlög, sem enginn í heiminum skilur. . . . Eg sé, að þú vilt verða stór og sterkur og standa á sjálfs þín grunni. Eg finn að þú hneykslast á hverri snupru, sem hrýtur af föðurmunni, og metur einkis þá ágætu leika, sem afi þinn forðum kunni. Þú vilt ráða sjálfur — og fá að fljóta í farveg með nýjum straumum. — I augum þér brennur æskunnar hatur gegn öllum svipum og taumum. — Þú ert feiminn snáði á fjórða ári, — en fullur af konungsdraumum. Og hvað mun svo bíða þín, barnið góða? Mun blóðskuldin ná þér líka? Mun illgresið kæfa annan eins fögnuð og uppræta fegurð slíka? Mun andúðin varpa erginnar fölva á augað þitt geislaríka? Þú byltir.þér nú í barnslegri ákefð, — þú brýtur, hnoðar og mótar. Mig hlægir það oft, hvað þinn hugur er fleygur og hendurnar þínar fljótar. — En máske finst öðrum minna til koma og myndirnar þínar ljótar. . x . Þegar þú stendur í stríðinu síðar, á styrk þinnar orku mun reyna. — Þegar heimurinn býður hrekk fyrir alúð og heimtar brauð fyrir steina, þá vitnast, hvort þrælsmörk alda-arfsins í anda þínum sér leyna. Skyldirðu gugna — og kjósa að kúra í kúgarans harða banni, þar sem áhuginn fellur í myglumókið, og mátturinn blundar í ranni, —þar sem vonleysið skygnist um skakka bekki, og skapar sér dýr úr manni? Eða skyldirðu harðna — og kjósa að kvika í konungs og biskups leyfi, þar sem skinhelgin glefsar í eldmóð andans, eins og úlfur í suðarreifi, — þar sem peningsins velta er pistill dagsins og postulinn — “herra greifi”? Átt þá að verða öreiginn magri, sem ýfist í köldu hreysi, og verður að una við óloft og raka, þótt aðrir sér hallir reisi, og deila við guð sinn um dropann og bitann í drepandi sólskinsleysi? Eða átt þá að verða ýstrubelgur í óhófsins glæsta stræti, með ögrandi tómleikann undir niðri, en (o’n á tilbúna kæti, og stíga þar danzinn með dauðu hjarta, við dillandi skrípalæti? Öll framtíðin hlustaði og horfði til sólar, er hlóst þú í fyrsta sinni . Hún sá einn hinn dýrasta draum sinn rætast í dáðfúsri barnslund þinni. . . . Nei, Glókollur, — aldrei mun ógæfan níðast á einu voninni minni. Þú verður að sigra öskuna og eitrið, sem inn í hvert hjarta sér smokkar. Þú verður að rísa gegn öllu, gegn öllu, sem andann til værðar lokkar. Þú verður að kljúfa krossinn — og bjarga konungsdraumunum okkar. og stafadeilingu, sem tíðkast í ýmsum meginlandsríkjum Er- rópu. Bandaríkja aðferðin er talin að vera hin lengri; en mér kemúr svo fyrir oft og tíð- um við lestur ýmsra ritgerða og fregna, að styttri aðferðin sé þar, ef til vill, fult eins algeng eða jafnvel einvörðungu við- höfð. Til skýringar á mun þess- um verður ein biljón eftir enskri og ísl. reglu talan 1 og 14 núll, en eftir frönsku reglunni 1 og 11 núll. Enska myndin verður þá þannig: 100,000,000,000,000; en franska myndin 100,000,- 000,000. Þegar um háar tölur er að fjalla, les maður línuna fyrst aftan frá og setur tölu stafi (til minnis) yfir hvern talnaflokk þ. e. a. s. 3 eða 6 hvern staf, eftir því, hvort fara skal eftir styttri reglunni, eða hinni lengri, og eru minni stafirnir byrjaðir við miljón. Lesum því þannig (aftur á bak) ofannefnda töluhæð eftir ísl. reglunni: eining-tugur-hundruð- þúsund-miljón, þúsund-miljónir, biljón. En styttri reglan sleppir þúsund-miljón og setur biljón í staðinn. Eins og áður var sagt, ber ekki tölunum í skýrslubrotinu saman hverri við aðra né heldur við lesreglurnar, styttri né lengri. 76 og 18 núll: 76,000,- 000,000,000,000,000. Þetta gerír aðeins 76 triljónir þús.-biljón- ir, þúsund miljónir; en ekki quintiljónir eftir lengri úrlestr^' inum, en 76 quadriljónir eftir styttri aðferðinni. Skýrslan seg- ir og, að 114 með 22 núllum geri septiljónir. Setjum þessa tölu upp og lesum eftir styttri reglunni, svo færri stafi þurfi í hvern töluflokk eftir eina mil- jón: 1,140,000,000,000,000,000,- 000,000, sem verður rétt eftir styttri reglunni en aðeins 1,140 quadriljónir eftir gömlu, ís- lenzku aðferðinni. Til skýring- ar lengri útlesningunni fyrir ó- vana skulum við setja töluna 1. í staðinn fyrir 3-hvert núll aft- an frá og lesa svo úr tölunni 114 með 22 núllum með lengri aðferðinni: 1,140,100,100,100,- 100,100,100,100. Þetta verða þá eitt þúsund, eitt hundrað quad- riljónir, eitt þús., eitt hundrað triljónir, eitt þús — lOObiljónir, eitt þús. — 100 miljónir, eitt þús., eitt hundrað. Setjum nú UPP til gamans eina septiljón eftir lengri reglunni, sem verður 7 6 1 í tölu og 42 núll: 1,000,000,- 5 4 3 2 000,000,000,000,000,000,000,000,- 1 000,000,000,000. Stafirnir yfir tölu flokkunum (denomina- tions) þýða, aftan frá lesið, miljón (1), biljón (2), triljón (3), quadriljón (4), quintiljón (5), sextiljón (6) og septiljón (7). Því miður hafa íslendingar aldrei vanið sig við að lesa há- ar tölur og viðhafa ísl. flokka- nöfn heldur ætíð latínsku nöfn- in, og það eins þótti ekki kynni þeir nokkurt annað orð í því máli. Vel mætti þá nefna þessi ávkæði t. a. m. þannig (en nota þó miljón áfram í sametn- ingum): þúsund þúsunda (eða til styttis: þús-þúsund) sama sem miljón; tví-miljón (biljón, þrímiljón( triljón), fjór-miljón (quadriljón), fimm-miljón (quin quiljón eða quintiljón) o. s. frv. Forsendur latínsku nafnanna tákna, eins og hér var sýnt, gildis stöðu hvers tölu flokks fyrir sig, tengdar latínu orð- inu “millio” (þúsund þúsunda). Hver, sem vanur er lestri hárra talna, getur eftir ofan- settum reglum ætíð gripið rétt úrlestur línu, sem í eru jafnvel 100 stafir eða meira svo að segja hugsunarlaust, sé línan kommuS rétt og minnistölurnar upp yfir rétt settar. Þessar smáu tölur uppyfir þýða hið sama hvort sem lesa skal eftir styttri reglunni eða lengri. Það er annars ekki neitt krakkaglingur þetta alheims- —Iðunn stærðar mál! Það hefir auk heldur þótt sannað, að með ný- tíma sjónauka sé fundnir 76,000 aðrir “alheimar” fyrir utan þetta litla kríli sem við elsk- umst og rífumst á. Því segi eg það! Það eru ekki landþregslin í veröldunum ennþá sjáanleg. Gallinn á þessum geysi háu tölum er það, að sannað þykir að því hærri sem þær eru, fyr- ir ofan miljón, því ónákvæmari og óábyggilegri séu þær, með öðrum orðum: því vitlausari! Samt eru þær aðallega vísinda- leg uppgötvun og vísindunum nothæf að mestu. ANNIE BESANT Eftir Kristínu Matthíasson Sú fregn barst um allan heim með símanum að kvöldi dags 20. sept. s. 1., að dr. Annie Bes- ant hefði látist að heimili sínu í Adyar á Indlandi þá um dag- inn. Þessi fregn kom ekki á ó- vart þeim, sem til þektu, því að síðastliðin tvö ár hefir hún ver- ið frá allri vinnu og undanfarna mánuði alveg rúmföst. En samt sem áður er hér um merkan viðburð að ræða, því með henni er horfið burt úr þessum heimi eitt af áhrifámestu stórmenn- um nútímans og með lífi henn- ar lýkur óvenju viðburðaríkum sjónleik á leiksviði lífsins. Jafn- vel hér úti á íslandi hefir hún haft gagntakandi áhrif á líf margra manna — og mun það réttur dómur, sem merkur rit- stjóri amerískur feldi um hana fyrir fáum árum, að hún væri ein af tíu áhrifamestu konum heimsins, sem hann nafngreindi. Æfiatriði hennar voru mörg- um kunn hér á landi, því rit- gerðir um hana hafa birst í tímaritum og blöðum hér oftar en einu sinni. Þó skal hér get- ið um þau helstu. Annie Besant var fædd í Lun- dúnum af írskum foreldrum. — Taldi hún sig ekki enska, heldur írska og sagði ætterni hennar til sín í skapgerð hennar, hnitti- legum tilsvörum, skáldlegri hug- kvæmni og því, hve fljót hún var til andsvara. — Á unglings- árum var hún mjög hneigð fyrir guðrækilegar íhuganir, en síðar, þegar henni óx vitsmunaþroski, gat hún hvorki felt sig við ó- samhljóðan guðspjaTlanna né kennisetningar kirkjunnar. Var það enginn vantrúarvottur, held ur skilningsþrá einlægrar sálar, sem ekki gat felt sig við blind- an átrúnað, en krafðist þess, að játningar trúarinnar gengi ekki í berhögg við vit og skilning. Það var ósamræmi kristinna trúarsetninga, sem varð þess valdandi, að hún gerðist frí- hyggjumaður. — Barðist hún um tíma í hópi merkra samtið- armanna á móti öllu ófrelsi og þröngsýni í trúarefnum. Vakti hún mikla athygli á Englandi á þeim árum, sökum glæsilegrar málsnildar sinnar — en einnig vegna þess, að hún andæfði ríkjandi skoðunum Viktoríu- tímabilsins og þá þótti slíkt ó- viðeigandi af konu. Hún varð því fyrir miklum ofsóknum og hugraunum vegna víðsýni sinn- ar og hugdirfsku. Árið 1879 tók hún að stunda nám við Lundúnaháskóla og tók þar próf við góðan orðstír. Eftir það fór hún að flytja fyrir- lestra um vísindaleg efni fyrir verkmenn í Lundúnaborg. Ár- ið 1885 er hún farin að vinna að því að endurbæta kjör og ment- un verkamanna ,og var þá sam- verkamaður ýmsra þekktra manna, svo sem Bernard Shaw, Sidney Webb, Ramsay Macdon- ald, o. fl. Það, sem næst markar tíma- mót í lífi hennar er, að hún fer að gefa sig við rannsóknum á draumalífi, dáleiðslu og spirit- isma. Var hún þá í nánum kunningsskap við W. T. Stead. Afleiðing af þeim rannsóknum varð, að henni þótti efnishyggja vísindanna ekki ná yfir allar staðreyndir ,eins og þá horfði við — en hana vantaði enn lykil að ráðgátum tilverunnar. — Þegar hún kyntist ritum H. P. Blavatsky og litlu síðar henni sjálfri, þóttist hún hafa fundið þann lykil. Sá viðburður ger- breytti lífi hennar og gerðist hún lærisveinn H. P. Blavatsky í dularvísindum. Starf hennar meðal guðspeki- nemenda er mörgum kunnugt. Þegar Olcott ofursti féll frá ár- ið 1907 ,var hún kjörin forseti Guðspekifélagsins til sjö ára og hefir verið endurkosin þris- var sinnum síðan. Henni tókst að framsetja hina torskildu heimspeki guðspekilegra fræða þannig, að lýðum varð ljóst, og lagði hún áherzlu á, að menn sýndu trú sína í verkum. Þegar liún tók við forustu, voru deild- ir félagsins í 11 löndum, en undir hennar stjórn hafa 36 lönd bætst við. Hún ferðaðist um allan heim í embættiserind- um, og þegar farið var að nota flugvélar, ferðaðist hún með þeim, því það átti við skap hennar, þó komin væri yfir átt- rætt, að fara hraðar yfir en komist varð með skipi eða eim- lest. — Jóhannes úr Kötlum. Árið 1893 flutti hún búferlum til Indlands og tók fljótt ást- fóstri við landið og þjóðina. Svo segja lærðir Hindúar, að hún hafi komið á stórfeldum breyt- ingum í trúarlífi þjóðarinnar, einkum Hindúatrúa. Hún kom austur öllum ókunnug og kunni ekki sanskrít, en varð brátt svo lærð í trúfræði Hindúa, að hún gekk fram af lærðum “pandít- um”. Þó var miklu merkilegri en þekking hennar elskan, sem hún bar til þjóðarinnar, og germjan og sársaukinn yfir nið- urlægingarástandi þjóðarinnar. Eldri menn þar austur frá segja að sér líði ekki úr minni, þegar þeir sátu grátandi undir ræðum hennar, því hún málaði upp fyr- ir þeim myndir með orðum sín- um af því, sem Indland gæti orðið í framtíðinni. — Á hópi ágætra manna, sem hún safn- Þér sem notið—» TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. BirKÖir: Henry Ave. F.ast Sími 95 551—95 552 SUrifstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI . ÁNÆGJA aði að sér, vann hún að endur- reisn þjóðarinnar og- naut í því starfi örlætis margra indverskra prinsa og stórmenna. Eitt af stórvirkjum hennar á Indlandi var stofnun Benares- háskóla. Síðar var hún gerð að heiðursdoktor við þann háskóla. Mörg eru þau málefni, sem hún hefir veitt fylgi sitt um dagana, og er kvenfrelsismálið eitt þeirra. Því hefir hún veitt öflugan stuðning bæði á Eng- landi og á Indlandi. Eitt á- hugamál hennar var skáta- hreyfingin. — Hún stofnaði Skátafélag Indlands. Indversku skátarnir bera vefjarhött og syngja indverska þjóðsöngva, en hlýða að öðru leyti skátalög- unum. Þegar Baden-Powell kom til Indlands, gengu indver- sku skátarnir inn í alheims fé- lagið, en dr. Annie Besant varð yfirmaður þeirar í heiðursskyni. “Synir og dætur Indlands” heitir eitt félag, sem hún stofn- aði — annað “Gullkeðjufélag- ið”, það var barnafélag — þriðja “The Stalwarts”, en fé- lagar hétu því að gifta ekki dætur sínar undir 16 ára aldri. Ennþá eitt starf hóf hún, þeg- ar hún tók til fósturs þá Krish- namurti og bróður hans. Eins og kunnugt er boðaði hún, að mikill heimsfræðari mundi nota Krishnamurti sem sambandslið hér á jörðinni og starfa með hans tilstyrk að því að fræða mannkynið. Starfsferill Krishna murtis hefir vakið mikla athygli um allan heim á síðustu árum og þó hann hafi aðrar skoðanir á ýmsu en þær, sem dr. Annie Besant aðhyltist, þá viðurkenna þó allir, hve glögga skynjun hún hefir haft á sálarlífi drengsins, þegar hún sá hvað með honum bjó, því hann er nú einhver á- hrifamesti prédikari, sem uppi er. — Dr. A. Besant verður að lík- indum frægust á Indlandi fyrir afskifti sín af stjómmálum. Þvi lýsti hún yfir hvað eftir annað, að hún hefði farið út í stjóm- málabaráttuna til þess að bjarga ungmennum Indlands. Æsku- menn landsins brunnu af áhuga fyrir því að reisa við menningu þjóðarinnar — en stjórnin skildi ekkert, bætti ekki úr neinu, en herti aðeins á stjórnartaumun- um. Unglingarnir viltust út í öfga kenda andstöðu og stjóm- leysi. Áirð 1913 hóf hún stjóm- málabaráttu sína, — árið eftir byrjaði heimsstyrjöldin, en hún hélt áfram baráttunni, vegna þess hvernig aðferð Bretar höfðu, þegar þeir buðu Indverj- um þátttöku í stríðinu. Frh. á 7. bls. ■ *** ...............i-:!ͧ5$í: 1 FREDH. DAVIDSON KJÓSIÐ FRED H. DAVIDSON SEM BÆJARFULLTRÚA FYRIR 2. KJÖRDEILD Hann er yður að góðu kunn- ur, sem fyrverandi bæj- arfulltrúi og borg- arstjóri SETJIÐ TÖLUNA 1 GEGNT NAFNI DAVIDSON

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.